Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 7

Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 7. OKT. 1936 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA BRÉF TIL HKR. Mountain, N. D. 19. sept. 1936 Hr. Ritstj. Hkr. Eg mætti K. N. fyrir nokkrum dögum á Mountain og hann gaf mér blað með fáeinum vísum á og sagði eg mætti gera við þær hvað eg vildi. Eg sendi yður blaðið alveg eins og hann fékk mér það og tel eg það ekki illa komið hjá Heimskringlu. (K. N. skrifaði sumar vísurnar um leið og hann fékk mér þær). Vinsamlegast, Magnús Snowfield Meðan eg var milli 'kvenna, meira var það þeim að kenna, helduren mér, hvað hafst var að. Það grætur einn sem annan gleður — ósjálfrátt er margt sem skeður. Páir vita hvað er hvað. Girndir þó að kunni að kveikja: kvennmönnum, sem drekka og reykja, mönnum geðjast ekki að. Margt þær byrla mönnum fárið, málaðar, með litað hárið. Satt er bezt að segja um það. Svar til M. Snowfield Engum leiðist [þó eg þagni, þörf er ekki meira að segja, fáum varð mín fyndni að gagni, flestir vilja sjá mig þegja. Óðum þverrar andans 'kraftur, eftir langar næturvökur; bráðum verð eg ungur aftur, yrki fleiri og betri stökur. —K. N. LJÓÐ JAKOBS SMÁRA Handan storms og strauma Eftir H. K. Laxness Frá Halldóri Kiljan Laxness rithöfundi, sem nú er á leið til Argentínu á rithöfundaþing 'þar, hefir Alþýðublaðinu bor- ist eiftirfarandi ritdómur: Jakob Smári þarf aldrei að flýja á náðir tilfinningaseminn- ar, þaðan af síður einkamála sinna, til þess að geta ort, og er þá mikið ,sagt. Viðkvæmni hans er alt af fullkomlega skáldleg — °g almenn. Ljóð hans bera fyrst og fremst öll merki tigins anda. Synjun hans er dulræn eins og allra mikils háttar ljóð- skálda, hann sér landslag leys- ast upp í goðverur eins og Jón- as Hallgrímsson í Hulduljóðum, Jóhannes Kjarval í sínum ljóð- rsenustu málverkum, sjá t. d. kvæðið um Drotningu berg- iandsins. Hann hefir á valdi sínu hið háleita skáldamál end- urvakningarinnar, sem kostar langt mál að ýsa, en auðveldast er að gefa hugm^ynd um, með því að vitna í kvæðisupphöf eins °S t. d. Ei glóir æ á grænum iauki eða Ó, bliknuð mær í klónia hrein. Það elr tungumál á hærra stigi, tónar, sem sjald- an hljóma á vorum dögum, vegna þess, að svo fá nútíma- skáld hafa sálarrósemi til að leika á fiðlu meðan borgin er að brenna, þeir æða ósjálfrátt út á torgin og hrópa eldur. En þótt kvæði eins og þessi láti ekki hátt í glaumi dagsins, þá mun það sannast, að einmitt af þess- um toga eru spunnir hinir eilífu hörputónar skádSkaparins, tón- ar hins fyrsta og síðasta ljóðs, það er rödd fegurðar og friðar, og rödd göfugs manns, og hún mun halda áfram að hljóma að baki öðrum hljómum eftir aö margt er þagnað. Nú heyri eg minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu. Hér hittir maður ekki aðeins skáld, sem hefir skilningsarvit sín í lagi, bæði dulræn og nátt- úrleg, en loksins hittir maður hér nútímaskáld íslenzkt, sem nennir að vinna, sem nennir að ríma, án þess að láta málið yrkja fyrir sig, kann að heya sér orðaforða, og það, sem er enn meira um vert, hefir þolinmæði til að leita hins rétta orðs, unz hann hefir fundið það, fellir mál sitt saman af óþreytandi natni, atkvæði fyrir atkvæði, í vand- meðfærilegustu ljóðháttum, eins og t. d. sonnettunni, unz lítiö kvæði stendur fyrir sig sem lif- andi heild, alformað og í jafn- vægi. —Las Palmas, 21. ág. 1936. Halldór Kiljan Laxness. —Alþbl. VÍSINDIN Vísindin eru ’það fullkomn- asta, sem efnisheimurinn hefir yfir að ráða, og sýnir framþró- un, þroska og fullkomlegleika mannssálarinnar. Þar er alt á fleygi ferð alla tíða í þekking- arleitinni. En er það ekki eftir- tektarvert og óskiljanlegt, hvað öll mannleg vísindi og þekking starfar að mestu leyti í efninu einu. Minsta kosti hvað vest- rænu þjóðflokkana snertir. Þeir hafa verið að kíkja upp í tunglið og stjörnurnar við og við; en eg held að við héma niðri séum nokkurn veginn í því sama á- standi eins og þó það hefið aldrei verið kíkt þarna upp! Annars treysti eg mér ekki að fullyrða neitt um það, svo eg kýs heldur að halda mig við jörðina. Það eir aðeins einn þáttur vís- indanna sem mig langar til að minnast á, læknavísindin. Eins og allir vita eru læknavísindin á því fullkomna þroskastigi. Þar er alt lagt í sölumar sem krefst meiri þekkingar. Þar er ekki um neina kyrstöðu að ræða. — Læknarnir hafa aldrei neitt það; sem heitir að vera búin með námið. Þeir fá altaf ný og ó- Have the Business POINT OF VIEW T Dorninion Business College students have the advantag; of jndividual guidance in the all-important factors of usiness personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the detaila of work, you must be able to sell your services, ana this is n0w just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or -7 of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION business college On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s þekt viðfangsefni að glíma við, því nógir ejru sjúkdómar og eyðileggingar í öllu þessu dauð- lega hverfula. Þar á meðal er mannslíkaminn, þetta æðsta á- hald eða verkfæri í efnisheimin- um, þessi sjáanlegi lí'kami, sem við störfum í hér, er aðeins bú- staður og verkfæri þess innra manns. Þó þessi líkami manns- ins sé ekki meira virði, en dauð- legt eyðanlegt efni. Eru lækna- vísindin í stöðugri leit með vax- andi þekkingu að varðveita þennan bústað vom frá öllu illu og skaðlegu. Því er verið að ieggja svo. mikið til fyrir þennan líkama? sem virðist vera svo lélegur og skammvinnur, með öllum mögulegum annmörkum. Sjúkir, lamaðir, vanskapaðir og allskonar önnur vansmíði. Alt þetta þreyta læknavísindin við með þeirri fullkomnustu þolin- mæði, trúmensku og þraut- seigju. Þarna er hægt að finna eðlilegt áframhald og eðlilegan þroska mannssálarinnar, þar sem læknavísindin eru að verki. En nú hefir mannkyninu verið kent um aldaraðir að hér sé um meira að ræða en líkamann. Að maðurinn hafi nokkuð sem í daglegu tali er köluð “sál” eða “andi”, sem sé ódauðlegt og eilíft. ;Sé það rétt, þá sjáum vér að sá parturinn er heldur ekki heilbrigður, þjáist af hræði- legri kvillum, hættulegri og ó- viðráðanlegri en líkamskvillarn- ir. Hvar eru læknarnir? Hvar eru vísindin starfandi í þágu þess “óendanlega manns”. Á mörg hundruð ára fresti kemur einn og einn til mannanna og vilja lækna, sem vilja gefa, það sem þeir hafa eignast, skilning- in og þekkinguna á hinum eilífa ódauðeika. En hvað skeður? Þessir vísindamenn, þessir lækn- ar eru lítið heyrðir, því m|inna skilið það, sem þeir segja. Eftir burtför þeirra héðan af jörð- unni, rísa upp ýmiskonar kenni- setningar, úthrópaðar yfir heim- inn af þeim, sem gefa sig út að útbreiðþ, “þans heilaga orð”, mannssálunum til sáluhjálpar. Svo skiftast sálimar í ýmiskon- ar trúflokka, sundurliðað í ótal “söfnuði”. Flestir hafa svo þess- ir “andar” sinn eigin leiðtoga eða læknir. En því miður eru þessi læknavísindi og læknamir í sömu kvíum, sömu fangaklef- unum, síðan á dögum gamla testamentisins. Það er betra að segja minna svo maður tali ekki af sér. Svo eg vil ekki fara lengra út í “vísindin”. Langar mig til að bæta því við þessar línur, að þeir, sem lifa í gereyðingar hugmyndinni (að alt sé búið með dauða lí’l^am- ans), eiga eftir að taka betur til starfs. Þeir hinir sömu svara því kannske sem svo: Nógur tíminn, eilífðin er löng. — Spir- itisminn hefir gert svo mikið að hann hefir sannað þúsundum eða miljónum manna áfram- haldið í einhverri mynd. En hitt er víst að þeir eru ekki tiltölu- lega svo mikið fróðari en við, þó þeir séu farnir úr efnislíkalman- um, því ef maðurinn var ófróð- ur og vankunnandi þegar hann flutti úr efnislíkamanum, hver er ástæða fyrir því að þekking skapaðist við bústaða skiftin? Þessvegna segir Krishnamurti: “Að þekkingin og fullkomnun” sé náð hér, þegar maðurinn er reiðubúinn, hafi kastað öllu “fá- nýti”. (Þá sem langar til að vita hvað Kristnamurti á við með fánýti, verða að lesa bækur hans). Og fræðarar mannkyns- ins hafa sýnt og sannað með líferni sínu og kenningum, að fullkominn maður eða “andi” geti lifað og starfað'í efnislík- ama í efnisheiminum. Ingibjörg Líndal ÚR ÖLLUM ÁTTUM Gestrisni Roosevelts Roosevelt hefir í mörgu að snúast. Auk þess að sinna hin- um margháttuðu stjómarstörf- um, verður hann að taka á móti fjölda gesta. Amerísk blöð birtu nýlega eftirfarandi skýrslu um I heimsóknir og risnu í Hvíta hús- i inu: 1933 var tekið á m,óti 10,756 gestum, 3254 fengu máltíð og 7456 te. 1934 var tekið á móti 21,240 gestum, 2492 fengu máltíð, — 11,697 te. 1935 var tekið á móti 19,163 gestum, 3391 fengu máltíð og 14,730 te. Grænlenzk blaðamenska Tvö blöð eru gefin út í Græn- landi á grænlenzku. Það eldra kem,ur út í Godt- haab og hefir komið út síðan 1861. Nafn þess á grænlenzku er Atuagadlitit, sem gæti þýtt, Fræðsluritið eða eitthvað hlið- stætt á íslenzku. Hitt blaðið heitir Avangna- miok (Norður-Grænlendingur- inn) og hefir komið út í God- havn síðan 1913. Bæði blöðin koma út mánað- arlega og eru í fjögra blaða broti. Samkvæmt dönskum upplýs- ingum geta allir fullorönir Grænlendingar lesið og skrifað grænlenzku og margir kunna dönsku.—Nýja Dagbl. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Homi Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 68S Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram eg aítur um bæinn. — Eg sá að hann óli kysti þig. Ekki hefði eg trúað að liann þyrði það. — Ekki eg heldur. Og eg veðjaði konfektSkassa við hann uíii það, að hann þyrði það ekki. —Lesb. ANDLEG SJÓN Eg tilbið alla fegurð sem að finst, Eg finn þar sjálfa guðs míns helgu mynd. Eg lít þar heilagt stjórnar-stefnu vit, þar strykar engin hönd með fölskum lit. Þar blika lífsins blóm við ljósa- skrúð, þar blaktir rós á hverri heima súð, af yndi ljómar ásýnd hvers eins manns, og ekkert lágt þar sést í fari hans. En finna líka fleiri staði má, hvar feysknir kvistir hrekjast til og frá; mannverur þær sem mældu auðs síns glit úr molum slíkum gerðu vængja þyt. Það tekur sárt hve sálin manns er smá, að sjá ei það, sem betur fara má, það kremur sárt að sjá það skíra gull, Er sekkur on-í glaumlífs nautna full. Að sýna miskun mönnum, skepnum, ber, það markið hæsta, skyldan stærsta er; og þegar tímin tilbýr annan stað , við tökum ekkert með oss nema | það. Indo. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 ATHUGASEMD Um leið og eg þakka hinum | ágæta fræðimanni prófessor: Watson Kirkconnell fyrir hans j einlægu og góðviljuðu ummæli | um skáldið Stephan G. Steph- j ansson, f* tímariti: “University of Toronto Quarterly, Vol. V, • No. 2., January 1936,” þar sem I hann telur Steplian G. mesta j skáld Canada, og áréttar um- mæli sín með því að telja hann \ mesta skáld íslendinga sem uppi.( hefir verið að fornu og nýju. Við ( sem erum íslendingar vitum að góðvitrustu þjóðbræður Steph- anis hafa komist að líkri niður- stöðu og W. K. og á undan hon- um, sem eðlilegt var. Eigi að síður á hinn góðvilj- aði tungumála og hugsjóna- fræðingur próf. Watson Kirk- connell hugheilustu þakkir skyldar allra íslendinga og þeirra, sem hlutdrægnislaust unna manndómi, fyrir það að vilja gefa samtíð og framtíð á- byggilega lýsingu, bæði af skáldinu og manninum persónu- lega. Þó vil eg allra vinsamleg- ast gera þá athugasemd við mannlýsingu prófessorsins, að Steplian G. Stephansson hafði ekki blá augu, eins og segir í áðurnefndri ritgerð hans. Eg hefði varla þorað að gera þessa athugasemd, ef ekki hefði verið fyrir það, að eg átti tal um þetta atriði við Stephan sjálfan, og spratt það samtal víst út af rit- gerð eftir Dr. Helga Péturss, og ummælum hans og athuga- semd, við lýsingu á augnalit Þorstein skálds Erlingssonar,t þá nýlega dánum. Þorsteinn var sagður að hafa verið mó- eygur. Eg hefi ekki í svipinn við hendina ummæli dr. H. P., en þau voru á þá leið, að margt gæti nú málum blandast. Þegar bláu augun Þorsteins Erlings- sonar voru talin brún — að hon- um nýlega liðnum. En hvaða litur er á augunum þínum, sagði eg við Stephan? Ef eg skyldi uppi lianga, og þeim yrði ekki rétt lýst, að honum látnum? — “Já eg hefi þessi kyrning augu, sambland af brúnu, bláu og gráu, uppistaðan er grá og blá en þetta ljósbrúna ívafið. — Matthías hafði líkan augnalit.” Nú bið eg prófessor Watson Kirconnell vinsamlega, að taka þessa leiðréttingu til greina, og árétta ummæli sín um augnalit Stephans G. Stephanssonar í áðurnefndu tímariti, því það er á hans færi þar, en ekki mínu. Sömuleiðis bið eg þjóðbræður og systur, bæði hér og á ætt- jörðinni, að festa í minni ofan- skráðar línur, þær sem innan tilvitnunar merkja standa. Með vinsamlegri kveðju og þökk. Jakob J. Norman 27—9—36. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederation Life Bldg. Talsíml 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öffru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa elnnig skrifstofur aff yandar og Glmli og eru þar aff hitta, fyrsta miffvikuda* 1 hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti mefföl í vifflögum ViStalstímar kl. 2—4 e. h. 7-—8 aff kveidlnu Sími 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útíar- lr. Ailur útbúnaffur sá bestl. _ Ennfremur selur hann aliskonar minnisvarffa og legsteina. 843 SHERBROOKK ST. Phone: 86 607 WINNIPEO Dr. S. J. Johannesjon 218 Sherburn Street Talsíml 30 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 054 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ÍSLENZKVR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlrmlpeg Gegnt pósthúsinu Simi: 96 219 Heimilis: 33 321 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnlpeg Office Phone Res. Phone 21 834 72 740 DR. J. A. BILDFELL 216 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours 4 P.M.—6 P.M. and by appointment Residence: 238 Arlington St. Orrici Phoni 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUILDINQ OrncE Hours: 12-1 4 p.m. - 6 P.M. AND BT APPOINTMBNT J. WALTER JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance Company

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.