Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 6
6. SIÐA.
HEIMSKRINGLA
I VÍKING
Eftir R. Sabatini
“Annað mun þér reynast,” svaraði Sakr-
el-Bahr, skaut út í myrkrið, rýndi eítir skeyt-
inu, sem hann ætlaði ekki að ná marki, og
kallaði djarflega: ‘‘Skeytið hitti! Hann er
horfinn.”
“Eg held eg sjá í hann ennþá,” sagði ein-
hver.
“í>ú heldur það. En enginn hefir enn
fundist svo harður, að hann þreytti sund,
með ör í gegnum hausinn.”
Þá tók Jasper undir, hann stóð að baki
Sakr-el-Bahr og segir: “Hann er sokkinn.”
Vigitello mælti: “Svo mun vera, en ekki
sé eg það fyrir víst í þessu myrkri.”
Þá sneri Asad frá borðstokknum og segir:
“Já, horfinn er hann, hvort sem skotinn er
eða druknaður” og þar með var því máli lokið.
Sakr-el-Bahr hengdi bogann á slá, gekk
hægt aftur á skutþiljur, þangað sem sá á
Rósamundu, náhvíta, milli blámannanna. Hún
færðist undan og inn, þegar hann kom nær;
hann kvaddi Abiad til að kveikja ljós og gekk
inn á eftir henni. Þegar ljósin voru kveikt,
sá hann strax, hve mikið henni var niðri fyrir,
og gizkaði á, hvað valda myndi. Alt í einu tók
hún til orða:
‘‘Óarga dýr! Djöfull!” brauzt út af vörum
hennar með andköfum. “Guð mun refsa þér!
Eg skal verja öllum ólifuðum æfidögum mín-
um, til að biðja hann að hegna þér eins og
þú átt skilið. Morðingi! Mannhundur! Og
eg, vesalings einfeldingur, fór að trúa heitum
þínum, eins og þau voru fölsk. Eg var farin
að halda þig einlægan til iðrunar og yfirbótar
því ofbeldis, sem þú hefir beitt mig. En nú
ertu búinn að sýna mér . . .”
“Hvernig hefi eg meitt þig, með því sem
eg gerði til Lionels?” innti hann, hissa á ofsa
hennar.
“Meitt mig?” kvað hún, feldi niður ákaf-
ann og beitti beizkri fyrirlitning í staðinn.
“Eg þakka guði fyrir, að það er ekki í þínu
valdi að meiða mig. Og þér má eg þakka
fyrir áð leiðrétta álit mitt á þér, sem var svo
heimskulega skakkt, þá trú mína, að þú ætl-
aðir að leita mér lausnar þó ekki væri það
nema vesöl látalæti af þinni hálfu. Hvorki
lausn né líf vildi eg taka af morðingja, sem
þú ert. Það kemur hvort sem er aldrei til
þess. Hitt er líklega, sagði hún, og vissi
varla hvað hún sagði, svo hrygg var hún og
reið, “að þú fórnir mér til að ná einhverju
markmiði, sem þú sækir eftir. En eg skal
ganga í móti þér, með guðs hjálp. Vertu viss,
að mig skal ekki skorta kjark til þess.” Hún
tók höndunum fyrir andlitið, veinandi, og stóð
svo skjálfandi frammi fyrir honum.
Hann horfði á hana glottandi, skildi vel
hvað henni var og segir rólega:
“Eg kom til að segja þér frá, að hann
slapp ómeiddur og til áð láta þig vita, <með
hvaða erindi eg sendi hann.” Hann var svo
vel stiltur og fasléttur, að hún leit upp og
virti hann fyrir sér. “Eg á vitanlega við
Lionel; þessi ágangur okkar, barsmíð og yfir-
lið, var alt látalæti, sömuleiðis skotlætin eftir
á. Eg fór að mana Marzak, til þess að draga
tímann, til þess að fresta því að skjóta, þang-
að til svo skuggsýnt væri, að ómögulegt væri
að sjá til hans með vissu. Örin sem eg skaut,
fór langt frá honum, eins og eg ætlaðist til
Hann sækir nú sund kringum höfðann, með
skilaboð til Sir John Killigrew; hann var vel
syndur áður, og ætti að eiga hægt með að
komast alla leið. Eg kom til að segja þér
þetta.”
Eftir þetta stóð hún þegjandi æði lengi
og virti hann fyrir sér, segir svo loksins
þunnu hljóði:
“Þú ert að segja satt?”
Hann ypti öxlum. “Þér myndi ekki verða
létt að finna hvað mér gæti gengið til að
segja ósatt.”
Hún settist á hægindið, líkt og hún yrði
magnlaus og alt í einu fór hún að gráta
hljóðlega.
“Og eg . . . og eg hélt að þú . . .
að þú . . .”
“Rétt er það,” sagði hann þurlega. “Þú
hefir altaf trúað því bezta á mig.”
XXI. Kapítuli.
Honum var gramt í geði en hún var
klökk af iðrum. Henni varð fjarska mikið um,
þegar henni skildist að hún hefði haft hann
fyrir rangri sök að nýju, svo mikið að henni
fór ef til vill að missýnast, komast að þeirri
niðurstöðu, að alt það mótlæti og þjáningar,
sem sagt er frá í sögu þessari, stafaði beinh'nis
af hennar trygðrofa synd.
Af einlægri iðrun sprettur jafnan áköf
þrá til yfirbótar og svo fór nú. Ef hann hefði
ekki gengið burt svo snögglega, þá er vel til
að hún hefði kropið á kné og beðið hann
forláts á öllum þeim órétti, sem hún hafði
gert honum í hugsunum sínum, og lýst van-
virðu sinni og mikilli minkun. En með því að
hans réttláta gremja hafði knúð hann burt frá
henni, þá gat hún ekki annað gert en sitja
þar sem hún var komin, hugleiða þetta alt
saman og reyna til að koma orðum að forláts
bón, að bera upp fyrir honum, þegar hann
kæmi næst. ,
En stundirnar liðu og hann kom ekki. Og
þá kom henni í hug, og brá mikið við, að Sir
John myndi leggja skipi sínu að þeim. Og
þá kom að henni kvíði um Sir Oliver. Líklega
yrði því farið að berjast og hver veit nema
hann félli í þeirri viðureign, annaðhvort fyrir
þeim ensku eða fyrir víkingum, sem hann
hafði táldregið hennar vegna, og áður. en
hann fengi að heyra orð um iðrun hennar, áður
en hann gæti talað þau fyrirgefningar og sátta
mál, sem sál hennar þyrsti að heyra af vörum
hans. ,
Undir miðnættið var henni orðið svo ó-
rétt, að hún reis upp og lyfti skörum dyratjalds-
ins hljóðlega, en er hún steig út fyrir, rak
hún sig á mann, sem lá fyrir dyrunum. Hún
hrökk við, leit á og þekti, við skímu af ljós-
kerunum, að þetta var Sir Oliver, sem lá
þar og svaf. Hún lét sem hún sæi ekki svörtu
tröllin, er stóðu hjá honum og héldu vörð,
beygði sig niður að honum og lagðist hægt og
hljóðlega á knén hjá honum. Þá klöknaði
hún af feginleik og furðu yfir svo mikilli
trygð, svo að hún fékk tár f augun. Ekki
vissi hún, að hann hafði gert hið sama nóttina
áður, en það var henni nóg, að finna hann
þar nú. Hún komst undarlega og mjög mikið
við af því, að sá maður sem hún hefði alla tíð
Wtrygt og dæmt rangt um, skyldi hafa lík-
ama sinn til fyrirstöðu, jafnvel meðan hann
svaf, svo að hún væri því óhultari og betur
varðveitt. Hún stundi ósjálfrátt eða greip
■ andann á lofti, er hún bældi niður grát sinn,
og hann svaf svo létt og með svo miklum
andvara, að hann vaknaði og settist skyndi-
lega upp og þá horfðust þau í augu, er andlif
þeirra voru jafnhátt og nærri saman, hans
dökkleitt og svartskeggjað, hennar hvítt sem
mjöll.
“Hvað er að?” spurði hann í hálfum
hljóðum.
Henni varð alt í einu bylt við þá spurn-
ingu og tók bakfall, náði sér og reyndi til,
eins og kvenfólki er tamt, að fara í kringum
og fela það sem hún var komin til að gera,
þegar færið bauðst, spyr svo hikandi:
“Heidurðu að Lionel hafi náð fundi Sir
Johns?”
Hann rendi auga til tjaldanna, sem Asad
! svaf undir; þar var alt með kyrrum kjörum,
hún hafði líka talað á ensku. Hann spratt
upp, rétti henni hendina til að styðja hana á
fætur, benti henni að ganga aftur í lyftingu og
gekk inn á eftir henni.
“Þér er svefns varnað af áhyggjum?”
segir hann.,’
“Svo er,” svaraði hún.
“Þú hefir varla gilda ástæðu til þess,”
sagði hann, til hughreystingar. “Sir John
mun varla hreyfa sig fyr en um miðnætti, til
að eiga sem vísast, að koma að okkur óvörum.
Eg áiít lítinn vafa á því, að Lionel hafi náð
til hans; sundið er ekki það langt, hann gat
líka, ef honum bauð svo við að horfa, gengið á
land, þegar hann var kominn í hvarf við okk-
ur og farið gangandi kringum nesið. Efastu
alls ekki um það, að hann hafi komið fram
erindinu.”
Hún settist, forðaðist að líta á hann, en á
andliti hennar sá, að hún hafði grátið. Hún
tók svo til máls: ,
“Þegar Sir John leggur að, þá verður víst
barist?”
, 9
“Það er full líklegt. En til hvers er það?
Við verðum veiddir eins og sagt var í dag, á-
líka og Dragut hjá Jerba, nema að sá slóttugi
Dragut fann ráð til að sleppa með galeiður
sínar, en okkur eru allar bjargir bannaðar.
Vertu hughraust, því að lausnarstund þín er
vissulega í nánd.” Hér þagnaði hann, segir
svo mjúklega og fast að því ódjarflega: “Eg
bið þess, að seinna meir, þegar alt gengur vel,
verði þér ekki meir um það sem drifið hefir
á daga þína þessar seinustu vikur, en vondan
draum.”
Hún þagði við þessu, sat hugsi, hrukkaði
brýmar, segir svo og varpaði öndu:
“Eg vildi að það gæti gerst orustulaust.”
“Þú þarft ekkert að óttast,” mælti hann.
“Eg skal sjá um að þú sért vel varin. Þú skalt
dvelja hér, þangað til öllu er lokið og við
dyrnar skulu þeir halda vörð, sem eg treysti
veL”
“Það átti eg ekki við,” mælti hún. “Held-
urðu að eg kvíði um sjálfa mig?” Nú þagnaði
hún litla stund, spurði bann svo afdráttar-
laust: “Hvað verður um þig?”
Hann svaraði alvarlegur: “Vænt þykir mér,
að þú hugsar svo. Eg fæ vafalaust það sem eg
á skilið. Það er vel, ef það tekur fljótt af.”
“Æ, nei, nei!” segir hún. “Ekki það!”
Og nú spratt hún á fætur.
“Hvað annað er til?” spurði hann, bros-
andi. “Er til annað betra hlutskifti, sem
hægt er að óska mér?”
“Þú skalt lifa það, að koma aftur til Eng-
lands,” sagði hún og þá undraðist hann. “Hið
sanna skal sigra og þú ná rétti þínum.”
Hann leit við henni svo fast, að hún leit
undan, og segir hlægjandi:
“Einn er sá réttur, sem eg má vænta á
Englandi — sá sem rekinn er með basti
(snörunni). Trúðu mér, jómfrú, eg er of
alræmdur til þess að fá líf. Það fer bezt á því,
að því verði iokið í nótt.” Hér feldi hann nið-
ur háðið og gerðist óhýr: “Þar fyrir utan
máttu hugsa eftir svikum mínum við þessa
mína fylgjara; hvernig svo sem þeir annars
kunna að vera, þá hafa þeir fylgt mér í marg-
an háska, og enn í dag sýndu þeir mér, að
þeir höfðu meiri elsku til mín og trygð, heldur
en til hæstráðanda. Þeim mun eg hrapað
hafa í dauðann. Mætti eg lifa það af og halda
sóma mínum? Þú og þínir líkar kunna að
skoða þá sem auma heiðingja, en eg lít svo á
að mínir sævarhaukar séu þeir, mínir orustu
garpar, mínir liðsmenn, hraustir og trúfastir
og hundur mætti eg vissulega heita, ef eg
hliðraði mér hjá þeim bana, sem eg hefi leitt
yfir þá.”
Nú sem hún hlýddi til og sá í það, sem
hún hafði ekki vitað’ fyr, þá varð hún ótta-
slegin og opineyg af skelfingu, spurði svo
kvíðvænlega:
“Á mín lausn að kosta þetta?”
“Eg treysti því, að svo verði ekki,” svar-
aði hann. “Mér hefir komið ráð í hug, sem
kann að varna því.”
“Og jafnframt til að bjarga þínu lífi?”
inti hún eftir, í flýti.
“Til hvers er að eyða hugsun á svo
örvert þing? Mínu lífi er fyrirgert, hvort sem
er. Ef eg hverf aftur til Alzír, þá verð eg
vissulega líflátinn; Asad mun sjá um það, og
þeim afdrifum munu mínir sævar haukar alls
ekki geta gert við.”
Hún hné niður á hægindið og reri sér sitt
á hvað, yfirkomin af örvænting. “Nú skil eg,”
segir hún. “Nú skil eg. Þegar þú sendir
Lionel í þetta erindi, þá ætlaðir þú þér að
gefa þitt líf, ótilkvaddur, til þess að eg kæmist
aftur heim. ’ Þetta áttir þú ekki að gera, nema
ráðgast um við mig. Þú hafðir engan rétt til
að gera það, að mér fornspurðri. Þú hafðir
enga heimild til að halda, að eg myndi sam-
þykkja það. Þá fórn vil eg ekki þiggja. Eg
skal ekki, Sir Oliver.”
“Vissulega áttu ekki annars úrkosti, guði
sé lof!” svaraði hann hienni. “En þú hefir
komist að skakkri niðurstöðu; mér er einum
um að kenna, sjálfur veld eg öllu um afdrif
mín. Þau eru réttmætur ávöxtur af fíflsku-
verki mínu. Svo kemur hvert vonzku verk
þeim í koll sem fremur.” Hann ypti öxlum,
svo sem til að láta þar með úttalað um þetta
mál, segir svo með alt annari rödd, einstak-
lega ófrömum, mjúkum og blíðum málrómi:
“Máske það sé of stór bón, að biðja þig að
fyrirgefa mér allar þær þjáningar sem eg
hefi leitt yfir þig?”
“Mér finst það vera eg, sem á að biðja
þig fyrirgefningar.”
“Mig?”
“Fyrir vantraust mitt, sem öllu þessu
hefir valdið. Fyrir hvað eg var fljót til að trúa
illu á þig, fyrir fimm árum, fyrir að brenna
ólesið bréf þitt og þá sýknu sönnum sem því
fylgdi.”
Þá brosti hann við ihenni, næsta blíðlega.
“Mig minnir þú segðist hafa hugboð, sem
sagði þér hið sanna. Jafnvel þó eg væri ekki
slekur um það sem mér var kent um, þá viss-
irðu af hugboði þínu, að eg var vondur, og
rétt var hugboð þitt, því að vondur er eg —
og verð að vera. Þetta eru þín orð. Hugsaðu
ekki að eg sé að sletta þeim, til brigzla. Eg
hefi komist að því, að þau eru sönn.”
Hún rétti hendur til hans. “Ef . . . ef eg
segði, að eg væri komin að þeirri niðurstöðu,
að alt þetta væri ósatt?”
“Þá myndi mér skiljast, að það kæmi af
vorkun, sem þitt miskunsama hjarta létir ná
til þess, sem á bana sinn vísan, eins og eg.
Hugboð þitt var ekki rangt.” ,
“Jú, það var! Rangt var það!”
En hann hristi höfuðið, þungbúinn, og sat
við sinn keip. “Enginn nema vondur maður
hefði getað aðhafst það sem eg gerði, hversu
illa sem til hans var gert. Það sé eg nú
ijóslega — eins og feigir menn sjá dulda hluti,
þegar dauðinn fer að þeim.”
,“Ó, af hverju ertu svona sólginn í dauð-
ann?” varð henni að orði, í voluðum róm.
“Ekki er eg sólginn í dauðann,” svaraði
hann, og tók upp snögglega venjulegan tals-
máta sinn. “Það er dauðinn, sem er sólginn í
mig. En honum mæti eg óttalaus og án eftir-
sjár. Eg tek honum eins og við öll hljótum að
taka því sem verður ekki umflúið — gjöfum
af hálfu forlaganna. Og mér er styrkur —
næstum því gleði, að þinni ijúflegu fyrirgefn-
ing.”
Hún spratt upp, hvarf til hans, tók um
handlegginn á honum og horfði framan í
hann, segir svo:
“Við þurfum hvort öðru að fyrirgefa, bæði
þú og eg, Oliver. Og úr því að fyrirgefning
afmáir alt, þá . . . þá sé alt afmáð nú, sem
WINNIPEG, 15. MAÍ, 1935
staðið hefir okkar í milli í þessi síðustu fimm
ár.”
Hann horfði orðlaus niður á hana, hið
hvíta andlit með hinum æsta, geðhvassa svip.
Hún mælti:
“Er það ómögulegt fyrir okkur að hverfa
aftur, yfir fimm ár? Getum við ekki náð því,
að standa í sömu sporum og áður, í Godolphin
Court?”
Þá dvínaði feginssvipur hans smátt og
smátt, andlitið gerðist dapurt, hörundslitur og
augu korguð af hrygð og vonleysi.
“Hver sem glæpst hefir, verður að hlíta
afglapi sínu — og svo hljóta þær kynslóðir að
gera, sem á eftir honum koma. Afturhvarf
tekst aldrei nokkurntíma. Hliðum Urðar er
harðlokað fyrir okkur.”
“Við skulum þá lofa þeim að haldast svo.
Við því umliðna skulum við snúa baki, þú og
eg, Oliver, leggja upp saman að nýju og bæta
hvort öðru fyrir það tjón, sem heimskan hefir
bakað okkur í öll þau ár.”
Hann lagði hendumar á axlir hennar og
af augum hans stafaði mikil blíða, er ihann
virti hana fyrir sér; hann varpaði öndu og tal-
aði í hálfum hljóðum:
“Ljúfa mær! Guð minn, hve sæl hefðum
við verið, ef þessi ógæfa . . .” Hér tók hann
sig á, kipti að sér höndunum og segir nú
rösklega: “Eg gerist klökkur. Þín ljúfa
vorkun hefir mýkt mig svo, að mér lá nærri
að fara með ástamál; og hvað skal mér annað
eins? Ást fylgir lífi, ást er líf, en eg . . .
Moriturus te salutat! (Kveð þig og geng í
dauðann).
“Æ nei, nei!” Hún hélt sér í hann, skjálf-
andi höndum og mændi á hann tryldum sjón-
um.
“Það er um seinan,” svaraði hann henni.
“Engin brú nær yfir þá gröf, sem eg hefi graf-
ið sjálfum mér. Eg hlýt í hana að fara, eins
glaðlega og guð vill gefa mér.'”
Nú fór skyndilega upp hjá henni, sem
henni var þá skapi næst: “Þá skal eg fara í
hana með þér. Þá skiljum við þó ekki fram-
ar.”
“Þetta er vonsælu víma,” sagði hann
hvatlega og strauk hinn gulljarpa hadd, er hún
lagði höfuðið að bringu hans. “Hvernig má
mér verða lið að því?” spurði hann. “Vildir þú
blanda beizku mína banastund — svifta dauð-
ann allri dýrð? Nei, Rósa, þú getur orðið
mér að miklu meira liði með því að lifa.
Hverf þú til Englands aftur og segðu hið
sanna um það sem þú hefir reynt. Láttu það
verða þitt starf, að afmá þennan blett af æru
minni, að segja satt um það, sem knúði mig
til þess ósóma að kasta trú og gerast víking-
ur. “í þeirri svipan gall við úti fyrir:
“Á fætur. Til vopna! Til vopna!”
“Stundin er komin,” mælti hann, snarað-
ist frá henni og rendi tjaldi frá dyrum.
XXII. Kapítuli
Ali, sem á verði var, kom hlaupandi á
skip og kallaði ákaflega. Við það spruttu upp
víkingar og fyrirliðar þeirra, skörum var sprett
á tjaldi Asads og gengu þeir feðgar út.
“Hvað nú?” spurði hæstráður.
Ali sagði tíðindin, lafmóður: “Drekinn
enski hefir lyft akkerum og er farinn af stað.”
Asad greip í skeggið og skaut augum í
skjálg. “Nú, á hvað skyldi það vita? Skyldi
þeim komin njósn um okkar hérveru?”
“Hvað annað mundi valda því, að þeir
leggja úr lægi um miðnætti?” sagði Biskaine.
“Að vísu, hvað annað?” sagði Asad, sner-
íst svo við Sakr-el-Bahr, er stóð í dyrum lyft-
ingar og spurði hann: “Hvað ætlar þú Sakr-
el-Bahr?”
Sakr-el-Bahr gekk út og segir: “Hvað er
um að tala? Hvað er við því að gera? Við
getum ekki annað gert enn bíða. Ef þeir vita
af okkur, þá erum við komnir í gildru, og þá
lifir enginn okkar þessa nótt til enda.”
Hann talaði kuldalega, svo að mörgum
varð bylt, en Marzak varð skelkaður.
“Rotni bein þín fyrir hrakspárnar!” hróp-
aði hann og hefði sagt meira, ef Sakr-el-Bahr
hefði ekki þaggað niður í honum með róm-
sterkri ávítun:
“Það sem er skrifað er skrifað!” sagði
hann.
“Satt, satt,” mælti Asad, og gein við hugg-
un þeirra, sem á forlögin trúa. “Ef garðsins
gætir ætlar oss fullþroska, þá mun hann slíta
oss af lífsins meiði.”
Með meira ráði og minni forlagatrú var
tillaga Biskaine: “Hentugt mætti vera, að
láta sem þeir viti af okkur, gera þar eftir og
halda út á rúmsjó meðan tími er til.”
Þá sýndi Marzak, að hann var viðvaning-
ur og ekki vel hugaður: “Þá yrði það víst, sem
nú er vafasamt; þá mundum við hrapa í
háskann.”
“Ekki er svo!” kvað Asad, hátalaður og
öruggur. “Lof og dýrð sé Allah, sem sendir oss
logu í nótt. í svo hægum byr getum við
farið tíu rastir undir árum, meðan þeir fara
eina.”
Þetta rómuðu víkingar og þótti vel talaö.