Heimskringla - 02.05.1934, Side 4

Heimskringla - 02.05.1934, Side 4
4. SÍÐA WINNIPEG, 2. MAÍ 1934 Hdmskrittgla (StofnuB 1888) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. IS3 og 8SS Sargent Avenue, Winnipeg _________Talsimi: 86 537_____ VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is publislied by and printed by The Viking Press Ltd. 153-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 2. MAÍ 1934 ÞJÓÐÞINGUNUM FÆKKAR Ef fregnriti hefði fyrir nokkrum árum sent blaði sínu frétt um það, að löggjafar- fulltrúar einhverrar þjóðar hefðu verið kvaddir á þing saman til þess að greiða atkvæði um, að leggja þjóðþingið niður, hefði fregnin ekki eingunis þótt fjarstæða, heldur er vafasamt hvort fregnritarinn hefði verið talinn með öllum mjalla. En tímamir breytast.’ Og þó þetta áminsta sé nú einmitt það, sem fram fór s.' 1. mánudag í Austur-ríki, mun nú ekki öðru vísi á það litið, en sem hvern annan dag- legan viðburð. Enda má nú svo að orði kveða að það séu daglegir viðburðir. Á ítalíu var þjóðþingið einnig formlega af- numið um eða fyrir helgina. Það fer því að mínka um þingræðið á megin landi Evrópu. Á Þýzkalandi er, sem kunnugt er, algert einræði. Rússlandi er stjórnað af kommúnista flokki, sem ekki er nema tvö prósent af þjóðinni. Pólland, Tékkó-Slóvakía og Ungverja- land, mega enn heita að hafa þingræði. Einnig Frakkland, þó þar virðist það, sem stendur, í talsverðri hættu. Og á Spáni virðist það í andarslitrunum. England og Norðurlönd, eru einu lönd- in í Evrópu, þar sem þingræði getur heitið að standa föstum fótum. Hvað veldur þessum straumhvörfum í stjórnmálaskoðunum í Evrópu? Út í þá sálma skal hér ekki langt farið. En benda má á það, að ýmsir ætla að innreið lýð- ræðisins á 18. og 19. öld í Evrópu hafi gerst með of skjótum hætti, að þjóðirnar hafi ekki verið undir það búnar. Af sjálfu sér leiðir ,að lýðræði geti ekki þrifist. nema því að eins, að einstaklingar þjóð- arinnar séu víðsýnir. Og skapgerð þeirra kemur þar að sjálfsögðu einnig til greina. Hvað sem um fyrra atriðið er að segja, er hitt víst, að skapgerð Norðurlandaþjóð- anna og Bretans, er ólík og flestra þjóð- anna sem frá þingræðinu hafa horfið. — Meðferð þingræðisins hefir og orðið tals- vert ólík í höndum þeirra. Stjórnmála- flokkarnir hafa oft orðið svo margir og -innbyrðis sundurlyndir og ósamtaka, að stjórnarreksturinn hefir lent í öngþveiti, hjá þjóðunum, sem frá þingræðinu hafa nú horfið. Og þess eru dæmi hjá þeim, að þingpallarnir hafi verið gerðið að skilminga-velli. Skilningurinn á sönnu lýðræði hefir ef til vill ekki verið nógu víðtækur og er ekki óhugsanlegt að skap- gerðin eða hin öra lund hafi stundum orðið orsök þess. Og af henni hefir þá hitt eigi síður getað leitt, hve auðunnið reyndist að kollvarpa lýðræðinu af þeim, sem annan og betri veg töldu þjóðinni trú um að þeir sæu henni til hjálpræðis en þann, er hún sjálf gat valið sér. Einræði í hvaða mynd sem það birtist, hefir ávalt skákað í því skjólinu og það hefir orðið því til sigurs, þó á hinu hafi orðið bið, að gæðum þessa heims hafi verið þrengt upp á alþýðuna að henni fomspurðri. Af því sem er að gerast í Evrópu, er eitt auðsætt. Og það er að þjóðlr þær, sem lýðfrelsi vilja sjá borgið, verða að verðskulda það. Á sama tíma og Island minnist 1000 ára afmælis Alþingis, elzta þjóðþings í heimi, eru Evrópu þjóðirnar að leggja niður þjóðþing sín og fá blygðunarlausum yfirgangsseggjum vald þinganna í hend- ur. Ólíkt virðist þar að verið, en þó munu þeir íslendingar vera til, er slíkt leggja að jöfnu á vog sígildrar menn- ingar. Læknir sendi konu skuldareikning og komst þannig að orði um hvernig á skuldinni stæði: “Fyrir að lækna manninn þinn þar til hann dó. ’ HEIMSKRINGLA SKÝJAROF SPURT TIL KUNNINGJA Fróðir menn hafa á ýmislegt bent er þeir segja bera vott um, að ský kreppunn- ar séu heldur að þynnast og heiðari og bjartari dagar séu í vændum. Eitt slíkt skýjarof munu þeir eflaust telja að fjár- hagsáætlun Breta, er lögð var Ifyrir brezka þingið 17. apríl, sýni. Fjárhags- riekningar stjórnarinnar gefa til kynna, að á árinu hefir orðið tekjuafgangur er nemur alt að því 40 miljón sterlingspund- um. Þó tekjuafgangur þessi sé ekki mikill í sjálfu sér, er hann samt í ýmsum skilningi eftirtektaverður og þýðingar mikill. Á síðast liðnum tíu árum hefir ekki verið um slíkan tekjuafgang að ræða hjá stjórninni á Bretlandi. En þrátt fyrir hið gagnstæða nú hefir stjómin séð sér fært, að verða við ýmsum kröfum þjóðar sinnar um skattalækkun og önnur fríð- indi. Hún hefir lækkað tekjuskattinn um 10%, hún hefir veitt þeim er í her- og stjórnarþjónustu eru, helming til baka af kauplækkuninni, sem á kerppuárunum var lögleidd; hún gerir enn-fremur ráð fyrir að hækka aftur atvinnuleysisstyrk- inn, sem um tíma var lækkaður og illa mæltist fyrir, og hún hefir lækkað bíla- skattinn um 25%. Þetta virðist alt bera vott um að fram úr fjárhagserfiðleikum Bretljands hafi eitthvað raknað. Og það ber jafnframt vott um, að Betland er eitt fyrsta landið, að rétta hag sinn við eftir kreppuna. Árs- reikningar annara þjóða, sem vér höfum orðið varir við, sýna tekjuhalla í stað tekjuafgangs á síðast liðnu ári og það svo að um munar á reikningum sumra þeirra. Fyrir þrem árum var ekki annað sýnna, en að gjaldþrot væru yfirvofandi á Bret- landi. Það virtist sem þjóðina hefði borið efnalega upp á það sker, að vonlaust væri um björgun. En þá skeður eíhmitt það, sem þó undarlegt sé, hefir lítið verið á orði haft, að þjóðin mælir einum munni: “Allir eitt!’’ Mfeð slíku hefir oft verið sigrast á erfiðleikum, sem óyfirstíganlegir virtust og það er það, sem í fylsta máta má segja, að Bretland hafi gert. Iri nokkur kom í fyrsta sinn í leikhús. Þegar tjaldið féll að loknum fyrsta þætti, sprakk gufu- ketillinn í kjallaranum og kastaðist Irinn upp á þak á leikhúsinu og valt hann þaðan ofan á götuna. Þegar hann kom til sjálfs sín aftur spurði hann: ‘‘Hvaða rulla ætli verði leikinn næst?” SÓLAR-UPPKOMA Á íslandi hélzt sá siður fram að þeim tíma, er sá, er þetta ritar, man eftir, að fólk flýtti sér á fætur á páskadagsmorgun til þess að sjá “sólardansinn”. Það var trú manna, að sólin dansaði á páskadags- morgun af upprisu fögnuðinum. Hér höf- um vér aldrei heyrt á sólardans minst, en nýlega sáum vér frétt í bandarísku blaði um að fjöldi manna hefði “eins og venja væri til á páskum”, risið úr rekkjum sín- um í dögun og gengið iít til þess að sjá sólina koma upp þennan morgun. “í Califoríu”, hermir fréttin, “gengu menn á páskadagsmorguninn í þúsunda tali upp í hlíðar og sumir jafnvel upp á hæstu fjall- hnúka til þess að horfa á sólaruppkom- una. Og í Florida safnaðist mannfjöldinn niður að ströndinni þennan morgun til þess að sjá hana rísa úr ægi”. Þó ekki sé getið um í hvaða skyni þetta er gert, mun það víst, að það sé í einhverju sam- bandi við átrúnað dagsins. Við þessa frétt bætir svo greinar höf- undur: “Það eitt mun víst, að þeir séu nokkrir, sem ekki sjái sólaruppkomu nema þennan eina dag ársins. Og þó staðfestir hún hina 364 daga ársins eins það sem skrifað stendur um það, að himnarnir segi frá guðs dýrð og festingin kunngeri verk- in hans handa. Það mun of sjaldgæft, að menn gefi gaum einni hinni dýrðleg- ustu sjón, er augað lítur — sólaruppkom- unni. í helli Platos höfðu mennimir ekkert á að horfa nema skugga sinn á veggnum. Með öllu því frjálsræði sem mönnum nú gefst til að velja og hafna, og auðga anda sinn, er það óskiljanlegt að þeir skuli enn hafa meiri ánægju af því að horfa á skuggan af sinni eigin litlu veru 364 daga ársins, en á það sem hvera morgun hvern dag og hvert kvöld kunngerir dýrð guðs.” Hún — En geturðu ekki lofað mér að tala mig út? Hann — Nei, þú veist að eg er að fara í burtu í fyrra málið. Oft eru blöðin hér spurð frétta um þá, sem héðan hafa farið heim til íslands. Um einn þeirra er vér vitum um að Vest- ur-íslendingum leikur hugur á að fá fregnir af, birtist grein sú er hér fylgir nýlega í Morgunblaðinu í Reykjavík. Birt- um vér hana í vissu um qjS hinum mörgu vinum og kunningjum séra Ragnars E. Kvaran hér vestra sé það kærkomið: Ragnar E. Kvaran “Ragnar E. Kravan er nýkominn heim eftir 12 ára fjarveru í annari heimsálfu. Það eru ekki leikhússgestir einir, sem fagna heimkomu hans, þó þeir hafi haft betra tækifæri en aðrir til þess að láta gleði sína í ljós. — Fögnuður áhorfenda í Iðnó 31. jan. s. 1. er hann kom í fyrsta sinni á leiksviðið eftir heimkomuna, er líklega einsdæmi hér á landi í leikhúsi. Islendingar eiga yfirleitt erfitt með að láta í ljós gleði sína á opinberum skemti- stöðum, en í þetta sinn héldu mönnum engin bönd. Sennilega hefir það raunar ekki verið tilviljun að böndin losnuðu ein- mitt þá. Reykvíkingar eru glöggir á það sem að þeim er rétt, og þeir hafa fundið að hér var ekki á ferðinni neln venjuleg skemtun heldur sjaldgæf eða líklega einstæð í sögu okkar. Þetta kvöld markar að dómi flestra tímamót í sögu tónlistarlífs bæjarins, og ef til vill leik- listarlífsins urn leið. Þann stutta tíma sem Kvaran hefir nú dvalfet hér, hefir hann fært okkur bæjarbúum ómetanlega á- nægju og lærdóm. Hann hefir blásið nýju lífi í leiklistarlíf bæjarins. Með upp- færslunni á Meyjaskemmunni, hefir hann, ásamt Dr. Franz Mixa rutt nýjan veg, s.em án efa mun í framtíðinni auka kynni bæjarbúa á tónlistinni og verðmætari skemtunum er þeir hafa enn átt kost á að njóta. Það er vægast sagt þrekvirki, sem þeir Kvaran og Mixa hafa tekist á hend- ur, með því að uppfæra þennan fágæta söngleik, að því athuguðu 'að meiri hlúti leikendanna eru byrjendur. Sjálfur leikur Kvaran, eins og kunnugt er, stærsta hlut- verkið. R. Kv. er fyrst og fremst dramatískur íeikari, en hann er afarfjölhæfur og á létt með að sýna hinar ótrúlegustu and- stæður. “Schrober” í Meyjaskemmunni er með all^a erfiðustu hlutverkum. — Schrober er sannsöguleg persóna. Hann er sú tegund af mönnum, sem við íslend- ingar enn höfum haft mjög lítil kynni af. Hann er hið mesta glæsimenni að gáfum, og dáður af öllum konum sakir fríðleika og fagurrar farmkomu. — Hvar sem hann fer, er gleði. <Alla höfuðeiginleika þessa glæsilega heimsmanns sýnir R. Kvaran okkur svo að við elskum nú Schrober næst sjálfum meistaranum, Schubert. Hverí spor og hver hreyfing er lifandi, sönn og eðlileg. Ekkert hik, en enginn asi. En það eru höfuðeiginleikarnir einir sem Kvaran sýn- ir okkur. Kvaran er meistari í því að gera litlu atvikin ógleymanleg. Svipbrigði andlitsins og hreyfingar allar gera svör hans oft nærri óþörf. Áhorfendurnir hafa lesið hugsanir hans út úr hreyfing- unum og andlitssvipnum. — Heyrst hefir að Kvaran hafi í huga að ferðast með “Skemmuna” út um landið í vor, en því miður munu þeir sem kunnug- ir eru ekki telja það kleift, vegna kostnað- ar.” FRÁ OTTAWA Hvort sem yfirstandandi þing í Ottawa verður talið sögulegt þing eða ekki, er hitt víst, að þar er sitt af hverju sögulegt að gerast. Nýlega tók æruverður öldungur til máls á þinginu um söluráðsfrumvarp stjórnar- innar. Það var Hon. W. R. Motherwell, fyrrum akuryrkjumálaráðherra Kings- stjórnarinnar. Hann er 74 ára gamall. Flokksmaður hefir hann verið svo ramur, að maður myndi betur geta trúað því, að vindar hefðu skekið Gibraltar úr skorð- um, en Mr. Motherwell greiddi atkvæði með conservatív-stjórn. En þó skeði nú þetta í Ottawa, að hann kvað sig reiðu- búinn að greiða atkvæði með söluráðs- frumvarpinu og Bennett stjórninni en á móti flokksleiðtoga sínum, Mr. King. Það hlýtur eitthvað meira en lítið að vera út í frumvarp þetta varið, sem gerir and- stæðingum stjórnarinnanr svona óhægt fyrir um að greiða atkvæði á móti því. Mr. A. A. Heap verkamannafulltrúi frá Winnipeg mælti einnig með frumvarpinu. Skatturinn á gullinu sætti börðum mótmælum frá þejm, er við gullgröft fást. Og verð náma'hlutabréfa féll þegar daginn eftir að stjómin skýrði frá að 10% skattur yrði á gullið lagður. En stormin- um mesta út af þessu, hefir nú lægt. ___j Enda hafa gullvinslumenn ekki! sanngjarna ástæðu til að kvarta.1 Verð gulls hefir verið afarhátt,1 um $35. og er líklegt að þaðj hækki upp í $40., þó undirstöðu verð þess væri ekki nema $20.67, er gullnám hér byrjaði í þessum stíl fyrir þrem til fjór- um árum. Gullnemar hafa stór- grætt á verðhækkuninni og iðn- j aðurinn hefir blómgast flestum eða öllum öðrum iðnaðargrein- um betur. Að létta byrðina á þeim, sem erfiðara hafa átt, er sanngjarnt. Allur gullskattur- inn er sagt að nema muni 9 til 10 miljón dölum. Fari gullverð niður fyrir $30, er gert ráð fyrir að afnema skattinn. Að iðngreininni stafi því nokkur hætta af honum fer mjög fjarri. « Þeir munu fleiri verða er sanngjörn kaup munu skoða það, að leggja þennan skatt á gull, en lækka hann á sykur, eins og stjórnin hefir gert. JAPANIR FÆRA ÚT KVÍARN- AR Á SVIÐI VERZLUNAR OG VIÐSKIFTA Hinn velþekti rithöfundur og hagfræðingur, Max Rudert, hef- ir nýlega skrifað fróðlega og mjög eftirtektarverða ritgerð í vikublaðið “Neue Weltbuhue”, í Prag, þar sem hann gerir glögga grein fyrir hinum hröðu yfirráðum, sem Japanar eru að ná á heimsmarkaðinum, að því er lýtur að sölu á allskonar iðn- aðar varningi, og þá hættu er hann telur öllum iðnaðar þjóð- um heims stafi af því. Hann heldur því fram, að yfirráð heimsmarkaðsins lendi óhjá- kvæmilega í höndum þeirrar þjóðar er framleiði ódýrastan vaming, því hún geti sér að skaðlausu, eða að minstum skaða, kept um söluna við aðra og smátt og smátt útbolað þeim. Japanir virðast nú sem stend- ur nota þessa aðferð til þess að ná því takmarki á viðskifta sviðinu, er þeir hafa sett sér, en sem samtímis miðar að fjár- hagslegum og pólitískum yfir- ráðum. Iðnaðarframleiðsla hefir auk- ist á undanfömum árum í Jap- an, með feikna hraða, og hinar nýjustu vélar hvarvetna notað- ar, í hinum nýreistu iðnaðar- stofnunum þeirra, með þessum tækjum og þrælkuðum vinnu- iýð, sem er borgað svo lítið kaup, að hvítir menn fengju með engu móti af lifað; ásamt þessu og löngum vinnutíma, hefir janönskum stóriðju höld- um tekiset að framleiða svo af- ar ódýrar iðnaðar vörur, að þeir hafa gétað undirselt alla sína keppinauta á heimsmarkaðin- um, og þó náð góðum hagnaði. Japanskar vörur eru um þess- ar mundir, seldar svo óheyrilega lágu verðjrí Evrópu, að undrun sætir. Sem dæmi, skulu hér nefndar fáeinar tegundir af varningi, er Japanir hafa á boð- stólum í hinum ýmsu löndum Evrópu: Rafljósa lampaglös á 2Vzc hvert Karlmanna sokkar á 4V£ c parið Lindarpennar með gulloddi 7I/2C hver Kaffi og te sett, 9 stykki á 49c. Skór og vefnaðarvara af ýms- um tegundum, er boðið á mark- aðinum fyrir 40 til 70% lægra verð, en mögulegt er að fram- leiða það í evrópiskum iðnað- arstofnunum, enda komst einn evrópiskur verksmiðjueigandi svo að orði nýlega: “Jafnvel þó eg stæli hráefninu, og borgaði verkafólki mínu ekketr kaup, gæti eg samt ekki staðist siíka samkepni.” Þrátt fyrir þetta lága verð á japönskum iðnaðarvaraingi, sem byggist á þrælkun vinnulýðsins og hinu afarlága kaupgjaldi, á- samt ýmsum sérréttindum og ríkisstyrk til iðnaðarframleiðslu og sölu, hafa japanskir verk- ( smiðjueigendur og stóriðju sam- steypufélög grætt offjár á síð- ast liðnum árum. Ágóði af hlutabréfum í iðn- aðar fyrirtækjum, hefir farið hækkandi ár frá ári; þannig var að meðaltali ágóði af hluta- bréfum í iðnaðar stofnunum, árið 1932-33: Pappír og cement, 12.9% ágóði Járn og stál 13.5% ágóði Verkfæra og véla tilbúnaði — 15.1% ágóði Bómullar iðnaði 18.2% ágóði Silki (artificial) 24.9% Þessi ágóði vanst ekki á sölu á heimamarkaðinum; kaupgeta almennings er svo lítil, að ekki nema lítill hluti framleiðslunnar selzt heima. Almenningur í Japan, eins og í mörgum öðr- um löndum, verður að gera sér að góðu, að vera án flestallra þeirra hluta, er til lífsþæginda þéna. Þar eð farmleiðslan ekki seldist heima, fyrir getuleysi al- mennings að kaupa, sáu japan- skir verksmiðjueigendur og kaupsýslumenn sér þann eina I útgönguveg að þrýsta iðnaðar- | varningi sínum út á heimsmark- aðinn og bjóða öllum öðrum | byrgin á sviði samkepninnar. — jÞeim hefir hepnast þessi aðferð |mæta vel, svo nú er þar komið, að allflestar þjóðir heims standa ráðalausar, og sjá ekki hvað til i bragðs skal taka. Tollgarðar hafa verið reistir til þess að ivernda innlendan iðnað í flest- um löndum, en þeir virðast alls ekki duga til að halda úti jap- önskum iðnaðarvarningi. Þegar Japanir innleiddu hjá sér hið svokallaða “tíu ára plan”, sem landstjórnin stendur 1 á bak við, til styrktar og vernd- ar, hófst hin ákveðna stefna þeirra á sviði framleiðslu og j verzlunar, og hafa þeir síðan aukið verzlun sína út um heim- inn hröðum skrefum. Sölunefnd var sett á stofn, sem meðal ann- ars átti að kynna sér tc^lllög- gjöf og viðskifta-reglur og sölu- tækifæri um heim allan. Því inæst voru settar upp vörudreif- ingarstöðvar til og frá um lönd- in, og nú er svo komið, að á- hrifa japanskrar verzlunar gæt- ir að svö miklu í mörgum lönd- Um, að til alvarlegra vandræða horfir, víðsvegar um heim, sök- um hins afar lága verðlags, sem aðrar þjóðir geta ekki kept við. Þrátt fyrir, ef svo mætti að orði kveða, hinn vatnshelda tollgarð í kringum brezka ríkið, þá samt sem áður hafa Japanir, á þrem- ur árum, fimmfaldað sölu á allskonar iðnaðarvarningi til Indlands, og svipaða innrás hafa þeir gert í Ástralíu og um flest- ar Sundaeyjarnar. Hið sama er að segja uffl Afríku; Japanskur iðnaðarvarn- ingur er nú seldur alla leið frá Capetown til Congo og Abyssin- íu. Af 875,000 yards af silki- líki (artificial), sem flutt var til Suður Afríku á fyrstu þremur mánuðum ársins 1933, komu 870,000 yards frá Japan. Á lík- an hátt hafa þeir rutt sér til rúms í vestur Asíu, bæði í Irak, Persíu og Egyptalandi. Bretastjórn, sem virðist á- kveðin í því að halda uppi gömlu og góðu vinfengi við Japan, hef- ir þó að vísu mótmælt þessari hóflausu verzlunar keppni Jap- ana, enda hafa brezkir verk- smiðjueigendur og verzlunar fé- lög farið fram á að hækkaðir væru meir innflutningstollar á Japanskri iðnaðar vöru í brezk- um löndum. En Japar hafa svarað þeirri kröfu á þá leið, að gefa Bretum til kynna að ef þeim yrði gert erfiðara fyrir með sölu í Bretaveldi, mundu þeir ekki kaupa bómull frá Ind- landi og ull frá Ástralíu, þar eð þeim væri eins auðvelt að kaupa þessi hráefni frá Suður-Ame- ríku. En fjárræktarbændur í Ástralíu og bómullar ræktar menn á Indlandi, sem hafa feng- ið hart að kenna á viðskifta- kreppuænni, kröfðust þess, að japanskar vörur væru ekki með nýjum tollum lokaðar út af brezka markaðinum, því þá yrði japanski markaðurinn lokaður fyrir þeim vörum er þeir fram- leiddu, og mundi slíkt valda hin-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.