Heimskringla - 01.08.1934, Síða 3

Heimskringla - 01.08.1934, Síða 3
WINNIPEG, 1. ÁGÚST, 1934 HEIMSKRINGLA 3. StÐA P. K. Bjarnason. Að því loknu var fundi frestað til kl. 7.30 síðdegis. Eins og til stóð var annar fundur settur kl. hálf átta á laugardagskvöldið þann 7. For- seti skýrði frá því, að þar sem ritari væri enn ókominn, væri ekki hægt að halda áfram störf- um fyr en næsta dag. Gerði G. O. Einarsson þá tillögu' um að fresta fundi þangað til kl. 9. f. h. næsta dag. Till. var studd og samþykt. Kl. 9 um kvöldið flutti séra Eyjólfur J. Melan erindi, fyrir fullu húsi um ýmsar stefnur nútímans. Væntanlega birtist erindi þetta síðar á prenti. P. S. Pálsson lagði til, að fyrirles- aranum væri greitt þakklætis- atkv. fyrir sítt ágæta og tíma- bæra erindi. Tillagan var studd og samþ. með lófataki. Þriðji fundur var settur kl. 9. f. h. 8. júlí. Skýrsla frá umsjónarmanni Sdsk., Guðm. Eyford, sem ekki var mættu'r, var lesin. Th. Borgfjörð lagði til, að sunnu- dagaskólanefnd sé sett á þing- inu, meðal annars til að athuga skýrsluna. Tillagan var studd af P. S. Pálssyni og samþykt. Þá lagði séra Philip M. Pét- ursson fram skýrslu nefndar, sem unnið hefir að því að láta prenta skírnar — fermingar — og giftingarvottorð. Skýrslan var samþykt í einu hljóði. Féhirðir, P. S. Pálsson, las því næst fjárhagsskýrslu félagsins. Var hún fengin fjármálanefnd til íhugunar. Ennfremur var lögð fram skýrsla yfir sölu sunnu'dagaskólabóka á tímabil- inu frá 1923—1933. Var hún einnig fengin fjármálanefnd til íhugunar. Þar næst var fjármálanefnd sett, og voru þessir settir í hana: Jóhann Sæmundsson Sveinn Thorvaldson Mrs. Guðrún Johnson Jón Guðmundsson J, B. Skaptason Björn Björnsson Jón Kristjánsson Fundi frestað til kl. 4. síð- degis. JQ. 2 síðdegis fór fram guðs- þjónusta. Séra Guðm. Árnason prédikaði. ] Fjórði fundur var settur kl. 4. e. h. 8, júlí. | Ritari las fuhdarbók hinna þriggja fyrstu funda og var hún samþ, J. B. Skaptason las skýrslu fjármálanefndar og var hiún samþykt óbreytt. Tillögur fjármálanefndar eru á þessa leið: 1. Samkvæmt yfirskoðaðri skýrslu féhirðis, á félagið nú í sjóði $245.85. 2. Nefndin leggur til að stjórnarnefnd félagsins geri upp |reikning við Winnipeg söfn. við- víkjandi því sem nú telst til skuldar hjá honum fyrir prest- þjónustu 1932—1933. 3. Nefndn leggur til að $10.00 gjald, er borgað var tjf A. U. A. 1933 fyrir hönd Lund- ar safnaðar (og sem af mis- gáningi var tvíborgað) sé ekki lengur talið þeim söfnuði til skuldar. 4. Nefndin álítur, að öll ár- leg safnaðargjöld til A. U. A. ætti að borgast af söfnuðunum til féhirðis kirkjufélagsins, og að hann svo gjaldi þau til A. U. A. í tæka tíð. 5. Skýrsla fyrverandi bóka- varðar sdsk. var íhuguð, og leggur nefndin til að núverandi bókaverði sé falið að skrifa hlutaðeigandi söfnuðum og biðja þá um að gera skil á úti- standandi bókum eða andvirði .þeirra. 6. Nefndin leggur til, að fyr- verandi bókaverði séu greiddir $37.87 sem fullnaðarborgun fyr- ir starf hans. 7. Sökum aukinna þarfa kirkjufélagsins í sambandi við útbreiðslumál og önnur störf, álítur nefndin, að söfnuðurnir ættu að vera hvattir til að auka ártillög sín til félagsins. Undirskrifaðir: Sveinn Thorvaldson, Björn Björnsson Jóhann Sæmundsson Jón Kristjánsson J. B. Skaptason Jón Gumundsson Guðrún Johnson. Ágúst Eyjólfsson bar því fram dagskrárnefndar álit í 9 liðum. Til þess að íhuga mál þau, er nefndin lagði til að tekin væru fyrir, voru' þessar nefndir settar: Útbreiðslu- og prestþjónustu- mál: Séra E. J. Melan Jón Sigvaldason Séra Philip M. Pétursson Fjármálanefnd áður skipuð. Sunndagsskólamál: Séra Philip M. Pétursson G. O. Einarsson Ólína Thorvaldson Sálmabókarnefnd: Séra Eyjólfur J. Melan Frank Olson P. K. Bjamason Séra J. P. Sólmundsson bað sér hljóðs og mælti nokkur orð til þingsins um þýðingu og við- hald íslenzkrar tungu. Þá var fundi frestað til kl. 10. f. h. þann 9. júlí. Kl. 9. á su'nnudagskvöldið flutti séra Philip M. Péturssoa erindi um “Religion”. Erindið var á ensku og verður ef til vill birt síðar í íslenzkri þýðingu. Margt manna hlýddi á erindið. Á eftir töluðu J. P. Sólmunds- son, G. O. Einarsson og G. Ámason og mæltist þeim öllum vel. G. O. Einarsson lagði til að fyrirlesaranum væri greitt þakkaratkvæði og var það gert með því að fólk reis út sætum sínum. Framh. “Endurminningar” FriSriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum viS Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróöleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. OOMPLIMENTS Winnipeg Cold Storage Company Limited Coraer Salter and Jarvis Streets * Leon Chechik, Managing Director. WINNIPEG, Manitoba HAFIÐ I HUGA Hreinindi ölsin og ölgerðarinnar 42 ÁR ÚR SÖGU VESTURLANDSINS ST0FNAÐ 1892 Tölumar á þessari mynd Sýna greinilega vöxt og viðgang Great West Life félagsins á minna en hálfri öld í Vesturlandinu. Það er Winnipeg stofnun, sem með hagsýni og góðri stjórn, hefir orðið ein af stærstu peninga- stofnunum Canada, og sem hefir lagt drjúgan skerf til þroska og velferðarstarfs landsins. Félagið hefir skrifstofur í nálega hverri borg, er nokkuð kveður að í Canada og í fimm stórborg- um í Bandaríkjunum. Fjárhagur þess er í dag traustari en nokkru sinni fyr. As at Dec. 31st 19’? "► $552,294,000 1923 ■» $353,829,000 .As al Dec. 31st 1933 $139,823,000 As at Dec. 31st 1933 $134,762,000 1923 1913 + 1903 1923 1913 1903 V ASSETS 1913 $ 97,048,000 1903 $ 17,610,000 kPAYMENTS TO POLICY- k HOLDERS INSURANCE IN FORCE THE GREAT-WEST LIFE assurakice companv HEAD OFFICE WINNIPEG - CANADA íslenzkur umboðsmaður B. DALMAN, SELKIRK, MAN.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.