Heimskringla - 04.03.1936, Side 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 4. MARZ, 1936
FÁLKARNIR
Ræöu flutt á samkomu íþrótta-
félagsins “Fálkinn” í G. T.
húsinu 24. feb. 1936. af
Philip Péturssyni
Herra forseti,
liáttvirtu tilheyrendur.
Fyrir fáum dögum síðan
fréttum vér ósigur Canada
hockey-flokksins, sem sendur
var til þess að keppa við annara
þjóða hockey flokka á Olym-
pisku leikunum á Pýzkalandi.
Þetta er í fyrsta sinn, sem Can-
adamenn hafa hlotið ósigur í
hockey samkepninni síðan hún
átti upptök sín árið 1920. En
þá var það eins og flestir muna,
alíslenzkur ihockey flokkur,
Fálkamir, sem fór til Antwerp-
en í Belgíu og vann sér og öll-
um íslendingum frægð og frama
með því að sigrast á öllum
beztu ‘hockey’-flokkum heims-
þjóðanna. Sýndu íslendingarnír
með þessu að þeir voru gæddir
hetjulund og karlmensku, fimi
og f'ræknleik á mjög eftirtekta-
verðan hátt og meiri en aðrar
þjóðir.
er
VEL FERÐBÚIÐ
Áður en skipið leggur til hafs
það útbúið með öllum tækjum. Með
reglubundnum sparisjóðs innlegg-
um, er ávaxtaðir eru með rentum
og renturentum, er hægt að undir-
búa pilta og stúlkur fyrir æfi sjó-
ferð þeirra.
T H E
ROYAL BANK
O F CANADA
Aldrei hefir jafn fámennur
hópur og þessi vakið eins mikla
eftirtekt á íslendingum yfirleitt,
og sérstaklega þeim íslending-
um, sem eiga hér heima. Aldrei
hafa íslendingar hér eða á ætt-
jörðinni auglýst þjóð sína betur
eða víðtækara en þessi hockey
flokkur gerði árið 1920. Það
getur jafnvel verið nokkurt
vafamál hvort að þúsund ára al-
þingishátíðin á íslandi hafi vak-
ið nokkuð meiri athygli víðsveg-
ar um heim á Islendingum en
Fálka hockey-flokkurinn gerði
á örstuttum tíma, þegar hann
ekki aðeins vann heims-hockey
samkepnina, heldur og sýndi
heiminum hvernig ætti að leika
hockey af list.
Félag þetta, sem vann sér svo
mikla frægð og sem enn er
minst, þegar um hockey er að
ræða, átti upptök sín hér á
meðal vor í Winnipeg. Það
kemur ekki oft fyrir að vér fá-
um að standa í svo nánu sam-
bandi við félag eða stofnun, sem
hefir unnið sér heimsfrægð. Því
finst mér það vera heiður fyrir
mig að fá að tala hérna í kvöld,
nfinnast þessa flokks og upp-
runa hans, og að lýsa í fáum
orðum því, sem nú er verið að
gera í Winnipeg í þeim tilgangi
að halda uppi þeirri stofnun,
eða því félagi, sem stóð sig svo
vel' fyrir nokkrum árum síðan,
og að veita öðrum tækifæri til
að halda nafni íslendinga á lofti
eins á sviði íþróttanna og í
öðru.1
En þó að mér þyki heiður og
sæmd í því að tala hérna í kvöld
og gefa stutt ‘ ágrip af sögu
þessa flokks, eða þessa félags,
þá er eg ekki nærri eins fróður
um efnið eins og ætti að vera.
En það sem eg flyt hérna í
kvöld, er að mestu leyti tekið úr
sögu félagsins sem annar maður
ihefir samiö. Eitthvað af sög-
unni hefir birst á prenti, en
meginhluti hennar ekki; því er
almenningur ekki eins kunnug-
ur sögu þessa ágæta félags,
eins og æskilegt er að hann
væri. Vonandi er að saga þessi
birtist áður en Jangt líður og að
félagið fái nægilegan styrk til
þess, að það geti haldið áfram
sínu ágæta verki og ef til vill
sent annan flokk, áður en langt
líður á olympisku leikina.'
Höfundur sögunnar er eg hér
segi er Mr. Fred Thordarson
Ibankastjóri
Við þetta tækifæri get eg ekki
gefið nema stutt ágrip af henni
en eg vil þakka honum fyrir
hana — fyrir upplýsingar þær
sem frásögn hans veitti mér um
þetta félag — og fyrir að hafa
veitt mér efni í erindi þetta,
sem eg var beðinn að flytja. Án
hennar hefði eg illa verið búinn
til þess að flytja erindi um þetta
efni.
Saga þessi tekur oss langt
aftur í tímann — næstum því
40 ár — og hún vekur ef til vill
hjá eldra fólkinu margar end-
urminningar utn fyrri daga
þeirra hér í Winnipeg. Mörg
nöfn eru nefnd, sem þeir kann-
ast við, og eru ef til vill ein-
hverjir þeirra sem nefndir eru
í sögunni staddir hér í kvöld.
Hún á upptök sín um eða rétt
fyrir árið 1897. Þá var Winni-
peg bær ekkert líkt því sem
hann er orðinn nú, — og þá
voru íslendingar, að heita má,
fyrir stuttu farnir að stofna fé-
lög og ýmisleg samtök þau er
bæði tengdu þá saman og skildu
í sundur þegar tímar liðu. Þá
bjuggu sumir íselndingar þar,
sem kallað var í norðurbænum,
en sumir í suðurbænum. Og oft
lenti í ilt á milli þeirra norður
og suður bæjarbúa.
j Á þeim tíma var gamla fé-
lagshúsið á Jemima Street. —
Yngri norðurbæjarbúar komu
þar saman til þess að æfa í-
þróttir; og þar var stofnað “Hið
; íslenzka íþróttafélag”, eða eins
' og það var kallað, “Icelandic
1 Athletic Club.” Aðalþáttinn í
1 stofnun þessa félags, átti Ólaf-
ur heitinn Eggertsson. Aðrir
sem einnig tóku þátt í stofnun
þess voru Frank Frederickson,
en ekki sá Frank, sem var for-
ingi Pálkanna árið 1920; Harry
Sivertsson, sonur Sigurðar
hómópata, og Swansons bræð-
urnir Jack og “Swanny” eins og
hann var kallaður. Þessir síð-
astnefndu komu einnig á fót
| hockey-flokk sem tók nafn fé-
iagsins.
En ekki leið á löngu fyr en
tilraun var gerð til að stofna
hockey-flokk í suður bænum.
Ekki vildu suðurbæjarbúar vera
neinn eftir'bátur hinna. Fundur
var því haldinn á heimili Olivers
Olson á Marylond Street, og þar
var stofnað “Viking hockey fé-
lagið”. Og þannig byrjaði
hockey kepnin á milli norður og
suður bæjarbúa, sem haldið var
uppi í mörg ár. En ekki var
altaf nóg, á þeim árum, að
keppa aðeins á íþróttavellinum.
Stundum lenti mönnum saman
utan hans og er svo sagt frá,
að stundum hafi menn snýtt
rauðu í þeim bardögum þeirra á
milli. Eitthvað hefir þeim þótt
það skemtilegra sumum og á-
nægjulegra, að geta gengið upp
að óvini sínum og gefið honum
einn góðan, og verið svo búinn
með það, en að þurfa að vera að
eilífum blaðaskrifum til að
sannfæra menn.
Á meðal þeirra sem voru í
þessum fyrstu [hockey flokkum,
voru Harry Sivertsson, Percy
eða “Ben” Ólafsson, “Swanny”
Swanson, Fúsi Byron, Magnús
Peterson, sem var skrifari bæj-
arins í 35 ár, Jack Snidal, Jack
Swanson, Fred Olson, Paul
Joihnston, Henry Thompson.
Magnús eða “Mike” Johnson,
“Big Sam” Johnson, Oliver Ol-
sen, Árni Anderson og Gunnar
Anderson og fleiri.
Þeir léku á Brydon og Mcln-
tyre skautasvellunum og Á>ft
lenti í ófriði þar, bæði á milli
þátttakendanna og eins á milli
áhorfendanna. — Æsingarnar
voru miklar, hart var leikið á
ísnum og hátt var hrópað af
þeim, sem á horfðu. En oftast
þegar búið var að leika, fóru
allir þátttakendur, í mesta bróð-
erni og vinskap til Emmas og
Panaros matarsöluhússins á
Main Street, og borgaði sá fyrir
matinn, sem veðjað hafði á leik-
inn og unnið. I lok vetrarins
var haldin sameiginleg veizla,
oftast á Criterion hótel, — óg
segir sagan frá að oft hafi verið
glatt á hjalla í þeim veizlum!
Þessi samkepni á milli þess-
ara tveggja flokka hélt áfram
stöðugt þangað til á árinu 1902.
Þá kom deyfð á íþróttafélags-
menn um tíma. En seinna var
þessi samkepni hafin á ný og
haldið áfram þangað til 1909.
En þá sameinuðust flokkarnir,
og kölluðu sig nýju nafni, sem
seinna varð heimsfrægt. Þann-
ig var fyrsta Fálka félagið
stofnað, — og seinna sýndi
þessi flokkur hvað íslendingar
geta gert þegar þeir eru sam-
taka. Það sem þessi flokkur
hefði aldrei gert sundurliðaður,
það gerði hann, þegar menn
tóku höndum saman og unnu
að velferð og framför heildar-
innar, og gleymdu því sem þeim
hefði áður borið á milli.
í þessu fyrsta Fálka félagi —
eða meðal þeirra, sem í því
voru, eru nöfn þessara manna,
George Jóhannesson, Connie
Bejnson, Btevjef DaJanan, Bill
Halldórsson, Óli Eiríksson, Allan
Jóhannesson, Steve Finnsson og
Fred Thordarson.
Fyrsta árið sem félagið var
stofnað, kepti það á hockey
vellinum við Brandon og Ken-
ora flokkana og við tvo Win-
nipeg flokka, sem nefndir voru
Monarchs og Winnipegs. Að
vetrinum loknum vóru þeir og
Monarch flokkurinn jafnir, en
eldrei veittist tækifæri til að
vita hver þeirra væri betri.
Næstu árin á eftir var smám
saman að bætast í hópini?. þang-
aö til að á stríðsárunum voru
SEYTJÁNDA ÁRSÞING
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
Seytjánda ársþing Þjóðræknisfélags Is-
lendinga í Vesturheimi var sett af for-
seta þess J. J. Bíldfell mánudaginn 24.
febrúar kl. 10 f. h. í samkomusal ís-
lenzkra. Góðtemplara í Winnipeg. Forseti
hóf þingið með því að lesa þingboð. Bað
hann þá þingheim að syngja sálminn nr.
192, "Þitt orð er, guð, vort erfðafé.” —
Flutti þá séra Jakob Jónssson bæn. —
Lýsti forseti þá þingið sett og flutti
sína skýrslu sem hér fylgir:
Heiðruðu tilheyrendur:
Arið liðna hefir verið óvanalega við-
burðaríkt ár — ekki er þó svo að skilja,
að það hafi verið frábærlega örlagaríkt
hvað félagskap vom hinn sérstaka —
Þjóðræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi snertir. En það hefir verið það,
þegar um heildar yfirlit mannfélagsins
er að ræða. Eg efast um, að nokkurc
ár sem við höfum sögur af, hafi dregið
fram á sjónarsviðið jafn skýrt, og þetti
síðasta, andstæður manna og erfiðieika
vonir manna og vonbrigði, andlegt og
verklegt viðhorf einstaklinga og þjóða,
í stuttu máli, ástandið I heiminum eins
og það er i raun og sannleika, vandræð-
in sem menn eru komnir í og framitíðar
erfiðleikana, eins og þetta síðasta ár hefir
gert.
Hver er svo þessi mynd?
Þér þekkið hana allir — að minsta
kosti part af henni. Einn þátturinn í
henni er ótti, ægilegur ótti fyrir yfir-
gang og illhug. Enginn mannflokkurinn
treystir öðrum, og engin þjóð annari.
Austurríkismenn óttagt, að Þjóðverjar
gleypi sig. Pólverjar að Frakkar yfir-
gefi sig. Frakkar að Englendingar sleppi
vemdarhendi sinni af sér — óvinimir eru
alstaðar imyndaðir, eða verulegir og svo
hervæðast aliar þjóðir — Englendingar
(til þess að vera við öllu búnir, Frakkar
út af ótta fyrir þvi, að einhverjir ráðist
á sig. Þjóðverjar til þess að jafna sínar
eigin sakir. — Já til hvers? Rússar til
þess að taka á móti Japanítum á landa-
mæmm norður Mongólíu nú sem stendur.
Japanítar til þesss að bjóða heiminum
byrgin þegar fram i sækir. Bandaríkja-
menn til þessi að verða ekki aftur úr í
þesssari brjálæðis vígbúnaðar samkepni
og ttalir til þess að bæla undir sig og
eyðileggja saklausa smáþjóð, nálega víg-
búnaðarlausa, suður i Afríku. Og við
þetta bætist innbyrðis óeining og ótti
þjóðanna, atvinnuleysi verkalýðsins, póli-
tískar andstæður stjómmálaflokkanna og
hinir sí-þverrandi verzlunar möguleikar
þjóðanna.
Þetta eru heldur ekki allir erfiðleikam-
ir, og hættumar sem vofa yfir. Mann-
fjöldinn og landþrengslin ógna líka til-
vem mröguleikum margra þeirra.
Á Italíu, sem er ekki auðugt land,
verða 360 manns, að draga fram lífið á
hverri fermílu. I Japan verða 1380
manns að gera hið sama, og menn geta
getið nærri hversu glæsilegt slíkt er til
frambúðar. Fyrir stríðið var útflutn-
ingur fólks til annara landa mikill frá
þessum þjóðum, sérstaklega frá Italíu,
620,000 manns á ári. Nú er sá útflutn-
ingur orðinn hverfandi, fyrir innflutninga
skorður annara landa. Inntektir ítölsku
þjóðarinnar frá þessu útflutta fólki —
peningar, sem það sendi heim, námu
$112,000,000 á ári. Nú er það fallið um
meir en helming. Inntektir þjóðar þeirr-
ar frá ferðafólki fyrir stríðið nam $110,-
000,000. Nú er sú tekjugrein fallin ofan
í $50,000,000 á ári. Þriðji inntekta liður
þeirrar þjóðar var frá verksmiðjuiðnaði
sem hún seldi til annara þjóða. Nú hafa
tollmúrar og verðfall á gjaldeyrir henn-
ar felt þann inntekta lið ofan í 44% af
því sem hann áður var. En hin árlega
viðkoma, eða mannfjölgun þjóðarinnar
er 400,000 á ári. Hvað á þetta fólk! að
gera. Hvar eru útgöngu dymar? Hver
eru úrræðin?
Þegar maður lítur til Japan er á-
standið og útlitið ekki glæsilegra. Þeirri
þjóð er bönnuð landvist nálega I öllum
löndum nema sumstaðar í suður Ame-
ríku sem þeim þykir of langt i burtu til
að geta haldið sambandi sínu við heima-
þjóðina. Tollmúrar bygðir umkringja öll
lönd gegn vörum þeirra, sem og annara.
I heimalandi þeirra sem er frekar rýrt
til uppskeru og ófrjótt, verða 1380
manns að hírast á hverri fermílu. Eru
það nokkur imdur þó Japanítar hafi
sprengt af sér gjarðimar og farið her-
skyldi inn í Manchuriu, Norður-Kína og ,
nú siðast inn í Mongóliu. Japanítar em
einkennileg þjóð. Þeir em eina þjóðin í
heimi sem auka og margfalda verzlim
sína þrátt fyrir tollmúrana. Þeir lyfta
sér yfir þá og fara til Manchester á
Englandi og selja þar vömr sínar ódýr-
ari en Englendingar geta framleitt sams-
lags vöm. Þeir selja baðmullar vömr á
Indlandi, og í Ástralíu fyrir lægra verð
en það kostar Englendinga, að kaupa
efnið i samlags vöm. Þeir selja léreft
og rayon vömr í Toronto í Canada fyrir
lægra verð en verksmiðjueigendur í Que-
bec segjast geta framleitt slíka vöm fyrir
og þeir senda búðarskip sín — skip sem
eru búin em út eins og glæsilegustu
sölubúðir um öll höf og inn á hverja
höfn, sem þeir fá að koma, með þennan
ódýra vaming. Þeir verða að gera alt
þetta, eða deyja drottni sínum, en til
þess era japanítar ekki búnir. Menn
segja að verkalýðurinn i Japan sé þrælar
og aumleg vinnudýr á lægsta. stígi til-
verunnar og iðnhöldamir miskunarlausir
böðlar.
Ef til vill hafa þeir menn er svo hugsa
og tala eitthvað fyrir sér. En Japanítar
sjálfir líta ekki svo á. Þeirra lífssskoð-
un er mjög ólík lífssskoðun Vesturlanda
manna. Hjá þeim er það aldrei aðal
atriði að fá hátt kaup fyrir vinnu sína,
heldur hitt, að vinna þjóð sinni — þjóð-
ar metnaður og þjóðarsómi, er þeirra
eina og aðal hugsun, og svo vinna, þeir
að honum sem einn maður. Japanítar
eru þjóðræknir menn og afkomai þeirra,
nú síðustu árin, er ómótmælanlegur vott-
ur þesss, hve máttugt afl að þjóðræknin
er, þegar að rækt er lögð við hana, og
Japanítar kunna að fara með hana og
nú, þegar andstæður kljúfa flestar eða
allar þjóðir heims og lama þrek þeirra
til hvers sem gera skal, þá eru þeir
allir eitt, í þvi, að vemda sína þjóð, frá
eyðilegging og glötun. En því er eg að
minnast á þetta hér? Kemur þettá oss
þjóðræknum Islendingum í Ameríku nokk-
uð við ? Það kemur hverju einasta manns-
bami í álfu þessari við og það alvarlega.
Þesssar tvær þjóðir sem eg hefi nú minst
á, em ekki þær einu, sem em króaðar
inni. Þær em ekki þær einu sem em i
verzlunarlegum vanda staddar. Það eru
nálega allar þjóðir heims og þær eru all-
ar að leita að útgöngudyrum. Bretland
hið mikla, verður að framfleyta 800
manns á hverri fermílu. Sviþjóð og Dan-
mörk em í stórvandræðum með að koma
fólki sínu fyrir. En svo em önnur lönd,
svo sem Canada. Þar em þrír um hverja
fermílu. I Bandaríkjunum 37 og í
Ástralíu 2. Við getum getið nærri hversu
afar geigvænlegt þetta ástand er, og
þess, hverjar afleiðingamar óhjákvæmi-
lega verða, ef mennimir ekki vakna og
sjá að sér. Vor eigin þjóð — íslenzka
þjóðin, hefir ekki farið varhluta af
umróti því, sem hefir verið og er, hja
öllum öðmm þjóðum, sem ekki er heldur
að búast við. Andstæðumar sem skift
hafa þjóðum annara landa, hafa klofið
hana. Flokkamir, eg veit ekki hvað
margir, berast á banaspjótum nú einmitt
þegar að henni reið sem mest á friði og
eindrægni, þvi þótt að fjölmennar þjóðir
fái staðist innbirðis ófrið og ósamlyndi,
lengri, eða skemri tíma, þá er það ó-
hugsandi, að eins fámenn þjóð og Islend-
ingar em, fái staðist það til lengdar, og
haldið sjálfstæði sinu — þeir hafa við
nógu raman reip að draga, þó að þeir
væru allir eitt, sem þeir líka verða að
læra, ef vel á að fara.
Islendingar hafa ekki farið varhluta
af verzlunar kreppu þeirri sem öllum
þjóðum háir nú, og er það því tilfinnan-
legra fyrir þá, þar sem vörutegundir
þær, sem þeir hafa til að selja á alheims
markaðinn eru svo fáar — ekki nema
fiskur og sjávar afurðir, svo teljandi sé.
Ef salan á þeim bregst, ef markaðinum
fyrir þær vömr þeirra er lokað, þá er
líka framtíðar og lifsvon þjóðarinnar
þrotin. Hér er því um hið alvarlegasta
vajidamál að ræða og ef sambönd og
kunnugleiki Vestur-Islendinga hér í álfu
í fimtíu ár, má sín nokkurs, þá sannar-
lega ættu þeir ekki að liggja á liði sinu
nú, með það að styðja að þvi á allan hátt
að opna fyrír bræður sína heima, eða
með þeim, markað fyrir sem mest af
vörum þeirra í þessari heimsálfu.
Yður er öllum kunnugt um, að í síð-
asta mánuði andaðist Georg V. konungur
á Bretlandi, sjálfsagt sá mest virti og
vinsælasti þjóðhöfðingi sem uppi hefir
verið í langa tíð og vér minnumst hans
með lotningu og þakklæti. Fráfall þess
ástsæla þjóðhöfðingja gefur ástæðu til
umhugsunar um margt í fari hans, lífi
og lífsstefnu, t. d. hvemig stóð á þeim
ástsældum sem hann ávann sér, og það
einmitt nú þegar konungs og veldisstólar
annara þjóða léku á reiði skjálfi og féllu,
þá styrkir hann svo veldi sitt, að engum
fyrirrennurum hans hefir tekist það bet-
ur? Hann hafði ekki aðeins náð hylli
sinna þegna undantekningarlaust, heldur
lúta allar þjóðir höfði við líkbörur hans.
Hver var sá undramáttur, er þessu réði9
Það var ekki konungs valdið eitt, því nú
á dögum, er það ekki vegurinn til vin-
sælda. Nei, undirrótin og aflið að valdi
þess göfugu þjóðhöfðingja, var það að
hann reyndist trúr, því fegursta sem
þjóð hans átti í þjóðararfi sinum, og
auðnaðist að vera merkisberi þess, öll
sin ríkis ár.
Stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins hefir
haldið fjórtán fundi á árinu og haft með
höndum eftirfylgjandi mál.
Landnámsminnisvarða mál
Eins og menn mun máske reka minni
til, þá var í sambandi við fimtíu ára
bygðarafmæli Nýja-lslands 1925, hafið
máls á þvi, að vel viðeigandi væri, og
jafnvel sjálfsagt að landnáms þeirrar
bygðar væri minst á einhvem viðeigandi
og varanlegan hátt, helst með því, að
landnámsfólkinu væri reisturminnisvarði
á Gimli eins fljótt og imt væri að koma
því verki í framkvæmd, Nokkrir menn
í Nýja-Islandi gerðust þá forgöngumenn
þess máls. Ræddu það opinberlega, og
kom þeim saman um, að heppilegasta
fyrirkomulag þess varða, væri eftirlíking
af íslenzkri vörðu eða eitthvað það, sem
í senn gæti mint á uppmna þeirra og
landnáms erfiðleika. Nokkm fé var þá
safnað til þess fyrirtækis eitthvað um
$90.00. A öndverðu síðast liðnu sumri
kom einn af forgöngumönnum þess mál-
efnis, á fund stjómamefndar Þjóðrækn-
isfélagsins, og fór fram á það við hana,
að hún tæki málið að sér, og beitti sér
fyirr framkvæmdum í því, og að æski-
legast væri að minnisvarðinn gæti verið
kominn upp á sextugasta landnáms af-
mæli Nýja Islands, en það var 21. okt.
s. 1.
Stjómarnefnd Þjóðræknisfélagsins sá
sér ekki fært að skorast undan, að taka
við málinu, því hér var um verulegt
þjóðræknismál að ræða, og nefndinni
fanst það skylda Þjóðræknisfélagsins að
leggja því alt það lið sem það gat. Þess-
vegna tók hún málið að sér. Það er ekki
mikil þörf á fyrir mig að rekja sögu
þess máls mikið lengur, því skýrsla frá
nefnd þeirri, er fyrir málinu stóð verður
lögð fram hér á þinginu. En þó er mér
ljúft að geta þess, að áður en fyrir-
komulag varðans var ákveðið leituðum
við til þeirra atkvæðamanna vor á með-
al sem við gátum náð til og kom okkur
öllum saman um, að láta þetta minnis-
merki tákna tvent — uppruna landnáms-
fólksins og grettistök þau er það varð
að lyfta á fyrstu landnámsámm sínum.
Þetta tvent höfum við leitast við að láta
varðan tákna. Hvernig að það hefir tek-
ist leggjum við undir dóm sanngjamra
og óvilhallra manna.
Eg get ekki skilið svo við þettá mál,
að votta ekki almenning Islendinga þökk
fyrir hinar ágætu imdirtektir er mál
þetta fékk þegar leitað var til hans með
fjárhagslegan stuðning og þó verkinu sé
ekki að fullu lokið enn, þar sem eftir er
að byggja upp grunninn í kringum varð-
ann, og að öðm leyti ganga frá honum
í vor þegar veður leyfir þá ber eg svo
mikið traust til fólks yfirleitt, að það
láti ekki það óhjákvæmilega verk undir
höfuð leggjast sökum fjárskorts. Einnig
ber að þakka byggingarmeistara Þor-
steini Borgfjörð sem um bygging varð-
ans sá, fyrir atorku hans og óeigingjamt
starf i þarfir þess máls, því hann gerði
alt það verk endurgjaldslaust. Að síð-
ustu minnist eg með þökk þátttöku bæj-
arstjómarinnaij á Gimli og fólksins þar.
Bæjarstjómin gaf völlinn sem varðinn
stendur á 132x132 fet og veitti minniss-
varðanefndinni alla þá aðstoð sem henni
var unt og enn fremur hefir hún lofast
til að halda vellinum i kring um minn-
isvarðann við á komandi tíð endurgjalds-
laust. Minnisvarðinn var afhjúpaður 21.
október síðast liðinn.
Annar minnisvarði, sem snertir íslenzk-
an almenning vor á meðal var reistur á
leiði skáldsins St. G. Stefánssonar á ár-
inu. Er það varði á cements gmnni.
Fyrir þeim framkvæmdum gekst aðal-
lega, hinn góðkunni landi vor ófeigur
Sigurðsson að Markerville og á hann
þakkir skilið fyrir framtakssemi sina.
Frh.