Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. Á'GÚiST, 1936 I Vesturvíking Þýtt úr ensku Hann var líkur flestum okkar að því leyti, að náttúran í honum var náminu ríkari, og þar af kom að frá þeirri stundu byrjaði lávarð- urinn, gegn betri vitund, að fremja það sem gekk nærri ódrengskap eða varmensku. Mér þykir verra, að letra það um þann mann, því að ef mér hefir tekist að lýsa honum nokkurn- veginn rétt, þá ætti ykkur að vera orðið vel til hans og leggja á hann góða virðing. En það sanna er, að það sem eftir var í honum af vel- vild til Peter Bloods, kafnaði í löngun til að uppræta og eyðileggja keppinaut. Hann hafði heitið Arabellu því, að hann skyldi beita sínu mikla áhrifavaldi til að bæta um fyrir Blood. Mér þykir bágt, að hið sanna var, að hann gleymdi því loforði og þar á ofan gerði hann í laumi alt hvað hann kunni til að eggja og aðstoða föðurbróður Arabellu, í hans ráðagerð til að gildra fyrir og leggja að velli hinn al- ræmda víking. Hann mátti vel berja því við, að hann gerði ekki annað í því efni, heldur en það sem skyldan bauð honum. En því mátti með sanni svara svo, að skyldurækni hans í því efni var aðeins ánauðugur þræll ábrýðinnar. Þegar Jamaica flotinn lagði upp nokkru síðar, fóru þeir báðir þó hvorugs þyrfti með og þó varastjórinn ætti, skyldu sinnar vegna, að vera kyr, og lávarðurinn Julian væri gagns- laus maður á skipi, eins og við'vitum. Eigi að síður lögðu báðir upp, að elta Captain Blood, létu í veðri vaka, að þeir væru að gæta skyldu sinnar, þó hvorum um sig gengi það eitt til að iþjóna vild sinni. Og þó þeir væru næsta ólíkir að uppeldi og innræti, þá stofn- aðist einskonar vinátta með þeim af þessu sameiginlega markmiði þeirra, sem alls ekki heföi getað átt sér stað að öðrum kosti. Nú hófst eltingarleikur. Þeir sigldu um- hveríis Hispaniola og gættu siglingaleiða og þoldu voik mikið af ógurlegum rigningum, sem í hitabeltinu gerast á vissum tímum árs- ins. Et'tir niánaðar útivist voru þeir engu nær og héldu aítur til Port Royal og þar biðu þeirra mikil tíðindi og uggvænleg. Á þeim tíma, sem nú er komið sögunni, var Norðurállan í uppnámi af ofmetnaði Loð- víks 14. Herskarar hans gengu yfir Rínardal og Spánverjar voju gengnir í ófriðinn með óvinum hans. Önnur tíðindi voru þó verri: að innanlands styrjöld var í aðsigi á Englandi og það stæði til að fá Vilhjálm, kendann við Oranje, að koma yfir til Englands og taka fyrir trúhræsni og harðstjórn konungsins Jak- obs. Eftir það komu ný tíðindi með hverju skipi. Vilhjálmur fór herskipum til Englands í marzmánuði 1689, fréttu þeir, og að kon- ungurinn Jakob hefði flúið á náðir hins franska kóngs. Sunderland lávarður hafði verið æðsti maður í stjórninni og fyrir frænda hans og fulltrúa voru þetta mikil tíðindi og ill. Þar með fylgdi tilkynning til varastjórans Bishop, að stríð væri upp komið milli Eng- lands og Frakklands, og með tilliti til að þetta gæti náð til nýlendanna, yrði nýr landstjóri sendur til Vestindia, lávarður Willoughby, og með honum herskip undir stjórn admíralsins van der Kuylen, til að styrkja þarverandi ensk- an herflota, hvað sem í kynni að skerast. Bishop sá að þar með væri hans æðstu völdum lokið, jafnvel þó að honum leyfðist að halda embættinu framvegis, sem landstjóra fulitrúi eða varastjóri Lávarðurinn Julian fékk engar fyrirskipanir um sig og sín erindi og vissi ekkert um hver áhrif þessir atburðir kynnu að hafa á hans framtíð. En hann hatði trúað Bishop fyrir vonum sínum um ráðahag við Arabellu, og er hinn fyrnefndi sá fyrir endann á sínum völdum, gerðist hann því fúsari að mægjast við svo færan og fram- ann mann og nákominn stórum höfðingjum, sem lávarðurinn var. Þeir töluðu loks með fullum trúnaði um þetta mál og lávarðurinn skýrði frá öllu sem hann vissi. • “Ein er fyrirstaða fyrir okkar ráðagerð um fyrirhugaðar mægðir,” sagði hann. ‘‘Sú fyrirstaða stafar frá skiparanum Blood. Hún elskar hann.” Þegar Bishop fékk orði upp komið, segir hann: “Þú ert ekki með öllum mjalla.” “Það er von þú segir svo,” svaraði lávarð- urinn dapurlega. “En það vill svo til, að eg er með fullu viti og tala um það sem eg veit með vissu.” “Með vissu?” “Arabella hefir sagt mér það sjálf.” Bishop talaði eins og sá sem heldur þræla og stjórnar með svipunni: “Hún kann ekki að skammast sín. Viti það Guð, að eg skal koma vitinu fyrir hana.” ‘‘Láttu ekki eins og flón, Bishop.” Pyrir- litningartónninn í tilsvarinu var svo ramur. að Bishop stiltist. “Svoleiðis aðferð tjáir ekki við stúiku sem hefir annan eins kjark til að bera og Arabella. Ef þú vilt forðast að mínar kærustu vonir verði eyðilagðar til fulls og alls, þá skaltu gæta þess vandlega, að halda þér saman og láta þetta mál alveg afskiftalaust.” “Hvað? Afskiftalaust? Guð minn góð- ur, hvað á þá að taka til bragðs?” “Heyrðu hvað eg segi, maður. Hún er stööuglynd. Eg hugsa að þú sért ekki vel kunnugur bróðurdóttur þinni. Hún er fast- lynd. Meðan Blood er á lífi, þá bíður hún eftir honum.” “Ef Blood deyr, þá kannske kemur hún vitglórunni fyrir sig.” “Nú sér á skilning hjá þér,” sagði lávarð- urinn. “Það er fyrsta og helzta bragðið.” Við það gerðist Bishop röskur til ráða- gerða og þeir báðir. Þeir þóttust sjá þann leik á borði, að úr því England væri komið í stríð við Frakkland, þá væri óhætt að leggja að víkingabælinu Tortuga í nafni hins enska kóngs “og það skulum við taka herskildi og 1 leggja í ösku,” sagði Bishop. “Ef við gerum það, þá mun nýja kónginum líka vel og við komast í náð hjá honum.” “Ah!” sagði lávarðurinn og fitlaði við vör- ina. “Eg sé þ úskilur hvað eg meina,” sagði Bishop og hló hryssingslega. ‘‘Tvent í takinu, hvað? Við skulum sækja þennan skolla í grenið, beint undir nefið á franska kóngin- um, og ná honum þennan ganginn, þó við verðum að leggja allan staðinn í rústir til að koma því fram.” Nú var undinn svo bráður bugur að þessu ráði, að tveim dögum síðar lögðu þeir burt öllum herskipunum og mörgum öðrum skútum og sögðu Arabellu og öllum öðrum, að þeirri herferð væri stefnt til Hispaniola, þess hlutans sem laut frönskum í þann tíð, en engin önnur herferð gat afsakað það, að varastjórinn yfirgaf embættisstöðu sína á svo hættulegum tímamótum. Skyldan bauð hon- um vitanlega að vera kyr í Port Royal, en skyldurækni hans var kæfð af hatri og hefnd- argirni—sem er fánýtust og meinlegust af öllum mannlegum tilfinningum. XXV. KAPÍTULI. f þjónustu Loðvíks konungs Nú skal venda frásögninni til þess sem gerðist þrem mánuðum áður, þegar skipherr- [ ann Blood, með hjartað fult af beiskum harmi og heipt, fór brunandi undan vetrar stormi inn á þann hömrum horfna vog Tortuga, tveim dögum á undan Wolverstone, þó farið hefði á stað frá Port Royal degi síðar. Þar biðu hans fjögur skip og fögnuðu komu hans með skothlunkum og marglitum fánum um allan reiða. Við þennan ágang úti á höfn- inni kom skriö á bæjarbúa, svo að þegar Blood lét róa með sig til lands, voru allar bryggjur settar fólki, karlar og konur af ýmsum lönd- um, þjóðum og tungumálum. iSkipstjórnarmenn hans — Hagthorpe, Christian og Yberville — voru þar og svo hundruðum skipti af víkingum. Hann tók kveðjum þeirra stuttlega, og er þeir leituðu á hann með spurningum, við hvað honum hefði dvalist, þá bað hann þá að bíða komu Wolver- stones, hann myndi segja þeim söguna af því. Við það skildi hann við þá og gekk í þvöguna, en þar voru kaupmenn enskir, fransk- ir og hollenskir, jarðeigendur, sjómenn, vík- ingar, markamenn, Indíánar, kynblendingar með ávexti til sölu, svartir þrælar, kvenfólk af ýmsum löndum að stunda þá ævagömlu at- vinnu, að svala holdsins bruna, og mjög margt annað fólk, svo að staðurinn var sem óvönduð eftirmynd af þeim alræmda Babelsturni. Gegn- um þessa þvögu tróðst Blood og gekk til hallar landstjórans Ogeron í heimsókn til þeirra vina sinna. Fyrst datt víkingum í hug, að Wolver- stone kæmi á herteknu skipi með fágætt her- fang, en von bráðar fengu þeir annað að vita af skipverjum á Arabella. Þeir voru að vísu ekki margmálir, vildu ekki halla á foringja sinn, vissu líka að ef hann hefði gert nokkuð vítavert, þá væru þeir í sömu sök, voru þar að auki einfaldir menn, til harðneskju lagnir og hreystibragða, meir en til athugunar og íhugunar, gátu því varla gert sér né öðrum grein fyrir, hvað fram hefði farið. Þeir voru þess vegna sagnafáir, en eigi að síður komst kvittur á loft um ódrengilegt og svívirðilegt athæfi foringjans, það er að segja, svívirðilegt frá víkingum að sjá. Ef Wolverstone hefði ekki borið að, þá er full líklegt, að farið hefði í svarra. En et hinn gamli Úlfur rendi inn á höfn annan dag eftir, vendu allir spurningum til hans. Sá stórvaxni maður var eineygður, sá þó betur með því eina auga, en flestir aðrir með tveim, og þó hæruskotinn væri—með strók vafinn um höfuð, grænan og rauðan—,þá var hjartað í honum heilt og hraust sem í æskumanni. Hann sá Arabellu liggja fyrir akkerum á Tor- tugahöfn, þegar hann sigldi inn úr sundinu, fyrir höfðann sem virkið stóð á, hélt þá að hann sæi oísjónir og brá fingri á augað, til að nudda úr því stýrurnar. Eigi að síður þóttist hann ekki sjá rétt. í því bili gall við Dyke, sem hafði kosið að fara með honum: “Háu himnar, er þetta Arabella sjálf eða er hún í tveim stöðum í einu?” Úlfur gamli rendi auga á Dyke og brá sundur hvoptum til að segja eitthvað. Skelti þeim svo saman og það fast og sagði ekki neitt. Honum var mikil varúð lagin, einkum í þeim efnum sem hann skildi ekkert í. Hann gat ekki framar efast um að þetta væri Ara- bella. Úr því svo var kaus hann að hugsa sig vel um, áður en hann segði nokkuð. Hvern rækallann var Arabella að vilja hér? Og var skiparinn Blood með henni eða höfðu skip- verjar, sem eftir urðu, strokið með hana og skilið skiparann eftir í Port Royal? Dyke hélt á spurningu sinni og fékk nú svarið: “Þú hefur tvö augu í höfði en eg eitt, samt spyr þú mig, hvað það sé, sem þú sérð.” “En eg sé Arabellu, segi eg enn.” “Vitanlegu, úr því hún liggur þarna fyrir akkerum. Á hverju öðru áttirðu von?” Dyke glápti á hann. “Áttir þú von á að Arabella væri hér fyrir?” Wolverstone rendi auga yfir hann fýlu- lega og fyrirlitlega og segir svo hátt að allir heyrðu: “Vitaskuld! Hvað annað?” Og nú hló hann kuldahlátri, svo að Dyke fanst hann hlægja að sér og sinni heimsku. Að svo búnu snéri hann burt að segja fyrir um að varpa akkerum. Þegar hann kom á land hópuðust aðrir að honum til að spyrja hann spjörunum úr, en af spurningum þeirra skildi hann hvernig á stóð, að Blood hefði af kjarkleysi, eða ein- hverjum öðrum ástæðum neitað að gera grein fyrir hvað tafið hafði ferðir hans, og þóttist góður að hafa gætt tungu sinnar. Síðan tal- aði hann til Haythorpe og annara meiri háttar víkinga á þessa leið: “Skiparinn hefir alla tíð verið lítillátur og óframur maður. Það er ekki hans eðli að vera sjálfhælinn. Nú, en eg skal segja ykkur alt saman eins og það gekk til. Við mættum þeim herra, Don Miguel, og skutum hann sundur og saman. Þar tókum við kvenna- gull frá Lundúnum, útsendann af ráðherranum að bjóða skiparanum fyrirliðastöðu í sjóflot- anum, ef hann vildi vera vænn og hætta vík- ing. Skiparinn sagði honum norður og niður. Svo urðum við fyrir Jamaica flotanum og þeim gráa, gamla skolla, Bishop, og þarf eg að segja ykkur að við sáum allir bráðan bana okkar? Svo eg fer til skiparans og segji: “Taktu þessa bévuðu ekki sen stöðu; farðu í kóngs flíkurn- ar og bjargaðu svoleiðis þínu eigin lífi og okkar allra.” Hann á augnabragði gerði eins og eg sagði, Lundúna bokkinn dubbaði hann til sjóliðsforingja upp á stundina og Bishop ætlaði að kafna, þegar honum var sagt það. En það var klappað og klárt og hann varð að renna því niður. Við vorum allir orðnir kóngs- ins kappar og sigldum inn til Port Royal í flotanum. En Bishop trúði okkur illa. Hann þekti of vel á okkur. Ef lávarðurinn hefði ekki verið náunginn frá Lundúnum, þá hefði Bishop áreiðanlega hengt skiparann, hvað sem foringja tigninni leið. Blood ætlaðl að læðast út af Port Royal þá sömu nótt, en Bishop hafði varann við, bévaður hundurinn, og þeir í virkinu héldu vandlega vörð. í hálf- an mánuð urðuna við að hanga þar, sama samt, Blood fann ráð á endanum til að fara í kringum hann. Hann lét mig kaupa skip og fara burt með flestalla skipverja, svo ætl- aði hann að látast elta okkur, strokumenn úr kóngsins þjónustu, til að færa okkur til baka. Hvort hann hefir brúkað það bragð til að kom- ast burtu, veit eg ekki, en nokkuð er víst, að burt hefir hann sloppið og var hingað kominn á undan okkur.” Wolverstone hafði það rétta lag til ímynd- •unar, að víkja ekki lengra frá því sanna en óhætt er og að bregða því ljósi yfir frásögn atburðanna, sem honum þótti bezt henta. Mikill sagnaritari hefði hann orðið, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Þessi blanda af sönnu og lognu rann Ijúflega niður í þá sem hún var ætluð og jók enn meir á frægð og frama Bloods meðal víkinga. En þegar Wolverstone fór að finna hann, í lyftingu á rauðhúf, þá var sá maður í því ásigkomulagi, sem enginn hafði séð hann í áður—miður sín af vín- drjdíkju. Hann leit rauðúm, blóðhlaupnum augum upp á þann sem inn gekk, hvesti þau eitt augnablik, þegar hann sá hver maðurinn var; fór svo að hlægja, háðslega og þó fífla- lega. “A, Úlfur karlinn!” sagði hann. “Loks- ins komstu, hva? Og hva’ ’arð’ að gera við mig, hva?” Mál hans var ekki vel skýrt og öðru hvoru setti að honum hixta. Sá eineygði hvesti á hann augað og þagði við. Hann hafði horf't upp á margt hroðalegt um dagana, og ekki kipt sér upp við það, en af að sjá skipherrann Blood svona á sig kominn, setti að honum hrygð. Það lét hann í ljós með blótsyrðum. Annað hafði hann aldrei að segja til sorgar eða gleði. Svo keifaði hann til sætis og segir: “Drottinn minn, Peter, hvað er þetta?” “Romm,” sagði Peter. “Romm úr Jam- aica.” Hann ýtti til hans flösku og staupi, en Wolverstone lét sem hann sæi það ekki. “Eg er að spyrja þig hvað gengur að þér?” “Romm,” svaraði Peter enn og glotti. “Bara romm. Eg svara öllu sem þú spyrð. Því svararðu ekki því sem eg spyr? Hva’ ’lafðu að gera við mig?” “Eg er búinn að gera það sem dugir. Þakkaðu Guði að þú hafðir vit á að halda þér saman þangað til eg kom. Ertu svo ófullur að þú skiljir mig?” « “Skil þig altaf, fullur og ófullur.” “Taktu þá eftir.” Þar næst sagði Úlfur- inn söguna, hvar þá var komið, en hinn hafði sig allan við að fylgjast með. í sögulokin sagði Blood: “Það dugar, eins vel og það sanna. Og . . . ó, sama! Mikið vænt af þér, Úlfur karl- inn. Var það ómaksins vert? Eg er ekki ræningi framar. Búið!” Hann sló hnefanum í borðið. “Eg ætla að koma aftur og tala við þig, þegar rommið er runnið af þér,” sagði hinn og stóð upp. “En gleymdu ekki því sem eg hef sagt þér og varastu að gera mig að ó- sannindamanni. Þeir trúa mér allir, jafnvel þeir sem voru mér samferða frá Port Royal. Ef þeir héldu að þú hefðir orðið konungs- maður í alvöru, í sama skyni og Morgan gerði, þá máttu geta nærri hvað á eftir fer.” “Helvíti fer á eftir,” sagði skiparinn. “Og það er það eina sem eg er hæfur fyrir.” “Þú ert fullur og volaður,” urraði Wol- verstone. “Við tölum saman á morgun.” Svo gerðu þeir og marga daga þar á eftir, en alt til ónýtis. Þá voru rigningarnar byrjaðar. Áður langt um leið fann Wolver- stone af hyggjuviti sínu, að romm var ekki aðalmeinið, heldur að nokkuð annað gengi að Blood, sem drykkfeldni hans stafaði frá og afskiftaleysi og tregða til athafna, eitthvert hugarstríð, og sá aldraði Úlfur þóttist fara nær um hvað ylli. Hann bölvaði öllu sem í nærpilsi var, og með því að hann þekti á veröldina, beið hann lags, að veikindin liðu hjá. En þau liðu ekki hjá. Blood gerði ýmist, kastaði teningum og drakk á knæpunum í landi, með þeim félagsskap sem hann leit ekki einu sinni við, meðan hann hélt sér iheilum, ellegar sat einsamall í lyftingu á skipinu Arabella, og lokaði að sér. Vinum hans í stjórnarhöllinni þótti miður og reyndu að hæna hann að sér og einkum féll Mademoiselle d’Ogeron næsta illa, að heyra hvernig komið var, og gerði boð eftir honum á hverjum degi, en því sinti hann örsjaldan. Seinna, þegar liðið var langt á rigningar- tímann, gengu skipstjórnarmenn á fund hans og báru upp við hann ráðagerðir u» að herja á spánska staði, þar sem févon var. En öllu slíku tók hann með tregð og kæruleysi, og þeg- ar rigningum létti og veður gerðust byrvænleg, voru víkingar reiðir og mikill kurr þeirra á milli, þar til einn dag að Christian, sem stýrði Clotho, kom og heimtaði að hann gerði ráð fyrir liði sínu og setti drjúgum ofan í við hann fyrir aðgerðarleysið. Blood hlýddi á hann þegjandi, en er hann lauk máli sínu, bað skiparinn hann fara norður og niður. Christian gekk burt reiður og morguninn eftir létti Clotho akkerum og sigldi burt. Hásetar á þeim skipum sem eftir voru vildu gera hið sama, en stýrimönnum tókst að aftra því, sem enn héldu trygð við Blood. Ekki vantaði það, að Blood reyndi að taka sjálfan sig taki og spyrði sjálfan sig, af hverju hann hefði horfið aftur til Tor- tuga. Hann hafði lofað því staðfastlega, með- an hann sótti eftir Arabellu, og hann sveið sem sárast undan fyrirlitningu hennar á þjóf'um -og ræningjum, að vera aldrei við víking rið- inn upp frá því. Af hverju var hann þá hingiað kominn? Þeirri spurningu svaraði hann alt- af með annari: Hvert átti hann að fara? Hiann þóttist hvorhi geta hreyft sig fram né aftur, honum sýndust allar leiðir lokaðar. Allir sáu á honum mikla afturför. Fyrr- um var hann skrautlega klæddur og ákaflega vel snotraður, en nú var það af, vel rakaður líka, en lét nú lubbann vaxa, vel og vandlega kliftur og krullaður, en nú stóð hárflókinn, kolsvartur, síður og vanhirtur, í allar áttir og andlitið gerðist grátt og bláleitt og augun bláu og skýru korguð og grugguð af hugarvíli. Wolverstone var sá eini sem grunaði or- sökikna til þessarar afturfarar, og sá harðfari tók sig til einu sinni—en ekki nema einu sinni—að taka honum tak og tala við hann djarft og hreinskilnislega. “Mikið er, Peter,” sagði tröllið blótandi, “á þetta aldrei að enda? Ætlarðu að eyða ævinni stúrandi og hvomandi brennivín út af því að hörundsbjartur stelpu- bjálfi út í Port Royal vill ekki sjá þig? Blóð- straumar og brestir! Ef þig langar í píkuna, því ferðu þá ekki til og sækir hana?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.