Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 7. OKT. 1936 Jói trúði því fastlega að ástin gæti breytt mönnum, enda var hann dygguí kaupandi og lesandi hinna vikulegu tímarita, sem lýsa hinu hugðnæma efni, ástinni fyrir almenningi. Oft hafði hann hugsað um ,það hvenær Ian Heath, sem að öllu leyti var hinn álitlegasti maður, mundi falla fyrir skeytum ástaguðsins, sem alla leggja að velli, alt frá konunginum til fisk- salans á götunni. Dorrance hafði jafnvel gengið svo langt að veðja við sjálfan sig um þetta, 5 á móti einum og síðar, rétt áður en Ian hafði farið til meginlandsins, aðeins 3 á móti einum, vegna þess, að hann hafði raulað með sjálfum sér meðan hann baðaði sig. En ,þrátt fyrir það hafði ekkert komið fyrir og eins og vant var hafði Jói neyðst til að borga sjálfum sér. Hann var á báðum áttum í þessum atrið- um. Hann kannaðist við, að mál væri komið, að Ian Heath staðfesti ráð sitt, en hinsvegar mundi það ljúka enda á veru hans þarna, sem húsráðanda hafði fallið svo vel öll þessi síðustu 5 ár. En þrátt fyrir það fanst honum að Ian ætti að kvongast, þó ekki væri nema fyrir eiaa ástæðu. Hann hafði frétt það hjá mági sínum, sem var leynilögregluþjónn að Ian Heath væri njósnari stjórnarinnar og það var hættulegt starf, sem konan hans mundi sjá um að hann legði niður. Þegar Ian Heath kom í leikhúsið varð hann gripinn um stund af hinni almennu hrifn- ingu, sem þar rikti. Það sem vakti þessa hrifningu var vinsælasta leikritið, sem þá var á dagskrá í höfuðborginni. Hvert sæti var selt með afar verði, þau voru öll full, og þóttist. hann heppinn, að hafa fengið frían inngang. Hann ákvað að njóta gleðinnar meðan hún gafst. Einhver sagði einhversstaðar að ekkert væri eins hrífandi og eftirvæntingin. Þegar hann var að starfi sínu erlendis, og hafði farið huldu höfði, hafði hann lesið hið háværa lof blaðanna um leik þennan og lofað sjálfum sér því, að fara að sjá hann, ef hann kæmist lif- andi heim. Jæja, þarna var hann og þurfti ekki að hugsa um neitt annað næstu tvær stund - irnar, en þennan eftirtektaverða leik. En þegar tjaldið drógst frá, horfði hann samt ekki á leiksviðið, heldur starði hann á- | fjáðum augum til vinstri handar. Það sem hann sá, voru tvær konur, sem komið höfðu seinast og voru nú leiddar til sætis af þjónin- um, tveimur sætum fram undan Ian, og þótt ljósin væru dauf þá sá hann að önnur konan, var stúlkan, sem hann hafði næstum rutt um koll á stöðvarpallinum eitthvað þremur tímum áður. Hann var í efa um að hann sæi rétt, en samt var hann sannfærður um að svo var eigi. Það var ekki um það að villast. Þetta var sama stúlkan með gulljarpa hárið, sem hann hafði séð áður um daginn. Það marraði í sætinu um leið og Heath færði sig til. Starfið, sem hann stundaði hafði gert hann talsvert hjátrúarfullan. Skáldsagna- dómarar kunna að gera lítið úr neti hending- annna, en hann átti ætíð í höggi við raunveru- leikann, og þessi hending fanst honum tals- vert skrítin. Setjum svo að leikritið væri af- bragð, sem alla leikhúss unnendur langaði, að sjá, en samt var það undarlegt, að á meðal allra miljónanna sem streyma um stórborgina, að leiðir stúlkunnar og hans skyldu liggja á sömu stund í sama staðinn þetta kvöld, og í annað sinni þennan dag. Einkennilegt og truflandi. Auðvitað hafði þetta enga þýðingu. En návist þessarar ungu stúlku gerði hann órólegan. órólegan vegna þess, að hann hafði það á tilfinningunni að forlög þeirra lægju saman á einhvern hátt. Hann gat ekki gleymt þessum augum hennar, sem brostu og lýstu ótta í senn. Hann gat ekki gleymt þeim. Þau ásóttu hann síðan hann sá þau fyrst. Þrátt fyrir lófaklappið gat hann eigi ein- angrað hugann við leiksýninguna, heldur starði á stúlkuna. Hann fór að brjóta heilann um hana. Hver var hún? Hvað hét hún? Því var hún hrædd? Mundi hún eiga heima í Lund- únum? Þannig spurði hann sjálfan sig, og fann að hann þurfti að fá svar. Ef dæma mátti af lófaklappinu, sem ætíð rauf þögnina f_ leikhúsinu, þá var leikurinn hrífandi, en Heath hélt áfram að horfa á stúlkuna, sem sat fyrir framan hann. Hyíti loðkraginn á kápunni hennar var hneptur frá og kom þá í Ijós fagur- lega skapaður háls og herðar. Hún var vel greidd. Heath komst að þeirri niðurstöðu að óttinn við fátæktina, sem kvelur svo margar konur, gæti ekki valdið henni hugarkvíða. Hún hafði auðsjáanlega látið sérfræðing gera upp hárið. Hann fann eins og ósjálfrátt til- ánægju yfir því. Hann var ætíð hrifinn af að sjá konur vel búnar. Konan sem með henni var og var rúmlega miðaldra að útliti, var lí'ka prúðbúin, en að öðru leyti var hún ekkert frábrugðin öðru fólki, sem sást í leikhúsum höfuðborgarinnar. Ian Heath sneri sér að leiksviðinu, því að hann gerðist óþolinmóður við það, sem hann kallaði heimskuna í sjálfum sér. Hann ásetti sér að horfa á leikinn. Aðal leikandinn var nú að töfra áhorfendurna með sinni alkunnu snild, en samt hurfu augu Heath’s frá honum að stúlkunni, sem nú hafði hulið hinn fagra háls sinn í loðkraganum, eins og henni hefði orðið ‘kalt. Var leikurinn að hafa áhrif á hana? Var hennar eigin æfiferill eitthvað svipaður leikn- um, sem stóð yfir? Setti þess vegna hroll að henni? Þvert á móti ásetningi sínum þá spurði Ian Heath sjálfan sig að þessu. “Ekkert sem fyrir hefir komið á liðinni æfi þinni. Ekkert, sem þú kant að hafa gert — getur breytt ást minni á þér!” sagði hin tigu- lega rödd leikandans og um leið féll tjaldið að fyrsta þáttinum. Venjulega mundi Ian Heath hafa varið hléinu milli þátta til þess að reykja vindling út í göngunum, en nú sat hann kyr í sæti sínu. Sú hlægilega ósk hafði vaknað í huga hans, að stúlkan liti við og þehti hann. Hann var afar óánægður yfir því, hve mjög hann óskaði að þetta yrði svo,, en samt hélt hann áfram að óska þess. Hann vonaði að hann væri ekki að verða rómantískur. Harker Bellamy kærði sig fremur lítið tum slíka hugarstefnu hjá und- irmönnum sínum. Þeir máttu eigi vera blaut- geðja. Lífið er engin skemtisamkoma, var uppáhalds orðtak hans og hann leit út eins og hann menti það, sem hann sagði. Stúlkan horfði beint fram undan sér. Hún veitti eftirtekt orðunum, sem konan er með henni var, beindi að henni við og við, annars virtist hún ekki veita umhverfinu neina at- hygli. Ef Heath hefði ekki séð hana áður þá mundi hann hafa litið svo á að hún þjáðist af lífsleiðindum, sem er mjög algengur sjúkdómur nú á tímum, þeirra sem á æskuskeiði eru sadd- ir lífdaga. En þessi stúlka var full af lífi og fjöri og eftirtekt, og þrátt fyrir óttasvipinn í augunum þá hafði hann séð að hún var hraust. Að hún veitti ekki umhverfinu meiri athygli spratt, að skoðun Heaths af því, að eitthvað oili henni áhyggju, að einhver óeðlilegur ótti hefði náð tökum á henni og héldi henni í viðjum sínum. Það var ekki fyr en tjaldið fór upp í ann- að sinn að Heath tók eftir manninum með örið á hægri vanganum. Örið gat verið eftir sverðs- högg. Tvent flaug honum í hug í senn. Fyrst mintist hann hins einkennilega einvígis með sverðum, ,sem hann hafði neyðst til að heyja í Feneyjum hálfum mánuði áður, og hitt atriðið var að hann hefði einhvers staðar rekist á manninn með örið. “Hver?” spurði hann sjálfan sig, en svarið vildi eigi koma. Eftirtekt Heaths var nú tví- skift, því að þótt maðurinn með örið virtist ekki hugsa um neitt sérstaklega, þá sá Heath að hann veitti stúlkunni athygli. Magra, þel- dökka og hörkulega andlitið hans lýsti óþolin- mæði, tennurnar nístust saman og sterkleg hvíta hendin strauk litla yfirvaraskeggið í ákafa. Ian Heath hafði varið svo mörgum stund- um æfinnar að gæta að öðrum mönnum og veita þeim eftirtekt, að nú kom hann fyllilega til sjálfs sín. Þetta var starf hans. Annaðhvort hafði hann hitt þennan mann einhverstaðar, eða hann hafði heyrt aðra tala um hann. Eitt- hvað sem sagt hafði verið um hann, dvaldi í minni hans. Þesskonar maður var auðkendur. Hann gat verið vel búinn og hann var það, hann gat borið öll hin ytri merki siðfágunar, og hann bar þau, en fyrir augum hins reynda mannþekkjara duldist hann samt ekki, heldur sagði til sín hver hann var — æfintýramaður, kaldur og kæringarlaus, maður sem vogaði miklu til þess að vinna mikið eða tapa öllu Heath hafði í starfi sínu hitt marga þesskonar menn. Slíkur maður, sem vel gat verið heims- borgari og þorpari gerði ekkent án tilgangs. Hann hlaut að njósna um þessa stúlku í ein- hverjum vissum tilgangi. Skyldu það vera gimsteinarnir hennar? Heath komst fljótlega á þá skoðun að svo var ekki; því að hún virtist enga hafa nema hálsband er var lítils virði. Ljósin voru dregin niður í áhorfenda- salnum. Maðurinn sneri sér við, er hann sneri sér sá Heath enn betur andlit hans. Út úr því stafaði niðurbæld ástríða, ef til vill var það fögnuður, það var áreiðanlega einhvers konar æsing. Heath togaði í flibbann sinn. Hann var vissulega í skrítnu sálarástandi fyrir mann, sem fyrir stuttu síðan hafði gert allskonar heitstrengingar lum frítíma og næði. Nú ósk- aði hann einskis framar, en finna lausn þessa leyndarmáls. Hann kallaði sjálfan sig erkiflón. Skoll- inn mætti hirða allar stúlkur, sem píndust af leyndum ótta og menn með örum eftir sverða- lög á andlitinu. Það sem hann þurfti að finna og síðan að varðveita var ró og næði. Til allrar hamingju myndi hann finna þetta úti á einhverri heiðinni. Þennan næsta þátt píndi hann sig til þess að horfa á leikinn. Hann lét það ekki eftir sér svo mikið sem að renna aug- unum í áttina til stúlkunnar og þegar tjaldið féll, fór hana eins og hann var vanur úr sæti sínu og reykti sér vindling. Er hann settist aftur í sæti sitt neyddist hann samt til að veita því eftirtekt að súlkan var nú ein í sætinu. Eldri konan, sem með henni var áður var nú farin. Án þess að hugsa frekar um þetta horfði Heath á leiðsviðið. — Þetta atriði leiksins var mjög hrífandi. Hetjan í leiknum ætlaði að láta taka sig fastan fyrir glæp, sem hann hélt að konan sín hefði framið. Leikendurnir léku ljómandi vel og undir venju- legum kringumtsæðum mundi Heath hafa gleymt sér yfir því. En nú furðaði hann sig á því hversvegna konan kom ekki aftur til stúlk- unnar. Og þótt hann fengi snuprur fyrir þá ákvað hann að bjóða ungu stúlkunni samfylgd sína heim til hennar. “Þú ert asni,” sagði skynsemin við hann í hálfum hljóðum, “það ætti að skilja stúlkuna eftir einsamla,” svaraði önnur rödd, (líklega hjartans). Að lokum fór hann milliveginn. Hann ætlaði ekki að bjóða hjálp sína nema að hennar þyrfti við. Hann ætlaði að vaka yfir stúlkunni án þess hún vissi af því, þangað til hún 'kæmist brott frá leikhúsinu. Þegar hún væri komin inn í leigubíl eða strætisvagn mundi hún vera örugg, en ef eitthvað kæmi fyrir áður — þá. Nú f'éll tjaldið að síðasta þættinum. Stúlkan sem gekk hratt, fór fram hjá honum. Hún leit aldrei upp og ekki lét hún sem hún þekti hann. Þegar hann sneri sér við til að fylgjast á eftir henni, var hún horfin í mannfjöldann. Hann braust í gegn um þvöguna eins fljótt og hann gat án þess að sýna af sér ruddaskap. Þá byrjaði hljómsveitin að leika þjóðsönginn. Það þýddi það, að tefjast dálítið, en við því var ekki hægt að gera. Hann stóð kyr og beið eins rólegur og honum var auðið. Þegar hann sneri sér við aftur var stúlkan horfin. Hann bjóst við þessu. Hún hafði sjálfsagt kornist niður í göngin áður en þjóðlagið var leikið og var nú komin út úr leikhúsinu. Jæja, þá það. Honum þótti vænt um að forlögin höfðu forðað honum frá frekari af- skiftum af þessu máli og alla þá stund, sem það tók hann að troðast út í dyrnar reyndi hann að sannfæra sig um þetta, að hann væri glaður að svona fór. En þetta breyttist alt í einu og hann ásakaði sjálfan sig fyrir að vera óþokki, því að þarna fór stúlkan. Hún hafði sveipað að sér yfirhöfninni og reyndi að kom- ast gegn um nxannþröngina og á eftir henni maður með örið. “Fyrirgefið!” Þeim sem ekki viku úr vegi, hratt hann frá, vegur hans var ekki rósum stráður heldur bölbænum, en honum lá á. Hann sá, að stúlkan var nú komin út úr mannþrönginni og gekk upp strætið Þótt árásin væri hvatlega gerð varð Heath samt nógu fljótur. í sama vitfangi og náung- inn rétti út hendina og greip í stúlkuna hafði leynispæjarinn þotið að honum og náð ju-jitsu ta'ki á hægri handlegg hans. Urrandi af illsku sneri maðurinn sér við. Heath herti á takinu og sneri handlegginn svo að kvölin hlaut að vera hroðaleg. Hann ætlaði sér að meiða 'hann og gerði það líka. Svitadroparnir brutust fram á enni náungans. Augu hans glóðu af illsku. “Hvað gengur hér á?” Lögregluþjónn hafði birst rétt eins og á yfimáttúrlegan hátt. “Ekkert sem þér þurfið að skifta yður af, lögregluþjónn,” svaraði Heath. “Þessi náungi var að ráðast á stúlkuna þá arna og eg er bara að reyna að siða hann svolítið til.” Að svo mæltu hratt hann manninum frá sér, maður- inn, sem steitti fót sinn á gangstéttar brúninni, féll beint á höfuðið niður í forina. Ásamt mörgu fleira fólki hafði ökumaður einn stað- næmst til þess að horfa á uppþotið. Heath reif upp dyrnar á vagninum hans og kom stúlkunni upp í vagninn, því næst bauð hann ökumanni að aka af stað og það tafarlaust, kvaðst mundi gefa honum heimilisfangið síðar meir. Bíllinn hélt af stað. “Voruð þér í leikhsúinu?” Þetta var undarleg manneskja. Venjuleg stúlka mundi hafa byrjað á einhverjum vand- ræðalegum afsökunum. En þessi stúlka leit á hann og sneri sér beint að efninu. Honum féll það vel í geð. Honum geðjaðist ætíð að prak- tísku fólki. “Já,” svaraði hann, ”eg sat tveimur sætum aftar en þér í leikhúsinu. Eg var hálft í hvoru að vonast eftir að þér lituð við,” en svo sneri hann sér að efninu. “Hversvegna fór konan sem með yður var á undan yður?” “Hún fékk áríðandi hraðskeyti um að koma á annan stað, og leikurinn var svo dá- samlegur, að eg vildi sjá hann til enda. Eg þakka yður fyrir hjálpina. Þessi maður gerði mig hrædda . . . en — hún lækkaði röddina eins og hún væri að tala við sjálfa sig, “eg er nú orðin svo vön við að verða hrædd.” Ian Heath dróg leðurveski upp úr vasa sínum. Hann vissi að hún hafði ekki ætlast til að hann heyrði síðustu orðin, en hann hafði samt heyrt þau. “Eg heiti Heath,” mælti hann, “og mér fellur illa að vita til þess að stúlkur séu hrædd- ar.” Hann fékk henni nafnmiðann sinn. “Geti eg hjálpað yður á nokkum hátt þá látið mig vita.” Hún þakkaði honum bæði fyrir nafnmið- ann og tilboðið með hæglæti. Tilraun hennar að sýnast hressileg mistókst að nokkru leyti, en Heath hlýnaði um .hjartarætumar er hann sá hve mjög hún reyndi það. “Þorparinn reyndi að ræna yður. Og þegar slíkur maður reynir þvílíkt á mann- mörgu stræti, þá sýnir það ljóslega eitt, og það er þetta: Hann hlýtur að hafa knýjandi ástæður til að fjarlægja yður frá vinum yðar. Eg held að hann hafi verið að reyna að stinga nál með deyfandi lyfjum í handleginn á yður, þegar eg kom að. Venjulega stúlku mundi hafa hrylt við, en þessi stúlka kinkaði kolli til samþykkis. “Já, eg fann eitthvað rispa mig. En það sem þér sögðuð rétt núna Mr. Heath,, slíkur maður, við hvað áttuð þér þá? Þekkið þér hann persónulega?” • “Nei, eg þekki hann ekki persónulega, en þegar eg sá hann fyrst í leikhúsinu, þar sem hann var að gefa yður gætur, þá fanst mér að eg hefði hitt hann einhverstaðar. En eg þekki þvílíka menn sem hann. Hann er þorpari sem flækist meðal allra þjóða heimsins.” Þsesi skýring virtist koma henni óþægilega á óvart. Hún hafði upp hin síðustu orð hans og reyndi að skilja hvað þau þýddu. Þau þögðu bæði. Eitthvað í fasi stúlk- unnar hamlaði Heath að spyrja hana fleiri spruninga. Ef hún óskaði ekki eftir að segja honum meira þá ætlaði hann ekki að þvinga hana til þess. Leyndarmál þessarar dularfullu strætisárásar var hennar leyndarmál, og þótt hann vildi hjálpa henni á allan hann, þá varð hún samt að biðja um þá hjálp. “Hvert á eg að láta keyra yður?” Hann leit út um gluggann. Hann sá fólkið koma út úr leikhúsum og kaffisölum. Alstaðar ljóm- uðu andlitin af gleði, nema þessi stúlka sem hjá honum sat og sem einnig hefði átt að vera glöð og hamingjusöm. Hún var kvalin af hræðilegum ótta, einhverju draugalegu leyndar máli. Hann beit á vörina. Lífið leikur marga menn skammarlega. Þetta væri nógu slæmt fyrir karlmenn — en fyrir unga stúlku. “Eg dvel á Clifford hótelinu í Dover stræti,” svaraði hún. “Heath gaf ökumanninum heimilisfangið og beindi hann þá ferðinni þangað. Þremur mínútum síðar stóð stúlkan á gangstéttinni og rétti honum hendina. “Það var einkennilegt að við skyldum hitt- ast aftur — þakka yður fyrir og kæra þökk fyrir hjálpina. “Verið þér sælar,” sagði hann. Rauna- blærinn í augum hennar og rómi, sem þrátt fyr- ir það að hún reyndi að leyna honum var auð- heyrður, skar hann í hjartað. En hún hafði hafnað tilboði hans um hjálp og þessvegna gat hann ekkert gert. iStúlkan sneri sér við og gekk inn f gisti- húsið. Hættan ógnar Þegar hraðlestin rann út frá Paddington stöðinni leit Cicilía Garrett á mannfjöldann á stöðvarpallinum, síðan horfði hún á hina þrjá farþega, sem með henni voru. Þeir sátu sinn í hverju horni og sýndust all meinlausir, en eftir það, sem komið hafði fyrir hana kveldið áður, virtist alt geta komið fyrir. Einn far- þeganna var búinn sem prestur og sat niður- sokkinn í blaðalestur, hið sama gerði feiti maðurinn á svarta frakkanum og röndóttu buxunum, sem auðsæilega var kaupmaður. Þriðji farþeginn var miðaldra kona, með litað hár og sat hún við bréfaskriftir. Þau virtust öll mjög meinlaus. Cicilía varp öndinni ánægjulega og gleymdi þeim öllum, því að hún hafði nóg að hugsa um og nóg áhyggjuefni. Það var aðeins mánuður síðan, að hún hafði lent á Énglandi, en þangað hafði hún komið frá Ameríku. En þetta hafði verið viðburðaríkasti mánuðurinn á æfi hennar. Ógleymanleg atriði höfðu komið fyrir hana á 'þessum tíma. Fyrst stóra og gamla húsið, sem hún dvaldi í. Það stóð á þeim eyðilegasta stað ,sem hún hafði nokkru sinni séð og eins og nærri má geta, þá voru það mikil viðbrigði, eftir að hafa alist upp í New York.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.