Heimskringla - 25.07.1934, Síða 6

Heimskringla - 25.07.1934, Síða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JÚLil, 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi “Eg veit varla hvort eg er í hópi þeirra sem þú nefndir, en eg er fús til að gera hvað eg get til að hjálpa þér til svo ærlegs augna- miðs. Segðu mér þá fyrst, hvað þú ert vön við að gera og hvað þú kant að vinna.” Eg var nú búin að drekka úr tebollanum mínum og mér höfðu aukist kraftar við það, svo eg gat svarað þesium nærgöngula, unga dómara frýjulaust: “Mr. Rivers, þú og systur þínar hafa gert mér stórmikinn greiða, þann mesta, sem hægt er að láta nokkrum í té, þið hafið bjargað mér frá dauða og sýnt mér göfuga gestrisni. Því eigið þið ótakmarkað þakklæti skilið frá mér og trúnað minn að svo miklu leyti, sem friður sálar minnar skerðist ekki og mér og öðrum verður ekki að tjóni, á líkama eða Sjið- um. Þar næst sagði eg þeim hið ljósasta af, að eg hefði verið munaðarlaus sett í skóla þar sem Mr. Brocklehurst var sjóðhaldari “Eg hefi heyrt Mr. Brocklehurst getið og eg hefi séð skólann,” sagði Mr. Rivers. “Frá þeim skóla fór eg fyrir tæpu ári, fekk góða stöðu við kenslu á ríkisheimili en mátti til að fara þaðan, 4 dögum áður en mig bar að þessum bæ. Hvað til þess kom, að eg for þaðan get eg ekki sagt, má heldur ekki segja til þess, það væri ekki til neins heldur, væri ótrúlegt og hættulegt. Eg átti enga sök á því, eg er eins sýkn saka eins og þið. Eg á bágt og verð að lifa við volæði framvegis, sú ógæfa var undarleg og hörmuleg, sem rak mig af því heimili, þar sem mér leið eins vel og eg gat á kosið. Eg hugsaði um tvent aðeins, þegar eg tók í mig að fara — að flýta mér og fara í laumi, og þar af kom, að eg varð að skilja eftir alt sem eg átti til, nema lítinn böggul og honum gleymdi eg í vagninum, sem flutti mig til Whitcross, af asa og hugarvíli. Því var eg allslaus, þegar eg kom á þessar stöðvar, svaf tvær nætur undir beru lofti, bragðaði mat aðeins tvisvar og var langt leidd af hungri og máttleysi og vonleysi þegar þú, Mr. Rivers, bannaðir mér að deyja af skorti fyrir dyrum þínum, og veittir mér húsaskjól og athvarf. Eg hefi orðið vör við, í móki mínu sem ekki var rænulaust, einlæg-' samúð hjá systrum þínum, sem hughreysti mig og eg má þakka, ekki síður en þinn evangeliska atbeinahug.” “Neyddu hana ekki til að tala meira í einu, St. John,” mælti Diana, þegar eg þagn- aði. “Hún er ekki fær um að komast í geðs- hræringar að svo stöddu. Komdu og seztu hérna í hægindið, Miss Elliott.” Mér hnykti við að heyra varnagla nafnið. Mr. Rivers, sem virtist taka eftir öllu, var ekki seinn að sjá það, og segir: “Þú sagðist heita Jane Elliott?” “Svo gerði eg og því nafni þykir mér hentugt að nefnast nú sem stendur, en það er ekki mitt rétta nafn og því brá mér við að heyra það.” “Þú vilt ekki segja til þíns rétta nafns?” “Nei, eg býst við að leitað verði að mér og eg vil því forðast alt, sem getur leitt til þess að eg finnist.” “Þetta er rétt gert af þér, það er eg viss um,” mælti Diana. “Láttu hana nú í friði, bróðir, um litla stund.” En þegar St. John hafði hugsað sig dálítið um, byrjaði hann aftur með sömu stillingu og skerpu og áður: “Þér myndi ekki líka, að vera lengi upp á okkar gestrisni komin — mér skilst, að þér líki að losna sem fyrst við vorkunn systra minna og umfram alt við atbeina minn. Eg sé greinilega þann mun sem þú gerðir á þessu tvennu og læt mér vel líka, það var sanngjamt. Þér líkar að vera ekki upp á okkur komin?” “Svo er, það var það sem eg sagði. Sýndu mér hvernig á að vinna og hvernig leita skal vinnu, meira bið eg ekki um. Eg skal svo fara í aumustu vistir, en lofið mér að dvelja hér þangað til. Mig hryllir við að hugsa til að vera alslaus og eiga hvergi heima.” “Víst skaltu vera hérna kyr,” sagði Diana og lagði sína hvítu hönd á höfuð mitt. “Víst er svo”, sagði María með hæglátri einlægni, sem henni var lagin. “Systrum mínum líkar vel að halda þér hér, álíka og þeim mundi líka að halda hálf- j króknuðum fugli, á vetrardag, ef vindurinn þeytti slíkum á gluggann hjá þeim. Mér mundi , þykja betur að hjálpa þér til að vinna fyrir þér og það skal eg reyna að gera. Eg er nú ekki j annað en prestur í fátæku sveitarbrauði og hefi ekki mikil ráð, mín úrræði myndu verða ! eftir því. Og ef þér er lagið að fyrirlíta birti smárra muna, þá skaltu leita traustari aðstoð- ar en mér er fært að veita.” “Hún er búin að segja, að hún er viljug til j að gera hvað eina, sem ærlegt er og hún getur j gert,” svaraði Diana fyrir mig,” og þú veizt það, St. John, að hún á ekki margra hjálpar- manna völ; hún er neydd til að sætta sig við önugt fólk eins og þú ert.” “Eg skal sauma föt, gera alla vinnu sem fyrir kemur, ganga í vinnukonu stöðu, verða barnfóstra, ef ekki verður annað til,” sagði eg. “Rétt”, svaraði St. John, kuldalega. “Ef þú ert svona skapi fárin, þá lofast eg til að hjálpa þér, þegar eg hefi tíma til, eftir mínum hætti.” Hann tók bókina, sem hann sat með, áður en sezt var að teborðinu og leit ekki upp úr henni. Mínir kraftar voru þrotnir, svo eg staulaðist upp og lagðist fyrir . XXX. Kapítuli Því meir sem eg kyntist heimilisfólkinu í Heiðarbót, því betur féll mér við það. Eftir nokkra daga var mér það batnað, að eg gat verið á gangi úti og inni, talað við stúlkurnar sem þær lysti og verið með þeim að verki eða hverju sem þær tóku sér fyrir. Af þeirri um- gengni hafði eg mikið yndi, eg kyntist í fyrsta sinn á æfinni við fólk á mínu reki, með sama smekk og skoðanir og eg hafði sjálf. Mér þótti gaman að lesa það sem þær lásu, hafði yndi af því, sem þeim var unun að, þótti mikið koma til þess sem þeim lék hugur á. Þær elskuðu sitt heimkynni, og hins sama kendi eg brátt. Það var grátt af elli, þakið langt og veggir lágir, gluggar rifjaðir og furutrén í kring hölluðust öll á sömu hlíð undan vind- stöðunni. 1 húsagarði óx ýviður og steineik, en blóm þrifust lítt eða ekki. Þeim þótti heiðin falleg og dalverpið með mölborinni reið- götu úr frá bænum, sú lá um burknum vaxna bakka og bithaga fellum setta og giljum og gnúpum en á aðra hönd var lyngheiðin, með fénaði á beit, gráum lambám og bústnum dilkum. Þessar stöðvar þóttu þeim ljúflegri en allir staðir aðrir, sem þær höfðu séð. Þetta gat eg vel skilið og fundið. Einveran var há- tíðleg, útsýnið stórkostlegt og mjög breytilegt, kambar og múlar og mosavaxnir kollar og lyng og blómum vaggandi grasbalar. Útsýnið á þetta varð mér eins hugstætt og þeim, í stormi og í logni, í regni og björtu heiðsólar skini, við uppkomu sólar og í sólar setur og í silfruðu ljósi mánans. Innan dyra urðum við rétt eins samrýmd- ar. Þær voru betur að sér en eg en mér varð hugur á að rekja þá kunnáttu, sem þær höfðu náð; eg gleypti { mig bækur sem þær fengu mér að lesa og þótti gott að ræða við þær um efni þeirra á kveldin, það sem eg hafði yfir farið þann daginn. Hugsun feldist við hugsun, skoðun mætti skoðun og í stuttu máli: okkar hugir féllu saman í allan máta. Ef nokkur var foringi í okkar þriggja meyja hóp, þá var Diana það; hún var fríð og mikil fyrir sér; hún var svo þróttmikil, að hana þraut aldrei örugt og aflmikið fjör, svo að mig furðaði stór- um. Eg fjodr mitt leyti gat talað í byrjun vökunnar ,en er frá leið, dvínaði mér fjör og liðugt málfæri og var fegin að setjast á skör hjá Díönu, halla höfði að kné hennar og hlusta á systurnar kanna til fulls það málsefni sem eg hafði aðeins hreyft við. Af Díönu lærði eg þýzku, henni líkaði vel að kenna, mér að læra. Við áttum eins vel saman og verða mátti og því tókst með okkur hin blíðasta vinátta. Þær urðu varar við, að eg kunni að teikna og buðu mér strax sín áhöld, í þeirri íþrótt einni var eg þeim fremri, og við það urðu þær glað- ar. María sat hjá og horfði á mig tímunum saman og að lokum fór hún að læra hjá mér og dugði vel. Með þessu móti liðu dagamir svo fljótt, að vikur virtust ekki dægrum lengri. Um Mr. St. John er frá því að segja, að hann var sjaldan heima; prestakallið var stórt, bygðin dreif og hann sífeldlega á húsvitjunar , ferðum. Hann sat við nám eða bænagerð t eftir fótaferð ,tók svo hatt sinn og fór sína leið með rakkann sinn, að vitja þeirra sém honum þótti þurfa þess við, hvemig sem veður var. Stundum, þegar veðrið var sem verst, skárust systur hans í og vildu halda honum. en þá svaraði hann með brosi, sem varla gat talist glaðlegt: “Og ef eg læt vindgolu eða regnskúr bægja mér frá þessum hægu störfum, hvað myndi það háttalag leiða af sér fyrir þá framtíð, sem eg hefi ætlað mér?” Við það setti þær hljóðar og virtUst verða hugsandi og jafnvel varpa mæðilega öndinni. En fyrir utan fjarvistir hans, var stilling hans og fálæti svo mikið, að erfitt var að verða honurn kunnug. Þó skyldurækinn væri og hreinlífur í huga og hátterni, þá virtist hann ekki, njóta þess léttlyndis, sem ætti að vera umbun hvers sannkristins manns, fyrir dyggilega unnin mannkærleika verk. Á vök- unni sat hann við skriftir og studdi þá oft hönd undir kinn og hugleiddi eitthvað, sem esr vissi ekki hvað var, en af augum hans mátti sjá, að þær hugleiðingar voru hvorki dauflegar né á ringulreið. Honum var öðrr. vísi farið en systrum hans, að því leyti, að fegurð nátt- úmnnar gekk honum ekkl eins nærri og þeim, hann lét að vísu í ljós einu sinni, að honum þótti vænt um hið dökka þak og gömlu veggi, sem hann kallaði heimili sitt, og útsýnið það- | an á múlana, en aldrei virtist hann leita á ; heiðaraar eftir hljóðlausri ró eða þeim þúsund- mörgu dáleikum sem njóta má í skauti náttúr- | unnar. Hann var svo fálátur, að eg komst lengi ; vel ekki að honum til að kanna huga hans. i Eg fekk fyrst ávæning af hugarfari hans, 1 þegar eg heyrði hann flytja stólræðu í fyrsta sinn. Eg vildi eg gæti lýst þeirri. ræðu, en það er mér um megn. Eg get varia lýst því jafn- vel, hvernig hún beit á mig. Hún var skírlega orðuð og stillilega flutt, svo að vel skildist, að ákafanum, sem undir bjó, var vel haldið í skorðum. En orka fylgdi ræðu þeirri, svo að . hjartað komst við og hugurinn undraðist 1 krafta prestsins, en hvorugt mýktist. Hún var ; undarlega bitur en hvorki mild né hughreyst- andi. Harðar ádrepur úr kenningu Kalvins um köllun, forlög og útskúfun, vom tíðar og svo fluttar, að hver setning hljóðaði sem dóms úrskurður. Að þeirri ræðu lokinni þóttist eg ekki betri eftir né rólegri né upplýstari, heldur óumræðilega sorgbitin. Mér þótti sem það málskrúð, sem eg hafði hlustað á, vera sprottið frá því hyldýpi þar sem faldar lægju gruggugar dregggjar svikinna vona, vonlaus eftirsókn eftir fullnæging ílangana, sem sköp- uðu altaf óróa, en fengju aldrei svölun. Eg varð þess vísari, að St. John Rivers, þó hrein- lífur væri, samvizkusamur og áhugamikill, hefði alt um það ekki höndlað þann frið Drottins ,sem enginn skilningur nær að skýra frá hann var engu nær þeim friði, heldur en eg, með minni sáru eftirsjá eftir brotnu skurð- goði og horfinni heiði, en þá sám sorg bar eg í barmi mínum og hafði mig alla við að láta ekki yfirbugast með öllu. Svona leið mánuður, systurnar bjuggust til brottferðar, að taka aftur til að kenna krökk- | um á ríkum hefðar heimilum suður í landi, en húsbændurnir þar voru svo auðugir og stór- látir, að jjeir kunnu ekki að leita eftir né finna kosti þeirra, og mátu þær aðeins eftir hæfileikum til að inna störf af hendi, líkt og eldabuskur eftir því ,hve vel þær kunnu að matreiða eða vinnukonur eftir vekurð til vika. Mr. St. John mintist aldrei á vinnu handa mér, en nú var að því komð að eg þurfti eitt- hvað ráð fyrir mér að gera. Einn morgun vorum við tvö ein í stofu, hann við skrifborð sitt { einu horninu, svo eg gekk til hans, að tala við hann, þó eg vissi ekki vel, með hverjum orðum eg skyldi setja fram eftrleitan mína; það er altaf torvelt, að brjóta þann fálætis ís, sem menn eins og hann leggja yfir sig, en þá tók hann af mér ómakið og ávarpaði mig þannig: “Þú hefir nokkuð við mig að tala, spyrja mig spurningar?” “Já, eg vildi vita, hvort þú hafir heyrt um nokkra vinnu, sem eg gæti tekið að mér.” “Eg fann eða setti ráð til atvinnu handa þér, fyrir þrem vikum, en með því að þú varst ánægð hér og gerðir líka gagn, og systrum mínum var gleði að þinni hérveru, þá þótti mér miður hentugt ,að rjúfa þá þægilegu sam- veru, fyr en þær færu alfamar.” “Og nú eru ekki nema þpr dagar þangað til,” segi eg. “Svo er, og þegar þær fara, flyt eg aftur til prestssetursins í Morton, Hanna fer með mér og þessu gamla setri verður lokað.” Eg átti von á, að hann héldi talinu áfram, en hann þagði og mér sýndist hann vera alt annars hugar, svo eg neyddist til að ympra aftur á því efni ,sem mér reið svo mikið á. “Hvaða starf er það, sem þú hefir auga- stað á Mr. Rivers? Eg vona að þessi dráttur verði ekki til þess, að torveldara sé að ná því.” “Ekki er svo, það er undir mér einum komið að veita það, þitt að þiggja og einskis annars.” Enn þagnaði hann, mér varð órótt, tók viðbragð eitt eða tvö og leit við honum með augnaráði, sem gekk eins haft eftir svari, og gera mátti með orðum, en þótt mín fyrirhöfn væri minni. Hann mælti: “Lítil þörf er þér að reka á eftir, því að satt að segja hefi eg ekkert fýsilegt né févæn- legt að bjóða. Ef þú vilt svo vel gera, þá minnstu þess, að eg sagði skýrt til þess, að liðveizla við þig af minni hendi yrði því lík, er blindur hjálpar lama. Eg er fátækur; þegar öllu er til skila haldið, þá finn eg að allur minn eigindómur, að skuldalúkningu fram farinni, er þetta fomfálega býli, furutrén bakatil, sködduð af veðrum og heiðar táin fram undan bænum með steineikar og ýviðar runn- um. Eg er ekki mikill merkismaður; þó að Rivers ættin sé gömul, þá er nú svo komið, að við systkynin erum einu niðjamir sem eftir eru af þeirri ætt: systur mínar vinna hjá öðrum fyrir sínu viðurværi, þriðji afkomandi ættar- innar lítur á sig sem útlaga sinnar fósturjarð- ar — bæði í lífi og dauða. Já, áUtur sig, má til að álíta sig, sæmdan af því hlutskifti og sækja eftir þeirri stundu, þegar sá krossburður að skilja við alla tímanlega og holdlega fjötra, verður á hann lagður, og þegar hæsti höfðingi hinnar stríðandi kirkju ávarpar hann, sinn minsta þjón, svo segjandi: “Stattu upp og fylgdu mér!” Hann talaði þessi orð með líku móti og hann bar fram ræður sínar, við rólegan, djúp- an málróm, bleikan roðalausan vanga og fránar sjónir. Enn mælti hann: “Og með því að eg er sjálfur fátækur og getusmár, þá get eg ekki annað boðið þér en að vinna við fátækt og fásinni. Þú munt ef til vill láta þér lægingu þykja að þessu verki, því að eg sé að þú hefir það sem kallað er fína siði, hallast til þess að hugsa hátt og hefir umgengist mentað fólk — en mín skoðun er, að engin læging sé að nokkru starfi sem hcrfir mannkyninu til betrunar. Eg held því fram, að því hrjóstugri sem sú jörð er, sem kri'tnum verkamanni er ætluð til ræktunar, því rýrari laun sem hann erfiðar við, því meiri. er sæmdin. Þegar svo er háttað, fellur hon- um í skaut forustan og fyrstu foringjar Krists kenningar voru Postulamir, þeirra stjórnari Jesús, frelsarinn, hann sjálfur.” “Nú? Haltu áfram,” sagði eg. Hann leit við mér, svo sem vildi hann lesa út úr andliti mínu, hvað mér bjó í brjósti, líkt og stafi á bók, niðurstaðan af þeirri rann- sókn kom að nokkru leyti fram í því sem hann sagði næst: “Eg hugsa að þú takir þeirri stöðu, sem ég býð þér og haldir henni um stund, ekki til lang- frama samt, engu fremur en eg get haldið því smáa og smækkandi, rólega og framalausa, embætti sveitaprests á Englandi, því að í eðli þínu er sori sem sífeldlega raskar ró, ekki síð- ur en í mér, þó af sinni tegund sé hvor.” “Seg þú framar,” mælti eg. “Svo skal eg gera, eg skal segja þér hve auvirðilegt mitt tilboð er, óverulegt og krepp- andi. Eg ætla ekki að dvelja lengi í Morton, úr því að faðir minn er fallinn frá og eg ræð mér fullkomlega sjálfur; eg fer líklega áður en ár er liðið, en leggja vil eg fram alla krafta mína, fólkinu til framfara, meðan eg er hér. Þegar eg kom hingað, fyrir tveim árum, var hér enginn skóli, fátæk böm fóru á mis við allar framfarir og von um framfarir. Eg kom á skóla fyrir drengi, nú vil eg setja annan fyrir stúlkur; til þess hefi eg bygt hús- næði, með tveggja stafgólfa sérhýsi handa stúlku til að búa í og munum í, til húshalds, sem Miss Oliver lagði til, af gæzku sinni, hún greiðir skólagjald fyrir munaðarlaust stúlku- barn úr vandalausra hæl með því skilyrði, að hún hjálpi kennaranum til við húsverkin og hirðu skólans. Kaup kennarans eru þrjátíu pund. Viltu taka að þér þá stöðu?” Hann flýtti sér að koma spumingunni út úr sér, eins og hann byggist við að tilboðinu væri hafnað með gremju eða hálfgerðum hryllingi; honum var ekki fullkunnugt hvernig mér var innanbrjósts, þó hann færi nærri um sumt, og því gat hann ekki vitað, hvemig eg liti á hlutverk þetta. Lítil virðing fylgdi því að vísu, en þó framalaust væri, fylgdi því ekki stórmikill vandi; það var ekki áveðra og eg þurfti örugt athvarf, þó því væri samfara lát- laus önn, þá var það frjálst í samanburði við að kenna á ríkisheimili og hræðslan við að þéna hjá ókunnugum hélt sál minni í jám- greipum; það var ekki auðvirðilegt né ærlegri manneskju ósamboðið né þjáandi fyrir hugann, svo að eg réði strax við mig, að taka því. “Eg þakka þér fyrir boðið, Mr. Rivers, og eg tek því feging hendi.” “Þú skilur vitanlega að hverju þú geng- ur?” sagði hann. “Þetta er fátækra aðeins kotabarna skóli, bænda dætra í bezta lagi. Þú þarft ekki annað að kenna en að prjóna, sauma, stafa draga til stafs og reikna. Hvað ætlarðu að gera við lærdóm þinn og íþrótt? Hvað hugsarðu um þann part sálar þinnar, sem mest er um vert: tilfinningar og vit á því sem er fagurt og frítt?” “Geyma þau þangað til á þeim þarf að halda. Þau rýrna ekki.” “Þú veizt þá að hverju þú gengur?” “Veit eg vel,” svaraði eg. Nú brosti hann ekki biturt eða dapurlega, heldur eins og sá sem er mjög ánægður. “Og hvenær viltu taka við stöðunni?” “Eg flyt í húskofann á morgun og byrja skólann, ef þér sýnist svo, í næstu viku.” “Gott er það. Veri það svo.” Hann stóð upp, gekk um þvera stofu, sneri við, horfði á mig og hristi höfuðið. “Hvað mislíkar þér, Mr. Rivers,” spurði eg. “Þú verður ekki lengi í Morton. Nei, nei.” “Hvað kemur til þú segir svo?” “Eg sé það á augunum í þér, þau eru ekki þessleg, að þitt æfiskeið verði slétt og felt.” “Eg er ekki metnaðargjöra.” Honum brá við og tók upp orðið. “Nei, af hverju datt þér metnaður í hug? Hver er metnaðarfullur? Eg veit að eg er svo gerður, en hvernig komstu að því?” “Eg var að tala um sjálfa mig.” “Jæja, ef þú ert ekki til metnaðar gjöra, þá ertu—” “Hvað þá?,”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.