Alþýðublaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 14
Þegar ég er... Framhald af 4. síðu. stundum móðgað vérkalýðs- samtökin með því að bjóða þeim þátttöku í hvers konar samvinnu, sem ég á auðvitað að hafa forystu um, eins og t. d. hlutlausri rannsókn á verk- un efnahagslaganna nýju. Þetta er óþolandi móðgun við mig. Þegar Framsóknarflokkur- ínn, sem dyggilegast hefur holað sínum flokksgæðingum í opinber störf, býður mér og okkur upp á samstarf til þess að hrinda hinni miður góðu forystu opinberra starfs- manna úr sessi, verður við- horfið allt annað. Þá flyt ég á Alþingi frumvarp um verk- fallsrétt opinberra starfs- manna (Ég mundi ekki eftir því fyrr). Milliþinganefnd, sem starf- ar að rannsókn á málum op- inberra starfsmanna, var nefnilega talin líkleg til þess að leggja þetta til, svo ég mátti ekki seinni vera til þess að málið yrði tengt mér. VERZLUNARMENN. Ef að Verzlunarmannasam- tökin hefðu vit á því að haga sér þannig, mundi ég ekki hika við að mæla með upp- töku þeirra í Alþýðusam- bandið. En þangað til að þeir sjá að sér, skulum við verða einu alþýðusamtökin í Evrópu a. m. k„ sem höldum þeim utan við heildarsamtök vinn- andi fólks. SÖMU LAUN FYRIR SÖMU VINNU. Ég afhenti kvennasamtök- unum jafnlaunasamþykktina frá Genf með miklum hátíða- og glæsibrag, og taldi þá þessu mikla baráttumáli siglt í höfn. En einhvern veginn hefur það forklúðrast allt saman, svo að enn er um þetta barizt og raunverulega varð ekkert úr sjálfri fram- kvæmdinni. Ég var víða beðinn að tala 1. maí og var aldrei þessu vant í svolitlum vandræðum. Ég fann þó ráð við því. í út- varpinu skammaði ég Útvarps ráð og svo klippti ég bara út gömul ummæli ,,hægri krata“ frá því að rætt var um land- búnaðarverðhækkunina í fyrrasumar og þá var komin ágæt og viðeigandi ræða á bar áttudegi verkalýðsins. Ég vil allt gera fyrir einingu hreyf- ingarinnar. Ég bið svo velvirðingar á hve oft orðin; ég, mig, mér, mín koma fyrir í þessum hug- leiðingum, en vonandi er eng- inn lesandi í vafa um, hver ÉG er. Bálreiöir... Framhald af 3. síðu. 24, sem biðu sendingar hingað. Afgangurinn átti að koma í fjórðu ferðinni, en hún var aldrei farin. Mikil reiði er hér ennfremur vegna flutningsins á dagblöð- unum. T.d. hafa nú komið hing- að laugardagsblöðin og mið- vikudagsblöðin, en sunnudags- og þriðjudagsblöðin eru ókom- in. Einnig vantar hluta af upp- lögunum, því margir pakkar eru sendir af sumum blöðun- um. Fara þeir stundum með sitt hvorri flugferð. Fá þá ekki allir sín blöð. Vestmannaeyingar eru bál- vondir vegna framkomu Flug- félagsins og krefjast þess, að fá blöðin sín og póst skilvíslega og engar refjar. — P.Þ. 3 nýjar bækur FYRIR nokkru komu út 3 nýjar bækur í nýjum bóka- flokki, sem Menningarsjóður gefur út. Bókum þeim, sem út koma í þessum bókaflokki, er ætlað að vera sem fjölbreytt- astar að efni, og að þar birfist jöfnum höndum skáldskapur bundinn og óbundinn, ritgerðir, bréf og heimspekirit. Ein bókin, sem nú kom út, er Samdrykkjan eftir Plató, sem Steingrímur Thorsteinsson skáld þýddi. Dr. Jón Gíslason sá um útgáfuna. Rit þetta, sem fjallar um ástina, er eitt fræg- asta rit grískra fornbókmennta. Önnur bókin heitir „Trumb- an og lútan“, en það eru ljóða- þýðingar efti'r Halldóru B. Björnsson. í bók þessari eru ljóðaþýðingar úr mörgum tungumálum, m. a. eru þar kín- versk ljóð frá fyrri öldum, ljóða syrpur eftir Grænlendinga, Ka- nada-eskimóa og Afríku-svert- ingja á þessari' öld. Þriðja bókin heitir „Skiptar skoðanir“. í bók þessari eru gcpi'nar þær, sem Sigurður Nor- dal og Einar H. Kvaran skrif- uðu í mikilli ritdeilu, sem þeir háðu á árunum 1925—27. Ri't- deila þessi er af ílestum, sem til þekkja, talin sú merkasta, sem háð hefur verið hér á landi. Næstu bækur í þessum bóka- f-lokki munu koma út í haust, og er þegar hafinn undirbún- ingur að þeirri útgáfu. Ritstjóri þessa bókaflokks er Hannes Pét ursson. Hjá Menningarsjóði kom ei'nnig út fyrir skömmu foókin „Sólarhringur“ eftir Stefán Júlíusson. Andvari er einnig kominn út, og geta félagsmenn vitjað hans í afgreiðslu íélags- i's að Hverfisgötu 21. TOLLSKRÁIN 1959 er nú til sölu í tollstjóraskrifstofunni í Arnar- hvoli. Er hún-afgreidd hjá gjaldkera skrifstof- unnar. Þar er einnig hægt að gerast áskrifandi að breytingum oog viðbótum við tollskrána. Utan Reykjavíkur er hægt að panta toll- skrána hjá tollstjóraskrifstofunni í Arnarhvoli og verður hún þá send með póstkröfu. Aliuennar sambmur verða í húsi KFUM kl. 8,30 í kvöld og annað kvöld. Séra Torvald Öberg, aðal- framkvæmdastjóri Norska lútherska heima trúboðsins, talar. — Allir velkomnir. Kristniboðssambandið. Útför móður okkar, l ÓLAFÍU ÁSBJARNARDÓTTUR, fer fram Iaugardaginn 14. ma{ og hefst með bæn á heimili hennar, Garðhúsum í Grindavík, kl. 1,30 e. h. Ferð verður frá BSÍ, Reykjavík, kl. 11,30 f. h. Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. o----------------------O Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar .. 38,00 1 Kanadadollar ______ 39,93 100 danskar kr......551,40 100 norskar kr...... 532,80 100 sænskar kr...... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o-----------------------o Flugfélag íslands. Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og K.- hafnar kl. 8 í dag. Væntanleg ur aftur til R.- víkur kl. 22.30 í kvöld. Gullfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferð- ir), Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Egilsstaða, Fag urhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Loftleiðir. Hekla er væntanleg kl. 9 frá New York. Fer til Osl,í Gautaborgar Khafnar og Hamborgar kl. 10.30. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 23 frá Luxemburg og Amst- erdam. Fer til New York kl. 0.30. Ríkisskip. Hekla er á Aust- fjörðum á norður leið. Esja fór frá Rvík í gær vest- ur um land í hringferð. Herðu breið er væntanlegur til R.- víkur í dag frá Austfjörðum. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. Þyrill er á Norðurlandshöfnum. Herj- ólfur er í Reykjavík. Hafskip. Laxá er í Riga. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór í morgun frá Þorlákshöfn til Lysekil, Gev- lé, Kotka og Ventspils. Arn- arfell er væntanlegt á morg- un til Aberdeen. Jökulfell los ar á Austfjörðum. Dísarfell er í Rotterdam. Litlafell er í ol- íuflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór frá Rvík til Norðurlandshafna og Vest- fjarða. Hamrafell er í Rvík. Jöklar. Drangajökull fór frá Rott- erdam 9. þ. m. á leið til Rvík ur. Langjökull var við Hels- ingjaeyri 10. þ. m. á leið til Ventspils. Vatnajökull fór frá Khöfn 9. þ. m. á leið til R,- víkur. ___ i E Hér eru númerin, sem komu upp hjá HAB: Volkswagen nr. 527. Volks- wagen nr. 3031. Utanferð 15 þús. kr. virði nr. 4778. Utan- ferð 15 þús. kr. virði nr. 401. Húsmunir eftir eigin vali (kr. 15 000) nr. 4954. Handhafar vinningsmiðanna snúi sér til aðalskrifstofu HAB í Alþýðu húsinu. I Kvenfélagið Aldan: — Munið skemmtifundinn í Tjarnar- kaffi laugardaginn 14. maí, fyrir félagskonur og gesti. Tilkynnið þátttöku sem, fyrst til Fjólu Helgadóttur, Hverfisgötu 100B, sími 23282, Sigríður Ólafsdótt- ur, Laugavegi 82, síml 19916. Þórdísar Karelsdótt- ur, Bugðulæk 20, sími 36024 og Ernu Jónsdóttur, Hring- braut 48, sími 11824. Silungsveiðimenn, kastið ekki girni á víða- vang. Það getur skaðað bú- smala. — Samband Dýra- verndunarfélags íslands. 12.50—14 „Á frívaktinni.“ —• 20.30 Stormar yfir Afríku, er- indi (Baldur Bjarnason mag- ister). 20.50 Ein. söngur: Britta Gíslason. 21.10 Upplestur: Tvö minningarkvæðl eftir Guðmund Friðjónsson (Ás mundur Jónsson frá Skúfsstöð- um). 21.20 Tón- leikar: Laurindo Almeida leikur á gítar. 21.40 „Fyrsf allir aðrir þegja“: Ofurlítið um hina margumtöluðu minka (Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi flytur). 22.10 Smásaga vikunnar: „Syndagjöldin“ eftir Guð- mund G. Hagalín (höf. les). 22.35 Frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Verndið dýr gegn meiðslum og dauða með því að hirða vel um girð ingar og skilja eigi vírspotta eða vírflækjur eftir á víða- vangi. — Samband Dýra- verndunarfélags íslands. VEGNA þess, hve kettir hafa undanfarin vor drepið mik- ið af ungum villtra fugla, eru kattareigendur einlæg- lega beðnir um að loka ketti sína inni að næturlagi á tímabilinu frá 1. maí til 1. júlí. Samb. Dýraverndunarfél. íslands. — • LAUSN HEILABRJÓTS: * 1,4’ 12. maí- 1960 — Alþýðublaðíð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.