Heimskringla


Heimskringla - 02.05.1934, Qupperneq 6

Heimskringla - 02.05.1934, Qupperneq 6
«. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. MAÍ 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi Einn morgun sagðist hún vera búin, og bætti við: “Eg á þér að þakka góðan greiða og vel siðað framferði. Það er tvent ólíkt, að hafa þig hjá sér eða Georgíönu; þú gerir það sem þér er ætlað, og eykur engum byrði.” Þarnæst tjáðist hún leggja upp morguninn eftir, til trúarbragða seturs nálægt Lisle, “nunnu klaustur myndir þú kalla það, og lifa kyrlífi, laus við alt ónæði. Eg mun verja nokkrum tíma til að rannsaka kreddur hins kaþólska siðar og kanna þeirra ráðasetning, hvernig snúið er til verknaðar; ef mér reynist svo sem mig grunar, að hún sé bezt til þess fallin, að tryggja framkvæmd allra hluta sóma- samlega og í röð og reglu, þá mun efe taka á mig Róms bönd og líklega gerast nunna.” Eg ansaði þessu ekki en hugsaði með sjálfri mér: “Sú köllun hentar þér betur en alt annað, verði þér að góðu!” Þegar við skildum, mælti hún: “Vertu sæl, Jane Elyre, frænkukorn; eg óska þér heilla, þú ert ekki svo vitlítíL” Eg svaraði: “Þér er alls ekki vits varnað, Eliza frænka, en það sem þér er lánað, verður, áður en árið er liðið, þykist eg vita, læst í frönsku nunnu- setri; en ekki á eg því að sinna, úr því þér er það að skapi, þá má mér vera sama.” “Svo er sem þú segir,” anzaði hún, með það skildum við og sáumst ekki síðar. Og með því að þessar systur koma ekki við sögu þessa framar, þá má nú geta þess, að Georgí- ana fékk auðugt gjaforð og hefðarmann út- slitinn, en Eliza gekk í klaustur, gaf til þess eigur sínar og veitir nú forstöðu klaustri því. Ekki vissi eg hvernig því fólki er innan brjc^sts, sem snýr aftur heimleiðis, eftir langa burtuveru, því að þetta hafði eg aldrei reynt. Eg vissi hvemig það var, í æsku minni, að koma heim til Gateshead, eftir langa útiveru, og fá ofanígjöf fyrir að vera kuldaleg eða döpur í útliti; og síðarmeir vissi eg hvemig var að koma heim frá kirkju, til Lowood, og langa í mat til að svala hungrinu og eld til að vermast við. Hvorug af þeim heimkomum var mjög fýsileg; nú átti eg óreynda heimkomuna til Thornfield. Heimferðin fanst mér leið og löng, tvær dagleiðir, fimtíu mílna langar, er hvor stóð tólf klukkustundir, en nóttina var eg í gistihúsi. Fyrsta dægrið var eg að hugsa um Mrs. Reed og hennar viðskilnað; ek sá fyrir mér ásjónu hennar, er brugðið hafði litum og líkingu og heyrði raust hennar, næsta ólíka því, sem verið hafði. Eg fór, í huganum, yfir jarðar- farar daginn, líkkistu, líkvagn, svartklædda fylkingu leiguliða og vinnufólks — fátt var um frændfólkið—bínandi líkhvelfing, hljóða kirkju, hátíðlega greftrunar athöfn. Þar næst sá eg fyrir mér systumar, aðra í dansasal, þar sem allir rendu augum til hennar, hina lokaða inni í klaustur klefa, íhugaði útlit og innræti hverr- ar fyrir sig, og rakti það sundur. Nóttina fyrstu skifti um hugsanir mínar, þær hurfu frá því sem umliðið var og að því, sem koma myndi. Eg var á leiðinni til Thornfield, en hversu lengi átti fyrir mér að liggja, að dvelja þar? Vissulega ekki lengi. Mrs. Fairfax hafði skrif- að mér til um það sem gerst hafði, meðan eg var burtu, gestimir væru farnir, húsbóndinn lagður upp í Lundúna ferð og væri væntan- legur, eftir þriggja vikna burtuveru, erindið væri að kaupa nýja stásskerru, líklega til undirbúnings þeirrar breytingar, sem stæði til. Hún sagði að sér þætti enn kynlegt, ef ráða- hagurinn tækist við Miss Ingram, en þetta væri altalað og hún væri farin að trúa því, af því sem hún hefði séð sjálf, að þetta færi fram bráðlega.” Með sjálfri mér hugsaði eg: — “Vissulega efast eg ekki um það.” Þá kom næst þessi spum: “Hvert átti eg að fara?’’ Þá nótt var mig altaf að dreyma Miss Ingram, og vaknaði við það, að mér þótti hún loka mig úti og benda mér á brautina frá Thornfield, og Mr. Rochester standa hjá, með krosslagða handleggi og glotta hæðilega á okkur báðar. Eg hafði eklíi til tekið við Mrs. Fairfax, hvaða dag eg myndi koma aftur, þtí að eg kærði mig ekki um, að láta sækja mig í vagni, til Millcote. Eg ætlaði mér að fara gangandi þá leið, og svo gerði eg, lagði upp frá gistihús- inu George undir náttmál, eftir gömlu götunni til Þyrnivalla, framhjá ökrum og engjum. Það júní kveld var hvorki heiðskírt né sólbjart, en þó fagurt og milt. Fólk var að heyverki hvarvetna, og loftið, þó skýjað væri, var þerrilegt, bláminn — þar sem blátt sást — mildur og fagurleitur, skýin þunn og hátt á lofti. Hiti var á vestrinu, ekki sá þar svala eimstafi, heldur því líkast sem bál væri kynt á logandi hörg, bakvið stórgert ræskn af merl- uðum eimi, og að roðagull glóði gegnum möskvana. Mér var glatt í skapi, þegar mér sóttist leiðin, svo glatt, að eg nam eitt sinn staðar, og spurði sjálfa mig, af hverju sá feginleikur stafaði, og minti vitið á, að eg væri ekki á leiðinni heim til mín, né til stöðugs samastað- ar né þangað, þar sem kærir vinir væru að gá að mér og bíða eftir mér. “Mrs. Fairfax tekur á móti þér, með góðmannlegum hýrusvip,” sagði eg við sjáfa mig, “og Adela litla tekst á loft af fögnuði; en þú veizt vel ,að þú horfir ekki til þeirra heldur til annars, og sá hugsar ekki um þig.” En hvað er á við ákafa æskunnar? hvað svo sjónlaust sem reynslu skorturinn? Þessir fullyrtu, að það væri alveg nægjanlegur unað- ur, að mega horfa upp á Mr. Rochester, ’hvort sem hann liti við mér eða ekki, og skoruðu á mig að flýta mér! “Flýttu þér! sögðu þeir, og vertu hjá honum meðan þú mátt, eftir fáar vikur eða daga kann vera, að þú verðir að skilja við hann um aldur og æfi!” Og þá kæfði eg nýfædda kvöl — vanskapaða skepnu, sem eg fekk ekki af sjálfri mér, að kannast við og fóstra — og herti gönguna. Fólkið í Thornfield er líka við heyskap, eða réttara sagt, vinnufólkið er að ganga heim af engjunum, með amboðin um öxl, þegar mig ber að. En þau blóm á heggviðar gerðunum! En ekki hefi eg tíma til að ná í nein, mig langar að koma inn sem fyrst. Hár viður villirósa teygir laufgaða grein yfir götuna, þaðan sé eg mjótt rið í gerði og eg sé — Mr. Rochester sitja á steinriðinu, með bók og blýant, hann er að skrifa. Nú, ekki er hann afturgenginn, eigi að síður slaknar í mér hver taug og skelfur, eg missi stjórnar á sjálfri mér, um litla stund. Á hvað veit annað eins? Ekki bjóst eg við að titra til svona, þegar eg sæi hann, né missa máls, og máttar til að færa mig úr stað. Eg skal snúa við, undir eins og eg get hreyft mig, eg þarf ekki að láta sjá, hvílíkt flón eg er, eg veit aðra leið inn í hús. Ekki tjáir þó eg vissi tuttugu leiðir, hann verður mín var. “Hallo!” kallar hann og stingur á sig rit- færunum. “Þarna ertu þá komin! Haltu áfram, ef þú vilt svo vel gera.” Áfram hélt eg, þó varla vissi eg til þess, hugsaði ekki um annað en stilla mig, og um- fram alt láta það ekki á mér sjá, sem eg barð- ist við að leyna, en eg hefi slæðu fyrir andlit- inu, hver veit nema mér takist að hegða mér með sæmilegri stillingu. “Og er þetta Jane Eyre? Kemurðu frá Millcote, og gangandi? Jú — ein af þínum grellum, rétt ein, að senda ekki eftir vagni, og koma skröltandi eftir reiðgötum eins og vana- legar dauðlegar manneskjur, heldur læðast að heimili þínu með dimmunni, rétt eins og þú værir draumur eða skuggi. Hvern þremilinn hefir þú verið að hafast að í heilan mánuð?” “Eg hefi verið hjá frænku minni, herra, og hún er dáin.” “Ætli svarið sé tvírætt! Góðir englar gæti mín! Hún kemur frá öðrum heimi — frá dauðra bústöðum og tjáir mér þetta, þegar hún hittir mig einan hér í rökkrinu! Ef eg þyrði þ áskyldi eg koma við þig, til að sjá hvort þú ert hold eða hreint ekki neitt, þú huldukona! — en eg vldi rétt eins vel bjóð- ast til, að taka á bláu mýrarljósi yfir sökkvandi feni.’’ Hér þagnaði hann, tekur svo til aftur: “Þú straukst og varst burt í heilan mánuð frá mér, og ert víst búin að gleyma mér alveg, þori eg að segja.” Þetta vissi eg, að gaman og gott var að hitta húsbónda minn aftur, jafnvel þó sú á- nægja væri skert af þeirri vissu, að eg væri honum sama og engin; en í Mr. Rochester bjó svo auðug orka (svo fanst mér, að minsta kosti) til að miðla sælu, að viltur, ókendur fugl, eins og eg, þóttist Sitja að stórveizlu við þá mola, sem frá honum hrutu. Þau orð, sem hann talaði síðast, voru lík græðandi smyrsl- um, þau sýndust votta, að honum lægi ekki í léttu rúmi, hvort eg gleymdi honum eða ekki. Og um Thornfield talaði hann, eins og þar væri mitt heimili — eg vildi óska, að svo væri! Hann sat kyr á riðinu og eg þóttist varla geta beðið hann að færa sig, svo eg gæti kom- ist fram hjá. Eg spurði hvort hann hefði ekki ferðast til London. “Jú, þú ert skygn og hefir séð til mín, býzt eg við.” “Mrs. Fairfax skrifaði mér til.” “Og sagði hún þér frá, hvað eg væri að gera?” “Já, herra. Allir vissu um erindið.” “Þú mátt til með að skoða vagninn, Jane og segja mér hvort hann er ekki við hæfi Mrs. Rochester, og hvort henni svipar ekki til drottningarinnar Boadicea, þegar hún hallar sér að þeim purpuralitu hægindum. Eg vildi óska, Jane, að það væri svolítið meiri hjónasvipur með mér og henni. Segðu mér, því að þú ert álfamær, geturðu ekki gefið mér töfragrip eða inngjöf, eða eitthvað þess konar, til að gera úr mér fríðan karlmann?” “Jafnvel galdrar mundu ekki orka öðru eins, herra,” og með sjálfri mér hugsaði eg: “annan töfragrip þarf ekki, heldur en elskandi auga, því sýnist þú full fallegur; eða réttara sagt, stjórnsemi þín er öllum fríðleik ofar.” Mr. Rochester sá stundum í huga minn, með skerpu sem mér var ofvaxið að skilja. — Nú lét hann sem hann heyrði ekki það sem eg sagði, en hann brosti við mér, því brosi sem honum einum var lagið, og hann lét sjaldan sjá; hann virtist álíta það ofgott til hvundags, það stafaði frá instu tilfinningum hans — og því úthelti hann yfir mig, eins og lýsandi, vermandi sólar skini. “Haltu áfram, Jane litla,’’ mælti hann og hliðraði sér til, svo eg kæmist yfir riðið, “farðu heim og hvíldu þína smáu, reikulu fætur í vinar húsum.” Nú þurfti eg ekki annað að gera, en hlýða ’ honum orðalaust. Eg stiklaði yfir riðið og ætlaði mína leið. En þá nam eg staðar, leit við og sagði — eða einhver kraftur í mér, sem eg réði ekki við —: “Þvi er eg fegin, Mr. Rochester, og þökk fyrir góðvild þína. Eg er sannarlega fegin, að vera komin til þín aftur, og hvar sem þú ert, þar á eg heima.” Eftir það fór eg svo hratt, að hann hefði ekki náð mér, þó hann hefði reynt til þess. Adela liUa varð yfir sig kát, þegar hún vissi að eg var komin, og Mrs. Fairfax tók mér eins og henni var lagið, með uppgerðarlausri gæzku. Leah brosti út undir eyru og jafnvel Sophia bauð mér “bon soir” með kæti. Þetta þótti mér vænt um, því að engin sæla er á við það, að öðrum þykir vænt um mann og hafa gleði af hans nærveru. Það kveld lokaði eg augunum viljandi, fyrir því sem ókomið var, og hlustunum fyrir þeirri rödd, sem sífeldlega vildi vara mig við, að skamt væri til skilnaðar og sárrar sorgar. Að afstöðnum kveldverði, tók Mrs. Fairfax prjón- ana sína, eg settist á skör hjá henni en Adela lá á hnjánum á gólfdúkinum og hallaðist upp að mér, þá fanst mér við vera horfnar kær- leiks baug í gullnum friði og bað þess í hljóði, að við þyrftum ekki að skilja, hvorki bráðlega, né um langan tíma. Mr. Rochester kom ó- vörum inn til okkar, og virtist una vel okkar góða samkomulagi, sagðist vita að nú lægi vel á gömlu konunni, úr því kjördóttir hennar væri komin aftur og ávarpaði Adelu þessu líkt á frönsku; þá kom mér sú von í hug, að hann, • jafnvel eftir giftinguna, héldi okkur einhvers staðar, öllum saman, í skjóli verndar sinnar, en útilokaði okkur ekki algerlega frá sólbirtu nærveru sinnar. Nú leið hálfur mánuður við vafasama ró; ekki gerðist neitt að giftingu húsbóndans; eg spurði Mrs. Fairfax, nærri á hverjum degi, hvort hún hefði orðið'nokkurs vísari um viður- búnað, en hún neitaði því; hún kvaðst hafa spurt Mr. Rochester að, einu sinni, hvenær hann ætlaði að færa heim brúði sína, en hann svaraði við glettu, svo hún vissi ekki hvað hún ætti að halda. Á því furðaði mig sérstak- lega, að engar milliferðir voru við Ingram Park. Þangað var að vísu æði langt, um tuttugu mílur, en hvaða vegalengd var það, fyrir þá sem elska heitt? Það var lítið meira en morgunsprettur fyrir annan eins reiðmann og Mr. Rochester. Eg fór að ala með mér vonir, sem eg hafði ekki leyfi til: að ráða- hagurinn væri að engu orðinn, annaðhvort eða bæði hefðu skift skapi. Eg aðgætti vandlega húsbóndann, hvort svipurinn á honum væri dapur eða reiðilegur, en eg mundi ekki til, að honu mhefði verið svo skaplétt að staðaldri, nokkum tíma áður. Ef svo bar til, þegar við Adela vorum hjá honum, að illa lá á mér og eg mátti ekki hrinda harmi mínum, þá var hann hinn teitasti. Hann lét oft sækja mig, var við mig ljúfur og kátur og mér þótti fjarskalega vænt um hann. XXIII. Kapítuli. Dýrðleg sumar sól Ijómaði yfir Euglandi; svo skært heiðloft, svo björt sólar glóð, kemur sjaldan yfir vort sægirta land einn dag í einu, hvað þá marga í senn, eins og þetta sumar* Það var því líkast, sem hópur suðrænna daga frá ítalíu, hefði flogið norður, líkt og flokkur dýrðlegra farfugla og sezt á krýsiklif Albions, til að hvíla sig. Alt hey var hirt, engjarnar á Þyrnivöllum, slegnar og alhirtar, gerðust grænar af há en brautir mjallhvítar og skræl- þurrar; skógar voru enn dökkir ílits, hegg- viðar gerði og kjarr kaflaufguð og ímungræn, og sá litur bar vel af við ljósgræna teiga og bleika akra. Hálfan jónsmessu daginn var Adela að tína jarðarber út með heygötum, kom þreytt heim og fór að hjjltta í björtu, eg sat hjá henni þangað til hún var sofnuð og gekk síðan út í garð. Þá fór Ijúfasta stund sólarhringsins í hönd: — “dags var hár hiti slokinn” en móðar grundir og sviðnir tindar fengu svölun af dögg- falli. Sól settist hrein og tær — laus við for- dildar umbúðir skýja — frá sólsetrinu lagði roða um hálft loftið, því ljósari sem ofar dró, en á einn tind varpaði glampa sem af dreyr- rauðum gimsteini, eða eimyrju úr glóandi ofni. Austurloftið hélt sinni dökkbláu prýði og gim- djasni einnar stjörnu á upprás, skamt var þess að bíða, að það ofraði mána, en hann var ennþá fyrir neðan sjóndeildar hring. Eg gekk stétt meðfram garðinum, þá lagði velkendan ilm á móti mér, af vindilreyk, eg sá að gluggi var opinn til hálfs, í bóka- stofu, fór nær um að þaðan sæist til mín, svo að eg sneri til aldingarðs, er líkastur var para- dís allra staða, á túnum búgarðsins, há skjól fyrir öllum áttu mnema síki að engjunum, veggir og bækitré á hinar, þangað lá stígur í mörgum bugðum innan um lárviði, að risa- vöxnu kastaníu tré, og sæti umhverfis stofn | þess. Hvergi sá til þess er reikaði þar. Nú í féllu daggir, rökkrið seig að og í hljóði því og vel varða skjóli, þóttist eg geta unað alla daga; en er tunglinu skaut upp, færði eg mig þang- ! að sem berara var, víðir reitir blóma og aldin- i runna, og stöðvaðist nú, ekki af því sem eg sá 1 eða heyrði, heldur af ilmi, sem ólíkur er þeirri reykelsis fórn sem rósir hafa lengi lagt til á I kveldin, jasminur og nellikur, þann þef leggur j hvorki frá runnum né blómum, heldur frá vindli Mr. Rochesters. Eg litast um, viði sé eg með vaxandi aldinum, heyri næturgala kvaka í skógi, hálfa mílu á. brott, en engan mann né fótatak; reykjar ilminn bar nær: eg varð að flýja. Eg hraða mér að hliðinu bak við kjarrið, sá hvar Mr. Rochester kemur inn um hliðið og renni mér inn í laufskálann, hugsa að hann hverfi fljótt aftur og sjái mig ekki, ef eg bíð kyr. En kveldblíðan laðar hann, ekki síður en mig, og þessi gamli garð- ur; hann fetar hægt og hægt, tekur grein af stöngulberja viði og skoðar ávöxtinn, stóran fram úr máta, plokkar kirsuber af runna, beygir sig að blómum til að nema hinn sæta þef eða skoða daggar dropana á þeim. Stórt fiðrildi flögrar suðandi hjá mér og sezt á blóm frammi fyrir Mr. Rochester, hann tekur að skoða það. “Nú er færið fyrir mig, að læðast burt, meðan hann er annars hugar, og snýr baki við mér,” hugsaði eg. Þar með læddist eg eftir grasinu á götubakkanum, en forðaðist að stíga á mölina í götunni; hann stóð í beði, nokkur fet þaðan sem eg fór og skoðaði fiðrildið alls hugar, en er eg gekk um skugga hans, er mjög var langur í tungls birtunni, þá segir hann, og sneri sér ekki við:— “Komdu hérna, Jane, og líttu á þennan pilt.” ’ Til mín hafði ekkert heyrzt, hafði liann augu í hnakkanum? gat skugginn hans fund- ið til? Mér brá við en færði mig nær honum. “Líttu á vængina á honum,” mælti hann. “Það er ekki oft, að svona stórir og kátir nátt- farar finnist á Englandi, þó tíðir séu í Vestur- Indíum. Hana! nú flaug hann.” Fiðrildið hvarf. Eg ætlaði h'ka að fara kindarlega í jivarf, en Mr. Rochester kom á eftir mér og þegar kom að hliðinu, segir hann: “Snúðu við, kveldstundin er svo dýrðleg, að það er fast að því skömm að sitja inni; vissulega getur engan langað í háttinn, þegar sólar setur mætir mána skini, eins og nú.” Sá galli fylgir mér, að stundum tekst tungu minni báglega, að orða afsakanir, þó einatt sé hún fullfljót til svars, og alténd kem- ur þetta’svara fall þegar verst gegnir, þegar mér liggur mest á liðlegu yfirvarpi eða senni- legum fyrirslætti til að koma mér úr klípu. Mér var um geð, að ganga, ein með Mr. Ro- chester á þessum tíma dægurs í fylgsnum aldingarðsins; en eg orkaði ekki að koma með viðbáru til að skilja við hann. Eg lötraði á eftir honum, á tregasta seinagangi, og reyndi að hugsa mér ráð til að sleppa; en hann sjálfur virtist vera stiltur og alvarlegur: það vonda, ef vont var, eða verða myndi, var í mér en ekki í honum, hans hugur var ekki æstur, að því mér virtist, heldur í ró. Við fetuðum þannig ofan lárviðar göngin, að síkinu og kastaníu trénu. Hann tók til orða: “Jane, fallegt er í Thomfield, á sumrin, er ekki svo?” “Jú, herra.” “Þú kannt að sjá fegurð náttúrunnar og er lagið að festa trygð við það sem þér fellur vel við; þér hlýtur að vera farið að þykja dá- lítið vænt um staðinn, er ekki svo?” “Jú, svo er víst.” | “Og þú sýnist hafa tekið trygð og að vissu leyti lagt ástfóstur við litla krakka kján- ann, Adelu, þó ekki skiljist mér, hvemig á því stendur, og þá einföldu konu kind Fairfax líka?” “Já, mér þykir vænt um báðar, hvora með sínum hætti.” “Og munt kvíða fyrir að skilja við þær?” “Já.” “Bágt”, mælti hann og þagði við. “Svona skal alla tíð bera til í þessu lífi, jafnskjótt og þú ert búin að koma þér fyrir í þægilegum samastað, þá kemur rödd og kveður þig til að rísa á fætur og halda áfram, því að hvíldar stundin sé liðin.” “Verð eg að fara frá Thornfield, herra?” “Eg held þú megir til, Jane. Ekki er það mér að skapi, Jane, en eg held að svo verði að vera.” Mér féll þetta þungt, en lét það ekki buga mig til fulls.” “Jæja, eg skal vera til, þegar kallið kemur að halda af stað.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.