Heimskringla - 01.08.1934, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.08.1934, Blaðsíða 2
2. SIÐA. H El MSKRINGLA WINNIPEG, 1. ÁGÚST, 1934 FRÁ ÁRSÞINGI SAMBANDS- KIRKJU FÉLAGSINS Frh. frá 1. blg. Eins og öllum er ku'nnugt, hefir Sambandssöfnuðurinn í Winnipeg verið án fastrar prest- þjónustu síðan séra Ragnar E. Kvaran fór frá honum á síðast iiðnu sumri. Messum hefir samt verið haldið uppi í kirkju safnaðarns á hverjum sunnu- degi síðan í september í haust, og hafa séra Rögnv. Pét- ursson, séra Eyjólfur Melan, séra Philip Pétursson og eg séð um þær til skiftis. Auk þess hefir hr. Bergþór E. Johnson tvisvar prédikað og stjórnað guðsþjónustum þar á þessu tímabili. Að öðru leyti hefir starfsemi safnaðarins gengið með venjulegum hætti. Það er að mínu áliti mjög áríðandi að þessi söfnuður fái sem fyrst fasta prestþjónustu, en auðvitað er það hans einkamál og utan við starfssvið þessa þings að hlutast til um það. Þegar séra Ragnar E. Kvaran fór til Is- lands í fyrra, var hann beðinn að komast í samband við ein- hvern álitlegan mann þar heima, sem fáanlegur væri til að koma vestur og takast á hendur prestþjónustu í kirkju- félagi voru. Gerði hann það og benti Winnipeg söfn. á eirin hinna yngri þjónandi presta i Þjóðkirkju íslands. Ilefir Win- nipeg söfnuður síðan átt bréfa- skifti við þennan mann, en‘ samningar munu enn ekki hafa tekist. Er nú séra Rögnv. Pét- ursson lagður af stað til íslands,1 og mun hann gera sitt ýtrasta til að útvega mann þar. Um starfsemi ahnara safnaða í kirkjufélaginu er það að segja, að hún mun hafa gengið með líkum hætti og að undanförnu. Skýrslur um starf þeirra í aðal- dráttunum munu verða gefnar af fulltrúum þeirra síðar á þessu þingi. , Reynt hefir verið eftir föng- um að sjá þeim söfnuðum, sem ekki hafa fasta prestþjónusfcu, fyrir nokkurri þjónustu, en eðli- lega hefir hún verið minni en þurft hefði að vera. Séra Rögn- valdur Pétursson hefir tvisvar farið til Wynyard og messað þar og haldið fundi með meðlimum safnáðarins þar og átt samtöl við menn, sem eru sinnandi fé- lagsmálum vorum í vesturhluta Vatnabygðanna í Sask. Hafa ferðir hans þangað vestur verið til mikilg gagns og uppörfunar Mjólk, rjómi, smjör og ísrjómi Fyrir vörugæði og skjóta afgreiðslu reynið Modern Dairies Limited Simi 201101-2-3 ‘You Can Whip Our Cream But You Can't Beat Our Milk” fyrir fólk þar og félagsskap vorn í heildinni. Ennfremur hefir hann nokkrum sinnum farið til Piney og messað þar, og sömuleiðis séra Philip M. Pétursson. Auk þess sem eg hefi þjónað söfnuðum mínum á Lundar og Oak Point hefi eg farið til eftir- fylgjandi staða og flutt þar guðsþjónustur, eftir því sem tími og ástæður hafa leyft — Langruth, Siglunes og Hayland, Steep Rock og Reykjavík eða Bluff. Á öllu'm þessum stöðum er fólk, sem æskir eftir að guðsþjónustur séu fluttar þar af og til af vorri hálfu. í Lang- ruth var söfnuður, sem nú hefir neyðst til að leggja niður störf vegna fámennis, en nokkrar konur halda þar þó enn uppi merki með sjaldgæfum áhuga og dugnaði. Á hinum stöðun- úm öllum eru menn, sem eru einlægir fylgismenn stefnu vorr- ar og hafa þeir lagt á sig tals- verða fyrirhöfn til þess að mess- ur þær sem eg hefi flutt, msettu takast sem bezt að ástæður hafa leyft. Hefir aðsókn að þeim yfirleitt verið góð, þegar tillit er tekið til þess að sumar þessar bygðir eru fámennar og víða all-langt að fara til messu- staðar. Stjórnar nefnd félagsins hefir ihaldið fundi á árinu eftir því sem þörf hefir krafið. Sam- vinna hefir verið ágæt í nefnd- inni. Auk þeirra manna, sem I sæti eiga í henni, hafa þeir séra i Rögnvaldur Pétursson og séra jEyjólfur Melan setið á flestum |eða öllum fundu'm samkvæmt ósk nefndarinnar. Fjárhagur félagsins, eins og sjást mun af skýrslu féhirðis, er stórum lak- ari nú en hann var í fyrra, sem stafar af því að talsvert fé hefir verið lánað út, sem ekki er farið að koma inn aftur, og í nokkurn kostnað hefir verið farið, sem ekki getur endurgoldist nema með all-löngum tíma. Vitanlega er það óhjákvæmilegt að félagið verji þó nokkru fé til ýmsra fyr irtækja, en tillög til þess frá söfnuðunum hafa farið mínk andi sökum fjárhagserfiðleika þeirra sjálfra. Væntanlega greiðist nokkuð af því sem fé- lagið á útistandandi á þessu komandi ári. Það þarf naumast að taka það fram, að enn sem fyr héfir the American Unitarian Association stutt starfsemi vora með ríf- legum fjárframlögum, þrátt fyr- ir erfiðan fjárhag þess félags sjálfs. Mætti í því sambandi minnast á dr. George F. Patter- son, sem hefir reynst oss hinn ötulasti og bezti talsmaður í allri málaleitun vorri við A. U. A. síðan hann tók við starfi sínu. Hefir hann heimsótt oss nokkrum sinnum og þekkir og skiiur vel allar ástæður hér. Stöndum vér sem félag í mikilli þakklætisskuld við hann og aðra forráðamenn A. U. A. fyrir hjálp þá, er þeir hafa fúslega látið oss í té á liðnum árum. Að endingu vil eg þá bjóða ykkur öll, fulltrúa og gesti, vel- komin á þetta tólfta ársþing vort. Vona eg að dvölin verði ykkur ánægjuleg þá daga, sem vér dveljum hér saman. Veit eg að ekkert verður ógert látið af þeim, sem hér eiga hlut að máli, til þess að gera þing þetta ánægjulégt og dvölina skemti- lega. Höfum vér mörg áður notið gestrisni Gimli safnaðar og minnumst hennar með þakk- læti. Vil eg biðja alla þá, sem þetta þing sitja, að gera alt sem í þeirra valdi stendur til þess að störf þess geti gengið greiðlega. Að sumu leyti stönd- um vér ver að vígi nú en oft áður með að rækja þingstörfin vel. Er þar t. d. mjög óheppi- legt að dr. Rögnvaldur Péturs- son gat ekki verið hér og að vér ekki njótum hans góðu' ráða í þetta sinn. En við því var ekki hægt að gera, því för sinni gat hann ekki frestað. Hlýtur þetta þing að verða því fátæk- legra sem færri eru til að taka forystu í störfum þess. Og því fremur ber oss, sem hér erum, að gera vort ýtrasta til að þau fari vel úr hendi. Segi eg þá þingið sett og bið yður að taka til starfa. Guðm. Árnason i Fundargerningur 12 árs þings hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi Hið tólfta ársþing hins Sam- einaða kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi var sett í kirkju Sambandssafnaðar á Gimli, laugardaginn 7. júlí, 1934, kl. 4 síðdegis. Forseti félagsins, séra Guðm. Árnason, setti þingið. Sálmur- inn nr. 619 var sunginn og því- næst flu'tti forseti ávarp sitt til þingsins. Þá bar Mr. Frank Olson fram tillögu þess efnis, að forseta sé falið að skipa þrjá menn í kjörbréfanefnd. Tillagan var studd og samþykt. Þessir .voru settir í nefndina: Guðm. O. Ein- arsson, Frank Olson og Capt. J. B. Skaptason. Eftir að nefndin hafði yfirlitið kjörbréfin, skýrði hún frá að þessir embættsmenn félagsins og fulltrúar væru mættir: Prestar og stjórnarnefndar- menn: Séra Guðm. Árnason, forseti, Mr. Sv. Thorvaldson, vara-for seti, séra Philip M. Pétursson, vara-ritari, séra Eyjólfur J. Melan, (Dr. Sv. E. Björnsson, rtiari og P. S. Pálsson, féhirðir, voru ókomnir þegar þingað var sett en komu síðar). Fulltrúar: Frá Winnipeg söfn.: Mr. Ólafur Pétursson Mr. Th. Borgfjörð Mr. B. E. Johnson Mr. J. B. Skaptason Varafulltr. frá Wpg. söfn.: Mrs. Dorothea Pétursson Mrs. Ragnh. Davíðsson Mr. Stefán Scheving Fulltr. frá Gimli söfn.: Mr. Jón Guðmundsson Mr. Frank Olson Fulltr. frá Riverton söfn.: Mr. Guðm. Björnsson Mr. Jón Sigvaldason Miss Ólína Thorvaldson (fjnrir Sdsk.) Fulltr. frá Lundar söfn.: Mr. Björn Bjömsson Mr. Ágúst Eljólfsson Sendið féð með pósti á banka Ef þú átt heima fjarri banka, eða óþægilegt er fyrir þig að fara þang- að, vildum vér fúsir greiða fyrir því, að þú gætir sent féð með pósti. Til þess er bæði einföld og trygg leið. Skrifið bankastjóranum eftir full- nægjandi upplýsingum. T H E ROYAL BANK O F CANADA Varafulltr.: Mr. Jón Kristjánsson Mr. Eiríkur Scheving Fulltr. frá Oak Point söfn.: Mrs. Nýbjörg Snædal Fulltr. frá Árnes söfn.: Mrs. Guðrún Johnson Mrs. Snjólaug Pétursson Fulltr. frá Árborgar söfn.: Mrs. Ólöf Oddleifsson Mr. Jóh. Sæmundsson Mr. P. K. Bjamason Mr. G. O. Einarsson Ennfermur sátu eftirfylgjandi gestir á þinginu: Miss Hlaðgerð- ur Kristjánsson, Miss Guðbj. Sigurðsson, Miss Guðrún Sig- urðsson, Mrs. Jóhanna Sigurðs- son, Mrs. Ingibjörg Bjarnason, Mrs. Margrét Byron, Mrs. Ásta Hallsson, Miss Stefanía Pálsson, Mrs. J. B. Skaptason, Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. Th. Borgfjörð, Mrs. B. E. Johnson, Mrs. S. E. Björnsson, Mrs. Guðrún Eyjólfs- son, Miss Helga Árnason, Miss Bergþóra Sólmundsson, Miss Fríða Sólmundsson, Miss Óla Sólmundsson, Mr. Björgvin Stefánsson, Miss Thorbjörg Sól- mundsson, Mrs. Sv. Thorvald- son, séra J. P. Sólmundsson, Mr. K. Kjernested, Mr. Jón Ásgeirs- son, Mrs. Björg Björnsson, Mrs. Guðbjörg Sigurðsson og ýmsir fleiri. Nöfn fulltrúa kvenfélag- anna eru ekki sérstaklega talin hér, en væntanlega birtast þau í skýrslu ritara kvenfélaga sam- bandsins. J. B. Skaptason lagði til, að allir varafulltrúar sem mættir væru, yrðu gerðir réttmætir sem fulltrúar. P. S. Pálsson studdi tillöguna og var hún samþykt. Þá var sett dagskráarnefnd og var hún skipuð þessum mönn- um: Ágúst Eyjólfsson Stefán Scheving Canadian Livestock Co-Operative (Western) Limited UNION STOCKYARDS, ST. BONIFACE, MAN. Fyrir hönd þessa félags, hefi eg þá ánægju, að árna íslendingum, löndum mínum, til hamingju á 60 ára Þjóðminningarhátíð þeirra og fullvissa þá um, að starfs þeirra í þágu hérlends þjóðlífs, er minst með aðdáun af félagi þessu og þeim er hjá því starfa. WINNIPEG DRUG COMPANY, LIMITED H. D. Campbell Prescription Speciaíists Þakka íslendingum fyrir veru sína og vinnu Vesturheimi í s'ðast liðin sextíu ár og óska þeim allra heilla í framtíðinni Cor. PORTAGE Ave. and KENNEDY St. Telephone 21 621 WINNIPEXl í sambandi við Canadian Livestock Co-Operative Limited standa eftirfylgjandi gripasamlög í Canada: Saskatchewan Co-op. Livestock Producers Ltd. Manitoba Co-op. Livestock Producers Ltd. United Farmers Co-op Company Ltd. Co-op. Federee De Quebec Maritime Livestock Board Inc. Útsölustöðvar í: i Exchange Bldg., Point St. Charles, Montreal. Union Stockyards, St. Boniface, Man. Oss langar til að nota þetta tækifæri til þess að þakka hinum mörgu viðskiftavinum vorum samvinnuna á liðn- um árum og minna þá jafnframt á, að þetta er hinn eini samvinnufélagsskapur, sem bændur eiga, er rekur sölu á kvikfénaði á þessum ofangre(ndu stöðum. I. INGALDSON, ráðsmaður

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.