Heimskringla - 04.12.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. DES. 1935
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
ÆFIMINNING
samtíð hans setti. Þessi hjón sem menn ganga berum fótum
Þóra Guðmundsdóttir Sæmundsson
Fædd 12. sept. 1865—Dáin 21. sept. 1935
HelztU æfiatriði Þóru sál. ag það birtist sjónum gestsins
Guðmundsdóttur eru þessi: —!
Hún var fædd 12. sept. árið
1865, að Galtastöðum (fram) í
Hróarstungu í Norður-Múla-
sýslu á íslandi. Faðir hennar
var Guðnfundur bóndi Arn-
grímsson á Galtastöðum. Var
Arngrímur sonur Sigurðar á
Gautlöndum Jónssonar bónda
á Mýri í Bárðardal. Er sú ætt
rakin alla leið til Bjamar bunu
Grímssonar hersis í Sogni. Móð-
ir Þóru hét Sigríður Eyjólfsdótt-
ir Þorvarðarsonar. Var það fólk
úr Skaftafellssýslu.
Systkinin, börn Guðmundar
Amgrímssonar voru 10, en að-
eins fjögur þeirra náðu fullorð-
ins aldri. Þau voru þessi: Una,
gift manni sem Einar hét, er
hún löngu dáin; Arngrímur
hálfbróðir Þóru ibjó á Eskifirði,
og er einnig dáinn. Sigmundur
er flutti ásamt Þóru systur sinni
til Ameríku 1903. Hann nam
land í Árdalsbygð. Hann dó í
Winnipeg 1927. Þóra var tví-
gift. Fyrri maður hennar hét
Gunnar Jónsson frá Nefbjarnar-
stöðum í Hróarstungu. Hann
dó eftir stutta sambúð. Áttu
Iþau eina dóttur er hét Una Sig-
ríður. Hún dó á öðru ári. Árið
1907 giftist hún eftirlifandi
manni sínum Jóhanni Sæ-
mundssyni frá Grjóti í Þverár-
Ihlíð. Jóhann flutti frá íslandi
til Bandaríkjanna 1899 en til
Nýja íslands fluttist hann 1901
og nam þar land það, sem hann
nú býr á. Þeim hjónum varð
tveggja barna auðið; heita þau
Gunnar og Aðalbjörg auk þess
tóku þau fósturdóttur er heitir
Elín Kristín. Heimili þeirra
Sæmundssons hjónanna er við-
brugðið fyrir gestrisni og góð-
vild. Voru þau vinsæl og hjálp-
fús. Er vorum íslenzka hóp hin
mesta eftirsjá að slíkri konu
sem Þóra heitin var. Hún and-
aðist að heimili sínu þ. 21. sept.
s. 1. eftir fárra daga legu. Jarð-
arför hennar fór fram frá heim-
ilinu og frá Sambandskirkjunni
í Árborg. Á heimili hennar við
þá athöfn flutti séra E. J. Melan
eftirfarandi húskveðju.
Kæru vinir:
Vér eigum hér samfund til
þess að kveðja húsmóðurina á
þessu heintili. Húsmóður og
heimili eru aðeins tvö orð, en
hversu þýðingarmikil eru eigi
þau orð, er vér íhugum þau og
einkum ef vér íhugum þau á
hinstu kveðju stundunum, sem
þessi stund er. Heimilið eins
er verk húsmóðurinnar. Það er
griðastaður fjölskyldunnar,
skjól allra, sem þar eiga heima
fyrir öllum stormum og næð-
ingum lífsins; það er griðastöð
alls hins bezta," sem með oss
grær og í sál vorri býr. Þaðan
höfum vér sem' börn hlýjustu
minningarnar og þangað eiga
rætur sínar að rekja flestir þeir
megindrættir, sem skapa þá
mynd, sem hver og einn birtir
þegar út í lífið kemur. Heim-
ilið skilur eiginlega aldrei við
oss, heimilið sem vér áttum
þegar vér vorum börn. Þess-
vegna er það satt: “að röm er
sú taug, sem rekka dregur föð-
urtúna til.” En sú taug er dreg-
ur oss til föður túnanna er
spunnin og snúin af húsmóður-
inni, móðurinni á heimilinu
móurinni secm alt af var að geifa.
Fyrst æsku sína og ást, svo
krafta sína og umihyggju, og
stundum tár sín, en umfram alt
óeigingjarnan fómandi kærleik
Hún gaf alt með gleði, tH þess
að tengja bönd heimilisins. —
Flestar gjarfir mannanna sjá til
gjalda. Sumir vinna fyrir auð
aðrir fyrir frægð eða einhverj-
um launum, móðurástin krefst
engra launa. Hún fórnar öllu
fyrir heilögustu skyldu og hvöt
tilverunnar, móðurkærlei'kann
blessun lífsins, sem án þeirrar
blessunar væri autt og kalt
Þegar vér kveðjum því Húsmóð-
urina, eiginkonuna og imóðurina
á þessu heimili, sem hún ásamt
manni og börnum hefir bygt
upp, ár eftir ár með dugnaði
sínum og húsmóður starfi þá er
margs að minnast, margs að
sakna og margt að þakka. Það
er að minnast ástríkis hennar og
trygðar við heimilis skyldur sín-
ar, mann og börn, alla umönn-
un ihennar og látlaust starf,
ifyrst á frumbýlingsárunum,
þegar þau settust að ókunnug í
eyðilandi, þar sem fátt var í
haginn búið og ósigrandi erfið-
leikar biðu allra, sem ekki áttu
vonina, hugrekkið og þolgæðið
til þess að standa við áætlun
sína að sigra eða falla að öðr-
um kosti. Og hugsjón þeirra var
eigi aðeins sú að lifa einhvern
veginn. Þau þráðu að lifa
menningarlífi, fylgja þeirri
sannfæring, sem hverjum sönn-
um manni býr í brjósti, að tífið
er lítils virði í sjálfu sér, sé það
ekki einbverskonar hugsjóna líf,
ef maðurinn finnur til þess að
hann sé menningarlega að fara
aftur á bak frá því marki sem
hafa sýnt það, að þau þráðu
eigi aðeins að viðhalda lífinu,
þau þráðu ennfremur að stíga
spori lengra í menningar áttina,
en markið var sett af samtíð-
inni, sem þau ólust upp með,
þess vegna leituðu þau nýrra
lands og gerðust landnemar,
jar sem enginn hafði áður búið.
Og þetta heimili, sem húsmóður-
in kveður nú er vottur unf æfi-
starf hennar, það er sá minnis-
varði ásamt vel uppöldum börn-
um, sem heldur minningu henn-
ar við þótt hún sé horfin frá
því og þeim að sýnilegum ná-
vistum. Því er tíka margs að
sakna. Þeir sem lengi hafa orðið
samferða um lífsins veg, borið
köldu dagana jafnt sem hina
blíðu eru orðnir svo nátengdir
að við síðasta áfangann þeg-
ar einhver verður eftir, þá verð-
ur einnig eftir hluti af sjálfum
samferðamönnunum, sem á-
fram verða að halda. Þá er
hjarta benjar blæða, bregst
hver jarðnesk ' stoð og htíf,
megnar sollin sár að græða
signuð von um eitíft tíf. Einn
aðal þátturinn í menningarlífi
ihvers góðs kristins heimilis er
eilífðar trúin. Sannfæring þess
að þótt vér hljótum að skilja
hér að sýnilegum návistum, þá
hafi drottin svo fyrirbúið, að
vér fáum að finnast á ný, þar
sem dauði og skilnaður er ei
framar til. Að vort stuftdléga
starf, hvort sem það er langt
eða skamt sé aldrei unnið fyrir
gíg, heldur sé það unnið fyrir
eitífðina og eilífa* þýðingu.
Hvert syrgjandi kristið heimili
á því kost á að heyra í myrkri
sorgarinnar vængjatak engils
vonarinnar og sjá stjörnu henn-
ar Ijóm'a í dimmu dauðans. O
ihvergi skín sú stjama skærar
en við gröf góðrar móður, því
ekkert er nær eilífðinni og al-
mætti lífsins, en móðurástin,
sem eigi aðeins finnur til með,
og tekur þátt í kjörum þeirra,
sem nátengdastir eru, heldur
finnur til með öllu sem þjáist
og líður og vill þerra hvert tár
sem fellur. Þessi framliðna fé-
lagssystir vor átti slíkt móður
hjarta. Hún fann til með öll-
um, sem áttu bágt og hjálpaði
þar sem hún gat. Hún var
gædd kristilegri mannúð o
skildi þessi gullvægu orð
meistarans: Það sem þér hafið
gert einumí af mínum minstu
bræðrum, það hafið þér og mér
gert. Eg veit einn sem aldrei
deyr, dómur um dauðan hvern.
Fegurri og varanlegri dómur
verður ekki kveðinn uþp yfir
neinum en sá að hann hafi átt
mannkærleika og miskunsemi.
Að þeir hafi verið tilbúnir að
leggja líknar höndur á hin
mannlegu mein meðbræðra
sinna og systra, sá dómur deyr
aldrei. Sá dómur lifir um þessa
framliðnu konu og sú minning
hennar lifir með öllum, sem
þektu hana og starf hennar
heimilinu og í því mannfélagi
sem hún lifði og starfaði í. —
Eiginmaður hennar og böm
finna til þess hve þau eiga
margs að minnast við fráfall
Ihennar og það gera líka aðrir
útí frá, sem á einhvern hlátt
kyntust henni og öll eiga þau
ihenni mikið að þakka. Engin á
eins mikið þakklæti skilið og
góð húsmóður. Engin vinnur
til eins innilegs þakklætis og
góð eiginkona og móðir. Fórnir
hinna helgustu tilfinninga verða
aldrei goldnar í gulli né silfri
aðeins með ást og þakklæti( en
ást og þakklæti eru tíka þau
dýrustu laun sem vér fáum
goldið, urnleið og vér gjöldum
þau auðgumst vér gjálf. í hvert
sinn sem vér eruití einhverjum
inniiega þakklát þá öðlumst vér
um leið virðingu fyrir tilverunni
og kærleika til höfunda hennar.
Því að almætti og kærleikur
vors himneska föður birtist oss
hvergi í hinni d'ásamlegu tilveru
eins dásamlega og í hreinni og
óeigingjamri mannssál. Jörðin
á marga helga staði þangað
um langan veg til þess að verða
betri menn fyrir að hafa þang-
að komið. Helgi þessara staða
var staðfest þar af miskunar
starfi mannlegra handa og trú-
festu mannlegrar sálu við kær-
Ieiksboð guðs. Minning þess-
arar látnu móður er yður kæm
börn slfkur staður. — Helg-
ur reitur minninganna, þar
sem alt hið góða og sanna sem
hún gerði fyrir yður lifir í ykk-
svo lítið. Svo fór eg að leggja
saman. Ef eg ynni hér fjóra
eða fimm mnuði, á eg töluverða
peninga, get hjálpað mömmu
við og við. Það gerði eg líka,
en þessum krónum er gjamt að
velta í Ameríku. Eg þurfti að
fá mér kjóla með hérlendu
sniði ljósflekkjótta og með belti;
vinstúlkur mínar voru komnar á
innlendan búning sem fór þeim
vel.
Peysufötin mín verð eg að
ar sál, þangað, sem þið munið geyma eins og rtíenjagrip, en oft
jafnan hverfa um ókomin ár í
lakklæti og virðingu og í hvert
skifti, sem þið hafið komið á
þann stað munuð þið finna að
)ið verðið betri menn. Að andi
hreinleikans sem alt gerir hreint
hvílir yfir minningu hinnar ó-
eigingjömu ástar ykkar dánu
móður.
FYRSTA VIST MÍN
AMERÍKU
f
fór eg í þau heima hjá mömmu
og skoðaði mig í speglinum.
Mér fanst húfan fara mér svo
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
Blrgðlr: Heory Ave. Ea»t
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
"vel og hárflétturnar undir húf-
unni gera mann svo unglegan.
Gamla konan var góðhjörtuð,
Frh. á 7. bls.
Eg skrifa þennan kafla frá
fyrsta ári mínu í Ameríku, af
því mörgum af okkar yngra
fólki þykir gaman að lesa um
fyrstu ár íslendinga í landi
þessu, þegar við ókunnug, mál-
laus, fátæk og að mörgu leyti
fákunnandi, en á bezta aldri,
sterk og vongóð, lögðum út í
lífið til að verða sjálfbjarga og
sjálfstæð, og hvernig landið og
þjóðin og komandi menning
blasti þá við okkur, því enn
voru allir frumbyggjar í miðríkj-
um landsins.
Það var í maí vorið 1881, að
eg fór að vinna hjá amerískum
bóndahjónuim', nokkrar mílur
austur af Marshall í Minnesota.
Lærði eg að tala ensku og
ýmsar siðareglur heimilanna, en
mikill reynslu tími er það fyrir
nýkomið fólk, að kunna ekki
landsmálið. Það er einskonar
ifangelsi, þröngt og raunalegt,
að geta ekki birt hugsanir sínar.
Eftir nokkrar vikur fór eg að
skilja margt af því sem talað
var, en eg var rög að byrja að
tala, þvf eg vildi tala rétt, en var
hrædd að drengir mundu narr-
ast að mér, ef eg væri mjög
bögumælt. — En þetta er
fáiviska; þeir læra málið fljót-
ast, sem eru óhræddir.
Þessi hjón, Mr. og Mrs. Forbs
voru frá Austur-Canada, nýlega
flutt til Minnesota. Hafði Mr.
Forbs verið þar skólakennari í
28 ár, sat nú í góðri elli með
rífleg eftirlaun fyrir það hand-
arvik. Hjónin áttu 12 börn,
átta sonu og fjórar dætur. —
Margt af þeim var gift í Can-
ada, en sumt af þeim kom
seinna til Minnesota. Fjórir
yngstu drenginnir voru heima.
Meðal sonanna voru lögmenn
og prestur.
Bóndi var siðavandur og
ifrjálslyndur trúmaður; aldrei
talaði hann ljótt orð og aldrei
var hann stygglyndur við sonu
sína, sem stundum voru há-
værir, en þeir virtu föður sinn,
sem konung. Sagði hann þeim
skýrt með hlýrri alvöru, ef eitt-
hvað var það í verkahring þeirra
sem þurfti að leiðréttast. —
Höfðu drengir auka klukku-
tíma um miðdaginn eða frá 12
—2 til bvíldar og leikja. Þóttu
mér þetta góðar reglur. Bóndi
var jarðnæðisríkur, hafði fjöru-
tíu ekrum fatt í heila section, en
elztu drengir heima áttu eitt-
hvað af því landi.
Margt var þar af gangandi
fé; bjó eg til heilmikið af
smjöri, en ekki skyri, því mjólk-
in var gefin svínum þegar búið
var að ná rjómanum. Eftir
nokkrar vikur byrjaði heyskap-
urinn. Þótti mér gaman að sjá
sláttuvélina og stóru hrífuna
raka, sem hestur gengur fyrir,
en margir stórir og langir hey-
stakkar þutu upp á tveimur og
þremur vikum. Þetta þótti mér
búskapur í lagi. Hjónin borg
uðu mér einn dollar um vikuna
og lofuðust til að bæta við mig
hálfum dal, þegar uppskeran
byrjaði. Já, fjórar krónur um
vikuna og svo sex, það er ekki
Góðar köku bakningar eru trygðar með
Magic! Þessvegna mæla fremstu mat-
reiðslu sérfræðingar í Canada, einvörðungu
með þessum þjóðkunna baking powder.
Biðjið matsalan yðar uffl bauk!
• LAUS VIÐ ALUN—pessi setning á hverjum bauk
er trygging yðar fyrir þvi að Magic Baking
Powder er laus við álún og önnur skaðleg efni.
Búinn til í Canada.
MAGlC
wAKING
POWDEfc
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal
Amaranth................................j, b Halldórsson
Árborg.................................(j o. Einarsson
Baldur................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville........................................Björn Þórðarson
Belmont..................................... J. Oleson
Bredenbury..............................H. O. Loptsson
Brown..............................Thorst. J. Gíslason
^nlSary--;-.........................Grímur S. Grímsson
Churchbndge..........................Magnús Hinriksson
Cypress River............................ Páll Anderson
...................................S. S. Anderson
Elfros..................................g g Anderson
Eriksdale.........................................ólafur Hallsson
Foam Lake...........................................John Janusson
Hlm11................................................K. Kjernested
Geysir................................Tím. Böðvarsson
Glenboro.................................... j oieson
Hayland...............................sjg. p Helgason
“ecla..................................Jóhann K. Johnson
Hnausa...................................Gestur S. Vídal
Hove....................................Andrés Skagfeld
Husavík.............................................John Kernested
Innisfail...........................Hannes J. Húnfjörð
Kandahar................................ g g. Anderson
Keewatin...........................................Sigm. Björnsson
Kristnes...........................................Rósm. Ámason
Langruth.................................. p> Eyjólfsson
n®811®..............................................Th. Guðmundsson
Lundar....................................Sig. Jónsson
Markerville.........................Hannes J. Húnfjorð
Mozart................................ s. g. Anderson
Oak Point........................................Andrés Skagfeld
Oakview.........................................Sigurður Sigfússon
Otto......................................Björn Hördal
Piney.....................................S. S. Anderson
Poplar Park.......................... Sig. Sigurðsson
Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík...........................................Árni Pálsson
Riverton...............................Bjöm Hjörleifsson
Selkirk..................................G. M. Jóhansson
Steep Rock..........................:......pred Snædal
Stony Hill.........................................Björn Hördal
Swan River.....................................Halldór Egilsson
Tantallon..........................................Guðm. ólafsson
Thornhill............................Thorst. J. Gíslason
Víðir...............................................Aug. Einarsson
Vancouver.......................... Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis.........!...................Ingi Anderson
Winnipeg Beach..........................John Kernested
Wynyard..................................s. S. Anderson
I BANDARIKJUNUM:
Akra...................................Jón K. Einarsson
Bantry..................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash......................John W. Johnson
Blaine, Wash....................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier............................. Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg....................................Jacob HaU
Garðar................................s. M. Breiðfjörð
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson................................Jón K. Einarsson
Hensel............................... j. k. Einarsson
Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton...................................F. G. Vatnsdal
Minneota.............................Miss C. V. Dalmann
Mountain..............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts..........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold................................Jón K. Einarssop.
Upham................................E. J. Ilreiðfjörð
The Yiking Press, Limited
Winnipeg Manitoba