Heimskringla - 22.01.1936, Page 7

Heimskringla - 22.01.1936, Page 7
 WINNIPEG, 22. JANÚAR, 1936 HEIMSKRINCLA 7. SÍÐA. KRISTJÁN ENIARSSON SEG- IR FRÁ MARKAÐSHORFUM FYRIR FISK í NORÐUR- AMERÍKU OG KÚBA Viðta við Kristjátt> Einarsson Rvík. 24. des. 1935 Kristján Einarsson fram- kvæmdastjóri kom heim á laug- ardagskvöldið úr ferð sinni til Norður-Ameríku og Kúba í er- indum Sölusambands ísJ. fisk- framleiðenda. — Morgunblaðið bitú Kr. E. að máli í gær og spurði hann um ferðina. Eg mun gefa S. í. F. skýrslu um ferð mína og skýra fyrir Iþví þær leiðir, sem eg tel lík- legastar, til þess að ná sölu á ísl. fiski á þeim slóðum, er eg fór um, segir Kr. E., en hins- vegar er eg fús til þess að gefa Morgunblaðinu lauslega frá- sögn af f'erð minni. Ferðin sjálf Eg hefi verið rúma 2 mánuði í ferð þessari. Fór eg yfir Eng- land og svo beint þaðan til New York, stóð þar við í nokkra daga og hélt síðan ferð minni áfram til Kúiba, og dvaldi þar tæpan hálfan mánuð. Þaðan fór eg til Miami á Floridaskag- anum og síðan upp austurströnd Bandaríkjanna. Hafði lítils- háttar viðdvöl í Jacksonville,. Washington, Baltimore og Philadelphia. Fór eg síðan norður í Canada til Winnipeg og var þar í nokkra daga. Á suð- urleið kom eg í Chicago, fór síðan til Boston og Gloucester og síðan til New York aftur. Öll þessi leið frá New York um Cuba, Canada og til New York aftur er um 9000 kílómetr- ar, en samt fóru ekki nema tæpir 3 sólarhringar í ferðirnar sjálfar. Þar sem eg fór aðal- ferðirnar um helgar og þær skemri á kvöldin og nóttunni, þurfti eg ekki að eyða neinum virkum degi í þær og gat því dvalið kyr á þeim stöðum er eg þurfti að vinna á að erindum minum í 44 viku. Auðvitað var þetta aðeins hægt með því að nota flugvélar í stað skipa eða járnbrauta. Hefði eg notað hin góðu og gömlu tæki, hefði eg verið í 12 daga á þessari ferö í stað 3 daga með flugvél. Far- gjöld eru jafnhá í flugvél og með járnbraut á fyrsta farrými, en flugfarið verður í rauninni ódýara vegna þess að ferðin stendur svo stutt yfir og því verða önnur útgjöld lítil, sem að sjálfsögðu eru þó nokkur um langan tíma í jámbrautarlest eða á skipi. Eg var mjög heppinn með veð- ur meðan flugferðin stóð yfir frá New Yonk til Havana og einnig til baka. Fanst mér það tilkomumikil sjón að fljúga á stjörnubjartri nóttu yfir New York, Philadelphia, Baltimore og Washington á aðeins 2 klst. og að sjá alla ljósadýrð þessara miljónaborga. En, eftir því sem vélin hækkar flug sitt, gulna, deyfast og smækka þessi af- reksverk mannlegra handa, í samanburðinum við stærð og dásemd himinsins að skýja- baki. “Douglas”-flugvélar, þær sem eg flaug með eru svo hljóðar í gangi, að samtal er auðvelt. iStólana má leggja því nær flata og getur maður þá sofið. Allir reyktu, jafnvel flugstjórarnir sjálfir. Aðeins meðan flugvél sest og tekur sig upp, er það ó- leyfileg^t. Stærri tegund land- flugvélanna tekur 18 farþega, en sjávarflugvélarnar (“Clip- pers”) 40, auk áhafnar. Flugferðin til Canada var aft- ur á móti á þann veg, að allar draumsjónir á jörðu og yfir, urðu að þoku fyrir þeirri hugs- un, að beltið sem faþegar eru ibundnir með við stólana, sé vel fest — að halda síðustu máltíð- inni niðri í manni — og hjari- anu ekki langt fyrir neðan hinn venjulega bústað sinn. Að,ra leiðina var snjóbylur, stormur og um skeið 24 stiga frost í flugvélinni, því hita- leiðslumar frusu. Fanst okkur farþegunum langur tími að sitja í 6 kl.st. og sjá hvorki himin né jörð. Kúba Á Kúba eru tæpar 4 miljón- ir íbúa en í höfuðborginni Hav- ana um 500 þúsund. Er hún ein af fegurstu borgum heims- ins, frá náttúrunnar hendi. Alt landið er viðurkent fyrir hinn fjósama gróður. Aðallega er þar samt ræktað: sykurreyr, tóbak, kaffi, ávextir o. fl. Syk- urinn hjá Kúbabúum er líkt og saltfiskurinn hjá okkur. Hann er aðal- og langstærsta út- flutningsvaran. Kostar strá- sykur þar um 9 aura pnudið í búðum. Saltfiskur kostar þar 5 sinnum meira, eða 45 aura pundið í búð. Mesti hluti Kúbabúa eru Spánverjar og svo er allmikið af dökikum og hálfdökkum imönnum. Eru þetta saltfisk- ætur miklar, ef verðið væri ekki, vegna gífurlegra innflutn- ingstolla of hátt.> Innflutningur saltfisks til Kúba hefir minkað mjög á sáð- ustu 5 árum, eða úr ca. 12000 tonnum niður í tæp 5000 tonn. Hefir hið pólitíska ástand lands- ins verið, sem kunnugt er, mjög á reiki um mörg síðastliðin ár hefir og valdið miklum erfið- leikum allra stétta þjóðarinnar. Nú í bili virðist kyrrara yfir og höfðu landsmenn noikkrar von- ir um betri hag á næstu árum. Aðalræðismaður Dana og ís- lendinga í Havana, hr. Carlos ■Hinze er þektur maður fyrir hinn óvanalega áhuga og dugn- að til aðstoðar öllum viðskift- um milli Danmerkur og Kúba. Hafa Danir margsinnis heiðrað hann í þakkarskyni. Reyndist hann mér í hvívetna til ómetan- legs gagns og býst eg við að ís- land eigi fáa erlenda me‘nn að, sem muni reynast því hollari eða ötulli en hann, í framtíð- inni. Meðan eg dvaldi á Kúða komu þangað 200 kassar af ís- lenzkum fiski, sem sendir voru sem sýnishorn. Lákaði hann á- gætlega og tókst mér að selja þar um 5000 kassa, þrátt fyrir að fæstir kaupendur höfðu birgt sig upp til vetrarins nokkru áð- ud en eg kom. Hefi eg beztu vonir um að íslendingum takist að ná þar allstórum hluta af innflutningnum á næstu árum. Býst eg við að gæði ísl. fisks- ins verði þar eins og víðar, þyngst á metaskálunum í fram- tíðinni. Pökkun, þurkun og mat þarf að vera nokkuð öðru- vísi á fiski, sem fara á til Kúba en þeirra landa, er við höfum áður flutt til. Kynti eg mér iþað atriði gvo vel, að eg get gefið matsmönnum fullar upp- lýsingar um það efni. ^ Greiðsla fisks í ameriskum dollar er frjáls sem stendur, en fari svo, að ísland yrði að kaupa eitthvað af Kúba í fram- tíðinni, virðist sykurinn þeirra vera aðgengileg vara, bæði hvað verð snertir og svo hitt, að syk- urkaup eru þeim meira virði en nokkur önnur vörukaup. Canada Canada og sérstaklega Win- nipeg, eru kunnari fjölda ís- lendinga en mér og væri það því lítilsverðar upplýsingar, sem eg gæti gefið í því efni. Það sem eg vil minnast hér á er sá mikli og drengilegi áhugi, sem ríkir þar meðal nokkurra landa vorra, um að verða ís- lendingum að liði, ef unt væri við sölu íslenzkra afurða í Ame- ríku. Höfðu nokkrir þeirra síð- astliðna mánuði hafið umræður um þau efni og undiribúið og kynt sér eftir föngum, mögu- leikana fyrir sölu ýmsra ís- lenzkra vörutegunda þar. Að svo stöddu get eg ekki sagt hvemig eða að hve miklu leyti samvinna okkar við þessa Vestur-íslendinga verður. Fer Iþað eftir undirtektum hér heima. Velvilji íslendinga í Canada til íslands er mjög ríkur, og œttjarðarást hefi eg hvergi fundiö jafn einlæga. Er það og sennilegt að enginn þekki sína eigin tilfinningu í þeim efnum, fyr en hann sjálfur er æfilangt búsettur fjarri sínu eigin föður- landi. Bandaríkin í Bandaríkjunum eru um 140 miljónir íbúa og standa þau sennilega fremst allra þjóða í verzlun og ýmiskonar iðnaði. Austurströnd þeirra er aðeins ca. 12 daga siglingaleið frá okk- ur„ miðað við siglingahraða hinna íslenzku skipa. Til Bandaríkjanna er frjáls inn- flutningur allra afurða okkar og þau framleiða ýmsar af helstu nauðsynjavörum þeim er við notum (hveiti, olíu, bíla, haframjöl o. fl.) og selja þær lægra verði en nokkur önnur þjóð. — Virðist því vera full ástæða fyrir íslendinga að kynna sér ítarlega möguleika Iþá, sem þama kynnu að vera til viðskifta, sérstaMega nú, þegar Evrópa reynist of þröng, fyrir hina litlu framleiðslu okk- ar. Árlega flytja Bandaríkin inn um 7000 tonn af saltfiski, og er sá innflutningur aðallega frá Canada og Newfoundlandi. Er fiskur sá, e,r þeir fá, nokkuð öðruvísi en sá, er við framleið- um, og þó einkum verkun hans. Eru nokkrar líkur til að sala takist á einhverju af saltfisiki héðan í janúar og febrúarmán- uði, þegar væntanlegir kaup- endur eru búnir að kynna sér Iþær mismunandi tegundir fisks, sem S. í. F., hefir nú sent þang- að. Hinsvegar nota Bandaríkin mjög mikið af frosnum flökuð- um fiski og fer sú notkun mjög í vöxit. Má sem dæmi nefna, að frá 1927 til ’32 fimmfaldaðist neyslan. Hvort íslendingar geta í framtíðinni notað markað þennan, get eg ekki sagt. En eg vænti þess að svo rækileg tilraun verði gerð í þessu mik- ilsverða máli, að gengið sé úr skugga um, hvort söluskilyrði eru þar eða ekki. Harðfisk nota Bandaríkja- menn nokkuð og tel eg líklegt að hægt væri að selja þar all- mikið af ísl. harðfiskí fyrir við- unanlegt veð. Síld er þar eftirsótt vara, og er íslenzka sfldin þar kunn sem bezta sfldin, er kemur þar á markað. Markaðurinn fyrir þessa vörutegund er þó ekki nnikill sem stendur, en sennilega er hann í vexti. Karfa voru veiðiskiþin frá Boston byrjjuð að! veiða til manneldis og var mér sagt að hann væri í svipuðu verði og þorskur. Hinsvegar ekki enn- þá séð hve trygg markaðsvara hann er, því svo stutt er um- liðið síðan sala fisks þessa hófst. Niðursoðinn fiskur selst all- mikið, t. d. sfld, gaffalbitar, fiskbollnr, hrogn “Rejex” o. fl. Kynti eg mér nokkuð verðlag þessara tegunda. Þorskalýsið er okkur þegar kunnugt um að flyst mest alt til Bandaríkjanna. Hinsvegar er iðnaðarlýsi tollað svo mjög, að líkur eru ekki til að við getum selt það þangað sem stendur. Það er framleitt í landinu sjálfu í stórum stfl. Aðal sölustaðir fiskafurðanna eru í New York, Boston og Chi- cago. Eg vil að lokum geta þess, að eg naut hinnar beztu aðstoðar danskríslenzka aðalræðismanns ins í New York, svo og þeirra dr. Stefáns Einarssonar, Balti- more og hr. lAndrésar Guð- mundssonar í Boston og ýmsra fl. Lótti það mjög fyrir vinnu minni hve vel allir þessir menn unnu að því að útvega mér þau gögn og upplýsingar er e,g þurfti.—Mibl. AÐ VETRARDÆGRUM . Fárlegt lýir kólgu-kast kosti fáa gefur. Sárlegt knýir, fólsku-fast, frosta þráan hefur. Ljósa-ylsins bylgjublik borði þrýtur aldar, gjósa bilsins stormastrik, storðin hvítu faldar. Rofnuð sólar geisla-glit gróður snjóum falinn, sofnuð íjóla, slyddu-slit slóðar frjóan dalinn. Moldu klæðir ferleg flík frosin slæðan mjalla, foldu næða rokin ríik. rosinn mæðir alla. Syngur kári byrstan brag byrlar jarðar-lýði stingur sárast élja-jag jafnar svarðar prýði. Glitsins perlu-klæða-krans krýnir jarðar stólin litsins merluð geisla-glans glóa svarðarbólin. Mugga vetrar, storma-stím styrmir-foldu víða, glugga letrar hélu-hrím hylur moldu fríða. Jörðin stranga þrokir þraut þunguð snæsins spjörum, hjörðin svanga hrelling hlaut, hungur læsir vörum. Stríða tíðin grennir grið gleðibandið særir. —Blíða tíðin færir frið frelsisanda nærir. Sléttubanda rímið rétt rennur lista slóðir, mettu andans þrekið þétt, —Þrúöheim gista fróðir. M. Ingimarsson FRÁ ÍSLANDI Tófum stolið Sá atburður gerðist 25. nóv. að tveimur hálfsilfurrefum var stolið úr ref'abúi, sem Frey- garður Þorvaldsson vélstjóri á, inn hjá Selási. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósársýslu hafði málið fyrst til athugunar, en síðar varð það falið lögreglunni í Reykjavík. , Hefir henni nú tekist að hafa upp á manninum. Hafði hann drepið refina og selt kaupmanni nokkrum þelgina fyrir 350 kr. * * * Alþingi slitið Rvík. 24. des. Kl. 5£ síðdegis í gær, var 'fundur settur í Sameinuðu Al- þingi og fóru þá fram þing- lausnir. Forseti sameinaðs þings gaf fyrst yfirlit um störf þingsins. Þingið hafði staðið frá 15. febr. til 4. apríl og frá 10. okt. I til 23. des., eða alls 124 daga. Alls voru lögð fyrir þingið 176 frumvörp, þar af 14 borin fram af stjórninni. 87 lög voru samþykt, af þeim voru 11 stjórn arfrumvörp. 77 frumvörp dög- uðu uppi. 24 þingsályktunartillögur voru bornar fram og af þeim 11 afgreiddar til stjórnarinnar. Þrjár fyrirspumir til stjórn- arinnar voru bomar fram, en engri svarað. Alls hafði þingið 203 mál til meðferðar. Er forseti hafði gefið yfirlit um störf þingsins mælti hann nokkur orð úr forsetastól. iHann mintist fyrst á mann- tjónið mikla, sem varð í ofviðr- inu 14—16 des., en í því veðri höfðu 20 menn druknað og fimm orðið úti. Risu þingmenn út sæum sínum til minningar um hina látnu. Þessu næst sagði forseti, að þing þetta hefði staðið í 124 daga og væri það þvl lengsta þing, sem háð hefir verið. — Þingið hefði líka afgreitt mörg merk mál, sagði forseti og nefndi í því sambandi alþýðu- tryggingarnar, nýbýlamálið og • • NAFNSPJOLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að íinni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hátta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— S^sk. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 Gunnar Erlendsson Pianokennarl Kenslustofa: 594 Alverstone St. Sími 38 181 Dr. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Talsími 23 739 Viðtalstími 2—4 p.m. Heimili: 776 Victor Street Winnipeg Talsími 22 168. SIMI 37 177 STANDARD COALS LIMITED Eldiviður til allra þarfa. 779 Erin St. Winnipeg breytinguna á Hæstarétti (er afgr. var á fyrri hluta þings- ins). Skoðanir manna væru að vísu skiftar um ýms mál, sem þingið afgreiddi, en menn yrðu að trúa því, að þingmenn gerðu ekki annað en það, sem þeir teldu þjóðinni fyrir beztu. Útlitið framundan væri ekki glæsilegt, sagði forseti að lok- um. Sérstaklega væru það við- skiftin við útlönd, sem bökuðu erfiðleika. En reynt væri að bæta úr erfiðleikunum, eftir föngum. Þannig hefði þingið sýnt viðleitni í þessu efni, með afgreiðslu fjárlaganna. Að lokinni ræðu J. Bald. las forsætisráðherra upp konungs- bréf um þingslit. Bað hann síð- an þingmenn að hrópa ferfelt húrra fyrir ættjörðinni og kon- ungi og var það gert. Þar með var þessu lengsta og dýrasta Alþingi, sem háð hefir verið á íslandi, slitið.—Mbl. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Coníederation Life Bldg. Talsimi 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LOGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Glmli og eru þar að hitta, fyrsta iniövikudag í hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl i viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 atS kveldinu Simi 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur líkkistur og annas/t um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. _ Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteima. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. Rovatzos FJoral Sbop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Desígns Icelandic spoken THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKVR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu Slmi: 96 210 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Wlnnipeg RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 OrriCE Phoni 87 293 Ris. Phoni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Orrici Hours: 12 - 1 4 p.m. - 6 P.M. AND BT APPOINTMENT Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNH)AL TANNLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.