Heimskringla


Heimskringla - 21.08.1935, Qupperneq 4

Heimskringla - 21.08.1935, Qupperneq 4
4 SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1935 ITreímskt'ingla (StofnuO 1888) Kemur út á hverjunt miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlðskifba bréf biaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave.. Winnipeg “Heimskringla" is publlshed and printed by THE VIKINO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepbone: 86 537 WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1935 STJÓRNMÁLIN Með yfirlýsingu sambandsstjórnarinnar um áð kosningar fari fram 14. október, hefst baráttan milli stjórnmálaflokka landsins fyrir alvöru um völdin á kom- andi þingtímabili. Og þeir eru nú orðnir talsvert margir flokkarnir, sem fært sjá sér að ráða fram úr vandam&lunum, svona á yfirborðinu, að minsta kosti. Að suma þeirra bresti nú fremur mátt til þess, en vilja að ná völdunum, mun þó — og ekki að ástæðulausu — grunur all- margra kjósenda. Sú stjóm sem með völdin fer á næsta þingtímabili, verður ekki öfundsverð af því. Kreppan er að vísu að réna, en það er langt frá að hún sé úr sögunni. Þó ofurlítið virðist vera að birta til í þessu landi, er því ekki að heilsa meðal allra þjóða heims. Og gálauslega skyldi enginn ganga upp að kosningaborðinu á þessu hausti. í>að er þeirra vandamála að gæta í stjórn þessa lands, að við fáum fæstir skilið það til fulls, og maður freistast ti7 að halda, að sumum fTokksleiðtogunum sé ekki eins kunnugt um það og skyldi. Undanfarin kreppuár, hafa verið ein hin erfiðustu stjórnarár í sögu þessa lands, sem flestra annara landa. En þau hafa verið á sama tíma harður skóli fyrir stjórnirnar, sem verið hafa við völd. Þeir vita það bezt, sem í þeim skóla hafa verið, hvað hann hefir þeim erfiður verið og hvað á sig hefir þurft að leggja til að halda í horfinu og sigrast á hverjum nýjum sjórnarfarslegum erfiðleika, sem að höndum bar. Þó þjóðin sjálf færi ekki varhluta af þeim erfiðleikum, hygg eg álit hennar það, að Bennettstjórnin hafi að sínum hluta, jafnvel fram yfir það, sem sanngjamlega var hægt að búast við af nokkurri stjórn, stýrt fleytunni hjá boðum, tog blindskerjum og skilað skipi og hlut heilu og höldnu í höfn. En það er meira en mörg stjórnin hefir gert. í kosningum er því miður of sjaldan til- lit tekið til þessa, sem minst var á. Erf- iðir tímar eru vanalegast kendir stjóm- inni, sem við völd er, þó þeir séu afleið- ing af kreppu, sem um allan heim ríkir. Og í blindni er svo sagt, að skifta þurfi um stjóm. Það á að vera lækningin. Um það hvemig sú skoðun reynist oft, þarf ekki að lýsa fyrir neinum. Þegar stjórnarhæfileikar formanna flokkanna sem nú sækja um kosningu, eru bornir saman, efumst vér um, að þeir verði margir, sem viðurkenna, jafn- vel hvaða stjórnmálaflokki sem þeir fylgja, að nokkur þeirra taki Rt. Hon. R. B. Bennett fram, sem stjómmálamanni. Og það eitt, að sumir flokkanna, sem um völd sækja, koma fram, á til þeirrar skoð- unar almennings einnar rætur að rekja, að tímar hafi verið erfiðir og skifta þurfi um stjóm. Að hinu er ekkert spurt eða fengist um, hvað erfiðum tímum veldur, né hvort nokkur líkindi séu til að þeir batni með skiftunum. Eftir þeim hlutum er heldur ekki svo auðvelt að komast hjá þeim flokksforingjum, sem annað hvort þora ekki að birta áform sín um það, eða þeir hafa ekkert að birta. Það mun flestum verða á að spyrja, hvort hagur lands og þjóðar vaki beinlínis fyrir þessum foringjum eða hvort að það séu aðeins eigin laun og hýran til hins “langsoltna liðsmanna hers” þeirra, sem verið er að slægjast eftir með völdunum. Eða ætli að þeir gefi laun sín líknarfélög- um og leggi líf og heilsu sína samt í söl- urnar fyrir að reyna að bjarga þjóðinni með starfi sínu, eins og núverandi for- sætisráðherra hefir gert? Þó segja megi að Bennett sé fjáður maður og muni ekk- ert um laun sín, og það sé satt, er það fleira sem til greina kemur en það, því með því fæst ekki skýring á því hvað því veldur að hann leggur sér á herðar erfið- asta starfið, sem landið á nokkrum manni að bjóða, án þess að þurfa þess með launa vegna eða honum stafi nokkur persónulegur hagnaður af því, annar en sá, er felst í ánægju hvers góðs þegns um að hafa ynt af hendi skyldu sína við landið, hvemig sem það er þakk- að af almenningi. Það er langt eða nærri tveir mánuðir þar til kosning fer fram. Vonandi eiga kjósendur kost á því, að kynna sér við- horf flokkanna rækilega til vandamála þjóðarinnar, svo þeir geti sagt að kosn- ingu lokinni, að þeir hafi ekki kosið blind- andi eins og Skaði mann sinn forðum. Meira. GRUNNSTOÐIR STEFNU KINGS EÐA LIBERALA GÖMUL LÝGI í kosningunum sem fara í hönd, er það ljóst, að aðal-atriðið í stefnuSfcrá liberala eru tollmálin, enda hafa þau stundum reynst hreinasta ljósabeita í liðinni tíð. Þó þetta margtugna kosningaagn, sé nú búið að missa talsvert nýja bragðið, á sjáanlega að reyna það einu sinni enn. Hvenær liberalar byrjuðu að ljúga því að kjósendum1, að þeir væru lágtolla flokkur, skal ekkert sagt um, enda gerir það minst til. Hitt er eftirtektaverðara. að ræzt hefir á þeim, sem flokki, það sama og á einstaklingnum, sem lýgi iðkar, að hann trúir nú orðið sjálfur sinni eigin lýgi og byggir allar sínar kosninga fram- tíðarvonir á henni. Á öðrum stað í þessu blaði er tafla birt, er sýnir meðaltal af tollasveiflunum á hverju einasta ári frá því að þeir voru löggiltir í þessu landi. Á sambandsþing- inu hefir oft verið vitnað í þessar stjórn- arskýrslur og hefir engum manni komið til hugar að rengja þær. Þær eru því hvorki villuljós né kosningabeita, heldur blákaldur sannleikur. Og hvernig stendur það svo af sér við þær, sem haldið er fram um lágtollastefnu liberala? Hvað marga m'undi hafa grun- að það að óathuguðu, eftir alt mas liber- ala um lágtolla, að King hafi hækkað tolla nákvæmlega jafnmikið er hann kom til valda og Bennett gerði 1930, er hann tók við. Þrátt fyrir öll loforð Kings um tolllækkun í stefnuskránni 1919 sem meira að segja fylgdi löng skrá af vörum sem tolla átti að lækka á, fer hann til verks og hækkar tollana um 4%, eftir að hann er kominn til valda. Það er eg hræddur um að hefði verið kallað kosn- ingaloforðasvik af blaðinu “Free Press”, ef annar en King hefði átt í hlut. Hvað veldur þessu? Hver sem á toll- mál þessa lands lítur frá heilbrigðu sjón- armiði, mun sannfærast um það, að þau eru algerlega háð því, sem í tollmálum gerist hjá öðrum þjóðum, er Canada skift- ir við, sérstaklega í Bandaríkjunum. — Stjórnin hér, hefir alt annað en óbundnar hendur í tollmálum, hver sem hún er. Þó liberalar hafi talið kjósendum trú um annað, er það blátt áfram kosninga blekk- ing. Ef það væri ekki svo, væri ómögu- legt að afsaka framkomu Kings í toll- málunum. Vegna þess að Wilson-Underwood toll- lög Bandaríkjanna árið 1912, voru lág- tollalög, gat Borden lækkað tolla í Can- ada til muna sem táflan ber vitni um. Þegar aftur Fordney-McCumber tolllög Bandaríkjanna voru hylt, sem hækkuðu tolla mjög, varð King nauðugur viljugur að gera það sama hér. Og svo koma Smoot-HawIey-lögin í Bandaríkjunum, er gífurlega hækka tollana, sem það leiðir af, að Bennett verður að gera eins. Hvor flokkurinn við völd var, hefði ekki gert minsta mun. Og í kosningunum 1930 kemur Dunning meira að segja með toll- hækkunarstefnuskrá staðfesta af King, sem þjóðin hafnaði eingöngu af því, a hún trúði því ekki, að það væri alt blekking, sem liberalar höfðu verið að kenna þeim og reyna að hugfesta hjá þeim, um að þeir væru lágtollamenn. Þessi skrípaleikur liberala kom þeim þarna sjálfum1 í koll. Og ætli að svo geti ekki farið að bæði þessi sami og aðrir skrípaleikir þeirra geri það enn? BLÁLAND Land, sem litlar sögur hafa farið af, er nú daglega nefnt í fréttum á fyrstu síðu dagblaða heimsins. Það er keisararíkið Abyssinía í Norðausturhluta Afríku. Sú sérstaka athygli sem landinu er nú veitt, stafar þó ekki af því, að þar sé nýtt heimsveldi á uppsiglingu, heldur hinu, að milli þessa kotríkis Haile Selassie keisara og ítala, er að lenda í stríði, sem ýmsir spá um að geti orðið byrjun til nýs al- heimsstríðs. Um land þetta og þjóð skal því farið hér fáeinum orðum. Algengasta nafnið á landinu, er Abys- sinía, ekki sízt erlendis, en þó einnig heima fyrir. En leiðtogum lýðsins geðj- ast ekki að því nafni, og vilja halda í það nafn, er Grikkir og Rómverjar gáfu því til forna, en það var Eþíópía. Abyssiníu nafnið er af arabisku orði “habesh” myndað, sem þýðir “blandaður” og á við þjóðina að því leyti, að hún er blönduð Semítum og Hamítum all-mikið. Þó þjóðin sé dökk á hörund, er hún ekki Negrar eða eiginlegir Svertingar. í blaði heima á íslandi, var nýlega minst á þetta land og bent á, að réttara væri að stafa nafnið Abessinía, en Abyssinía. Mun það sönnu nær, enda er nafnið þann- ig skrifað í blöðum heima. En hví ekki að nota gamla íslenzka nafnið á landinu, Bláland? Það á eins vel við landið og þjóðina og nokkurt annað nafn og er auk þess þægilegt í íslenzku máli. * * * Ef við hugsuðum okkur alla íbúa Can- ada eiga heima í British Columbia fylki, fáum við nokkurn veginn rétta hugmynd um stærð lands og tölu íbúa Blálands. Landið liggur hvergi að sjó. Eritrea, eign ítala og Somalilönd Frakka og Breta, að- skilja það frá Rauðahafinu og Indlands- hafinu. Fyrir sunnan það er Kenya, lýð- lenda Breta. Og að vestan er Sudan, land Breta og Egypta. Ein járnbraut tengir landið við sjó. Hún liggur frá sjóborginni Jibuti í Som- alilandi Frakkanna og alla leið vestur til Addis Ababa, höfuðborgar Blálands. Er sú borg inn í miðju landi. Brautin er 487 mílur að lengd. Fasta ferðaátælun hafa lestirnar ekki, en leggja af stað er flutn- ingur er nægur og farþegar. Frakkar byrjuðu að leggja járnbrautina laust eftir aldamótin, en fullger var hún ekki fyr en 1918. Ferðin er farin á 3 dögum í vætu tíð, en 36 klukkustundum í þurveðruml Annað samband Blálands við umheim- inn, er við útvarpsstöðvar í Cairo, Jibuti og Aden. ítalíu-stjórnin hefir símastöð í Addis Ababa og fréttasamband við As- mara og Eritrea. v * * Vegslóðir eru frá höfuðborginni til Egyptalands, Eritrea og Somalilands hins brezka. Ferðast kaupmenn þangað á úlf- öldum með varning sinn. Um aðra vegi er ekki að ræða í landinu. Frá því árið 1896, hefir Addis Ababa (smáblómið) verið höfuðborgin. En hún hefir ekki ávalt þar verið eða á nein- um sama stað heldur víða um land á ýmsum tíntabilum. Elr ástæðan fyrir því sögð stöðug stríð við óvina þjóðir og þurð á eldsneyti. Var vanalegast að höfuðborg væri flutt úr stað, er eldiviðarlaust var. En Addis Ababa hefir undir stjórn Haile Selassie, tekið miklum framförum og er líkari nútíðar borgum um margt, en höf- uðborgir landsins hafa áður verið. Er líklegt talið að hún eigi örugga framtíð, sem höfuðborg. Um götur höfuðborgarinnar þjóta dag- lega 300 bílar. Þar er bandaríkst sjúkra- hús, fjórir skólar evrópiskir að sniði og keisara-höllin. Búðir og verkstæði ýms eru þar, sem flest eru þó ekki annað en skúrar, gerðir úr gáruðu þjakjárni. íveru húsin eru flest ómerkileg, með keilu- mynduðum þökum úr torfi og mteð torf- gólfum. Það er nú tillag Blálendinga í byggingarlist. V # * Lénsfyrirkomulagið hefir gengið seint að uppræta, vegna leti og deyfðar þjóðar- innar. Erfiðisvinng, er enn unnin af þræl- um, en landeignamennirnir eru prinsar og önnur stórmenni. Því fleiri þrælar, sem í þjónustu þeirra eru, því voldugri eru þeir og í meiri metum hafðir. landsins er talin um 12 miljónir. Landkostir eru sagðir nægilegir fyrir tíu sinnum meiri eða svo að segja ótakmarkaða nauta- rækt. * * * Frá því í júní og þar til í september er oft látlaus rigning, en ákjósanlegt veður alla aðra tíma árs. í suðurhluta landsins, þar sem hitinn er mestur, er sykur og kaffi ræktað með sömu aðferðum og fyrir tvö þúsund árum. í mið-héruðun- um, þar sem hitinn er tempr- aðri, er hveiti, bygg, mais, tó- bak og karöflur ræktað. Á há- sléttunum er kvikfjárræktin, naut, sauðir og geitur. Svín sjást ekki í Blálandi. 'Garðmatur og ávextir eru ekki ræktaðir og er þó jörð þarna talin ágæt til ræktunar hvorutveggja. Nautakjötið er étið hrátt og afleiðingin af því er, að Blálendingar þrjást af bandormasýki. Framleiðsla á þessu öllu er í mjög smáum stíl og frumstæð. En hún á eftir að færast í vöxt, er landið kynnist meira umheiminum. Og það gerir það á þann hátt, að ýms félög frá öðrum löndum eru að setjast þar að. Félag frá Frakklandi og Belgíu, er nú nýbyrjað á að rækta þar bómull. Belgiskt fé- lag er og að byrja kaffirækt i stórum stíl. Járn, gull, platin- um og brennisteinn er þar í jörðu. Þar eru og fossar og straumharðar ár, sem ekki hefir verið reynt að beizla. * * * Ferðepnenn lýsa Blálending- um sem hraustlegum á velli, djarflegum og ákveðnum1 á svip, þrautseigum í bardögum og beri sár og þjáningar með þol- inmæði. Haile Selassie og prinsar hans eru miklir ætt- jarðarvinir og þjóðin í heild sinni ann ættjörð sinni og er stolt af sjálfstæði landsins. Blá- lendingar eru hneigðir til veiða, en eru lélegar skyttur bomir saman við Evrópumenn. Félag er nefnt er Field Mus- eum ferðaðist frá Evrópu til Blálands fyrir nokkrum árum. Lætur það mikið af fegurð landsins. “Fjöll og dalir, skógar og engi, vötn og ár, gljúfur og þverhnýptir hamrar, gera lands- lag þarna svo svipmikið og fjöl- breytt, að óvíða er annað eins að líta,” segir það í skýrslu sinni. Merkilegust af öllum fljótum og ám, er Bláa-Níláin, sem upp- tök sín á í Litlu Albai-ánni í norðvestur hluta landsins, og rennur í vatnið Tsana og mynd- ar það að nokkru, en rennur svo inn í Sudan og frjóvar jarð- veginn alla leið til sjávar. Væru Egyptar illa staddir ef þessi gróður-lífgjafi væri ekki til. Trú Blálendinga er Kristni er þeir tóku á sjöttu öld af Koft- um, svonefndum, frá Egypta- landi, og er kirkjan enn kend við þá og harla lítið breytt frá þeim tímum. í Galla-héraði suður undir Kenya, eru inn- fæddir svertingjar og eru þeir múhameðstrúar. — Aðrir trú- flokkar eru ekki í land- inu, að fáeinum heiðlíngjlum og nokkrum Falashes eða “Svörtu Gyðingum” undanskild- um. Og vegna þess að þessir landeigna- drotnar eru oft ómenni og engir fram- kvæmdamenn og þrælamir latir og hylsknir, er land, sem þarna gæti gefið af sér þrjár uppskerur á ári, í hálfgerðri ó- rækt og gerir ekki betur en að fæða þær 10 miljónir manna, sem það byggja, þó kröfumar séu ekki meiri en það, að draga einhvernvegin fram lífið. Land sem kaffi vex í svo að segja sjálfsáð og vilt (eitt héraðið heitir Kaffa og þaðan er nafnið á kaffi komið) flytur aðeins út fáein þúsund tonn á ári af kaffi og fremur lélegu í ofanálag. Önnur útflutn- ingsvara eru nautshúðir, er nautahjörð Hér um bil einn fjórði af karlmönnum landsins, eru Kofta-prestar, og eru þeir yfir- leitt taldir þröskuldur á vegi allra breytinga og franlfara. — Ekki er sagt nauðsynlegt til að fá inngöngu í þann prestaflokk, að maðurinn sé miklum gáfum gæddur, heldur hitt, að hann sé ríkur. Þegar menn eru einu sinni komnir í tölu prestanna, liía þeir á betli. Fræðslumálin eru í höndurd prestanna og þjóðin er mikið til ólæs og ó- skrífandi. I íuUan aldaríjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa írá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu í öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. LANDNÁMSMANNA MINNISVARÐINN Á GIMLI Langt er síðan, að sú tilfinn- ing hreyfði sér á meðal íslen^- inga í þessari álfu, að minnast landnáms manna og landnáms kvenna íslenzkra, er fyrst hófu varanlega bygð hér í vest- ur Canada á viðeigandi og var- anlegan hátt, bæði vegna sögu legrar þýðingar þess viðburðar, og svo í hluttekningar og virð- ingarskyni fyrir hið mikla verk sem þetta fólk vann og fyrir þrengingarnar og erfiðleikana sem það lagði á sig til að ryðja veginn fyrir þá sem á eftir komu. Framkvæmdirnar á að koma þessu í verk hafa eins og öllum er kunnugt dregist. Ekki þó af neinum ófúsleik almennings, heldur fyrir skort á framtak- semi og forystu í nfálinu. í síðustu blöðunum íslenzku hér vestra er skýrt frá því að verkið sé nú hafið og grunn- urinn reistur og er það satt, svo frá því þarf ekki að segja aft- ur. En frá öðru þarf að skýra og það er, að þegar verkið var hafið, af tilstilli Þjóðræknisfél. ísl. í Vesturheimi í samráði við mæta menn utan þess félags, þá var það gert í því trausti að íslendingar alment mundu láta sig málið varða og að þeir mundu styrkja það. Það þarf líka að skýra frá því, að þegar verkið var hafið var ekkert fé fyrir hendi annað en $93.90 sem safnast hafði fyrir nokkr- um árum til væntanlegrar minnsvarðabyggingar á Gimli í sama augnamiði og aðí. þarf að segja frá, að til þess að ljúka minnisvarða byggingunni sóma- samlega og prýða reitinn um hverfis varðann þarf peninga svo hægt sé að ganga vel frá verkinu. íslendingar! Við vitum að það er til mikils mælst að biðja yður að hlaupa hér undir bagga ekki sízt í eins óhagstæðu ár- ferði og nú er. Við vitum einn- ig að þið getið sagt: Hvað kem- ur oss þetta við, þið byrjuðu verkið, sjáið þið sjálfir fyrir því. En við vitum einnig að þið gerið það ekki — vitum að yður er það eins Ijóst og okkur að ef þetta verk er ekki framkvæmt og það einmitt nú, áður en. at- burðurinn sem um er að ræða fyrnist meira og þær minning- ar sem við hann eru bundnar, þá verður það aldrei gert. Við treystum því, að velvild yðar til þessa fyrirtækis yfir- stígi alla erfiðleika sem1 í vegi kunna að vera og að þér finnið veg til þess hver og einn, sem minningu landnámsmannanna og kvennanna metið, að láta af hendi rakna stærri, eða smærri uppphæð til þess að varða hana um ókomnar aldaraðir. Þeir sem við ósk þessari vilja verða og við treystum því að þeir veröi margir sem á þann hátt vilja gerast þátttakendur í þessu þarfa verki geri svo vel að senda tillög sín til ísl. blað- anna Heimskringlu og Lög- bergs, sem góðfúslega hafa lof- að að veita öllum tillögum mót- töku og kvitta fyrir þau. Minnisvarðanefndin, J. J. Bíldfell Dr. Ágúst Blöndal Bergþór Emil Johnson

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.