Heimskringla - 01.08.1934, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.08.1934, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. ÁGÚST, 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi “Næm á tilfinningar annara og mjög til þe:is lagin, að láta þær fá á þig. Eg veit fyrir víst, að þú gerir þig ekki ánægða með til lengdar, að eyða þínum næðistundum í ein- veru og verkastundum í starfi, sem er til- breytingalaust og alls engin hvatning eða upp- örvun er samfara.” Hér herti hann á sér: “Ekki fremur en eg get gert mig ánægðan með að lifa hér grafinn í fen, kvíaður í hóla- kreppu, í bága við það eðli sem guð gaf mér, við visnun þeirra gáfna sem mér voru gefnar af hæðum. Nú máttu heyra hve sundurleitt er mitt far. Eg brýndi það, að vera ánægður með kjör sín, þó lítilmótleg væru og hrósaði jafnvel köllun þeirra sem saga við og bera vatn í þjónustu drottins — eg, hans vígður þjónn, tala næstum því óráð af eirðarleysi. Hana nú, tilhneigingar verða að sníðast eftir réttum reglum, með einhverju móti.” Hann snaraðist út úr stofunni. Á þessari litlu stundu kyntist eg honum betur en á undanfömum mánuði, en samt gat eg ekki botnað í honum. Systurnar urðu þögulli og dapurri, því nær sem leið að heimanförinni; þær reyndu báðar að leyna því, en tókst ekki. Diana lét á sér heyra, að viðskilnaður systranna við heimilið yrði með öðru móti en áður, þær mundu ekki sjá bróður sinn aftur í mörg ár, kannske aldrei. Hún tók svo til orðs: “Hann mun alt leggja í sölunrar fyrir þau ráð, sem hann hefir lengi búið yfir: kærleik til skyldra og enn sterkari hvatir. St. John virðist vera stiltur, Jane, en hann felur mikla óró innra með sér. Þér mun lítast svo, sem hann sé stiltur og mildur, en í suma staði er hann ósveigjanlegur eins og dauðinn, eg get ekki samvizku minnar vegna talið honum hughvarf, og því síður láð honum. Hans ráöagerð er göfugmannleg og réttkristi- leg en mér til mikillar mæðu og hugarangurs.” Hennar fögru augu fyltust af tárum. María beygði sig yfir vinnu sína. “Við erum nú búnar að missa hann pabba okkar; heimilis og bróður verðum við bráðum án,” mælti hún í hálfum hljóðum. í þessu bili kom prestur að með bréf nýkomið í hendinni. “Jón móður bróðir okkar er dáinn,” sagði hann. Þær setti hljóðar. Diana leit við bróður sínúm. “Og hvað svo?” sagði hún í lágum rómi. “Hvað svo, Diana,” svaraði hann, stiltur «ins og vant var. “Hvað svo? Nú — ekkert., Lestu.” Þar með rétti hann henni bréfið. Þær lásu það þegjandi og réttu honum aftur. Þau litu hvert á annað og brostu, heldur dapur- lega. . “Amen. Við komumst af samt,” sagði Diana að lokum. “Að minsta kosti erum við ekki fátækari eftir en áður,” sagði María. “En það herðir á húganum, að ímynda sér hvað verða mátti, og að bera það saman við hitt, sem er,” svaraði hann, Iæsti bréfið ofan í púlt og gekk burtu. Eftir þetta varð hljótt í æði langan tíma, en er frá leið sögðu þær mér hið ljósasta af, að þessi móðurbróðir þeirra, hinn nýdáni, hefði valdið eignatapi föður þeirra með því móti, að ráða honum til að hætta miklu fé til gróðabragða. Þeir skildu reiðir, en eftir það græddi móðurbróðirinn mikið fé; faðir þeirra treysti því altaf ,að hann myndi arfleiða börn sín, því hinn átti hvorki konu né börn og aðeins einn erfingja þem jafnskyldan. En nú hermdi hin nýkomna frétt, að sá erfinginn hlaut allan arfinn, en systkinin aðeins þrjátíu gullpeninga, er skiftast skyldu milli þeirra til að kaupa fngurgull til minja um hinn látna. “Hann átti vitaskuld með að gera af sínú hvað hann vildi, en við áttum á meiru von og því erum við dauf í dálkinn. Við María hefðum þózt ríkar af þúsund gullpeningum hvor og St. John hefði komið næsta vel að fá þau efni til góðgerða sinna.” Svo talaði Diana, blátt áfram og stillilega og þar með var því máli lokið. Morguninn eftir fór eg frá Mýrabotni til Morton, systumar héldu búrt næsta dag og vikuna á eftir fluttist Mr. Rivers og Hanna gamla til prestsetursins í Morton, en hið forna býli var í eyði. XXXI. Kapítuli Nú var eg loksins búin að fá heimili útaf fyrir mig, þó kotalegt væri, lítil stofa með borði og fjórum máluðum stólum og sandi á gólfi, klukku, skáp með nokkrum diskum í og hyllu fyrir matvæli. Stigi lá upp í svefnher- bergi með rúmstæði úr ómáluðum borðum, kista var þar með draghólfum, og þó lítil væri, var hún of stór fyrir mín plögg, enda þótt aukin væru að drjúgum mun af gjöfum frá systrunum. Nú er komið kveld. Eg er búin að senda burt vikastúlkuna vandalausu, með orange í kaupgjalds stað og settist einsömul við mína arinhellu. Þann sama morgun hafði skólinn byrjað með tuttugu námsmeyjum; þrjár af þeim þektu stafina, hinar ekki, þó nokkrar» kunnu að prjóna, fáeinar að halda á nál. Þær tala svo fáránlegar mállýskur, að eg á bágt með að skilja þær og eg held að.þær skilji varla hvorar aðrar. Sumar eru illa vandar, hrottalegar og óþýðar ekki síður en fávísar; en aðrar þýðlegar og námfúsar og láta vel að tilsögn. Eg má ekki gleyma, að þessar durnalegu kota telpur eru af holdi og blóði eins göfugu og afkvæmi þeirra, sem rakið geta ættir um fíruga forfeður til forneskju, og að fræ til afbragðs gáfnafars, skírlætis, vits- muna, góðvildar eru eins líkleg til að felast með þeim eins og í hjörtúm þeirra, sem af göfugasta bergi eru brotnar. Mitt ætlunar- verk verður, að þroska þau fræ og sannarlega ætti eg að finna til nokkurrar sælu, af að uppfylla þá skyldu. En mikilli ánægju á eg ekki von á af þeirri æfi sem nú blasir við mér, en vafalaust svo mikilli, ef eg stjórna hugarfari mínu og beiti kröftum mínum eins og eg á að gera, að mér endist til fjörs við- urhalds og dagláta. En ef satt skal segja, þá var eg alt annað en kát og vel glýjuð þennan skóladag; innan þeirra lágú, beru veggja þóttist eg einmana og yfirgefin, eg lét mér lægingu þykja að stöðunni, svo heimsk var eg. Eg gat ekki að því gert, að eg var yfirkomin af fávísi, fátækt og dónaskap alls sem eg sá og heyrði í kring um mig. Eg veit að það hugarfar var rangt, og þá er nokkuð unnið, eg mun leitast við að breyta því. Eg treysti því að á jnorgun muni mér betur falla og'eftir mánuð muni eg kenna hvorki lægingar né hrellingar. Svo kann að fara, að éftir fáa mánuði þyki mér svo vænt um að sjá framfarir og breytingar til batnaðar á skólafólki mínu, að núverandi óbeit mín hverfi fyrir ánægjunni af árangrinum. En nú vil eg spyrja sjálfa mig þessarar spurningar: Hvort er betra, að láta undan freistingu, hlýða fortölum girndar, leggja ekk- ert að sér, heyja ekkert stríð, heldur hníga mótstöðulaust í silkisnöruna, falla í blund á þeim blómum sem er stráð yfir hana, vakna í suðrænni mollu, í dýrðlegu skarti og hóf- lausri hýbýla prýði —: Að dvelja suður á Frakklandi sem fylgikona Mr. Rochesters, aðra stundina óð af ástar bríma hans, því að hann — ó, hann hefði elskað mig dátt um tíma. Honúm þótti fjarska vænt um mig — aldrei framar mun nokkur elska mig svo heitt. Eg mun aldrei framar fá að reyna þá ljúfu lotningu sem fegurð er veitt, æsku og þokka — því að aldrei mun nokkrum öðrum sýnast svo, að eg hefi þá kosti til að bera. Hann elskaði mig og þótti mikið til mín koma, svo mun engum öðrum karlmanni finnast nokkurntíma framar. En hvað er eg að fara með, og umfram alt, hverjar eru mínar til- finningar? Hvort betra er, spúrði eg, að vera þý í fábjána paradís í Marseilles, ær af ástum aðra stundina, hina á kafi í blygð og eftirsjá — ellegar að segja krökkum til, frjáls og með góða samvizku, í vindgum hvammi í hraustu hjarta Englands? Já, nú finn eg glögt, að eg gerði rétt, þegar eg fór eftir settum siðum og lögum og forsmáði og braut á bak aftur örvita ílanganir stundar ástríðu. Drottinn stjórnaði mér til að kjósa það sem rétt er. Hans forsjón þakka eg fyrir þá leiðbeining. Nú er hugleiðingúm mínum var hér kom- ið þetta einveru kvöld,’ stóð eg upp, gekk til dyra og horfði á sólsety^þessa uppskeru dags, á mannlausa haga og sáðreiti er blöstu við frá skólahúsinu, en þaðan var um hálfrar mílu vegur til þorpsins. Eg hlýddi til fuglanna kvaka í logninu og döggfallinu. Eg þóttist sæl og varð sjálf hissa þegar eg fór að gráta — og af hverju? Útaf þeim dapra dómi sem aðskildi mig og minn herra; hann myndi eg aldrei sjá framar, vonlaus harmur og trylt reiði út af hvarfi mínu mættu vel snúa honum af réttri leið, svo langt, að engin von væri til að beina leið hans áður lyki. En er eg hugsaði til þessa, sneri eg frá prýði kveldloftsins og hinum afskekta Morton dal, afskekta segi eg, vegna þess að í bugðu dalsins sem blasti við frá skólanum, sá aðeins kirkjuna og prests- setrið, fast að því falið í skógi, og lengst burtu sá á þökin í Vale Hall, þar sem hinn auðúgi Mr. Oliver bjó með dóttur sinni. Eg tók höndunum fjrrir augun og hallaði höfði að grjótkampi kothýsisins. Þannig stóð eg þar til eg varð vör við rakka prestsins og sá hann sjálfan hallast fram á gerðis hliðið; hann var alvarlegur á svip og horfði á mig líkt og honum mislíkaði. Eg bauð honum inn. “Nei, eg má ekki standa við, eg kom hérna með böggul, sem systur mínar skildu eftir handa þér. Eg held að það sé stokkur með litúm og skúfúm og pappír til að teikna á.” Eg gekk til hans að taka við bögglinum og þeim velkomnu gjöfum. Hann gáði vel framan í mig og mun hafa séð að eg hafði verið að gráta. “Hefir þér reynst verkið þyngra fyrsta daginn, heldur en þú áttir von á?” spurði I hann. V “Ó, nei! Alls ekki, eg hugsa að mér tak- ist vel að koma mér saman við námsfólkið.” “Má vera, að þú hafir átt á betra húsnæði von og húsbúnaði, sem vitanlega er í fátæk- legra lagi, en —”, hér tók eg fram í. “Húsið er hreint og heldur vatni og vindi, húsmunirnir nægjanlegir og hentugir. Alt það er eg þakklát fyrir og alls ekki óánægð með. Eg er ekki með öllu svo örvita né svo til munaðar gjörn að eg sakni sárlega, að ekki skuli vera gólfteppi, hægindi og silfúr- borðbúnaður í stofum mínum. Þar að auki eru ekki nema fimm vikur síðan eg átti ekki neitt og flakkaði sem öreigi; nú hefi eg eignast kynni, heimili og atvinnu. Eg dáist að gæzku guðs, örlæti vina minna og er hissa á hvað minn hlutur er stór. Eg mögla sannarlega ekki.” “Eg hefi varla haft tíma til að koma mér niður, því síður til að verða óróleg af einveru.” “Jæja, eg vona að þú sért eins ánægð og þú lætur. Það er hvort sem er of snemt, að gefa sig á vald kvíðans eins og kona Lots, það sérðu sjálf. Eg er vitanlega ókunnugur því sem þú varst vön við, áður en eg sá þig, en það vil eg ráða þér, að taka hart á móti hverri freistingu til að líta aftur. Stund- aou þá stöðu sem þú hefir, að minsta kosti í nokkra mánuði.” ' “Það er það sem eg ætla mér að gera,’’ svaraði eg. Hann mælti: “Hörð er sú vinna, að hemja tilhneigingar 'sínar og sníða náttúru stakk; en eg veit af reynslunni,,að þetta má gera. Guð hefir veitt oss, að vissu leyti, orku til að ráða forlögum vorum. Þegar vilji vor stefnir á þá leið, sem vér megum ekki fara, og hreysti vor virðist heimta atbeina sem fæst ekki, þá erum víIj ekki þar fyrir neydd til að dragast upp af Veikleika né standa kyr í örvænting; við verð- úm aðeins að leita huganum annarar næring- ar, sem er eins sterk og sú bannaða er — og ef til vill hreinni og hollari, og ryðja förlum fæti eins beina braut og breiða og sú var, sem mótlætið hlóð fyrir, þó ósléttari kunni að vera. “Fyrir ári síðan var eg sjálfur næsta aumur og ófarsæll af þvi að mér þótti sem mig hefði glap hent, að gerast prestur: skyld- urnar voru einstrengingslegar og mæddu mig svo, að eg þóttist ekki geta við þær unað. Mig dauðlangaði í þær athafnir sem starfað er að í veröldinni: letra verk skálda, íþróttir leikamanna, ræðu skörunga, alt þótti mér fýs'ilegra en prests staðan; jú, undir hempunni bar eg hug til stjórnmála þreps, vopnabúrðar soldáta, til frægðar, valda. Eg athugaði: æfi mín er svo aum, að ekki er nema tvent til, breyta henni eða deyja. Eftir langa glímu og mikið myrkur, kom ljós og lið: mín aðkrefta tilvera þandist skyndilega um endalausar flat- ir, kraftar mínir heyrðu köllun af hæðum að rísa upp, taka á öllu afli, þenja út vængina og gæða rásina langt um sjóndeildarhring. Drottinn hafði erindi handa mér, og til að bera það langt og skila því vel þurfti hreysti, kjark og málsnild, það bezta sem soldáti, skörungi til stjómar og ræðugarpi er lagið, en þeir kostir hafa sína miðju í traústum trúboða. “Eg réð með mér að gerast trúboði. Eftir það skifti um skap fyrir mér, fjötrar leyst- ust og hrundu af hverjum mínum hæfileik, svo að ekki urðu eftir nema meiðslin undan þeim — en þau græðast aðeins með tíð og tíma. Faðir minn lagðist á móti þessu ráði, að vísu, en nú, að honum látnum, er engin lögmæt fyrirstaða því til tálmunar. Miklu er ekki að ráðstafa, fá annan prest hingað, rjúfa flóka einn eða tvo, viðkvæma af tilkenn- ing, en í þeirri lokaglímu við mannlegan veikleika veit eg að sigurinn er mín megin, því að eg hefi strengt heit, að þeim sigri skuli eg ráða, svo fer eg burt úr Norðurálfu til Austur- landa,” Þetta talaði hann með þeirri stillingu, sem honum var eiginleg, lágum rómi og þó skörulegum og er hann lauk máli sínu, horfði hann mót sólarsetri eins og eg, við snerum baki við götúslóðanum sem lá upp frá hliðinu og heyrðum aðeins niðinn af straumvatni. úr dalbotninum, því brá okkur við er sagt var glaðlega með raust sem var skær og mjúk eins og hljóð í silfur bjöllu: PlONEERS The dauntless spirit of the lceíandic settlers in Cartáda is fittingly commemorated by those who have profited by their example and built on their foundations. BECAUSE— THE FOUNDATIONS WERE WELL AND TRIILY I.AtD! Ag the greatest problems of this present era have been economic, so the pioneer-hero of today and ithe new tomorrow is the Man of Business. » Only the trained worker can become the significant executive, the man who influences the tone of business and destinies of his fellow-men. Change is inevitable. The untrained, unprepared man or woman always loses out; but to one who úndei’- stands the real principles of business, chgnge brings new opportunities. If you would make your work rígnificant, be sure that THE FOUNDATIONS OF YOUR BIISINESS LIFE ARE WELL AND TRULY LAID! at the DOMINION BUSINESS COLLEGE The Pioneer School of Commerce Main School and Offices on the Mall — Phone 37 181 The DOMINION has been the first to extend business training facilities in Winnipeg for the convenience of residents in Elmwood — Kelvin Street and Mclntosh Avenue St. James — Portage Avenue at College Street St. John’s — 1308 Main Street (near Maohray Avenue)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.