Heimskringla - 26.02.1936, Side 3
WINNIPEG, 26. FEBR. 1936
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
Nokkrar þýðingar
Eftir Gunnbjörn Stefánsson \
FRIÐARGARÐURINN
Kveðið við opnun friðargarðsins á landamærum Bandaríkjanna
og Car.ada sumiarið 1932. Eftir F. McLaren
Sem húmskygð árin hverfa
með hraðans leiftur gný,
er þrumuðu yfir þjóðum,
hin þrungnu hildarský.
Um fold við friðar elfur,
við fjöll og borga mergð.
Ei jörð af skotdyn skelfur
né skeiðlaus blika sverð.
Lít hátt á himinn blámann
er hverfur skýja lag.
í brosi sumarsólar
vér sjáum nýjan dag.
Er friðiur lönd upp Ijómar
frá leiftrum sólarhvels
og fjötrast heift og hatur
í ihöndum vina þels.
Drag merkið hátt að húni,
veit hugsjón hverri Uð.
Að eflist þroski þjóða
við þúsund ára frið.
Lát rétt og lýðstjórn lýsa
upp lög hins nýja dags.
Svo hugur handsöl veiti
frá hjarta bræðalags.
VITRINGARNIR FRÁ AUSTURLÖNDUM
Eftir Dr. Duncan Campbell Scott
(Til Betlehem um langa leið
þeim lýsti stjarnan björt og heið
á silki skikkjur skein.
En Jesús leit með undmm á
og örmum sinnar móður frá
sá glitra á gull og stein.
Reykelsisfórnir fyrstur bar
fram fyrir Jesús Beltasar,
dökkur á brá og brún.
En Kristur hræddist þann mikla mann
að móðurbrjóstum sneri hann,
því kærust honum var hún.
Caspar að sýnum vænsfcur var,
verðmikið ker í höndum bar,
hörundsrauður og hýr.
Góðmannlegt fas yfir göfgi bjó
og glæsimensku. En Jesús þó
frá honum höfði snýr.
Melchior þriðji af þessum var,
þótta og hörkusvip hann bar.
Fóm hans var glóbjart gull.
En Jesús þó engann fögnuð fann
framkoma þeirra skelfdi hann
herská og hrokafull.
Þó færðu þeir honum fríðann auð,
var fórn þeirra trúar og ástar snauð,
sem konungi lýðs og lands.
Frá móðurbrjóstum bauð hann þeim
að boð Guðs til manna um allan heim
er kærleikur kristins manns.
stærstu kvikmyndafélögin þar
“Essany” og “Vitagraph”. —
Chaplin byrjaði hjá “Essany”
og lék þar í smámyndum, sem
þegar eru fyrir löngu orðnar
kunnar, en ári áður en eg kom
hafði Chaplin flutt sig til Holly-
wood ásamt fleiri leikurum.
Eg fékk svo loks tækifæri. Eg
fékk hlutverk í kvikmynd, sem
átti að sýna atvinnurekstur og
tók það félag eingöngu auglýs-
ingamyndir, en síðar fékk eg
nokkur hlutverk hjá “Essany”-
félaginu. En einmitt um þessar
mundir voru allir að fara til
•Hollywood. Þar var að rísa
upp miðstöð fyrir kvikmynda-
framleiðslu Ameríkumanna
enda voru öll skilyrði þar miklu
ibetri, sífelt sumar og sói og
sólskin. Og um sama leyti og
eg fékk þessi smáhlutverk mín
í Chicago var skrifstofum og
kvikmyndatökuhúsunum þar
lokað og allir fluttu sig til
Hollywood.
Um sama leyti fórn Ameríku-
menn í stríðið og setti það ein-
hvern þunglyndis- og alvörusvip
á alla þjóðina. Við það fór og
atvinnan versnandi og eg lagði
á flótta til Winnipeg, eftir tæp-
lega ársdvöl í Chicago.
1 Wirmipeg og út um íslend-
ingabygðirnar hélt eg margar
skemtanir meðal landa minna,
sem tóku mér prýðisvel. Frú
Stefanía Guðmundsdóttir kom
ásamt bömum sínum um þetta
leyti vestur og tók eg á móti
þeim ásamt nokkrum öðrum á-
hugamönnum um leiklist og svo
lékum við saman í íslendinga -
bygðunum.
Eins og auðkýfingur
í Hollywood
Eg lá veikur um skeið í Win-
nipeg, en svo lagði eg affcur leið
mína til New York og fékk þar
atvinnu sem skrautmálari. Eg
safnaði mér dollurum, eins og
eg framast gat, því að kvik-
myndunum var eg enn ekki bú-
inn að segja upp fyrir fult og
alt. Og þegar eg hafði safnað
með stakasta sparnaði 1500
dollurum, ákvað eg að fara til
. Californíu, til Hollywood og
freista gæfunnar enn einu sinni
Eg vissi, að það var alt undir
því komið, að koma þangað eins
og prins, vera skafin og strok-
inn frá hvirfli til ilja og að
nauðsynlegt var fyrir mig að
punta upp á verk skaparans
eins og eg gæti. Eg keypti mér
því marga alklæðnaði og geysi-
stórar ferðatöskur og ferðaðist
svo eins og auðmaður. Innrit-
aði mig svo inn á eitt fínasta
hótelið í Hollywood, “Hótel Hol-
lywood”, og hafði fallegt skegg,
staf, nýtízku hatt og alt til-
heyrandi.
Og nú fanst mér að eg væri
ekki síður undir það búinn, að
taka þátt í samkepninni, en
sjálfur Douglas Fairbanks eða
Chaplin, sem þá voru einna
mest umtalaðir. Daginn eftir,
er eg kom til Hollywood innrit-
aði eg mig hjá kvikmyndaskrif-
stofunum og var nú næstum
orðinn ein af stjörnunum.
Mér hafði verið ráðlagt að
fara ekki í hópmyndir, svo að
eg týndist ekki og var eg því alt
af á hnotskóg eftir smáhlut-
verkum sem gæfu tækifæri til
að hægt væri að taka eftir mér.
Svo bauðst mér hlutverk hjá
leikstjóranum L. Trimble. Hafði
eg verið kyntur honum í New
York af Vilhjálmi Stefánssyni.
Kvikmyndin sem eg lék í að
þessu sinni hét: “My Old Dutch”
og var eg við þetta á fullum
launum í einn mánuð, fékk 7
dollara á dag.
Hlutverkið sem eg hafði var
töluvert áberandi, en því miður
fór svo með þessa kvikmynd,
sem kostaði 100 þúsund dollara,
að hún varð alveg ónothæf. —
'Hún var tekin á alt of löngum
tíma og eyðilagðist við klipp-
inguna — og reið þetta vini
mínum Trimble að fullu. Hann
misti atvinnuna og hefir ekki
síðan komið við sögu.
Eg gekk nú á milli kvik-
myndafélaganna og fékk nokk-
uð mörg hlutverk. Þar á meðal
lék eg í hinni frægu kvikmynd
“Beau Geste”, sem var sýnd
hér. En aðalhlutverkin léku
Ronald Colman og Mary Astor.
Meðan eg vann við þessa mynd
fékk eg 12 dollara á dag. Var
myndin tekin á sandauðn við
Mexico. Síðan lék eg í “The
Blaqk Pirate” með Douglas
Fairbanks, “Camelíu-frúnni”
með Normu Talmadge og fjölda
af smámyndum. Einu sinni lék
eg leynilögreglumann í kvik-
mynd, sem hét “Umhverfis jörð-
ina á áttatíu dögum”.
Eg kyntist flestum þektum
stjörnum kvikmyndanna á þess-
um árum og einum íslenzkum
leikara, kúrekanum Bill Cody,
sem er hálfbróðir Emile Walt-
ers. Hann reyndi að koma upp
sínu eigin kvikmyndafélagi, en
mistókst.
I
Eg kyntist syni Leo Tolsto.v
og var hann þá að undirbúa að
DAY SCHOOL
for a thorough business training—
NIGHT SCHOOL
for added business qualifications—
Tbe Dominion Business College, Westem Canada’s
Largest and Most Modem Commerclal School, offers
complete, thorough training in
Secretaryship
Stenography
Clerical Efficiency
Merchandising
Accountancy
Bookkeeping
Comptometry—
—and many o’her profitable lines of work
We offer you inaividual instmction and the most modem
equipment for busrness study, and
AN EFFECTIVE EMPLOYMENT SERVICE
for the placement of graduates in business
DOMINION
BUSINES S COLLEGE
On The Mall
and at Elmwood, St. Jiames, St. John’s
taka kvikmynd af einni sögu
föður síns. Bauð hann mér heim
til sín eitt sinn og réði mig sem
einn leikenda sinn, en eg varð
ekki fyrir litlum vonbrigðum,
er maður nokkur, sem hann
hafði fengið til að leggja dóm
á leikendurna gaf þá yfirlýs-
ingu, eftir að hafa mælt mig
og skoðað í krók og kring, að
eg væri of lítill. Eg hafði at-
vinnu en gat aðeins fleytt mér.
Eg fann að það kostaði þúsund-
ir dollara að brjótast áfram, því
að alt verður maður að borga.
Mútur til ráðamanna kvikmynd-
anna og blaðamanna, sem hajfa
vald á að hefja menn til skýj-
anna eða eyðileggja mann, eru
ekki lítill útgjaldaliður hjá kvik-
myndaleikurum og eg var sleg-
inn út í þeirri samkepni.
En þrátt fyrir þetta var eg
þó enn vongóður ef eg fengi
nægan tíma.
Og talmyrvdirmar bundu enda
á veru mína í Hollywood
Alt í einu kom einhver aftur-
kippur í kvikmyndaframleiðsl-
una. Leikurum var sagt upp í
hundraða tali, enginn vissi
hverju þetta sætti. Svo var alt
í einu auglýst að fara ætti fram
reynslusýning á talmynd og um
leið sprakk bomban. Talmynd-
irnar voru komnar og þar með
var lokið atvinnunni fyrir mörg-
um, alt slitnaði úr tenglsum og
eg yfirgaf Hollywood.
Eg fór nú til San Fransisco
og Seattle og hélt skemtikvöld
á báðum stöðum.
Eg fór svo aftur til New York
og byrjaði á minni fyrri iðju,
en svo kom kreppan og hrunið
1928 og atvinnuleysið skall yfir
og eyðilagði alla möguleika fjn*-
ir miljónum manna. Eg var einn
af þessum miljóna her. Mér
tókst þó að afla mér fyrir fari
og fór svo heim til míns þurra
lands með einu lystiskipinu
1930, beina leið frá New York.
Heima er eg ekki útlendingur.
Hér get eg andað að mér ís-
lenzku lofti. Eg hefi ferðast
víða og það er ekki loku fyrir
það skotið að eg eigi eftir að
fara út og þá til frændþjóða
okkar.
Er þetta ekki nóg?”
Þetta er töluvert — þú ert
svo ungur og glaður og það er
fyrir öllu. — Ef þú værir það
ekki, þá þætti okkur íslending-
um heldur ekki svona vænt um
þig.—Alþbl.
Hann heldur öllum skilningar-
vitum óskertum og fætumir
jafn hraustir og ásjálegir og á
þrevetrum fola.
Hann er ágætlega bygður.
brjóstkassinn breiður og djúpur,
lendar traustar og afturlimir
vel settir; fyrirmyndar drátt-
arhestur sinnar stærðar. Má
fullyrða að mjög fáir hestar eru
jafnvel bygðir nú á dögum”.
Þetta er óvenjulega hár ald-
ur á hesti, en mun ekki dæma-
laus. Er þetta gott dæmi um
þoi íslenzkra hesta og hversu
vel þeir geta enzt, ef verulega
vel er með þá farið, en góða
daga hefir íslenzki Gráni vafa-
laust átt hjá Gardiners-fjöl-
skyldunni.—N. Dagbi.
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
Birg-ðir: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
EL2TI HESTUR í HEIMI?
Skozka blaðið “Sunday Mail”,
flytur 22. des. í vetur grein,
með fyrirsögninni: “Elzti hestur
á Skotlandi”. Er hún m. a.
fram komin í tilefni af því, að
áður hafði hestur einn, Gráni
frá Carmunnock, verið talinn
elztur hesta á Skotlandi, og
talinn 34 ára gamall. En nú er
kominn til sögunnar annar
Gráni, miklu eldri og er sá ís-
lenzkur að ætt og uppruna. —
Segir blaðið svo frá:
“í Maybole er íslenzkur hesta
öldungur, sem að þvf er ‘‘Sun-
day Mail” hefir frétt, er níu ár-
um eldri en Carmunnock-Gráni,
sem áður var talinn elztur hest-
ur hér á landi. En Maybole-
Gráni er 43 ára gamall.
Hann er nú eign Mrs. John
Gardiner, á West Enooh bú-
garði, í Maybole, en var þangað
til fyrir 12 árum síðan eign
John Gardiner, járnsmiðs í Ab-
bey Mill, í Maybole. Hefir
hesturinn verið í eign sömu
fjölskyldu í 41 ár, því að hann
var keyptur 2 ára gamall.
Hann var notaður við akur-
yrkju og gekk vikulega fyrir
léttivagni til Maybole og Ayr
markaða, 17^ kílómeter. Þang-
að til fyrir 13 árum síðan könn-
uðust allir við hann, á þeim
slóðum.
“Donald” (svo hefir hestur-
inn verið nefndur) er matlyst-
ugur vel og hefir verið stál-
hraustur, að undanteknu kveisu
kasti, sem hann fékk nýlega.
HREIN HVÍT
Vindlinga BLÖÐ
VOGUE
TVOFALT
SJÁLFGERT
stórt bókarhefti
Árnes................................Sumarliði J. Kárdal
Amaranth................................j. b. Halldórsson
Árborg..........................................G. O. Einarsson
Baldur............................... Sigtr. Sigvaldason
Beckville.......................................Björn Þórðarson
Belmont............................................q. J. Oleson
Bredenbury..............................H. O. Loptsson
Brown.......................................Thorst. J. Gíslason
Calgary...............................Grímur S. Grímsaon
Churchbridge.............................................Magnús Hinriksson
Cypress River..............................................Páll Anderson
Hafoe.................................. S. S. Anderson
®íros.....................................S. S. Anderson
Enksdale.........................................ólafur Hallsson
Foam Lake..........................................John Janusson
Gimli.............................................K. Kjernested
G^ysi1,..............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro...........................................q. J. Oleson
Hayland........................................sig. B. Helgason
Hecla............................. Jóhann K. Johnson
Hnausa..................................Gestur S. Vídal
Hove.............................................Andrés Skagfeld
Húsavík............................................John Kernested
Innisfail..............................Hannes J. Húnfjörð
Kandahar.........................................s. S. Anderson
Keewatin..........................................Sigm. Björnsson
Kristnes..........................................Rósm. Árnason
Langruth...............................................b. Eyjólfsson
Leslie................................Th. Guðmundsson
Lundar.....................................Sig. Jónsson
Markerville..................................Hannes J. Húnfjörö
Mozart................................. S. S. Anderson
Oak Point...............................Andrés Skagfeld
Oakview................................................Sigurður Sigfússon
Otto..............................................Björn Hördal
Piney......................................S. S. Anderson
Poplar Park........................................Sig. Sigurðsson
Red Deer....................4........Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík...........................................Árni Pálsson
Riverton..........................................Björn Hjörleifsson
Selkirk.........................................G. M. Jóhansson
Steep Rock.........................................Fred Snædal
Stony Hill..........................................Björn Hördal
Swan River..............................Halldór Egilsson
Tantallon...............................Guðm. Ólafsson
Thornhill.............................Thorst. J. Gíslason
Víðir...............................................Aug. Einarsson
Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis..............................Ingi Anderson
Winnipeg Beach.....................................John Kernested
Wynyard...................................S. S. Anderson
í BANDARÍKJUNUM:
Akra....................................Jón K. Einarsson
Bantry...................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.......................John W. Johnson
Blaine, Wash....................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier................................Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg.....................................Jacob Hall
Garðar.................................S. M. Breiðfjörð
Grafton................................Mrs. E. Eastman
Hallson.................................Jón K. Einarsson
Hensel...................................J. K. Einarsson
Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton................................... F. G. Vatnsdal
Minneota............................Miss C. V. Dalmann
Mountain...............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts...........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W
Svold..................................Jón K. Einarsson
Upham....................................E. J. BreiðfjörO
The Viking Press, Limited
Winnipeg Manitoba