Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15. MAÍ, 1935 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Guðrún Halldórsdóttir Davíðsson F. 1. maí 1851. D. 25. apríl 1935 Þess var getið hér í blaðinu fjrrir tveimur vikum síðan, að andast hefði við Piney, Man., á sumardaginn fyrsta, að heimili dóttur sinnar og tengdasonar Olgu og Björns Stephanssonar, ekkjan Guðrún Halldórsdóttir Davíðsson. Jarðarför hennar fór fram mánudaginn næstan eftir, þann 29. frá heimilinu. Flutti séra Rögnv. Pétursson frá Winnipeg útfarar ræður, á íslenzku og ensku því allmargt var þar viðstatt, enskumælandi nábúa, auk bygðarbúanna ís- lenzku, er þar voru flestir. — Guðrún heitin og seinni maður hennar komu til bygðarinnar í upphafi er land var að nemast, bjó hún þar lengi myndarbúi unz hún misti mann slnn og færði sig til barna sinna. Var hún því vel kunn innan sveitarinnar og ávalt að hinu sama, hjálpfýsi og góðvild. Hún var framúrskar andi starfsöm, ávalt glaðvær og vingjamleg og tók hverju sem að höndum bar með jafnaðar- geði. Um eigin kjör var hún ávalt orðfá og það sem hún hafði átt erfitt að reyna um æfina færði hún ekki í frásög- ur. Vildi hún ekki eyða sam- verustundunum með vinum og kunningjum í áklaganir og mæðu mál, heldur að annars skyldi vera að minnast frá sam- leiðinni. Hún var greindar kona mikil og þrekmikil, og heilsu- hraust lengstrar æfi. Eigi lág 'hún rúmföst. Sumardagsmorg- unin fyrsta var hún á ferli sem vandi hennar var til, en er á- leið daginn fann hún venju framar til þreytu, gekk þá til herbergis síns, og lagði sig fyr- ir, en rúmri stundu síðar var hún örend. Guðrún heitin var fædd að Gili í Bolungarvík ,í Ísafjarðar- sýslu 1. maí 1851. Voru for- eldrar hennar Halldór bóndi Bjarnason á Gili og kona hans Margrét Halldórsdóttir. Áttu þau 14 börn og var Guðrún heitin í tölu þeirra eldri. Að- eins þrjú þeirra systkina fluttu hingað vestur: Halldór er var einn hinna þriggja er fyrstir námu land í Álftavatnsbygð, bjó hann allan sinn búskap að Lundar, en er nú dáinn fyrir allmörgum árum síðan; Jónína gift Bergþóri Jónssyni, flulttu þau vestur að hafi í námunda við Blaine í Washington ríkinu, og svo Guðrún heitin sjálf. Árið 1888 fluttist Guðrún beitin vestur ásamt dóttur sinni, er þá var bam að aldri, Olgu konu Björns Stephanssonar við Piney, er áður var nefnd. Námu þær mæðgur fyrst staðar í Brandon, hér í fylkinu. Var þar þá töluverð íslendingabygð. Þar giftist Guðrún heitin fyrri manni sínum Jóni Norman, Jónssyni Péturssonar frá Holts- múla í Skagafirði. Eftir stutta samvist misti hún hann; eign- uðust þau einn son Kristinn Norman, bónda við Piney, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur skálds Magnússonar á Piney. — Vorið 1894, 5. apríl giftist Guð- rún heitin aftur, Magnúsi bónda Davíðssyni er ættaður var af Vestfjörðum eins og hún. — Bjuggu þau um nokkur ár á ýmsum stöðum, í Brandon, við Tantallon í Sask., og í Selkirk, unz árið 1900 að þau fluttu til Piney nýlendu er þá var rétt að byggjast, námu þar land og bjuggu þar, þar til Magnús and- aðist 21. des. 1919. Einn son eignuðust þau Jón Hallgrím kvæntur hérlendri konu Amy Nesbitt. Var hann um tíma við verzlunarstörf á Piney en býr nú við Herb Lake hér í fylkinu. Eftir lát seinni manns síns var Guðrún heitin með sonum sín- um til skiftis um sjö ára skeið, en fluttist að því loknu alfari til dóttur sinnar, árið 1927 og átti þar ávalt heima eftir það. Auk barna sinna þriggja, er þegar eru nefnd lætur Guðrún heitin eftir sig 15 barnabörn, er öll eru hin mannvænlegustu. Meðal ættingja sinna var Guðrún heitin einkar vinsæl. Hið glaða viðmót hennar og hlýja hugarþel áttu ekki min-st- an þátt í því. Er hennar því sárt saknað, og verður hennar lengi minst meðal allra bama hennar eldri sem yngri. Aðstandendur óskuðu eftir því að æfinminning þessi vott- aði nábúum þeirra og vinum innilegt þakklæti sitt fyrir ást- úð þeirra og hluttekningiu er þeir sýndu þeim við andlát hennar og með nærveru sinni og blómagjöfum við útförina. Blessuð veri hinum öldnu samferðamönnum hvíldin og friöurinn. R. erni sínu, máli sínu og bók- mentum í ruslakistuna, heldur hinum, sem stóðu við það, hvar sem var, að þeir væru íslend- ingar Þið eigið ekkiert þeim að þakka, sem skriðu eins og hræddar mýs inn í allar enskar holur, sem þeir fundu, til þess að fela sín íslenzku séreinkenni. Það eru hinir, sem lögðu á sig erfiði til þess að halda uppi ís- lenzkri starfsemi eða unnu verk sín af drenpskap, hvar sem þeir voru staddir, undir nafni ís- lendingsins — það eru þeir, sem þú átt að þakka þá aöstöðu, sem þú sjálfur nýtur í dag. Við getum fundið ýmsa galla á starfsemi gamla fólksins, ef við kærum okkur um að horfa fyrst og fremst á þá hliðina. En þegar við samt virðum fyrir okkur alt, sem það hefir komið til vegar, hljótum við að spyrja: Hvar fékk það styrk og stuðn- ing til þessarar þrautseigu bar- áttu? Getur yngri kynslóðin átt kost á því sama? Gamla fólkið fékk stuðning sinn frá íslenzkri menningu og íslenzkri kirstni. Það hafði kynst þessu í bernsku sinni og flutti það með sér yfir um haf- ið. Það varðveitti þetta með lestri íslenzkra bóka og útgáfu blaða, með bréfaskiftum við landa sína heima, með íslenzk- um samkomum og íslenzkum messum. Og af öllu þessu urðu foreldrar ykkar meiri menn en ella hefði orðið. En hvað er um ykkur sjálf? Mér finst eins og eg heyri ein hvem hvísla: Það er öðru máli að gegna nú, þegar alt er orðið fult af skólum, sem unga fólk- ið gengur á. Nú geta sumir jafnvel lesið franskar bækur og allir lesið ensk blöð, skrifast á við svart fólk í Afríku og gult fólk í Asíu og verið á enskum samkomum og messum. Já, þetta er alt gott og blessað. Gangið á alla skóla, sem þið eigið kost á. Lesið bækur og blöð á öllum verald- arinnar tungumálum, skrifist á við fólk með öllum regnbogans litum og setjið ykkur aldrei úr færi að heyra enskar ræður, ef ykkur langar til. En ef þið getið grætt á þessu, hví skylduð þið þá ekki geta líka grætt á því að kynnast s íslandi, íslenzkum bókum, ís- lenzkum mönnum og vera í ís- lenzkum félögum og íslenzkum kirkjum? Auðvitað græðið þið á því, og sem betur fer, er fjöldi ungra manna og kvenna víðs- vegar um Vesturheim, sem leggur stund á alt þetta, og enn aðrir sem hafa öll skilyrði til þess, en láta eitthvað draga úr sér kjarkinn. II. Eitt af því, sem ætti að geta frætt ykkur um ísland og hjálp- að ykkur til að skilja það, sem er íslenzkt, ter það að eiga kunningja á íslandi. En hvern- ig á að eignast þá kunningja? Sumir geta kannske farið sjálfir og kynst þar einhverjum skemtilegum náungum, sem þeim líkar vel við. En lang- flestum er þetta ómögulegt og því verður að finna önnur ráð handa þeim, t. d. það að útvega þeim kunningja, sem vilja skift- ast á bréfum við þá. Þetta vill nú Þjóðræknisfélagið reyna og stjórnamefnd þess hefir beðið mig að skrifa um málið og að- stoða við framkvæmd þess. — Þeir, sem því kynnu að vilja sinna þessu, eru beðnir að senda mér nafn sitt og heimilis- fang. Utanáskrift mín er: Wyn- yard, Saskatchewan. Gott væri að nokkrar upplýs- ingar fylgdu með, helst þessar: 1. Aldur. 2. Starf, staða eða skóla- ganga. 3. Hvort óskað er eftir að skrifast á við pilt eða stúlku og á hvaða aldri. Stundum vilja stúlkur frekar skrifast á við pilta og piltar við stúlkur, og hreinasti óþarfi að vera feiminn við að kannast við slíkt. 4. Hvort hinn ungi kunningi á frekar að eiga heima í sveit eða kaupstað, vera skólanem- andi, bóndi, sjómaður, tilheyra sérstökum félagsskap, eins og t. d. skátareglu eða góðtiempl- arastúku o. s. frv. — Alt þetta eru góðar bendingar, þótt kanske sé ekki altaf hægt að fara eftir þeim. 5. Hvort menn vilja skrifast á við menn í einhverjum sér- stökum landshluta. 6. Hvort bréfaskiftin geta farið að öllu leyti fram á ís- lenzku, eða nota þarf ensku líka. Reynið að skrifa á ís- lenzku það, sem þið getið. Það gefur ykkur æfingu. Sé það alls ekki hægt, gætuð þið skrif- að á ensku, en hin á íslenzku. Þegar teg fæ nöfn ykkar, sendi eg þau einhverjum presti, skólastjóra, félagsmanni eða öðrum, sem eg treysti til þess að hjálpa okkur, og svo bíðum við róleg eftir svari. Eg efast ekki um, að þið hafið gaman af þessu og gagn líka, og þegar þið komið til íslands seinna, verða þar þó altaf einhverjir, sem þið þekkið. Nokkur nöfn er þegar búið að senda, og fleiri koma sjálfsagt á eftir. Með beztu kveðjum. Jakob Jónsson Bókasafn í Englandi hefir gert fyrirspurn til barna hvaða bæk- ur þau hefðu mesta dálæti á, Robinson Crusoe fékk flest at- kvæði, næst Kofi Tómasar frænda og Ðavíð Copperfield var þriðji í röðinni. Húsbóndi: Fenguð þér reikn- inginn borgaðan. Þjónn: Nei, maðurinn fleygði mér niður tröppurnar. Húsbóndi: Farið þér undir eins aftur og náið í peningana. Eg ætla að láta hann sjá að eg sé ekki hræddur við hann. “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar aru tll sölu hjá höfundinwm við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. SÖNGSAMKOMA Söngsamkoma til arðs fyrir krabbameins lækningasjóð Can- ada, heldur James Richardson & Sons Ltd., 16. maí í Dominion Theatre. Hafa íslenzku blöðin verið beðin að minna á þetta og benda á þá góðu skemtun. er þar sé von. Sérstaka athygli er beðið að draga að hinni á- gætu skemtun er von sé á frá ungu sveitinni hennar Mrs. Guðrúnar HelgasOnar. Er Hkr. allra hluta vegna fús að verða við þessari bón og birtir hún því bréf það frá CJRC til Mrs. Helgasonar er hér fer á eftir: Sigrid Helgason’s Radio Kiddies Important Feature of the Jubilee Cancer Fund Benefit Revue Ioelanders have made some not- able contributions to Canada in the fields of exploration, pion- eering, art, music, drama, and in tfie popliptical and govem- ment services. The record of servioe to the nation is magnifi- cent in its extent and variation. Honors have been bestowed and gracefully accepted and the people have come to know and appreciate the splendid qualities of a great race. There are some, however, who today are doing great and praiseworthy service, which may never become known to the general public unless some outstanding event forces recognition of outstanding merit. Sigrid Helgason, if the writer may be so familiar, is doing for the youngsters with whom she is associated, a fine and praiseworthy Job, which will in time bring distinction to Manitoba and to the country at large. Under her training and kindly control, she has assembled a group of the best and most. talented young entertainers whom the writer has ever had the pleasure of seeing. Training these children is in itself a big job, but when to that is added the responsibility for obtaining engagements, securing material, making and superintending costumes, and then routining and arranging every detail of every program, some idea of the work entailed may be given. The youngsterg are kappy in their work and have been taught to love the work, to give i their best efforts and to be wil- ling to give hours of playing to rehearsal when their compan- ions are engaging in sports and , games. Diseipline, control, un- iselfishness, and team spirit, all must be taught. Sigrid Helga- son has been untiring in all her efforts. You who read of this work can make the progress greater and faster towards the goal she has set, of making these children Canada’s foremost juvenile entertainers and en- abling them to make a living from the great talemt with which Providenoe has so richly endowed them. You will have an opportunity to see the Cocomalt Radio Kid- dies, Mrs. Helgason’s Troupe, at the Jubliee Canoer Fund Benefit Revue at the Dominion Theatre on May 16, when they will present 12 minutes of their charming and lively perform- ance. The Committee in charge thanks both Mrs. Helgason and the children for being so willing to come to the aid of this worthy institution and trust that readers of this column will show their appreciation of this unique feature attraction by getting their coupons from Mrs. Helgason, phone 31 416, as ear- ly as possible. Prioes are pur- posely being held to family Mrs. Guðrún Helgason, stjórn- andi Radio Kiddies rates. Coupons may be ex- changed at the box office, Dom- inion Theatre, for reserved seats on May 14, 15, and until 1.00 p.m. on May 16. No fur- ther reservations after that time. Elvery cent of money goes without deduction to th.e Can- cer Fund. All services have been donated and the programme sponsored. CJRC will broad- cast the major portion of the programme. However it is preferable that as many as pos- sible attend in person to give your solid support to a rfeally excellent work which this lady is doing. KÝR FÁ f SIG RAFMAGNS- STRAUM OG DREPAST Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA athuga, hvað um væri að vera. Þegar komið var út í fjósið, kom í ljós að kýr voru þar fár- veikar, höfðu fengið í sig raf- magnsstraum. Atta kýr voru í fjósinu, en þrjár voru veikar og tvær svo aðframkomnar, að þær dráp- ust. Önnur darpst strax og út var komið, en hin skömmu síðar. Hin þriðja, sem var orð- in veik, hrestist hins vegar brátt og náði sér til fulls. Morgunblaðið átti í gærkvöldi tal við Björn Ólafs bónda í Mýrarhúsum og spurði hanrx um orsakir slyss þessa. Björn kvaðst ekki hafa verið heima er þetta skeði. En orsök slyssins taldi hann vera þá, að vatn muni hafa komist að rafmagnsleiðslunni og rafmagn- ið svo leiðst eftir járnplötum hússins og yfir í vatnspípur, sem liggja eftir básunum. Ekki taldi Bjöm minsta vafa á, að allar kýmar hefðu drep- ist, ef fólkið hefði ekki vaknað við hávaðann í fjósinu. — Mbl. 27. apríl. Um kl. 2/2 í fyrirnótt vakn- aði fólkið í Mýrarhúsum á Sel- tjamamesi við feikna hávaða og gauragang úti í fjósi. Langt á eftir tímanum em þeir í Kína, þar sem að eins eru 125 bíó með hljómmyndum. Fólkið fór á fætur til þess að en íbúar 400 miljónir. Hin vinsæla leið til Islands Islendingar er mikið hafa ferð- ast hafa orðið þess varir að þægindi, þjónusta og viður- gemingur á öllum skipum Canadian Pxicific félagsins em langt fram yfir það sem þeir höfðu frekast búist við. BEINAR FERÐIR TIL ÍSLANDS Skipaferðir tiðar og reglubundnar frá Montreal. Eftir fullkomnum upplýsingum og bæklingum leitið til næsta umboðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg Símar 92 456-1 CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS Öruggar peninga sendinga Þegar þú sendir peninga með pósti, þá notaðu Royal Bank ávísanir. Það er greiðast og öruggast. Peningaávís- anir fást í hverju útbúi bankans hvort heldur sem vill í dollurum eða sterlingspundum. T H E ROYAL BANK O F CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.