Heimskringla - 01.07.1936, Side 5

Heimskringla - 01.07.1936, Side 5
HEIMSKRINGLA 5. StÐA WINNIPBG, 1. JÚLÍ, 1936 HEIMSÆKIÐ ÆTTLANDIÐ= NOTIÐ YÐUR HIÐ LÁGA FARGJALD BEINA LEIÐ FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVÍKUR Cunard White Star Line, með 96 ára reynslu og sögu að baki, hefir nú í förum stærsta gufuskipa flotann á At- lamtshafinu, og er viðfrægt fyrir um- hyggjusemi við farþega, undraverðan viðurgemtng, og notalegan aðbúnað. — Reynið ferðalag með þvi, við næstu heimför og notið yður leiðina yfir Eng- land—hún er aðlaðandi æfinlega. Fastar vikulegar siglingar frá Montreal. Spyrjist fyrir hjá gufuskipa farbréfasala yðar eða — 270 MAIN STREET, WINNIPEG þjóðar vorrar. Þær sýna okkur hvers virði þetta eða hitt í ís- lenzku eðli er, í hugsun vorri, siðum og breytni. Þar er okk- ur sýnt, hvers virði menningar- líf forfeðra vorra er fyrir Þýzka- land o. s. frv. Þetta eru hend- ingar til okkar um það, hvað bezt er í fari okkar og þjóðerni, hverju af því við eigum að halda og halda sem fastast. En mest er þó vert um það sjálfstraust og lífsafl, sem okk- ar þýzku vinir vilja skapa í okkar þjóð, og þá virðingu, sem þeir vilja ryðja henni rúm til er- lendis. Það minnir mig á róm- verska Germanavininn Tacibus og ritið 'hans Germania. ISeint verður það tölum talið, hvaða vakningu, hvaða vonir, hvaða ást til forfeðranna og þjóðarinn- ar, hvaða sjálfstraust, stálsetta viljaþrek og órjúfanlega sam- heldi ritið hans hefir vakið eða styrkt í hugum miljóna ger- manskra manna, af því að hinn leyndi þráður ritsins er aðdáun og virðing, já ást, á þessum bjartlokkaða og fagra kynstofni. Og þá hefir Germania ekki síð- ur aflað Germönum virðingar meðal annara kynþátta. Greinar íslandsvinanna í “ís- land” hafa líka mint mig á þessa alkunnu vísu: Það er líkt og ylur í ómi sumra braga; mér hefir hlýnað mes á því marga kalda daga. Á því er ekki vafi, að þetta þýzk-íslenzka þjóðræknistímarit gæti verið íslendingum öflug stoð í baráttu þeirra fyrir þjóð- erni sínu í Vesturtheimi, barátt- nnni um það, hvort þeir eigi í framtíðinni að vera grænar og lifandi plöntur, er frjálsar breiði blöðin út á móti sólinni, eða þeir eigi aðeins að vera rotnaður á- burður á hina engilsaxnesku þjóðjörð, og það meira að segja í landi, sem Islendingar hafa fyrstir fundið og bygt. Út á við ætlar “ísland” sér að vera sverð og skjöldur íslands og íslendinga og sérstaklega vörður sóma lands og þjóðar. Hvernig tímaritinu tekst að leysa þetta viðfangsefni sitt af hiendi mundi mjög uncfyr því komið, hversu mikla útbreiðslu tímaritið fær, og hversu mjög það getur stækkað þ. e. hversu mikið lesmál það getur flutt í hverjum árgangi. En þar sem “ísland” er ekki gróðafyrirtæki, er þetta tvent hvað öðru háð. Alt, sem kemur inn fyirr aukna áskrifendatölu, verður varið til að stækka tímaritið. En því stærra sem tímaritið verður, þess ódýrara verður það miðað við lesmálið, og þess stærri og betri greinar getur það flutt, og þar með boðið betri kjör og fengið fleiri kaupendur! Hvað þetta snertir er ‘‘ísland” þegar komið myndarlega af stað, því það hefir þegar fengið ca. 600 kaupendur. Það er þannig kom- ið langt út yfir það að vera með- limablað þýzka íslandsvinafé- lagsins. Það er keypt af bóka- söfnum og bókavinum um allan heim. Og “ísland” hefir riðið þannig úr hlaði Ihvað efni og frágang snertir, að það virðist eiga fyrir höndum að eflast stórlega að áskrifendum og verða voldugt tímarit. ‘ísland’ kostar 4 Rm. árgang- urinn fyrir meðlimi, en 6 Rm. fyrir stofnanir. Þar frá dragast 25% gengisafsláttur sem öllum þýzkum bókum. “ísland” ætti ekki að vanta á neitt íslenzkt bókasafn eða lestrarfélag vestan hafs. i Jón Dúason Hann: Úr því að við erum nú gift, þá er bezt að við komum okkur þegar saman um það hvernig stjórn fyrirtækisins á að vera. Viltu vera fram- kvæmdastjóri eða skrifstofu- stjóri? Hún: Nei, eg vil vera gjald- keri. STAÐA ÍSLANDS f ÞJÓÐARRÉTTINUM Dr. Ragnar Lundborg: fs- lands völkerrechtliche Stell- ung, VIII + 136 bls. Verlag fur Staatswissenschaft und Geschichte, G. m. b. H., — Berlin — Grunewald 1934. Höfundur þessa rits, er út kom í desember síðast liðið ár, er Svíinn dr. jur. Ragnar Lund- borg í Stokkhólmi. í meira en 30 ár hefir dr. Lundborg rann- sakað íslands opinbera rétt, alt frá stofnun hins íslenzka þjóð- félags ár 930 og fram til vorra daga, enda er Lundborg nú ó- mótmælanlega lærðasti núlif- andi sérfræðingur á þessu sviði. Höf. nefnir fyrst með fám orðum stofnun íslenzka þjóðfé- lagsins ca. 930 og höfuðdrætti hins þáverandi stjórnarfyrir- komulags, og að Grænland, eftir að það var fundið frá íslandi (ca. 981) og numið frá íslandi einu allra landa (986), var hluti hins íslenzka þjóðfélags. Is- lenzk lög með öllum sínum breytingum og eins og þau voru á hverri tíð giltu ipso jure á Grænlandi, og gamli sáttmáli, um hið uppsegjanlega samband íslenzka þjóðfélagsins við kon- unginn í Noregi, “gilti því ipso jure einnig fyrir Grænland.” Þessi niðurstaða Lundborgs er ekki ný. Við höfum íslands fornu lög, Grágás og Jónsbók* *, og ummæli íslenzkra manna frá öllum öldum um, að Grænland var hluti íslenzka þjóðfélagsins, og hin vísindalega spnnun fyrir þessu var færð á síðastliðinni go:írl8a kiápaögð ÚÞYA7ei2 ó öld af heiðursdoktor Kaup- mannahafnarháskóla og Hæsta- réttardómara í hæstarétti Dana, dr. jur. Vilh. Finsen**. Þessi sönnun Finsens hefir hlotið al- menna viðurkjenningu, jafJnVel einnig af hálfu prófessors í rík- isrétti við Kaupmannahafnarhá- skóla dr. Knud Berlin: “Enda þótt það sé nú víst, að réttast er með Finsen að álykta, að orðin, “þar sem lög vor gilda” (i órum lögum) vísa til Grænlands. . .” “Að slíkt skipulag gilti, bendir á sérlega náið réttarsamfélag.. .”§ Því “lag” merkja hér þjóðfélag, fullvalda eða ófullvalda,. en ekki “ríM”, er í þann tíð var ekki þjóðfélagsnafn á Norðurlönd- um; en framar þessu get eg ekki tileinkað mér skoðanir Berlins. Hinn mikli norski rétta-sagn- fræðingur og nú dáni prófessor í réttarsögn við 'háskólann í Osló, A. Taranger, hefir viður- kent, að kafli í Jónsbók§*frá 1281 sýni, að Grænland var hluti af íslenzka þjóðfélaginu undir þessari lögbók, sem enn er í gildi.§** En það er til löng röð af heimildum fyrir þv: 1. að Grænland var hluti úr íslenzka * Lögbækur þessar eru nú þannig út gefnar, Grágás af Vilh. Finsen, en Jónsbók; af Ólafi Halldórssyni, að textar þeirra verða ekki í minsta máta rengdir. ** Útgáfa Finsens af Grá- gás III, bls. 577, 644, hin danska þýðing hans á Konungsbók bls. 224, og hin óprentaða réttarsaga Finsens (sjá rit mitt, “Græn- land statretsslige Stilling í Middelalderen bls. 153-54, þar sem þessi kafli er prentaður stafrétt”. § “Selvom det nu sikkert er det rigtigste med Finsen at ant- age, at Ordene “hvor vore Love gælder” (“i órum lögum”) sigt- er til Grönland . . .”. “At en saadan Ordning gjalt, tyder vel paa særlig nært Retsfælles- skab. . . ” (Tidsskrift for Rets- videnskab 1929 bls. 148, 148. — Sjá svar mitt til Berlin í Tids- skrift for Retsvidenskab 1930, bls. 279, 282). §* Útg. ólafs Halldórssonar 1904, bls. 242. §** Tidsskrift for Retsviden- skab 1929 bls. 102. þjóðfélaginu, 2. að Grænland komst aðeins óbeint í samband við Noreg sem nýlenda Islands — með gamla sáttmála.§I Dr. Lundborg gerir örstutta grein fyrir lögtöku Járnsíðu 1271, og Jónsbókar 1281, og því, hvernig ísland gegnum aldirnar hélt uppi rétti sínum eftir Gamla sáttmála, því greinargerð fyrir þessu er að finna í hinum eldri i ritum Lundborgs. Einveldið var lögleitt 1662, tveim árum síðar en í Danmörku, ári síðar en í Noregi, og fslenzka einveldis- skuldbindingin var öðru vísi að efni og formi en nú norska og danska. Er einveldisfrumvarpið var lagt fyrir þingið, var það j umkringt af hermönnum, og þingmönnum ógnað með vopn- j um, ef þeir skrifuðu ekM undir. | Undirskrift þingjsins fákst jþó ekki, fyr en af Konungs hálfu var lofað, að ísland mætti halda sínum fornu lögum (og stofn- unum).*l Þetta loforð var hald- ið. Alþingi hélt hinni fullvalda löggjafarstarfsemi sinni áfram óbreytt — með .eða án sam- þykkis konungs — fram á 18. öld, og Jónsbók frá 1281 er enn í gildi, að því leyti sem ný lög hafa ekki komið í stað fyrir- mæla hennar. Alþingi var afnumið og lands- yfirréttur settur í staðinn 1800, þannig nokkrum árum eftir, að frelsisöldur frönsku stjórnar- byltingarinnar höfðu borist út yfir heiminn. En vart var það orðið endurreist sem ráðgefandi þing (1843), fyr en það 1848 gerir hiklausar kröfur til kon- ungs eftir Gamla sáttmála, er fyrir afnám Alþingis síðast hafði verið beitt á árunum 1768-74, og þá viðurkendur af konungi og miðstjórninni í Kaupmanna- höfn.**l Deilan milli íslands og Dan- merkur varð þannig til, að 1848 varð sambands-konungurinn þingbundinn þjóðhöfðingi í Dan- mörku, en var enn einvaldur á íslandi. Hinir dönsku þingræð- isráðherrar tóku 1848 m.a. undir sig íslenzku stjórnarskrifstof- urnar í Kaupmannahöfn,0! án án þess að konungur hefði látið í Ijósi, né haft í hug, að gera neina breytingu á hinu laga- lega sambandi íslands og Dan- merkur. Það er, segir Lundborg, furðanlegt, að sú skoðun hafi getað orðið til, að með þessu hefði danskt löggjafarvald feng- ið ráðarétt yfir málum Islands, og algerlega einhliða og án samþykkis Islands getað gert á- •kvarðanir um hin mest lífsvarð- andi málefni Iþess. Réttilega segir Lundborg, að dönsk lög 2. jan. 1871(stöðulögin)hafi aldrei fengið gildi á Islandi. ísland mótmælti þessum lögum kröft- uglega 1871 og öðru hvoru síð- ar, og hefir aldrei viðurkent gildi þeirra á íslandi. Þessi hreint dönsku lög voru samþykt af ríkisþingi Dana, undirskrifuð af konungi sem þingbundnum dönskum konungi með budnum dönskum konungi með undirskrift dansks ráðherra, birt og sett í gildi sem dönsk lög, áður en ísland fékk nokkra vitneskju um þau. Island var fullvalda fyrir 1871. Til þess að fyrirmæli danskra laga 2. jan. 1871 fengi gildi á íslandi, þurfti millilandasamning eða annað þjóðaréttarlega jafngilt sam- komulag milli Islands og Dan- merkur sem tveggja fullvalda aðila. Slíkur millmkjasamning- Þar um rit mitt, “Grönl. statsr. Still. í Middelalderen og 4 ritgerðir með nafninu “Grön- lands Retsstilling i Middelalder- en”. *1 Bspólín: Árbækur Islands VII, 31-33; Ríkisréttindi Islands bl. 105-154. **J Steph. 26, 46, Lovsaml- ing for Island IV, 30-32; Deo, regi, Patriæ (1768) bls. 101-104. °J Að þetta gat átt sér stað, stafaði af hinni miklu fjarlægð og erfiðu samgöngum við Island. MIKILSVERÐ TILKYNNING NIÐURFÆRSLA Á BJÓRVERÐI Gengur í gildi í dag 8. júní. Verð á þessum frægu öltegundum LABATT’S INDIA PALE ALE CRYSTAL LAGER BROWN STOUT Er Fært Niður um 30c á Kassann NÝJA VERÐIÐ 2 tylftir í kassa eða pakka $2.90 Greitt fyrir flöskur 40 $3.30 Flöskuverðið endurgreitt þegar flöskunum er skilað Símið Qg 244 ^r,r he<msendingu JOHN LABATT LTD. 191 Market Ave. E. (við Aðalstrætið) Winnipeg This advertlsment it not inserted by the Govemment Liquor Control Commistion. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. The Best Investment —For business expansion and social prestige that can be made today is an unlimited telephone service which can now be had on terms that practically every business person or householder might eaisly afford. Manitoba’s Greatest Public Utility Our Province maintains no public service so in- dispensable to its business and social life of which it has greater reason to feel proud. And It Is Wholly [A MANIT0BA PR0DUCT —•— Manitoba Telephone System ur eða þvílíkt hefir aldrei verið til. Frá íslenzku sjónarmiði er málsins sanna samlhengli þar á móti þetta: Stöðulögin 2. jan. 1871 og viðleitni danskra þing- ræðisráðherra til að þrengja þeim upp á ísland var ólögleg íhlutun í innri málefni annars fullvalda ríkis, sem ísland gat, eftir eigin fullvalda vild, gert hvort sem það vildi: litið á sem marklausan hégóma, eða refs- að með hefnd. — Þar sem í- hlutunin sjálf var ólögleg og réttarbrot, var hún og frá upp- hafi til enda gersneydd þeim hæfileika, að geta áorkað lög- legri afleiðing. Dr. Lundborg heldur fast við sína velkunnu skoðun, að ís- land hefði eftir Uppkastinu 1908 orðið fullvalda ríki í málefna- sambandi við Danmörku. Eg er honum sammála. ísland var fullvalda fram til 1908, gaf ekki þenna rétt sinn upp í uppkast- inu, og það var ekki stofnað til neins yfirlands. Hinsvegar harmar enginn, að frumvarp þetta var felt með stórlega yfir- gnæfandi fjölda atkvæða í Al- þingi, og enginn í þinginu vildi með því standa, er til kom! Dr. Lundborg staðlhæfir fyrir víst, að “de jure hafi ísland alla sína tíð sem þjóðfélag verið full- valda, en ekki in re”. Fyrri staðhæfingar er rétt, svo um hana verður ekki með rökum deilt. Um síðari staðhæfinguna munu menn ekki verða sam- mála. Á árabilinu 1908-1917 tók AI- þingi með sínu eigin þjóðlega löggjafarvaldi með samþykki konungs í sínar hendur fleiri og fleiri þeirra mála, er konungur var einvaldur yfir áður. 1917 var svo komið, að Alþingi hafði í reynd hartnær öll landsins mál í sínum höndum, og var nú fastráðið í, að ráða öllum Is- lands málum upp á eigin hönd, og hafa álit Danmerkur um það að engu. Þá gerðist skyndileg breyting í skilningi Danmerkur á réttarstöðu íslands. Danmörk bauð Islandi samninga, og sendi vorið 1918 samningafulltrúa til Reykjavíkur, til þess að reyna að komast að samning um sam- band íslands og Danmerkur framvegis. Það verður ekki litið á það nema á einn veg, að með send- ing þessarar sendinefndar til Reykjavíkur og byrjun hennar þar á samningum á þeim grund- velli, sem það var gert, hafði Danmörk þegar viðurkent full- veldi íslands. Hvaða fullveldi hafði hún viður- kent? ísland hafði ekki fyrir byrjun þessara samninga né heldur fyrir hina formlegu við- urkenningu Danmerkur pr. 1. des. 1918 gefið út neina fullveld- isyfirlýsingu, af því, að íslend- ingar vildu ekki af neinu öðru fullveldi vita fyrir ísland, en hinu sögulega frá 930. Um þenna einasta fullveldisvilja ís- lands var hvorM þá, né nokkru sinni fyr, neinn minsti efi, og hann var Dönum sérlega vel kunnur af þeirri deilu, er staðið hafði yfir síðan 1848. Danmörk gekk ekki gruflandi að því, hvað hún viðurkendi. iSíðustu kaflarnir í bókinni eru um skýringar á íslenzk- danska sambandssáttmálanum frá 1918. Eftir honum 'hafa ís- land og Danmörk enga sameig- inlega sambandsstofnun. Eftir dr. Lundborgs eigin skilgreining á ríkja-samböndum, fellur sam- bandið milli íslands og Dan- merkur undir hugtaMð ríkja- alliance. Á íslandi er konung- dómurinn grundaður á gamla sáttmála frá 1262-64, sem enn er í gildi, þótt hin núverandi ráðherraábyrgð hafi að nokkru leyti sett hann úr notkun. Tilsvarandi bók var ekM áður til. Bók dr. Lundborgs fyllir því áður autt sæti í bókmentun- um, innan Norðurlanda sem utan. Bókin er að miMu leyti bygð á heimildum, er ekki hafa verið notaðar áður, og ekki eru aðgengilegar fyrir almenning. — Frá 1907 er bókin ekki aðeins lögfræðisrit, heldur og að nokkru leyti pólitísk* saga. — Þetta gerir bókina greiðlesnari og handhægri fyrir lesendur utan Norðurlanda. Bókin er óhlutdræg, skarpleg og áreiðan- leg. Þetta ,má með sama rétti segja um Ihinar fyrri bækur dr. Lundborg, en engu að síður hygg eg þetta vera hans beztu bók. Jón Dúason, dr. juris. —Kaupmannahöfn. Skrifsofustjóri: — Ertu nýi sveinninn hér? Hefir fulltrú- inn sagt þér hvað þú átt að gera? Drengur: — Já, hann sagði að þegar sú gamla kæmi, þá ætti eg að vekja hann, en það skil eg ekki.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.