Heimskringla - 25.09.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.09.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. SEPT. 1935 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA Þetta er saga einstaklings framsóknarinnar. — En hún sæmir ekki mönnum, sem eru æðstu skepnur jarðarinnar og herrar hennar. iFrelsið, sem lofsungið var, er orðið að kyrstöðu kúgun. Eldri kynslóðin, sem nú er uppi, hefir farið svo að ráði sínu, að hún sér ekki handa sinna skil fyrir vandræðunf. HúnTiefir hrúgað upp auði, sem enginn hefir gagn af, og hrundið á stað fá- tækt, sem er alheimsböl. Af þessum ástæðum hafa kviknað ægilegustu eldar haturs og úlf- úðar, sem brenna svo ákaft, að eldar gamla vítis eru eins og daufar grútartýrur hjá þeirn býsnum. Herir eru æfðir og út- búnir fyrir miljónir og biljónir j dollara, með slíkum hamförum | að ekkert nema vitfirring ein getur afsakað það athæfi- — íSkuldir hafa aukist svo að helft jarðarinnar er orðin að einum hyldjúpum gjaldþrota pytti. Og^ eftir öllu útliti að dæma ætlar eldri kynslóðin að arfleiða þá yngri að þessum pytti. Og fyrir hann er þó aðeins um' tvo kosti að velja og báða illa, annað- hvort að detta í pyttinn, eða að fylla hann, og það er meira verk en æfistarf hennar hrekkur til. Það virtist sanngjamt, að eldri kynslóðin færi að hugsa um endurbætur á meðan hún enn er á uppréttum fótum — í jafnaðaráttina, í mannrétt- indaáttina, í mennigar áttina, svo að allar syndir hennar komi ekki yfir saklausa afkomendur. En tíminn er að verða naum- ur því að: “Nú líður á dag og lækkar sól. hve lengi er vinnu bjart?” Það er sárt tilfinninga mál, að hugsa til þess, ef sú kynslóð, sem maður hefir lifað og starf- að með verður háð þeim illu ör- lögum; að verða ógæfuhlekkur í kerfi kynslóðanna. Þó er enn sárara til þess að vita, ef þeir, -sem maður ann, standa vega- bréfalausir eftir á strönd lífs- ins, af því að við höfum' gert gróðurlönd hugsjónanna að skjóllausri eyðimörk. Tuttugasta öldin er komin um tugi ára á undan okkur. Þeg- ar hún kallaði, heyrðum við ekki rödd hennar. Við vorum að gaufa aftur í öldum með einstaklingshyggju og úrelt form og vanskapaðar trúar- bragðalegar og siðferðislegar kenningar. Tuttugasta öldin kallaði: “Á mínum vegi eru þau björg sem engin einstaklingshyggja orkar að velta úr leið, til þess þarf samstarf, samtök, samúð, sem hefjist og þróist undir kjörorð- inu: “Allir eitt!” Eg er aláanna stærst. Sé mér hlýtt geri eg kraftáverk, isem aðrar aldir dreymdi um, en höfðu ekki míátt til að framkvæma. Eg hefi í mínum höndum þau gæði fyrir allar miljónir jarðarinnar, sem aldirnar á undan gátu aðeins gefið kóngafólki og yfirstéttum, sem fóru með ráni og yfirgangi og guðhræðslugrimd. Gætið þess vel, sem eg segi. Eg er stórlátari en allar aðrar aldir . Séu boð mín virt að vettugi er eg eins og eldurinn. Hann er mannanna mesti vin- ur þegar rétt er með hann far- ið, en sé út af því brugðið er eyðilegging vís.” Jóhann iSigurjónsson sagði einu sinni: “Veikur styðji veikan varist allir að hrinda magnlitlum1 í halla.” Hugsón þessarar aldar er ein- föld og ákveðin. Þeir sterkari, hæfari gáfaðri brjóti brautina á undan í óeigingjörnum til- gangi- Þeir veikari komi á eftir og styðji hver annan svo að enginn slitni úr lestinni. Það er eftirtektavert, hversu menn og málefni breytast á þessari öld. Liijþeralar, sem bera nafn frelsisins sýnast ekki skilja þessa hugsjón eða hafa nokkuð með hana að gera. Oonservatívar virðast skilja hana betur. Samtaka hugsjón- in þróast hjá þeim hægt og bít- andi. Þingmannsefni Conservatíva G. S. Thorvaldson barnungur maður en gáfaður og hinn drengilegasti — sagði hér: “Við viljum styðja “Social Credit” flokkinn og sjá hverju hann orkar. Máske hans hug- sjón eygi hinn rétta veg út úr öngþveiti mannfélagsmálanna — og þá er vel . . .” Að maður íhaldsflokks tali þannig er tákn aldarinnar og einkennilegs breytileika. Það verkefni virðist liggja fyrir næsta þingi að láta gömlu flokkana skifta um nöfn. Eins og afstaða þeirra nú horfir við, væri það að stíga spor í rétta átt. J. S. frá Kaldbak FERÐ TIL CHURCHILL Eftir séra Rúnólf Marteinsson Framh. Sunnudaginn, 18. ág., lögðum við á stað frá The Pas áleiðis til Churchill, 510 mílna leið. Loft var skýjað meiri hluta dags, en mjög lítið varð samt af rign- ingu. Járnbrautin liggur í norð- austur þangað itil komið er að Nelson-fljótinu. Þá er farið yfir það og liggur svo brautin lengi fyrir sunnan fljótið. Þá er farið norður yfir það við Kettle Rapids. Þar eru strengir miklir í ánni, þó ekki sé þar beint foss. Á leiðinni til baka var þar dálítil viðdvöl til þess að gefa manni kost á að athuga tilkomumikið útsýni. Skamt fyrir austan þennan stað yfir- gefur brautin Nelson-dalinn og tekur þvert stryk nokkurn veg- inn beint norður til Churchill. Ferðinni var svo hugað, að menn gátu séð alt landið um- hverfis brautina, því það sem maður fór um að nóttu til á austurleið fór maður yfir í björtu á vesturleið. Mikið af landinu er hrjóstugt en víða er fallegt fyrir augað, skógur, hæðir vötn og fl. Töluverðar spildur af landi eru hæfilegar til ábúðar, og kemur það í ijós meir og meir eftir því sem lengur líður. Landið frá Nel- son dalnum er samt nokkuð öðruvísi. Það mætti helzt líkja því við óræktar móa. Tré og tré eru þar á stangli en smávax- in mjög. Mikið er þar af mosa og dálítið af grasi. Má hugsa sér, að þetta hafi verið kvik- syndi, sem nú er að miklu leyti þornað upp. f Churchill og löngu svæði þar fyrir sunnan fer frost aldrei úr jörðu. Borað hefir verið niður 40 fet en ekki komist niður úr frosti- Járn- brautin á þessu svæði hvílir á klaka. Þykt lag af möl er ofan á klakanum og það hjálpar til að halda honum við. Á ýmsum stöðum meðfram þessari járnbraut eru Íslending- ar í vinnu eða búsettir. í Cor- morant hitti eg fyrverandi nem- anda Jóns Bjarnasonar skóla. Archie Ásgeirson. Eg hafði að- eins tíma til að heilsa honum og frænda hans Thorsteini Ás- geirson þegar lestin var komin á skrið. í Thicket vissi eg um íslendinga, sem mlg langaði til að hitta, en þar var ekki stað- ið við. í Wabowdon heilsaði mér maður sem h'ka var eitt sinn nemandi minn, Ragnar Johnson. Hann er búinn að vera tólf ár þar í noðurbygð- um, að veiða dýr og leita að málmi. Hann lét vel af högum sínum. í Gillam hefir íslend- ingur verzlun, Líndal frá Lun- dar. Kauptún eða þorp eru nokkur meðfram þessari járn- braut, þó ekki mörg. Hafa sum þeirra þegar verið nefnd. Tölurnar í svigum á eftir nöfn- um þeim, sem birt verða, tákna rrfílna fjölda frá The Pas. Við Cormorant (42) er nokkur bygð. Þar er og flugvélastöð. Við Wabowdon (136) er dálítið fyrirmyndarbú. Hepnast ihefir að rækta hveiti þar. Sagt er að goitt akuryrkjuland sé að finna í grend við Thicket Portage (184). Pikwitonai (213) er snoturt þorp og bygð þar ná- lægt. Frá Ilford (286) eru afar miklir flutningar suður í hið nýja námuland við God’s Lake og Knee Lake. Þá hverfum við aftur að lest- inni- Þetta var sunnudagur. Á járnbrautarlest er víst ekki vanalega gerður mikill munur á þeim degi og öðrum dögum. Það hefír nú að mestu leyti einnig verið tilfellið með þessa lest. Samt var ofurlítil tilbreyt- ing. Umsjónarnefndin fann mig J að máli, og mæltist til þess að eg flytti stutta guðsþjónustu. Eg sagði, að það væri sjálfsagt. Getið var um þetta í blaðinu fyrir sunnudaginn. í fremsta fólksflutnings vagninum var safnast sanfan. Hljóðfæra flokk- urinn var þar. Einn nefndar- manna 'leiddi söngínn. VUð sungum 4 sálma. Eg las Biblíukafla, flutti bæn, og eg á- varpaði söfnuðinn nokkrum orðum, en alt var þetta stutt; enda var ekki auðvelt að flytja langt erindi, því nokkur há- vaði er ávalt á lestum. öll sæti voru skipuð og að mestu fult þar sem menn gátu staðið. Mr. Bracken var einn af þeim sem stóðu. Vorið 1927 flutti eg stutta guðsþjónustu á skipinu, Man- churia, langt suður í höfum á leið til Panama. Nú var eg á norðurleið og var að leitast við að vinna samskonar verk. í guðsþjónustulok kvöddu nefndarmenn áheyrendur að syngja þjóðsöng Banadaríkja og Canada. Hinn fyrri var sung- inn með það í huga að sýna viðstöddum Bandaríkjamönnum hlýleik. * Mánudagsmorgunn rann upp fagur og vakti það unað mikinn meðal farþega, því sumir þeirra held eg hafi verið að kvíða ó- hagstæðu veðri, sem stórum hefði skemt þennan eina dag, sem við máttum vera í Chur- chill. Útsýnið var eins og þegar hefir verið lýst, en þó sáum við dálítinn skóg skömmu áður en komið var til Churchill. Síð- asti hluti brautarinnar liggur mjög nálægt hinu mikla Chur- chill fljóti og allra seinast rétt meðfram því- Draumurinn hafði ræzt. Við vorum komin til Churchill. Það var danskur maður, Jens Munck sem fyrstur hvítra manna sigldi skipi sínu til Chur- chill, árið 1619. Hann dvaldi þar vetrarlangt og var það hörmungavetur. Allir skipverj- ar dóu nema hann og tveir aðrir. Við illan leik náðu þeir á endanum heim í sitt land. — Þetta skeði aðeins 9 árum eftir að hinn frægi enski sjógarpur og landkönnunarmaður, Henry Hudson, hafði fundið hinn mikla flóa er bar nafn hans. Hann sigldi suður allan flóann og átti vetrarvist þar sem nú nefnist James Bay. Um vorið lét hann frá landi til heimfarar. Á leið norður flóann gerðu skipverjar samsæri á móti hon- um settu hann í bát ásamt ungum frænda hans og einum 7 veikum skipverjum sem voru hliðhollir Hudson. Skipið hélt áfram og um síðir komst til Englands, en til Hudson og fé- laga hans hefir aldrei spurst. Allir þessir fyrstu sjógarpar voru að leita að leið til auðæf- anna í austurálfu. Eðlilega liöfðu þeir lengi vel enga hug- mynd um stærð eða lögun Vesturheims. Að lokum fundu menn annað keppikefli í sam- bandi við þessi norðlægu lönd, en það voru feldir villidýranna, sem Indíánar veiddu. Árið 1670 var Hudsons’ Bay félagið stofn- að, sem voldugt hefir verið alt af síðan og er stórveldi enn I dag. Lengi vel fengu þeir öll auðæfi sín frá loðskinnaverzlun. Sá staður, sem nú er nefnd- ur Churchill, var um langt skeið gleym'dur og glataður eftir að Munck fór þaðan árið 1620. Árið 1686 fann enskur skip- stjóri hann að nýju, Capt. J. Abrahams. Það leiddi til þess að Hudson’s Bay félagið stofn- aði þar verzlunarstöð árið 1689- Þá mun staðurinn hafa fengið nafnið Churchill, nefndur eftir Lord Churuhill, sem þá var for- maður Hudson’s Bay félagsins. Hann varð síðar hinn frægi | Duke (hertogi) of Marlborough, og ef til vill frægasti hers- höfðingi sinnar tíðar. Lítið varð úr þessari fyrstu tilraun. Húsið sem reist var, brann á næsta ári. Um það leyti hófst langvarandi styrjöld milli Englendinga og Frakka, sem átti orustuvöll meðal ann- ars margsinnis við Hudson flóa. Árið 1713 var gerður fullnaðar samningur milli þessara þjóða, ,sem veitti Bretum full yfirráð yfir öllum þeim lendum, sem að Hudson flóa liggja. Bretar veittu Hudson’s Bay félaginu full yfirráð yfir öllu þessu land- svæði og stóðu þau yfirráð til 1869. Árið 1717 hóf félagið að nýju verzlunarstarf við Churchill, og hefir það, ,með ýmsum! breyt- ingum, haldist síðan. Þetta tilheyrir liðna tíman- um, en hvernig er Churchill nú? Þannig spyrja líklega sumir. Menn minnast þess, að upp- haflega var þessari járnbraut ekki ætluð endastöð við Chur- chill heldur við mynni Nelson fljótsins, sem er 425 mílur sunn- ar. Eru landkostir þar víst nokkuð betri, og vetrarríki ekki eins mikið, en við ítarlega rann- sókn var þessu breytt. Á- stæðan eina var höfnin. í Port Nelson var hafnargerð afar erf- ið, en í Churchill var höfnin til- búin af náttúrunnar hendi. Hér er því að finna eina hina ágæt- ustu höfn veraldarinnar, en hún er ekki annað en mynni Churchill fljótsins. Mynnið verður yzt að mjóu sundi og landið liggur svo í bugðum að vindur af sjónum nær sér hvergi verulega niðri á höfninni. Þar að auk er nægilegt dýpi í ánni fyrir hafskip. Þar er flóð og fjara og er munur á hámarki og lágmarki 14—17 fet. Eitthvað hefir þurft að hreinsa til og dýpka í höfninni en það eru smámunir í samanburði við það sem þurft hefði að gera í Nel- son. Þegar stigið er ofan úr lestinni, fer maður að líta í kring um sig. Sér maður þá fyrst fjölda mörg járnbrautar spor sem öll hvíla á mjög þykku lagi af möl. Ýmsar byggingar eru þar nálægt, sem allar not- ast í sambandi við flutnings og járnbrautar starfið en engin er þar “station” ennþá- Þetta svæði liggur svo beint að bryggjunni. Hún liggur að nokkru leyti meðfram ánni en þó svo langt út að nægilegt dýpi fæst. Utanvið bryggjuna er 30 feta dýpi þegar fjarar. — Landmegin við bryggjuna er nóg dýpi fyrir smærri skip í flóði en ekkert vatn á fjöru iStærsta bygging áföst við bryggjuna og um- leið hið lang markverðasta í Churchill er hveitihlaðan mikla og fagra. — Hún tekur 2,500,000 mæla af korni. Hún var full af hveiti þegar siglingar hófust. Þegar við komum lá enskt skip, Went- worth við bryggjuna og var ver- ið að ferma það hveiti. Við sá- um hveitistrauminn renna í skipið, frá kornhlöðunni. Það rann eftir löngum leiðara nokk- uð hátt frá jörðu. Þegar skip- ið var hlaðið voru í því 300,000 mælar hveitis. Um hóttifna kom annað skip, Leopold, frá Frakklandi, einnig til að sækja hveiti. Mér var sagt þá að ekki væri víst um komu annara skipa; en eg sé í blöðunum að þrjú skip hafa síðan þangað komið, öll í þeim tilgangi að sækja hveiti. Það má segja, að flutningur frá og til Churchill hafi fram að þessu, ekki verið eins mik- ill og sumir bjuggust við. Aðal orsök þess er auðvitað hinn stutti siglingatími. Það er að- eins tveggja mánaða tími, sem vátryggingarfélögin leyfa, frá 10. ág. til 10. okt. Samt sem áður er orðin nokkur byrjun. Jámbarutin var komin til Ohur- chill 1- apríl 1929, en fyrsta kornflutningsskip lagði upp þaðan árið 1931. Þaðan hefir verið flutt hveiti, mjöl, naut- gripir, hunang og timbur. — Þangað hafa verið fluttar ýmsar vörur frá Englandi. Árið 1934 lögðu upp þaðan 15 hlaðin vöru- flutningsskip. Hin mikla hveitihlaða og all- ur útbúnaður í sambandi við hana er meðal hins allra full- komnasta sem til er í þessarí heimsálfu, þótt hún sé alls ekki bin stærsta. Samtímis í fjórum straumum! má láta kornið streyma út í skip, sem er veríð að ferma, og með því móti flytja í það 80,000 mæla á hverjum klukkutíma. Mér veittist sú mikla ánægja að koma upp á þak á hveiti- hlöðu þessari. Skortir þaðan ekki útsýni. Til norðvesturs blasir við höfnin, sem er 6 mílur á lengd 1(4—2(4 mílur á breidd, og landið hinumegin. Eru þar hæðir nokkrar þó ekki næst sjónum. Ármynnið sást vel og svo langt sem augað eygir út á hinn geysimikla Hudson flóa. Churchill megin við höfnina liggur tangi nrilli fljótsins og sjávarins. Mjókkar hann eftir því sem kemur nær mynninu. Er hann grýttur mjög og hærri nokkuð en landið sunnar. Það má segja, að tanginn sé ein samanhangandi klöpp. Þó eru þar víða dældir, sem eru fyltar mold. Landið lækkar og breikk- ar eftir því sem sunnar kemur. Þó eru nokkrar hæðir enn þá lengra suður. Alt er landið þar í kring mjög hrjóstugt. Á þess- um tanga er hið útmælda bæj- arstæði. Til allrar hamingju er landið eign stjórnarinnar og verður ekki selt, heldur leigt til ábúðar. Fyrirbyggir þetta, með öllu fyrir fjárbrall í sambandi við landsölu og fer sannarlega vel á því. Á þessu svæði er bærinn, það sem hann er. Meðfram höfn- inni nokltuð norðarlega á mjórri rönd fyrir neðan klöppina eru mörg hús, senl öll hýsa fólkið 'sem vinnur að einu eða öðru í sambandi við hafnarverkið. Þar eru hús embættismanna, matskálar og svefn skálar verkamanna, o. s. frv. Þar eru einnig tvö lítil sjúkrahús. Uppi á hæðinni þar fyrir ofan er verzlunar og pósthús. Þar er Anglican kirkja og svo nokk- ur fleiri hús. Nokkru sunnar Frh. á 8 bls. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU I CANADA: Árnes..............................Sumarliði J. Kárdal Amaranth..............................J. B. Halldórsson Árborg..................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown................................Thorst. J. Gíslason Calgary............................Grímur S. Grímsson Churchbridge.....................................Magnús Hinriksson Cypress River......................................páli Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Elfros.........................r...J. H. Goodmundsson Eriksdale.......................................ólafur Hallsson Foam Lake.........................................John Janusson Gimli................................... K. Kjernested Geysir............................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland................................Sig. B. Helgason Hecla..............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Hove................................ Andrés Skagfeld Húsavík...........................................john Kernested Innisfail..........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................s. S. Anderson Keewatin.........................................Sigm. Björnsson Kristnes................................ Rósm. Ámason Langruth............................................b. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar...................................Sig. Jónsson Markerville........................Hannes J. Húnfjörð Mozart...................................Jens Elíasson Oak Point.......................................Andrés Skagfeld Oakview.......................................Sigurður Sigfússon Otto..............................................Björn Hördal Piney................................. S. S. Anderson Poplar Park............................Sig. Sigurðsson Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..........................................Árai Pálsson Riverton............................Björa Hjörleifsson Selkirk.................................G. M. Jóhansson Steep Rock............................. Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Swan River.....................................Halldór Egilsson Tantallon........................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir..............................................Aug. Elinarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis...k..................................Ingi Anderson Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash......................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton................................. F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham................................E. J. Ilreiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.