Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.03.1936, Blaðsíða 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. MARZ, 1936 líírmakringla (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miBvikudegt. Eigendur: THE VUCING PBESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg TaUímia 86 537 VerC blaðsins er $3.00 éirgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifta bréí blaSinu aðlútandi sendlat: Manager THX VIKINO PRSSS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINAR8SON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HKIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ■•Heimskringla” U published and printed by THK VIKIMO PRKSS LTD. 863-866 Sargent Avenue, Winnipeg Mon. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 4. MARZ, 1936 LÖGBERG SAMT VIÐ SIG Vinátta Lögbergs til Þjóöræknisféags íslendinga í Vesturheimi, er svo alkunn, að óþarft er út af fyrir sig á það að minna. Sá Vestur-íslendingur fylgist illa með því, sem gerist í félagsmálum þjóðar- brots vors vestra, &em ekkert bugboð hef- ir um það. Blaðið hefir engu tækifæri slept sem boðist hefir til að nefna félagið, þó fyrir nokkrum árum, legði það ekki lykkju á hala sinn, til þess að minnast fundarhalda þess, eða fundarsamþykta deilda út um sveitir. Minnist maður í því sambandi Heimfararmálsins og margs fleira, sem nú er orðin gömul saga. Til þess að sýna að við þetta “program” sé staðið vekur Lögberg nú athygli manna á árstarfi félagsins, með því að gera óvinsamlega athugasemd við árs- skýrslu forseta, sem þó eigi er birt, svo almenningi gefist kostur á að athuga, að hve miklu leyti tilefni sé gefið til þessarar árásar. Vér sem hlýddum á ársskýrsl- una, þorum að staðhæfa að hnútukast Lögb. er algerlega óverðskuldað, enda var ritstj. eigi sjálfur staddur við þing- setninguna né heyrði ræðu forseta. Fer hann því að þessu sinni, í máli þessu, eftir eðlisávísan sinni sem svo oft endra- nær. Af því minst er í ræðunni á heims- kreppuna og óhagstætt árferði, viðskifta- tregðu o. s. frv. fær ritstj. Lögb. þann inn- blástur, að stefna Þjóðræknisfél. sé að vinna að útbreiðslu japanskrar og ítalskr - ar menningar. í sjálfu sér er nú ef til vill minna við þetta að athuga, en Lö^berg ætlar þó satt væri, sem það segir, því út á það er hreint ekkert að setja, að kynn- ast menningu annara þjóða. En þetta rugl ritstjóra Lögbergs, slær heldur ó- þægilega í bakseglin fyrir honum, því rétt áður hélt hann því fram, að þjóð þessa lands ætti ekki að skifta við innlendar stofnanir, heldur japanskar. Forsætisráðherra King berst fyrir að ná þessu mikilvæga sambandi, svo það er í raun og veru há-liberalskt, að halda upp á Japa,na og þá ekki síður ítala, sem Dr. Riddell getur bezt borið vitni um. — Þegar forseti Þjóðræknisfélagsins vék að ástandi þesssara þjóða til þess að veita yfirlit yfir viðskiftah'f veraldarinnar, hefði blaðið átt að blessa það í stað þess að hallmæla því. Lögbergi hefði átt að létta í skapi við að heyra ekki sýknt og heilagt hamraða inn í menn á fundum Þjóðræknisfélagsins, ræktarsemi við ís- lenzk og norræn efni, sem blaðið ber nú orðið vikulega með sér, að það er að verða “Nutty here and there” í. Heimskringla veit að vísu, að raus Lögbergs um Jón J. Bíldfell, sem s. ]. þrjú ár hefir verið forseti Þjóðræknisfé- lagsins, gerir honum hvorki til né frá í augum almennings. Vestur-íslenzkir þjóðræknisvinir vita, að þeir eiga þar einn sinn ótrauðasta starfsmann þjóð- ræknismálsins, sem hann er, og einn hinu ágætasta mann og Islending. En þó Heimskringla hafi ekki ávalt verið J. J. B. sammála og sé það ekki enn í ýmsu, getur hún ekki ómótmælt látið, er hann er brígzlyrðum borinn út af starfi hans í þjóðræknismálum, því hann á þar alt ann- að skilið. Og hún telur það óverðskuldað og illa af sér vikið af Lögbergi, að skatt- yrða hann af því einu, að hann fylgir ann- ari stefnu í þjóðræknismálinu, en nefnt blað. Sú yfirlýsing Lögbergs um afstöðu sína til Þjóðræknisfélagsins var einnig ó- Jxörf vegna þess, að hún er fyrir löngu orðin viðkunn. Yfirleitt ætlum vér skýrslu forseta hafa verið sanna og réttorða um starf Þjóð- ræknisfélagsins á árinu. Sé þar frá ein- hverju ógreint, er Lögbergi innan handar að fræðast um það með því að segja tii þess, því félagið veitir þá fræðslu fús- lega og mun meira að segja birta ræðuna, ef því skiftir. Þjóðræknisfélagið fer ekki í felnr með starf sitt. Það birti að lok- inni heimferðinni skýrslu Heimfarar- nefndarinnar, sem Lögb. mun ekki hafa búist við, í Tímaritinu, sem það gefur út, í Heimskringlu og bauð hana Lögbergi, en ritstjórinn var víst smeykur um að það ynni málstað sínum ógagn og birti hana ekki. Félagið hefir, frá upphafi sinna vega, unnið að málum sínum á opinberan hátt og látið alla óáreitta. Það hefir mörgu nytsömu til leiðar komið. Það af- biður því allar slettur sem þessa frá Lögb. ritstj. MORÐIN í JAPAN OG AFLEIÐINGAR ÞEIRRA Fréttirnar af morðunum miklu í Japan, íhafa hvarvetna vakið spurningu um það: hvaða afleiðingar þau muni hafa á friðinn í Asíu. Og það er ofur eðlileg spurning. Það er erfitt að hugsa sér að slík hryðju- verk hafi engin áhrif, hvorki inn á við, þ. e. á japönsku þjóðina sjálfa, eða út á við, á aðrar þjóðir. En það er margt í fari Austurlanda þjóðanna, sem aðrir eiga erfitt með að skilja. Sem dæmi af því er frétt, er ný- lega var sögð um það, að Japaniii hefðu alt fram á sfðustu tíma ekki litið alvar- legum augum á pólitísk morð eða glæpi. Fyrir ári síðan spáði bandarískuir mað- ur, er lengi hafði dvalið í Japan, að þar yrði mjög bráðlega skift um stjórnskipu- lag og gamla hervaldsstjórnin ætti eftir að setjast aftur í valdasessinn. Eftir því sem saga hermir, var hervaldið hinn eig- inlegi stjórnandi í nærri sjö aldir, frá 1185 til 1868. En þá rak Mikadóinn, sem ávalt hafði verið álitinn lagalega stjórn- andi, (hina síðustu Shogun-stjóm (orðið Shogun þýðir herforingi) frá völdum og skipaði hana þingmönnum úr öðrum stéttum þjóðfélagsins. Spurningin er nú sú, hvort Shogun-stjórn sé aftur tekin við, þar sem Araki yfirhershöfðingja Jap- ana hefir verið falið að mynda stjóm af keisaranum sjálfum. Skipi hann stjóm- ina herliði, er hann tekur -við, virðist ekki langt frá, að spá bandaríkjamannsins sé að.koma fram. Taki slík stjórn við völdum, er einskis friðar að vænta. Uppreisnin í hernum gegn Okada-stjóminni, hefir að líkindum stafað af því, að í fé til hersins var stund- um haldið, því Okada var friðarpostuli. í uppreistinni átti þó ekki herinn í heild sinni þátt, heldur aðeins ungir hermenn, ólmir í að vinna sér og ættjörðinni fé og frama, en hafa ekki ráðið eins við sjálf.i sig og hinir eldri, sem þó bjuggu yfir hinu sama, og kendu að líkindum Okada- stjórninni eins og þeir um aðgerðarleysi hersins. Nú er ekki hætta á, að á fénu til hersins verði legið, ef Shogun-stjórn er tekin við völdum. Ekki er að sjá af blöðum frá Banda- ríkjunum, að þau skoði hryðjuverk þesssi breyta í neinu afstöðu Japans og Banda- ríkjanna. Það eru Rússar, sem Japanir skoða verstan þrand í götu og telja sér mesta hættu stafa af. Hefjist þeir nú venju fremur handa, verður gh'man fyrit við þá. Einn af fréttariturum blaðsins Christian Science Monitor í Bandaríkjunum, sem málum Japana er mjög kunnugur, segir þó aðra hlið vera á málinu. Hann telur ekki óhugsandi, að þegar alþýða manna í Japan sé farin að átta sig á því sem gerst hefir, geti svo farið að hún rísi upp og að innanlands styrjöld geti af því leitt milli allra borgara landsins annars vegar og hersins hinsvegar. Fái herinn þjóðina með iðnaðarjbarónana í broddi fylkingar á móti sér, sé óvíst hvemig þeim leik ljúki og hve lengi hann standi yfir. En komi nú ekki til þessa og sé sigur hervaldsins ákveðinn, telur sami höfund- ur meiri hættu vofa nú en áður yfir þjóð- um þeim sem til eigna og landa eigi að telja í Asíu og á Suður-hafseyjunum, svo sem Rússa, Breta og Bandaríkjamenn. Var fyrir mörgum árum haft eftir stjórn- málamanni í Ástralíu, að hann sæi ekki hvað um sína þjóð yrði, aðeins 6 miljónir manna, dreifðir um 2,946,691 fermílu, ef Japan héldi áfram að efla skipastól sinn. Ein öflugasta þjóðin í Asíu, næst Jap- önum eru Bretar. Er þegar orðið ljóst, að þeir líta öðrum augum nú á Japana en áður, eftir þetta síðasta blóðbað. Það virðist hafa snúið hugum þeirra frá Jap- önum, eins og Gyðinga-ofsóknirnar á Þýzkalandi gerðu þá fráhverfa Þjóðverj- um. Árið 1931, er Japanir réðust inn í Mansjúríu, leyndi það sér ekki, að Bretar voru þeim hliðhollir; Sir John Simon fór ekkert dult með það, er þá var utanríkis- málaráðherra. En eftir að hann fór frá stöðunni, fór Bretinn að halda sér til baka. Veldur því tvent; er annað að styrkja sambandið við Bandaríkin, en hitt landagræðgi Japana sem Bretum vex í augum hvað þá öðrum. Og nú er svo komið, að brezk alþýða mun h'ta svipuð- um augum á yfirgang Japana í Asíu og ítala í Blálandi. Fylgið sem Japanir hafa haft hjá Bretum, mun því vera að dvína, ef það má ekki heita þrotið. . Þannig horfir nú við í Japan þessa stundina. Hvað af þessu sem á hefir verið minst verður uppi á teningi, leiðir tíminn í Ijós. SAMKVÆMT ANDA, EN EKKI BÓKSTAF Ræða flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg, 1. 'miarz. 1936 af séra Jakob Jónssyni Texti: Bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar. Síðan í sumar sem leið, hefir nokkkuð verið rætt um nánari samvinnu með hin- um ísl. kirkjum í Vesturheimi. Prestur þessa safnaðar, séra Philip M. Pétursson, hefir bent á það í ræðu, að slíkt umtal um samstarf sé alls ekki nýtt, og í því sambandi vitnaði hann í all-gömul um- mæli blaða. Vitaskuld er það alveg rétt, en hinsvegar mun vera óhætt að segja, að þessar samnvinnuhugmyndir hafi fengið nýjan og aukin þrótt eftir kirkjuþingin í sumar. Á þeim báðum voru samþyktar tillögur, sem bentu til þess, að menn væri fúsir til að stíga ákveðin spor í áttina til þess að skipulögð samvinna ætti sér stað, svo framarlega sem bæði félögin væri jafn-rétthá. Hið fyrsta kirkjuþing, sem eg sat í Vesturheimi, var hátíðarþing lúterska kirkjufélagsins. Get eg ekki annað sagt, en að það þing væri mér stórkostlegur boðberi nýs tíma, sérstak- lega dagurinn suður á Mountain. Eg mun hafa getið þess í ræðu, sem eg flutti ,í Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg síðasta þingdaginn, að von mín væri sú, að einhverntíma yrði litið á þinghald þetta sem einn af merku&tu atburðum í sögu Vestur-Islendinga. Stjórn lúterska kirkjufélagsins með forseta þess í farar- broddi, sýndi það þá, að hún átti nóga andlega rausn til þess að bjóða fornum andstæðing — sem sé hinu kirkjufél. — að senda fulltrúa á sín tilkomumestu há- tíðahöld. Til þeirrar farar var kjörinn sá maður, sem á liðinni tíð hafði staðið einna fremst í baráttunni, en þrátt fyrir það fór hann sem bróðir og var tekið sem bróður, ekki fyrst og fremst sem ein- staklingi, heldur sem umboðsmanni syst- urkirkjunnar. Á kirkjuþingi Sam. kirkju- félagsins var hinni vinsamlegu aðferð lút. kirkjunnar svarað með því að kosin var nefnd til að vera í verki fyrir kirkjufélags- ins hönd í öllu þvi er lyti að samvinnu þeirra á milli. Síðan þetta skeði, hafa liðið nokkrir mánuðir, en á þeim tíma hefi eg ekki heyrt rætt eða lesið neina grein, sem gæfi ástæðu til að ætla, að af- staðan hafi breyzt. Þó að svo sé, er margt ennþá óathug- að í þessu máli, ýmsum spurningum ó- svarað. Það hefir stundum komið fyrir, að eg hafi t. d. verið spurður að því, hvert trúargrundvöllur kirknanna væri ekki svo ólíkur, að samvinna væri útilokuð. Hvað hafa þeir sameiginlegt?” spyrja menn. Hvað er það í stefnu þeirra, trúarskoð- unum og starfi, sem er sameiginlegt? Á þeim tímum, er alt logaði í deilum, var ekki nema von, að hið óh'ka festist frekar í hugum manna, en nú þegar ekki er lengur eldur í þeim glæðum, er tími til þess komin að athuga hina hlið málsins. Kristin kirkja hefir tvær víðáttur, í tíma og í rúmi. Hún nær yfir hvorki meira né minna en 19 aldir í sögu mann- kynsins og flest lönd heimskringlunnar. En ef vér berum saman kirkju 4. aldar, 17. aldar og 20. aldar, þá finnum vér svo geysilegan mun á kenningum, stefnum og starfi, að oss furðar á að þetta skuli kall- ast hin sama stofnun. Og þessi munur er ekki fólginn í neinum smáatriðum, heldur oft og tíðum í því sem hver öld fyrir sig áleit þýðingarmikil sáluhjálpar- efni. En hvers vegna köllum vér öll þessi ólíku fyrirbrigði menningarlífsins kristni, og hví segjum vér, að fornkirkjan, mið- aldakirkjan og nútíðarkirkjan sé hin eina og sama kirkja? Vér gerum það sökum þess, að þrátt fyrir allan muninn, hefir samhengi kristn- innar varðveizt til þessa dags. En sam- hengið (continuity) var óháð skoðana- mun á siðum og kenningum. Það var ó- háð bókstafnum. Kæmi það fyrir, að að reynt væri að stöðva framrás tímans með bókstafnum, leiddi það af sér doða og dauða. Og fyr eða síðar knúði andinn, hið verkandi afl í hfandi mannssál- um, bókstafinn til hlýðni. “Bók- stafurinn deyðir, en andinn hfg- ar”. Það var andi Krists sjálfs, sú alda sem hann vakti og breiddist út eins og hringir á vatni, sem steini er varpað í, — það var sú hreyfing, sem stöð- ugt hélt áfram, þrátt fyrir alt hið óh'ka. Og nú er svo komið, að ef vér viljum gera oss grein fyrir sambandi nútímakirkjunn- ar og fornkirkjunnar, þá hljót- um vér að sjá, að skoðanir og ytri form hafa fengið annað út- lit, en andinn er hinn sami — hið lifandi samband hinnar elstu og yngstu kristni. Þannig er kristin kirkja sam- einuð í víðáttu tímans, þrátt fyrir alt, sem óh'kt er. Samein- uð í anda, en ekki bókstaf. — Líklega skilst þetta ennþá bet- ur, þegar vér virðum fyrir oss hin gömlu játningarrit kirkj- unnar og viðhorf nútímans gegn þeim. Játningamar urðu þannig til, að vitrir og trúaðir menn á ýmsum tímum reyndu að setja fram í sem fæstum orðum, trú- arskoðanir sínar og trúarkerfi kirkjunnar á þeirra tíð. Nú er langur vegur frá því að menn hafi frá upphafi vega litið svo á, að játningarnar væru bind- andi bókstafur. Við og við tóku menn sig til og breyttu þeim, löguðu þær eða bættu við þær, þegar nýr skilningur var að koma fram eða nýtt viðlhonf við gömlum kenningum. Sumar þeirra, eins og t. d. hin postul- lega trúarjátning, voru öldum saman að myndast. — Menn hafa með öðrum orðum htið svo á, að samhengið raskaðist ekki, þó að skoðanir og kenningar tækju breytingum. Á hinn bóg- inn bera játningamar það li'ka með sér, að sumir höfundar þeirra hafa álitið skoðanamun gera alt samhengi og samband útilokað. Hin fræga Aþanasí- ussarjátning heldur því t. d. fram, að sá sem ekki trúi henni einlæglega og staðfastlega, geti ekki orðið hólpinn. Með öðrum orðum, að sá sem ekki trúi hverju orði hennar, falli úr sam- félagi heilagra á himni og jörð. Um viðhorf nútímans við skoð- unum fyrri alda og skoðanir nútímakirkjunnar á samheng- inu, ætla eg að leyfa mér að vitna til orða próf. P. Sivertsen ií Reykjavík. Eins og yður er kunnugt, tilheyrir hann lút- erskri kirkju, er va'gslubiskup og kennari prestaefna, og með- limur kirkjuráðs þjóðkirkjunnar á íslandi. Það ætti því að mega taka áht hans gilt. Hann segir: “Samkvæmt orðum Luthers er samvizka kristins manns, uppfrædd af guðs orði í ritning- unni, æðsta úrskurðarvald um alt, er varðar trú hans og sið- gæði. Eða eftir því sem nú- tímamaðurinn myndi heldur vilja orða það: Æðsta úrskurð- arvaldið er samvizka mannsins, höndluð af kristi og opinberun hans, þ. e. af prédikun hans og lífi, samkvæmt anda, en ekki bókstaf. Með vígsluheiti Helgisiðabók- arinnar er þannig viðurkent í ' kirkju vorri, að rétt kristileg kenning eigi að miðast við anda en ekki bókstaf, — við sam- : vizku mannsins hnödlaða af £ kristi og opinberun hans, en : ekki af bókstaf játningarrita frá 11 löngu liönum tímum.” Þannig lítur lúterska kirkjan 1 á íslandi á samhengið við for- ] tíðina og af því leiðir,, að sam- 1 bandið innan víðáttu irúmsins, i hlýtur líka að grundvallast á 1 anda en ekki bókstaf. Með því : á eg við það, að sambandið milli i hinna margbreyttu kirkjuflokka. í sem uppi eru samtímis, sé sama eðlis og þeirra, sem Uppi i eru á óh'kum tímum. Á vorum ] eigin dögum er stöðugt að vaxa 1 skilningur á þessu innan kirkj- < unnar víðsvegar um heiminn. Deildir, sem áður báru kala hver til annarar, eru nú að taka saman hönduim og innan kirkju- deildanna eru menn teknir að sinna því meir, sem sameinar en hinu sem sundrar. Þau mál- in sem nú brenna á samvizkum allra kristinna manna, eru ekki hvernig skuli orða einhverja kenningu, heldur hvernig skuli leiða anda réttlætis, kærleika og friðair inn í heim, sem er orðinn að myrkviði haturs og tortryggni. Ef kirkjan heldur á- fram trúmáladeilum sínum nú, þá er hún Mkust hóp af mönn- um, sem fljúgast á í fylliríi uppi á lofti meðan aðrir berjast með logandi eldibröndum á neðri hæðinni. Slíkt má ekki henda. Kirkja krists er nógu sterk til þess að vekja .heiminn og láta hann rísa upp frá dauðum, ef hún sveigir sjálfa sig til hlýðni við anda Krists sjálfs — anda bróðurkærleikans, umburðar- lyndis og samvinnu. Vér höfum nú, vinir mínir, hugleitt það dálitla stund, hvernig andinn, en ekki bók- stafurinn, hefir varðveitt hið lif- andi samband milli fortíðar og nútíðar, og sameinar sömuleiðis hinar óh'ku deildir kristninnar víðsvegar um heim. Nú skulum vér snúa oss beint að vorri eigin félagsstarfsemi, hinni ísl. kirkju. Hér er urn þrjár kirkjudeildir að ræða: ís- lenzku þjóðkirkjuna, lúterska kirkjufélagið og Salmeinaða kirkjufélagið. Ef miðað er við trúarskoðanir og afstöðu til kenningakerfanna eru öll þessi kirkjufélög deild í ýmsa parta. Vér skulum at- huga þau hvert fyrir sig. Sameinaða kirkjufélagið hefir ákveðið afstöðu sína gegn játningum og kennikerfum al- frjálsa. Einstaklingarnir innan þess, bæði leikm. og prestar, eru sumir unitarískir, aðrir lút- erskir nýguðfræðingar að stefn- unni til. Ennfremur aðrir, sem ekki mundu kæra sig um að vera taldir til neinnar sérstakr- ar stefnu eða flokks, nema kristninnar í víðustu merkingu. Lúterska kirkjufélagið heldur samkvæmt bókstaf laga sinna við hinar fornu játningar, en er samt í raun réttri vaxið fram úr þeim, ef miðað er við andann í imörgu því, sem þar kemur fram. Fjöldi einstaklinga innan þesss kirkjufélags h'tur alveg jafnfrjálsum augum á hinar gömlu kennisetningar og venj- ur, eins og gert er í voru kirkju- félagi. . Prestar þes.ss eru og misjafnlega fastheldnir við þær, sumir þeirra gætu engan vegin kallast annað en frjálslyndir nýguðfræðingar. íslenzka þjóðkirkjan er lút- ersk kirkja í þeim skilningi, að stefna siðbótarinnar varð þar ofan á, eins og annarsstaðar á Norðurlöndum. Lagalega er kirkjan ekki bundin neinum hinum fomu játningum, og tel- ur sig al-frjása gagnvart þeim. En bæði prestar og leikmenn eru ýmist gamal- eða nýguð- fræðingar og skoðanir þeirra í trúmálum yfirleitt mjög sundur- leitar. íslenzka þjóðkirkjan á innan sinna vébanda allar hinar sömu andstæður sem hér eru í báðum hinum ísl. kirkjudeild- um. Það er því fullkomlega Ijóst mál, að það sem tengir ein- staklingana saman í kirkjudeild' irnar, er ekki það, að þeir séu ifyllilega samferða í guðfræði. Það er ekki bókstafurinn, held- ur andinn, það er um að ræða innra og yiýpra samfélag mannssálna, sem allar hafa orð- ið snortnar af Jesú Kristi og vilja vera hans lærisveinar. Þar sameinast menn, sem annars hafa hinar ólíkustu skoðanir á guðfræðilegum efnum. Til þess að skýra þetta bet- ur, langar mig til þess að hugsa mér ákveðið dæmi. Segjum, að það sé að fara fram messa í einhverri kirkju og þar séu við- /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.