Heimskringla - 01.08.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.08.1934, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEI MSKRINGLA WINNIPEG, 1. ÁGÚST, 1934 Hcrntðkrtngla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikucLegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyrlrfram. Allar borganir sendiat: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Teleptoone: 86 537 WINNIPEG, 1. ÁGÚST, 1934 ÞJÓÐHÁTÍÐ 1874 Á morgun eru rétt sextíu ár síðan ís- lendingar héldu sína fyrstu almennu þjóð- hátíð. Voru þá *liðin eitt þúsund ár frá því föst bygð hófst á íslandi — frá land- nám! Ingólfs Arnarsonar. Réttara sagt landtöku Ingólfs því það var þrem árum síðar að öndvegis súlur hans fundust og hann bygði bæ sinn í Reykjavík. Þessa hátíð sótti Kirstján konungur níundi og færði þá íslandi sína fyrstú rituðu stjóm- arskrá. Var eg ekki fullra fimm ára þegar þetta var og man því ekki glögt alt er fram fór. í Loðmundarfirði var hátíðin haldin í Álfasteinunum sem kallaðir eru. Það eru steindrangar furðú háir sem standa á hárri brekku yst í Úlfstaðalandareign. Eru þessir “steinar” hið mesta náttúru- furðuverk og útsýn frá þeim undur fögur og tilkomumikil. í>ar er Karlfell í norðri hátt og hrikalegt minti mig á afarstórt naut. Herfell í norðvestri, hvassbrýnt og harðneskjulegt. Breiðafjall í suðvestri heldur góðlegt og hálf einfaldlegt, en Gunnhildin í súðaustri, grannleit, há og tignarieg. Upp af Álfasteins brekkunni er ljómandi falleg, skógi vaxin hlíð, sem ávalt er kölluð “hálsinn”, en fyrir neðan rennislétt héraðið til beggja handa. EJftir því rennur Fjarðaráin í stórum bugðum, ýmist með djúpum hyljum, þunglyndisleg og víðsjárverð, eða á brotum breiðleit og brosandi með miklu málæði. Svona er áin út í sveitinni, en inni í Bárðarstaða dalnum, þaðan sem hún kemur er hún alt öðruvísi, þar vildi hún öllu ráða, að mér fanst hentist áfram stall af stalli með hávaöa og illindúm við menn og skepnur. Þar var eg hálf smeikur við hana enda ekki tíu ára þegar eg sá hana síðast. Rétt utan við Álfasteinsbrekkuna er hár og fallegur foss þar sem Nordalsáin steypist ofan í héraðið. Er svart gljúfur fyrir neðan og eini gróður njólar í ein- staka bergholu. Þjóðhátíðardaginn 2. ágúst 1874 var , flaggstöng reist upp á hæsta Álfasteinin- um og þar á dregið upp flagg sem faðir minn átti. Það var ekki fálkaflaggið, sem hafði þó verið viðtekið á Þingvalla- fundinum árið áður; en líklega eitt af þeim prufúm sem um var að velja þegar fálkaflaggið var viðtekið. Það var mjög líkt gríska flagginu nema að bláu bekk- irnir voru aðeins þrír en þeir hvítu tveir og stór hvít stjarna var í bláa ferhyrn- ingnum í efra stangarhorninu. Annar viðbúnaður var ekki við hafður nema að hlóðir voru reistar til að hita kaffi, sprek og lyng var alt í kring að fá til eldiviðar. Veðrið þennan dag var, í Lioðmundar- firði hlítt og stilt en þykt loft og sá ekki til sólar allan daginn; þó rigndi ekki fyr en um nóttina eftir. Við hátíðahaldið voru langflestir íbúar sveitarinnar en engir aðkomnir svo eg tæki eftir. Þar var Jón Ögmundsson á . Bárðarstöðum, bústinn og bóndalegur, kona hans Anna Katrín og synir Þórar- inn og Jón, Árni á Árnastöðum, heldúr smár og nettur, kona hans Þorbjörg, stærri og föngulegri. Föðursystir bæði Kristjáns Paulsons á Gimli. og Stefaníu Paulson í Winnipeg, líka dætur þeirra hjóna, Sigríður og Una. Þá voru foreldr- ar mínir, börn og vinnufólk sem eg man nú ekki eftir nema Þorleifi Jóakimssyni Jackson og Guðnýu systur hans. Prestur- inn séra Finnur á Klyppstað, einrænn nokkuð en mikili latínuhestur, kona hans maddama Ólöf og böm, Kirstín, kona Gunnars Sveinssonar hér í Winnipeg og Seattle og Jón síðar prestur á Hofi í Álftafirði, nú á Djúpavogi. Frá Klyppstað komu líka Pétur Pálsson, fyrri kona hans Guðrún og böm þeirra, Kristján, borgar- stjóri á Gimli, Björg og Guðmundur. Þá var Stefán Gunnarsson í Stakkahlíð, hár og höfðinglegur (bróðir séra Sigurðar á Hallormsstað og Gunnars á (Brekku, föður séra Sigúrðar í Stykkishólmi og afa Gunnars Gunnarssonar rithöfundar), kona Stefáns, Þorbjörg og dætur margar, hver annarí efnilegri. Líka Einar Sveinn maður Ingibjargar Stefánsdóttur. Einar á Sæfarenda, heldur úðalegur og kona hans Sigríður, bjartleit og fyrirmannleg, einnig synir þeirra Sigurður og Finnur, þá ungir og upprennandi, sterkir og góðir glímumenn. Metúsalem og Guðrún frá Hjálmarströnd og böm þeirra, þar á meðal Grímur, faðir Lofts Mathews og þeirra systkina. Þá Jóhann á Seljamýri nokkuð hvasskeytur og ferðmikill en góð- ur drengur undir niðri og synir hans Sveinn og Snæbjörn, sem enn á heima hér í Winnipeg. Þá Rustikus á Nesi, (stuttur og raúðskeggjaður í svörtu'm spjaldabuxum, minti mig einhvem vegin á Óðinn og kona hans Una. Þaðan h'ka Valtýr Valtýrsson, faðir Helga Valtýrs- sonar og Helga kona hans dóttir Rusti- kusar, einnig systir hennar Þórunn, sem mér leizt vel á þó ungur væri; og Guðrún Torfadóttir síðar Sigurðson, nú til heimilis á Lundar, Man. Loks var Ólafur í Hjáleigu kona hans og börn hennar, þar á meðal Jóhann og Gunnar Oddsynir, báðir í Norð- ur Dakota, ‘einnig Grímur sonur Ólafs. Ekki er eg nú viss um að alt þetta fólk hafi verið á þjóðhátíðinni en flest af því mnn hafa þar verið og aðrir fleiri er eg ekki man upp að telja. Eitthvað var um söng og ræðuhöld þennan dag. óljósa minnismynd hefi eg af föður mínum þar sem hann stendur og heldur ræðu en ekkert orð man eg af henni enda var eg einrænn, dagdraúma- barn og fór oft minna ferða en hér var margt að sjá. Líka var sjálfsagt glímt, komið í hafnaleik, skolla- leik, halaleik (crack the whip) og fleiri leiki. Nokkrir piltar höfðu byssur með sér og skutu af þeim við og við. Eg gekk til eins þeirra or sat og handlék byssu sína. “Er hún skothörð”, spurði eg með spekingssvip. “Svo að skotið gæti farið í gegnum mig og þig og alla leið yfir í Gunnhild”, var svarið. Þetta skyldist mér að mundu vera ýkjur og þagði. Alstaðar var góðgerðir að fá, fullar kaffikönnur í hverju horni með nógum bakningum. Líka töluvert í staupinu. Þótti mér það vont en Birni bróður mín- um gott, vildi fá “stórt staup” þó aðeins væri ný byrjaður fjórða árið. Hlógu menn að þessu, enda var Björn drengur sem gaman var að þó ekki væri hár í lofti á þeim dögum. Alt fór vel og skipulega fram og engan sá eg að marki ölvaðan nema einn mann á leiðinni heim, lá hann við lækjasprænu og seldi upp. Hvernig var fólkið klætt? í einu orði sagt, það var alt dökkklætt. Karlmenn í svörtum dökkgráúm eða sauð- mórauðum fötum. Uppvaxið kvenfólk alt í svörtum peysufötum með ýmist ein- litar eða röndóttar svuntúr, silkislifsi um hálsinn og hvítt peysubrjóst. — Skotthúfurnar voru eins og þær eru enn. En áður höfðu tíðkast stærri húfur sem náðu ofan fyrir hnakkann. — Sá eg eina gamla konu með þvílíka húfu, en þær þóttu mjög svo gamaldags og voru kallaðar “kæpur”. Eg man ekki eftir nokkru fati með rauðum lit nema hárauðu prjónavesti sem móðir mín var í í staðinn fyrir sjal, sem margar konur höfðu. En sjölin voru líka dökkgrá eða móleit þó sum hefðu lítið eitt ljósari bekk í kring. Frönsku (paisley) sjölin sem fórú að tíðkast fáum árum eftir að þetta var, sá eg ekki við þetta tækifæri. Svo að segja var alt fataefni heima- unnið. Það var vaðmál í nærfötum og utanhafnarfötum fullorðinna en einskefta og stundum lóreft í kjólum hálfvaxinna meyja, mjlli skyrtum karlmanna )eða nærfötum kvenna og barna. Alt var þetta vel unnið og áferðarsiétt með Múla- sýslu svip eins og séra Sigurður Gunnars- son segir prest einn á Suðúrlandi hafa komist að orðið árið 1864. Enginn hafði hvítan kraga, ekk-i einu sinni presturinn, svo eg muni, en margir höfðu brjósthlífar og nokkrir svarta slikiklúta um hálsinn sem þá var siður, langflestir ullartrefla. Menn báru ýmist húfur eða hatta, færri þó hatta. En það man eg að maðurinn er eg sá við lækinn á leiðinni heim, hafði svartan hatt, barðastórann. Allir voru á heimatilbúnum skóm, flestum bryddúm. Aliar gamiar konur sem eg man þá eftir tókú í nefið en engin kona miðaldra eða yngri. Enga konu sá eg reykja í ung- dæmi mínu, enda sáust vindlingar þá ekki og vindlar mjög sjaldan. Nokkrir karl- menn reyktu pípu en hinir voru þó miklu fleiri sem tóku upp í sig. Þóttust drengir töluvert miklir menn, þegar þeir fóru að “spýta mórauðu”. Lang flestir komu ríðandi til hátíðar- innar en við frá Úlfstöðúm vorum svo nærri að við gengum. Móðir mín lagði á stað um morgunin með okkur syni, sína, sinn við hvora hönd. Bar ekkert til tíð- inda á leiðinni nema það að við komum að Keldudragi sem kallað var “Vikið” og vildi þá hvorugur bíða meðan hinn væri yfir borinn. Enti þetta með því að eg stiklaði sjálfur yfir kelduna og þóttist góður af. Það er farið að skyggja að, og enn er þykt loft. Flaggið komið niður af st/öng- inni og flestir farnir heim til sín. Eg stóð úndir hæsta álfasteininum. — Tvær systur mínar koma, taka sín í hvora hönd Bjamar bróðúr míns og leggja af stað heim. Sé eg enn baksvip- inn þar sem þau þrjú tifa ofan hallann. Bjöm var vel málhreyfur og ekkert slúskaður eftir alt slarkið. Miðja vegu á leiðinni heim voru æfa gömul tóftarbrot kallaðir Grímstaðir, var sagt að þar hafi einsetumaður búið einhvemtíma í fymd- inni. Þar þekti Bjöm sig, varpaði mæði- lega öndnni og sagði: “Logðind komin heim”. Höfðum^ við krakkar þetta á milli tannanna lengi eftir þetta. Ekki man eg hverjum eg var samferða heim en einhver af fjölskyldunni hefir það verið. * * * Þennan sama dag héldu Islendingar sína fyrstu þjóðhátíð í Vesturheimi og var það í borginni Milwaukee í Wisconsin ríki. Þangað hafði komið dálítill hópur af íslendingum tveim árum áður og hafði bæzt við þann hóp nokkuð í millitíðinni. Voru þeir þó eðlilega sárfáir til þess að takast hátíðahald á hendur. En þó þeir væru fáir var mannvalið því betra. Þar voru þeir nafnar Jón Bjarnason, síðar prestur og forseti Lúterska kirkjufélags- ins og Jón Ólafsson, ritstjóri, báðir ungir og fullir fjörs og dugnaðar; Páll Þorláks- son síðar prestur og stofnandi Dakota ný- lendunnar; Niels Steingrímur bróðir hans, sem líka varð prestur og er enn hinn ern- asti, Páll Björnsson Péturssonar, greind- ur og glæsimenni, sem hann átti kyn til að rekja, þótti hinum fræga svisslenzka lækni Dr. Senn (eldra) í Chicago svo mikið til hans koma að hann hjálpaði honum til að komast í gegn um lækna- skóla. Varð hann svo læknir í Minnesota en dó ungúr. Þá var Hans Thorgrímsen frá Eyrarbakka annað glæsimennið frá, með marga góða hæfileika, sem síðar varð prestur og lifir nú í hárri elli í Grand Forks, N. D. Þá Ámibjöm Svein- björnsson bróðir tónskáldsins S. Svein- björnssonar. Varð Ámibjörn síðar lækn- ir og lifir enn í ríkinu Utah í Bandaríkj- unum. Þá var þar og ólafur Ólafsson, spekingurinn frá Espihóli, sem dó hér í Winnipeg fyrir nokkrum árum síðan. Líka Friðrik Sveinsson, sem var þar ungur drengur með fóstra sínum Ólafi Ólafssyni. Fleiri mætti upp fcelja ef eg vissi eða myndi nöfn þeirra. Fór hátíðin hið bezta og myndarlegasta fram og er ágæta lýsdngu af henni að finna í fyrirlestri þeim er séra Rögnv. Pétursson hélt á síðasta Þjóðræknisþingi með kafla úr ræðu þeirri er séra Jón hélt þann dag, auk hans héldu ræð- ur Jón Ólafsson og Páll Þorláksson. í minningu um þessa fyrstu hátíð og um veru íslendinga í Vesturheimi verður nú önnur hátíð haldin í Milwaukee þann 5. þ. m. Standa fyrir henni að miklu leyti íslendingar í Chicago. Þarf til þess bæði áræði og dugnað, því ilt er aðstöðu að sækja samkomu svo langan veg. En gott mannval er þar syðra enn, bæði í Milwaukee, þó mjög fáir séu, og í Chi- cago. Er það hin innilegasta ósk ailra er íslendingum unna að þessi hátíð tak- ist sem allra bezt og verði til ánægju og virðingar þeim sem að henni standa. * * * “Hvað er nú orðið okkar starf í sex hundruð súmur Höfum við gengið til góðs Götuna fram eftir veg?” Svo spurði Jónas Hallgrímsson fyrir hundrað árum síðan. Og eins getum við íslendingar enn spurt: Hvað er orðið okkar starf í sextíu sumur? og svarið er ótvírætt: Við höfum gengið til góðs Götuna fram eftir veg. Fyrst skal það tekið fram að starfið hefir í fylsta máta verið uppbyggilegt. Hvern órækta flákann eftir annan höfum við uppbygt, reist bygðir og bú í blómguðu” skóganna og sléttt- anna skauti. Líka reist stór- byggingar í ýmsum borgum og bæjum þó mest hafi eðlilega á því borið í Winnipeg. Svo að segja alt vort starf hefir verið landi og lýð til góðs og blessun- ar á einhvem hátt. Því getum við ekki tekið undir með íran- um sem sagði “We build yoúr prisons, and, by gorra, we fill them too.” Engir meðlimir nokkurs þjóðflokks hafa eytt svo litlum tíma í fangelsum þessa lands sem íslendingar. Slezt hefir uppá hjá einstöku manni sérstaklega í sambandi við meðferð á almanna fé, en það hefir ekki verið oft í sam- anburði við alt það bruðl sem fram hefir farið alt í kringum þá, enda var sá fyrsti orðrómur er af íslendingum fór í sam- bandi við það hvað þeir væru orðheldnir og áreiðanlegir. Sýn- ir eftirfylgjandi smásaga hvað þessi trú var rík meðal þeirra er viðskifti höfðu við íslendinga. Vorið 1890 fórum við Björn ^heumaT'5, thep® 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er 6tafa frá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu i öUum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær belnt írá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. jafnvel suður í Panam og Guata mala í Mið-Ameríku og alstað- ar er það sama sagan, þeir eru ávalt 'meðal bezt metnu borg- aranna í hverri bygð eða bæ. Er þetta því merkilegra fyrir þá sök að tiltölulega sjaldan gefa þeir sig mikið við stjórnmálu'm. Enginn hefir enn sótt um sæti í Congress, Bandaríkjanna og aðeins tveir hafa náð kosningu til Parliamentisins í Ottawa. bróðir minn og eg frá Mountain, N. Dak., til St. Thomas til aðjEinn ev dómari. Þrír sem eg kaupa kornfóðúr fyrir hesta 'veit af eru rikissóknarar í Norð- okkar; voru ekki peningar við ^ur_Eaitoia °S tveir hafa andast hendina en við bjuggumst við, i Þvi embætti, annar í Dakota að geta fengið það sem við^1111 1 i(iail0- Einn var um þurftum upp á lán til hausts. sitei® Attoraey-General hér í Alt gekk vel þangað til við kom- um að því að skrifa undir víxil Manitoba en er nú andaður. Læknar eru þeir svo margir (promissory note) fyrir upp- að enginn kann upp að telja víðs hæðinni, þá varð pilturinn sem við okkur samdi alt í einu tor- trygginn og spyr: “How old are you boys anyway?” Eg var 20 ára og sex mánaða, Björn enn- þá yngri og sögðum við honúm vegar um Ameríku og bætist við þá stétt með hverju árinu. Sama er að segja um presta og kennara. Þá er að finna mjög víða, bæði meðal íslendinga og annara þjóða. Einn er heims- það. “Thats no good” svaraði fvægur landkönnuðúr sem allir hann, “neither one of you is of, kannast við. Hefir líka ritað age so you cannot sign a legal meira en nokkur annar íslend- paper”. Rétt í því kom eig-'ingm* á síðari tíð. andinn sjálfur inn og heyrði Skáld hafa margir verið, og hvað pilturinn sagði. Hann tók eru enn, á íslenzka tungu, færri til orða: “Let the boys have 'á ensku enn sem komið er eins what feed they need, they will'og búast má við. En ólfklegt pay for it.” Þessi maður hafði | þykir mér það að sú gáfa verði aldrei séð okkur fyr, aldrei heyrt oljkar getið, vissi ekki hvað við hétum né neitt um aldauð meðal vor þó enskan verði tamari. Hún rís upp aftur þegar minst varir. Þegar menn okkur anjiað en það að við vor-1 á ný fara að gefa sig meira að um tveir íslenzkir drengir frá Mountain, en það var nóg. En aldrei hefi eg meira lof fögrum listum. Ein kona hefir náð mikilli viðu'rkenningu sem skáldsagna höfundur á ensku heyrt uppkveðið yfir íslenzka ‘ máli og einn maður á íslenkzu, þjóðflokknum í einni setningu. Annað sem fljótt vakti athygli annara manna á íslendingúm var það hvað ötulir þeir væru en það tel eg víst að nokkuð af smásögum hafi komið út eftir íslenka höfunda í ýmsum tíma- ritum vesturheims, þó um þær til náms og ákveðnir í því að iviii e& eiíiíi; verða að manni á einhvern hátt. I í sönglist og sönglagaskáld- Úr litla hópnum sem kom frá { skap hafa íslendingar vestan íslandi 1872 urðu tveir prestar og tveir læknar. Er þeirra getið hér að framan í frásögunni um Milwaukee hátíðina 1874. Fjórt- án eða fimtán árum eftir að fyrsta bjálkahúsið var af íslend- ingum bygt í Dakota voru 16 ís- lenzkir barnakennarar í Pembina County. Var Englendingúr að nafni C. E. Jackson þá skóla umsjónarmaður í því héraði og reyndist hann íslenzkum drengj- um og stúlkum hinn mesti holl- vættur á þeim árum. Gat hann þess við þá Magnús Brynjólfs- son og D. J. Laxdal haustið 1890 að hann væri ætíð reiðu- búinn að hjálpa áfram íslenzk- hafs fylgst með þeirri miklu framför er átt hefir sér stað í því efni á íslandi síðan útflutn- ingar hófust, sem sézt bezt á því að þegar eg man fyrst eftir höfðú aðeins tvær nótnabækur verið gefnar út á íslandi. Grall- arinn og hin fyrstá einarddaða sálmasöngsbók Guðjónsens. En rétt um það leiti kómu út “Hörpuheftið” og hin þríradd- aða messusöngsbók Guðjónsens. Hvað líkamlegur íþróttir snertir hefir ekki oft borið á því að íslendingar hafi skarað fram úr öðrum, enda þar við mikið ofúrefli að etja, þó vann Fálka Hockey klúbburinn frá um unglingum, því þeir bregðast ^ Winnipeg sigur fyrst á öllum aldrei. Og í síðasta sinni sem {klúbbum innanlands og að síð- eg sá hann sumarið 1900, sagði ustu klúbbum allra annara hann við mig að ekkert hafi! landa á Olympic mótinu 1920. orðið sér annað eins ánægjuefnij Var það mikill sigur enda eins og það að sjá okkúr alast I dreifðust þeir piltar víðsvegar upp og verða að manni. Þó mér sé kunnugast um þessa hluti hvað Dakota nýlendunni viðvíkur veit eg að líkt hefit átt sér stað annarsstaðar, sér- staklega mun Minnesota nýlend- an hafa verið bráðþroska í um Canada og Bandaríkin og hafa alstaðar þótt afbragð ann- ara sem íþróttamenn. Þó hér hafi aðallega verið sagt frá þeim er á einhvern hátt hafa öðrum verið fremri, þá er hinna þó enn meira vert að þessu tilliti, enda valdist þangað minnast sem dag eftir dag og ágætis fólk úr sumum beztu sveitum íslands. Þó flestir íslendingar séu nú búsettir í Vesturfylkjúm Can- ada, munu þeir nú finnast fleiri ár eftir ár hafa borið hita og þunga dagsins og unnið verk sitt með elju og trúmensku, jafnvel þegar umbunin hefir lítil eða engin verið. Eða þeirra eða færri í nærri öllum ríkjum sem þegar óhlutvandir stjóra- og fylkjum Norður-Ameríku málamenn Evrópu höfðú steypt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.