Heimskringla - 14.06.1933, Blaðsíða 7

Heimskringla - 14.06.1933, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 14. JÚNÍ 1933 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. KRISTBJÖRG GUÐNÝ ÁRNASON -Æfiminning— >riðjudaginn 19. jan., 1932, andaðist eiginkonan og móðirin Kristbjörg Guðný Ámason að sjúkrahæli í Blaine, Washing- ton. Hún er talin fædd 11. apríl 1870 að Kambmýrum í S.- Þing eyjarsýslu, en ólst upp í Fnjósk- dal, Eyjafirði, til fullorðins ald- urs, hjá foreldrum sínum, Sig- urgeir og Elízabet, ásamt 3 systrum og 2 bræðrum. Einar S. Eyford að Lundar, Man., er annar þeirra. Árum saman vann Kristbjörg í ullarverksmiðjunni á Oddeyri. Fluttist, ár 1913, til Vesturheims, og giftist sama sumar Pétri Árnasyni. Hann er talinn húnvetnskur að ætt: kom fullorðinn vestur um haf. Hann mun nú dáinn fyrir skömmu síðan, þá nýlega kominn til baka úr íslandsferð. Kristbjörg var þriðja konan hans. Þau bjuggu fyrstu árin skamt frá Lundar; fluttu þaðan til Sel- kirk. Þar slitu þau samvistum. Hélt bóndinn á brott, en Krist- björg var kyr í Selkirk með 2 ungar dætur þeirra. Sagt er að upp úr því hafi hún eitthvað bilast á sinni. Seinna endur- uýjuðu þau hjónin samvistirnar; í Vancouver, og siðar í San Diego, Gaiif. voru (til heimilis B.C., 'og síðar 1 í maí mánuði 1930, kyntist eg Kristbjörgu heitinni persónu- lega. Var hún þá stödd í Blaine, og hafði mikinn áhuga á þvi, að taka þátt í íslandsför- inni. Ef til vill var það fyrir- ætlun hennar að setjast að á ísiandi. Virtist hún orðin við- skila við fólk sitt, a. m. k. mann sinn, er þá var búsettur, ásamt dætrum þeirra, í San Diego. Af einhverjum ástæðum varð ekki af ferð hennar til íslands. Hafð- ist hún svo við í Blaine þessi tæpu tvö ár, sem hún átti eftir ólifað. Var hún mjög fátöluð um hagi sína, og kvartaði aldrei, en virtist þó vera umkomulaus einstæðingur. Framan af naut hún einhverra tekna af húseign í San Diego, en fyrir þær tók, er kreppan komst í algleyming á Ströndinni. Eigi sá neina sinnisbilun í fari Kristbjargar þennan tíma, sem hún dvaldi í Blaine. Að vísu hélt hún sig ákaflega spart, og lífsþreytan var ábærilegri fyrir þá sök, að illkynjað fótarmein gerði stjá hennar á milli kunn- ingjanna örðugra og aumkvun- arverðara. En á allan hátt bar framkoma hennar vott um góða mannkosti. Tilsvör hennar voru greindarleg, og lagði hún eng- um ilt til. Hneigðist hún strax að frjálslyndu kirkjunni, og vildi alt á sig leggja hennar vegna. Tok hún að sér, um tíma, ræst- ingar kirkjunnar og gerði þar sitt besta. Var henni þetta fremur dægrastytting en tekju- grein, og þó skilvíslega borgað það litla, sem hún setti upp. Þrátt fyrir ginstæðingsskap sinn var hún of stórlát til að þiggja gustukagjafir. Vildi hún heldur miðla öðrum. Þótt einhver hula lægi yfir lffskjörum hónnar, var bersýnilegt að örlögin höfðu leikið hana hart — harðara en maður gat eiginlega áttað sig á, er maður kyntist greind hennar, góðhug og dugnaði. Skyndileg hjartabilun leiddi hana, á fáum dögum, til bana. Tvennt fylti hug hennar síðustu stundirnar, bæði í ráði og ó- ráði: umhyggjan um stúlkurnar hennar og — þakklátt traust til Guðs. Þannig hafði mótlætið ekki megnað að ósætta hana við örlagavöld mannlífsins. Útför hennar var veglega gerð, svo að til var tekið, af Fríkirkjusöfnuðinum í Blaine, föstudaginn 22. janúar. Fr. A. Fr. Vor-óður Nú vorfugla syngur hin sváslega mergð, og sumrinu blíðlega fagnar; það unað oss veitir um æfinnar ferð. Svo óðara sorgin hún þagnar, og vonglaðir erum á blómskrýddri braut, og biðjum að sigrist hver einasta þraut. Sjá lóan sér sveiflar mót heiðloftsins hjúp, Og herra síns dásemdir lofar, en eggtíðin nálgast, svo draum vona djúp og duftinu þröstur nær ofar. Með vaxandi blíðtíð og vorjurta skeið Á vængjum sér lyftir öll hjörðin þreið. Ó, vaknð nú lýðir í vonföstum heim er vorblíðan streymir um löndin og lofsöngvar hljómi í himinsins geim, svo heyrist vor fagnandi öndin.' Hvert ánaþðar helsi vors andlega seims, nú af okkur brjótum vors glapsýna heims. Því sumarsins blíða og blessaða tíð, oss blómskrýddan veg sýnist leggja, er endast oss megi um æfinnar stríð— og eygi til heimanna beggja. Það yrði okkar dirfsku og dýrasta spor með dýrðina sjálfa um vort ajidlega vor. M. Ingimarsson. GUÐMUNDUR SKÁLD FRIÐJÓNSSON hefir dvalið hér í Rvík. að undanfömu og ekki legið í iðju- leysi. Flutti hann fyrst tVö er- indi í útvarpið um konur skáldskap Stephans G. Steph- anssonar, og voru þau hin snjöll- ENDURMINNINGAR Eftir Fr. GuSmundsson. Framh. Til Quebec komum við og í myndarleg voru fyrstu áhrifin sem við urðum fyrir, tröllaukið vélabákn vann að því að dýpka ustu, einkum það síðara, sem j höfnina. Útmynntar stálvarir var með afbrigðum vel samið. hökkuðu í sig hafnarbotninn Er Guðmundur mikill aðdá- andi Stephans, sem ekki er og að undra, því að hann var eitt hið djúpsæjasta og vitrasta skáld, sem vér íslendingar höf- um átt, en Guðmundur hins með véla afli og söfnuðu í gúlinn á að gizka einu tonni, eða 2000 pundum í einu, sem var þá dregið upp úr sjónum og snúið til hliðar yfir þykkar og víðar flatbotnaðar ferjur, en í vegar svo mikill fyrir sér, að þær gubbaði gúllinn innhaldi hann er ekki hræddur við að j sínu. Þær runnu upp að landi láta aðdáun sína í ljós, en það þar sem önnur gufuvél affermdi eru smámennin gjarnan, því að þær upp á eimlest sem fylti þau óttast að það dragi úr sínu dalverpin lengst langt frá sjó eigin lofi, sem ekkert er, nema með sulli þessu. En höfnin varð í þeirra eigin ímyndun. Auk þessa hefir svo Guð- mundur flutt þrisvar sinnum við mikla aðsókn erindi sitt Nesja- menska og stigamenska, sem að nokkru leyti er svar við árásar- grein Sigurðar Einarssonar á hann í Iðunni. Hefir Guðmundur löngum átt í ýmiskonar vopnaviðskitum um dagana, enda lítt kunnað “hin þöglu svik að þegja við öllu röngu’’ — og verið hinn vopn- fimasti og er svo enn, þótt bráð- um sé hann orðinn hálf-sjötugur Mun þeim ,er á þetta erindi hlýddu, hafa fundist svo, að hinn fertugi maður, Sigurður Einarsson, bæri engan sigur af hólmi í þessum vióskiftum, og er hann þó bæði vopnfimur og vigdjarfur. — Annars er það í stuttu máli sagt um Guðmund Friðjónsson, að hann er eitt af vorum allra merkilegustu og mestu skáldum; bæði að fornu og nýju, og skipar nú með Ein- ari Benediktssyni æðsta bekk í höllu ljóða-kveðskaparins. — Mun það ekki ofmælt, að hann — ef til vill að Matthíasi ein- um undanskidum — hafi yfir mestri orðkyngi að ráða allra þeirra, er íslenzkt mál hafa rit- að. En því hafa dómarnir um Guðmund Friðjónsson orðið nokkru misjafnari en um sum önnur skáldin, sem minni hafa þó verið fyrir sér, að hann hefir verið meiri bardagamaðurinn en þau flest, og látið sig meiru skifta en þau dagskrármál þjóð- arinnar. — Hefir smávöxnum mönnum andlega yfirsést að kunna að gera greinarmun þessa og skáldskaparlistar hans, eða þá brostið réttlætiskendina og virðinguna fyrir sannleikan- um til þess að vikurkenna rétta sýn. Óskar sá er þetta ritar, að þessi útherji í norðrinu megi enn koma ern og hraustur hing- að ti lhöfuðstaðarins, svo að í- búum hans og landsins alls gef- ist’kostur á að hlusta á málfimi hans, tunguþrótt og orðagnótt. —Stormur. á stuttum tíma helmingi dýpri. Ekki man eg hvernig við kom- umst á land í Quebec, nema ekki óð eg. Finst líka að við munum hafa lagst að hafnar- bakka, vegna þess hve flutn- ingur allur komst fljótt upp á landið. Ekki var hann látinn inn en hlaðið upp á sléttum bala í ógnar háan hól, og þótti mér meðferðin íllúðleg, því þegar hóllinn hækkaði fóru hirzlurnar að hrynja á ýmsum endum ofan á hyllur neðar í hæðinni, og sumar alla leið ofan á balann. Sá eg þá gjörla hve nauðsynlegt var að ferðakist- urnar væru rambyggilega úr garði gerðar. í Quebec varð lítil viðstaða en hinsvegar varð þar gerbreyt- ing á högum okkar. Nú var dá- lætið á okkur búið, og við mint á það, að treysta á okkar eigin mátt og megin, hvað fæðið á- brærði, en farar skjótan áttum við þó að fá lánaðann til Winni- peg, en þá væri líka handa- bandið slitið, og gert ráð fyrir að við kynnum að vappa sjálf. En hvað við urðum upp með okkur Canada vegna þegar við komum að járnbrautarlestinni, vagnarnir svo miklu stærri og fallegri en á Englandi og félags- lxfið hlaut því að vera miklu skemíilegra á fluginu yfir fjöll og fyrnindi. Og svo fór alt af stað xúns og íslenzka hespu- tréð. Farðu að lúra, liggja og kúra lambið góða mitt. Mjólkin súra milli dúra rnettar brjóstið þitt. Ekki man eg hver bjó þessa bögu til, en það var sem afráð- in samtök með öllum íslenzkum vesturförum að sofa nú það sem eftir væri til Winnipeg, lík- lega svo við gætum vakað eftir það. Við höfðum að vísu ekki súru mjólkina, en samansoðið baunir og svínakjöt á milli dúr- anna, að ógleymdu kaffinu, sem konurnar okkar bjuggu sjálfar til, þegar við náðum í soðið vatn hjá svertingjunum sem höndl- uðu stóna. Ef menn áttu nú ein hvem ramíslenzkan bita eft ir þá urðu menn að snúa sér upp að vegnum meðan þeir gleyptu hann, svo nágrannarn ir væru ekki angraðir. Því þétt- býlið var svo mikið í efri og neðri rúmum, að augun stóðu úr öllum áttum á sérhverri handahreyfingu. Ensk og stáss- leg hefðarfrú var á sömu lest- inni og við með 100 yngisstúlk- ur sér áhangandi, á hvern hátt, eða með hvaða kjörum hún hafði komist yfir þær, það var okkur hulið, en henni var ant um að týna þeim ekki, og hún var áreiðanlega búin að læra að telja til 100 þegar við komum til Winnipeg. Stelpurnar voru eins og flær á skinni, komnar út og upp um allar brekkur, ef lestin stansaði, en mamman blés í pípur á báðar hendur, blánaði og baulaði og veifaði hvítum klútum af hverjum fingri, þangað til hún hafði smalað þeim aftur inn á lestina, oft á seinustu sekúndu. Okkur kom málið ekki beint við en af því stúlkurnar voru margar þeirra svo frjálslegar og falleg- ar, þá langaði okkur svo ó- segianlega mikið til að þær yrðu ekki fyrir neinum vonbrigðum í nýju álfunni því frá Englandi var okkur sagt að þær væru komnar, og einlægni okkar til ung meyjanna braut út í grun- sarnri græsku til útflutnings- stýrunnar, svo við vildum helst vera með fæturnar fyrir henni hvar sem hún gekk um. En þannig eru allar getsakir verstar þeim sem fóstra þær, og aldrei höfðum við hugmynd um hvernig framtíðin fór með stúlkurnar, eftir að til Winnipeg kom. Einhverstaðar á heiðarflæm- inu austur í Ontario stansaði lestin á lítilli biðstöð stundar- korn. Eg steig ofan á stöðvar- pallinn eins og margir aðrir. Sá eg þá rétt til hliðar ósköp klunnalegt og trollslegt áhald, sem mér sýndist að mundi hafa átt að verða sleði, en það var svo hlægilega vitlaust, vitlaust og fyrirlitlegt, í tvennu lagi og hékk þó saman á sverum járn- hringum og krókum, eins og mikið ætti að gera með þetta vitfirringa sveinstykki. Auðsjá- anlega hafði nú verið svo miklu til þessa kostað, að til einhvers mundi þó hafa átt að nota það, og það gat ekki verið rétt að fyrirlíta það svo, að forvitnast ekkert eftir til hvers hefði átt að nota þetta. Útflutningsstjór- inn Sveinn Brynjólfsson var þar rétt. til hliðar, og spurði eg hann til hvers þetta furðusmíði mundi hafa verið samið? Hann sagði þetta væri sleði, og þegar hann sá að eg var engu nær þá fór hann að út- lista fyrir mér hvernig þetta á- hald væri notað. Eg hélt að þeir liefðu naumast sterkari hesta en það, að þeir drægju þetta laust allann daginn, auk heldur ef það ætti að fara að príla ein- hverjum þyngslum ofan á þetta bákn. Jú, svona væru allir sleð- ar í Ameríku, og miklu betri en íslenzkir sleðar. Eg hélt að hon- um væri nú óhætt að hætta því að ljúga í mig þegar við værum komnir leiðina nokkurn- veginn á enda ,enda færi eg heim aftur við fyrsta tækifæri, ef það lægi fyrir mér að sjá og iiöndla margt sh'kt í þeirra Vesturheimi. Vel sættist eg þó við slcðann, þegar eg þurfti að fara að brúka hann. Til Winnipeg komum við 13. júní kl. 6 að kvöldi dags. Við höfðum haft sérstaklega ham- ingjusama langferð. Af alhug voru íslendingar þakklátir hvað alt hafði gengið slysalaust og gleðibragð var á hverju andliti, en það var eins og himininn hefði ásett sér að koma í veg fyrir alla ófullkomna mælgi en eftirláta hjörtunum eintal við alföðurinn fyrir handeiðsluna. Loftið var brúnskjótt, og byrjuðu 1 t 4afi íspj iöl Id ^ 1 rj 1 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Blds. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Br aTJ flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. ogr 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Aye. Talalmi: 33158 DR A. BLONDAL <02 Medlcal Arts Bldg. Talsíml: 22 296 Btundar sérstaklegra kvensjúkdóma og barnasjúkdðma. — AB hltta: kl. 10—12 « h. og 8—5 e. h. Helmlll: 806 Vlctor St. Blml 28 180 Dr. J. Stefansson 818 HGDICAL AHTS BLDO. Horni Kennedy ogr Graham Standar elnaOnicu aogei- eyraa- aef- OK kverka-ejðkdóma Er ah hitta fr& kl. 11—12 f. h. og kl. 8—6 e. h. Talalmlt 21834 Helmill: 638 McMillan Ave. 426*1 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL, AHTS BLDG. Simi: 22 296 Heimilis: 46 054 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldf. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖOFBÆÐINOAB á oðru gólfi 825 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur aO Lundar og Gimli og eru þar aS hitta, fyrsta miðvikud&g I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, hlenzkur Lögfræðingur 845 SOMBRSET BLK. Winnipeg, :: Manitok*. þegar strax kveðjurnar með hvellum þrumum og eldinga renningi, ásamt steypi regni á víxl við blíðasta og bjartasta sólskin. Lestin fyltist af ís- lenzkum borgarbúum, konum og körlum, sem komnir voru til að mæta vinum sínum. Út úr vögn- unum urðum við þó áð fara, því flutningslest okkar átti eitthvað eftir ógert, og okkur var sagt að alstaðar væri hægt að standa af sér skúrimar, því hér væru skútarnir margir sem við Mý- vatn, þó enginn fyndist í Fiski- lækjahverfi. Ekki varð eg var við að neinn ætti að standa yfir- gefinn og umkomulaus eftir, eða vera hýstur í Emigrantakró, en þó gat það hafa átt sér stað, því eg var offljótt tekinn til greina með mína fjölskyldu, til að hafa séð fyrir endann á því. Frændi minn Brynjólfur Áma- son, sem verið hafði samferða alla leiðina, og ávalt minn ráða- nautur ef eitthvað óvænt eða vandasamt bar að höndum, hafði “telegraphað’’ heim til sín í Winnipeg ,hvenær okkar væri von og voru því bræður hans komnir á endastöðina til að fagna heimkomu hans, og hjálpa til að koma okkur hjón- unum með börnin heim til sín, sem var langur vegur að ganga og bera börn og töskur, af því strætisvagnarnir stóðu allir hreyfingarlausir vegna þrurn- anna.' En margar hendur vinna létt verk, og á öllum þrautun- um sem af ofsa náttúrukraft- anna steðjuðu að okkur, sigruð- umst við. * í öðrum heimi. Eg er ekki viss um að hann gamli Eiríkur í Víðirdal, hefði sagt að það væri krókur að fara til Ameríku, þó hann ætlaði sér nú að fara að deyja, ef hann hefði vitað fyrirfram, að hann fengi aðrar eins viðtökur, útlát, alúð og nærgætni í smáu og stóru, sem eg naut með mína fjölskyldu nokkra fyrstu dag- ana hjá frændum mínum í Win- nipeg. Þegar maður er nú einu sinni búinn að segja það, að Islendingar séu einhver gest- risnasta þjóð í heimi, þá er svo óþarft og óhreinlyndislegt, að hamast með sterkustu lýsingar- orðum á gómsætum réttutíi og dúnmjúkum hvilurúmum hjá frændum og vinum eftir 12 ára frástíun. Það fær enginn mað- ur mig til að útmála slíkt, það segir sig sjálft. íslendingar væru ekki gestrisnir, ef þeir vissu ekki Frh. á 8. bls. A. S. BARDAL selur Ilkklstur og annast um útfar- ir. Allur útbúnabur sú bsstL Ennfremur selur hann illskonar mlnnisvarba og leastelna. 843 SHERBROOKB ST. Pheaei 86 607 WINNi: HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAH. MARGARET DALMAN TEACHER OP PIANO 834 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg.,.Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 96 210. Heimilis: 3SS28 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Bsnste and Fnrnltare Mdtísi 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fraa og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. Islenmkar lHKfrwblngrnr Skrlfstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Simt: 92 766 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talsfmli 28 88* DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR , 914 Somerset Block Portage A?eaae WINNIPB9 BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórt Stllllr Pianos og Orgel Slml 38 345. 594 Alvemtone St,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.