Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. MAÍ, 1935 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA. sem þeir höfðu flutt með sér að heiman. Þessar bæjarrústir og grónu blettirnir í kring um þær eru að vísu þögul, en þó engu að síður greinileg vitni um það líf, sem gömlu íslendingarnir lifðu á Grænlandi, alt frá því, að Eiríkur rauði settist þar að í lok 10. aldar og þangað til þeir liðu þar undir lok um aldamótin 1500. Hnjúkurinn, sem við stöndum á, er á sjálfri Unartoqieyjunni, á að gizka fjögra kílómetra langri eyju úti á miðjum firðinum. Rétt fyrir neðan okkur er þorp- ið Igpik, alls 4—5 timburhús og torfbæir. Ofurlitlu sunnar er langt, grasi vaxið eyði, sem tengir hnjúkinn við suðurhlutai eyjarinnar. Hann er töluvert' mikið hærri en norður hlutinn. í logninu er greinilega hægt að sjá ofurlítinn gufustrók upp frá vestanverðu eyðinu. Hann legg- ur upp frá laugunum, sem bæði eyjan og fjörðurinn bera nafn af. Því að Unartoq, sem er Eskimóamál, þýðir “heita vatn- ið”. Upp frá laugunum sést ofur- lítil rák. Það er götutroðning- ur, sem liggur yfir á austur- strönd eyjarinnar. Þar eru rúst- ir af eldgömlu Eskimóaþorpi, því stærsta, sem eg kefi séð á vesturströnd Grænlands. Húsin hafa verið 26 að tölu. Og rétt hjá rústunum eygjum við fimm hvíta depla. Það eru tjöldin okkar. Við höfum tekið okkur aðsetur þar til þess að gera til- raun til að lyfta slæðunni af leyndardómum þorpsins, Stem þama liggur í rústum. Við erum búnir að vera hér síðan í apríl. Og nú er komið fram í júlí. Það er hásumarið á Grænlandi. Þeir, sem ætla sér að komast til Julianabaab, á vesturströnd Grænlands, verða annaðhvort að fara þang- að snemma á vorin, í marz eða apríl, áður en ísrekið kemur þangað frá austurströndinni, teða þá ekki fyr en seint á sumr- in, þegar ísinn er bráðnaöur af sumarhitanum. Fyrstu mánuð- ina urðum við að liggia í eins- konar vetrarhýði, þangað til vorið kom, snjórinn fór að tbráðna og jörðin að þiðna. Seinast j maí g^tum við byrjað að grafa í rústunum við Isua, rétt fyrir norðan Juliane- haab. Þegar við höfðum lokið rannsóknum okkar þar, fórum við með vélbát suður með ströndinni til þess að leita uppi fleiri fornleifar. Og þá rák- umst við á rústirnar af þorpinu Unartoq, sem áður er um getið. Saga Grænlendinga nær ekki langt aftur í tímann. Við vitum ekki mikið um það, sem gerst hefir á Grænlandi síðustu ald- irnar áður en danski trúboðinn Hans Egede fann landið aftur árið 1721. Vilji maður fá ein- hverja vitneskju um það, verð- ur að grafa í gamlar rústir til þess að reyna að hafa upp á einihverjum gripum, sem geti gefið hugmynd um iifnaöar- hætti fólksins í gamla daga — á sama hátt og fornieifar eru grafnar upp um allan heim. Svo verður að reyna að skapa sér, með hjálp þessara fornleifa. heildarskoðun á því, hvernig líf- inu hafi verið lifað á þeim slóð- um og á þeim tíma, sem um er aö ræða. Vitanlega eru það ekki nema mjög fáir hlutir, sem halda sér öldum saman í jarð- veginum. Hlutir úr skinni og tré rotna innan skamms, og bein- gripir eru oft mjög uppleystir. Það eru aðeins verkfæri og önnur áhöld úr stleini, >sem varðveitast öld eftir öld, án þess að láta á sjá. Og um andlegt líf fólksins gefa þessir fundir, eins og að líkindum lætur, á- kaflega litla hugmynd. Á Norður-Grænlandi eru þó betri skilyrði fyrir því, að forn- leifar haldist en víðast annars staðar. Því að þar er jörðin frosin allan ársins hring, einnig á sumrin, þegar komið er 30— 40 sentimetra niður fyrir yfir- borðið, og þess vegna hefir alt MINNI manna þeirra er heimsótt hafa Selkirk-borg í þjóðræknis erindum. “Þess ber að getá sem gert er”, greiða skal þakkir sem vert er, svo eg er af sveit minni sendur í dag, og ljúft er mér lofið að inna sem “legáti” sveitungá minna. Eg flyt ykkur þrumandi þakklætis-brag. Og þið eigið þakklætis skilið 'sem þjóðræknis “trompunum” spilið, og oft hafið sent okkur starfsmenn og styrk, því ljós ykkar léði okkur þróttinn er lengst var og geigvænust nóttin. -—En nóttin var stundum svo meinlega myrk.— Við metum—og munum víst lengi þá mörgu og skarpivtru drengi sem þið hafið sent til að bæta okkar bú. Svo röska og ráðsetta, flesta, þá ritstjóra, auðmenn og presta, sem báðu ekki um samskot—né boðuðu trú.— Já, það væri maklegt—og mieira— að menn fengju nöfnin að heyra, en víða er þröskuldur—því er nú ver.— Og naumt gafst mér næði og toími, en nöfnin sum óþjál í rími, þó öllum sé velkomið vottorð frá mér. Þá ræki eg erindið illa ef yfir mig kæmi sú villa að reyna ekki að nefna þá Rögnvald og Jón. Og ætti eg ríkjum að ráða að ráðherrum gerði eg báða, svo valdleysi mitt er þeim töluvert tjón. Hann Ásmund eg gerði að greifa, ef guðirnir vildu það leifa að réði ieg nokkru um virðing og völd. Eg sé það á svip hans og herðum að svipmikill yrði ’ann í ferðum, með blikandi stálhatt og bryntröll og skjöld. Með búhöldum Bergþór skal telja, því blað ykkar vildi hann selja, en öll þótti ræða hans orðprúð og snjöll. Og feikn var hann fimur að laða, svo fjárpyngju okkar að skaða við krupum í auðmýkt—og keyptum það öll. Þá mundi nú sumum það sárna í sveit minni, e.f gleymdi eg Árna, sem hældi okkur nokkuð—ien ekkert um of.— Hann, sagði okkur frjálslynda og fróða, og friðsama, trúrækna og góða, og það fanst mér viturt og verðskuldað lof. Já, lofið var indælt í eyra, og auðvitað þæjum við meira. Við erum nú knárri við öll okkar störf, og hálsarnir helmingi lengri, og hattarnir töluvert þrengri, og hryggirnir beinni—og þess var nú þröf. Og skáld ykkar kváðu okkur kvæði svo kröftug og hressileg bæði, og lengi mun talað um Lúðvík og Pál. Og á mér var enginn sá staður sem ekki varð stórlega glaður, að heyra svo dansandi, dillandi mál. Þeir kváðu um Boggur og Bínur og Billur og Kötur og Sínur, svo rúmfastir öldungar reistu sig við, og mey ein, á miðaldurs skeiði, svo mælti—af uppgerðar reiði— “Hvort vilja þeir innleiða Salómons sið?” í heimsfrægu hörpunni minni skal hljóma hver strengur og pinni, til lofs ykkur, meðan eg lífsanda dreg. Ef orðstír þann öðlast þið getið að ykkur til heiðurs sé étið, þá borðar víst enginn þar betur en eg. Þið afsakið græzkulaust gaman, eg gæti ekki haldið mér saman þó flengdur eg væri og færður í “stein”. Og oft varð mér gáskinn og grínið hið góða og ljúffenga vínið, ien rambeisk og svekkjandi, alvaran ein. Kristján S. Pálsson varðveizt þar: bein, tré, hvai- skíði, skinn, fjaðrir, hár, og meira að segja hundaskítur. — Þegar jarðvegurinn utan á þess- um sorphaugum þiðnar í mesta eöa leysast upp í vatninu. sem sígur í gegnum jarðveginn. — Margar húsarústirnar í Unartoq höfðu þannig ekkert annað að geyma en möl og í bezta tilfelli gegnum gólfið, sem þakið var hellusteinum. Inst í kofanum var upphækkaður stallur úr steini og rekavið, til að sitja á. þeir svo að flytja sig suður með J færi og vopn, sem hún þurfti á ströndinni. Og við höfum sagn- að halda, voru af sér gengin, ir af því, að þeir réðust um og fólkið sjálft veiklað og úr- miðja 14. ðld á þá íslenzku ný- kynjað af vosbúð og harðrétti, Yfir stallinn voru breidd sel- skinn og hreindýrsskinn. Þar sátu konurnar á daginn og saumuðu, en minstu börnin léku sér við hliðina á þeim. — Kofaveggirnir voru hlaðnir úr grjóti, en þakgrindin gerð úr rekavið og þakin með torfi og skinni. Ofurlítil glæta komst inn í kofann í gegnum glugga- skæni. Annars var hann upp- lýstur með lýsirlampa, og án hans hefðu íbúarnir yfirleitt ekki haldið út veturinn í þessari köldu og óblíðu náttúru. Lýsis- lampinn veitti þeim hvort- tveggja í senn: ljós og hita. Yfir honum var maturinn soð- inn og umhverfis hann voru föt- in þurkuð. Annað aðalbúsáhaldið var pottur, holaður í stein, eins og lýsislampinn. í honum var kjötið soðið, sem fólkið fyrst og fremst nærðist á, selakjöt, hreindýrakjöt, fuglakjöt, hval- rengi, svo og hvers konar fisk- ur. Á litlum bekk við hliðina á lýsislampanum stóðu fáein mat- arílát úr tré og skíðisblöðum og hinn ómissandi keytupottur, þar sem skinnin voru látin liggja til sútunar. Margvísleg- um verkfærum og veiðarfærum var stungið á bak við þaksperr- urnar, svo sem: skutli, spjóti, boga, örvum, hnífum og saum nálum. Flest þessi verkfæri voru úr beini, en þó með tré- skafti. Eggvopnin og hnífarn- ir voru yfirleitt úr steini; járn var svo sjaldgæft, að það var aðeins haft í oddinum á skutl- um og örvum. Alt það járn, sem til var, höfðu Eskimóarnir frá íslenzku bygðinni, sem var þarna þegar þeir komu. Það var ekki beint þrifalegt í kofunum. Loftið og veggimir voru svartir af sóti og reyk frá lýsislömpunum. Gólfið var mak- að út í lýsi og óhreinindum, og uppi við veggina voru haugar af nöguðum beinum, tréflísum, skinntætlum og öðru rusli. — Andrúmsloftið gat varla verra verið. Spik, lýsi, úldið kjöt, skítug og blaut skinnföt og eldgömul keyta — alt hjálpaðist þetta að til þess að gera það óþolandi. Eini útbúnaðurinn til þess að endurnýja loftið var, fyrir utan göngin, örlítið gat á þakinu. Og þó fanst manninum það vera sæla að fá að hvíla sig í íkofanum sínum hjá kon- unni og börnunum, þegar hann kom utan úr kultdanum og vosbúðinni af veiðum. Þegar suðan byrjaði að koma upp í kjötpottunum og hitinn var orð- inn svo mikill, að hann varð að fara úr öllum yfirfötum, fór skapið að batna og hann byrj- aði að syngja sér og börnunum til skemtunar. Þá gleymdi hann öllu erfiði dagsins og lét sig iengu skifta, þótt úti væri kom- in grenjandi stórhríð og 20—30 stiga frost. Þannig lifðu Eskimóar lífinu fyrstu aldirnar eftir að þeir settust að á Suður-Grænlandi. Fornleifafundirnir eru heimild- lenduna, sem norðar var, Vest- ribygðina svonefndu, og lögðu hana undir sig. Það er ekki nema eðlilegt, að íslendingamir hafi á þeim tíma litið með fyrir- litningu á þessa óásjálegu, lág- vöxnu, brúnleitu og heiðnu að- komumenn og látið þá fá að kenna á yfirburðum sínum í vopnaburði og verklegri tækni. Sjálfsagt hafa Eskimóamir oft átt um sárt að binda eftir við- ureignirnar við þá. En eftir því sem fleiri komu að norðan, urðu þeir fjölmennari, og þar kom, að þeir gátu farið að hyggja á hefndir, jafnvel þótt þeir hefðu ekki annað en boga og slöngvisteina á móti sverð- um og spjótum hvítu mann- anna. Heimildirnar skýra frá því, að Skrælingjarnir — það var nafn- ið, sem íslendingar gáfu Eski- móum — hafi byrjað — árásir sínar á Eystribygð, aðalbygð fs- lendinga á vesturstönd Græn- lands, árið 1379. Og áður en öld var liðin frá því ári, var ís- lenzka nýlendan þar algerlega liðin undir lok. Áratugum sam- an hafði hún ekki haft neitt samband við ísland eða^ megin- land Evrópu. Flest þau verk- þannig að viðnámið varð ekki eins þrautseigt og annars hefði mátt ætla. Eskimóarnir fóru eyðandi hendivum hvern bæinn eftir annan, og höfðu alt á brott með sér, sem hægt var að flytja. 1 elztu Eskimóakofunum fundum við marga muni, sem augsýnilega hefir verið rænt í Eystribygð. Þar voru brot úr kirkjuklukkum, sem sum virð- ast hafa verið notuð sem hamr- ar, en önnur sem eyrnaskraut fyrir Eskimóakonurnar. Vopnin og önnur verkfæri úr járni not- uðu mennirnir aftur á móti til þess að fullkomna veiðarfæri sín. Það er því engin furða, þótt rústimar í Eystribygð og Vestribygð séu fátækar að forn- minjum. Unartoq er aðlaðandi aðset- ursstaður. Á hverjum degi böð- uðum við okkur' í stærstu laug- inni. Vatnið er 30 stiga heitt, alveg máturlegt til þess að baða >sig í. Það var þægilegt að verma sig þar, þegar kalt var. En það var ekki eins þægilegt að koma aftur upp úr. Við vöndumst í öllu falli á það að vera fljótir að fara í fötin. Frh. á 7. bls. innkóLlunarmenn heimskringlu I CANADA: Árnes Amaranth Antler Árborg Baldur Beckville : Belmont Bredenbury Brown Calgary Churchbridge Cypress River Dafoe Elfros Eriksdale Foam Lake Gimli Geysir Glenboro Hayland Hecla Hnausa Hove Húsavík Innisfail Kandahar Keewatin Kristnes Langruth Leslie Lundar M^rkerville Mozart Oak Point Oakview Otto Piney Poplar Park Red Deer Reykjavík Riverton Selkirk Steep Rock Stony Hill Swan River Tantallon Thornhill Víðir Vancouver Winnipegosis Winnipeg Beach Wynyard sólarhitanum á sumrin, verður fýlan af þeim svo mikil, að varla er hægt að draga andann. Og þó gleðst maður yfir henni, því að þar, sem lyktin er verst, er venjulega mest að finna. — Aítur á móti tekur það langan -tírna, að grafa á þessum slóð- um. Það er ekki nema 2—3 sientímetra lag, sem þiðnar á hverjum degi, og til þess að sól- in nái að verka á þau lögin, sem neðar eru, verður jafnharðan að hreinsa það burtu, sem ofan á er. Þó að sorphaugarnir séu ekki nema 1 metra á þykt, þarf þannig meira en mánuð til bess að grafa í gegnum þá. En hér, á Suður-Grænlandi, eru þessi skilyrði ekki fyrir hendi. Jarðvegurinn þíðnar á sumrin og jafnvel þegar lilákur eru á vetrum. Og þessi stöð- ugu umskifti fara mjög il!a með flesiar fornleifar. Þær rotna einstöku brot úr brýnum og öðrum steinverkfærum. Það virðist' oft vera von- laust verk að grafa í þessum húsarústum. En sá, sem fer fornleifafræðingur, verður að venja sig á það að vera þolin- móður. Það fer sjaldan svo, að ekki finnist eittohvað, sem þýð- ingu hefir, ef þrautseigja er með. Og sú varð reynslan feinn- ig hér. Það hafa ekki verið fínir bú- staðir, sem fyrstu Eskimóamir á Suður-Grænlandi bjuggu í. Það hafa verið litlir, kringlóttir kofar, að hálfu-leyti grafnir nið- ur í jörðina, 3—4 metrar að þvermáli. Inn í kofana var ekki hægt að komast með öðru móti en að skríða í gegnum löng og þröng steinlögð neðan- jarðargöng, sem voru grafin undir kofavegginn. Að innan opnuðust þessi göng upp í irnar um sögu þeirra: Þeir komu frá norðurströnd Norður- Ameríku fyrir á að gizka þús- und árum. Fyrsti áfanginn á leiðinni voru hinir veiðisælu ís- firðir á vesturstönd Grænlands norðanveröri. Þar bjuggu þeir í mörg hundruð ár og lifðu líf- inu með svipuðum hætti og þeir höfðu gert í átthögunum á meginlandi Ameríku: höfðu ofan af fyrir sér með selveiðum og ferðuðust á hundasleðum. Öðru hvoru komust þeir þama í kynni við íslendinga, sem komu norður eftir til þess að kanna veiðiskilyrðin, og sú við- kynning vekti hjá þeim þá löng- un að komast að raun um, hvernig þessir sérkennilegu, há- vöxnu, hörundshvítu og Ijós- hærðu menn lifðu í átthögum sínum, sem þeir þóttust sjá að myndu vera einhvers staðar suður með sjó. Á 14. öld fóru í BANDARfKJUNUM: Akra.....................................Jón K. Einarsson Bantry....................................E. J. BreiðfjörO Bellingham, Wash.........................John W. Johnson Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg......................................Jacob Hall Garðar..................................S. M. Breiðfjörö Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson..................................Jón K. EJinarsson Hensel.................................. J. K. Elinarsson Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.....Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton.....................................F. G. Vatnsdal Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain.................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts............................Ingvar Goodman Seattle, Wash...........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.....................................Jón K. Einarsson Upham....................................E. J. Breiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.