Heimskringla - 21.08.1935, Page 6

Heimskringla - 21.08.1935, Page 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1935 I 1 BELLAMY MORÐMÁLIÐ Miss Biggs færðist til í sætinu. “Ó, ekk- ert svo sem sérlegt, hugsa eg; bara þau sýnd- ust svo afar skotin hvert í öðru og Pat var altaf að leigja gaskerrur í túra með þau til Redfield og til og frá. Þau héldu aldrei varla hóp með okkur hinum framar og þá urðu ósköp margir hjón—þú veizt—stríðs hjón—.” Hin mjúka röddin dapraðist og þagnaði. “Eg skil. Hvaða álit hafði Mr. Ives í ykkar hóP, Miss Biggs? Var hann stiltur og starfsamur ungur maður?” “Hann var ekki neitt afar starfsamur, hugsa eg.” Þó röddin væri veik og lág, líkt og í þjáð- um, náði hún þó til eyma Patrick Ives, sem auðséð var af því, að á andliti hans, sem var fölt og alvarlegt, brá fyrir brosi, glettnislegu, ljúfu gamanbrosi. Það fór í hvarf og bláminn úr augunum en gaddaður gráni kom í staðinn. “Var hann vinsæll?” “O, öllum var fjarska vel við hann,” sagði Miss Biggs, fjörlega. “Enginn af piltunum í Rosemont var eins vel liðinn og hann, held eg. Hann dansaði ósköp vel og hann kunni sann- arlega að spila á langspil og fara á skautum og herma eftir svo að það var lífs ómögulegt annað en hlægja að honum og—hreint allt.” “Ef svo var, af hverju vildirðu bægja vinstúlku þinni frá samförum við þennan hrók fagnaðar og fullkomnunar?” “Sir?” “Af hverju sagðirðu Mimi að hún ætti að fara varlega að leika sér við Pat Ives?” “Ó—ó, nú, eg býzt við, eins og hún sagði, að eg var bjáni og mér kom það ekki við.” “Þú sagðir pilti eins og Pat Ives, hvers konar pilti meintirðu? Pilti sem spilaði á langspil? Eða lék hann á eitthvað fleira?” “Ja, — já, hann spilaði á spil, nokkuð — póker, þú veizt og rauðhund og — já, billiards, þú veizt.” , “Hann spilaði um peninga, var ekki svo?” “Nú, herra dómari,” sagði Mr. Lambert með þungu fasi, “á þetta að leyfast enda- laust? Eg hefi viljandi leitt hjá mér að mót- mæla þeim furðulegustu spurningum, sem—” “Rétturinn hallast að þinni skoðun, Mr. Lamhert. Er það í nokkum máta viðkom- andi málstað hins opinbera, Mr. Farr, hvort Mr. Ives lék á langspil eða organ?” “Það er mikið áríðandi fyrir málstað hins opinbera, að sanna að Mr. Ives sést ekki fyrir og a5 sú frekja og forsjáleysi, sem með hon- um býr, kom fram í morði Madelaine Bellamy, herra dómari. Vér höldum því fram, að eins og hann spilaði fyrir stríðið í þorpinu Rose- mont, þannig hætti hann heill sinni og ham- ingju og æru árið 1926, og í bæði skiftin æru, heill og hamingju kvenmanns líka — sömu konunnar, og að hann tók upp samdrátt við hana á ný, tilhugalíf sem forlögin slitu níu árum fyr. Vér höldum því fram . . .” “Já. Jæja, rétturinn heldur því fram, að spurningar þínar hér að lútandi séu nægjan- legar og ennfremur að vafasamt sé hvort þær séu sökinni viðkomandi. Þú mátt halda áfram spumingum.” “Svo má vera, herra dómari . . . Þegar Mr. Ives kom aftur 1919, var þá tíð umgengni milli þín og Miss Dawson?” “Nei sir,” sagði Miss Biggs í lágum hljóð- um, “varla nokkur”. “Hvað kom til?” “Ja, það kom mest til af því, að hún var komin í annan félagsskap — country club hópinn, þú veizt. Hún var alla tíð með Mr. Farwell.” “Rétt er það. Tókst umgengni með ykk- ur og vinátta nokkumtíma eftir það?” “Nei sir, aldrei nokkumtíma.” Enn brutust tárin út og enn reyndu fing- umir (í bómullar glófunum, sem litu út eins og suede, að þerra þau, tárin vegna Mimi, sem hvarf henni fyrir svo mörgum árum, og nú töpuð henni, með hryllilegu móti, að fullu og öllu. “Þakka þér fyrir Miss Biggs. Meira þarf ekki. Verjandi taki við.” Svipurinn var fast að því föðurlegur á þeim stórleita og þykkleita Mr. Lambert, er hann leit í hin tárugu og hræddu augu. “Þú gazt þess, Miss Biggs, að kunningsskapur ykkar Mrs. Bellamy hafi enginn verið í mörg ár.” “Nei sir, það var ekki — hreint enginn.” “Mrs. Bellamy sagði þér aldrei fullan trúnað sinn um það, hvernig hún hugsaði til Mr. Ives, eftir að hún giftist?” “Hún sagði mér aldrei af fullum trúnaði um nokkurn hlut — nei sir.” “Þú hittir hana aldrei eftir að hún gift- ist?” “Ójú, við hittumst. Eg fór þangað tvisvar eða þrisvar til tedrykkju.” “Alt fór þægilega?” “Hún var mikið kurteis og þægileg — já sir.” “En engin viðleitni til að segja þér leynd- armál?” “Eg bað hana ekki að segja mér leyndar- mál,” sagði Miss Biggs. “Eg bað hana ekki um neitt — nokkum skapaðan hlut.” “En ef eitthvað hefði verið, þá hefði verið eðlilegt að trúa þér fyrir því — stúlkur trúa, vanalega vinstúlkum sínum fyrir leyndarmál- um, er ekki svo?” “Það vænti eg.” “Og að svo miklu leyti sem þér er kunn- ugt, þá var alls ekki neinn óleyfilegur sam- dráttur milli Mrs. Bellamy og Mr. Ives, um það leyti sem hún dó?” “Eg vissi ekki einu sinni til að þau sæust,” sagði Florrie Biggs. Mr. Lambert varð hýrlegur í mesta máta. “Þökk fyrir, Miss Biggs. Við erum búin.” “Rétt eitt augnablik,” sagði sækjandi; hann sýndi líka á sér föðurlegan og þýðan svip, að svo miklu léyti sem þann svip mátti sýna á svo refslegu andliti. “Mr. Lambert innti þig eftir hvort eðlilegt hefði verið að hún segði þér leyndarmál sín, eins og beztu vin- stúlkur segðu hvor annari. Þegar þetta morö fór fram, og í mörg ár áður, -þá varstu ekki bezta vinstúlka hinnar framliðnu?” “Nei sir, «g hugsa ekki.” “Það var enginn kærleikur og trúnaður ykkar á milli?” “Eg veit ekki hvað þú kallar okkar á milli,” sagði Miss Biggs, og við það færðist svipur fegurðar og tignar á hið smáfríða, grát- bólgna andlit, sem annars var vissulega líkt því sem gerist. “Mér þótti vænna um hana en nokkra aðra, sem eg þekti. Hún var sú bezta vinstúlka sem eg eignaðist—á allri æfi minni.” Af þrá og söknuði þeirrar ósnjöllu, lát- lausu raddar tæmdist réttarsalurinn skyndi- lega, svo að ekki urðu eftir aðrir en tvær telpur, rjóðar í kinnum, bjarteygðar í bóm- ullar kjólum — strokin höfuð með einni fléttu og skrúfuðum hárkambi, samlokuð yfir skóla- borði með blekslettum. Beztu vinstúlkur — fjórir leggir þjótandi eftir strætastétt á hjóla- skautum — haldandi hvor í aðra með vetlinga á loppunum undir loðinni voð í bjöllusleða - fjögur augu, siðlát og glettin þó, mættust yfir börmum móðusettra glasa með sarsaparilla, en leggir í mórauðum sokkum héngu í lausu lofti, náðu ekki ofan á gólf, stólarnir í lyfja- búðinni voru svo háir — grannur handleggur utan um mjúkt mitti, þegar setið var á heyæki — hvell áköll úti á stræti, þegar rökkrið var að byrja og blómin ilmuðu: “Hæ, hó, Mimi! Mimi kond’ út til leika.” Mimi, Mimi, sem liggur grafkyr með rauða slettu á þínum hvíta kniplinga kjól, kondu út að . . . “Þakka þér fyrir, Miss Biggs. Meira þarf ekki.” Hún hrasaði á tröppum vitnapallsins, strauk enn af augunum með fingrunum og fór í hvarf. “Mrs. Daniel Ives komi til yfirheyrslu. Mrs. Daniel Ives!” Nú þótti áheyrendum vænlega horfa um tíðindi. Kerling lítil vexti kom tifandi, létt- stíg og látprúð, eftir gangi milli sæta til vitna- bekks. Jarpkolla leit sem snöggvast af henni þangað sem Mr. Patrick Ives sat. Hann teygði sig upp og horfði á eftir henni, hryggur og gramúr að þetta skyldi yfir hana ganga; hann var unglegur og mjög tekinn í framan. Nú jafnvel sækjandi hafði kannast við, að þessi kærulausi ungi maður hafi reynst góður son- ur o gjafnvel sá sem var allra sona verstur gat varla unað því vel, að sjá móður sína færast á þann stað þar sem hún var spurð spjörun- um úr, og vita að glópska hans olli. Hann lét fallast í sætið, vatt andliti að glugganum, þar sem sá í blátt loft og dökkar trjágreinar, laufi sviftar. Mrs. Ives hélt á loft svartglófaðri hendi til staðfestingar eiðstafsins og brá sér ekki við, steig nettum fæti á pallskörina og settist stillilega, líkt og hún væri heima hjá sér, brá strút af svörtu loðskinni frá óstinni, spenti greipar á vitnastúku brúninni og leit á sækj- anda, kuldalegan og kænlegan, dökkbláum augum, óttalausum og jafnvel glaðlegum. Hún hafði gamaldags höfuðbúnað, svartan, nett- legan, með smáum blúnduskúf og svörtum prjónhausum, undir honum sá á silfurhvítt hár; aðkenning af roða brá fyrir í kinnunum og um varirnar lék smábros, óframt og þokka- legt. Svona móður mundirðu digta, ef þú værir mjög vel fær, hugsaði sú hárjarpa. “Mrs. Ives, þú ert móðir Patrick Ives, er ekki svo?” “Svo er.” Röddin var hrein, mjúk og skær eins og í bjöllu. “Þú heyrðir hvað Miss Biggs bar fyrir réttinum?” “Ó, já, eg heyri mjög vel ennþá.” Brosið færðist snögglega út svo sem af vingjarnlegri gamansemi. “Vissir þú hvernig á stóð milli Madeleine Bellamy og sonar þíns um það Jeyti sem stríð- ið byrjaði?” “Eg vissi að hann dró sig eftir henni, vit- anlega, en sannarlega var mér ekki kunnugt um, að þau hugsuðu til hjúskapar. Eg áleit þau bæði unglinga, vitanlega.” “Sagði sonur þinn þér frá fyrirætlun sinni í því efni?” “E g er viss um, að hann hefði sagt mér frá, ef hann hugsaði til þess; nei, hann gerði það ekki.” “Hann trúði þér fyrir öllum sínum leynd- armálum?” “Eg vona það og veit að svo var.” Bláu augun hvörfluðu á andlitið sem horfði til gluggans, litu svo rólega í augu sækjanda. “Þegar tilhugalífið tókst að nýju við Mrs. Bellamy, 1926, trúði hann þér þá fyrir því?” “Ó—nei.” “Og sýndi með því, að þú hafðir ekki fullan trúnað hans, Mrs. Ives?” “Eða ef til vill að ekkert var að trúa mér fyrir.” Sækjandi vatt við höfði; honum líkaði ekki svarið. “Hið opinbera hefir yfrin gögn til að sanna, að svo var, það má eg segja þér, Mrs. Ives. En eg vil ekki íþyngja þér meir en nauðsyn krefur. Hvað er langt síðan þú komst til Rosemont?” “Um fimtán ár.” “Þú varst ekkja og hlauzt að vinna fyrir þér?” “Nei, það er tæplega nákvæmt. Eg var ekki algerlega upp á vinnu mína komin og eg var ekki ekkja.” Roðinn jókst lítið eitt og röddin var ofboð lítið skírari en fyr. “Þú vilt segja, að maðurinn þinn var á lífi, þegar þú komst til Rosemont?” Sækjandi var auðsjáanlega hissa. “Eg veit ekki hvort hann var þá á lífi eða ekki. Hann yfirgaf mig, sérðu seytján árum áður en eg kom til Rosemont. Eg frétti látið hans fyrir þrem árum, en ekki hvenær hann dó.” “Mrs. Ives, mig langar ekki til að ýfa sár þín, en það er réttast að hið sanna komi fram. Skildurðu við manninn?” “Eg hefi engin sárindi af því framar,” svaraði hún mjúklega. “Það skeði fyrir svo mörgum árum og eg hefi lifað svo margt og .nlikið síðan. Við skildum ekki að lögum. Mað- urinn minn var yngri en eg og hjónaband okk- ar fór ekki vel. Hann tók saman við langtum yngri kvenmann og fór frá mér.” “Því var trúað í Rosemont, að þú værir ekkja, var ekki svo?” “Það héldu allir í Rosemont, nema Pat, hann vissi hið sanna frá því hann var korn- ungur. Vera má, að mig hafi hent glópska, að segja ekki eins og var, en .mér hefir altaf verið lítið um að láta vorkennast.” Hér brosti hún enn þokkalega við sækjanda. “Stór- læti, þó af engu væri að miklast, var eina ó- hófið, sem eg leyfði mér í þá daga.” “Þú segist hafa unnið fyrir báðum, þér og syni þínum?” “Nei. Pat tók hverja vinnu, sem honum bauðst, það gerði hann frá því hann ,var sex ára, seldi þá dagblöð á gatnamótum.” Hér hvarf brosið, hún_leit við sækjanda stillilega, fast að því harðlega, líkt og hún vildi mana hann að hnekkja frásögn hennar; rétt í svip var svo að sjá sem hann ætlaði sér einmitt að gera það en hann hvarf snögglega frá því. “Varstu úti í garði að kveldi þess nítjánda júní, Mrs. Ives?” “1 rósagarði — já.” “Sástu Miss Page fara til sandhrúgunn- ar?” “Það held eg, þó eg muni ekki til að skorða það við neitt sérlegt.” “Sástu tengdadóttur þína?” “Já.” í þann svipinn var sem skugga brygði fyrir í ásjónu hennar — af vafa eða hiki. Hún leit af sækjanda þangað semtengdadóttir hennar sat, stilt og aðgætin, og augu þeirra mættust, það tillit var djúpt þó skamt stæði, en skugginn hvarf. “Á hvaða leið var hún?” “Hún fór hjá rósagarði til hliðs að húsa- baki.” “Heyrðu snöggvast, Mrs. Ives, hvað er langt milli Orchards og heimili Mr. Ives?” “Nú, það fer eftir því hvor leiðin er farin. Það hlýtur að vera um tvær mílur eftir alfara- vegi, en um mílu, ef stígurinn er farinn eftir enginu bak við húsin.” “Veiztu hvert sá stígur liggur?” “Eg held honum sleppi hjá sumarhýsi eða leikskála á Thorne setrinu.” “Langt frá húsi garðyrkjumannsins?” “Ó nei — eg trúi að Miss Page hafi sagt, að gatan lægi rétt að því. Hún fór þessa götu með börnin til leikskálans, þó nokkrum sinn- um, alveg án þess móðir þeirra vissi af, svo eg færði það í tal við son minn.” “Notuðu aðrir heimilismenn þessa götu?” “Ekki svo eg vissi . . .” “Nú, þegar Mrs. Ives fór hjá þér í rósa- garði, talaði hún til þín?” “Já.” “Hvað sagði hún?” “Eftir því sem mig bezt minnir, sagðist hún ætla til kvikmynda með Conroys hjónun- um og vissi ekki hvort hún kæmi aftur fyrir háttatíma. Sömuleiðis að Pat ætlaði að spila póker.” “Ekkert annað?” “Ekki svo eg muni.” “Sástu hana aftur það kveld?” “Já.” “Viltu segja okkur hvenær það var?” “Eg sá hana tvisvar. Svo sem tveimur eða þremur mínútum eftir að hún fór hjá rósa- garði, kom hún aftur nærri því á hlaupi. Þá var eg að viðja blóm við grindur hinumegin í garðinum og talaði ekki til hennar. Hún sýndist vera að flýta sér, eg hélt hún hefði gleymt ráptuðru eða höfuðklút eða þesshátt- ar. Hún var berhöfðuð. Rétt skömmu síðar kom hún út aftur og fór hlaupandi í áttina til gerðishliðs að húsabaki.” “Var hún með höfuðslæðu?” “Nei.” “Hélt hún á ráptuðru?” “Ekki man eg til eg sæi það, en þó má vera hún hafi haft hana.” “Hún talaði ekki til þín?” “Nei.” ( “Og þetta voru þau tvö skifti, sem þú sást hana.” “Ó, nei,” svaraði Mrs. Ives mjúklega. “Eg taldi þessi tvö sem eitt, eg sá hana seinna um kveldið.” Enn fór niður um réttarsalinn, er hundrað hamar færðust nær setu brúnum. “Góði guð!” mælti blaðskrifarinn fyrir munni sér. “Hún ætlar að sanna stúlkunni sýknu! Varaðu þig, refur!” Saksóknari heyrði ekki þá áskorun og sótti djarflega á “Hvenær var það, sem þú sást tengdadóttur þína seinna það kveld, Mrs. Ives?” “Kjarklaus er hann ekki, það má hann eiga,” hvíslaði blaðamaður að sessunauti. “En kannske hann treysti því, að sú gamla muni ekki vinna meinsæri til að fría konu sonar síns. Eg væri til með að veðja á það líka.” Mrs. Ives sá á greipar sínar litla stund, leit svo ósmeyk á saksóknara, en nú var auðheyrt að hún gætti vel orða sinna. “Eg á bágt með að tiltaka þú stund nákvæmlega, því eg leit ekki á klukkuna. En eg var háttuð fyrir þó nokkru og var búin að slökkva. Mér þykir líklegt það hafi verið um hálf ellefu. Eg man það var orðið dimt, þegar eg kom inn, en eg má segja að það fór ekki að rökkva fyr en löngu eftir níu.” “Þú varst vön að vinna í garðinum til rökkurs?” “Já, garðvinna er mér bæði hressing og hollusta.” Mrs. Ives brosti rólegum sjónum á sækjanda, eins og hún ætti von á að þar væri skilningsgóð samúðar sál. “Stundirnar eftir kveldverð voru sælustundir fyrir mig, eg teygði oft úr þeim, eftir að ekki yar verkljóst, með því að sitja á bekk meðal blómanna og íhuga vel unnið verk. Það var vanalega aldimt þegar eg kom inn.” “Og svo var um kveldið 19. júní?” “Já, það var orðið dimt fyrir nokkru.” “Fórstu strax að hátta, þegar þú komst inn?” “Nei, eg stóð við í blómastofu litla stund, setti frá mér körfu með áhöldum og hreinsaði svolítið til. Garðvinna er ekki hreinlegt verk.” Enn brá brosinu fyrir, vinalegu og þýðu. — “Rétt í því eg kom inn var Melanie að slökkva ljósin í hvundags stofunni, en það gerði hún vanalega um tíu leytið, þegar húsbændurnir voru ekki heima. Svo fór eg upp að hátta. Það var ekki löngu eftir að eg var búin að slökkva, að eg heyrði gengið um útidyr og þá hugsaði eg með mér: “Þetta hlýtur að vera Sue.” “Þér datt ekki í hug, að það væri sonur þinn?” “Ó, nei, Pat kom aldrei heim fyrir mið- nætti, frá spilum.” “Þú sagðist hafa séð Mrs. Ives. Kom hún beint upp í þitt herbergi?” “Nei, svo sem fimm mínútum, hugsa eg, eftir að eg heyröi í útihurðinni. Mitt herbergi er uppi á lofti, vinstra megin, máttu vita, og eg hefi dyrnar alla tíð opnar á hálfa gátt. Sue kom að dyrunum og spurði í hálfum hljóðum: “Ertu vakandi mamma?” Eg játaði því, þá kom hún inn og segir: “Eg kom með ávextina þína; eg ætla bara að láta þá á borð- ið við höfðalagið.” “Var hún því vön?” “Nei, ekki beinlínis — það var Pats verk en Sue er það nærgætnasta bam sem til er og hún mundi eftir að Pat var ekki til staðar.” Enn leit hún brosandi með ást í augum, á Sue.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.