Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 8

Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. OKT. 1936 FJÆR OG NÆR Þakkargjörðarguðsþjónustur Næstk. sunnudag fara fram þakkargjöröarguðsþjónustur í Sambandskirkjunni í Winnipeg kl. 11. f. h. á ensku og kl. 7. e. h. á íslenzku. Séra Philip M. Pétursson messar. Fjölmennið við báðar guðsþjónustur. * * * Látið börnin yðar sækja sunnudagaskóla Sambandssafn- aðar kl. 12.15 á hverjum sunnu- degi. * * * Séra Guðm. Árnason messar sunnud. 18. okt. á Langruth, Man., kl. 2. e. h. * * * Messur séra Jakobs Jónssonar í Vatnabygðum næstkomandi sunnudag verða í þetta sinn auglýstar innan bygðarinnar. Er fólfc beðið að veita þeim aug- lýsingum eftirtekt. * * * S. 1. miðvikudag komu Jakob Freeman og kona hans Stein- unn og Mrs. G. Einarsson frá Hnausum, Man., til bæjarins. Kamu þau í bæinn til að finna gamla vini og kunningja. Tombóla Gleymið ekki tómbólunni sem haldin verður í Samkomusal Sambandskirkju í Winnipeg. kl. 8. e. h. á fimtudagskvöldið 15. þ. m. Margir ágætir drættir verða til boðs, þar á meðal, epla-kassar, haims, hveitimjöls pokar, viðar-korð, leikhúss mið- ar og margt fleira eing og til- tekið er í auglýsingunni sem birtist á öðrum stað í blaðinu. Tombólan er undir umsjón stjórnarnefndar safnaðarins og eins og æfinlega, verða allir drættimir sem ákjósanlegastir. Gleymið ekki tombólunni 15. þ. m. í samkomusal Sambands- safnaðar í Winnipeg. Skemtun yrir unga og gamla. Fjölmenn- ið! * * * Á miðvikudaginn var komu hingað snögga ferð að sunnan frá Mountain, N. D., Mr. og Mrs. Thorl. Thorfinnsson. Með þeim var sonur .þeirra og tengdadótt- ir Mr. og Mrs. Hjalti Thorfinns- son frá Wahpeton, N. D: Brugðu þau sér öll norður að Fljóti í Nýja íslandi til að heilsa upp á ættingja og vini. Þ^iu héldu heimleiðis aftur á fimtudaginn var. Þakkargjörðar Hátíðin Kvenfélag Sambandssafnaðar minnist hátíðarinnar MÁNUDAGINN, 12. þ. m. sem á undanförnum árum, með almennri skemtisam- komu í kirkjunni og borðhaldi í fundarsal kirkjunnar. TIL SKEMTANA VERÐUR: 1. Ávarp forseta. 2. Söngur: Söngflokkur kirkjunnar. 3. Solo: Mrs. K. Jóhannesson. 4. Upplestur (Kristrún í Hamravík) : Ragnar Stefánsson 5. Violin Solo: Mrs. Gytha jöhnson Hurst. 6. Ræða: Dr. Rögnv. Pétursson. 7. Solo: Pétur Magnús. 8. Piano Solo: Ragnar H. Ragnar 9. Veitingar í fundarsal kirkjunnar. Inngangur er ókeypis, en á móti samskotum verður tekið, meðan á skemtiskránni stendur. Samkoman byrjar kl. 8.15 e. h. Komið og njótið góðrar skemtunar! FORSTÖÐUNEFNDIN. Hveitisölusamlögin og Kornsaian Sveitakornlyftumar nota núverandi komsölu fyrir- komulag af því að reynslan og rannsóknirnar hafa sann- að að það er bezti vegurinn við að höndla canadiskt hveiti á heimsmarkaðinum. Hveitisölusamlögin í Vesturlandinu, sem einnig eru meðlimir The Winnipeg Grain Exchange, segjast nota verzlunartæki þess vegna þess að þau hafi ekki um aðra útvegi að velja. En nú hafa þau um aðra útvegi að velja. Þau gætu: (a) Selt beint til canadiskra útflutnings verzlana, (b) Selt beint til kommylnufélaga utanlands; (c) Selt beint til innkaupafélaga utanlands; (d) Stofnað sína eigin kornsölu kauphöll. En þau gera ekkert slíkt, vegna þess, þau vita að hinn opni markaður veitir bændum hagkvæmast verð og er þeirra bezta trygging af öllum þeim söluaðferðum sem enn hafa verið reyndar. Með öðrum orðum þeir hagnýta sín meðlima hlunnindi í The Winnipeg Grain Exchange alveg á sama hátt og sveitakomlyftumar nota sín, og nákvæmlega af sömu ástæðum. Það má vel vera, að önnur og betri aðferð verði fundin með nýjum ráðstefnum, rannsóknum, og tilraun- um. En ef einhver önnur markaðs aðferð skydli finn- ast, sem hagkvæmari reyndist fyrir bændur, þá myndi hún strax öðlast hið ítrasta fylgi kornlyftufélaganna, er hafa gert sér það að metnaðarsök að standa í broddi fylkingar hvað þjónustu við bændur í Vesturlandinu snertir í síðast liðin þrjátíu ár. THE NORTH-WEST GRAIN DEALERS' ASSOCIATION WESTERN GRAIN DEALERS’ ASSOCIATION Útvarpsræða um Leif Eiríksson Að ölu forfailalausu flytur Dr. Richard Beck, prófessor við rík- isháskólann í Norður Dakota, ræðu um Leif Eiríksson og Ameríkufund hans frá útvarps- stöðinni WNAX, Yankton, Suð- ur-Dakota, á föstudaginn í þess- ari viku kl. 12.40—1.00 eftir há- degi. Ræðan verður flutt á ensku og er þáttur í Leif Eiríks- sonar hátíðarhaldi, sem forvíg- ismenn Norðmanna 'í iSuður- Dakota gangast fyrir. « « y Mr. og Mrs. Sigurður Magn- ússon frá Tantallon, Sask., og sonur þeirra Jóhannes, voru stödd í bænum yfir helgina. Þau komu í bíl. Þau sögðu upp- skeru á hveiti hafa verið sæmi- lega í sinni bygð, en lakari aftur á öðrum korntegundum, svo sem byggi og höfrum. ¥ ¥ * Séra Guðm. Árnason frá Lun- dar, Man., var staddur í bænum s. 1. mánudag. * * * Mrs. Baldrún Eyford, kona Framars Eyford lézt að heimili þeirra hjóna að Vogar, Man., 23. sept. Hún var um fimtugt. — Hana lifa eiginmaður og 10 börn, sum uppkomin. Hún var jörðuð sunnud. 27. sept. að við- stöddu miklu fjölmenni. . Séra G. Árnason jarðsöng. * * * Gísli Grímsson, Maryhill, Man. lézt 30. sept. að heimili Stefáns bónda Ólafssonar í Lundi. Hann /ar 83 ára. Hann á engin skyld- menni hér vestra. Séra Guðm. Ámason jarðsöng. * * * Á þriðjudagsmorguninn 6 þ. im. andaðist ihér á Almenna sjúkrahúsinu Ólafur Eyvindsson frá Westbourne eftir 10 daga legu. Ólafur heit. var sonur þeirra hjóna Þiðriks sál. Ey- vindssonar og Guðrúnar Péturs- dóttur, er lengi bjuggu við West- bourne og því rúmra 32 ára að aldri. Hann eftirlætur konu og eina dóttur. Jarðarförin ferfram frá ensku kirkjunni í West- bourne á fimtudaginn kl. 2. e. h. * * * Tombóla Stjórnarnefnd Sambandssafn- aðar heldur Tombólu, fimtu- dagskvöldið 15. október. Margir ágætir drættir verða til boðs eins og æfinlega. * * * Gunnar bóndi Einarsson frá Víðir, Man., leit inn á skrifstofu Hkr. s. 1. fimtudag. Hann kvaðst hafa orðið að finna Hkr. fyrir almælisdag Tiennar. Gunn- ar kom til þessa lands 1876, þá 10 ára; fór hann fyrst til Gimli, en tveim árum síðar til Winni- peg að svipast um eftir atvinnu. Var þá Jsumstaðar ekki fært nema fugli fljúgandi um það svæði, sem nú er Aðalstræti í Wpg. Gunnar hefir ávalt unnað íslenzku og öllu sem íslenzkt er þó hann væri mikið á meðal enskra fyrstu árin. * * * S. Sigurjqnsson, sem síðan í júlí hefir átt heima í Swan Riv- er,«Man. biður Hkr. að geta þess, til leiðbeiningar þeim, er bréfa- skifti hafa við hann um “Bjarma”, o. fl., að utanáskrift til hans framvegis verði: Minne- dosa, Man., % C. H. Brown. * * * G. T. stúkan Skuld hefir á- kveðið að halda súaa árlegu Tombólu, mánudaginn 19. okt. Nákvæmar auglýst síðar. Mannalát v Ekkjan Anna Kristín Paulson frá Regina, Sask., dó á General Hospital í Winnipeg s. 1. mið- vikudag. Hún var kona Wil- helm H. Paulson, er dó fyrir tveim árum. Hin látna var 62 ára. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lút. kirkju s. 1. mánudag, að f jölmenni viðstöddu og skyld- fólki binnar látnu vestan frá Saskatchewan-fylki. * * * Mrs. Guðrún Sigurðsson dó s. 1. sunnudag í Selkirk, Man., — Hún var 74 ára. Jarðarförin fer frarn frá Lútersku kirkjunni í Árnesi á morgun (fimtudag) kl. 2 ,e. h. * * * Mrs. Rannvelg Davíðsd. Jó- hannesson, Víðir, Man., dó um miðja s. 1. viku að heimili sonar síns Valda Jóhannessonar. * * * Útför dr. Jóns heitins Stefáns- sonar fór fram frá Fyrstu lút. j kirkju á Victor St., Winnipeg s. 1. laugardag. Dr. B. B. Jónssohi stýrði kveðjuathöfninni og séra Rúnólfur Marteinsson mintist starfs hins látna mjög hlýlega í þágu J. B. skóla. Útförin var ein af hinum fjölmennari í þess- um bæ. * * * Þakkargerðar-samkomu held- ur kvenfélag Sambandssafnað- ar 12. okt. n. k. í Sambands- kirkju á Banning St. Meðal annars á skemtiskránni, er upp- lestur, er Ragnar Stefánsson hefir. Les hann upp úr leikritinu Kristrún í Hamraví'k. Annars er skeimtiskráin frekar auglýst í þessu blaði. * * * Mr. Wally FTiðfinnsson, son- ur Jóns tónskálds Friðfinnsson- ar, er um skeið hefir unnið hjá OPR félaginu í Winnipeg, sem Passenger Agent, hefir nú verið veitt staða hjá félaginu, sem Travelling Passenger Agent, en það er ábyrgðarmeiri og hærri staða en sú er hann hafði. Er þarna því um “promotion” að 1 ræða. Heimili Mr. Friðfinnsson- ' ar verður nú í Saskatoon, Sask. * * * Laugardaginn, 26 sept. voru þau Victor Guðlaugur Ágúst Sigurðsson og Ruth Evelyn Proctor gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteins- syni. Hjónavígslan fór fram í Jóns Bjamasonar skóla að við- stöddum allstórum hóp ætt- ingja og vina. Eru þau fyrstu hjónin seim gift hafe verið í skólanum. Foreldrar brúðgum- ans hafa lengi haft umsjón á hendi f skólabyggingunni, og hann sjálfur með þeim hin síð- ari ár. Brúðkaupsveizlan fór fram hið bezta. Heimili brúð- hjónanna verður í Winnipeg. * * * VERZLUNARNÁMSKEIÐ Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir til sölu nám- skeið við alla höfuð verzlunar- skóla bæjarins með vægum kjörum. Ungt fólk er hefir í huga að leggja fyrir sig verzl- unarnám ætti að leita upplýs- inga um þetta. Talið við eða símið: Á. P. Jóhannsson, 910 Falmerston Ave., sími 71177. * * * Minningarrit íslenzkra her- manna sem gefið var út af Jón Sigurdson Chapter I. O. D. E. selst fyrir $3.00 eintakið. — Sendið pantanir yðar til Mrs. J. B. Skaptason 378 Maryland St., Winnipeg FEDERAL Framskipunar Komlyftustöðvar f Fort William—Port Arthur— Vancouver. 423 Sveitakornlyftur í Vesturlandinu. 101 Kolasölustöð. Þjónusta og verzlunartæki vor tryggja hagkvæm viðskifti Heimilisiðnaðar félagið held- ur fund á miðvikudagskveldið 14. okt. að heimili Mrs. Finnur Johnson, St. 14 Thelmo Man- sions, kl. 8. e. h. * .* * Jón Sigurðsson Chapter I. O. D. E. will hold their Annual Sil- ver Tea in the T. Eaton Co., Assembly Hall, 7th floor on Sat- urday, October lOth, from 2.30 to 5.30. * * * Messan í Garðar, N. D, sunnudaginn 11. okt. fer fram kl. 2.30 e. h. en ekki að kveld- inu. Allir velkomnir. H. Sigmar. “AÐ NORÐAN” í síðasta balði Heimskringlu var nokkuð getið um þessa nýj- ustu ljóðabók eftir þjóðskáld ís- lands, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Er óþarfi fyrir mig að fjölyrða um bókina, því að Davíð er nú sá bragarþulur sem “hæðstum tónum nær að ís- lands sonum”. “Að Norðan” er 190 bls., í góðu bandi, og kostar $2.50. Bregðið skjótt við að panta bókina, því að þessi fyrsta sending til mín voru aðeins fá- ein eintök. “Skrítlur og Skopsögur”, eft- ir Guðmund Davíðsson. 80 bls. Verð í kápu 75c. MAGNUS PETERSON 313 Horace St, Norwood, Man. MESSIJR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaearncfndin: Funölr föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir íyrt mánudagskveld í hverju... mánuffl. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng'- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á H sx'ZX 'iö ‘iSapnuuns umfjaAu y — :umigoisvövpnuuns •IPIöAnsS-Bpnxsoj nfjoAti Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu PLACE YOUR ORDER NOW! For Personal Christmas Cards Over 200 Samples to Choose From Also the Special Dollar Box Victor Eggertson PHONE 86 828 Give me a ring, I will be pleased to call. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oo kennari Kenslustofa: 518 Dominion St. Sími 36 312 Gunnar Erlendsson Fianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 T0MB0LA undir umsjá forstöðunefndar Sambandssafnaðar og til arðs fyrir söfnuðinn, verður haldin í fundarsal kirkjunnar cor. Banning St. og Sargent Ave, FIMTUDAGSKVELDIÐ 15. þ. m. kl. 8. e. h. Margir verömætir munir verða á boðstólum, esm eru margfalt meira virði en drátturinn kostar, svo sem: Eplakassar — Ham — Bacon — Hveitipokar — Hafra- mjölspokar — eldiviður — leikhúsmiðar — o. fl. Fjölmennið á þessa samkomu! Inngangur og einn dráttur 25c FORSTÖÐUNEENDIN. I McCurdy Supply K ------------- Company Limited MEÐ ÁBYGGILEGUSTU VERZLUNARHÚSUM BÆJARINS Pantið Þaðan K0L og VIÐ Skrifstofan er nú flutt í nágrenni við íslendinga og á verzlunin því hægra með að sjá um skjóta og ábyggilega afgreiðslu. Verzlunin hefir fullar birgðir af eldsneyti og byggingarefnum. McCurdy Supply Co. Ltd. 1034 ARLINGTON ST. Cor. ROSS AVE. Sími 23 811

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.