Alþýðublaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 2
'i T ! ■fj 'Ö’tgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. | Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar ?! Eitstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: i Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14903. Auglýsingasími: 'jj 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- k c^ta 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í iausasölu kr. 3,00 eint. Njósnaflugvélin ÞAÐ er margt í mannlegri sambúð, sem allir vita, að allir gera, en enginn segir neitt við — nema það komist upp. Eitt slíkt fyrirbrigði í alþjóðamál- um'eru njósnir. Það er á almanna vitorði, að allar þjóSir hafa í frammi viðleitni til að afla sér upp- lýsiriga á hvaða hátt, sem tiltækilegur er. Stór- veldin ganga lengst í þessum- efnum, og leggja ekki minnsta rækt við að njósna hvert um annars Sierstyrk. Bandaríkjamenn hafa nú verið staðnir að verki, þar sem Sovétríkin hafa skotið niður njósna .flugvéi þeirra, er var á flugi yfir miðri Síberíu. ■Mms og ávallt, þegar slíkt kemst upp, hljóta Banda • rífcijti að verða fyrir hinu versta ámæli, en vissu- • J.ega. er iangt gengið, þegar flugvél er send inn yfir i résénesfct land. Og stjómendur Sovétríkjanna eru meiharar í að gera sér áróðursmat úr ýmis konar -atvtfcum. Þvílíkar áróðursherferðir hefja þeir ...regíuiega í'yrir hvern mikilvægan stórveldafund. Þefta aívik minnir óþægilega á þá staðreynd, að jþrátt fyrir batnandi samkomuiagshorfur stórveid- anra.a er enn á báða bóga háð kalt stríð. Báðar hlið- ar héa undir skugga þeirra gereyðingarvopna, er yrðp sennilega notuð í upphafi nýrrar styrjaldar. er .því skiljanlegt, að Rússar sendi njósnara inn f. kjarnorkuver Vesturveldanna og rússneskir „tog arar“ snuðri í kringum eldflaugakafháta úti fyrir Kew iTork, eða að Bandaríkjamenn sperri eyrun Viiií» iandamæri Sovétríkjanna. Eins og hið sanna iastamd alþjóðamála er, verður að telja merkilegt, að ekki skuli meira af slíkri starfsemi hafa komið upi? á yfirborðið og valdið erfiðleikum, En hvað gerist nú? Bandaríkj amenn eru uppvísir að grófu broti og þeir hafa, eins og Austurlandabúar kalla það, „tapað andliti.“ Hitt verður að vona, að stórvelda íuiidarinn, sem er fyrir dyrum, fjalli um kjarna míálánna; en ekki aðeins ,andlit‘. Að öðrum kosti er ekki mikils af þessum fundi að vænta. Eigi fundur mri aóeins að vera áróðursleikur, þá hafa Rússar . íxyggí sér góða' stöðu fyrirfram. Eigi hann hins vegar að vera meira, er enn hægt að gera sér von- ír utn árangur. \ [f ifsf of uman nsstaða Staða skrifstofumanns við bæjarfógeta- embættið í Hafnarfirði, er laus til umsókn- ar nú þegar. Laun samkvæmt launalögum. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 12. rnaí 1960 Alþýðublaðið KJÖR BÆNÐ Gerðu aðför aó M /r ® AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Suðurlands var haldinn á Selfossi dagana 29.—30. apríl. Formaður sambandsins, Páll Diðriksson, bóndi á Búrfelli, setti fundinn, og kvaddi hann til fundarstjóra bændurna Þor- stein Sigurðsson á Vatnsleysu og Jón Egilsson á Selalæk, og til að rita fundargjörð Guð- mund Eyjólfsson á Húsatóftum og Eggert Ólafsson á Þorvalds- eyri. Á fundinum mæta kjörnir fulltrúar frá búnaðarfélögun- um á sambandssvæðinu, en tala búnaðarfélaganna er nú 37 fé- lög. Dagskrá hófst með því, að formaður flutti skýrslu um störf sambandsins á liðnu ári. Á árinu kom út 50 ára minn- ingarrit, sem gefið er út vegna 50 ára afmælis sámbandsins árig 1958. Rit betta er hið vand afSasta og sambandiiiu til sóma. Það verður til sölu í bókabúð- Um mjög bráðlega. Meginverkefni sambandsins er að annast leiðbeiningastarf- semi. ’Sambandið hefur nú í þjónustu sinni fimm héraðs- ráðunauta. Nýrækt á sambandssvæðinu Landanlr togara LANDANIR togara Bæjarút- gerðar Reykjavíkur 1. til 8 maí: A) REYKJAVÍK. B/v „Ingólfur Arnarson“ land aði 7. maí 63 tonn af ísfiski og 87 tonn af saltfiski, samtals 150 tonnum. Við mat skiptist sa'lt- fiskurinn þannig: I. fl.: 62,50%, II. fl: 21,43%, III. fl.: 16,07%. Togarinn fer nú í slipp, því að íyrir dyrum stendur 12 ára f lokkunarviðger ð. B/v „Skúli Magnússon“ land aði 7.-8. maí 310 tonnum af ísfiski, er aflazt hafði við Vest- ur-Grænland. — Skipið mun halda áfram að veiða í ís. B/b „Þorsteinn Ingólfsson,1 landaði 4.—5. maí 48 tonnum af ísfiski og 68 tonnum af salt- fiski, samtals 116 tonnum. Við mat skiptist saltfiskurinn þann- ig: I. fl.: 80,00%., II. fl: 15,71%, III. fl.: 4,29%, og þykir þetta einstæður árangur. Togarinn fór síðan á saltfiskveiðar við Grænland. B) ERLENDIS B/v „Hallveig Fróðadóttir“ seldi í Grimsby 168 tonn fyrir 10.521 pund. B/v „Þorkell Máni“ seldi í Grimsby 2.—3. maí 241 tonn fyrir 14.222 pund. Hann er nú til viðgerðar í Bremerhaven. nam árið 1959 1419 hekturum, og eru þáð mestu nýræktar- framkvæmdir, sem mældar hafa verið á sambandssvæðinu í sögu sambandsins. Búnaðar- sambandi'ð rekur sæðingarstöð í Laugardælum. Voru sæddar frá stöðnni 4851 kýr. Auk sæð- ingarstöðvarinnar rekur sam- bandið tilraunastöð í nautgripa rækt í Laugardælum. Síðari fundardaginn var rætt um verðlagsmál landbúnaðar- ins. Framsögu í því máli hafði Sverrir Gíslason, formáður Stéttarsambands bænda. Einn- ig flutti erindi um verðalagsmál in Arnór Sigurjórissön ritstjóri. Á fundi þessum kom fram sú skoðun, að kjör bænda færu hin síðari ár mjög versnandi. Byggist það ef til vill fyrst og fremst á því, hve allár vélar, sem til bústarfanna eru nauð- synlegar, hafa hækkað í verði, án þess að verðlag á afurðum bænda hafi hækkað í samræmi við það. Umræðurnar um verðlags- málin voru mjög gagnlegar og til þess fallnar að auka sam- stöðu bænda á búnaðarsam- banssvæðinu. Á . fundinum mættu sem gestir búnaðarmála stjóri Steingrímur Steinþórs- son, Halldór Pálsson ráðunaut- ur og Ásgeir Bjarnason alþing- ismaður. Stjórn sambandsins skipa nú: Páll Diðriksson bóndi, Búrfelli, formaður; Stefán Jasonarson; bóndi, Vorsabæ; Sigurjón Sig- urðsson, bóndi, Raftholti; Egg- ert Ólafsson, bóndi, Þorvalds- eyri; S'veinn Einarsson, Reyni, Hvammshrepni. Framkvæmda stjóri er Hjalti Gestsson, ráðu- nautur, Selfossi. „Lond ljóö~ skáldanna" NÝLEGA kom út í Moskvu bók, er ber heitlð „Nútímaljóð frá Norðurlöndum“. Bókina tóku saman nökkur sovézk ljóðskáld, sem fengizt hafa yið að þýða Norðurlandaljóð. Aðalritstjóri útgáfunnar er Jevgení Dolmat- ovskí, og hann hefur einnig rit- að formála. í bókinni eru ljóð eftir 94 norræn ljóðskáld, en þar af fylla kvæði danskra og ís- lenzkra ljóðskálda meira en þriðjung bindisins. í formála sínum kallar Dol- matovskí ísl'and „land ljóðskáld anna“. Hann ræður sovézkum lesendum sérstaklega til að veita athygli kvæðum Iialldórs Kiljan Laxness, Jóhannesar úr Kötlum, Þórbergs Þórðarsonar, Ólafs Jóh. Sigurðssonar og Sig- urðar Sigurðssonar frá Arnar- holti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ heílur frétt, að um síðustu helgi hafi tveir fyrrverandi félagar Jónasar Árnasonar rithöfundar, í Sósíh alistaflokknum, gengi'ð á fund hans til að ræða við hann uffl úrsögn hans úr Sósíalistaflokkii um. Leið ekki á löngu unz þessi heimsókn hi'nna fyrrverandi fé- laga Jónasar líktist meir aðför en vinsamlegum orðaskiptum. Áður en lauk heyrðist hávað inn í aðkomumönnum út á götu, en Jónas mun ekki hafa láti'ð þá eiga hjá sér. í Úrsögnin hefur eðlilega vak- ið mikla athygli, og líkur til að álei'ri fylgi Jónasi eftir. Alþýðublaðnu er ekki kunn- ugt.um ástæðurnar fyrir úrsögní Jónasar, enda hefur hann enga skýringu gefið á henni opinber- lega, Hitt leynir sér ekki', að sósíalistum þykir hart að hafa misst Iiann. j Ritgerðar- samkeppni FÉLAGIÐ Samtök um vest- ræna samvinnu hefur ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni unglinga á aldrinum 13—16 ára. Mega þátttakendur velja milli tveggja ritgerðarefni: „Æskau o<r lýðræðið“ nefnist armað efn ið, en hitt „Vesíræn samvinna**, Veitt verða tvenn verðlaun, og eru þau fólgin í ókeypis 'ferð til Kaupmanna'hafnar og dvöl J •sumarbúðum utan vi'ð borgina dagana 13.—27. ágúst næstkonx andi. í sumarbúðum þessumi munu dveljast 28 danksir ung- lingar og jafnmargir unglingar frá ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins utan Danmerkur. Munu tveir unglingar frá hverju landí valdir til í'ararinnar, og verða þeir allir valdir með hliðsjón aí ritgerðarsamkeppni í hverjm landi um sig. Ritgerðirnar skulu vera allt að því þrár venjulegar vélritað- ar síður að lengd. Upplýsingar um fullt nafn, aldur og heimil- isfang fylgi ritgerðum. Frestur til að skila ritgerð- um er til 10. júnd næstkomandl og sé þeim skilað í pósthóll 1096, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.