Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 2
2. SEÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. OKT. 1936
ÚTVARP OG MENNING
Eftir Jón Leifs
Oss íslendingum hættir oft
við, að meta um of allar nýung-
ar sem nýi tíminn og útlöndin
færa oss. Þetta á einnig við um
útvarpið. Oft heyrist talað um
iþetta mikia /“menningartæki”,
einnig að sími, bifreiðar, flug-
vélar, dagblöð, bíó o. s. frv. séu
tákn framfara og menningar.
Eg verð að byrja á því að
mótmæla þessari skoðun ein-
dregið, þó að mér sé ljóst, að
þorra lesenda muni vera það
mikil vonbrigði. Eg er sem sé
þeirrar skoðunar, að alt það, sem
upp var talið, hvorki útvarp né
annað, sé ekki menningartæki í
eiginlegasta skilningi. Vitanlega
á eg ekki við íslenzka útvarpið
sérstaklega, heldur útvarp yfir-
leitt sem fyrirbrigði, hvar sem er
í heiminum. Þýzki sendiherr-
ann, von Hassell, sem nú er
sendiherra í Rómaborg, ferðað-
ist fyrir nokkrum árum um ís-
land, þegar hann var sendiherra
fyrir ísland, þá búsettur í Kaup-
mannahöfn. Þegar hann kom
þangað frá íslnadi, þá lét hann
svo um mælt, að hann þekti
ekkert land, sem stæði svo
framarlega að “Kultur” sem ís-
getur ekki skapað sanna sálar-
menningu, þar sem engin er til,
en það getur lagt sanna menn-
ingu í rústir, þar sem hún er
fyrir. Dæmin erlendis sýna þetta
betur en á Islandi, en erlendis
er það oftast aðeins flokkur
manna, lítill hluti þjóðanna, sem
heldur uppi menningunni, en
meirihlutinn tekur ekki þátt í
henni. Það má segja, að ís-
lendingar séu eða hafi verið að
minsta kosti til skamms tíma,
ein mesta menningarþjóð í víðri
veröld og er sannarlega mikils
um vert, að við reynum að halda
stefnunni í þeim efnum. Er-
lendis ber góðan blæ hið ytra
að útvarpsstarfsemi er stundum
rekin sem verzlunarfyrirtæki,
eingöngu líkt og kaupmaður
gerði sem seldi svikna vöru eða ó
holla. Slíkt eigum við að varast
Útvarpið getur drepið alla dýpri
hugsun, gert menn eftirtektar-
lausa, sljóvgað alla einbeiningu
hugans, getur jafnvel afskræmt
sanna menningu og á það eink-
um við um tónlist, enda telja
dómbærir menn tónleika í út-
varpi einna lélegasta tegund
allra tónleika, en það er oft eins
og mönnum séu rétt dauð blóm í
staðinn fyrir lifandi .
Það má vera að sumum les-
endum verði nú á að spyrja,
land, en svo aftarlega að “Civili-
zation” sem ísland. Þó að þetta
kunni að virðast nokkuð orðum
aukið, þá verðum við að kann-
ast við, að mikið sé satt í því.
Eg skal reyna að útskýra mun-
inn á erlendu orðunum “Kultur”
og “civilization”, en það má
segja, að “Civilization” sé orðið
heldur niðrandi orð um efnis-
lega mentun, sem ekki hefir
innri sálræna menningu að
geyma, en “Kultur” er notað
um þá eiginlegu sálarmenningu.
Meðan íslendingar lifðu við
lestur íslendingasagna, þá lifðu
þeir við “Kultur” eða sálar-
menningu á hæsta stigi, full-
komnustu list, en ef þeir lifðu
um leið við óþrifnað, og mötuð-
ust úr sömu skálinni, þá var það
skortur á efnismenningu eða
“Civilization”, en hún hefir
ekki menningargildi.
Við verðum að kannast við
það, að sá nýi tími, getur spilt
sálarmenningu íslendinga. Dag-
blöðin geta spilt bókmentalíf-
inu, bíóin leiklistinni, útvarpið
hljómleikalífinu, eða komið í veg
fyrir, að það þroskist. Útvarp
hversvegna eg, eftir 20 ára dvöl
erlendis, þar sem eg hefi list-
rænum störfum að sinna, hefi
tekið að mér að starfa nokkra
mánuði á ári fyrir slíkt fyrirtæki
sem útvarp er. Já, sannarlega
hljótum við listmínnirnir að
vera í vandræðum gagnvart fyr-
irbrigðum sem útvarp, kvik-
myndaléikhúsum og öðrum fyi-
irtækjum, sem að miklu leyti
virðast fjandsamleg listum, en
við eigum ekki nema tvo kosti:
annaðhvort að snúast af alefli
gegn þeim, eða að reyna að
beizla þau í þágu sannrar list-
menningar eftir því, sem hægt
er. Eg hefi kosið síðari kost-
inn, enda tel eg gagnslaust að
berjast gegn slíkum fyrirtækj-
um, eins og sumir listamenn og
menningarfrömuðir gera erlend-
is.
Það hefir mér altaf verið ljóst,
að útvarp getur gert gagn þrátt
fyrir alt og tel eg lista- og
mentamönnunum skylt að
stuðla að því, að það verði sem
mest og auk þess þurfa ráðandi
menn útvarpsins og hlustend-
urnir að sameinast um, að þetta
i Split a bottle o[ WHITE SEAL f
♦
I
♦
1
í
I
♦
♦
♦
I
I
♦
I
i
Two Glasses in EVERY BOTTLE
For Immediate Delivery
PHONE .
ALSO — GRAIN BELT
BEER, DUBLIN STOUT
96361
KIEWEL9S
CWhiteSeo^
♦
1
♦
I
j|
I
|
♦
I
♦
fí
I
I
Thls advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. Thr.
Commission is not responsible jorr statements made as to quality of products advertised.
Islenzk Ijóð í enskum þýðingum
íslendingar hafa gert talsvert
að því í seinni tíð að þýða ís-
lenzk Ijóð á enska tungu. Marg-
ar þessar þýðingar hafa birst á
prenti; sumar í bókum, sérstak-
lega þeirrar sem próf. Richard
Beck bjó undir prentun árið
1930, og sumar í iblöðum og
tímaritum. Kunnastir þýðend-
ur eru: Jakobína Johnson,, próf.
Skúli Johnson, Páll Bjarnason,
Dr. Gísli Gíslason og Erlendur
Gíslason. Auk þeirra þýddi séra,
Rúnólfur Fjeldsted nokkuð
mörg kvæði og ýmsir aðrir hafa
þýtt eitt og eitt kvæði.
Fyrir tuttugu árum (1917)
barst mér í hendur þýðing á
kvæðinu Dettifoss eftir Kristján
Jónsson; hefir það legið hjá mér
síðan; eg var að Isea það og
bera þýðinguna saman við
frumkvæðið og fanst mér hún
þess virði að hún kæmist fyrir
almennigssjónir. Þýðingin er
eftir T. A. Anderson frá Poplar
Park, og eru til eftir hann fleiri
þýðingar.
Sig. Júl. Jóhannesson
HURLY-FALLS
From the lcelandic by Kristján Jónsson
Translated by T. A. Anderson
There, where never a flower pillows
On cold gray rock its sun-kissed face,
Where mighty crags the white-capped billows
Hold in their grim and cold embrace;
There, mighty fall, old friend, thou plieth
Thy mammoth voice in s"ongs of might,
The very rocks beneath thee sigheth,
As reeds in chilly blasts of might.
Singest'thou of souls departed,
Hero-troops who lived and died,
Of freedom former times imparted,
And glory’s moumful eventide.
Within thee myriad lights assemble,
Shed by the sun through cloudy haze;
The rainbow eolors turn and tremble
In the troll-like billows of thy maze.
Wonder-beauteous, awe-inspiring
Art thou, the peer of waterfalls;
Ever gliding, never tiring,
Within thy desolate rocky halls.
The times, they change, and tribulation
Touches the heart, so now it weeps;
Yet ever from thy aweful station
Onward thou roll o’er craggy steeps.
Verdure fades, the storms are raging,
The ocean swell it riseth fast
On ruddy cheeks the rose is ageing
In sorrow’s icy stinging blast;
On palsied cheeks, the hot tears flowing
Show that tþe heart is not at ease;
Yet, evermore the wild spray throwing
The waves within thee laugh and tease.
When dead to earth I’ve fallen, gladly
Within thy billows I would sleep
Where not a fellow-mortal sadly
Over my fallen corpse might weep;
And when friends the moumful sounding
Dirge o’er other corps shall sing,
Thou, in zealous mood, astounding
Over me shalt with laughter ring.
hættulega tæki sé sem mest
notað til góðs eins. Þetta vakti
fyrir mér, er eg gerðist starfs-
maður íslenzka útvarpsins, auk
þess, sem það var mín einlæg-
asta ósk að hafa náið samband
við land mitt og þjóðina, en eg
tel það nauðsynlegt hverjum
skapandi listamanni að halda
sem fastast við slík frumstæð-
ustu náttúrulögmál átthagasam-
bandsins, sem ek'ki verða skert,
nema að listamaðurinn sjálfur
og list hans lamist, hvort sem
það er nú skáld eða annar lista-
maður, sem í hlut á. Þessu þarf
sám,t ekki að fylgja nein kot-
ungsþröngsýni “Provincialism-
us” eða andleg hægðartregða, ef
svo má að orði komast. Sleppum
því. Eg skal nú reyna að skýra
nánar frá því, hverskonar gagn
eg tel útvarp geta gert bæði hér
og annarsstaðar. Leyfið mér að
eins fyrst að minnast stutt á
það stig siðmentunar, sem við
íslendingar erum á nú og sem
skapast fyrst og fremst fyrir á-
hrif af erlendri “Civilization”,
eða fyrir meiri og minni mis-
skilning erlendrar siðmentunar,
þ. e. ytri efnismentunar. Það er
hverjum manni augljóst, sepi
hefir tök á nauðsynlegum sam-
anburði, að sá nýi tím,i getur
bókstaflega eyðilagt þá sönnu
íslenzku menningu.
Við íslendingar erum nu
staddir á því gelgjuskeiði, sem
kalla mætti bíó-mentun. Það er
hún, sem setur blæ á ytra lífið
og ryður mest burt því gamla.
Áður hermdu menn ytri siði eft-
ir Dönum, nú eftir því, sem sjá
má í bíó. T. d. kemur þetta
greinilega í ljós, í því hvemig»ís-
lenzka_ kvenfólkið í Reykjavík
snyrtir andlit sitt, en það herm-
ir eftir bíóleikkonunum, sem
verða að laga andlit sín fyrir
Ijósmyndavélina, til þess að
myndirnar verði sem skýrastar.
Slík ljósmyndaandlit taka sig
ékki vel út í íslenzkri sumiar-
birtu. Það er ekki svo að skilja,
að eg sé að mæla á móti snyrt-
ingu eða fegrun, en hún á að
ve.ra smekkleg og þannig, að
helzt beri ekkert á henni. í
þessu sem öðru kemur í ljós, hve
smekkurinn er mentaður. Ann-
ars er það einmitt kvenfólkið,
sem mestu getur ráðið um
menningarþroskarin, eftir því,
hvaða kröfur það gerir, hvort
það lætur sér nægja vín, danz-
lög, ósmekklegt skraut eða
heimtar eitthvað meira, t.
litsræna hljómleika, æðri bók-
mentir, kröfumeira samkvæmis-
líf í andlegum efnum, en sönn
mentun er sannarlega ekki dýr-
ari, en lélegar dægrastyttingar,
sem íslenzkir bæjarbúar nú éáta
sér nægja.
Það má segja íslenzka út-
varpinu til hróss,, að það hefir
ekki enn sett svo mikinn svip á
þjóðina sem bíóin og vonandi
verður það aldrei, enda mun
mega telja íslenzka útvarps-
hlustendur með mentuðustu og
mentunarþyrstustu ú t v a rps-
hlustendum í heimi. Ef nú skal
segja gagn það, sem eg tel að
útvarp geti gert, þá verður vit-
anlega ekki fram hjá því gengið,
að það getur mörgum manni
skemt, þó að ekki sé um veru-
legt gagn að ræða og er sú
skemtun mest virði, sem getur
komið mönnum til athafna, t. d.
fengi menn til að danza eða
iðka leikfimi, því að hvort-
tveggja er holt, en við erum þá
komin út fyrir eiginlega út-
varpsstarfsemi og að daglega
lífinu. Gagn útvarpsins tel eg
annars að geti aðallega verið
þrenns konar. — f fyrsta lagi
getur það vísað til menningar-
innar, þó að það geti ekki skap-
að hana. í öðru lagi getur það
stutt efni, sem standa utan út-
varpsins, t. d. opinbera hljóm-
leika, sem eru vel undirbúnir í
góðum hljómleikasal og fluttir
þar fyrir áheyrendum utan út-
varps, en þó útvarpað um leið.
í þriðja lagi getur útvarpið sein
kynningartæki stutt svo að
segja alla baráttu þjóðanna út
á við, bæði efnalega og andlega,
og er þetta máske veigamest af
öllum þrem atriðunum; útvarpið
íslenzka getur orðið og á að
verða vígi íslenzks sjálfstæðis
út á viS. — Eg mun nú skýra
nánar hvem af þessum þrem
liðum fyrir sig.
Fyrst er tilvísunin til menn-
inarinnar. Þetta er nú það at-
riðið, sem mest hlýtur að bera
á í útvarpsstarfseminni. Það er
nauðsynlegt að öllum aðilum sé
fyrst og fremst ljóst, að ekki
getur verið nema urti tilvísun
að ræða og að bæði útvarpend-
ur og hlustendur sameinist um
að tilvísunin geti verið sem bezt
og komið að sem mestum not-
um. Tilvísunin þarf að vera
hittin og hlustendur þurfa að
taka við henni með sem mestri
athygli og hagnýta sér hana,
einnig að láta útvarpinu stöðugt
í Ijós reynsu sína og óskir. Það
verður alt af að gæta að þvf, að
útvarpinu hættir við að dreifa
athyglinni; þaðgetur aldrei náð
dýpri tökum á mönnum, aldrei
jafndjúpum sem bók við lestur,
leiksýning eða fullkominn
hljómleikur utan útvarps. Þó
versnar nú þetta, ef menn gera
það að vana sínum að hlusta á
alt, sem útvarpið býður,, eða að
minsta kosti að láta vera opið
fyrir það stöðugt, þó að ékki sé
hlustað. Menn venjast fljótt af
þessu erléndis, þar sem útvarp-
að er allan daginn frá því
klukkan fimm á morgnana og til
klukkan tvö á næturnar, stund-
um líka alla nóttina fyrir fjar-
lægari lönd, þar sem þá er dag-
ur eða kvöld. Menn verða að
læra að kjósa og hafna. Þetta
mun verða auðveldara þegar ís-
lenzkir hlustendur fá dagskrána
prentaða nógu snemma fyrir-
fram og dagskráin verður sund-
urliðaðri, en viss flokkur manna
mun þá venjast við að hlusta
vissa vikudaga og á vissum tím-
um eftir mismunandi smekk og
þörfum.
Útvarpsstarfsemin sjálf nær
einnig þá fyrst tilgangi sínum,
ef útvarpsefni er hagað eftir
því, að ekki er hægt að gera ráð
fyrir mikilli athygli, og minnir
starfsemin óneitanlega á blaða-'
mensku, en blöð þurfa að vera
skemtileg, hittin,, því að menn
lesa ekki dagblöð með sömu at-
hygli og bók. Það má segja, að
fyrirlestrastarfsemi íslenzka út-
varpsins sé einsdæmi í öllum
heiminum, og áhuginn meðal ís-
lenzkra hlustenda á erindum um
alt mögulegt milli himins og
jarðar, en þessi erindi taka meiri
tíma af öllum útvarpstímanum
en hlutfallslega í nokkru öðru
landi og efnið er líka þannig, að
erlendis myndu útvarpshlust-
endur alment ekki sækjast eftir
því eða melta það. Hætt er við
því, að þetta muni nú samt þeg-
ar fram líða stundir smátt og
smátt breytast hjá íslenzka út-
varpinu og að meiri áherzla
verði þá lögð á skemtunina, t.
d. vel samræmda dagskrárliði
með tali og tónum.
Þá kem eg að tónleikunum,
sem við allar útvarpsstöðvar eru
langumsvifamesti þátturinn á
dagskránni og tekur við sumar
útvarpsstöðvar yfir níu tíundu
hluta dagskrárinnar og meir.
Það er sjálfsagt, að meiri hluti
tónleikanna í útvarpi eiga ekki
að vera menningarlegs eðlis,
iheldur tóm dreifing hugans í
stað einbeiningar. Sú skemtun
þarf t., d. á laugardögum að vera
örvun í danz með alls konar
léttum danzlögum, en á mánu-
dögum örvun til vinnumarks, t.
d. með hressilegum göngulög-
um. Þégar að æðri tónlist kem-
ur, þá rekum við okkur skjótt á,
að ékki getur verið um annað
en tilvísun að ræða. Mitt fyrsta
verk þegar eg byrjaði störf mín
hér við útvarpið í febrúar f. á.
var að reyna að gera þessa til-
vísun sem allra greinlegasta
með stuttum skýringum, frá-
sögnum af atburðum eða hugs-
unum, sem ollu sköpun tónverk-
anna, með stuttum lýsingum á
stefnum listarinnar eða á tón-
skáldunum og lífi þeirra. Eins
hefi eg reynt að þýða alt á ís-
lenzku, sem tónlist við kemur,
því að eg lít svo á, að til ís-
lenzkra lilustenda skuli ekki tala
annað en íslenzku. Þessi störf
eru æði umfangsmikil og þeim
mun sennilega ekki verða lokið
fyrri en eftir fleiri ár. Þá er að
athuga, að tónleikunum sjálfum
sé sem bezt skilað til hlustend-
anna, og er þar margs að gæta.
Fyrst verðum við að sætta okk-
ur við það, að verkunum verður *
í gegn um útvarp, þó að allar
ástæður séu sem beztar, aldrei
skilað til hlustendanna í sinni
fullkomnu mynd. Bezta tónlist-
in, sem íslenzka útvarpið nú get-
ur boðið, eru tónleikarnir af
HEIMSÆKIÐ ÆTTLANDIÐ=
NOTIÐ YÐUR HIÐ LÁGA FARGJALD BEINA
LEIÐ ^FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVíKUR
Cunard White Star Line, með 96 ára
reynslu og sögu að baki, hefir nú í
förum stærsta gufuskipa flotann á At-
lamtshafinu, og er víðfrægt fyrir um-
hyggjusemi við farþega, undraverðan
viðurgemfng, og notalegan aðbúnað. —
Reynið ferðalag með því, við næstu
heimför og notið yður leiðiina yfir Eng-
land—hún er aðlaðandi æfinlega.
Fastar vikulcgar siglingar frá Montreal.
Spyrjist fyrir hjá gufuskipa
farbréfasala yðar eða —
CUNARDWHLTE.STAR
270 MAIN STREET, WINNIPEG