Heimskringla - 24.05.1933, Síða 6

Heimskringla - 24.05.1933, Síða 6
6. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. MAÍ 1933 nobinlHood FIiOUR ÞETTA MJÖL EYKUR STARFSÞRÓTTANN OG BYGGIR UPP LÍKAMANN inM OTDAMI ll IUN olKANI Saga eftir PAUL TRENT. J '4. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. “Eg vildi bara að það væri einhver annar en hann sem hlut á að máli, þá skildi eg reyna lukkuna. En Strand er eins langt fyrir ofan mig, eins og þú áiítur að hann sé fyrir ofan þig,” svaraði hann. “Eg get ekki hjálpað því, að eg elska Strand, hvað mikið sem hann er fyrir ofan mig, og hvað mikil fjarstæða sem það kann að vera af mér. Mér er eins mikið áhugamál hans velgengni og farsæld eins og mín eigin. Eg veit að eg er honum ekki samboðin. En samt sem áður hefi eg stundum leyft mér að ---dreyma.” “Eins og mig hefir dreymt — slíkt er fá- sinna og heimska aðeins.” “En sæt og unaðsrík heimska.” “Við gerum okkur að ástsjúkum flónum. Okkur vantar að ná í tunglið. Bara að við hefðum felt ástarhug hvort til annars. Við erum bæði fátæk og------” “Því reynir þú ekki að vinna ástir Sylvíu?’ “Herra Strand sagði um daginn en eg heyrði, að hann hefði ekki í huga að giftast. ---Stundum er Sylvía svo vingjarnleg við mig, að eg nærri því voga að vona.” “Jón talar aldrei meiningarlaust. Ef til vill hefir þú gott tækifæri.” “Ef eg bara gæti talið sjálfum mér trú um það.” Hún gekk til hans og lagði höndina á öxl hans. “Að hætta að vona er sama og að tapa. Þú hefir heyrt það?” “Þú ert góð, Joyce. í gærkvöld átti Jón langt tal við mig. Hann sagði, að það væri sín skoðun, að maður ætti að giftast ungur, og lét það fylgja með, að ef eg kyntist ein- hverri stúlku sem eg fengi ást á, Iþá ætti eg að láta hann vita um það og mundi hann þá leggja mér það lið, sem hann gæti, — það er bara eins og hann hafi grunað, að eg elskaði Sylvíu, og hafi meint að hann skildi tala máli mínu við hr. Mason föður hennar. — Er ekki hr. Strand alveg indæll maður? Hugsaðu til þess, sem hann hefir gert fyrir mig! Ef eg bara gæti einhvern tíma á einhvern hátt end- urgoldið honum.” “Nú er hann að koma,” sagði Joyce sem heyrði fótatak fram í ganginum og svo hurð- inni lokið upp. Hún færði sig ekki þaðan sem hún var og tók ekki höndina af öxl Cranstons þó Jón kæmi inn. Hann leit til þeirra harð- neskjulegur á svipinn með saman klemdar varir. “Hefirðu lokið við skjölin?” spurði hann. “Já, herra, og eg er rétt að leggja af stað með þau til hr. Masons.” “Það er gott. Mundu að segja hr. Mason fyrir mig, að eg ætli að reyna að koma og sjá hann í kvöld ef eg get losnað. Komdu svo hingað aftur, en það liggur ekkert á.” Cranston fór og ætlaði Joyce ut á eftir honum þegar Jón kallaði til hennar. “Eg hefi ekki haft tíma né næði til að tala við þig nú fyrir langan tíma. Viltu ekki taka þér sæti?” sagði hann góðlátlega. “Það er ekki mín skuld,” svaraði hún fremur stuttlega. vCranston er bezti piltur. Eg ve^t ekki hvernig eg kæmist af án hans,” sagði Jón og starði á Joyce um leið til að sjá hvort orð hans orsökuðu nokkra svipbreyting á henni. “Hann gersamlega trúir á yður, hr. Strand,” sagði hún af mestu einlægni. “Eg mun reyna að gera fyrir hann það, sem eg get til þess hann komist áfram. Hann hefir yfir góðum hæfileikum að ráða, og er sérstaklega vi*nugefinn piltur. Síðar meir — kanske fyr en mann gru*ar, verður hann ein- hverrar stúlku ágætis eiginmaður.” “Það er eg alveg sannfærð um,” sagði hún. Ekki gat Jón séð neinn roða hlaupa fram í andlit hennar, eins og hann hafði þóhálfpart- inn búist við. “í sannleika sagt, þá mun hann allareiðu vera búinn að velja sér konuefnið,” hélt hún áfram. “Og það konu efni mun taka honum?” “Eg veit það ekki — eg held ekki. Það mun vera einhver annar sem hun hefir auga- stað á.” “Hver er hinn maðurinn? Veist þú það?” “Getur þú ekki gizkað á hver hann er?” “Nei.” “Eg?” sagði hann í hálfgerðu ofboði og færði sig nær henni. “Átt þú við, að — eg — Joyce, veistu hvað þú ert að segja?” “Eg hugsaði að þú elskaðir-----” “Elskaði? Joyce! Eg elska þig út af lífinu. Eg dýrka þig. Joyce, og-----” “Hættu!” kallaði hún og færði sig fjær honum. “Eg var að tala um Sylvíu Mason. Það er hún sem Cranston elskar, og eg hugs- aði að hún elskaði þig.” “Sylvía,” tók hann upp eftir henni. “Hvað eg hefi verið blindur. Eg hélt að þú værir að tala um sjálfa þig, og þegar þú sagðir að eg—” Hann þagnaði og tók hönd hennar í sína. “Joyce! Horfðu framan í mig,” sagði hann blíðlega. Fyrir augnablik leit hún upp og horfði framan í hann. Hann sá í augum hennar alt það, sem hann vantaði að vita. “Þá hefi eg ekki farið feil — þú elskar mig, Joyce?” Hann fann hendi hennar hika ögn í sinni og honum fanst sála sín fyllast einhverjum unað og blíðu. Það var ekki þessi óstöðvandi löngun til að grípa hana í fang sér og kyssa hana; ekki þessi samkyns þrá og gripið hafði hann í návist Coru, heldur eifrthvað ennþá innilegra, dýpra og óendanlegt. Hann leiddi hana yfir að legubekknum og settist þar hjá henni. “Þú þarft ekkert að vera hrædd, kæra mín. Mig einungis vantar að þú hlustir á það, sem eg hefi að segja,” sagði Jón blíð- lega . Svo sagði hann henni frá trúlofun þeirra ungfrú Coru. “Þér kann að finnast eg óstöðuglyndur og óeinlægur, en tilfinningar mínar sagja mér að þú sért sú eina stúlka, sem eg get nokkru sinni elskað af öllu mínu hjarta. Tilfinning mín gagnvart Coru var sprottin af eigingirni, en til þín er hún sprott- in af ást. Joyce! Viltu ekki segja mér hvert þú getur elskað mig?” Hún lyfti upp höfði sínu og leit framan í Jón. í augum hennar sá hann, hreinleika, ást og sakleysi. Honum fanst hann glaðasti mað- ur í heimi. “Eg hefi elskað yður frá þeirri stund er eg leit þig fyrst og þú bauðst mig velkomna í þetta hús. En eg hefi ekki þorað að láta mig eingang dreyma um það, að þú gætir elskað mig. Eg er aðeins fátæk alþýðu stúlka, sem á virkilegleika hvergi heima.” “Til mín ert þú sú eina stúlka sem nokkru varðar í heiminum.” Hann dróg hana að barmi sínum, og í fyrstu, rétt fyrir augnablik, sýndi hún mót- þróa. Svo t'ók hún báðum höndum um háls honum og horfði rannsakandi augum inn í augu honum. “Jón! Ef eg fengi að verða konan þín, þá yrði eg alsæl.” Hann dróg hana að sér og kysti hana. Hann sagði henni að þessi koss táknaði það, að hér eftir skildi lif sitt helgað því, að gera hana glaða og lukkulega í lífinu. “Eg hefi verið það flón,” sagði hann enn fremur, “að eg hefi hugsað að þú bærir ástar hug til Cranstons.” “Og eg hefi verið villingslega afbrýðissöm af Sylvíu.” “Þú hefir enga ástæðu haft til þess. Hún ber engan þannig lagaðann hug tii mín.” “Eg er nú ails ekki svo viss um það. Ef ást mín á þér yrði til þess, að orsaka þér einhver óþægindi, þætti mér það mjög sárt. Jón! Viltu lofa mér því, að gera það sem eg ætla nú að biðja þig? Það er mín fyrsta bón til þín.” “Já, elskan mín.” “Það er, að við höldum trúlofun okkar leyndri að minsta kosti næstu tvær vikurnar. Auðvitað verðum við að segja frænda frá því, — og ef til vill Cranston.” “Af hverju biður þú um þetta? Mér fellur illa öll leyndarmál.” “Þú ert frægur maður, vinur minn. Eg er ung og þekki ekkert til í þeim heimi sem þú lifir í. Gefðu mér dálítin tíma til að kynna mér hann.” “Gott og vel. Eg sé ekki að það saki neitt þó eg gera það. En, Joyce, eg vil ekki að trúlofun okkar sé löng. Það er engin ástæða fyrir okkur að draga það, að gifta okkur. Mig vantar að hafa þig hjá mér æfinlega á öllum tímum.” “Eg skai gera mitt bezta til að verða þér góð kona. Það hlýtur að vera mér alla tíma hugfast, að þú gast valið þér þá konu, sem gat orðið þér hjálp og sómi í þinni stöðu. Mér finst sem eg hljóti aðeins að verða þér tij hindrunar.” “Ást þín mun hjálpa mér til að yfirstíga alla örðugleika. Lát þú þér aldrei koma til hugar að þú verðir neitt annað en hjálp mín og stoð.” ílann brosti til hennar ástarbrosi og hún roðnaði af gleði. Hann fann svo innilega til verulegrar sælu og gleði. Það var svo gagn- ólík tilfinniirg þeirri er Cora veitti honum. Og nú hló hann að þeirri hugsun, að hann skildi nokkru sinni ímynda sér að hann elskaði hana. Það var alt jarðneskt en þetta var himneskt. “Við skulum koma upp á loft,” sagði hann og þau lögðu af stað. Hann hélt utan um mitti hennar. Þegar þau komu upp á loft, fundu þau Cobden gamla þar sitjandi á hæginda stól reykjandi pípu sína í mestu makindum. “Svo þú hefir loksins náð áttunum,” sagði gamli mað- urinn til Jóns er þau komu inn. “Já, loksins.” “Eg er ekki svo blindur, þó eg sé gamall og margt annað sé að mér. Joyce, komdu og kystu gamla mann- inn.” Hún gekk til frænda síns og lagði handleggina um háls honum og fór að gráta. En hann vissi að það voru gleði tár er henni hrundu af hvarmi. “Eg skil ekkert í því, hvað það hefir tekið þig langan tíma, Jón, að finna sjálfan þig. Eg hefi óskað eftir þessari stund frá því fyrsta að eg leit ykkur bæði saman. Þið eigið vel saman í staðin fyrir það, að þú og Cora hefðu — ja, við skulnm ekki tala meir um það-------” “Eg er ekkert afbrýðissöm af Coru og ekki einu sinni af Sylvíu.” “En hvað er um aumingja Cranston. — Eg kenni í brjósti um hann.” “Við verðum að hjálpa honum tii að ná ástum Sylvíu. Mér finst eg verða að gera alla menn glaða. Guð hefir verið mér svo góður.” “Nú er það aðeins eitt, sem eg óska eftir,” sagði gamli Cobden og leit yfir til Jóns. “Settu á þig hattinn þinn, Joyce, og við skulum fara yfir til Bond götu og þaðan verð eg svo að fara yfir í þinghús.” “Eg veit, að þú verður æfinlega góður við hana, Jón, hún er ekki sterk. Þú verður æfin- lega að láta hana á undan metorðum, upp- hefð og stöðu. Ef öðru hvoru þarf að fórna, þá láttu það verða hið síðarnefnda. Eg ihafði hugsað mér að tala ögn við þig í dag við- víkjandi Southwold. En þetta er og á að verða til enda gleðidagur. Við skulum ekki spilla honum með neinu.” “Gleði og ánægja, farsæld og vellíðan þeirrar stúlku sem nú hefir lofað að verða konan mín skal ganga fyrir öllu öðru æfinlega. Það sver eg,” sagði Jón um leið og hann rétti gamla manninum hönd sína orðum sínum til staðfestingar. Klukkustund síðar skildi Joyce við Jón hjá þinerhúsdyrunum. Á baugfingri hennar stirndi á demants steina í gullhring. Á leiðinni heim þrýsti hún hringnum að vörum sér og ánægj- an og gleðin skein úr augum hennar. XXVIII. Kapítuli. Philip Cranston hraðaði ferð sinni til Grosvenor Sqare. Ekki vegna þess, að hann hefði svo mikla löngun til að finna hr. Mason. Hann leit svo á, að ske kynni, að hann sæi Sylvíu. Og lukkan var með honum í þetta skifti því hr. Mason var ekki heima. “Er ungfrú Mason heima?” spurði hann þjón þann er til dyranna kom. Cranston var * í töluverðri geðshræring; hann var óstyrkur og rödd hans titraði ögn. “Eg skal komast eftir hvort ungfrúin er heima,” svaraði þjóninn í þeim róm, sem mönnum í hans stöðu ber að viðhafa. Þjé'nninn sneri inn í húsið með sérstak- lega fyrirmannlegu göngulagi, en kom að vörmu spori til baka. “Gerið svo vel, að fyigja mér eftir,” sagði hann svo við Cranston og leiddi hann til eigin herbergja Sylvíu. Það var í fyrsta skifti að Cranston hafði komið þangað. Hann rendi augunum, um herbergið hátt og lágt, eins og hann væri að huga eftir einhverju sérstöku. Þar sá hann marga muni, sem tilheyrðu þeirri stúlku, sem hann elskaði. Augu hans fóru frá einum hlut til annars í herberginu. Þau stað- næmdust um stund á dálítilli körfu, sem í var útsaums dót Sylvíu. Hann virti fyrir sér um stund útsaum sem lá eftir í körfunni. Honum fanst það betur gert, en hann hafði nokkru sinni séð fyr. Á borðinu hjá körfunni sá hann, í umgerð, mynd af Jóni Strand. “Hún hefði ekki getað kosið sér betri mann,” hugsaði hann. Svo varð honum litið til dyranna á her- berginu og sá hann þá hvar Sylvía stendur þar, svo góðleg á svipínn og gleðibros lék um varir hennar. Hún hafði óefað verið búin að standa þarna nokkra stund og veita honum athygli. “Þér voruð í þungum þönkum, hr. Cran- ston. Það var illa gert af mér að trufla yður,” sagði hún góðlega. “Eg kom með einhver skjöl frá herra Strand til föður yðar. Er hann væntanlegur heim bráðum,” sagði Cranston og var óstyrkur í röddinni. “Eg get ekki sagt um það.” “Það er ef til vill þýðingarlaust fyrir mig að bíða eftir honum,” sagði hann og stóð á fætur. “Sitjið þér kyrrir herra Cranston. Eg er ein heima og mér hálf leiðist að hafa engan til að tala við, nema þjónustu fólkið. Mér er nú sama þó pabbi komi ekki heim, fyrir langan tíma ennþá,” sagði hún og dróg stól að hlið hans og settist á hann. Hún horfði áhann rannsóknar augum og tók eftir því, að tals- verður óstyrkur var á honum. Hann horfðl framan í hana og sá eitthvað það í augum hennar sem kom honum til að færa stól sinn ögn fjær henni. “Þér eruð ákafiega þreytulegur, hr. Cran- ston. Herra Strand lætur yður vinna of hart. Eg verð að tala við hann um það.” “Gerið það fyrir mig, ungfrú Mason, að gera það ekki. Mér líður vel og vinn ekki of hart,” sagði hann ákafur. “Maður gæti ímyndað sér að hr. tSrand væri nokkuð vinnuharður húsbóndi. Hann er verkamaður mikill sjálfur og ætlar því öðr- um ef til vill ekki af.” “Þ að er alls ekki tilfellið. Eg þekki eng- ann mann nákvæmari við vinnuhjú sín en hann er. Bara að þér vissuð hve mikið hann hefir gert fyrir mig.” “Það er einmitt það, sem mig langar til að vita. Herra Strand hefir sakað mig um for- vtini og bannað yður að segja mér nokkuð um hagi yðar. En mér finst, sem eg megi til með, að vita eitthvað um fyrri æfi yðar,hvernig sem á þeirri löngun minni stendur,” sagði hún brosandi. Cranston lét ekki þetta tækifæri ganga úr greipum sér, að lofa þann mann sem hafði gert meir fyrir hann en nokkur annar. Ogþað jafnvel þó hann væri þess fullviss með sjálfum sér, að við það mundi Jón hækka í áliti hjá þeirri stúlku, sem hann sjálfur fann að hann elskaði út af lífinu. Hann hikaði eigi að síður ekki, heldur byrjaði í lágum og óstyrkum róm, að segja henni frá sinni fyrri æfi og hversu mikið flón hann hefði verið öll fyrri ár æfi sinnar. “Herra Strand bjargaði mér þegar eg var algerlega andlega og líkamlega eyðilagður maður. Og verði eg einhvern tíma að manni, þá á eg það að þakka hr. Strand. Þeir eru fáir, menn í heiminum, sem hefðu rétt hendur sínar ofan í surrennur borgarinnar til þess, að draga þaðan upp úr einn vesælan og útskúfaðann ungling sem eg var og sett hann við hlið sér, eins og hr. Strand hefir gert. Eg vona af heilum hug, að eg verði einhverntíma maður til, að endurgjalda honum góðsemi hans til mín þó ekki verði nema að einhverju leyti.” “Það var sannarlega vel gert af honum, og eg ber mikla virðing fyrir honum, fyrir þá góðmensku hans,” sagði Sylvía og var auð- séð, að hugur hennar var að þessu sinni ein- hverstaðar annar staðar en þar í herberginu. Cranston leit til hennar og honum duldist ekki um hvað hún var að hugsa. Hann vissi að hugur hennar var hjá Strand. Hann varp öndinni mæðulega við þá tilhugsun. “Hera Strand hefir strax séð, að eitthvað bjó í yður, sem var þess virði að leggja rækt við það, að öðrumlkosti hefði hann líklega ekki gert það, sem hann hefir gert fyrir yður. Þér tókuð tækifærið þegar það gafst og færðuð yður í nyt. Það hefðuð þér ekki gert, ef þér hefðuð verið sá maður klárlega, sem lýsing yðar bendir til. Það var til í yður vilji og kjarkur til þess, að verða að manni — eins og þér hafið orðið.” “En þá er eg ekkert annað en þjónn, sem vil gera mitt bezta. Eg hefi engu mikils- verðu afkastað. Eg hefi ekkert gert.” “Spyrjið hr. Strand um álit hans á yður. Stundum hefir mér komið til hugar, að þér ^ætuð gert annað hagkvæmara fyrir framtíð yðar, en vinna fyrir aðra. En svo eruð þér eðlilega félaus maður, án peninga er litlu hægt að afkasta í heiminum.” “Já, félaus er eg, en fé þarf eg og mikið af því.” “Eg hefði aldrai hugsað mér, að þér vær- uð fégjarn maður.” “Það er eg nú ekki, en það er ástæða fyrir því, að eg þarfnast peninga á^rstaklega nú.” “Og sú ástæða er?” Hann stokkroaðnaði í andlitið e* svaraði engu.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.