Heimskringla - 22.01.1936, Page 4
4. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 22. JANÚAR, 1936
ffeimskrtngila
(StofnuS 1S86)
Kemur út á 'tiverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
«53 oa «55 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsímis 86 537
Ver8 blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlat:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
153-355 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 22. JANÚAR, 1936
KONUNGUR SYRCÐUR
UM ALLAN HEIIY.
Þegar fregnin um lát George V. Breta-
konungs barst út síðast liðin manudag,
er óhætt að fullyrða, að það hafi ekki
verið þegnar hans einir á víð og dreif um
ríki hans í mörgum heimsálfum, sem
hann varð harmdauði, heldur jafnframt
mönnum og þjóðum utan Bretaveldis út
um allan heim.
Ástæðunnar fyrir því þarf ekki langf
að leita. Áhrifin frá heimsveldinu brezka,
eru mikil og víðtæk á heiminn. I>ó kon-
ungdómurinn sé á Bretlandi, sem á Norð-
urlöndum, svo takmarkaður, að þar sé
lítill eða enginn munur á orðin og lýð-
veldisskipulagi, eru áhrif þess, er konung-
stólinn sitja ávalt mikii, ekki sízt þegar
þar er um góða menn að ræða. Og að
því leyti sem þjóðin brezka og heimurinn
yfirleitt hefir kynst hinum nýlátna kon-
ungi, má hann í hópi þeirra telja, er mild-
ir og mannúðlegastir hafa á konungstóli
setið. George V, er syrgður sean góður
konungur. Hans er eins einlæglega
saknað nú af þegnum hans sem annarar
þjóðar eru, og þeim, sem af brezkum ætt-
um eru.
Við ríki hefir nú sonur hans tekið,
Prinsinn af Wales, og hefir hann tekið
upp nafnið Edward VIII konungur Breta-
veldis.
Hann hefir verið alinn upp í anda föð-
ur síns og í anda hinnar frjálssinnuðu
þjóðar, brezku þjóðarinnar. Persónuleg
kynni af þegnum sínum munu fáir Breta-
konungar hafa haft meiri en hann. Hann
hefir ferðast aftur og fram, um Breta-
veldi og hefir hvarvetna átt miklum vin-
sældum að fagna.
Um leið og þegnar Bretaveldis minnast
með söknuði hins nýlátna góða konungs,
vita þeir og treysta að merki hans, sem
var mannúð og háar hugsjónir, verði bor-
ið og ekki látið niður falla af syni hans,
Edward VIII Bretlands konungi.
A. A. A. KVEÐIN NIÐUR
Nýlega var sá dómur kveðinn upp í
hæsta rétti í Bandaríkjunum um A. A. A.
löggjöf Roosevelts, að hún væri ósam-
kvæm stjóraarskrá landsins.
Útreið þessa lagaákvæðis er því svipað
og N. R. A. löggjafarinnar í heild sinni
fyrir dómstólunum.
Sex dómaramir af níu, kveða þessa
kreppu- eða bráðabirgðarlöggjöf ógilda,
vegna þess að hún komi í bága við eina
grein stjórnarskipunarlaga landsins (Fifth
Amendment), sem upp mun nú rifjast
fyrir mörgum að samin voru fyrir 150
árum og þegar íbúatala Bandaríkjanna
svaraði til þess, sem nú er í New York
borg einni, og viðhorfið hefir sennilega
verið eitthvað annað, en árin 1930—35.
Hvaö voru, eða eru, ef kistulögð eru
ekki með öllu, þessi A. A. A. lög? Ó-
skammstöfuð nefnast þau Agricultural
Adjustment Administration. Það eru lög,
sem samþykt voru á Bandaríkjaþinginu
1933 og staðfest með undirskrift Roose-
velts forseta 12. mai það ár. Frá því er
svo skýrt í lögunum sjálfum að tilgangur-
inn með þeim sé sá, að efla hag búnaðar-
ins, sem afar illa sé kominn, sumpart
vegna óreiðu í sölu búnaðar afurða en að
nokkru vegna skipulagsleysis á f'ram-
leiðslu. Ennfremur er þar tekið fram, að
lög þessi séu bráðabirgðalög og í gildi svo
lengi sem forseti áh'ti að þeirra þurfi
með búnaðinum til viðreisnar.
Stærsta mein búnaðarins áleit stjómin
vera verðmuninn, sem orðinn var á bún-
aðar- og iðnaðarframleiðslu; búnaðarvar-
an hafði fallið hlutfallslega miklu meira
í verði. A. A. A. lögin áttu að jafna
reikninginn, gefa bóndanum meira í aðra
hönd fyrir vöru sína. Til grundvallar fyr-
ir því hvað væri sanngjarn hagur bónd-
ans, var lagt verð iðnaðar- og búnaðar-
vöru á síðustu fimm árunum fyrir stríðið,
áunum 1909—1914. Þá þótti verð á því,
sem bóndinn þurfti að kaupa og selja,
haldast sanngjamlega í hendur.
Til þess að koma þessu til leiðar, varð
stjórnin. að taka eftirlit með sölu og
framleiðslu að miklu leyti í sínar hendur.
En því fylgdi það, að greiða varð bændum
fyrir, að framleiða ekki nema svo og svo
mikið af vissri vöru, en fé það var. með
skatti innheimt af sölunni og mest frá
þeim er hana höfðu með höndum. Eftir-
litið með sölu skerði og gróðan af henni
að sjálfsögðu. Og til þess að tryggja
bóndanum verðið, tók stjórnin við því,
sem var framyfir það, sem seldist og var
því útbýtt milli atvinnulausra. Þeir sem
framleiddu meira en ákveðið var, greiddu
og sérstakan skatt af því. Þetta er aðal-
innihald greina A. A. A. laganna.
En kornkaupa- eða mölunarfélag, sem
nefnist Hoosac Mills í Massachusetts ríki
fór í mál við landsstjórnina út af A. A. A.
löggjöfinni. Héldu lögfræðingar félags-
ins fram, að landstjórnin hefði ekki vald
heldur fylkisstjórair, til þess að semja
löggjöf sem þessa, og þó skatturinn, sem
af sölunni væri tekinn,,væri í sjálfu sér
leyfilegur, væri hann aukaatriði í sam-
bandi við A. A. A. löggjöfina og land-
stjórnin hefði í skjóli hans, eða skatta-
heimildar sinnar samið A. A. A. lögin. —
Þetta hefir nú hæstiréttur fallist á, hefir
dæmt A. A. A. lögin ógild og skattinn
ranglátan, sem landstjórnin eigi meira
að segja að greiða til baka; nemur skatt-
urinn töluverðu fé.
Með svipuðu sniði og þessi A. A. A.
löggjöf, eru Bankhead Cotton Control
lögin, sem nú er verið að athuga í hæsta-
rétti og lúta að skipulagningu á bómullar
framleiðslu. T. V. A. eða Tennessee Vál-
ley Authory lögin, sem hæstiréttur hefir
einnig til meðferðar, eru ekkert annað en
lög um að landstjórnin megi framleiða
orku við Tennessee ána, skamt frá Mus-
cle Shoals orkuverinu nafnfræga. Land-
stjórnin hefir öll umráð orkuhagnýtingar
á þessu svæði og það verður aðeins vegna
formgalla á rekstrinum, sem því starfi
verður hnekt. Sú árás stjórnast og bein-
línis af því, að þar er kept um að ein-
staklings félög geti verið ein um hituna.
En það eru heilar klifjar af öðrum laga-
ákvæðum, sem eftir Rooseveltstjórnina
liggja, sem líklegt er að hæstiréttur skeri
fyr eða síðar úr, hvort samkvæm séu
stjómarskrá landsins. Þessi lagaákvæði
eru t. d. Smith-Kerr tóbaks-lögin,, Costi-
gans-Jones sykur-lögin, Warrens kartöflu
lögin, brúnkolalögin, Social Secruity lög-
in o. fl. Verði öllum þessum lagaákvæð-
um kastað út, er ekki óhugsanlegt, að
bandarísku þjóðinni þyki málin vera farin
að vandast, og að sú stjómarskrá þurfi
endurskoðunar við, sem banni allar þess-
ar • kreppuráðstafanir Roosevelts, sem
sumar hverjar hafa að minsta kosti
reynst vel og verða ekki taldar einskis
nýtar.
Þegar til skjalanna kemur verður ekki
séð að annað bjargi starfi Roosevelts, en
breyting á stjórnarskánni. Það kemur
ekki málinu við hvernig einstakir menn
líta á það, eða spyrji sjálfa sig, hvort
að hinir vitru menn er stjórnarskrána
sömdu, myndu ef nú væru uppi, and-
stæðir löggjöf Roosevelts forseta. Dóm-
stólamir túlka orð þeirra í stjómar-
skránni eins og þau liggja þar fyrir. Og
enginn deilir við dómarann. En þrátt
fyrir það þó kosningar spu nú fyrir dyrum,
er þess ekki enn vart, að Roosevelt for-
seti fari fram á stjórnarskrár-breytingar.
Hann virðist þess fullviss, að málefni sitt
sigri enn þrátt fyrir þó þar sé frá sjónar-
miði laganna alt í lausu lofti. Það er ef-
laust vatn á millu andstæðinga hans, að
starf hans og stefna hefir reynst ósam-
kvæm stjómarskránni, og gefur þeim
eflaust höggstað á Roosevelt, en að það
saki eins mikið og ætla mætti, verður
ekki ráðið neitt um af undirtektum al-
mennings. Og sumir geta þess jafnvel tii
að það treysti og efli ítök Roosevelts, í
stað þess að veikja þau.
Læknir var að skoða ungfrú Láru.
— Það er í rauninni ekkert að yður
nema það væri blóðleysi. Fáið þér nokk-
urntíma mikinn hjartaslátt, t. d. þegar
þér dansið.
— Það er undir því komið við hvern
eg dansa, svaraðí hún og roðnaði.
—Lesb. Mibl.
NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSÖGUR
HALLDÓRS KILJANS LAXNESS
Enginn núlifandi íslenzkur rithöfund-
ur hefir vakið jafn mikla athygli á sér nú
nokkur síðustu árin og Halldór Kiljan
Laxness. Hér vestan hafs hafa sögur
hans ekki verið fáanlegar; en þau fáu
eintök, sem hingað hafa borist, hafa
gengið mann frá manni, og hafa verið
lesin með áfergju af öllum þeim, sem
hafa í þau náð.
Og á engum höfundi eru skoðanir
manna jafn skiftar. Það eru engar ýkj-
ur, þott sagt sé, að lesendur hans yfir
höfuð skiftist í tvo andstæða flokka: þá,
sem dázt að ritverkum hans, og þá, sem
hneykslast á þeim. Eg hefi engan hitt
fyrir enn, sem eitthvað hefir eftir hann
lesið, sem ekki hefir heyrt til öðrum
hvorum þessum flokki. Og ýmsir þeirra
hafa verið töluvert æstir; fólk virðist yfir-
leitt eiga erfitt með að tala um ritverk
Laxness með stillingu.
Hvað veldur þessum ólíku og andstæðu
áhrifum, sem þessi ungi rithöfundur hefir
á lesendur sína? Hvers vegna lofa sumir
það, sem öðrum finst, að ætti helzt ekki
að birtast á prenti? Hvers vegna eru
sumir sannfærðir um, að hér sé á ferðinni
nýr spámaður, og hann alls ekki einn af
þeim smærri, þar sem aðrir þykjast sjá
aðeins ruddalegan skriffinn?
Það er nokkuð erfitt að gera sér grein
fyrir þessu. Skiftingin fer, að því er virð-
ist ekki eftir neinum svo kölluðum stefn-
um, hvorki í mannfélagsmálum né bók-
mentum. Laxness er, eins og flestum er
kunnugt, stefnu-rithöfundur. Eln það nær
ekki nokkurri átt að segja, að þeir einir
dáist að sögum hans, sem séu honum
samdóma um, að það mannfélagsskipu-
lag, sem einstaklings-framtak og frjáls
samkepni hafa myndað, sé ilt og óhaf-
andi. Og andúðin, sem hann vekur hjá
sumum lesendum sínum, er heldur ekki
öll sprottin af þröngsýni við hagfræðis-
legar og pólitískar kreddur. Þaðan af
síður stafar andúðin, eins og sumir vilja
halda eingöngu af því, að hann er hisp-
urslaus, berorður og óhh'finn; en það má
kallast nýtt fyrirbrigði í íslenzkri skáld-
sagnagerð. Hitt mun nær sanni, að ber-
sögli hans og hlífðarleysi hafi aflað hon-
um töluverðra óvinsælda, þó að það eitt
nægi ekki til þess að skýra þá sterku
andúð gegn honum, sem fljótt verður
vart við hjá sumum, þegar á sögur hans
er minst.
Eg hefi átt tal við all marga um sögur
Laxness og hefi orðið var við, að ómild-
ustu dómarnir hafa komið úr óh'kleg-
ustu áttum. T. h. sagði gáfaður og vel
mentaður, miðaldra maður við mig, eftir
að sögurnar “Þú vínviður hreini” og
“Fuglinn í fjörunni” voru nýútkomnar,
að þær væru með því andstyggilegasta,
sem hann hefði lesið; og að íslenzkar
bókmentir græddu ekkert við það, að
ungir, íslenzkir rithöfundar léku sér að
því, að búa til svínastíur úr íslenzku sjó-
þorpunum. Þess má geta, að þessi maður
var róttækur jafnaðarmaður, eða stóð hér
um bil eins nálægt Laxness hvað póh-
tískar skoðanir snertir, og líklegt var um
nokkurn mann meðal Vestur-íslendinga.
Aftur á móti hefi eg heyrt gáfaða, roskna
konu dázt einlæglega að sögunni “Sjálf-
stætt fólk”, og mundi þó mörgum finnast,
að sú saga sé engu vægari árás á ríkjandi
þjóðfélagsskipulag en hinar.
Það liggur í augum uppi, að ekki verð-
ur dæmt með sanngirni um nokkurn
skáldsagnahöfund, nema einhver tilraun
sé gerð til þess, að sundurliða efni og
búning í skáldsögum hans. Mörgum, sem
lesa sögur og tala um þær, hættir við' að
missa sjónar á þessu. Menn annaðhvort
einblína á efnið og dæma söguna eftir
því, eða ■ horfa á búninginn, málið og
stílinn, og dæma eftir honum. En saga,
sem er óútásetjanleg hvað efni snertir,
frá sjónarmiði þess, sem dæmir, getur
verið leiðinleg og einkisvirði, ef óhöndu-
le/ga er með efnið farið. Eins er eintóm
ritsnild ekki nóg til þess að skapa góða
sögu. Það er mikill vafi á því, hvort að
nokkur höfundur getur samið góða sögu.
ef að efnið, sem hún fjallar um er ekki
honum sjálfum áhuga- og sannfæringar-
mál. Auðvitað er hægt að benda á marg-
ar sögur, sem ekki fjalla um efni, sem
geta verið áhugamál nokkurra manna, en
þær munu þá oftast nær vera mestmegn-
is innantómt orðaglamur. Beztu skáld-
sögur hafa verið ritaðar af mönnum, sem
höfðu einhvern boðskap að flytja og um
leið voru nógu miklir snillingar til þess,
að klæða hann í þann búning, sem hefir
hrifið hugi og tilfinningar lesendanna.
Þetta er svo auðsætt, að það ætti að
vera með öllu óþarft að taka það fram.
En hver sá, sem les skáldsögur
sjálfur og talar um þær við
aðra, rekur sig stöðugt á of
einhliða skoðanir og mat á
þeim.
Enginn, sem lesið hefir eitt-
hvað af sögum Laxness, mun
efast um ritsnild hans. En þeg-
ar um -ritsnild er að ræða, kem-
ur þrent til greina: málið, stíll-
inn og þróun efnisins í sögunni.
Málið hjá Laxness er kröft-
ugt og lifandi. Þegar ritmálið
fjarlægist of mikið hið mælta
mál, eins og óft vill verða, verð-
ur það óeðlilegt og steingerv-
ingslegt. Laxness notar fjölda
orða úr daglegu, mæltu máli,
sem sjaldan sésrt í bókum, og
notar þau vel. Hvort sem þessi
orð finnast aðeins í tali fólks
uppi um sveitir, eða eru nýjustu
orðatiltækin í kaupstaðamálinu,
iþá fylgir þeim oftast nær hinn
ferski og hressandi blær hins
lifandi máls. Svona talar fólk-
ið, og í skáldsögum á það að
tala eins og það talar í lífinu
sjálfu, hvað sem þeir segja, sem
mest tala um að halda ritmál-
inu hreinu. Híð svokalllaða
hreina mál er oft ekkert annað
en litlaust og dautt mál.
Um stíl Laxness er það að
segja, að hann er bæði ljós og
þróttmikill í hinum síðari sög-
um hans. Hann hefir ekki á-
valt verið það. í hinum fyrri
sögum hans var hann of íburð-
armikill og mælskukendur. Eg
á ekki við, að enn sé ekki mikil
mælska í sögum hans; hún er
einmitt mjög mikil. En hún e~
öðru vísi en hún var áður. Hon-
um hætti við, að skjóta inn í
söguna löngum og leiðinlegum
athugasemdum, sem ekki komu
efni hennar við. Þannig er í
“Vefaranum frá Kashmir” alt
of mikið af hálf heimspekileg-
um vaðli, sem stöðugt dregur
athygli frá sögunni sjálfri. Þess
konar á ekki við í skáldsögum,
og hjá Laxness er það út af fyr-
ir sig lítils virði. í síðari sög-
unum ber mælskan aldrei efnið
ofurliði þar eru það frásögnin
og lýsingamar, sem' halda at-
hyglinni óskiftri frá byrjun til
enda.
Þróun sögunnar er sú eining
og sá heildarsvipur,, sem hún
fær vegna orsakasambandanna
milli viðburðanna. Það má
segja, að endir sögunnar á-
kvarðist af byrjun hennar, eða
með öðrum orðum: sagan þró-
ast eftir rökréttum samböndum
allra höfuðatriðanna, sem hún
skýrir frá. Geri hún það ekki,
er hún sundurslitin og í molum.
Það má líkja sögunni við líf-
ræna veru, sem vex og fær á-
kveðna, náttúrlega lögun; hún
er ekki eitthvað, sem bæta má
við og færa út eftir vild, án
þess að heildarsamræmið rask-
ist. Síðari sögur Laxness þró-
ast þannig: viðburðarásin í
þeim fylgir föstum lögum, og
sögulokin koma eins og rökrétt
ályktun af undan gengnum
forsendum.
Og eins og samræmi verður
að vera í allri sögunni, svo verð-
ur líka að vera samræmi í hin-
um einstöku persónum hennar.
Sögupersónur Laxness eru ekki
aðeins heilsteyptar og sjálfum
sér samkvæmar, heldur er á
milli persónanna eins konar
jafnvægi, þrátt fyrir það, að
þær eru oft mjög ólíkar. Við-
vaningum og lélegum höfund-
um hættir oft við, að láta sögu-
persónur sínar vera annaðhvort
afbragðsfólk eða fanta. Og
maður skilur ekkert í, hvers
vegna mennimir eru gerðir
svona góðir eða svona vondir.
Hjá Laxness eru mennirnir eig-
inlega hvorki góðir né vondir af
ásettu ráði; þeir eru það, sem
þeir eru, vegna aðsteðjandi á-
hrifa frá mannfélaginu, sem
þeir erui hlutar af. Þetta, bet-
ur en nokkuð annað, sýnir,
hversu mjög hann lítur á hlut-
ina frá félagslegu sjónarmiði.
Margar persónur hans eru
hrottamenni, sem finna mesta
ánægju í því, að láta aðra, sem
eru minni (máttar, kenna afls-
munar. Þetta sýnir ekki það,
sem venjulega er kallað ilt inn-
ræti, heldur óhjákvæmilegar
afleiðingar aðstöðu þeirra í líf-
inu. Á sama hátt er bæði ytri
og innri eymd hinna, sem eru
veikir og með sundruðum sálar-
krötfum, afleiðing orsaka, sem
þeir ekki hafa neitt vald yfir.
En af þessu leiðir aftur, að per-
sónurnar, þrátt fyrir það þótt
þær séu séu með afbrigðum
skýrt dregnar og sjálfstæðar
innan söguheildarinnar, falla
eðlilega saman í heildinni. Það
er engin gapandi og óeðlileg
f'jarlægð á milli þeirra, eins og
oft á sér stað.
Fjölda margar sögupersónur
Laxness verða lesendahum ó-
gleymanlegar, og það eru ekki
eingöngu þær, sem mega teljast
höfuðpersonur í sögunum. —
iSumar aukapersónurnar eru
frábærlega sikýrar og svo nátt-
úrlegar, að manni finst, að þær
séu gamlir kunningjar, sem
maðiir kannist við úr lífinu. —
Það má t. d. benda á Guðinund
kadett og Jukka í “Þú vínviður
hreini”. Einkennilegir menn!
Lítilsigldir í venjulegum skiln-
ingi, en þó svo spakir mitt í
einfeldni sinni. Samt tekst
Laxness ekki ávalt jafn vel með
aukapersónumar, langt frá því.
Læknirinn í “Þú vínviður
hreini” og presturinn í “Sjálf-
stætt fólk” eru einhvern vegin
of ankannalega ■ aulalegir til
þess að maður geti haft nokkra
ánægju af þeim.
Listfengi skáldsagnahöfunda
er oft mælt ef'tir því, hversu vel
þeim tekst með lýsingar sínar.
Lýsingarnar eru eins og eins
konar umgerð, sem frásögnin
fellur inn, í, og veldur það
mkilu, hvemig þær eru. Lýs-
ingar Laxness eru venjulega
góðar og á milli þeirrá og skap-
ferlis persónanna er oft náið
samband, t. d. í “Þú vínviður
hreini”, þar sem rosinn í veðr-
inu og óstjómin í skapi Stein-
þórs eiga mjög vel saman. —
Hann getur lýst veðri, lands-
lagi, dauðum hlutum, skepnum
og mönnum afbragðs vel. í
“iSjálfstætt fólk” eru margar
ágætar náttúrulýsingar, má t.
d. benda á lýsinguna af hríðar-
bylnum, gróðrinum á vorin og
hinum döpru, löngu rigningar-
dögum sem eru snildarlega vel
gerðar lýsingar. Þá eru lýsing-
arnar á skepnunulm ekki síður
góöar; hesturinn, kýrin og enda
tíkin, verða ógleymanlegar
skepnur. Þó eru mannlýsing-
arnar ef til vill beztar. Það
mun vera vandfundin öllu betri
mannlýsing heldur en sú af
hreppstjóranum í “Sjálfstætt
stætt fólk”, sem talaði dræmt
og kipraði varirnar, til þess að
missa ekki út úr sér tóbaks-
löginn, fyr en hann var ibúinn að
hafa f'ull not af honum. Það
sem gerir þessa lýsingu svo
góða, er, að hún er ábendandi
(suggestive); hún gefur til
kynna strax í byrjun, hvers
konar maður hreppstjórinn er.
Laxness er, eins og bent hefir
verið á, stefnurithöfundur. í
hinum síðari sögum sínum pré-
dikar hann vissa pólitíska og
hagfræðislega þjóðmálastefnu.
' Sjálfsagt finst mörgum, að með
því hafi hann yfirgefið svið list-
arinnar og gerst taslmaður ekki
aðeins stefnu, heldur eins
stjórnmálaflokks á Íslandi. Svo
mikið hefir verið talað um að
listin eigi að vera óháð öllu
dægurþrasi manna um öll mál-
efni. En sú kenning hefir í
raun og veru ekki við neitt að
styðjast er alloftast haldið fram
af þeim, sem ekki vilja láta
hreyfa við því sem þeim finst að
fólk ætti ekki að vera að brjóta
heilann um. Menn geta ekki
'búist við neinum verulegum til-
þrifum hjá nokkrum höfundi,
nema að hann tali beint út frá
sínu hjarta og eins og sannfær-
ing hans býður honum. Það
hefir heldur aldrei verið sýnt