Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 4
# 4. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. MAÍ, 1935 'itietmshringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudeQi. Eigendur: the viking press ltd. 853 oa 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borgist tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 3U vlðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift Ul ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 15. MAl, 1935 Á MÆÐRADAGINN 12. MAÍ 1935 Ræða flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg Kæru vinir: * Kvöldstund þessi er helguð, í öllum kirkjum þessa lands, þeirri hugsun eða þeirri minningu sem talin er að vera frumstæðust og djúptækust í öllu vitund- arlífi manna, minningunni og hugsun- inni, er allir eiga um móðurina, og ástúð- inni og umhyggjunni er móðirin hefir á öllum tímum borið fyrir börnum sínum. Engin er svo í heiminn borinn að ekki eigi hann, annaðhvort minningar um móður sína eða hugsun um hana, hug- myndir er hann hefir skapað sér um hana, hafi hann mist hana, áður en hug- ur hans fór að skynja og skilja. * Eru margir þeirrar skoðunar, að þær minn- ingar séu sterkustu og áhrifamestu öflin í lífi t einstaklinganna. Að vorri hyggju er það engan vegin víst, en þær eru inni- legustu og ljúfustu minningarnar í lífinu undantekningar lítið. Móðirin á sjaldn- ast skuld á þeim misfellum sem verða á æfi og athöfnum sona eða dætra og færri myndu þær verða ef minningarnar um hana réðu mestu. Umhyggja og ástúð móðurinnar beinist fremur í hina áttina, að breiða yfir brestina, bæta úr misfell- unum og aftra óhöppunum. Hún er ef til vill stundum kannske blindari á bresti barna sinna, en aðrir eru, umber eigin- girni þeirra með meiri þolinmæði, en minningin um það, hjá bömunum sjálfum gefur ekki tilefni til þess að ætla að hún hafi viljað þroska þau einkenni í fari þeirra er til óhamingju leiða, heldur til hins gagnstæða. Þeir finna ekki ávalt mest til hins misjafna sem frekastir em í dómum, þögull sársauki mælir oft meira og aðvarar betur og innilegar, en orðgnóttin. Ekki er til sú móðir, og hefir aldrei verið til, innan hins norræna þjóðarstofns, sem eigi hefir þráð, óskað og vonað, að börn sínu yrðu sem nýtust og bezt og mest virðingar fólk. Ekki sjálfra sín vegna, heldur þeirra vegna. Þau hafa átt að vaxa, þroskast að vizku. aldri og náð. Ástúð og umhyggja móð- urinnar er frumstæðasta og sterkasta afl- ið í mannlífinu. Og minningin um það er sú byrði er eigi verður betri borin “brautu at”, sá heiman búnaður sem hollastur er, þegar út í heim er haldið. Til þess að minnast þessa er þessi hátíð sett og þessi stund helguð. 1 samræmi við hinar aðrar kirkjur þessa lands vilj- um vér þá leitast við að glöggva oss á þessum sannindum að einhverju litlu leyti. * # * Því miður hefir það um of afvanist, á þessum síðari tímum að vér kynnum oss sögur vorar og sagnir, sem hvað bezt sýna þá þætti er haldbeztir eru í lífi þjóðar vorrar, og hafa auðkent það. Og þegar eg segi þjóðar vorrar, hugsa eg mér þjóð- ina sem einingu, allar hinar horfnu kyn- slóðir í einingu með oss sem nú erum uppi og erum böm hennar, synir hennar og dætur. í sögnum þessum og sögum er móðirin stór, tigin, aðalborin, ekki skugga tilvera Austurlandanna, sem mað- ur aðeins gizkar á að sé til, af því bömin fæðast og þjóðimar líða ekki undir lok. Sagnir þessar skýra betur en flest annað þann þátt er móðirin á í þroska og við- gangi þjóðarinnar. Vér vitum að sagnimar, svo vér grein- um þær frá sögunum, era hugarsmíð. En sú hugarsmíð er smíðuð úr mjög raunveralegu efni. Efnið er lífið sjálft. Efnið er gripið af handahófi úr hinum mikla raunveruleika sem lifir í tilfinn- ingunni og reynslan hefir kent og sýnt. Það er dregið saman, oft með frábærri en látlausri list í dulræna, æfintýra mynd. Þegar sú mynd er aftur leyst upp kemur í Ijós sjálft lífið. í sögnum þessum er það eitt öðru fremur sem varpar yfir þær fegurð morg- unroðans. Það er ástúð og umhyggja móðurinnar og samhygð hennar með sein-þroska syni, eða gæfusnauðri dótt- ur. Eins og dagurinn, er kemur framan úr myrkrinu, kemur sagan einhvers- staðar utan úr mannlífinu og lýsir upp afdalina — heimkynni myrkranna, — þar sem lífið dvelur — lang mestur hluti mannlífsins á jörðunni. En sagan flyzt út úr dalnum, til nafnkendra staða, og endar með því, að óframfærinn sonur, er prðinn er oddivti þjóðar sinnar, endar æfina í virðing og þökk hllra manna Þetta er draumur móðurinnar, er stund- um rætist, og oftar en áhorfist eða marg- ur hyggur eöa veit, um framtíð sonar- ins, er hún vill alt leggja í sölur fyrir til þess að hann skuli eiga sem hezt erindi út í heiminn. Enda munu flestar þessar sagnir vera þannig tilkomnar, meðal þjóðar vorrar, að þær eru list- draumur, sagðar bömum, mann fram af manni, til þess að snúa ama þeirra upp ? kæti, vekja hjá þeim stórhug og löngun til dugs og dáða, um hin löngu vetrar- kvöld. Afdala sonurinn er efni flestra þessara sagna. Hann er fákunnandi og frama- laus. Enginn hefir trú á því að hann muni verða að manni. Hann liggur í ösku stó og er fyrir fótum manna. Er hann loks fer að heiman eru fararefnin engin. Móðirin ein fylgir honum á leið og að skilnaði gefur honum þær einu gersemar sem hún á, ættargripi er hún hefir eignast frá feðrum og mæðrum og varðveitt alla æfi til minningar um tigna ætt og göfugan uppruna. Þeir verða honum drýgri öllum farareyri. Af þeim kennist hann meðal manna hvar sem hann fer. Er ekki slík saga skýrt dæmi þess sem vér þekkjum, finnum eða höfum reynt? Ættargripimir eru góðu heilli gefnir. Ef móðirin varðveitir þá ekki þá eru þeir •glataðir. Og fyrstu sporin, út í lífið, fylg- ir móðirin börnum sínum, hvort sem til þess verða nokkrir aðrir eða ekki. Hún hefir gert sitt ítrasta til þess að þau komist á rétta leið, og að allar vættir séu þeim hollar og hún hefir numið ýms ráð til þess og kent þeim þau.-------- Aldrei hefi eg svo hugsað til hinna fornu innflutnings ára að ekki hafi þessar sagnir komið upp í huga mínum og það sem þær tákna og bera með sér. Æfin- týra sagnimar þurftu ekki að segjast þá. þó sagðar væri upp aftur og aftur. Menn lifðu þær, það vom þeir sjálfir, er risnir voru úr öskustónni og komnir út í heim- inn. Vér vorum afdala börn. Farareyrir- inn var enginn nema ættargripimir er mæðurnar höfðu varðveitt. Og hið eina er orðið gat til þess að borin yrði kensl á oss meðal manna, er tímar liðu fram voru þessir gripir. Sú umhyggja, sú að- hlynning, sú ástúð, er mæðumar urðu að láta í té var það sem öllu barg. í áföllum sjúkdóma vom þær hleztu og oftast einu læknarnir. Hjúkrun þeirra og nærgætni, og traustið sem börn þeirra báru til þeirra, öryggið sem þau fundu til, með nærvist þeirra, kunnátta þeirra að dreifa ama og óyndi með lestri eða sögu voru einu læknislyfin, og stóðu framar en vís- indin og hjúkrunar lærdómar. Við missir og dauða vom þær tíðast einn eða inni- legustu syrgjendurair. — Vonir þeirra höfðu brugðist, draumarnir ekki ræzt. í lágreistum híbýlum voru margskonar þægindi sköpuð og glaðast var jafnan að ganga heim, úr húsum útlendra nábúa eftir lengri eða skemri burtuveru. Hafi hugurinn á stundum leitað út, “til hall- anna úr moldarbænum”, eins og skáldið kvað, leitaði hann engu ófúsari heim aftur í moldarbæinn, því þar var flest ‘ sem bezt var af því sem lífið hafði enn veitt kynni af, samúð og samhygð, at- hvarf í önuglyndi, værð og hvíld eftir þreytu dag. Og þetta höfðu þær skapað. En þar var og líka enn annað, sem oft skortir í höllum og skrauthýsum en þar fann stað þó þröngt væri — það var hugulsemin og umhyggjan, ekki eingöngu fyrir þeim sem á heimilinu voru, heldur og líka fyrir þeim sem á heimilið komu, og mátti næstum segja, að einu gilti hver það var. Það var alt af rúm fyrir ein- hverja fleiri. Þó náði þetta sérstaklega til unglinga og bama. Bömin áttu hvar- vetna heima, undir heimilsþaki mæðra bygðarinnar og var eigi að því spurt hvaðan þau voru ef forsjá þurfti fyrir þeim að hafa og aðhlynningu að veita. Voru börnin líka fljót að finna það. Varð þetta í mörgum efnum til þess að mynda á meðal þeirra systkina hug, sem að minum dómi, hefir átt aðal þáttinn í því að vér höfum leitast við að halda saman sem þjóð og sifjalið fram til þessa dags. Hlutverk mæðra á frumbýlingsárunum var, ef svo mætti að orði komast, barna- vernd. Þær voru margar ekki lærðar þær tóku lítinn þátt í hinum miklu bolla- leggingum að bjarga landinu, um skipu- lags breytingar þjóðfélagsins, en þær tóku þátt í að varðveita og bjarga börn- unum, eftir beztu föngum, og munu þeir margir vera, enn í dag, sem álíta að með því væri landinu borgið og bjargað. Eng- an félagsskap höfðu þær um þetta en verkið var rækt jafnt fyrir því, og skyldubundið og veitti svipaðan árangur og verkanir lögmálsins í hinni ytri nátt- úru, á lif og gróður. Það var ekki að því spurt hverrar börn það voru er aðhlynn- ingar þurftu með eða forsjár í það og það skiftið. Það voru böm og þær voru mæður — mæður þeirra allra ef til kom og á þurfti að halda. í kulda, að bæta einni flíkinni við til skjóls, á ungling- inn er sendur var bæja á millum, vefja klúti um hálsinn á honum eða fá honum þurran vetling í stað þess sem hann var með. “Mamma þín sendir mér þetta seinna” var tíðasta svarið, “næst þegar að fellur ferð á milli okkar.” Til er lýsing er eg hygg að sé réttorð og sönn á húsum, heimilis hætti og um- byggju mæðra á þessum árum, er eg leyfi mér að fara með. Hún er á þessa leið: “Hús þessi (það er að segja heimilin) voru vistleg og vinaleg aðkomu, einkum að vetrardegi er komið var inn úr frosti og fönn. Enda voru viðtökur jafnan hlý- legar, hvera sem að garði bar. Gefst ekki betri gisting en þar var að finna. Voru íslendingar allir á þeim árum heimamenn hver í annars garði. Einkum voru hinar eldri konur nákvæmar við unglinga og böm, er send voru erinda bæja á millum. Var þeirra hugsun jafnan sú, að setja þau við eldastóna, láta þau hlýja sér, og gefa þeim svo eitthvað að borða af því er til var. Greiði og góðgerðasemi voru alstað- ar, svo að segja undantekningarlaust, um efni fram. Eftir að skólar voru settir jókst ágangur á bæjum er næstir voru skólunum. Ef vont var veður um það leyti sem skóla var sagt upp að kveldi, voru yngri bömin er langt áttu að fara, eigi látin fara heim, en hýst yfir nóttina. Var þá stundum þröngt í rúmi er 4 eða 5 voru komin í eina sæng. En áhyggjurnar héldu eigi vöku fyrir þeim, þau fundu sig þar eins örugg og í heimahúsi. Sofnuðu þau oftast vært undir húslestri því þá máttu þau eigi lengur bpldra saman, en urðu að hafa hljótt um sig meðan á lestrinum stóð.” Eg er sannfærður um að saga allra bygðarlaga vorra bregður upp samskonar mynd og þessari úr hverri sveit. Svo sam- eiginlegt og óskift var upplag þjóðar vorrar. Svo ákveðið og skorðum reist í heimilis og félagslífi hennar var þessi umsjá og umhyggja sem móðirin hefir jafnan gert að sínu umdæmi til blessun- ar landi og lýð, alt frá hinni elztu forn- öld, — alt frá Þuríði á Miklabæ, í fornum sið, og fram til þessa dags. Eigi þarf að spyrja hver árangur verður af slíku verki, til hvaða launa að unniö sé. Svo augljóst er það. Þessar öldnu mæður frumbygðanna, enu flestar nú mold í moldu, horfnar í skjól þeirrar móður er að lokum veitir öllum bömum viðtöku, ungum. sem öldnum — öld af öld. Þær eru horfnar í skaut jarðar. Þær eru í drottni dánar, og þeirra verk fylgja þeim, og fyrir hinum sem enn eru uppi, og seinna hófu starfið, hallar nú vestuc af. Þær unnu ekki, til þess að öðlast laun. Grasið sem vex á jörðunni, vex ekki af því að því sé heitið launum. En ástúð þeirra og umhyggja bar árangur, kærleikurinn ber ávalt árangur. Vér getum með sanni sagt að sá árangur séu laun, þó aðrir hafi notið þeirra, eins og líka þær ætluðust til en eigi þær sjálfar. 1 þeirri bygð sem eg þekti bezt til, hefir bam aldrei orðiö úti. Það em laun. Það er aðdáunarverð saga! Það er saga sem ekki sprettur eingöngu af tilviljun. Á vegleysum, í skógum, á rifahjarai í bylj- um og vetrar hörkum hinna fyrri ára, varð aldrei nokkurt bam úti. Það er ekki skuld mæðranna, ef sú óhamingja hendir oss nú, að börn vor verða úti í einum eða öðrum skilningi. Og yfir öll hin löngu og sömu ár hungraði heldur aldrei nokkurt barn. Réttirair vom ekki margir, en þeir voru ljúffengir, og til þeirra aflað af eigin dáð. af föður og móður, bræðra og systra höndum og bví nægjuríkari sem þeir höfðu kostað | meiri umhyggju og erfiði. Þetta voru laun sem vér naumast kunnum nú til launa að meta. Samibandið milli móður og barna er ávalt náið og heimul- legt, nánara en svo að því verði flíkað á opinberum stöðum eða út í almenningi eða haft að •hversdagsumræðu. Alt sem innilegast er, viðkvæmast og helgast velkist og óhreinkast, tapar, við það að vera lagt fram til skoðunar fýrir allra augu. Svo að minsta kosti hugsum vér íslendingar, það er á tilfinningu vorri og oss í lund lagið. Vér flíkum því ekki sem býr inst í huga og vér metum mest. — “Hugur einn það veit hvað býr hjarta næst,” sögðu forfeður vorir, og eru þau orð Hávamála ærið sönn enn. Þessvegna er það líka, ef til vill, að minna finst, en annars myndi í bók- mentum vorum ákveðið unl ' þetta efni, þó hvarvetna sé að því vikið óbeinlínis. Tilfinning- um sona og dætra gagnvart móðurinni, er hvergi beint lýst í sögum vorum, heldur er það ávalt og æfinlega látið koma fram í áhrifsvaldi því, er vilji móðurinnar hefir, eða í samtali, í tilsvörum í ákvörðunum, sem gerðar em. Þannig verka orð Þuríðar á Miklabæ, á Amór son hennar, að hann legst á móti þeirri samþykt er hann var sjálfur viðriðinn og gerð var, og leggur sig allan fram til líknar og bjargar hinum bág- stadda lýð er í dauða átti að vísa. “Arnór skildi góðfýsi móðr sinnar,” segir sagan, “ok tók vel ásakan hennar.” Nær er ekki rakið, enda er það ó- þarfi, því hitt er jafnljóst að engra fortölur annara hefði tjáð við jafnríkan höfðingja og ein- ráðann og hann var. Það var móðirin ein sem þar réði huga sonarins og afstýrði því böli og mannúðarleysi er særðu hinar göfugu hvatir hennar og móð- ur kærleika. í hinum yngri bókmentum vorum eru móður minnin held- ur eigi mörg, sem beint eru kveðin til minningar um látna móður. En þau eru undantekn- ingarlaust fögur. Höfundarnir minnast sólskins og saknaðar stunda æfi sinnar, sem allar eru tengdar minningu móður- innar og hversu úr böli var bætt og viti og skilningi gefin nýr þroski með degi hverjum með skýringum á því sem fyrir augun bar, er voru við þeirra hæfi. Þannig minnast þeir Matthías og Stephan G. mæðra sinna. Síðari tíma höfundar vorir minnast ósérplægninnar, umburðarlyndisins og ástúðar- innar er aldrei brást, hjá móður eða fóstru, er gekk í móður stað. Með því hreinasta og feg- ursta í þessum síðari minning- ium kemur fram í minningar- ljóði dr. Jóns Þorkelssonar til fóstru sinnar, er við honum tók daginn sama sem hann fæddist. Er þar hvert erindið öðru mýkra, óbrotnara og hreinna: “í liðnum tíma löngun er Ljúft við sumt að una, Flest þó bezt mér finst hjá þér Frá því eg tók að muna. Fyrir dygð og frómleik þinn Af flestum öðrum barstu, Æsku-vemdarengill minn Alla daga varstu. Til ellikvölds þú mintist mín, —Manns í fjarlægðinni, Þrotna mér og minning þín Má ei nokkru sinni.” Á líkan hátt minnist St. G. móður sinnar, og þó á annan hátt sé. Því móðurmálið hans er eiginlega mæðraminni vorr- ar íslenzku þjóðar. Hann lifði og hrærðist í anda, sál og sögu þjóðarinnar. Hún var alþýðu- konan, fátæk, hugprúð, skiln- ingsrík, djúpgáfuð og kærleiks rík. Með þeim var ástríki mik- ið. Anda hins djúphugula og fróðleiksþyrsta sonar, vakti hún, og leiddi inn á braut þekk- ingar, við öll verk er þau unnu í fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu í öllum lyfjabúðmn á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. saman. Hún sýndi honum öræf- in og fjallagróðurinn er kafinn var meiri hluta árs, undir fönn og frera og átti örðugt með að vaxa. Hún sýndi honum hvar liðnar kynslóðir höfðu farið. Hversdagslíf hennar og þeirra sýndu honum baráttu fyrir líf- inu. Alt þetta varð honum að umhugsunarefni, og túlkun og útskýring allra þeirra mannlífs mynda, er fyrir augu báru síð- ar: Leit eg af hnjúki himin-bönd Heiða-blámann, dala ljómann Ljóss og fanna furðu lönd.---- Alla mína landafræði Nam eg þá sem gat ei gleymt. Yfir landauðn, ljómi stóð Eins og bygð—sem æfin síðan, Ástin þín og veðurblíðan Gerði hraun að sléttri slóð. Breiddi yndi á auðn og sand Lærðist mér að unna—una Á að trúa, vona, muna Fegurð ykkar, líf og land. Lið þitt alt mér léztu í té Hönd þín stýrði hendi minni Hneptri um pennan fyrsta sinni Er eg þreytti um á og b.------ Þó að væri oft, við alt Ófimlega og illa lokið Ástar hendi gaztu Strokið Listanna minna höfuð halt. — Lýsing þessi, í einni eða ann- ari mynd, á við um allar mæður. Lið sitt alt hafa þær látið í té. Uppeldi þjóðarinnar hefir fram til þessa hvílt á höndum þeirra. Flestir beztu menn þjóðanna hafa hlotið sína fyrstu fræðslu hjá þeim, er þeir á síðan hafa eigi getað gleymt. Verkin þeirra hafa verið um alla tíma lífinu vernd, vonir þeirra ljós og ástúð þeirra og kærleikur og sjálfs- fórn lífinu líf. Með þenna vitn- isburð sögunnar að baki, höfum vér fyrir margt að þakka. Haf- andi þetta þrent oss til traust og hjálpar höfum vér guð með oss. Hann er með oss, í ást og í framtíðar-vordraumum mæðra og formæðra, fram allar aldir og aldaraðir. R. P. TIL UNGA FÓLKSINS I. Gamla, íslenzka fólkinu, sem fæddist og ólst upp á íslandi fækkar stöðugt. Flest af því hefir lifað örðuga baráttu. Þeg- ar það kom til þessa lands, þurfti það að yfirstíga fjölda lörðugleika, bæði frá hendi nátt- úrunnar og mannanna. Það ruddi skóga, plægði jörðina og smám saman flutti það sig úr loggakofunum, þröngum og fá- tæklegum, yfir í betri híbýli í sveitum og borgum. — Um leið og þessi stórvirki voru unnin, þurfti líka að berjast við for- dóma og jafnvel lítilsvirðingu ókunnra þjóða, sem ekki vissu, að íslendingar væru menning- arþjóð. Nú sjást greinar um það í víðlesnum blöðum, að ís- lendingar séu með beztu borg- urum landsins og hvar sem er njóta þeir fullrar virðingar á við aðra menn. En hverjum og hverju er þetta að þakka? — Sama fólkinu, sem ruddi skóg- ana og plægði akrana — það er gamla fólkinu að þakka. Þó iekki þeim, sem kostuðu þjóð-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.