Heimskringla - 14.06.1933, Qupperneq 2
2. SÍÐA.
«
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 14. JÚNÍ 1933
STOFNENSKAN ENN
eftir Dr. Guðmund Finnbogason
1 4. hefti Iðunnar 1932 hefir
Þórbergur Þórðarson Esperantó
trúboði ritað langa grein um
stofnenskuna (Basic English).
Hann byrjar með því að segja,
að Basic English hafi af mis-
skilningi hlotið nafnið stofn-
enska. Þetta er annað hvort
sagt af misskilning eða óhlut-
vendni. í grein minni í ‘Fálkan-
um’ 20. júní 1931, þar sem
fyrst var minst á þetta mál hér
á landi, sagði eg: “Englending-
ar kalla þetta mál ‘Basic Eng-
lish’. “Basic” er sett saman af
fyrstu stöfunum í orðunum Bri-
tish- American- Scientific- In-
ternational Commercial (bresk-
amerísk- vísindalega- alþjóða-
veslunar-). Vér gætum ef til
vill kallað það stofnensku.”
Nafnið valdi eg vegna þess, að
hin ensku orð, sem stofnenskan
felur í sér, eru notuð sem sér-
stakur málstofn, sbr. bústofn,
og geta hinsvegar verið grund-
völlur frekara enskunáms.
Nafninu hefir verið vel tekið.
í>að sem Þ. Þ. finnur stofn-
enskunni til foráttu er í stuttu
máli þetta: 1) að hún fuilnægi
ekki þeim kröfum, sem Þór-
bergur Þórðarson í óprentaðri
bók um “Alþjóðamál og mál-
leysur” telur að gera verði til
þess máls, er orðið gæti al-
þjóðatunga. 2) Að hún verði að
umskrifa fjölda af hugtökum
með fleiri eða færri orðum, og
þessar umskriftir lengi málið
mjög og geri það ónákvæmara.
(Þ. Þ. hefir tínt nokkur dæmi
úr orðabók Ogdens þessu til
sönnunar, og mundi raunar í
flestum orðabókum mega ftnna
svipuð dæmi of víðra og of
þröngra skilgreininga). 3) Að
hún taki ekki upp nógu mikið
af svo nefndum alþjóðaorðum.
í stuttu máli: “í fyrsta lagi
stendur hún svo lágt að mál-
gæðum, að hún er gersamlega ó
hæf sem talmál og bókmenta-
mál. f öðru lagi er hún lim-
lest þjóðtunga, alenskt af-
skræmi. Og þetta, að hún til-
heyrir sérstakri þjóð, það er
jafnvel þyngri dauðadómur yfir
henni sem alþjóðamáli en allur
hennar ófullkomleiki, barna-
skapur og eskimóaháttur”. (Bls
336).
Það er auðvitað afarmikil-
vægt fyrir mannkynið að vita,
hvaða kröfur Þ. Þ. gerir til al-
þjóðamáls. En annað er þó
mikilvægara, og það er, að enn
er ekkert alþjóðlegt hjálparmál
viðurkent, er menn geti bjargast
við hvar sem er í heiminum. —
Ef allir menn yrðu skyndilega
að tómum Þórbergum, þá
myndu þeir auðvitað fallast í
faðma og tala Esperanto og
skilja hver annan. Þá mundi í
stórum stíl endurtakast krafta-
verkið frá Esperantoþinginu í
Oxford, sem Þ. Þ. lýsir svo
fagurlega í grein sinni. Reynd-
ar yrði ekki umtalsefnið nýtt
fyrir öllum, því að Þ. Þ. segir að
þeir á þinginu hafi “skrafað og
skeggrætt um alt sem viðber
undir sólinni — alt á Esperanto.
Þar þurfti enga túlka, og þar
skildu allir alla.”
En því er nú ver og miður, að
felstir eru svo tregir til að Þor-
bergjast (Fyrirgefið nýyrðið!)
og langflestir, sem nú læra
Esperantó hafa hennar heldur
lítil not í þessu lífi, og f öðru
lífi líklega helst við Rússa, sem
kynnu að slæðast þangað. Þeir
um það. — Hverjum manni á
að vera frjást að læra hvaða
mál sem hann vill og það þótt
hann gæti ekki talað það við
aðra en sjálfan sig. í “The
Evening Standard” 21. apríl þ.
á. segir, að menn þykist nú
hafa skýrslur um 129,000 Es-
perantómenn í veröldinni, þegar
þetta mál er nálega fimugt.
Mega þeir menn sannlega heita
h'tilþægir um sálufélag, er láta
hóa sér inn í svo þröngar mál-
kvíar. En sá, sem vill læra
mál, sem hann geti bjargast við
í þessu lífi sem víðast, -þar sem
hann kæmi eða hefði einhver
viðskifti við menn, mun spyrja
að þessari einföldu spurningu:
Hvaða mál gengur víðast? Því
er auðsvarað. Það er enskan.
En það tekur langan tíma að
læra ensku til hlítar. Þeir sem
hafa nægan tíma og fé sjá ekki
í það og læra þá ensku. Og
hvað sem Þ. Þ. eegir um það,
þá er það alkunnufet, að Eng-
lendingar, þótt ekkert kunni
annað en ensku fara um heim
allan og komast ferða sinna og
framkvæma það sem þeir ætla
sér, því að um allan heim má
hitta menn, sem skilja ensku og
geta eitthvað talað hana. En
nú eru margir, sem hvorki geta
varið miklum tíma né fé til að
\
læra ensku og vilja þá gjarna
verða svo færír í henni, að
þeir gætu bjargað sér. Þeir eru
ekki að hugsa um það að rita
bókmentaleg listaverk eða að
yrkja á ensku eins og bestu
skáld. Þeir eru að hugsa um
það, að geta gert sig skiljanlega
á réttu máli og að aðrir, sem
ensku tala, geti gert sig skiljan-
lega fyrir þeim. En þá kemur
Þórbergur. Eg hafði sagt: “Sá
sem talar og ritar stofnensku
má því heita fleygur og fær
hvar sem hann kemur. Hann
getur fengið hugsunum sínum
búning, sem allir enskukunn-
andi menn skilja hvar í heimi
sem er. Þórbergur vitnar í
betta (ékki samt alveg rétt,
breytir “má því heita” í “er”)
og segir síðan: “Hvernig getur
siðameistari, sem læst vera að
víta óráðvendni stjórnmála-
manna, fengið sig til að beita
sannleikann slíku ofbeldi?” Það
er auðfundið, að þarna gýs upp
mikil gremja fyrir hönd “óráð-
vandra stjórnmálamanna.” En
röksemdir Þ. Þ. eru þær, að
stofnenskumaðurinn mundi ekk
ert skilja af því sem aðrir töl-
uðu v’ið hann, nema þau orð,
sem stofnenskan notar. En gá-
nm nú að. Hvernig förum
vér að, þegar vér tölum ís
lenzku við útlending, er aðeins
hefir lært íslenzku stuttan tíma
og skilur því ekki fjölda orða?
Vér skýrum þau orð, sem hann
skilur ekki, með öðrum orðum,
unz hann skilur. Og það tekst.
, Svona er altaf farið að og ekki
meiri vandi með stofnensku en
önnur mál, nema síður sé.
En þann, sem getur bjargast
þannig, hvar sem hann kemur,
tel eg mega kalla fleygan og
færan. Flugið hefir mörg stig
og fleira er flug á háflug og
hraðflug. En þá kemur Þór-
bergur og segir að stofnenskan
sé “afskræmi”. Eg get ekki að
því gert, að mér finst það
broslegt að sjá Þ. Þ. uppþembd-
an af vandlætingu fyrir ensk-
unnar hönd, þegar hann dæmir
um stofnenskuna og þykjast
einn vita hvað sé góð enska. Fyr
má nú vera rembingur . Eg til-
greindi í erindi mínu um stofn-
enskuna bréf Vilhjálms Stefáns-
sonar um dóm prófessora í
ensku og ýmsum málum við
marga háskóla, um stofnensk-
una. í tímaritinu Nature 4. mars
þ. á. var ritdómur um bók, sem
heitir “Osiris and the Atom”.
eftir J. Crowther. Ritdómurinn
endar á þessum orðum: “Síðasti
kaflinn heitir “Basic English”
og er tekinn í bókina vegna
þess að höfundurinn komst að
raun um, að vísindamaður, sem
ritar fyrir almenning, verður
nauðsynlega að rita eins konar
‘Basic English.’ — Greinin er
svo liðug og eðlileg aflestrar,
að maður hrekkur við, er maður
i í lok hennar kemst að raun um,
að hún er sjálf rituð á Basic
English.”
Hvort skyldu nú þessir rfíenn,
! enskir rithöfundar og fræði-
menn í ensku eða Þórbergur
Þórðarson, vera bærri að dæma
. I
um stofnenskuna? Því verður
hver að svara fyrir sig .
Þ. Þ. reynir að telja mönnum
trú um, að það hljóti að taka
miklu lengri tíma að læra
stofnensku en eg hefi gert ráð
fyrir samkvæmt reynslu þeirra,
ei sjálfir bjuggu stofnenskuna
til og hann hrúgar upp hugs-
uðum örðugleikum, er honum
virðast nálega ósigrandi.
Einu sinni þóttist grískur
heimspekingur sanna, að engin
hreyfing gæti átt sér stað. Þá
stóð upp annar heimspekingur
og gekk um þvert gólf, og menn
hafa síðan jafnt og áður trúað
því, að hægt væri að hreyfa
sig. Eg býst við að líkt -verði
um stofnenskuna. Menn sýna
að hægt sé að læra hana á
stuttum tíma með því að gera
það.
í “The Evening Standard”
21. apríl þ. á. er grein um
stofensku eftir R. H. Bruce
Lockhart. Hann segir þar
meðal annars:
“Eg hefi gengið úr skugga
um það, að meðalgreindur út-
lendingur 16—21 árs að aldri
getur orðið góður í (can mas-
ter) stofnensku á 30 dögum.
Erfiðara kann það að verða fyr-
ir Englending, sem verður að
læra að sleppa orðum og ekki
læra ný orð. Um það er þó
lítilsvert. Hann getur skilið
hinn útlenda stofnenskumann
og með ofurlítilli æfingu getur
hann auðveldlega hagað orðum
sínum eftir hinum takmarkaða
orðafjölda útlendingsins.”
Að lokum reynir Þ. Þ. að
sann hve mikið afskræmi
stofnenskan sé með því að
koma með sýnishorn af stofn-
íslenzku. Það sýnir annað
tveggja, að hann hefir ekki hug-
mynd um hinn mikla mun sem
er á eðli, þessara tveggja
tungna, ensku og íslenzku, eða
hann er vísvitandi að villa fá-
fróðum mönnum sýn. Þó hefir
þetta sýnishorn ekki orðið verra
en það, að flestir mundu telja
þann útlending slarkfæran í ís-
lensku, er svo vel gæti gert sig
skiljanlegan.
Tilraun Þ. Þ. til að vera
fyndinn synir að hann er enn á
því stigi að hugsa mest um
þann hluta líkamans, sem í
buxum er. Eg hefi tekið eftir
hinu sama um börn á 3.—4.
ári.
Eg hafði reyndar ekki ætlað
mér að svara grein Þ. Þ. neinu,
af því eg gerðl ráð fyrir, að
þeir, sem lesa hana, mundu
sjálfir sjá, af hvaða toga hún er
spunnin. En eg hefi rekið mig
^ á, að einstöku unglingar hafa
I tekið orð Þ. Þ. trúanleg og
i halda að stofnenskan sé eins-
konar “skollaþýska”. Ef þeir
j kunna ensku, vil eg ráða þeim
að lesa bækur þær, sem gefnar
I hafa verið út á því máli um
stofnenskuna, eða ritaðar eru á
stofnensku. Þær eru til á Land-
bókasafninu. Nú er líka komin
, út dönsk kenslubók í stofn-
ensku, og er þó ekki talin svo
góð sem skyldi. En hinir, sem
ekki hafa lært ensku, ættu sem
, flestir að færa sér í nyt nám-
skeið það, í stofnensku, sem frú
jAnna Bjarnardóttir frá Sauða-
felli hefir auglýst og byrjar um
| miðjan þennan múnuð. Það
jverður gaman að sjá, hvort ís-
lendingar reynast það heimskari
en annara þjóða menn ,að þeir
geti ekki lært á 45 dögum það,
sem hinir læra á 30 dögum.
Raunin er ólýgnust. — Lesb.
FJÖLSKYLDAN
f SOVIET RÚSSLANDI
Eftir Sidney Webb
Þýtt hefir G. E. E.
Framh.
Auk þessa eru um 10,000,000,
allt ungt fólk, á aldrinum frá 8
til 25 ára, sem mynda sín á
milli félagsskap, sem er óháður
skóunum og iðnaðarstofnunun-
um. Þessi félagsskapur er í
þremur deildum. Hið svokall-
aða “Octobrists” (8 til 10),
“Pioneers” (brautryðjendur)
(10 til 17) og “Comsomols” (17
til 25). Menn sem hafa kynnt
sér þennan félagsskap, segja
afdráttarlaust, að hann sé hinn
fullkomnasti skóli sem heimur-
inn hefir séð, til undirbúnings
þeim er ætla sér að takast á
hendur það vandasama starf,
að gerast leiðtogar og forgöngu
menn þjóðar sinnar, í borgara-
legum dygðum, og háttprýði.
Þegar þessir félagar eru 25
ára, geta þeir sótt um upptöku
í hið vandlega valda og strang-
lega agaða Kommunista félag.
Vér getum ekki nema að litlu
leiti gert oss ljósa grein fyrir
þeirri feikna áherslu, sem lögð
er á andlega og líkamlega þrosk
un barna og unglinga, í Soviet
Rússlandi. Ekkert er sparað til
þess að búa hina ungu og upp-
vaxandi kynslóð, sem best úr
garði, fyrir ókomna tímann.
Það er ekki gert á fáum dög-
um, eða fáum árum, að um
um. Börnum er innrætt sú
hugsun, frá því að þau fara
nokkuð að geta, og svo stöðugt
í gegnum uppvaxtar árin, að hin
fyrsta skylda góðs borgara sé
að inna af hendi eins mikla
þjónustu, því mannfélagi sem
það lifir í, eins og kraftar og
hæfileikar leyfa. — Stjórnin
gerir alt semhægt er til þess, að
tryggja börnunum og æskulýðn-
um að það vanti ekki hinar bráð-
ustu nauðsynjar, svo sem mjólk,
heilnæma fæðu, hlýjan fatnað o.
s. frv., þeim er og séð fyrir ken-
unum. Minnist þess að fyrir
hverja flösku af áfengi sem þér
kaupið, gætuð þér keypt kenslu-
bók, eða skrifbók fyrir börnin
yðar. Látið þér ekki þessa bæn
vora seiri og vind um eyrum
þjóta, gefið oss tækifæri til þess
að ná sem mestum þroska, svo
okkur auðnist að ná því tak-
marki, að verða heilbrigðar og
siðmannaðar manneskjur.” Af-
leiðingin af þessu tiltæki æsku-
lýðsins varð sú, að fleiri hundr-
uð verkamanna lofuðust hátíð-
Iega til að hætta alveg allri
slu, læknishjálp, sjúkrahúsum, nautn áfengra drykkja. Æsku-
og meðölum, af ríkisins hálfu. .lýðurinn lætur og einnig til sín
Þó vér gerum ráð fyrir að heil- taka, að því er snertir, hreinlæti
brigðis skýrslur þær, er stjórnin j Qg háttprýði í hegðun og orð-
gefur út árlega, séu ekki full- færi. Slíkar kreddur eru víða
komnar, þá eru þessutan, ótal
sannanir fyrir hinum árlega
minkandi barna og unglinga
dauða.
ekki velteknar af aldre fólkinu,
því finst sem svo, að alt þetta
nýja geti að vísu verið gott fyrir
yngra fólkið, en það vill helst
í öllum uppeldis stofunum er halda sínum gömlu venjum óá-
séð fyrir, leikföngum, og úti og reitt. Það heyrast oft kvartan-
inni leikjum, sem börn og ungl-
ir um það að unglingamir séu
ingar eiga frían aðgang að. — að koma í hús skyldmenna
Leikföngin hafa ákveðna þýð-
ingu og eru búin til með það
sinna, eða kunningja, og opna
glugga, eða telja þá á að gera
fyrir augum, eins og kenslu- það, til að fá ferskt loft inn í
bækurnar, að vekja áhuga og
skilning barnanna, á vissum
viðfangsefnum, — engir “tin
soldátar”, og fáar brúður — en
þeim mun meir af smáum tígul-
húskofana sína, en það hefir
ekki verið venja, svo sumum
hinna eldri finst þetta bæði
I^ettulegt og óþarft. — Sem
verkfæri til þess, að lyfta hinni
steinum fyrir byggingar, allra Rússnesku þjóð upp úr því for-
handa smá verkfæri, sem þéna ardýki, mentunarleysis, siðleysis
til reglulegrar vinnu, smáar ruddaskapar, sem hún. var í
eftirlíkingar af gufuvögnum,
fyrir byltinguna, sýnast að þessi
flugvélum og bílum, og svo j frjalsi æskulýður se serstaklega
margt fleira sem þénar til vel 111 Þess valinn, og komi ó-
skapa jafnfjölmenna þjóð, og praktiskrar starfsemi. Með trúlega miklu til leiðar. Þessi
innleiða og gróðursetja nýtt þessu er ætlast til, og vonast j félagsskapur ung-commúnista
menningar og þjóðfélags fyrir- eftir, að öll þjóðin smátt og er Þegar mjög útbreiddur, og
komulag, enda er vöntun á vel- smátt fái fulla þekkingu, ogjtelur y^lr miljónir meðlima,
hæfum kennurum, í mörgum skilning til að notfæra sér sem sem eru 1 sifeldu samstarfi, pilt-
námsgreinum, og viöntun góðra best, vinnuvélarnar til þess að ^ar °S stulkur, þau koma saman,
skólahúsa á sér mjög víða stað létta sem mest allri þungri og jelíltl eluuugis í skólum og Col-
ennþá. Námsgreinar í hinum erfiðri vinnu af manninum, ogile&es vlð nám, heldur og á
hærri skólum eru ihjög mis- i gera hann að herra vinnunnar, allra handa fundum og nefnd-
munandi, og verða stundtar oft en ekki þræl. j um> Þar sem Þau ræða áhuga-
að hlaupa yfir ýmislegt til þess j Vér sjáum víða, fagurmáluð imal Slu> °S skifta með sér verk-
að geta náð, sem fullkomnastri spjöld, sem eru fest utan á hin \ um> 1 framkvmædar starfi sínu.
þekkingu í þeim sérfræðisgrein- j velþektu barna-dagheimili, á ^>au eru samau 1 h'kams æfing-
um, er þeir hafa valið sér. Þetta þau er málað með skrautlegu um °S leikjum, og öllu því starfi
stafar af því, að þörfin er svo letri, “Leikir eru ekki einungis sem Þessir ungu brautryðjendur
mikil á öllum sviðum fyrir elikir, heldur og undirbúningur hafa með höndum, og það sem
þetta fólk; sérstaklega kenn-] skapandi athafna.” Þegar eldri
ara, lækna og verkfræðinga. En . börnin fara til sumar bústað-
þetta er nú sem óðast að lagast janna, á sumrin í skólafríinu
ár frá ári, eftir því sem fleira, sínu, er þeim kent að skilja
af þessu lærða fólki kemur frá það, að það er ekki mesta
háskólunum, og dreifast um skemtunin í því, að leika Indí-
landið. Soviet Rússland, er lík- j ána eða skrípa eftirstælingar,
lega eina landið á jörðinni, sem heldur að taka þátt í einhverju
á síðast liðnum þremur árum, | gagnlegu starfi, svo sem að
hefir stöðugt aukið fjárframlög hjálpa til við heimilis störf á
til mentunar þjóðinni. | bænda heimilum, eða eitthvað
Þó mikils sé vert um hina al- sem horfir til gagns og þjón-
mennu, og sérfræðilegu mentun ustu, það er vakinn metnaður
á Rússlands, er þó jafnvel meira hjá þeim til þess, að reyna að
Lræður maður Fontenelle að
nafni var einusinni í samkvæmi
og var þar læknir nokkur, sem
leitaðist á allar lundir við að
sannfæra hann um, að kaffi
væri seinvirkt eitur. “Já! sein-
virkt er það,” mælti Fontenelle,
“því nú hefi eg drukkið kaffi
í 80 ár og stend þó lífs uppi
enn, eins og þér sjáið.” Fonten-
elle andaðist 1757 og var þá
100 ára.
vert um þann hugsunarhátt, og
það andrúmsloft samvinnu og
sameiningar, sem æskulýðurinn
elst upp í.
Áhugi foreldra fyrir því, að
glæða sem mest hjá börnunum,
sjálfsvirðingu og sjáum að ein-
staklings eðli barnanna nái sem
bestum þroska, og sé beint inn
á réttar brautir, með það altaf
fyrir augum, að börnin eru fram
tíðarinnar borgarar og framleið-
endur, hverra einstklings hæfi-
leikar verða að ná öllum þeim
þroska, sem þjóðfélagið er fært
að veita, því hæfilegleikar ein-
staklingsins eru eign allrar þjóð-
arinnar. Bæði á heimilum og í
skólum verður að leyfa börnun-
um að vera eins frjálsum og
hægt re. Barnið á að hafa
frelsi til að velja það sem því
geðjast best, og sem best á við
einstaklings eðli þess. Að
berja börn, hvort heldur er í
heimahúsum eða skólum, er
glæpur. Foreldrum er kent að
skilja það, að börnin skoða
hegninguna, hverrar tegundar
sem hún er, sem lítilsvirðingu,
og þessvegna verða bæði for-
I eldrar og skólakennarar, að
! forðast sem mögulegt er, að
beita hegningu af nokkurri
tegund. Sjálfstjórn og sjálfs-
j ábyrgð, verður að vera tak-
markið, sem haft er fyrir aug-
! um, bæði á heimilum, og í skól-
vera altaf og alstaðar að ein-
hverju gagni.
Það er hinum ungu brautryðj-
endum hin mesta ánægja, að
hjálpa hinum yngri, er skemmra
eru komin í lærdómi, og vinna
að því að auka þekkingu þeirra
og hjálpa þeim eldri í nágrenni
sínu til að læra að lesa, því
allur fjöldinn af eldra fólkinu er
ólæs. Þessir framgjörnu og
frjálsu unglingar, láta sér fleira
viðkoma. Öll mannfélags og
veferðarmál, eru þeirra mál,
þannig hafa þessir ungu braut-'
ryðjendur unnið mikið að því að
útrýma drykkjuskap. í iðnað-
ar þorpi einu, nálægt Leningrad,
gengu 200 unglingar í skrúð-
göngu gegnum verksmiðjurnar,
til þess að mótmæla nautn á-
fengra drykkja, þau festu upp í
öllum deildum verksmiðjanna á-
skoranir, sem þau höfðu sjálf
samið til verkafólksins, um að
forðast áfenga drykki (vodka)
Þessar áskoranir voru á þessa
leið: “Við börnin ykkar, biðjum
ykkur að hætta allri nautn á-
fengra drykkja, við biðjum ykk-
ur að hjálpa okkur að vinna að
því, að öllum áfengis sölustöð-
um verði lokað, og byggingarn-
ar verði teknar til afnota fyrir
æskulýðinn, og gerðar að
menningar stofnunum. Börn
mest er og merkilegast, að þau
eru sjálfboðar, til þjónustu fé-
lagslegrar þróunar og vakning-
ar.
Heilbrigðisleg sjálfstjórn, sýn-
ist að vera hin ráðandi regla í
félagsskap þeirra, samfara fullri
ábyrgð athafna sinna. Sérstök
áhersla er lögð á persónulegt
hreinlæti, og vemdun heilsunn-
ar.
Enginn má eyða tíma sínum,
né kröftum frá skyldustarfi
sínu í óreglu eða lauslætis lifn-
að, á slíkt er litið sem ótrú-
mensku við skyldustörf sín, og
er sett á borð með þeim er taka
þátt í veðmálum, spákaup-
mensku og drykkjuskap, alt
slíkt er litið á meðal commún-
ista, sem vont og óheilbrigt líf-
erni. Þessar róttæku breyting-
ar á kjörum barna og kvenna
á Soviet Rússlandi, hafa engu
síður valdið hlutfallslega rót-
tækum og þýðingarmiklum
breytingum á afstöðu karl-
manna, til fjölskyldunnar. Til
þess áð geta gert sér fulla grein
þeirra breytinga sem orðið hafa
á heimilis og fjölskyldu fyrir-
komulaginu, þarf að kynna sér
það ástand og það fyrirkomulag
sem var á keisaratímunum, og
mun samanburður á því nægja
til þess að sannfæra hverja
manneskju um það, að mikið
hefir verið afrekað til betrunar
á því sviði. Það hefir sjáanlega
engin hnignun eða afturföt átt
sér stað í fjölskyldu lífi þjóðar-
innar, heldur hið gagnstæða.
Eg man ekki til að eg hafi
nokkurntííma séð og ^kki jafnvel
hina óhlýfnustu gagnrýnendur
er skrifað hafa um Soviet Rúss-
land, minnast einu orði á að
foreldri vanræki börn sín eða
hlaupi frá þeim; móðurástin sýn
ist að vera hin sama á Rússlandi
þeirra foreldra er neyta áfengra og víðast annarstaðar, eins langt
drykkja, eru oftast á eftir í skól- og hægt er að sjá; og Rússneskir