Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. OKT. 1936 HEIMSKRINGLA 6. SlÐA um sem tó'ku þátt í stríðinu mikla. Eg hefi oft lagt fyrir þá þessu spurningu: ‘‘Hvernig var hugarfar þitt og félaga þinna í garð Þjóðverja? Funduð þið til mikils haturs gegn þeim? — Þeir hafa allir gefið hið sama svar: “ó, nei, við hötuðum þá ekki. Við skutum þá, ef við fengum færi á þeim, af því að þettavar það starf, sem við mátt um til að inna af hendi. Ef svo bar undir gáfum við hver öðirum sígarettur og reyktum þær sam- an eins og góðir ifélagar. Við vissum, að þeir sóttust eftir lífi okkar af sömu ástæðum og við eftir þeirra, og o'kkur datt ekki í áug að kenna þeim sjálfum per- sónulega beinlínis um það.” Þetta segja mennimir sjálfir, sem voru með í stríðinu. OS eS hygg, að það sé rétt, að alþýða manna í hvaða landi sem er, vilji e'kki stríð. En hinu verður held- ur ekki neitað, að það er oft furðu auðvelt að æsa fólkiö upp í hernaðaranda, ekki sízt ef stríð er á annað borð hafið. Það eina sem við þessu er hægt að gera, er að leggja í tæka tíð stund á mannúð, kærleika og umburðarlyndi í uppeldi bernsku og æsku. Kennið unglingunum að skilja fleiri tungumál, trúar- brögð, bókmentir, sögu og siði annara þjóða, og kennið þeim að virða þetta og dást að því. Og temjum bæði þeim og sjálf- um oss að umgangast hverir aðra án haturs og óvildar. Hvernig eigum vér að stuðla að tryggum heimsfriði ef vér kennum litlum drengjum fyrst og fremst að leika sér að byss- um, ef vér rífumst á heimilun- um, hötum hver annan út af pólitík, eða fyrirlítum hver ann- an út af kirkjumálum. Ef vér viljum frið milli 'þjóðanna, þá reynum að ala: upp heilbrigða einstakinga með hverri þjóð, heilbrigða á sál og líkama,, — nienn sem geta deilt án þess að hata, hugsað án þess að tauga- veiklun ein ráði úrslitum, rætt ágreiningsatriði án manndrápa og morða. — Jesaja spámann dreymdi um þá tíma, er þjóð- irnar smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sín- um. — í Andesfjöllunum smíð- uðu menn líkneski friðarhöfð- ingjans úr fallbyssum. — Vér sjáum í anda þá tíð, 'þegar nxennirnir hafa smíðað mynd Krists úr sjálfum sér. — Sælir eru þeir, sem að þessu vinna, saelir eru friðfylgjendur, því að Þeir munu “guðs synir kallaðir verða.” GUÐRON ÞÓRÐARDÓTTIR (Dánarminning) Þann 5. sept. andaðist á Gam- uinienna heimilinu Betel, Gimli, ^an., konan Guðrún Þórðar- úóttir. Hún var fædd 1851 á ^jarnastöðum í Hvítársíðu í klýrarsýslu á íslandi. Foreldrar kennar voru þau hjónin Þórður árnason af Háafellsætt og Guð- rún Grímsdóttir frá Grímsstöð- 11 ux í Reykholtsdal. Foreldrar puðrúnar sál. fluttust að Stað 1. Hrútafirði í Strandasýslu og Þuv ólst hún upp þar til foreldrar úennar fluttust vestur um haf 0100 fjöls'kyldu síxía sumarið Settust þau fyrst að í ^ilwaukee, Wisconsin, og þar úó faðir hennar. Þaðan fór móð- lr hennar með Grími elzta syni sínum til Shawano Co., Wis., og litlu síðar til Garðar, N. Dak.„ og Settust þar að. Systkini Guðrúnar sál. voru Grímur, dáinn 1911; Þórður, ieeknir í Minneota, Minn.; Hjört- Ur rafmagsnfræð'ingur í Chi- CaSo, 111., Árni Guðmundur í Galiforníu og Mrs. Ingibjörg Hanson í Montana. Fyrstu árin 1 þessu landi dvaldi Guðrún sál. 1 Chicago og hjálpaði yngri ®ystkinum sínum, er seinna °mu þangað, að komast á- ram °S átti hún mikinn og góð- an ^att í því að koma Hirti bróður sínum á braut þá er hann síðan hefir gengið til fjár og fralma. Frá Chicago fór hún til Gríms bróður síns að Garðar, N. D., og var þar til heimilis til dauða hans, 1911. Fluttist hún |þá með ekkju hans, sóma konunni Ingi- björgu Snæbjarnardóttir til Minneapolis, Minn., og síðan til Ohicago, en seinustu ár sín var hún hjá bróðurdætrum sínum í Bottineau, N. D. í júlí síðastliðið ár kom hún hingað á elliheimilið Betel. Var hún þá orðin þrotin að kröftum og naut hún hér hjúkrunar og aðhlynningar húsmóðurinnar, á- gætiskonunnar Miss I. Johnson og hennar aðstoðar konu, Mrs. Th. Jónasson. Húskveðja var haldin hér á heimilinu, stýrði séra B. A. Bjarnason, prestur Gimli-safnaðai’ henni. Flest heimilisfólk var viðstatt. Að- komnir voru þeir Hjörtur bróðir hennar, sem kom fyrir andlát hennar, frá Chicago og Dr. B. J. Brandson frá Winnipeg. Mr. A. S. Bardal sá um útförina. Fór svo Hjörtur bróðir hennar með líkið suður til Minneapolis og var þar venjuleg greftrunar-at- höfn viðhöfð að viðstöddu mörgu af skyldfólki hennar og líkið brent eftir ósk hinnar látnu. Guðrún sál. varði lífi sínu til hjálpar og aðstoðar systkinum sínum og venzlafól’ki; hún var ógift alla æfi. Hún var við- mótsþýð en fáskiftin hversdags- lega en skemtileg viðræðu í hópi vina og vandamanna. — Guð blessi minningu hennar! G. S. G. FJÆR OG NÆR Mrs. Guðný Valgerður Gunn- arsson frá Glenboro, Man., dó s. 1. þriðjudag að heimili dóttur dóttur sinnar Mrs. V. Green, 401 Agnes St. í Wpg. Hin látna var 80 ára. Hún var í hópi fyrstu landnema í Glenboro-bygð. Kom þangað 1887 með manni sínum, er dó 1904, og bjó þar unz hún fluttist til Winnipeg 1929. Með líkið verður farið til Glenboro og fer jarðarförin þar fram n. k. föstudag kl. 2. e. h. * * v Sunnudaginn 11. október messar séra Guðm. P. Johnson í Mary Hill skólanum kl. 11 f. h. og í Stony Hill skóla kl. 3. e. h. sunnudaginn þ. 18. okt. * * * Samkomur með myndasýn- ingu (Film slides) hefir séra G. P. Johnson,, sem fylgir: í Mary Hill skóla föstud. 9. okt kl. 8. e. h. í Stony Hill skóla laugardaginn 10. okt. kl. 8. e. h. 12. 13. og 14. okt. á ýmsum stöðum,, og verður það auglýst nánar á hverjum stað fyrir sig. Inngangur er alstaðar frí en samskot tekin. Einnig verður stór samkoma í Darwin skóla, föstud. 16. okt. kl. 8. e. h. Dr. F. Walkin, frá Ashem sýnir þar líka fræðandi skuggamyndir, og er aðal tilgangur þeirrar sam- kamu að myndað sé Ungmenna- félag í Darwin bygðinni, sem taki þá þegar til starfa, og vinni að farmgangi allra góðra og göfugra málefna í þeirri bygð, og víðar. Allir eru hjartanlega boðnir og velkomnir. * * * Commercial Girls Celebrate 5th Birthday On Sat., Oct., lOth, the Annex of the T. Eaton Company’s store will be the scene of great activity, when the members of the Commercial Girls’ Club will hold their FIFTH Birthday Tea from 3 to 6 p.m. For many weeks now the various Com- mittees in charge have been en- deavoring to make this Fifth Birthday of theirs a Red Letter Event, and it is hoped that a great imany friends and ac- quaintances will attend in order to show their enccfhragement for the wonderful work the Club is accomplishing. The Club was formed five years ago “to alleviate to the best of its ability, the need cre- ated by unemployment amongst Commercial Girls”. Not only have they helped to secure po- sitions for the unemployed members, but they are also striving to help those not so fortunate to fill in their en- forced leisure profitably. There are Club Rooms equipped with a free library, Sewing machine (where the girls may do their own sewing), also cooking uten- sils, which privileges are avail- j able free of charge at all times to any unemployed member. — j The members have reason to be proud of their Club Roojns, and they are always pleased to wel- come any interested visitors. The annual Tea is the Big Event of the year and the Club depends very largely on the re- ceipts derived therefrom for the furtherance of the year’s work. They are anxious to make new friends and cordially invite you to co,me to the Tea and hear how they carry on. You will find it well worth your while. j ÚTFARARSIÐIR Á INDLANDSEYJUM Malajar kenna flest veikindi, einkum geðveiki, áhrifum illra anda, og þess vegna er um að gera að útreka þá. Ef svo langt er komið, að hinn sjúki er í andarslitrunum, !þá halda menn að sálin hafi yfirgefið líkamann, og nú er um að gera að beita öllum ráðum til þess að fá hana til að hverfa aftur. Hjá Iþeim þjóðflokki, sem nefnist Kajandajak, er þá gerð- ur út sáluveiðari, sem nefnist Dajong. Elr það venjulega ung stúlka, sem hefir fengið vitrun! um það í draumi,, hvemig hún eigi að fara að þessu. Hún byrjar á því að falla í dásvefn (trance), svo að sál hennar geti elt hina sálina, sem er komin langt á undan áleiðis til bústað- ar hinna framliðnu, náð henni ^ og talið hana á að hverfa aftur. Sjúklingurinn er lagður á mitt gólf og ættingjar hans leggjast | í kring um hann. Dajong geng- t ur nú með lokuð augu um- hverfis hópinn og tautar fyrir munni sér brot úr söngvum og bænum til guðanna. Af og til I lætur hún svo sem hún verði að gefast upp við það að kalla sál hins sjúka heim. En þá lofa ættingjarnir henni ríkulegum gjöfum fyrir það' að 'halda á- fram. Og stundum tekst þetta. En þegar tekist hefir að kalla sálina heim, er næsti vandinn sá, að fá hana til þess að hverfa í líkamann aftur. Grípur þá Dajong oft sverð til þess að ógna henni til hlýðni. Og þ.egar það hefir tekist að koma sálinni inn í líkamann, leggur Dajong einhvern hlut, venjulega hrís- grjónargraut, á enni sjúklings- ins, en með pálmatrefjum er bundið fast um úlfliði hans, svo að sálin taki ekki upp á því að flýja líkamann aftur. Þegar þessu er lokið er fórn- að hænu, eða þá svíni, ef um mjög alvarlegt tilfelli hefir ver- ið að ræða. Blóðinu, eða hlaut- inu, er stökt á pálmatrefjarnar á úlfliðum sjúklingsins. Þessi aðferð gefsf oft vel og segja læknar, að það sé vegna þess, að isjálfstraust og lífs- þróttur sjúklingsins magnist við þetta. Deyi sjúklingurinn samt sem áður, þá eru barðar bumbur til þess að tilkynna það sálum framliðinna í undirheimum. Það fer eftir mannvirðingum hins framliðna, hve mörg högg eru slegin á bumbuna. Meðan líkið stendur uppi, er það haft í beztu skartklæðum. Dýrindis perlur eru látnar undir .augnalokin. Hjá líkinu brennur sífelt eldur, og hjá því eru einn- ig látnir nestisböglar og síga- rettur, sem sálinni eru ætlaðar. Sígarettur senda vinir og frænd- ur oft í hundraðatali. Tveir eða iþrír menn vaka stöðugt yfir lík- inu og halda uppi stanslausum harmagráti. Útfarardaginn kemur Dajong, sest hjá líkinu og hefur upp söng til þess að leiðbeina sál- inni yfir fljótið milli þessa heims og annars heims, því að nú skil- ur sálin við líkamann fyrir fult og alt. Síðan eru tvær brúður, sem eiga að tákna karlmann o^ konu, bundnar sinn á hvorn enda líkkistunnar, og eru það leifar af þeim sið, þegar þj-ælum og ambáttum var fórnað til þess að þjóna húsbónda sínum í öðr- um heimi. Fjalagólfið í húsinu er rifið upp og kistan látin fara þar niður og síðan dregin út undan húsinu. Annað er ekki vogandi, því að ef farið væri með kistuna út um dyrnar, mundi andi hins framliðna auð- veldlega rata inn í húsið aftur. Þetta er gert til að villa hann. Kistan er nú borin niður að á. Þar er bátur, veifum og flöggum skrýddur, og á honum er kistan flutt til greftrunarstaðarins. 1 öðrum bátum, sem koma á eftir, eru vinir og vandamenn, og verða þeir að steinþegja ajlan tímanri. Þegar heim er komið lætur Dajong búa til lítið hús, skamt frá svefnherbergi hins fram- liðna, og inn í það er raðað matnum og sígarettunum. Síð- an fer hún bónarveg að sál hins framliðna og biður ,hana að koma, þiggja það sem fram sé borið og segja hvers hún óski. Með stuttu m,illibili hlerar svo Dajong, og segir ættingjunum að nú sé sálin komin og sé að gera sér gott af sígarettunum og matnum. Síðan flytur hún þeim óskir hins framliðna og er öllu hlýtt,, sem hún segir. Sorgarathöfninni lýkur þann- ig, að hauskúpa er borin inn í húsið, og Iþá hefst gleði 'og glaumur og átveisla mikil. Að henni lokinni er hauskúpan skreytt með pálmablöðum og hún lögð á gröf hins framliðna. —Lesb. Mbl. KEYPTA KONUEFNIÐ Frh. frá 1 bl*. ur stelast burtu frá húsbændum sínum. Að strjúka vogaði hún því ekki. Það var aðeins ein mann- eskja, sem stúlkan gat snúið sér að í von um hjálp. Það var systir sem hún átti í Regina. Og hún kom einu sinni eða tvisvar að sjá Shimie Fong. En þær fengu ekki að sjást eða tala saman einar. Hún gat því ekki sagt systur sinni óhamingju sína. Bréfum var heldur ekki hægt að skiftast á. Eftir öllu var litið. Loks fór systir hennar að gruna margt. Og einu bréfi kom Shimie Fong loks til hennar, er kam öllu upp. Systir hennar fór þá á fund lögfræðings í Winnipeg. Lög- fræðingurinn vissi ekki hvort hann átti að trúa sögunni, en fór samt af stað og fékk lög- reglumann með sér. Þeir fóru þangað sem stúlkan bjó. Lögreglumaðurinn hringdi dyrabjöllu og spurði eftir Shimie Fong. Hún kom til dyranria, en var nærri hnigin niður af hræslu við að sjá lögreglumanninn. “Viltu vera hér eða komast burtu?” spurði lögreglumaður- inn. “Eg kýs að komast héðan,” svaraði stúlkan. “Hversvegna ferðu þá ekki?” spurði lögreglumaður. “Eg þori það ekki,” svaraði stúlkan. “Viltu fara nú þegar með systur þinni?” (sem einnig var í bíl lögmannsins) spurði lög- reglumaður. “Já.” iS'himie Fong tók föggur sínar saman og fór alfarin af þessu heimili. Á skrifstofu lögfræð- ingsins var sagan af þessu öllu sögð. Og að því búnu tóku syst- urnar lestina til Regina. Daginn eftir var kaupandi stúlkunnar kallaður niður á skrifstofu lögfræðingsins. Hann spurði hverju .þetta sætti, að Shimie Fong hefi verið tekin burtu ? Hann skyldi ekki þessi lög landsins. Lögfræðingurinn sagði að stúlkan hefði kosið að komast burtu og vildi ekki giftast syni hans. “En hvað er imeð peningana sem eg borgaði föður hennar fyrir hana í Kína? Hver ætlar að greiða mér þá?” spurði kaup- andi stúlkunnar. “Þú verður að eiga um það við hann,” svaraði lögfræðing- urinn. — Og Iþetta skeði alt saman í Winnipeg, FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í Jóns Bjarnasnoar skóla föstudags- kveldið kemur 9. þ. m. kl. 8 e.h., meðal þeirra er gengust fyrir samtökum hér í bæ, með 1 að taka þátt í undirbúningi við Imóttöku Landstjórans að Gimli 121. sept. Lagðar verða fram | skýrslur yfir störf nefndanna er ! kosnar voru og inntektir og út- j gjöld o. fl. Óskað er eftir að þeir sem þátt tóku í undirbúnings fundunum sæki fundinn. Rögnv. Pétursson, fundarstj. Siglið Beinu Leiðna Til ÍSLANDS Tiðar siglingar frá Montreal til Islands, yfir Skotland. Fargjöld fram og tif baka lág. Fáið full- komnar upplýsingar um þetta frá nœsta umboðsmanni yðar eða — W. C. CASEY, General Passenger Agent, C. P. R. Bldg., Winnlpeg. Símar 92 456-7. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS WORLDS GREATEST TRAVEL SYSTEM 11'^ Skilninéur <t> AA INNUGIR um það, iað á sléttum •V* Vesturlandsins búa menn og konur sem komið hafa hingað, sem næst frá öllum löndum veraldar, með því augna- miði að stofna hér voldugt innanlands ríki, hefir EATON’S ávalt reynt að skilja þessa mismunandi þjóðflokka, þjóðarein- kenni þeirra og þarfir. Brautryðjendur Vesturlandsins og af- komendur þeirra hafa orðið þessa ásetn- ings varir og því ósjálfrátt snúið sér til EATON’S eftir þörfum sínum; vitandi að það gerði engan mismun á hvaða tungu kvaðir þeirra væru skráðar, þeim myndi verða sint eftir sem áður og eigi misskild- ir. Tiltrú á EATON'S Vöruskrána rættist fastlega í hugum þeirra. EATON’S, er kunnað hafa að meta þessa tiltrú, hafa lagt sig alla fram til þess að varðveita þessa tiltrú. Yður er óhætt að skrifa frítt og frjálst til EATON'S á yðar eigin máli ef þér viljið; þér munuð verða þess varir að þar er skilingi og þjónustu að mæta. E ATO N ’S

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.