Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. MAJtZ, 1936 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA flest alllr þeir, sem iseinna unnu sér og íslendingum yfir- leitt hinn mikla heiður á ólym- pisku leikunum, komnir í flokk- inn. Gengu þeir þá allir í tvö hundruð tuttugustu og þriðju herdeildina og fóru með deild- inni til Frakklands. En þá lagðist hockey samkepnin niður að miklu leyti. Þegar þeir komu heim aftur mynduðu þeir á ný Fálka félagið og hættust þá aðrir við. Veturinn 1919-20 byrjuðu þeir með því að keppa við Selkirk og Brandon. Það sem þá gerðist, er gömul saga. Þeir unnu einn sigur á fætur öðrum. Þeir sigruðust á öllum flokkum í Winnipeg. Næst fóru þeir til Fort William og unnu þar fyrirlhafnarlaust. Þeim gekk eins vel í Toronto og þeir unnu einnig þar. Þeir hlutu Allan ibikarinn, sem fer til forvígis- manna Canada í hockey sam- kepni, og þá næst lögðu þeir af stað til Belgíu á Ólympisku leik- ina. Þar keptu þeir við beztu hockey flokkana frá helztu þjóðum heimsins og voru aldrei í neinni hættu. Enda mun sú frammistaða aldrei gleymast, eins lengi og hockey er leikið. Þegar flokkurinn kom heira aftur, var allstaðar tekið á móti honum, sem hópi stórhöfðingja. Veizlur voru haldnar honum til heiðurs, og Winnipeg bæjarráð- ið gaf hverjum manni sem í fokknum var, gullúr til minn- ingar um þennan stórkostlega sigur. ROYAL YEAST CAKES Notið Royal Yeast kökur og Royal soppu-forskriftir fyrir þessar bragðljúfu bakningar. Þessar frægu þurru gerkökur tryggja það að brauðdeigið hef- ast. Efnisgæði þeirra er ein ástæðan . . . önnur, hversu um þær er búið. Hver Royal Yeast Kaka er vafin upp sérstaklega. Umbúðin loftheld — svo þær haldast ferskar. Ekkert þur-ger er þannig umlbúið. Hefir haldið metum í meir en 50 ár — Roya.1 Yeast kökur kjósa 7 húsmæður í Canada af hverjum 8, er þurra-ger nota. — Pantið yður pakka. Kaupið vörur búnar til í Canada Saga þessi líkist að nokkru leyti hetjusögum fornaldarinn- ar, eða sögunum um þá, sem j fyrrum fóru í víking og komu heim aftur, eftir að hafa unnið sér frægð og frama á erlendum ströndum. Það gerðu þessir víkingar á tuttugustu öld. Þeir fóru í viking og hver einasti af þeim kom heim aftur úr ferð- inni með kórónu sigurvegarans á höfði sér. Þeir, sem þennan sigur unuu, voru, fyrst og fremst foringi þeirra, Frank Fredricksson. — Næst honum voru, Wally Byron, Konni Jóhannesson, Bobby Ben- son, Mike Goodman og Slim Halldórsson. — Aðstoðarmern þeirra eða “substitutes” voru, Ohris Friðfinnsson, Harvey Ben- son, Ed. Stepihenson, Connie Niel, Huck Woodman og “Babe” Elliott. Sumum mun finnast, að sag- an ætti með þessu, að enda En sextán ár eru liðin síðan að þessi sigur var unninn, og margt hefir gerst siðan. Flestir þeirra sem unnu sam- kepnina í íólympsku leikunum, fóru næsta vetur á eftir, að leika það, sem vér köllum “pró- fessional” hockey; og þó að fé- lagið tapaði stórkostega við það, þá stóð það samt ekki illa að vígi. Þá tóku yngri drengirnir við, eða junior hockey flokkur- inn — og veturinn 1921 og 2, vann yngri flokkurinn Canada hockey-samkepnina. Og óinu sinni enn var tekið á móti Fálk- unum með opnum örmum hér í bæ, og þeim sýndur heiður af bæjarstjórninni. Þeim var hald- in veizla, og gefið gullúr til minningar um sigurinn. Næsta vetur á eftir vann eldri Fálka flokkurinn Manitoba- samkepnina, en árið 1924 lögðu þeir samnkepnina niður um hríð. Árið 1932 var byrjað aft- ur, og þá tóku fjórir Fálka hockey-flokkar þátt í samkepn- inni, Juvenile, Junior, Intermed- iate og Senior. Frá þeim tíma hafa þeir staðið all vel log unnið “Manitoba Juvenile” semkepnina einu sinni, “Mani- toba Intermediate” samkepnina einu sinni, og í fyrra vann Sen- ior flokkurinn fylkissamkepn- ina. AÆ þessu sjáum vér að Fálka- félagið, sem var stofnað árið 1909, og sem átti upptök sín um eða fyrir árið 1897 hér í Winni- peg, er ekki alveg búið að vera. En þar sem aðal íþróttin var einu sinni hockey, þá hefir fé- lagið byrjað á síðustu árum, að æfa bæði drengi og stúlkur í ýmsum öðrum íþróttum, (og fáum vér að sjá sýnishom af því sem félagið er að gera, dá- lítið seinna í kvöld). Það eru margir í félaginu nú, sem styðja það einlæglega og samvizkusamlega. Þeirra einu laun eru þau, að félagið dafni vel og þriskist. Þeir vilja að ungu drengirnir og stúlkurnar fái hvert tækifæri að æfa sig í heilsusamlegum líkamsæfing- um og íþróttum, þeir hafa ekki legið á liöi sínu heldur gert alt sem þeir hafa getað undir kringumstæðunum. Ein mesta framförin á síðasta vetri var sú, að gera skauta- svellið við Sargent Avenue, á milli Home og Simooe stræta. Þar fá allir meðlimir félagsins tækifæri að skemta sér á skaut- um og að æfa sig, ef þá langar til í hockey íþróttinni. Ekki hefir félaginu gengið alveg eins vel með að fá hæfilegt hús, fyrir líkamsæfingar en vonandi er að það rætist úr þeim vandræðum áður en langt líður. Fálka félagið, eins og það hefir verið, og eins og það nú er, er okkur íslendingum til mikils heiðurs. Það hefir gert mikið til að vekja atliygli manna á íslendingum, á sóma- samlegan og heiðarlegan hátt. Það vinnur að því að efla hreysti ungu drengjanna og stúlknanna sem viðurkent er að vera mikil- vægt uppeldisatriði. Það á það skilið af íslending- um að þeir veiti því styrk og aðstoð. Vonandi er að því verði sú aðstoð veitt, svo það geti haldið áfram sinni ágætu starf- semi í mörg ókomin ár. Svo þakka eg yður fyrir góða álheyrn. M.ÁRUS DOLL d. 29. marz 1935. (Æfiminning) Hann vair fæddur í Hróksholti í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu 5. jan. 1869. Foreldrar: Jónas Eyvindsson og Kristín Jónsdótt- ir. Þeim ihjónum varð 9 barna auðið. Af þeim lifa nú aðeins 2 bræður, Eyvindur í Riverton og Júlíus á íslandi. Jónas faðir Márusar eignaðist 2 sonu með seinni konu. Lifir annar þeirra Kristinn Doll á Mikley. Márus Doll kom frá íslandi 1886; settist að í Mikley og bjó þar til æfiloka. Hann kvæntist Ingi)bjölrgu Brynjólfsdóttur 3. sept. 1897. Márus og Ingibjörg eignuðust 13 iböm, tvö dóu í æsku. Eitt þeirra Jlónas (Cas- per, ágætt mannsefni, dó 1918 tæplega tvítugur. Hin öU — að einu undanteknu eiga heimili á Mikley. Nöfn þeirra eru sem fylgir: Guðrún gift B. W. Benson. Kristbjörg gift Sigurgeir Sigur- geirssyni. ÍBrynjólfur þvæntur Máble Rögnvaldson frá Winni- pegosis. Borgil kvæntur Mal- venu Pruden, konu af frakk- neskum ættum, búsett í Sel- kirk. iSigríður gift Skúla Sig- urgeirssyni. Katrín gift Aðal- steini Jónassyni. Rosie gift V. Thompson af dönskum ættum. Gunnar kvæntur Sigurrós Á- mundson ættaðri af Mikley. — Kristín og Benedikta ógiftar að læra hjúkrunarfræði á almenna spítalanum í Selkirk. Márus Doll bjó á Lundi í Mikley allan sinn búskap. Hann stundaði landbúnað og fiskiveiðar jöfn- umhöndum. Vann hann af kappi og hlífði sér .hvergi, enda er það meira en meðalmanns verk, að ala upp 11 mannvæn- leg börn — og hafa á ekkert aö treysta, nema tvær hendur og hagsýni samhentrar konu. — En þrátt fyrir svo erfiða að- stöðu, var starf hans víðtækara og náði út fyrir heimilis annir. Hann var forseti Mikleyjar safn- aðar um mörg ár, og sveitar- ráðsmaður um langt skeið. — Márus yar ágætlega orðfær maður og einn af aðalræðu- mönnum Mikleyjar mili 30—40 ár. Hann var prýðilega skáld- mæltur en fór dulara með, en ástæða var til, þó orti hahn töluvert en hélt því lítt saman. Hann skrifaði fréttapistla héðan í íslenzku iblöðin, urðu þeir til að kynna Mikley og styðja veg hennar. Af þessu er auðsætt að skarð er fyrir skildi í þessari Ibygð, við fráfall hans. Mikley hefir mist einn sinn allra bezta mann. — Satt er það að vísu, að maður kemur í manns stað. Márus Doll var svo kynsæll maður, að ástæða er til að ætla, að ein- hver niðja hans, sem ber sama nafn, verði merkur starfsmaður á þessari eyju eftir nokkur ár. En þó að svo verði, — er það víst að eldra fólkið, sem sakn- ar ihans, fær aldrei skaðan bætt- an. Það sér aldrei framar Márus Doli íslenzkan í anda og fasi með fjallaloft og ljóð á tungu. Márus Doll var vörpulegur maður að vallarsýn, meir en í meðallagi hár og þrekinn. — Hann var vel á sig kominn og karlmannlegur. Skjótur til úr- ræða. Harðfengur og fylginn sér. Þegar hann gekk að verki, gengu öll störf fljótt og greið- lega úr höndum hans. Öllum varl júft að ganga að verki með honum, því að hann var glaður starfsmaður og ókvíðinn. Jafn- an tók hann sólarhæð andlegra mála, ásamt erfiðu starfi. — Manni með hans hæfileikum nægði ekki efnið eitt. — And- inn varð að njóta síns réttar, þá leið tíminn fljótar og skyldi eftir spor á sandi hins streytandi verkbundna manns. Verk hans voru vandlega unnin og gæfusamleg. Heyil hefi eg að hann hafi bjargað tveim mannslífum frá dauða, með miklu snarræði. Er það trú mín, að sá, sem ber giftu til þess, muni fá handtök gera ógæfu megin um æfina. Á létt- asta skeiði æfinnar var Márus Doll fær maður á seglbát í fleiri sumur norður á Winnipegvatni. Enn þann dag í dag lifa þær sagnir síðan, að þó að hann bryti stýri eða annað jafn alvar- legt kæmi fyrir út á regin vatni í ófæru veðri, — kæmi hann mensku hygg eg norræna ætt rísa hæst og Márus var niðji hennar. “Deyjandi munnur orti óð þá oddur spjóts í hjarta stóð.” Þetta eru einkunnar orð nor- rænnar skapgerðar. — Hærra getur mannleg tign tæplega ris- ið. Eftir missi konit sinnar gekk Márus bömum sínum bæði í föður og móður stað. Að hann hafi verið því starfi vaxinn er augljóst af því, að þau unnu honum bæði sem föður og móð- ur. — Missirinn varð þeim því óumræðilega sár. — “Tíminn græðir góða mín” sagði Márus heitinn við eina dóttur sína, þegar húri misti sín ibörn. — Það er sú eina líkn, sem lögð er með þraut, að tíminn græðir — þó að seinn sé. Márus var jarðsettur 6. apríl 1935 í graf- reit Mikleyjar að viðstöddu f jöl- menni. Séra Jóhann Bjarna- son jarðsöng. Börn Márusar Dolls kveðja hann með þessum ljóðh'num: Fús gafstu á vegi fömum. Faðir! — af tíu bömum meðtak þökk allrar æfi, sem ástúð þinni hæfi. Sorgin við gluggann situr samúðarlaus — en vitur. Allflestir hana erfa. Ástvinir fara — og hverfa. Þó gæfu gefin árin og grói hjarta sárin, —ást þín var öllu stærri áhrifameiri og hærri. J. S. frá Kaldbak. 11. feb. 1936. Keyptu vín fyrir kol í Stanton Cleveland, Ohio, voru tveir menn teknir fastir, fyrir að stela 400 pundum af kolum. Þeir viðurkendu sök sína en kváðust ekki hafa getað haldið sér heitum með öðru móti. Dómarinn kendi hálfveg- is í ibrjósti um mennina og spurði því: “Hvar brenduð þið öllum þessum ikolum?” “Satt að segja yðar hátign, þá brend- um við ekki kolunum,” sögðu þeir. “Okkur langaði til að verma okkur sejm fljótast og “skiftum” því á kolunum og wihiskey,, sem við drukkum.” 30 daga inni og 20 dala sekt,” hrópaði idómarinn. — “Næsti mál!” heill í land með menn og skip. í marzmánuði s. 1. ár fékk Márus slag. Var honum ekki hugað líf. Þó rétti hann sig svo við, að hann var fær um — fyr- ir bænastað barna sinna >— að takast ferð á hendur til Winni- peg að leita sér lækninga. — Sjálfur vissi hann að hana mundi deyja. Þegar eg frétti um ferð hans, mintist eg ofan- greindra sagna um hann norðui á vatni, og taldi mér trú um, að enn mundi hann koma lif- andi aftur, þó að útlitið væri í- skyggilegt. En það brást. Sann- aðist þar hið fornkveðna: — ‘Bregður hverjum á banadægri.’ Nú var svo komið að hann hafði ekki nema um einn kost að velja, — sama kostinn og Þor- kell máni forðum, sem þetta var kveðið um: “Stundin er komin æfi ár, enduð og sérhver jarðar mæða. Megnar nú enginn mín að græða, niaður, hin dauða sollnu sár.” Hefði Márus Doll haft fult ráð síðustu stundina, og ®ól skinið á skýlausum himni, mundi hann hafa látið bera sig út í sólskinið eins og Þorkell máni — og falið þeim sál sína, sem sólina hefir skapað. Með þessum tveim íslending- um var andlegur skyldleiki,, þó að annar væri uppi fyrir þúsund árum, en hinn á tuttugustu öld- inni. Báðir voru gáfuð ljóss og náttúru börn. Þó var Márus ekki trúmaður á almenna rétt- trúnaðar vísu. Hugsjón hans þurfti víðara vængja rúm. Eg þekti manninn svo vel, að eg þori óskelfdur að tileinka hon- um baugabrot úr kveðju sem flutt var við kistu annars ís- lendings: ‘‘Að trúa fáu, en skoða með skarpri hugar sýn og skilnings höndum þreyfa var einkalöngun þín.” Márus Doll hafði þann sjald- gæfa hæfileika að knýja á hurð- ir gleðinnar þó að hjarta hans titraði af harmi. Hann misti konu og uppkominn son “flúar” veturinn 1918. Aðeins 5 dagar liðu á milli dauða þeirra. Hann stóð einn eftir með 10 börn, flest á æskuskeiði. Þá gránaði hár hans, og hann eltist um 10 ár á einni nótt. — En þó hafði hann gleðisvöi) á reiðum hönd- um, ef þig bar að garði hans. Á þessu stigi andlegrar aðal- INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU Árnes.......... Amaranth....... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont........ Bredenbury..... Brown.......... Calgary........ Churchbridge... Cypress River.. Dafoe.......... Elfros......... Eriksdale...... Foam Lake...... Gimli.......... Geysir......... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa......... Hove........... Húsavík........ Innisfail...... Kandahar....... Keewatin....... Kristnes....... Langruth....... Leslie......... Lundar......... Markerville.... Mozart......... Oak Point...... Oakview........ Otto........... Piney.......... Poplar Park.... Red Deer....... Reykjavík...... Riverton....... Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill..... Swan River..... Tantallon...... Thornhill...... Víðir.......... Vancouver...... Winnipegosis... Winnipeg Beach, Wynyard........ I CANADA: ...Sumarliði J. Kárdal ....J. B. Halldórsson ....G. O. Einarsson ....Sigtr. Sigvaldason ....Björn Þórðarson .......G. J. Oleson ....H. O. Loptsson ..Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímsson ..Magnús Hinriksson ......Páll Anderson ....S. S. Anderson ....S. S. Anderson ....ólafur Hallsson ......John Janusson ......K. Kjernested ....Tím. Böðvarsson .......G. J. Oleson .....Sig. B. Helgason .Jóhann K. Johnson ....Gestur S. Vídal ....Andrés Skagfeld ....John Kernested •Hannes J. HúnfjörO ....S. S. Anderson ....Sigm. Björnsson ....Rósm. Árnason ......B. Eyjólfsson ....Th. Guðmundsson .......Sig. Jónsson •Hannes J. HúnfjörO ....S. S. Anderson ....Andrés Skagfeld ..Sigurður Sigfússon .......Björn Hördal ......S. S. Anderson ....Sig. Sigurðsaon ..Hannes J. HúnfjörB .......Árni Pilsson ....Björn Hjörleifsson ....G. M. Jóhansaon .......Fred Snædal .......Bjöm Hördal ....Halldór Egilsson ....Guðm. Ólafsson ....Thorst. J. Gíslason ....Aug. Einarsson ....Mrs. Anna Harvey ......Ingi Anderson ....John Kernested ......S. S. Anderson T BANDARÍKJUNUM: Akra......................................Jón K. Einarsson Bantry....................................E. J. Breiðfjörð Beliingham, Wash........................John W. Johnson Blaine, Wash................*....Séra Halldór E. Johnson Cavalier.................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.......................................Jacob Hall Garðar...................................S. M. Breiðfjörð Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson..................................Jón K. Einarsson Hensel....................................J. K. Einarsson Ivanhoe...............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................F. G. Vatnsdal Minneota..............................Miss C. V. Dalmann Mountain.................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.............................Ingvar Goodman Seattle, Wash...........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold....................................Jón K. Einarsson Upham.....................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.