Alþýðublaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 7
NATTURUVERMÐ'AR- RÁÐ hefur ákvegí© laÖ friðlýsa Eldey ut af- Reykjanesi, sem fríðlísiid. I fréít frá ráðinu seg.b' ,Þar sem telja vercÍBS’ leik- Stúlkan stendur við áfyllingarvélina. sfram FYRIR skömmu hóf Mjólkur- s'amsalan framleiðslu á „Emm- ess“ rjómaís. Þeir, sem standa að framleiðslu þessa íss, eru mjólkursamlögin sunnau og norðanlands. Vöruheitið Emm- ess ís er skammstöfun á orðinu „mjólkurs!amlögin“, Aðstaðan í Mjólkurstöðinni til þessarar ísframleiðslu er mjög góð. Nýjar og fullkomnar vélar hafa verið fengnar til framleiðslunnar, og fagmenn vinna að framleiðslunni. FJÓRAR TEGUNDIR í fyrstu verða framleiddar 4 tegundir af rjómaís: Vanilluís, ís blandaður ávöxtum, nougat- ís og íspinnar. ísinn verður seld ur út í pappakössum, og stærð- i'rnar eru: Einn lítri, ihálfur lítri og einn íijórði lítra. Einnig verð Ur hann seldur í tíu lítra um- búðum. Verðið á ísnum er 7,50 fyrir einn fjórða lítra, 14 kr. fyrir hálfan lítra og 26 kr. fyrir 1 lítra. Ráðgert er að framleitt verði seinna meir skreyttur veizluís og ístertur. Tilgangurinn með framlei'ðslu þessa íss er sá að rjómaís geti orðið á borðum hvers manns eins og aðrar m j ólkurafur ðir. Helztu efnin í rjómaís eru rjómi, mjólk, þurrmjólk og svo bragðefni ýmis konar. Þessi efni gera það að verkum að ísinn er ákailega næringarefnaríkur og hollur. ísinn hefur þá kosti að næringarefni' og bætiefni 1 mjólkinni og rjómanum varð- veitast við ísframleiðsluna. Næringargildi íssins rýrnar ekki við frystingu. Rjómaís þessi mun koma í verzlanir um og eftir næstu helgi. Til flutninga á ísnum hef ur Mjólkursamsalan fengið frystibíl, og annast hann alla dreifingu þar sem því verður viðkomið í ÁLYKTUN, sem var gerð á fundi Kvenfélags Alþýðuflokks ins í fyrrakvöld, er þess óskað frekari framkvæmdir verði gerðar í leikvallamálum Reykj:a þar eð úrbóta sé þörf. U.M.S. Skaga- fjatðar 50 ára SAUÐÁRKRÓKI, í maí. — Ungmennasamband Skaga- fjarðar er 50 ára á þessu ári og hélt afmælishóf s. 1. laugar- Var það haldið í félags- heimilinu Bifröst og var fjöl- sótt af ungmennafélögum víðs vegar að úr liéraðinu. Til skemmtunar var samdrykkja, ræður, söngur, upplestur, leik- þættir og dans. Þá gaf ungmennasambandið út minningarrit í tilefni af af- mælinu. Fyrstu stjórn skipuðu: Brynleifur Tobíasson, Árni Haf stað og Jón Sigurðsson. Af stofnendum eru fjórir á lífi, þeir Árni Hafstað, bóndi í 'Vík, Jón Sigurðsson, bóndi á Reyn- isstað, Ólafur Sigurðsson, bóndi á Hellulandi og Þórarinn Sigur- jónsson, fyrrv. bóndi í Garði. Voru þessir allir kjörnir heið- ursfélagar U.M.S.S. í afmælis- hófinu, auk S'igurðar Ólafs- sonar, fræðimanns á Kárastöð- um, sem verið hefur lengst allra í stjórn sambandsins. Sambandinu bárust margar gjafir og heillaóskir, m. a. frá Í.S.Í., U.M.S.Í. og íþróttafull- trúa ríkisins. Viðstaddir voru Benedikt G. Waage, forseti í. S.Í., Skúli Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri U.M.F.Í. og Árni Guðmundsson, skólastjóri á Laugarvatni, sem fluttu heilla- óskirnar. Á laugardag og sunnudag var aðalfundur sambandsins hald- inn. Formaður er Guðjón Ingi- mundarson og hefur hann ver- ið formaður þess síðan 1944. — Fréttaritari. Petrína Jakobsson, fyrrver- andi bæjarfuiltrúi var gestur íundarins og flutti hún erindi um lei'kvallamál. Fundurinn var mjög fjölsóttur. Eftirfarandi ályktun var gerð: „Fundur Kvenfélags Alþýðu- flokksins haldinn 10. maí 1960 þakkar bæjarstjórn Rvíkur framkvæmdir hennar á síð- ustu árum í leikvallamálum. Fundurinn telur þó enn brýna þörf á að haida áfram frekari framkvæmdum og leggur sér- stak'a áherzlu á að fjölgað verði stórlega gæzluvöilum. smábarna svo að þeir fyrir- finnist í öllum bæjarhverfum og leikvellir fyrir stálpuð börn verði búnir mikið fjöl- breyttari tækjum en mú er.“ Caribou kemur við á fslandi KANADÍSK de Havilland Cari- bou farþegaflugvél er væntan- leg hingað til lands 20.—23. maí næstkomandi og verður þá at- hugað, hvort líklegt sé að slík- ar flugvélar henti vel í innan- landsflugi hér á landi. Höfuð- kosíur þeirra fram yfir eldri flugvélar er sá, að þær munu aðeins þurfa 3—500 metra flug- brautir, en Dakotavélar þurfa til dæmis 1000—1500 metra. Reynist þessar.flugvélar hent ugar við íslenzkar aðstæður og verði þær keyptar til landsins, mikilvægt, að friðlýsá Elci' ey sakir sérstæðs fragla- lífs, er hér með Iagt terna við því að ganga á eyma á.u leyfis náttúruvemdarráðs svo os að ræna þar raska nokkrum hiut, Jafnframt eru öll* s'fcel bönnuð nær eynni en 2 km, nema nauðsyn b&rb til, og banað er a® eyna að skotmarki, iuvort heldur er af landi, sjó úr lofti.“ Græna flyftan á laugardaginn mundi kostnaður við flugvall- argerð lækka stórkostlega. Sigurvin Einarsson skýrði frá þessu í greinargerð fyrir til- lögu, er hann hefur flutt á al- þingi um athugun þessara'flug- véla. Vitað hefur verið, að þess ar vélar væru á reynslustigi, en ekki fullreyndar. í boðsflugi Loftleiða með marga fyrirmenn til Finnlands nýlega sáu gestir félagsins Caribou flugvél á flugvelli í Osló, og leiddi það til beiðnar til verksmiðjanna um að senda slíka vél hingað LEIKFÉLAG RVÍKUR frum- sýnir gamanleikinn „Grænu Iyftuna“ (Fair and Warmer) eftir Avery Hopwood næstkom andi laugardagskvöld kl. 8,30 í Iðnó. Þýðinguna hefur Sverrir Thoroddsen gert, leikstjóri er Gunnar Róbertsson Hansen, en ljósameistari Gissur Pálsson. Með aðalnlutverkin fara Árni Tryggvason og Helga Bach- mann, en önnur hlutverk Sig- ríður Hagalín, Steindór Hjör- leifsson, Guðmundur Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Bryn- jólfur Jóhannesson og Valdi- mar Lárusson. — Leiktjöld mál uðu þeir Gunnar Róbertsson og Steinþór Sigurðsson eftir mód- elum leikstjóra. HúSgögn hefur Öndvegi h.f. lánað. Höfundur „Grænu lyftunn- ar“, sem er ósvikinn garnan- leikur, er fæddur í Ohio árið 1882. Hann lauk BA-prófi við Michigan-háskóla og hóf blaða- mennsku. Samdi Hopxvood 18 velheppnuð leikrit á 15 árum og voru t.d. eitt sinn 4 leikrit eftir hann sýnd samtínrisjí Wew York, öll meðal hinna vrnKæl- ustu. Fjalakötturdnn sýndi „Qrænw Iyftuna“ fyrir 12 árum me& þeim Alfreð heitnum Andrés- syni og Ingu Þórðardóttur i að- alhlutverkunum. Þá heíur þýzk kvikmynd verið sýnd hér meÖ Heinz Rúhmann í aðalhi utverki leiksins. „Græna lyftan“ er 2.54. við- fangsefni Leikfélags Reykja- víkur. Frumsýningin á laugar-- dagskvöld er 98. sýning, jaessa. leikárs, sem er hið 63. í róðmni, Hefur starfsemi L.R. gengifS. ágætlega í vetur. í kvöld er 96. sýning á „Det- er.íum Bubonis“ og senniiega sú síðasta- í bænum, en þessi leik- ur hefur slegið öll met 1 að~ sókn, Leikurinn verður sýndur í nágrenni Reykjavíkur síðar í mánuðinum, en víðar út um land í júní. „Gestur til miðdegisvei’ðar‘i verður sýnt í 30. og síðasta sinn nk. sunnudagskvöld. SUMARFAGNAÐUR FYRÍR ELDRA FÓLK í IÐNÓ \ I KVENFÉLAG AlþýSuflokksins gengst fyrir sumarfagnaíá fyrw eldra fólk nk. mánudagskvöld 16. þ. m. kl. 8 í Iðnó. Skemmfwnm verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Skemanfi- atriði verða auglýsf sfðar. Upplýsingar og aðgöngumiðar fást hjá eftirtöldum konum: Pálínu Þorfinnsdóttur, Urðarsjíg 10, sími 13249, Oddfríði Jóhannsdóttur, Öldugötu 50, sími 11609 OK Guðrúnu Sigurðardóttnr, Hofsvallagötu 20, sími 17826. . Áiþýðublaðið — 12. maí 1960 *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.