Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 1
L. ÁRGANGUTt WINNIPEG, MIÐVEKUDAGINN, 4. IVIARZ, 1936 NÚMER 23. Annar stórsigur ítala í Blálandi 10,000 Blálendingiar falla Síðastliðinn mánudag gerði her ítala á norðurvígstöðvun- um í Blálandi á ný feikna árás á andstæðingana með þeim á- rangri, að her þeirra komst alla leið til Amba Alaji fyrir sunn- an Tembian hérað, sem Blá- lendingum hefir nú verið sópað burt úr, og drápu í hrönnum niður Amba Alaji her Blálend- inga, sem heita mátti eina eða að minsta kosti sterkasta vörn- in á norðurvígstöðvunum. Leið- in virðist því- ítölum nú sama sem opin inn að hjarta Blá- lands, Addiss Ababa. Af Blálendingum féllu 10,000 menn. , Borgina Addi Ahbi verja enn um 5000 Blálendingar. Sú borg er 25 mílur vestur af Makale. En þeir eru þar í skjaldborg óvina-hersins og þeirra bíður annað hvort að ganga ítölum á vald, eða verða allir strádrepnir. Sprengjunum rignir sem hagl- byl yfir þá. Addi Abbi þorpið í Tembian- héraðinu ver Ras Seyoum; það er fæðingarstaður hans og er ætlað, að hann fari þaðan ekki lifandi. Her Kassins í þessu Tembian héraði var upphaflega um 40,000 manns. Hann má nú iheita úr sögunni. Á suðurvígstöðvunum er sagt, að um sex þússund svartir her- menn frá Eritrea úr liði Itala hafi gert uppriest, drepið um 80 hvíta liðsmenn Mussolini og flú- ið í lið Blálendinga. Er þeim eflauist beitt fyrir af ítölum að herja á þjóðbræður sína. Það kemur heldur flatt upp Kíng-stjómina og lágtolla postula að sjá í nýjum vöru- skrám þeirra er akuryrkju-á- höld selja í Canada, verð á á- höldum hækkað til muna eða alt að því \ 331%. Auðvitað nemur verðhækkunin ekki svo miklu að jafnaði, eða að því er ætlað er ekki nema 10%, en það er eigi að síður áþreifanleg verðhækkun á hverjum hlut, >rátt fyrir tolllæk,kunina úr 25% eða meiru niður í 121%. í fréttunum í gær, er frá því sagt,, að Haile Sellassie keisari hafi sent þjóðabandalaginu til- kynningu um að hann væri fús til að sættast og binda enda á stríðið. Fylgir fréttinni, að hann hafi mælst til þess við Anthony Eden, að Edward VIII yrði milli- göngumaður sátta-málanna. ; til styrktar búnaði landsins. En eins og þetta er leyndar- Er sagt að þingmenn hafi dómsfult, þá er það þó hitt' rekið upp stór augu er þeir furðulegra, að vöruverð hefir heyrðu þessa skatta-áætlun og stundum lækkað, er tollar hafa að republikar að minsta kosti verið hækkaðir. Það átti sér hefjist handa og berjist á móti stað um þessa sömu vöru, er henni, er talið eins víst og að Bennett-stjórnin hækkaði tolla 2 og 2 eru 4. síðast. Þó ekki sé til neins að segja pólitískum fábjánum neitt um jetta, skal þess samt getið öðr- Frá Sambandsþinginu Síðast liðna viku hnigu um- ræður á sambandsþinginu einna mest að viðskiftasamningunum nýju við Bandaríkin. Hélt Rt. Hon. R. B. Bennett langa og ítarlega ræðu um þá. Fann hann samningunum það til for- áttu, að King hefði sætt sig við minna en hálft í þeim. Samn- ingarnir vseru hinir sömu og liann hefði átt í höggi við Bandaríkjastjórn um og hefði getað samþykt fyrir kosningar, ,ef hann hefði ekki litið meira á hag landsins, en embættið. Á alt efni ræðu Bennetts, er hér ekki kostur að minnast. En aðal atriðið í henni var það, að eins og sakir hefðu staðið, áður en þesssir síðustu samningar voru gerðir, hefði Canada veitt Bandaríkjunum 100% hlunnindi viðskiftalega, en Bandaríkin þeim aðeins 50%. Frá þeim grundvelli kvað Ben- nett ekki vera hægt að víkja án þesss að landið biði óhag af því. En nú væri í hinum nýju samningum farið langt niður fyrir þetta og Canada nyti að- eins 30—35% hlunninda á móti 100% hlunnindum, sem það veitti Bandaríkjunum. Auk þess væri tiltekin upphæð á öllu sem héðan mætti selja, sem gerði ílt verra. Ennfremur væri leyft að flytja vörur til þessa lands frá öðrum löndum um Bandaríkin, sem Canada tapaði miklu við. Ef King hefði haldið sig að því, að leyfa ekki nema helmingi meiri innflutning frá Banda- ríkjunum en útflutningurinn nam, hefðu samningarnir mátt heita þolanlegir. En þar sem um tvo þriðju væri að ræða í þeim, gæti hann ekki séð, að landið mætti við því. Vörukaup héðan á hvem mann í Banda- iríkjunum næmu $2.20, en vöru- kaup Canada þaðan næmu $28.86 á hvern mann. Þar sem Canada hefði sjálft neytt 82.9% af öllum búnaðarvörum, sem hér voru framleiddar árið 1934 og meira af allri verksmiðju vöru, væri óþarft að borga svona mikið fyrir brúsan eins og King hefði gert. Um 336 vörutegundir væru tollfríar frá Bandaríkjunum, en aðeins 214 frá Canada á tollskrá Banda- ríkjanna. Samkvæmt þessu eru það 17.1% af framleiðslu CanaJda sem útlendan markað þarf fyr- ir. Er það ekki merkilegt, hvað stjómir leggja mikla áherzlu á svona lítinn hluta framleiðslunn ar, en skeyta ekkert um að þeir sem heima em geti keypt jafn vel það nauðsynlegasta, sem þeir þarfnast. Það er eins og markaður^ fyrir 82.9% fram- leiðslu landsins sé einskis virði. Joseph Thorson, K.C., hélt. ræðu á þinginu s. 1. föstudag. — Kvaðst hann vilja auka viðskifti við Rússland, Þýzkaland og ís- land — og gerir það sjálfsagt. Á þinginu þykir þess hafa orðið vart, að búið muni vera með það fyrir stjórninni að hef ja rannsókn í hveitisölumál- inu. Victor Quelöh (Social Credit sinni frá Acadia) gerði tillögu um það s. 1. mánudag, að sam- bandsstjórnin setti eitthvert lág- marksverð á hveiti. Kvað hann framleiðslukostnað þess vera 68c, eftir því sem tilraunabú stjórnarinnar héldi fram. Að hveitiverð félli niður fyrir það væri hættulegt. Hann kvað stjómir flestra landa leggja stórfé fram til verndar frum- iðnaði sínum; Canadastjórn gæti farið að þeirra dæmi. Mr. Gardiner, akuryrkjumála- ráðherra, sagði svo margar tor- færur á þeirri leið, að ábyrgjast hveitiverð, að því mætti eins vel eyða. King forsætisráðherra hreyfði því í þinginu að Luigi Petruoci konsúll ítala í Canada hefði farið svo hörðum orðum um Þjóðabandalagið og deild þess í Canada út af framkomu þeirra í bensínbannmálinu, að hann gæti ekki látið það afskifta laust. Konsúllinn flutti ræðu sína í Montreal nýlega um þetta. Gaf forsætisráðiherra honum þá áminmngu, að hann yrði rekin heim til sín, ef hann gerði sig aftur sekan um þetta LÍTIÐ MUNAR VESÆLAN Eitt sparnaðarstryk Bracken stjórnarinnar á komandi ári er það, að höggva tvo dali af árs launum tveggja vikadrengja þinginu. Laun þeirra voru $92 á ári, en eru nú $90. Kaup þingmanna verður hið sama o áður, og nemur alls $92,070 Ef stjórnin hefði lækkað það TOLLAR OG VÖRUVERÐ víðsvegar um land með mönn- um og sterkar gætur þarf á öllu að hafa. UTVARP UM ISLENDINGA ROOSEVELT SKATTAR STÓRIÐNAÐINN WaShington, 4. marz. •— Roosevelt tilkynti í Bandaríkja- þinginu í gær, að hann hugsaði sér að leggja 620 miljón dollara skatt á stóriðnaðinn í Banda- ríkjunum á komandi ári, til þess að hafa inn fé til að greiða launa uppbót hermannanna og FREGNSAFN Sunnudagana 8 og 15 marz Síðan um nýár hefir The vlanitoba Association for Adult ■Sducation gengist fyrir því að vynna hina ýmsu þjóðflokka tessa lands, með því að útvarpa vöng og samtali lútandi að fræðslu um þá. Næsta sunnu- dag (8. marz) er nú röðin kom- in að íslendingum. Fer þá eftir farandi útvarp fram, sem hefst kl. 1.30 e. h. Söngur og hljóðfærasláttur undir stjóm Paul Bardal. Verða sungnir al-íslenzkir söngvar. — Þessi söngskemtun stendur yfir um fjórðung kukkustundar. Þá fara fram viðræður um íslend- inga. Prófesssar R. F. MacFar- lane, sögukennari við Manitoba háskóla leggur fram spuming- ar, en Dr. Rögnvaldur Péturs- son svarar. Efni þessa sam- tals á sunnudaginn kemur er: Söguleg afstaða fslendinga hækki, þó tollar séu lækkaðir Ástæðan fyrir því er sú, að vöru-verðinu er ekki ráðið í la.ndinu, sem tollana lækkar. Viðskiftin leika stundum mnnig á stjórnir, að þær gefa auðfélögum annara landa toll- tekjur sínar, sem þær ætluðu í hjartans einlægni að gefa al- menningi og vita ekki annað en að almenningur sé að auðgast af. Viðskiftin kunna ráð við flestu fikti gtjórna. Það er eng- in hætta á öðru.: og uppruni þeirra? ætt Hvenær Edward VIII ávarpaði þegna um til umhugsunar, að áhalda-' sína s. 1. sunnudag með ræðu, verksmiðjur í Bandaríkjunum | er útvarpað var um alt Breta- SpurnTngarnar eru þessar:°_______ ráða verði á búnaðajráhöldum í veldi. Þakkaði hann fyrir sína jjverjir eru íslendingar Canada; og þegar tollar lækka hönd og móður sinnar Maríu jar sem dálítil sala er fyrir vör- drotningar hluttekninguna við una, hækka verksmiðjumar lát George V. verð sitt. Það er nú allur gald •! Hann sagðist, sem Prinsinn af urinn í þessu. |Wales, hafa heimsótt þegna sína Vér höfum þesssa daga áttjút um alt Bretaveldi og æskti tal viö hugsandi menn um að vera það áfram í hugum jetta, sem segjast oft hafa orð- þeirra, þó hann væri nú tekinn ið þessa varir, að vöruverð við ríkisstjórn. Að vinna að því að efla samvinnu þegnanna, rík- inu til velferðar, kvaðst hann vita að væri ósk allra brezkra borgara sem sín. hófust vesturferðir þeirra? — Hversvegna fluttu þeir til Mani- toba? Undir hvaða skilyrðum komu þeir hingað? Hvar sett- ust þeir að? Sunnudaginn 15 marz er um- ræðuefnið: “íslendingar sem canadiskir borgarar.” Spuming- arnar verða þessar: Hvaða at- vinnu stunda þeir í bæjum og sveitum? Hvaða kröfur gera þeir um lífsþægindi? Hver eru trúarbrögð þeirra, og hvaða á- hrif hafa þau á viðhorf þeirra í þjóðfélaginu? Hvað hafa þeir lagt til menningar þessa lands á sviði lista og bókmenta? Hvaða þátt hafa þeir tekið í stjórnmál- um þessa lands? Blandast þeir öðrum þjóðum í landinu? Hljómleikar og söngur fer fram þennan sunnudag sem hinn fyrri. Og útvarpið hefst einnig kl. 1.30 e. h. frá CKY stöðinni. Væntanlega hafa íslendingar skemtun af útvarpi þessu og er því athygli þeirra að því dregin. Morðin í Japan Tokyo, 29. feb. — Morðin sem áttu sér stað í dögun síðast lið- inn 'miðvikudag í “landi sólar- uppkomunnar”, og sem minst var á í síðasta blaði, eru sízt minni en úr var gert. Einir fjórir ráðgjafar og margir hátt- settir stjórnar-þjónar, um 80 manns alls, var drepið af upp- reistarmönnum. t þiem hópi var þó ekki forsætisráðherra Okada, eins og áður var skýrt frá. Hann kom heill á húfi í leitirnar eftir tvo eða þrjá daga Sá er myrtur var og ætlað var, að væri forsætisráðherrann, var tengdabróðir hans, Col. Denzo Matsuo, og einkaritari forsætis- ráðherrans. Okada sagði stöðu sinni lausri, en skipar hana þó þar til Araki hershöfðingi tekur við völdum. Hefir keisarinn falið Araki að mynda nýja stjóm. Uppreistin hefir nú verið bæld niður. Tóku þátt í henni um 1000 ungir hermenn. Hafa nú 18 af foringjunum ráðið sér bana. Hvaða dóm hinir eftir- lifandi fá, getur ekki um. Hermálaráðgjafi Yoshiyuki Kawashima kvað hryðjuverkin s. 1. miðvikudag “iblett á virð- ingu hersins” og kvað herinn bera ábyrgðina. Eigi að síður er þar eftirlitsleysi um að kenna, en ekki ásetningi af yfir- mönnum hersins. Uppreistin var ekki framin að ráði hersins í heild sinni. Þó uppreistin sé nú bæld nið- um 2%, hefði hún sparað $1,841.41 í stað aðeins $4 meðlur, er sagt langt frá, að fullur kauplækkun drengjanna. I friður ríki. Viðsjár kváðu vera Sambandsstjórnin hefir gert samninga við járnbrautafélög- in um að útvega vinnu fyrir 10,000 menn, sem nú eru í at- vinnubúunum. Vinnan verður fólgin í viðgerð á sporbrautum út um landið. Leggur stjórnin fram 11 miljón dollara til þessa og félögin annað eins. í at- vinnubúum ógiftra eru eins margir eftir, en þeim hugsar stjórnin sér að útvega vinnu hjá bændum síðar. Atvinnu- búunum á að vera lokað 1. júlí. Stjórnin gerir ráðf yrir að greiða þeim $15. í kaup á mán- uði og fæði meðan þeir eru á atvinnubúunum; ekki veröur þeim þó afhentur nema helm- ingur launanna meðan þeir eru þar, og afgangurinn, sem þeír eiga inni, er þeir fá atvinnu annar staðar. Hvaða kaup jám- brautafélögin greiða er *>ekki kunnugt um, enda mun það fara eftir því hveraig verkamenn þeir reynast. ¥ * * Samkvæmt skýrslum, sem lagðar voru nýlega fyrir sam- ibandssþingið, voru um síðustu áramót 1,206,429 manns á framfærslustyrk í Canada. — Nærri 20,000 einhleypir menn voru í atvinnubúunum. * * * Áætlaður reikningur yfir út- gjöld fylkisstjórnarinnar í Mani- töba, var lagður fram í þinginu í gær. Alls nema útgjöldin á komandi ári $14,097,549.04. — Hon. E. A. McPherson, fjár- málaráðherra, hefir ekki enn flutt fjármálaræðuna, svo um- ræður hafa engar orðið um fjárhag fýlkisins á þinginu. * * • Á fylkisþingi Manitoba var frumvarp til fyrstu umræðu s. 1. mánudag um það, að stjórainni væri heimilað að veita fé eftir þörfum sem styrk til atvinnu- laussra, án þesss að fjárhæðin sé netfnd, eins og ákveðið er í lögum frá 1933. Sanford Evans, leiðtogi conseirvatíva, var á móti því, að fjárhæðin væri ekki tiltekin og gerði breytingax tillögu um það. Var hún feld með 31 atkvæði gegn 8. Verka- menn greiddu stjóminni at- kvæði. Mr. Evans kvaðst ekki trúa því, að stjómin hefði ekki eftir fimm ára reynslu neina hugmynd um kostnaðinn af at- vinnuleysinu og áleit henni eins fært að nefna þá upphæð eins og veitingu til hvers annars sem væri. Hann kvað stjórnina ekki hafa meiri siðferðislegan rétt til að biðja þingfulltrúana um að undirskrifa ávísanir áður en fjárhæðin væri skrifuð á þær, en einstaklinga. VIÐBURÐIR ÁRSINS í BLAINE Veðráttan “Hvemig Mzt þér á veðrið lagsmaður” spyrjum við einatt á gatnamótum enda erum við náttúrunni háð. Yfirleitt má segja að veðurfarið hér á ströndinni, en þó sérstaklega í þessu nágrenni hafi verið frek- ar óhagstætt síðast liðið ár. Rétt eftir miðjan Janúar gekk í frosthörkur með stórviðri er varaði í nokkra daga. Menn eru hér slíku óvanir enda ílla undir það búnir hvað húsa- kynni, klæðnað og fleira snert- ir. Snjókoma var þá líka tals- verð er tók upp með asahláku og rigningu svo flóð urðu fram með ánum er gerðu mikin skaða. Sumstaðar féllu þök húsanna undan hinum mikla krapaþunga en síma og ljósa- línur slitnuðu. Sátum við hér í myrkrinu að kalla mátti um hartnær tveggja vikna skeið. — Urðu þá efnuðustu mennimir hvað harðast úti því þeir hita hús sín með rafmagni og elda mat sinn með nýbóðins sniði. Var þá aumkunarlegt að horfa upp á þessa stæltu burgeisa (rugged individualists) er þeir reikuðu um strætin ráðalausir og báðu guð að senda sér hjálp í hörmungunum. Önnur bygð arlög urðu samt ennþá ver sett því nær fjöllunum gerði hrím- þoku svo þunga að staurar brotnuðu en leiðslu símar lögð- ust niður. Úr þessum ósköpum rættist þó er kunnáttu menn komust á vettvanginn og löguðu skemdimar. Síðan hafa heimsk- ir menn og hrokafullir verið að telja sér og öðrum trú um að reyndar komist þeir af án allrar samvinnu í vorri veröld. Með Febrúar brá til batnaðar og eftir það var veturinn með af- brigðum góður. Vorið reyndist kalt svo gróður kom seint og grasspretta varð fremur rýr, og hagar lélegir. Haustið var mllt og blítt og vetur góður fram að nýári. t Atvinna og afkoma | Lítið hefir ræst úr með at- vinnu. Fjöldi manna er ennþá upp á ríkið komið með lífibrauð sitt (mun eg frekar að því víkja ef mér endist tími til að rita nokkrar sundurlausar athuga- semdir um hagi þjóðar vorrar í sérstakri ritgerð). Frá ársbyrj- un til þess að stjómarvinna byrj aði í haust var fólkið fóðrað á beinum matgjöfum. Nam það framlag sem næst 15 til 20 centum á dag fyrir hvern ein- stakling svo fáir munu hafa safnað holdum í vistinni. í október og nóvember í haust var byrjað á stjómar vinnunni hér um slóðir. Er vinnunni yfir- leitt varið til þess að byggja brautir, laga grafreiti, fegra skemti-garða, verjast flóðhætt- um, gera flughafnir og fleira og fleira. Hér á ströndinni fá al- mennir verkamenn $48 um mán uðinn og vinna sex klukku- stundir á dag í 20 daga. Er það að vísu sultarbrauð einkum fyr- ir þá er hafa stórar fjölskyldur fram að færa en samt vitund skárra en beinar matgjafir. En hjákátlegt er að Ihorfa á þessi vinnubrögð. Engar vélar má nota svo menn grafa í sundur hólana með skóflum og aka þeirn niður í lægðirnar með hjólbörum og þetta á sér stað í henni Ameríku þar sem vélar og tæknikunnáttan hefir náð mest- um þroska. Ef nokkuð er hæft í darvinskunni býst eg enda við að guðsmyndin breytist bráðum hérna á jörðinni og mannskepn- an fái skott eins og helvískir apakettir eftir eitt hundrað ald- ir af “devolution”. En það mun hentast að halda sér við nútíðina. í atvinnumálum hef- ir það gerst hér í Blaine að tvö þakspóna verkstæði hafa verið bygð. Er annað einstaklings eign en hitt er samvinnu fyrir- tæki. Styrkir stjómin það með fjárframlögum er bæði veitast sem beinn styrkur og lán. Um fimtíu manns hafa nú verið teknir inn í þennan félagsskap og vona menn að fyrirtækið hepnist og mætti slíkt bæta Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.