Alþýðublaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 16
41. árg. — Fimmtudagur 12. maí 1960 — 106. tbl. x'x.íx.hi itvaou vera xurnerur sjoræningjar, er siunauou sina hvimleiðu iðju á þessu herrans ári 1960. Þeir eru Billy Ray Seers (Johnson) og Alvin Tables (til hægri). Myndin var tekin á Kúba, þar sem þeir eru í haldi hjá lögreglunni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa stolið jaktinni Muriel þriðju og. myrt eigandann við eina af hinum brezku eyjum í Karibahafi. Þeir verða afhentir brezk- um yfirvöldum. STÓRBLAÐIÐ, New York Times skýrir frá því, að haf- inn sé undirbúningur að kortagerð yfir Norður-At- lantshaf, þar sem sýnt verði, hvar fiskur er, hvar hann ætti að vera, og hvar mundi vera unnt að búa honum ræfileg lífsskilyrði, ef nægileg á- herzla yrði lögð á ,,ræktun“ í sjónum. Það er ameríska landfræði- félagið, sem að þessu vinnur, og auk þess aðilar frá Kanada, Evrópu og jafnvel Sovétríkj- unum. Frá þessu var skýrt nýlega á blaðamannafundi, þar sem málsvarar félagsins gerðu grein fyrir ýmis konar möguleikum við „ræktun“ í sjónum. Eitt af því sem á var minnzt var sá möguleiki að leggja mjög öflugan streng þvert yf- ir þau þrengsli, þar sem Golf- straumurinn geysist fram í Norður-Atlantshafið. Ætti strengurinn að hafa þafý hlut- verk að plægja eða ^rjúfa strauminn, svo að set af botni sævarins þyrlaðist upp og blandaðist þeim sjó, er flyzt no:ður á bóginn í straumin- um. Mundi þannig vera unnt að gera hafið á norðurslóðum Atlantshafsins miklu auð- ugra af lífsnauðsynlegum efn- um fyrir lífverurnar í sjón- um. Þá var þess meðal annars getið sem aðkallandi verk- efna, að finna uppvaxtar- stöðvar Norður-Atlantshafs- laxins, en þær eru enn ó- fundnar. Hins vegar gat sér fræðingurinn, sem orðið hafði í þessu efni, um það, að ýmsir héldu, að þær væru iialægi, xilandi. Ennfremur var getið um fisktegund eina, sem er svo sjaldgæf að hún hefur ekkert almennt nafn, „Chloropht- halmu“. Hann er mjög ljúf- fengur að sögn og líkur mak- ríl, en þótt hann sé ekkert veiddur er nóg af honum á. um það bil 1200 feta dýpi út frá allri austurströnd Banda- ríkjanna. Mjólk handa svöngum börnum | ingjar WMMiWWWWMMWWWMWWWiiWMKWWW.WiMWWWWMmMWIMMWtWWWWWWI Könnun og ræktun í Norður-Atlantshafi Rætt var um ýmiss konar ráð til að halda uppi ræktun í sjónunl Meðal annars gat sérfræðingurinn um það, að menn veltu því fyrir sér að dæla gífurlegu magni af lofti niður á botn í Saint Lawrence flóanum, en þar er mikið forðabúr af hlýjum sjó. Ef með þessu móti verður unnt Framhald á 10. síðu. ÍSLEN^K börn fá mjólk, en svo er ekki um öll börn. Sums staðar er engin aðstaða til þess að gefa barni mjólk, og yfirleitt ekki aðstaða til þess að láta því í té holla fæðu, svo að það verði heilsu- gott og því líði vel. Þetta á við um hin svokölluðu van- þróuðu lönd, þar sem tækni og skipulagning atvinnuvega er á lágu stigi. En barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gerir það sem unnt er til þess að bæta úr neyð- inni. Nýlega hefur verið kom ið upp þurrmjólkurvinnslu í Bombay á Indlandi til dæmis að taka, og er þar unnið úr böfflamjólk. Ríkisstjórnin hef ur svo lagt fé í nauðsynlegan útbúnað til að breyta þurr- mjólk aftur í drykk á ýmsum stöðum landsins. Á síðasta ári var 150 pela- ■ flösltum með mjólk úthlutað ókeypis til barna daglega á vegum Barnahjálparinnar. Var mjólkinni1 dreift til skóla, sjúkrahúsa, heilsuverndar- stöðva og annarra stofnana, þar sem unnt var að koma henni beint til þurfandi barna. Krabba- veira fundin VEIRUTEGUND, sem veld- ur krabbameini í rottum og músum hefur fundizt og ver- ið einangruð í Bretlandi, eft- ir því sem Cecil Wakeby, sém stjórnar krabbameinavarna- starfi í Stóra Bretlandi, upp- lýsir. Hópurinn, sem fann Framhald á 10. síðu. Sandfok í Danmörku Á VORIN geisa hvassir vindar í Norður Jótlandi. Þeir valda olt miklu tjóni á ökrum og ræktalöndum. Hefur mikið að þeim kveðið á þessu ári. Sandfok hefur orðið mikið frá ströndinni inn yfir landið, og svo myrkt hefur verið stundum af sandrokinu, ,að bifreiðir hafa verið með sterk ljós á þjóðvegunum á daginn. Myndin sýnir hvar snjóplógur er notaður til þess að ryðja sand- sköflunum af þjóðveginum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.