Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 4
4. SIÐA.
MEIM5KRINGLA
WINNIPEXj, 7. OKT. 1936
ILieimskriniilci
(StofnuO 1S8I)
Kemur út d hverjum miðmkudefft.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
S53 oa S55 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimia 86 537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgtet
fyriríram. Allar borganir sendist:
THE VTKING PRESS LTD.
ÖU viðskifba bréf biaBinu aðlútandi sendlat:
Manager THK VIKINO PRESS LTD.
S53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til riUtjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
853 Sargent Ave.. Winmpeg
“Heimskringla” is publlahed
and printed by
THE VIKINO PRESS LTD.
S53-S55 Sargent Avenue, Winnipet Mam.
Telepbone: 86 637
WINNIPEG, 7. OKT. 1936
RÆÐA KINGS Á FUNDI
ÞJÓÐABANDALAGSINS
Ræða, sem f'orsætisráðherra Canada,
McKenzie King, flutti s. 1. viku á fundi
7 Þjóðbandalagsins, hefir vakið nokkra at-
hygli. Blöð á Englandi, eigi síður en í
Canada, hafa gert hana að umtalsefni.
Virðist knurr í þeim flestum út af ræð-
unni; telja hana ekki vænlega til sam-
vinnu um þau mál, sem nú liggi sérstak-
lega fyrir Þjóðabandalaginu.
Efnið í ræðu Kings, sem mest er gagn-
rýnt, er það, að hann kvað Canada ekki
ganga að neinum kvöðum um viðskifta-
höft við nokkra þjóð. Því máli yrði ráðið
til lykta á þingi Canada. Að öðru leyti
kvað hann stjórn sína í fylsta máta sam-
þykka stefnu og starfi Þjóðabandalagsins
og fúsa til að heyra því til.
Sem stendur virðist nú minna við þetta
atriði í ræðu Kings að athuga en látið er.
Það má heita sagt út í hött, því að lögum
Þjóðabandalagsins, er engin þjóð skyldug
til að taka þátt í viðskiftabanni fremur en
henni gott þykir. Hún er ekki brotleg við
Þjóðabandalagið þó hún geri það alls
ekki — að minsta kosti ekki lagalega.
Það getur verið, að ræðan hafi átt að
gefa þjóð þessa lands eitthvað í skyn um
að hún þyrfti ekki að óttast neitt að verða
flækt inn í stríðsmál Evrópu. En mönn-
um er nú kunnugt af reynslunni um
hvaða trygging það- er fyrir því, þó sagt
sé, að þingið geri út um það.. Þingið í
allri sinni dýrð og veldi, hefir stundum
leyft sér að breyta á móti þjóðarviljanum.
Ræðuna er því óþarft að taka alvarlega
frá þessu sjónarmiði.
Ennfremur mætti segja, að ræðan gæfi
í skyn, að Mr. King væri óánægður með
Þjóðabandalagið eins og það er nú. Þó svo
væri, ætti að vera unt að fyrirgefa honum
það. Það hefði þó ef til vill verið eins
vel af sér vikið af honum, að segja hrein-
lega skilið við það. Ef hann ekki trúir á
möguleika 'þess til að koma hugsjónum
sínum í framkvæmd, hefði ekkert verið
við það að athuga, að segja sig úr því. En
nú virðist það ekki skoðun Kings. Hann
vill iúslega heyra Þjóðabandalaginu til og
njóta þeirra hlunninda sem því geta fylgt,
þó hann vilji ekki binda sig því að öðru
leyti.
Það er ef til vill mörgum ráðgáta til
hvers þessi Þjóðabandalagsfundur er
haldinn, sem nú stendur yfir. Það var
eitthvað tæpt á því, að hann ætti að vera
til þess að endurreisa eða endurbæta fé-
lagið. Það þarf nú meiri en litla trú til
að gera sér von um að það sé hægt. En
það eitt er víst, að þær þjóðir eru til, sem
bæði hafa einlægan vilja og trú á að það
geti lánast. Og það eru smáþjóðirnar, t.
d. Norðurlandaþjóðimar og fleiri, sem þá
skoðun hafa. Þó að maður geti brosað
að því, eins og að skrifa pólitísku flokk-
anna stundum á endurbótum á Efrimáls-
stofu Canada, er því ekki að neita, að trú
margra á mátt samtaka til þess að út-
rýma stríðum, er þrátt fyrir öll skakkaföll
Þjóðabandalagsins, ennþá rík og lifandi.
Þeim eru friðarmálin helg. Og þar til að
stríð eru bannfærð, skoða þær ekki hug-
hjón Þjóðabandalagsins náð.
Það eru því miður ekki þessar þjóðir
sem svo hugsa, sem mest hafa mátt sín í
Þjóðabandalaginu. Stórþjóðirnar hafa
þar Jiver um aðra kepst við að aka sínum
plógi. Hinir stóru og voldugu gera þaö
ávalt. En þurfa þær að gera það til eilífð-
ar og draga með því allan mátt úr friðar-
samtökunum? Það er spurningin, sem nú
vakir fyrir smáþjóðunum.
Blálandsstríðið hefir eflaust vakið með-
vitund þjóðanna um að Þjóðabandalagið
hafi syndgað og svi'kið hina einu og sönnu
hugsjón sína. Það sem nú er að gerast á
Spáni, blæs eflaust einnig að þeim kolum.
Reynslan kendi það eða opnaði augu
þjóðanna í Þjóðabandalaginu fyrir því, að
refsi-aðgerðir fá miklu orkað, þó þær
kæmu ekki að fullum notum í Blálands-
stríðinu, ef þeim er stranglega beitt. En
nú stóð svona á með þær þá, að engin
þjóö var skyldug að taka þær til greina.
Þessvegna hefir á þessum fundum, sem
nú standa yfir, komið til mála, að breyta
lögum Þjóðabandalagsins og herða á á-
kvæðinu um, viðskiftabann gegn þeirri
þjóð, er friðinn rýfur, gera hverri þjóð í fé-
laginu að skyldu að taka þátt í því. Hvað
af því veröur, skal ekkert sagt um. En
þó nokkrar smærri þjóðirnar hafa tjáð
sig fúsa að ganga að þessu og sjá ekki
annaö geta orðið Þjóðabandalaginu til
lífs, ea að sámtök þess séu efld.
Það er í sambandi við þessa stefnu, sem
ræða Kings er ekki vel liðin. Hún kemur
í bága við hana, að svo miklu leyti, sem
þátttöku Canada áhrærir. Og sé Þjóða-
bandalaginu alvara með að reyna frekar
en áður hefir verið gert, að beita þessu
vopni, eina vopninu, sem það hefir, því á
stríð hyggur það ekki, þá er illa farið, ef
ræða Kings verður til þess, að draga úr
þeirri tilraun. '
Því hver sem reynsla liðinna ára er,
verður því ekki neitað, að hugsjón Þjóða-
bandalagsins er þess virði að vinna í þágu
hennar. Og ef einlægni ekki brestur, er
sá máttur fólginn í samtökum 50 þjóða
eða fleiri, er nægja ætti til að gera nokk-
urri einni þjóð óárennilegt, að leggja út í
stríð.
LÉNHARÐUR FÓGETI Á ENSKU
Heimskringlu var nýlegt sent tímaritið
“Poet Lore’’, sem gefið er út í Bandaríkj-
unum. Er ritið yfirleitt helgað heimsbók-
mentum og leikritaskáldskap sérstaklega.
Það kemur út einu sinni á ári. í ritinu,
sem Hkr. var sent, og sem er fyrir yfir-
standandi ár (1936), er birt leikrit Einars
H. Kvaran, Lénharður fógeti, í þýðingu
eftir frú Jabokínu Johnson. Ennfremur er
all-ítarleg ritgerð í sama riti um höfund
leikritsins, eftir Richard Beck háskóla-
kennara.
Hér verður enginn dómur kveðinn upp
um þýðinguna. Vér höfum ekki haft tíma
til að bera hana saman við frumritið eða
athuga hana nákvæmlega. En hvar sem
gripið er ofan í lestur ritsins, virðist hún
mjög liðug og létt. Þetta sama rit birti
fyrir tuttugu og tveim árum Sverð og
bagal (Sword and Crozier) Indriða Ein-
arssonar. Er gott til þess að vita, að það
hefir ekki gleymt íslenzkum leikritum og
er vonandi að ekki líði eins langur tími
þar til hið næsta birtist og leið á milli
birtingu þessara ámin|Stu ríta. “Poet
Lore” er rit, sem mikið tillit er tekið til og
lesið af bókmentamönnum, svo íslenzkum
bókmentum er greiði gerður með því, sem
það flytur enskumælandi mönnum úr
þeim. Þeim sem að því stuðla vinna og
þakkarvert verk með því.
FRIÐARMÁLIN
Ræða eftir séra Jakob Jónsson
Því er stundum haldið fram, að vér nú-
tímamenn séum frekar sljóir fyrir trúar-
legum hugsjónum. Þeir sem þannig
hugsa, munu álíta, að fyrírheitið um að
verða guðs sonur, finni lítið bergmál á
meðal vor. Þeir menn á fyrri öldum, sem
voru vanir að líta á sjálfa sig sem útskúf-
uð afhrök, syni og dætur hins vonda, þeir
hlutu að fagna hástöfum og gleðjast af
hjarta, ef einhver kom, sem gat sannfært
þá um, að þeir væru synir guðs eða gætu
orðið synir hans. Vér, sem nú erum að
hafa þessi orð yfir, verðum sennilega ekki
snortnir á sama hátt, því að vér höfum
aldrei efast um, að guð ætti oss. Vér höf-
um trúað því, að þrátt fyrir alt, sem, að
oss má finna, hafi almáttugur og kær-
leiksríkur “faðir vor” aldrei gefið oss
djöflinum til eignar. Ef einhver segir við
oss: Þér eruð eða munið verða guðs synir,
þá segjum vér við hann: Þakka þér fyrir,
vinur minn, en eg hefi aldrei efast um
það. Vér vitum, að vér breytum ekki
altaf sem böm guðs, en vér trúum því
samt, að guð elski oss sem sín böm.
En það er annað atriði eftirtektavert í
þessu sambandi. Jesús Kristur hefir sagt:
“Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu
guðs synir kallaðir verða.” Þarna er
komið beinlínis inn á það, sem snertir
hina heitustu 'þrá fólksins, sem nú lifir á
þessari jörð. Er það ekki þetta, sem nú
kveður við í öllum áttum, hrópið eftir
friði. Ef þú gætir sannfært heiminn um
það í dag, að friðflytjendur jarðarinnar
væru orðnir svo máttugir, að engar styrj-
aldir þyrfti framar að óttast, þá mundi
nafn þitt blessað af miljónum manna um
öll lönd. Með öðrum orðum: Nútíma-
maðurinn þráir engu síður en fyrri kyn-
slóðir að vinna þau verk, sem guðs syni
sæmir. Af öllu hjarta taka þúsundimar
fagnandi undir orð Krists: Sælir, þ. e.
blessaðir eru friðflytjendur. En það er
samt eins og menn séu í miklum vafa um
það, að friðflytjendur vorra tíma sýnist
nógu máttugir og nógu fullkomnir. Með
öðrum orðum: Vér efumst ekki um guð,
að hann líti á mennina sem syni sína, ^
vér efumst um mennina, að þeir reynist
þess verðugir að verða kallaðir synir guðs.
Þó eru stöðugt uppi ýmsar tillögur um
það, hvernig skuli flytja friðinn inn í
mannlífið — hvernig eigi að því að fara að
himlra ófrið og styrjaldir en efla og varð-
veita frið á jörð.
í einu af leikritum franska skáldsins
Romain Rolland kemur friðurinn fram á
leiksviði. Það er herdeild, grá fyrir járn-
um, sem þrammar áfram með trumbu-
slætti. Einhver spyr, hvort þetta, geti
verið friðurinn. — “Já, það er hinn vopn-
aði friður!”
Já, undarlegt er það, en satt er það
samt, að sumir líta á hervaldið sjálft sem
mesta friðflytjendann. Eftir því ættu
vopnaframleiðendurnir bæði í Ameríku og
Evrópu að standa næst því að vera guðs
synir. — Dáfallegir guðs synir eða hitt,
þó heldur! Ef eg “mætti skemta um hinn
óskemtilegasta hut,” eins og meistari Jón
kemst að orði, þá mundi eg segja, að þeir
væru að vísu synir guðs, en á fóstri hjá
sjálfum Satan. Sá friður, sem vopna-
valdið heldur uppi er þögnin, sem verður,
meðan eitt villidýrið er að miða á annað.
Það er stöðugt beðið færis, og á hverri
stundu getur alt hlaupið í bál og brand.
Þeir, sem halda, að aukinn vígbúnaður
stórveldanna komi í veg fyrir stríðin og
efli friðinn, ættu að kynna sér það starf,
sem fulltrúar vopnaverksmiðjanna hafa
með höndum á friðarþingunum. Þeir
koma þangað til að auka óttann, tor-
tryggnina, hræðsluna. Þeir vita að því
meira sem til er af þessu, verður því meira
af þeim keypt og aukið hatur er frá þeirra
sjónarmiði er aukin von um gróða. Og
haldið þér, að stórframleiðendurnir, sem
framleiða ekki vopn, heldur föt, skó og
annað þessháttar, hugsi sér ekki gott til
glóðarinnar líka, að selja ríkinu þessa hluti
handa hermönnunum. Þeir vita sem er,
að það eru takmörkuð kaup þessara
nauðsynja handa hermönnum hins frið-
sama starfs. Það gerir minst til, þó að
fátækur ver'kamaður eða atvinnuleysingi
gangi illa til fara, en þeir verða áreiðan-
lega dubbaðir upp, ef þeir eru sendir út
af örkinni til manndrápa, sjálfum sér
þvert um geð. Og í öllu ofurkappinu,
sem þá er, búast þeir við vægu eftirliti
eftir því, hvort skómir eða fötin endast
lengi í skotgröfunum.
Nei ,svo mikið er víst, að friðflytjend-
umir eru ekki meðal þeirra, sem smíða
vopnin eða meðal þeirra, sem hafa að-
stöðu til að græða á stríði og spekúlera
með stríðsvonina, eins og hveitispekúl-
antar með uppskeruvöruna.
Þetta, sem eg nú hefi sagt, leiðir hug-
ann beinlínis að þeirri staðreynd, að stríð
nútímans eru fyrst og fremst verzlunar-
mál. Þau em sprottin af samkeppni auð-
jöfranna um auðsuppsprettur ýmsra
landa, olíulindir, námur o. fl . Þetta eru
aðalatriðin. Þar næst kemur hitt, að
berjast til valds yfir þeim stöðum, sem að
einhverju leyti gefa góða aðstöðu í bar-
áttu við aðrar þjóðir. Alt þetta er gert
undir ýmiskonar yfirskyni, eins og t. d.
því, að það sé orðið svo þröngt um þjóð-
irnar í heimalöndum sínum og nú ,sé
ekki lengur til stór, ónumin lönd að flýja
til. Það er spurt, hvort það eigi heldur að
láta menn deyja úr hungri heima hjá sér á
ítalíu, heldur eh að leyfa þeim að taka illa
ræ'ktað land af Eþíópíu-mönnum.
En þetta er ekkert annað en yfirskyn
heldur. Það þarf varla að hafa opin aug-
un til að sjá ,að það er engu síður kreppa
og kröm í strjálbýlum löndum en hinum
þéttbýlu. Hver mundi til dæmis halda því
fram, að alt það, sem öreigalýður Norður-
Ameríku er búinn að líða á síðustu árum,
sé sprottið af þröngbýli í Canada og
Bandaríkjunum. Hitt mun nær hinu
sanna, að það sé meiri 'þörf á nýjum lífs-
háttum heldur en nýjum löndum. Ef lögð
væri áherzlan á það að finna lausn á
ranglætinu heima fyrir, yrði um leið á-
stæðulaust að ætla sér að flýja það með
því að beita ranglæti við aðrar þjóðir.
Þarna ber enn að sama brunni um frið-
flutninginn. Sé hægt að finna
það þjóðskipulag, sem sviftir
einstaklinginn aðstöðunni til að
braska með eignir, líf og limu
meðbræðra sinna, þá er um leið
horfin ein af megin-orsökunum
fyrir styrjöldum nútímans. Eða
svo að eg tali enn ljósar, sam-
kepnisstefan verður að líða und-
ir lok, en samvinnustefnan og
jafnaðarstefnan að koma í stað-
inn. Þetta mun nú vera kallað
að fara með pólitíkina upp í
stólinn, og er ekki víst, að allir
séu hæzt-ánægðir með slíkt
hátterni. En við því hefi eg að-
eins tvent að segja. í fyrsta
lagi það, að mig gildir einu,
hvað sú stefna er kölluð sem
verður framtíðarinnar lausn á
vandanum, og hvaða aðferðum
flokkurinn beitir við yður, ef
gengið er útfrá samvinnu og
sameign allra þegna þjóðfélags-
ins og aðferðirnar eru sam-
kvæmar þeirri hugsjón. En það
gerir samkeppnisstefnan ekki,
og getur ekki gert, því að hún
er ekkert annað en hnefaréttur
og stríð. Verzlun nútímans er
skotgraf'a og kafbátahernaður,
gashernaður og bekteríu-stríð,
þó að hún fari fram á fínum
skrifstofum, en ekki í víggröf-
um. í öðru lagi vil eg taka það
fram, að kirkjufélag vort vill
telja sér sæmd í því að vera
frjálst í hugsun og leita sann-
leikans í öllum atriðum. Og
það er fullkomlega í samræmi
við þéssa hugsjón, að eg læt í
Ijósi skoðun mína á samkepnis-
stefnunni annars vegar, sam-
vinnu og jafnaðarstefnunni hins
vegar. Eg er heldur ekki að
skipa safnaðarfólki mínu fyrir
um skoðanir og eg álasa engum
fyrir að vera á öðru máli, en sé
.yður það aftur á móti til góðs,
að heyra álit prestsins yðar á
þessu mikla siðferðisatriði, þá
eigið þér þá kröfu á ihendur
honum, að hann segi meiningu
sína í fullri hreinskilni. — Svo
sannarlega hjálpi oss guð.
En gerum nú ráð fyrir því, að
kristilegri aðferðir yrðu við-
hafðar í verzlun og viðskiftum.
Þá mundu samt geta komið upp
misklíðarefni, sem yrðu orsakir
styrjalda. Það er ómögulegt að
gera ráð fyrir því að allar þjóðir
séu ávalt sammála um alt, svo
að aldrei kæmi nein ágreinings-
atriði fram. En hitt ætti aftur á
móti að vera vel mögulegt, að
þjóðimar fyndu mannúðlegri og
réttlátari aðferðir til að gera út
um deilumál sín en manndráp
á báða bóga. Eg þarf ekki að
minna yður á þær tilraunir, sem
hafa verið gerðar í þá átt, t. d.
Þjóðbandalagið, alþjóðadómstól-
inn í Haag og fjölda friðarþinga
á ýmsum tímum. En — segja
menn — nú hafa öll þessi úr-
ræði brugðist. Það hefir ekki
sízt komið í ljós í Eþíópíumál-
unum, að öll þessi alþjóðasam-
tök hafa reynst gagnslaus.
Það er að vísu rétt, að al-
þjóðasamtökin hafa reynst mjög
veik, og eitt af því sem hefir
grafið undan þeim, er tortryggn-
in, sem vopnaframleiðendur ala
á, og meðvitundin um ranglát-
an friðarsamning, sem eiginlega
ætti að heita ófriðarsamningur-
inn frá Versailles, það að af
þeim svonefnda samningi hefir
frekar leitt ófrið en frið.
En úafnvel þó að svona hafi
til tekist, er ástæðulaust að
missa alla von um, að þjóðunum
takist að finna friðsamlegar að-
ferðir til að gera út um deilumál
sín. Slíku takmar'ki verður ekki
náð í einu vetfangi. En sagan
sýnir oss, að einmitt í þessum
efnum hefir sumstaðar á jörð-
unni orðið framför, sem spáir
góðu. íslendingasögur og Noregs
konungasögur bera það með
sér, hvernig hinir smáu fylkis-
konungar í Noregi lágu í ófriði
hver gegn öðrum. Lítilfjörleg-
ustu mótgerðir leiddu af sér
mannvíg og herferðir. Nú kem-
ur íbúum þessarra sömu héraða
ekki til hugar að grípa til vopna
hver á móti öðrum. Ef vopnin
væru leyfð þar sem lögleg tæki
til að reka réttar síns, er enginn
vafi á því, að einstakir menn
mundu grípa til þeirra, en það er
komið svo fast inn í hug alþýð-
unnar, að önnur úrræði skuli
te'kin, að bardagaranir koma nú
ekki lengur til greina. Áfram-
hald af þessari þróun er sú, að
vopnin verða bannfærð í deilum
milli þjóða, engu síður en milli
héraða. Og einmitt á Norður-
löndum má finna fagurt spor í
átt til þeirrar hugsjónar. Árið
1905 kröfðust Norðmenn þess að
losna að fullu og öllu undan
yfirráðum Svía. Um tíma leit
út fyrir stríð og styrjöld og herj-
ar beggja þjóða voru komnir til
landamæranna. Nóttina síðustu
biðu menn með eftirvæntingu.
Þá voru margir andvaka í Sví-
þjóð og Noregi og margar bænir
stigu til hæðanna. En þá sýndu
Svíar manndóm sinn með því að
gefa eftir. Noregur varð al~
sjálfstætt ríki og gerður var
samningur, sem ákvað, að upp-
frá þessu skyldu öll deilumál
lögð í gerð. Á landamærum
ríkjanna var reistur minnis-
varði. Efst á honum standa
tveir menn og takast í hendur
yfir landamærin. ^Þeir tákna
bróðurbönd Norðmanna og Svía.
Annað dæmi sama eðlis má
segja frá Suðufr-Ameríku. Á
landamærum Argentínu og
Chile, stendur lí'kneski Jesú
Krists, efst uppi í Andesfjöllun-
um. Einu sinni voru þessi lönd
nærri því komin í ófrið, en góðir
menn komu því til leiðar, að
deilumálin voru jöfnuð. En lík-
neskið af Kristi var búið til úr
fallbyssum sem bræddar voru
upp. Á því er svofeld áletrun:
Fyr skulu fjöll þessi hrynja og
verða að dufti en Argentína og
Chile rjúfi frið, sem þau hafa
samið með sér, að fótum Krists,
lausnarans.”
Hver veit nema einhverntíma
komi sá dagur, að fallbyssurnar,
sem nú skreyta landamæri
sumra Evrópulandanna, verði
bræddar upp og helgaðar höfð-
ingja friðarins. Ef yður þykir
þetta f jarstæða, þá vildi eg óska,
að þér gætuð horfið til baka til
þess tíma, er Egill Skallagríms-
son Ufði og spurt hann, 'hvað
honum mundi hafa þótt senni-
legt, að Norðmenn og Svíar
semdu með sér ævarandi frið.
Hann hefði ek'ki einu sinni trú-
að á frið milli héraða í Noregi.
En einmitt þessi dæmi minna
oss á það að séu vopnin tekin
burtu, fjarlægist um leið hug-
myndin um ófrið og stríð. Tak-
mörkun eða afnám vígbúnaðar-
ins er því eitt af stærstu spor-
unum í friðarátt. Eg man eftir
því, að vinur minn sagði einu
silnni við mig: Ef þú ert á ferð
úti í skógi og hefir með þér
byssu, dettur þér að öllum lík-
indum í hug að skjóta fugl„ sem
þú sérð sitja á trjágrein. Ef
þú hefir enga byssu, kemur þér
ekkert slíkt í hug. Þá nemur þú
staðar, skoðar fuglinn, dáist að
honum og verður hlýtt til hans.
Það er byssan, sem æsir upp í
þér drápsgimina.
Vinur minn hafði rétt fyrir sér
í því, að þannig er það stundum.
Bæði vopnin sjálf, alt hernaðar-
umstangið og ek'ki sízt sú dýrð,
sem um það er vafið, ýtir undir
og vekur drápshug manna og
þjóða. En dæmið, sem vinur
minn tók, hefði líka getað gerst
öðruvísi. Eg hefði getað verið í
drápshug, þegar eg gekk út í
skóginn, en verið byssulaus. —
Þegar eg hefði séð fuglinn,
mundi eg undir eins hafa farið
að leita að einhverjum ráðum
til að drepa hann. Ef til vill
hefði eg rotað hann með steini.
—Þetta sýnir, aö þegar alt kem-
ur til alls, er það hugarfarið og
hin innri göfgi mannssálarinn-
ar, sem alt veltur á. Reiðin eða
óvildin er upphaf drápsins, eins
og fjallræðan kennir. — Þama
á eg ekki eingöngu við hugar-
far hermannanna sjálfra. Eg
hefi kynst all-mörgum mönn-