Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.05.1935, Blaðsíða 1
XLIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. MAÍ, 1935 NUMER 33. Mussolini sendir fleiri hermenn til Ethíópíu Róm, 14. maí — Mussolini sendi um síðustu helgi 200,000 hermenn á ný til Ethiopíu í Afríku. Undir vopnum >er sagt að hann muni hafa þar í lok þessarar viku um 950,000 manns. í ræðu er hann hélt í Róm í gær, kvað hann óumflýanlegt, að ítalía væri þar við öllu búin. Haile Selassie sá er ríki ræður þar, sagði Mussolini að væri alt annað en auðsveipur. # Prá Ethiópíu kom orðsend- ing í fyrradag til Genf um að ÞjóðaJbandalagið yrði tafarlaust að skerast í leikinn; framferði ítala væri að stofna beims- friðinum í hættu. Á fundi Þjóðaba,ndalagsins fluttu Bretar tillögu eftir þetta um að leggja ágreiningsmál landanna fyrir fund og reyna með því að stýra hjá stríði. Var Mussolini ekki um þá tillögu, en sá þó sitt vænsta, að vera með henni, ekki sízt vegna þess að Frakkar fylgdu Bretum að máii Ef til ófriðar kæmi er sagt að Ethiópía eigi von á aðstoð frá Tyrkjum. Nema því aðeins að Þjóða- bandalagið geti komið í veg fyr- ir það, er búist við stríði þarna með september-mánuði. Tyrkinn vaknar Krefst leyfis að víggirða Dardanella-sundin London, 14. maí — Á fundi Balkan þjóðanna í Búkarest í gær, kváðust Tyrkir ætla að fara fram á það að fá leyfi til þess að reisa við aftur vígin við Dard anella-sundin. í Lausanne-friðarsamningun- um eftir stríðið, var Tyrkjum bannað að hafa nokkurn herút- búnað á strandlengjum sín- um bæði austan og vestan meg- in við Dardanellasiundin. Jafnframt því að víggirða sundin aftur, er Tyrkland að fara fram á að reisa varnar- múra á landamærum sínum og Búlgaríu. Ef vestrænu þjóðimar leyfa Þýzkalandi og Búlgaríu að her- væðast eins og þessi lönd hafa í hyggju og séu nú að gera, segist Tyrkland einnig hafa rétt til að auka herafla og hervarnir sínar. Bretum og Frökkum finst fátt um þessa hernaðarvakn- ingu Tyrkjans. FREGNSAFN Afhending heiðursmerkja Afhending heiðursmerkja, er konungur veitir um hver ára- mót, fer vanalega fram í þing- húsinu í Ottawa með mikilli viðhöfn nokkrum mánuðum seinna. Ein slík athöfn er nú nýafstaðin í Ottawa. Voru all- ir er sæmdar nutu kvaddir til Ottawa 5. maí síðast liðinn, og afhendi landstjóri, Bessborough lávarður þeim heiðursmerkiti með vanalegri viðhöfn. í hópi þeirra er sæmdir voru, var einn íslendingur, Mr. Sveinn Thor- valdson og var hann þama við- staddur. * * * um sér, að kenna að ekki væri betur ástatt með atvinnu, en raun væri á. Það væri sagt, að þetta land, væri tækifæranna land. En þrátt fyrir það gætu ! menn ekki fengið neitt að gera hvað sem í boði væri og hvað mikið sem stjórnimar reyndu til að bæta úr atvinnuleysinu, af því að peningavaldið notaði ekki sérréttindin, sem það hefði frá þjóðinni ‘samvizkusamlega’. * * * Fjármálastefna Bandaríkjanna Henry Morgenthau, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu er hann sélt s. 1. mánu- dag, að stefna Bandaríkjanna í fjármálum væri pall-stöðug og peningar landsins væru eins tryggir og frekast yrði ákosið. Bandaríkjunum væri brugðið um það hvers vegna, að gjald- eyrisfóturinn væri ekki verð- festur einu sinni fyrir alt. Hann | kvað ekki mundi standa á að Bandaríkin gerðu það, ef Ev- rópuþjóðirnar sýndu, að þeim væri ant um það. • Hann kvað Bandaríkjunum jafn-auðvelt, að verðfesta gullið og hitt, að gera það ekki, því hvor stefnan sem farin væri, hefði engin áhrif á gjaldmiðilinn; hann væri jafn traustur, hvað sem gert væri. En svo lengi sem Evrópúþjóð- irnar ekki kærðu sig um að verðfesta sinn gjaldeyri, bæri Bandaríkjúnum ekki neitt meiri siðferðisleg skylda til þess. Viðskiftahöldar Bandaríkj- anna kváðu meira aðhafst, ef fastákveðið væri, hve mikið gullgildi dollarsins væri, hvort sem það væri 50 cents eða eitt- hvað annað. Þó fjármálastefna j stjórnarinnar raskaði ekki tryggingu peninganna, gerði hún athafnalífinu ilt. Pilsudski dáinn Sektin hækkar Tveir menn voru sektaðir í gær fyrir að aka hraðara en lögin leyfa í Winnipegbæ. Nýju lögin um hraða eru 30 mílur á kl.st. Mennirnir óku 35 og 38 mflur. Fyrir það voru þeir sektaðir $10. hvor. * * * Canadia tekur 60 miljón dollara lán Verðbréfasala Canada byrjar í dag fyrir 60 miljón dollara lán inu sem stjórnin hefir ákveðið að taka. í vexti greiðir hún 2/2 til 3%. Lánin eru til 8 ára og til 20 ára. Lánið er ekki tekið til neins sérstak^, heldur almennra nota. * * * Peningavaldinu um að kenna í ræðu er Hon. H. H. Stevens hélt s. 1. mánudag í Windsor, Ont., kvað hann peningavald- inu, þessari hálfu tylft manna í Canada, sem ráðin á notkun peninga og lánum hefðu í hönd- Varsjá, 13. maí — Joseph PilSudski einvaldsherra og fjár- málaráðherra Póllands, dó síð- ast liðinn sunmudag, sama dag- inn og hann fyrir 9 árum tók ráðin í sínar hendur og gerðist | einvaldsherra þjóðar sinnar. Pilsudski var 67 ára gamall, I öðrum þjóðum þótti ekki við lamb að leika sér þar sem hann var annars vegar. Um komu Edens til Póllands t. d. sagði hann, að Bretar væru frakkast- ir að segja öðrum þjóðum fyrir j hvað gera skyldi og hvernig þær ættu að haga sér, en þeg- ar í óefni væri komið, teldu þeir sig óháða og hvergi hafa nærri hlutunum komið. Blað stjórnárinnar á Rúss- landi vonar að auðveldara verði að uppræta óvildina milli Rúss- j lands og Póllands að Pilsudski látnum. Pilsudski var ekki einræðis- maður í sama skilningi og Mus- solini eða Hitler. Hann var SKÁTAR FRÁ RIVERTON KOMA Á FUND BADEN-POWELL Eins og getið var um í síðasta blaði. var Baden-Powell lávarður og frú hans stödd í Win- nipeg fyrstu dagana af þessum mánuði, en þau eru foringjar og stofnendur skátahreyf- ingarinnar innan Bretaveldis. Sóttu skátafélög á fund þeirra og voru geisifjölmenn skátamót hér haldin um það leyti. Þátt í þeim fagnaði tók skátafélagið frá Riverton, er myndin hér að ofan er af. Segir svo í fregninni í Winnipeg Tribune með myndinni, að Sveinn kaupm. Thorvaldson hafi kostað för þeirra bæði að búningi og öðru. Foringjar skátafélagsins eru í fremstu röð á myndinni og eru þessir: Harold Sigurðsson, Her- bert Eastman, J. C. B. Williamson, aðalforingi og" sonur hans fyrir framan hann, og Gunnsteinn Eyjólfsson. miklu afskiftalausari um lands- málin inn á við en þeir. Hann var ekki Pólverji að ætt, heldur var hann fæddur í Lit- haugalandi af háttstandandi og mikilsvirtum foreldrum. En sá hluti landsins sem hann bjó í var tekinn hernámi af Pólverj- um. Þannig varð hann þegn Póllands. Hann þótti gamaldags í hugs- unarhætti af því að hann hat- aði alt brask og skuldafargan, en vildi að þegnarnir reyndu að bjargast af búi sínu með iðni og sparsemi, sem gert höfðu landsmenn hans í æsku í Lit- haugalandi. Og ríkið sagði hann að ætti að hafa sama bú- skaparlagið. Douglas kemur til Alberta Edmonton, 13. maí — Skozk- ur maður, C. H. Douglas að nafni, og höfundur þjóðfé- lagðsstefnu, sem ýmist er við hann kend eða um er talað sem Social Credit fyr'irkomulagið, kom til Edmonton í gær. Hann kemur á vegum. fylkisstjórnar- innar í Alberta og í þeim erind- um að lækna fylkið af fjárhags- kvillum þess. Laun hans eru $100 á dag og er sagt að tekið sé fram í samningi hans við stjórnina að þau eigi að greið- ast í núgildandi peningúm, en ekki í Social Credit gjaldmiðli. Hvað Douglas ráðleggur er nú óvíst, en ólíklegt er ekki að það verði eitthvað í Soc.ia, Oredit áttina og þá um leið bein meðmæli með stefnu Aberhart, sem stjórnin telur erki-óvin- sinn, og talsvert er á orði, að geti reynst stjórninni skeinu- hættur í kosningunum sem fara 1 dögun á sunnudagsmorgun- inn, 12. maí, varð bíll tveim ungum mönnum að bana í Win- nipeg. ■ Bíllinn var á ferð vestur Por- tage Ave., voru fáir á ferli, því þetta var kl. 4.30 að morgni. En milli Arlington of Home stræta voru tveir menn á gangi yfir Portage Ave. Ók bíllinn á þá, sjáanlega með miklum hraða, því öðrum manninum kastaði hann yfir 30 fet burtu. Hinn rakst svo hart á framrúðu (Windshield) bílsins, að liún brotnaði. Dó hann samstundis en hinn eftir á sjúkrahús kom í hönd. Stjórnin virðist því viðurkenna, að eitthvað sé nýti- legt í.þessari Douglasar-stefnu. Og það eitt er víst að hún er skæð kosningabeita, því að lofa fylkisbúum því, að skifta öllum hreinum gróða viðskifta og iðn- aðarstofnana upp milli þeirra, er atriði, sem ekki er gaman fyrir kjósendur að leiða hjá sér. í því skilst þeim er þetta ritar að minsta kosti fólgin 300 doll- ara veitingin, sem bæta á brauð hvers tvítugs manns og konu með í fylkinu, þó á tvennu geti nú leikið með það, að sá gróði nemi alveg svo miklu. Stærsti agnúinn á Douglasar- stefnunni, er breytingin á gjald- miðlinum, sem óumflýjanlegur er. En ef hann reynist góður innan fylkisins, er naumast á- og mun aldrei hafa fengið með- vitund eftir slysið. Hétu þeir William Love og Leonard Pick- ering, áttu báðir heima í Win- nipeg. Sá er bflnum ók, hét John R. Anderson og á heima á Gertrude stræti í bænum. Með Anderson var annar maður í bílnum er Ried heitir. Yfirheyrsla hefir ekki farið fram í málinu, en þeir sem í bflnum voru, höfðu í veizlu ver- ið og voru að koma úr henni, eftir að hafa flutt stúlkur er í veizlunni voru til sinna heimila. Anderson er laus gegn $20,000 veði. stæða fyrir önnur fylki landsins að amast við honum hvað sem um viðskifti við önnur lönd er að segja, er að líkindum viður- kenna aðeins gjaldmiðil lands- ins. FORSÆTISRÁÐHERRA fSLANDS ÞAKKAR VESTUR- ÍSLENDINGUM FYRIR GJÖF f JARÐSKJÁLFTASJÓÐINN Rrík, 15. marz 1935 Mr. Sofonías Thorkelson, 738 Arlington St., Winnipeg, Canada. Heiðraði herra, Eg þakka yður og meðnefnd- armönnum úr söfunarnefnd klúbbsins “Helgi Magri” fyrir vinsamlegt bréf, dags. 28. jan. s. 1., og fyrir hina rausnarlegu gjöf frá Vestur-íslendingum í Jarðskjálftasjóð. Var mér sér- stök ánægja að láta útvarpa tilkynningu um gjöfina til þess að íslendingar um land alt fréttu samtímis um þessa miklu vináttu- og samúðargjöf frænd- anna vestra gagnvart þeim, sem mikið tjón og hörmungar hafa orðið að þola vegna landskjálft- anna við Eyjafjörð á síðastliðnu sumri. Eg geri ráð fyrir, að ykkur sé hugleikið að frétta hvernig íslendingar hér heima hafa orð- ið við áskoruninni um að rétta hjálparhönd samlöndum sínum, og er skemst frá að segja, að það hefir sannast, að enn er hjálpfýsin almenn mieðal ís- lendinga, þrí með frjálsum samskotum hafa safnast rúm- lega 180,000 krónur, og þótt þessi upphæð nægi ekki ein til þess að endurreisa bæi og heimili, sem hrundu í land- skjálftanum, þá var það þó svo veruleg hjálp( að að viðbættu framlagi frá ríkinu þá verður hægt að hjálpa svo að verulegu liði komi. Enda eg svo bréf þetta með beztu kveðjum og þökk. Yðar einlægur, Hermann Jónasson SÉRA JAKOB JÓNSSON FLYTUR FYRIRLESTUR í GLENBORO Séra Jakob Jónsson, þjóð- kirkjuprestur frá Nesi í Norð- firði á íslandi austanverðu, sem hefir starfað á vegum Sam- bandskirkjfélagsins síðan í byrjun október s. 1. kom til Glenboro 30. apríl og flutti erindi hér um kvöldið að til- hlutun kvenfélagsins. Erindið var um þjóðkirkjuna á íslandi og var hið skörulegasta í alla staði. Séra Jakob er kornung- ur maður með eld í sál, og með afbrigðum málsnja,Il, hann skýrði greinilega frá straumum í trúarlífi Íslendinga um síðustu áratugi heima á Fróni og víðs- sæisstefnu þá sem ríkir í þjóð- kirkjunni, sem rúmar báðar trú- « arstefnurnar — gömlu og nýju guðfræðisstefnuna, er hann- málsvari nýju stefnunnar sem eldi hefir farið um hugarlönd hinna yngri íslendinga á síð- asta mannsaldri, þar sem voru forvígismenn slíkir ágætismenn sem séra Haraldur Níelsson og biskup Jón Helgason o. fl. Séra Jakob virðist hafa eld- heitann og einlægan trúará- húga, og hann hefir þann heil- brigða skilning að kirkjan eigi að láta sig miklu varða mann- félagsmálin, og ibeita sér fyrir mannúðar og réttlætisstefnur í þjóðfélaginu, dylst engum að hann finnur sárt til með oln- bogabörnum mannlífsins. Þrátt fyrir það, þó séra Jakob sé ákveðinn fylgismaður sinnar stefnu er hann umburðarlyndur við þá sem á öndverðum meið standa við hann með skilning á trúaratriðum eða öðrum áhuga- málum eins og sönnum manni sæmir. Síðan séra Jakob kom vestur um haf, hafa margir hér alið þá þrá í brjósti að fá að heyra hann og kynnast honum, og kvenfélagið á þakkir fyrir að gangast fyrir þrí að hann kom hér og flutti áðumefnt erindi Samkoman var allvel sótt, en þó vart sem skyldi. Séra E. H. Fafnis setti samkomuna og mælti nokkur orð að loknu er- indinu. Séra Jakob er vormaður í anda og hugsun og er eg sann- færður um að hann hefir verið þörf sending Vestur-íslending- um, hvert sem að þeir bera gæfu til að hagnýta sér leið- beiningar hans eða ekki, hans hugsjón er eins og kirkjunnar á Islandi að trúarlega ættu menn að vinna saman undir sama merki í bróðurhug og kærleika, þótt ágreiningur kunni að vera um ytra form og auka atriði. Aðal þungamiðja og kjarni kristinnnar hugsjón- ar er að elska guð af öllu hjarta og náungan eins og sjálf- an sig, það er hið æðsta boð- orð, og um það ættu allir menn að geta verið sammála. Hjartans þakkir fyrir kom- una séra Jakob. Þess verður lengi minst hér. Góðir gestir eru ætíð velkomnir, en ekki sízt góðir gestir frá íslandi. G. J. Oleson —6. maí, 1935. VOR-GESTUR Þú kominn ert gjallandi gaukur að guða á skjáinn hjá mér. Nú brosir ljósvakinn laukur við léttan hlátur frá þér; þér dynur frelsið í fjöðrum á flugi um lofthvelin blá, og þú ert aflvaki öðnum v sem altaf vængina þrá. Nú gamli góðvinur ertu sem gestur kominn til mín; og sæll og velkominn vertu með vorglöðu hneggin þín. Jeg vona þú verðir nú hjá mér svo vori hér betur að en farir ei butru frá mér unz Frosti ríður í hlað. - - <-3. Kominn aftur! æskuvinur minn ungi, til að kveða sumar-ljóðin og að senda hlýjan hlátur þinn hröfnunum gem krúnka vetrar-óðinn. Galsa-ibarn í vorsins leik og list lengi hef’ eg samvist þína mist. Ærsla-barn í sólskins-gulla-glans gott er þig að heyra, sjá og finna hér í auðnum útilegumanns — aftur svo á þig og vorið minna.— Gaman væri að grípa í strenginn sinn glaða hlátra’ og vængjasláttinn þinn. Jón Jónatansson Tveir menn bíða bana í bílaslysi á Portage Ave.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.