Heimskringla - 24.05.1933, Side 7

Heimskringla - 24.05.1933, Side 7
WINNIPEG, 24. MAÍ 1933 HEIMSKRINGLA DANSKUR MAÐUR UM ÁSTANDIÐ í ÞÝZKALANDI Danska blaðið Social-Demo- kraten í Kaupmannahöfn segir frá því 21. f. m., að sé nýkom- inn aftur til Danmerkur ungur maður af nafni Aage Hinrich, er verið hafði á jafnaðarmanna- háskólanum í Tinz í Þýzkalandi, sem Nazistar lokuðu með valdi. Segir maður þessi, að fólk í Þýzkalandi viti ekkert hvað þar sé að gerast, því ekki komi út önnur blöð en þau, er fylgi Nazistum. Hið eina, er menn geti fengið að vita, sé úr útlendu út- varpi, fyrir þá, er það skilji, og sagðist hann hafa þýtt fyrir félaga sína í skólanum það, sem danska útvarpið hefði sagt af fréttum frá Þýzkalandi, og eins hefði Pólverji, er var í skólan- um, þýtt fyrir þá það, sem pólska útvarpið sagði. Koma lýsingar þessa manns vel heim við lýsingar þær á ástandinu í Þýzkalandi, sem ýmsir aðrir hafa áður gefið, og er engum blöðum um það að fletta, að alt lýðræði er gersamlega horfið í Þýzkalandi og að þar ráða engin lög, heldur eingöngu per- sónulegur geðþótti Nazista, sem getur verið mjög tilbreytilegur eftir því hvaða menn ráða hverj- um stað, og eftir hvemig liggur á þeim í það og það skiftið. Eins og kunnugt er hefir Hitl- er hvað eftir annað sagt, að þegar hann kæmist til valda, skyldu hausarnir fá að fjúka, og má búast við að við fyrsta tæki- færi hefji Nazistar allsherjar- blóðbað á mótstöðumönnum sínum.—Alþbl. HINN BREYTTI MESSÍAS Sænski rithöfundurinn Hjálm- ar Söderberg hefir gefið út bók um Krist. Byggir hann skoð- anir þær, er hann kemur þar með, á Gyðingasögu Jósefusar, og álítur að Kristur hafi verið uppreistarmaður, er með áþang- endum sínum reyndi að ná musterinu í Jerúsalem á sitt vald, en hafi fyrir það verið dæmdur og tekinn af lífi með krossfestingu ( sem var venju- lega aftökuaðferðin þá í Gyð- ingalandi). Hann álítur að mál- um sé blandað í guðspjöllunum, þannig að Barabbas og Jesús sé sama persónan, en að eftir daga Krists hafi sagnimar af honum breyzt og honum verið eignaðar ýmsar eldri keúningar um freslun og upprisu. Bókin heitir “Hinn breytti Messías” og er 283 síður. — Alþbl. LJÓSGILDRUR til FISKVEIÐA Bandaríkjamaður einn að nafni Herbert W. Spear hefir fundið upp fiskigildrur, er hafa ljós logandi neðansjávar og tæla með því fiskana. Nýlega var ein af þessum gildrum hans reynd að viðstöddum mönnum frá fiskimáladeild Bandaríkja- ráðuneytisins, og er mælt að gildran hafi þegar fylst af fiski. Því miður er ekki getið um hvaða fiskur það var, og ekki heldur á hve djúpu gildran var reynd. Spear þessi er sagður halda nú áfram tilraunum sín- um, meðal annars ætli hann að vita hvemig það reynist að láta ljósið skifta litum.—Alþbl. ENDURMINNINGAR. Eftir F. GuSmund»«on. Pramh. Því ef skepnurnar væru rekn- ar úr haganum, þá væri það vegna mannsins sem hefði hönd yfir þeim. En var eg nú áreið- anlega eins góður maður og eg hélt? Já, það hlaut nú að vera, því mig langaði til að koma orð- um til farfuglanna að fara ekki heim fyr en með júní komunni, því stórhríð hefði verið á Norð- urlandi 30 apríl. En eitthvað var þó rangt við mig í þessu sólskini, að eg skyldi ekki vita hvert það náði heim, því ekki væri nú rétt að tefja farfugl- ana, með gleðigeislana inn á íslenzku heimilin ef sólskinið væri líka komið heim. Nú það var bara þetta sem eg vissi altaf, að eg sá ekki eins vel og Stgr. Thorsteinsson, þegar hann sé Vorgyðjuna á ferðinni fljúg- andi á breiðu sólgeislabængj- unum, þegar hún fór yfir Kaup- mannahöfn og stansaði hvergi, svo hann varð að kalla til henn- ar að bera kveðju sína. En þá sigldum við fyrir breitt og fag- urt dalsminni upp á Skotlandi, fjöllin voru græn upp á hvirfla undir sól að sjá, og fagur skóg- ur á brúnum þeirra, þau voru þá loðbrýnd eins og eg. En hvað okkur hafði farið aftur, að eg skyldi nú ekki vera víkingur, svo eg gæti nú tekið þenna dal, hvaða lávarður sem ætti hann eða héldi sig eiga hann, og fara svo ekki lengra. En nú vorum við farin að finna til hungurs, og eg fór eins og andarstegginn að sækja fæðuna, ekki þó maðka, heldur harðfisk og rúllupylsu og súrt slátur, og þetta margt sem þið þekkið eins vel og eg. Það var komið lengst fram á nótt þegar við sigldum inn á höfnina í Lieth. Auðvitað var okkur öllum Vesturförunum það kunnugt, að á þessari stefnu vorum við að elta myrku nótt- ina og við mættum ekki missa hana um stund, en þegar veru- leikinn byrtist nú augum okkar í góðu veðri á þessari innsigl- ingu til Lieth, og koldimt myrk- ur ríkti yfir öllu á sjó og landi, þá urðum við íslendingarnir einkennilega hljóðir, eins og við værum að skammast okkar fyrir drýgða synd, að hafa þotið út frá ljósinu og inn í myrkrið. Einhver fór að hafa orð á upp- lýstum byggingum máðum meg- in f jarðarins, og því líkast sem =amfeld ljósabreiða lægi á jörð- inni fyrir botni fjarðarins. áldrei höfðum við séð mennina berast eins mikið á, þó lýstu beir ekki á fjallabrúnir og þótti okkur sem þau væru þó ekki há. Skipið kastaði akkerum á höfninni laust frá landi, þarna áttum við þá að hafa væra hvíld um nóttina. Snemma næsta morgun var skipið komið að hafnarveggnum og byrjað var að ryðja farangri okkar í land. Allir íslendingar voru komnir upp á dekk og unnu því vel, að eiga nú að fá fast land undir fætur, hvað annað sem við tæki. Það var nokkurn- veginn há-fjara, og sá eg að hafnarveggurinn var tvöfaldur, var undirstaða hans og neðri- hlutinn bygður einum 10 fetum 7. SÍÐA. - utan í höfnini, og af því fjaran var, þá lágum við að ytri veggnum og var því 10 fet eða meira frá borðstokki skipsins upp á aðalbakkann. Á það millibil var lögð plankabrú svo fólkið gæti gengið í land en flutningi öllum var sveiflað í kaðalhöldum og með krók- stjökum upp á bakkann. Neðri veggur hafnarbakkans var orð- inn þur ofan, vegna fjörunnar, en þá vildi það til að ein ferða- kista féll úr kaðalsmeignum á leiðinni yfir að efri bakkanum. Hún datt mörg fet niður á neðri bakkann og fór í þúsund mola. Hana átti Guðmundur Hávarð- son frá Gauksstöðum á Jökul- dal, hún hafði verið full af bók- um. Smá pollar stóðu uppi á neðri veggnum, og urðu bæk- urnar því kássu blautar, þó var flestum þeirra kastað upp á efri bakkann, og gat eg seinna séð að alt höfðu þetta verið beztu bækur, í góðu bandi, og hlaut það að vera mikill skaði fyrir bókavin, en ekki varð eg var við að honum væri boðnar skaðabætur. Sami maður hafði komið með reiðhesta þeirra hjón anna frá íslandi, og ætlaði helzt af öllu að fara með þá til Ame- ríku. Hestarnir voru selspikað- ir, rauður og skjóttur, hver öðrum fallegri, en Guðmundur neyddist til að selja þá þarna líklega af tveimur aðalástæðum, fyrst að honum var gert það óhæfilega dýrt að koma þeim alla leið með sér, og svó hitt að ferðasagan á svip þeirra, frá ís- landi til Leith mun hafa dregið kjarkinn úr eigandanum sem unni hestunum sjáanlega mikið. Ekki vildi Guðmundur segja mér hvað hann fékk fyrir hestana þarna á Skotlandi, en það þótt- ist eg skilja, að kaupandinn hefði notað sér neyð hans, og þótti mér það sárt, því mér voru bæði hjónin að góðu kunn, þó sérstaklega hún, sem var upp- alin á næsta bæ við mig, á Hólsfjöllum og því æsku leik- systir mín, María Jónsdóttir Methusalemssonar á Víðirdal. Öll undruðumst við að sjá hrikavöxtinn á hestapari sem stóð fyrir vagni rétt ofan við hafnarbakkann. Hestamir vóru sjáanlega gamlir, hálf magrir og beinaberir, og þessvegna varð þessi mikla stærð tilfinnanlegri og ófríðari. Síðar þegar eg fór að venjast stórum hestum og þekkja iþá meira, þá veit eg að þessir hestar hafa hvor um sig vegið yfir 2000 pund. En það sagði Jón bóndi Bergsson á Egilsstöðum mér, að enginn ís- lenzkur hestur vigtaði yfir 700 pund, og hafði hann vigtað þá marga. Hér var þá um mikinn mismun að ræða. Útflutningsstjórinn Sveinn Brynjólfsson hafði farið á und- an okkur til Englands, til að undirbúa komu okkar þar sagði hann, svo ferðin yrði öll sem farsælust og skemtilegust. Ekki man eg eftir að eg sæi hann þó fyr en í Liverpool, en sarnt sem áður höfðum við þó ekki lengi beðið á hafnarbakkanum, þeg- ar þar voru komnir nokkrir prúð'búnir keyrslumenn með töluröð á málmskildi framan á höfuð hvers þeirra. Allir höfðu þeir stóra hesta fyirr háum og rúmmiklum vögnum, og áttu þeir að flytja okkur til járn- brautar spottakorn inn fyrir takmörk Edinborgar. Mér þótti vagnarnir vitleysislega háir, og var hræddur um að þeir færu á ‘hliðina ef eitthvað lítið út af bæri eða halli yrði á leið okk- ar, fanst þó einhver trygging felast í því að sæti stýrimanns- ins var efst og fremst á þessum glæfraturni svo hann ætti þó vissa verstu byltuna, ef hann stýrði í háska. Þóttist eg þá skilja að Englendingar fremur öllum öðrum mönnum vildu all- ir eiga hásæti. Vagnarnir rúm- uðu fólkið og ferðin gekk slysa- laust, varð mér á þeirri leið sjón sögu ríkari um drembilæti auðkýfinganna. Mér var sagt að við á, parti vegarins, keyrðum eftir einu aðalstræti borgarinn- ar. Menn dáðust að bygging- unum á báðar síður, en mér voru þær ímynd íslenzkra hamraveggja, aðeins óhreinni og ógeðslegri fyrir reykjarsvertuna, og iþóttist eg sjá að handhafar gullsins, hyggðust að fela sig og gerðir sínar í þessum kletta borgum, en næðu þó aldrei með tærnar aðhælum íslenzka hludu fólksins, sem stæði jafnræki- lega falið í sólskininu og innan klettaveggjanna, og væri þar að auki sanngjarnt og góðviljað. Mig langaði til að koma til Eir- íks Magnússonar og sjá hvar rektor Jón Hjaltalín hafði búið, en enginn gat gefið mér neinar upplýsingar um það. Við höfðum ekki fyr stigið niður fæti á járnbrautarstöð- inni, en kominn var hópur af unglingspiltum inn á milil okk- ar, allir voru þeir með rauðar númeraðar húfur, undur vin- gjarnlegir og réttu fram liend- urnar að handtöskum okkar, pokum og pinklivm, og var auð- séð að þeir vildu létta lífsbyrði okkar, en á hvern hátt? Óðar komst fjandinn upp á milli mín og þeirra, ekki að mér dytti í hug að þeir ætluðu að vinna fyrir borgun því ekki var nema 20 fet að járnbrautarklefunum, það líktist ekkert slenzkri greið- vikni, og var ekki borgunarvert. En að þeir mundu hlaupa í all- ar áttir eins og kólfi væri skot- ið og heim í greni sín með pjönkurnar, og eta alt sælgæt- ið sem okkur hafði verið skip- að að hafa við hendina á járn- brautarlestinni, því við fengjum ekkert að borða fyr en komið væri til Liverpool um kvöldið. En nú stríddu þó einkennishúf- urnar á móti þessari skörpu hugsjón, en samt, það var eitt- hvað rangt við þetta, og eg hélt svo fast um mínar töskur að það hvítnuðu á mér hnúarnir, og eg fyrirbauð þeim sem næst- ir mér stóðu að fá þeim eyris- virði í hendur. En þá tók ekki betra við, því mjög valdalegir og kjöftugir slánar með þung- ar lyklakippur í höndum bentu okkur og skipuðu einum í þessa átt og öðrum í hina, ,en alt þó að járnbrautinni, og þeir opnuðu klefana, létu inn í þá rétt eins og við hýstum kindumar á kvöldin, og læstu svo hverri hurð, en höfðu hvorki garðaló né snjó að þrýsta upp að hurð- inni, svo ekki frysti inn um rif- urnar. En ef þeir nú létu vissa tölu í hvern járnbrautarklefa, þá sá eg að hæglega gat staðið svo á að þeir splittuðu sundur fjölskyldum svo að dagsnestið næði þó aldrei til allra. Eg var því andlega og líkamlega eins og eitruð gaddaslanga við að fást, og ætlaði að þeir skyldu þó ekki misbjóða mér eða mín- um. Svo kom eg að einum klefadyrunum og lykavaldið ætlaði að drífa mig þar inn, þar voru komin ein hjón með eitt barn, en e)g var ekki á því að fara inn, en sagði konu minni og börnunum að ganga inn, svo ætlaði dyravörðurinn að fara að ýta mér inn, nei, minn tími var ekki kominn, fullorð- in fósturdóttir okkar var þar til hliðar og kallaði eg til hennar hálf höstuglega. Hann sá hvað eg ætlaði og bandaði henni frá með hend- inni og hallaði hurðinni'að stöf- unum, en eg fór á milli og réði gættinni því eg var honum hálfu sterkari, stúlkan var hrædd við þetta stríð, en réði þó af að gegna mér og fara þarna inn. Þá gerði hann við- bragð og ætlaði að skilja mig eftir úti, eg var að vísu búinn að henda matartöskunum inn í klefann, en kærði mig ekki um að vera fráskilinn minni familíu, og fór því hiklaust inn, eg gat skilið að hann hótaði að kalla á lestarstjórann, en læsti þó dyrunum að ut^,n, og lestar- 1 eát N aí ns PJ iöl Id =1 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldn. Skrlfatofusími: 23674 Stundar sérstaklega lunsnasjúk* dóma. Er aS flnna & skrlfstofu kl 10—13 f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talalmli 33158 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bkif. Talsími 97 024 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. Talsiml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdðma og barnasjúkdóma. — ATS hltta: kl. 10—12 « h. og 8—5 e. h. Helmlll: S06 Victor St. Simt 28 180 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LðOFRÆÐINOAB á öðru gólfi 825 Maln Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur a8 Lundar og Gimli og eru þar aB hltta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Dr. J. Stefansson 216 NEDICAL ARTS BLDO. Hornl Kennedy og Graham Stnndar einKAngu aujgtea- eyrna- nef- oK kverka-ajflbdðma Er aTI hitta frá kl. 11—12 f. h. ok kl. 3—6 6. h. Talnlmt: 21834 Heimili: 638 McMlllan Ave. 42691 Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoh*. Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 Simið pantanlr yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. NIu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 stjórinn kom aldrei. Við gátum haft gluggan opinn svo loftið var nóg, en þarna voru ekki nema tveir stuttir bekkir að sitja á, svo það var þröngt um okkur, en þá gátum við þó stað- ið upp á víxl og rétt okkur úr bóndabeyjunni. Á þenna hátt höfðum við þó öll nóg að borða. Brynjólfur hét. maðurinn og Einhildur kona hans, sambýlis- hjón okkar í járnbrautarklefan- um, þau voru ættuð ár Fljóts- dal, ekki man eg hvað dóttir þeirra hét, á öðru eða þriðja ári er þau sátu undir. Eftir ör- skamma stund fór lestin að hreyfast, og altaf harðara og harðara, datt mér þá í hug ferðasaga Benedikts gamla Björnssonar, en hann var Keld- hverfingur, greindur maður og skemtilega stýlfær. Hann fór gamall til Ameríku, hafði alla sína daga verið hjartveikur og fram úr öllum máta lífhræddur, og mun eg áður hafa getið um það, þegar kiðlingurinn elti hann milli bæja. Með því kiðl- ingurinn var móðurlaus og hafði daglega verið gefinn mjólkur- peli, þá hélt hann að Benedikt væri með pélann, en þar á móti hélt Bensi að þetta væri kölski af því hann hafði skegg. Ferða- saga Benedikts var skýrt skrtf- uð og vel stýluð, og látin ganga bæ fræ bæ eins og konungsboð. Hann sagði að lestirnar færu svo hart að jörðin skylfi og björgin hristust, augun fyltust af vatni og menn sæu ekki framar nema í þoku og ráðgátu, og þó ekki væri mikið af þessu sagt, þá væri það alls ekki lífs- hættulaust. Þenna dag var sér- staklega fagurt og gott veður, og útsýnið yndælt til beggja handa. Allann daginn vorum við hrifin af heimilafegurðinni og árgæzkunni sem jörðin bar með sér. Heimilin að vísu mis- jafnlega fögur, flest þeirra á kúlumynduðum hæðum líkt og sögurnar lýstu forna biskups- setrinu í Skálholti, eins og þau stæðu á afarstórum logagyltum hörpudiskum, sem hefði verið hvolft á sléttuna til hærri út- sjónar frá byggingunum, og flest voru heimilin umgirt háum og fögrum skógi. Frh. A. S. BARDAL selur llkktstur og annast um útfar- tr. Allur útbúnabur sú bastL Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarba og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phonei 8« 607 WINNIl HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. O. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 96 210. HelmUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Fnrnltnre MoTtSS 762 VTCTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. fntenzknr ISgfrKblngnr Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Siml: 92 765 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talnfml: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somerict Bleck PortaKe Avenoe WINNIPM BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri I Stlilir Pianos ng Orgel Stml 88 845. 594 Alverstoike 8t. /

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.