Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 8

Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 8
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. MARZ, 1936 FJÆR OG NÆR Útvarpsguðsþjónusta fer fram á íslenzku í Stam- tbandskirkjunni í Winnipeg næstkomandi sunnudag 8. marz kl. 7. e. b. yfir kerfi CKY stöðv- arinnar. Séra Rögnv. Péturs- son messar. Séra Plhilip M. Pétursson messar á ensku kl. 11. f. h. y * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar, Man., sunnudaginn 8. marz á venjulegum tíma. * * * M.essur í Sambandskirkjum Nýjia fslands yfir Marzmánuð Árborg sunnud. 8 marz kl. 2. e. h. Árnes sunnud. 15. marz kl. 2. e. h. Gimli sunnud. 22. marz kl. 2. e. h. Riverton sunnud. 29. marz. kl. 2. e. h. ¥ * ¥ Mill&niial Hockey Competition The annual hockey competi- tion for the Millenial Trophy, donated by the Icelandic Na- tional League will be played at Selkirk, Man., Wednesday and Thursday, March 11 and 12. — Teams from Gimli, Selkirk and Winnipeg will participate, and the games start puntually at 7.30 p.m. at the Selkirk Hockey Rink. Gimli is the present holder of the Trophy. Come to Selkirk and support your team. Trustees of the Millenial Trophy * * * Mrs. S. S. Anderson frá Piney, Man., var í bænum g. 1. viku og sat Þjóðræknisþingið. * * * Séra Guðm. Árnason frá Lun- dar, Sveinn Thorvaldson, M.B. E., frá Riverton og séra Eyjólf- ur J. Melan voru í bænum s. 1. mánudag á stjórnarnefndar- fundi Sameinaða kirkjufélags- ins. * * * ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ í síðasta blaði var minst á Þjóðræknisþingið og starf þess tvo fyrstu dagana. Síðasta daginn (á miðvikudag) fór eins og venja er fram stjórnamefnd- ar kosning. Hlutu þessir kosn- ingu: Porseti, dr. Rögnvaldur Pétursson, vara-forseti, dr. Riohard Beck, ritari, Grísli Jóns- son prentsmiðjustjóri, vara-rit- ari séra Björn Theo. Siguirðs- son, gjaldkeri Árni Eggertsson fasteignasali, vara-gjaldkeri W. J. Jóhannsson, fjármálaritari Guðmann Leví, vara-fjármála- ritari Sigurður W. Melsted, skjalavörður séra Phiip M. Pét- ursson. Að kvöldinu hélt séra Björn Theo. Sigurðssson fyrirlestur. Var hann vel rómaður, enda á- gætlega saminn og fluttur. Kristján Júlíus Jónsson, skáld á Mountain var gerður að heið- ursfélaga í Þjóðræknisfélaginu á þessu þingi. * - ¥ * Séra Jakob Jónsson, frú og Benjamín Einarsson frá Wyn- yard, sem verið hafa í bænum síðan fyrir Þjóðræknisþing, lögðu af stað vestur s. 1. þriðju- Jón Janusson frá Foam Lake, sem um viku tírha dvaldi í bæn- um og sat Þjóðræknisþingið, hélt af stsíð vestur s. 1. föstu- dag. * * * Jón Ragnar Johnson frá Wa- pah, Man., var staddur í bæn- um s. 1. viku. MISS WILLA ANDERSON Professiornal Hairdresser Lœtur hér met5 viíSskiftavini sína vita at5 hún hefir nú rát5it5 sig vit5 Nu Fashion Beauty Salon 32SJ4 PORTAGE AVE. og starfar þar framvegis. Být5ur hún alla fyrverandi vit5skifta- vini sína velkomna þangat5. Um afgreit5slu tíma símit5 27 227. dag. * * * Fyrirlestur, heisufræðilegs efnis, útskýrður með myndum, verður haldinn í efri sal Good- templarahússins mánudags og þriðjudagskvöld í næstu viku. Þessi fyrirlestur fjallar sérstak- lega um áhrif áfengis á líkama mannsins. Auk þess verður skemt með söng og hljóðfæra- slætti. Á mánudagskvöldið syngur Mrs. R. Gíslason en þriðjudagskvöldið Mrs. Grace Jqhnson. Þetta ætti að verða bæði fræðandi og skemtandi kvöldstund. Inngangur ókeyp- is og engin samskot tekin. — Allir velkomnir. Elzta Evrópiska Uppgötvanin Við Maga sjúkdómum og gigt viðurkend með síðustu og beztu lækna tilraunum. Síðan 1799 hafa þúsundir manna náð eðlilegri heilsn eftir að hafa þjáðst af allskonar magasjúkdómum svo árum skifti, svo sem teppu, meltingarleysi, vindi, maga- súr, sem eru upphaf að slíkum kvillum sem iblóðþrýst- ingi, gigt, höfuðverkjaflogum, útbrotum í andliti og á líkamanum, bakverk, lifrar-, nýrna- og blöðrumein- semdum, roagnleysi, svefnleysi og lystarleysi. Sjúkling- ar þessir hafa ekki notað skaðvæn efni og lyf af nokk- urri tegund, brugguð og búin til af mannlegri fávizku, heldur notað heilsulyf sem búin eru til af Náttúrunni. Þessar undraverðu jurtir spretta á hæztu fjallatindum þar sem þær draga til sín öll bætiefni og heilsugjafa frá sólunr«i til líknar þjáðum LÝÐI. Lyf þetta er búið til úr blöðum, blómum, berjum og il fræi 19 jurta blandað með vísindalegum hlutföllum og m nefnist LION CROSS HERB TEA. LION CROSS HERB TEA er ljúffengt á bragð, p hefir undursamlegar verkanir á líffærin og er hættu- m laust jafnvel. bömum. Það er búið til sem hvert annað te og drukkið eitt glas, heitt eða kalt, á dag. Lækning upp á einn dollar, gerir FURÐUVERK; p þér finnið yður eins og nýjan mann. Ef þér þekkið ekki p hinar bætandi verkanir þessa náttúru lyfs LION CROSS p HERB TEA þá reynið það tafalaust og sannfærist. Ef p þér eruð ekki ánægðir er peningunum skilað aftur. Fæst p einnig í plötum. Reynið það og sannfærist, undir þessari endur- p greiðslu ábyrgð. p Viku lækning $1.00 ------- Sex vikna lækning $5.00 Til þess að forðast mistök á að fá hið ekta LION CROSS HERB TEA, notið eftirfylgjandi pöntunar seðil. Lio-Pharmacy Dept. 9868 1118 Second Ave. N. Y. City, N. Y. Gentlemen: Enclosed find $.....,...... for wbich please send me .............treatments of the famous LION CROSS HERB TEA. Name ............................ Address .............-........... City..................,... State., Séra Jakob Jónsson las upp í Samíbandskirkjunni s. 1. laug- ardagskvöld fjóra kapítula úr langri óprentaðri sögu er hann hefir samið. Aðsókn var góð og áheyrendur nutu góðrar skemtunar. Sagan er, af því að dæma sem þama var lesið af henni, fjörlega skrifuð og sumir kaflar hennar með ágætum. — Að hlýða á upplestur séra Jakobs, var nú sem fyr ó- blandin skemtun. * * ¥ Leiðrétting við æfiminning í æfiminningu Jónínu sál. Björnsdóttur, konu Guðm. Jóns- sonar frá Húsey, sem birtist í Heimskringlu 5. febr. síðastl. eru tvær villur, sem komist hafa inn í hana af vangá þess sem hana ritaði. 1 móðurætt Jónínu hafa fall- ið úr þrír liðir. Móður faðir hennar var Bjöm bóndi á Þrándarstöðum, sonur Jóns í Snjóholti Bjömssonar, bónda í Fögruhlíð, Ögmundssonar, bónda á Surtsstöðum, Ög- mundssonar Sigfússonar, prests í Hofteigi Tómássonar. Þá hefir láðst að geta Ingi- bjargar systur Jónínu, sem var í. Winnipeg, yfirsetukona, og mörgum kunnug. Ennfremur er sagt, að systir hennar Kat- rín sé enn á lífi, en hún er dáin. Þessar leiðréttingar eru hlut- aðeigendur beðnir að taka til greina. G. Á. ¥ ¥ ¥ Social Credit íslenzkur ríkisráðsfundur > á Amalienborg K.höfn. 1. feb. Fyrri hluta dag í dag hélt konungur ríkisráðsfund á Am- alienborg, ásamt Hermanni Jón- assyni forsætisráðherra. Undir- skrifaði koungur lög frá síðasta Aþingi, og voru síðan rædd mál, er ísland varða. í kvöld eru þeir í iboði hjá konungi, Hermann Jónasson forsætisráðherra og Jón Svein- björnsson konungsritari. ¥ ¥ ¥ Jón Sveinbjörnsson konungsritari sextugur Berlingske Tidende flytur í dag grein um Jón Sveinbjörns- son konungsritara í tilefni af því, að (hann verður sextugur á morgun, og er þar lokið lofs- orði á starf hans til þess, að bæta sambúð Íslands og Dan- merkur.—Alþbl. 2. feb. * * * Bókmentaviðburðir K.höfn 6. feb. Salka-Valka, skáldsaga Hall- dórs Kiljan Laxness, kom út í London í gær, í risastóru upp- lagi, með því að enska blaðið Evening Standard hafði kjörið ibókina sem aðalbók febrúar- mánaðar. Salka-Valka kemur einnig út á þessu ári í Ameríku, Þýzka- landi og Svíþjóð, og samningar eru á döfinni um hollenzka .og tékkneska útgáfu.—Nýja Dagbl. SALA ÍSLENZKRA HESTA ERLENDIS Fyrirlestur um þetta efni verður haldinn í neðri sal Good- templarahússins þriðjudags- kveldið kemur 10. marz kl. 8. Að erindinu loknu svarar ræðu- maður spurningum frá ábeyr- endum ef bomar verða fram. Ennfremur verða umræður leyfðar. — Samskot. Forstöðunefnd. ¥ ¥ ¥ A. B. Ingimundson, tannlækn- ir verður staddur í Riverton Drug Store þriðjudaginn 10. marz n. k. ¥ ¥ * Mrs. Jakobína Helgason í Riverton, Man., dó 24. feb. Hún var 79 ára. Hún verður jarð- sunginn í dag í Selkirk af séra B. Theo. Sigurðssyni. Þrjú börn hennar eru á lífi. Mrs. V. Eyjólfssson Riverton og tveir synir Joe og Harry. * * * Séra H. Sigmar messar næst- komandi sunnudag (8. marz) að Mountain, kl. 2. e. h. og sunnudaginn 15. marz að Garð- ar kl. 2. e. h. ¥ ¥ ¥ Samkvæmt skýrslum Brack- en-stjóraarinnar, nam vinnu- launaskatturinn í Manitoba á síðast liðnu ári $1,674,800. ¥ ¥ ¥ Síðast liðinn mánudag barst frétt frá Ottawa um, að stjóra- arflokkurinn væri mjög skiftur f skoðunum um það, að greiða hveitibændum þessar sex miljónir dollara, fyrir afganginn af hveiti þeirra frá árinu 1930, en sem nú mun vera selt. — Áður hafði fregn borist út um að stjórnin ætlaði að greiða ibændum þetta. Nú þykir nokk- ur vafi á, að það verði alt greitt. ¥ ¥ * Frá fréttaritara N. Dagbl. K.höfn í jan. Ekki alls sfyrir löngu var til- kynt, að gjaldeyrisnefndin danska hefði veitt innflutnings- leyfi fyrir 4000 hestum frá Líta- víu. Á að flytja hingað til lands þrjú hunidruð hesta í hverri viku, þar til fylt hefir verið hin ákveðna tala. Fyrsta sending- in er nýkomin hingað til borg- arinnar. Með því að Danir fluttu inn í fyrra 5300 hesta frá Lítávíu, vaknar sú spurning, hvort minkun þessa innflutnings geti leitttil auking innflutnings á hestum frá íslandi. í tilefni af því hefi eg spurst fyrir um þetta hjá Landbúnaðarráðinu danska og fengið þau svör, að eki myndi það vera neinum örð- ugleikum bundið, að veitt yrði gjaldeyrisleyfi fyrir kaup á ís- lenzkum hestum, því að áhugi væri fyrir því að auka verzlun- arviðskiftin við ísland. — En það er vafasamt, er svarað hjá Landbúnaðarráðinu, — hvort þörf sé á auknum hestum til Danmerkur. Það er að vísu staðreynd, að margir smábændur á Norður-Jótlandi vilja helzt ísenzka hest, en í öðrum héruðum landsins telja smálbændur íslenzku hestana ekki nægilega stóra eða sterka fyrir hinar þungu landbúnaðar- vélar og þungaflutninga yfir- leitt. Víða á Jótlandi er farið að nota hina norsku “Nord- bagger” og margt bendir til þess að það fari í vöxt. Þeir kosta að vísu töluvert meira en ís- enzku hestarnir, en eru stærri og sterkari og henta vel stað- háttum á Suður-Jótlandi. George Bemard Shaw ráð- leggur Bandaríkjaþjóðinni að kasta stjómarskránni í sjóinn. Hvers sjórinn á að gjalda hjá Shaw, væri fróðlegt að vita. ÍSLANDS-FRÉTTIR 690 manns skráðir atvinnulausir Undanfarna þrjá daga hefir staðið yfir skrásetning atvinnu- leysingja hér í Reykjavík. AIIs létu skrá sig 690 manns, þar af voru 14 konur. í fyrra voru skráðir á sama tíma 697 atvinnuleysingjar, og þar af voru 5 konur. —Alþbl. 6. feb. Þótt enn hafi ekki verið neitt leyfi til að flytja inn eins marga hesta frá Litavíu og í fyrra, er ekki talið útilokað að leyfður verði aukinn innflutningur svo að hann verði eins mikill og síð- astliðið ár. Það er komið undir því, hvernig verzlunarviðskifti þessara landa verða. Og lita- vísku hestarnir eru h'ka stærri og þróttmeiri en íslenzku hest- arnir, en jafnast þó ekki á við hina norsku. Þess er getið, hjá Landbúnað- arráðinu, að þeir viti ,ekki, hvort á þessu ári hafi verið sótt um leyfi til að flytja inn ís- enzka hesta. En eins og nú horfi við, sé ekki útlit fyrir, að innflutningur þeirra aukist frá því í fyrra. Að síðustu segir starfsmaður Landbúnaðarráðsins, að það sé skoðun margra Dana, að ts- lendingar sendi ekki beztu hesta sína til útlanda, heldur noti þá sjálfir. Ef íslendingar sendu aðeins valda hesta á markað- inn, myndu sölumöguleikarnir eflaust glæðast. Norðmaður ræður löndum sínum til að kaupa íslenzka hesta. Samkvæmt grein, er nýlega birtist í málgagni norsku ríkis- stjórnarinnar, “Arbeiðsbladet”, hafa Norðmenn aðra og betri skoðun um íslenzku hestana en Danir. Er greinin áskorun til norskra smábænda um að út- vega sér íslenzka hesta, því að þeir séu bæði þurftarlitlir, ó- venju þolgóðir og ágætir til flutninga í hinu erfiða fjalllendi Noregs. Greinarhöfundur telur að engir hestar eigi betur við gtað- hætti víðsvegar um Noreg en íslenzku hestarair. Og hann bætir því við, að það sé rangt, að íslenzku hestarnir séu þrótt- minni en hinir stóru norsku hestar. Hann getur þess,Nmáli sínu til sönnunar, að íslenzkur hestur, sem hanii eigi, sé betri til dráttar en norsku hestamir hans. Og norsku hestarnir beri ótakmarkaða virðingu fyrir hinum íslenzka grip, sem ber þá alla eins og harðan fisk! Endar greinin á því, að ís- lenzkir hestar muni eflaust ryðja sér til rúms í Noregi. —Nýja Dagbl. B. S. HITT OG ÞETTA 20 þúsund danskir ibændur hafa nýlega auglýst árangurs- laust eftir vinnufólki. Svo til- finnanleg er fólkseklan í sveit- unum þar. ¥ ¥ * Heztzberg rektor í Oslo er vinsæll maður með afbrigðum meðal norska skólafólksins. — Hann heldur því fram að nem- endur hafi jafnaðarlega of mik- ið að lesa heima hjá sér, og sé þannig bægt frá útiveru og í- þróttum. ¥ ¥ ¥ — 1 Bandaníkjunum brotna mjólkurflöskur fyrir miljón doll- ara á mánuði. ¥ ¥ * Tjekkoslovakar hafa komið upp lögregluliði í lofti, sem hef- ir yfir 5 flugvélum að ráða. Lögregla þessi á að hafa eft- irlit með flugvélum sem fljúga í leyfisleysi yfir landið. ¥ ¥ ¥ í dönsku blaði var nýlega svohljóðandi fyrirsögn á grein um flótta Lindberghs: “Ógnirn- ar gagnvart Lindbergh verða alvarlegri. Nú er tengdamóðir hans farin á eftir honum”. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU MESSTJR og FUNDIR i kirkju Sambandssa/naðar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Punólr 1. íðstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata mánudagskveld 1 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. — 10 Office Phone 93 101 Res. Phone 86 828 HAROLD EGGERTSON Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCE Company Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnipeg a------------ ■ — M Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul Riadio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. J. WALTER JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance Company í dvergaríkinu Andorra hefir verið uppi fótur og fit. íbúar þar eru 6000. Þar fóru fram kosn- ingar nýlega. Stjórnmálaflokkar eru þar 18. Sagt er að þeir hafi ekki greiniega stefnuskrá hver fyrir sig, nema hver einstakur þeirra er eindreginn á því, að hinir 17 séu öldungiss ófærir. Eitt aðaldeiluefnið var við þessar kosningar tollur á eld- spýtum og skósvertu. Lengsta skíðastökk á íslandi Siglufirði 5 feb. Skíðaferðir eru nú mikið iðk- aðar í Siglufirði. í gær fór fram skíðastökk og náðu þessir menn beztum á- rangri: Jón Þorsteinsson, 14 ára, 40 metra, Sigurgeir Þóraraisson 40 metra og Alfred Jónsson 37 metra. Áður hafði Björn Ólafsson 18 ára, stokkið 36 metra, en hann hefir nú orðið fyrir því slysi að fótbrotna við skíðastökk. Var því um kent, að snjór í brekk- unni fyrir neðan flugið hafi verið stamari, en áður hafði verið. — Ýmsisr hafa stokkið styttri stökk en hér voru greind. Stökk Jóns Þorsteinssonar er mesta skíðastökk, sem kunnugt er um hér á landi. Garðfræ til Sáningar Snemma að vorinu Það er ékki hóti of snemt að sá fræi í gróðrarbeð til plöntunar úti í garðinum strax og vorar. Lítið á þetta úrval: Matgarðafræ CABBAGE—Golden Acre Early CAULIFLOWER—Early Snowball. CELERY—Golden Self- Blanching. LEEK—Large Flag. ONION—Ailsa Craig. TOMATO—Early Sunrise. EGG PLANT—Black Beauty. Hver Pakki Jurtafrædeildin, þriðja gólfi, miðbúðar. ^T. EATON C2-™ Blómsturfræ ANTIRRHINUM—Mixed. ASTER—Mixed. CARNATION. LOBELIA—Dwarf Blue. PANSY—Mixed Colors. PORTULACA. PETUNIA—Rose of Heaven. PETUNIA—Mixed STOCKS—Ten Weeks. And many other popular varieties.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.