Heimskringla - 23.12.1936, Page 6

Heimskringla - 23.12.1936, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. DES. 1936 || Leðurblakan II ^ rflj Skáldsaga þýdd úr ensku Éjl ^ $ iMjMSMMMsgmsm.| “Eg skil það. Og eg vona að eg sé nógu góður föðurlandsvinur og Englendingur til að virða þann úrskurð yðar. Eg leyfi mér að óska yður til hamingju. Það hlýtur að vera mikil hamingja fyrir yður, að hafa hepnast að finna þetta upp.” “Það er það,“ svaraði vísindamaðurinn, sem ekki veitti orðum hins næga athygli. Eg og prófessor Sapford reyndum hana úti á heiðinni í dag og hún reyndist fullnægjandi. — Síðat—” Hann gerðist nú gætinn aftur og þagnaði. “Leyfið mér að bæta einu við, kæri vinur,” mælti Voyce. “Þér álítið að vinur yðar, pró- fessorinn muni gæta leyndarmálsins. Fyrir- gefið mér spurninguna. En allir eru ekki eins ósjálfselskir og þér. Þér segið að hún sé margra miljóna virði. Eg bið yður því að eiga ekkert á hættunni.” Murdoch var hrærður af umhyggjusemi mannsins. “Sapford er alveg óhætt að treysta, annars mundi eg ekki hafa treyst honum svo mjög. Leyndarmálið er í góðum vörslum hjá honum. Þér eruð vissir um að þér viljið ekki stansa?” 'Skelfingin sem gekk um á nóttumi Cicelia stappaði niður fætinum. “Eg fæ ekki skilið í þeirri þolinmæði þinni að hlusta á allan þennan þvætting, frændi,” sagði hún. “Af einhverjum ástæðum sem honum eru kunnar, hefir Philip Voyce smíðað þessa sögu um Mr. Gavin. Það var ekki von að hann biði til að sjá mig. Hann hefir vitað hvaða svar hann mundi fá fyrir lýgina.” Murdoch leit á klukkuna. “Það er orðið framorðið og mig langar ekki til að halda þér uppi á fótum lengur, en eg get ekki skilið því að þú tekur að þér að verja bráðókunnugan mann með þessum mikla hita?” “Eg hata rógburð á saklausan mann, að því leyti er eg bresk að minsta kosti.” “En við vitum ekki hvort þetta er lýgi. Mr. Voyce vitnaði til háttstandandi manns í lög- regluliðinu í Lundúnum að nafni Cartwright.” “Hefir þú ekki heyrt að fjandinn vitnar stundum í Biblíuna . Eg býst við að hann haf sagt þér, að saga Mr. Gavins um árásina í garð- inum væri uppspuni.” * “Nei, svo langt gekk hann ekki; en hann benti á að koma hans hér væri býsna grunsam- leg um þann tíma sólarhringsins.” “Mr. Gavin gerði grein fyrir því,” mælti hún eldrjóð í framan af reiði. Warren Murdoch sá nú þótt annarshugar væri að stúlkunni var þetta áhugamál. Hann lagði hendina á öxl hennar og mælti: “Þetta er mjög þýðingarmikið atriði og eins og eg gat um við þig, þá er uppfyndingin. ef hún stenst öll prófin, afskaplega mikils virði í peningum og er því mikið keppikefli fyrir þjóf. Eg er sannfærður um, að Voyce breytti eftir ' beztu vitund er hann reyndi að vara mig við.” “Það er einkennilegt að Mr. Gavin skyldi verða umræðuefni milli lögreglumannsins og Voyce. Nefndi hann hvernig hann komst til tals?” “Nei, ekki minnist eg þess.” “Það sýnir að hann laug þessu öllu upp.” “Þú heldur áfram að verja mannorð manns, sem þú þekkir ekkert,” mælti frændi hennar með hálfgerðri þykkju. Cicelia var að því komin *að segja frænda sínum alla söguna og að Ian Heath væri sjálfur í lögregluliðinu, en þegar hún var að því komin, þá mundi hún eftir því, að Ian Heath bað hana að þegja um leyndarmál hans. Warren Mur- doch mælti: “Fyrir þessar ástæður, sem eg hefi sagt þér vil eg ekki fyrirlíta aðvörun Voyce við þess- um manni, Gavin. Þú mátt ekki taka á móti honum ef hann kemur hér, og eg mun gefa Niel samskonar skipun.” Hún var of þreytt til að svara. Áður en hún kom á þennan stað, hafði hún varla vitað hvað það var að hvílast ekki á nótt- um. Þetta kveld fann hún að hún ittundi ekki sofa. Hugur hennar var allur í uppnámi, en einkanlega var hún æst af reiði. Hún næstum fyrirleit frænda sinn. Því var hann annað eins flón. Það þurfti ekki nema að líta á þessa tvo menn til að sjá, hver þeirra var þorparinn. — Hvað gekk Voyce til að rægja Heath við frænda hennar? Hefði hann þekt Heath? Ef til vill höfðu þeir hitst áður, en ekki hafði Heath getið um það. Eða var það afbrýðissemi sem kom Voyce til að ljúga þessu. Hún varð að vara Heath við Voyce. Hann var kannske banvænn fjandmaður. Alt gat komið fyrir úti á heiðinni. Hún var sannfærð um, að það yrði bardagi um uppfyndinguna. Barátta upp á líf og dauða. Heath og Voyce mundu berjast. Hún var reið við frænda sir.r,, að hann skyldi ekki treysta henni, því gat hanr ekki sagt hver þessi uppfynding var? ómetar lega dýrmæt. Að hafa ómetanlega dýrmætan hlut á öðrum eins stað. Það var hræðileg á- hætta. En þar sem búið var að reyna hann mundi frændi hennar flytja hana á öruggan stað. — Kannske gæti hún fengið hann til að flytja úr þessu skuggalega húsi. Hún ætlaði að tala við hann um það á morgun og reyna að fá pró- fessor Sapford í lið með sér. Henni féll hann vel. Hann hafði meira yfirlit yfir mannlífið en frændi hennar. Hann ræddi við hana um leiki sem sýndir voru og fylgdist með. Hann mundi verða á henm máli, að þau ættu að flytja þaðan. Þessi staður var að fara með hana. Út frá þessum hugsun- um sofnaði hún loks. Hún gat ekki verið vakandi, en sýnin var svo skýr að hún gat ekki verið draumur. Hún var að ganga úti. Það var níða myrk- ur, og þó var hún á náttklæðunum með inni- skó á berum fótunum. Hún fann döggina væta bert holdið og eggjagrjótið skarst upp í iljarn- ar, en samt hélt hún áfram. Hún ætlaði að fara út í sumarhúsið, þar sem prófessor Sapford svaf. f hvaða erindum vissi hún ekki. Hún vissi bara a<ð hún var komin þangað af einhverju ómótstæðilegu afli. Þegar hún var eins og 60 fet frá sumarhúsinu, þaut eitthvað svart flykki fram hjá henni. Ekki gat hún sagt hvaðan það kom, en það fanst henni að þetta hefði dottið inn yfir múrinn utan frá. Þetta stefndi að súmarhúsinu og þangað vildi hún komast fyrri en það. En það gat hún ekki, því að þetta fór á undan henni. Fætur hennar urðu þungir eins og eitthvað lýmdi þá við jörðina. Eftir nokkur tíma komst hún í sumarhúsið og þá var þetta horfið. Var það komið þangað, sem hinn vingjarnlegi prófessor svaf. Hún horfði inn um gluggan á sumarhúsinu til þess að sjá hvert hann væri inni og óhultur í rúminu, áður en hún opnaði hurðina. Þetta var alt mjög skýrt og svo var þetta hræðilega, sem hún sá þegar hún leit inn um gluggann. Þetta sem hún hafði séð var inni. Það var í mannsmynd, klætt í svart frá hvirfli til ilja með grímu fyrir andlitinu, svo að það var ó- mögulegt að þekkja hann. Fingur hans voru tvinnaðir um háls pró- fessorsins, sem sat uppi í rúminu. Hún hrökk upp með andfælum. Hana hafði dreymt að þessi hræðilega sýn var ekkert annað en martröð. Það var bajrtur dagur og morgunsólin gægðist inn um gluggatjöldin. Hún var rétt búin að átta sig, þegar dyrunum var hrundið upp og frændi hennar kom þjótandi inn að rúm- inu. Hann var öskugrár og augu hans vor starandi eins og í dauðsjúkum manni. “Frændi!” hrópaði hún. “Sapford er dauður — myrtur — stundi hann upp og fól andlitið í höndum sér. Á grasbalanum Hljóðið sem hún hafði verið að reyna að reka upp alt síðan hún vaknaði, náði nú fram- rás. “Eg vissi það, eg vissi það,” sagði hún, “eg sá það gert.” Warren Murdoch greip um handlegginn í henni. “Hvað áttu við? Varstu úti aftur í gærkveldi?” Það var eins og hann grunaði hana. Brjóst hennar gekk upp og niður undir náttkjólnum. Það var draumur, eg sá það í draumi, það var maður með grímu allur klædd- ur í svart. Hann var að hengja prófessor Sap- ford í greip sinni.” “Þú sást þetta í draumi ?” spurði hann með vantrúarsvip. “Já, eg hrökk upp rétt í því að þú komst inn. Það var hræðilega skír draumur.” Frændi hennar strauk svitann af enni sér með hendinni. “Eg held eg verði; brjálaður,” mælti hann; “aumingja Sapford. Hann var ^estur minn. Eg var ábyrgðarfullur fyrir honum og nú liggur hann dauður!” “Frændi!” “Eg hefði ekki átt að segja þér svona hranalega frá þessu. En eg varla veit hvað eg er að gera. Hann gekk út að glugganum og hélt höndunum saman fyrir aftan bakið. Cicelia fór upp úr rúminu og smeygði yfir sig innikápu. “Þetta er hræðilegt, en við verðum að eryna að vera róleg, annars sleppur morðing- inn.” Murdoch sneri sér snögt við. “Hann er sloppinn. Þú heldur þó ekki að hannn hafi beðið hér á landaeigninni ?” Hún gaf þessum útúrsnúning engan gaum. Frændi hennar var mjög góður vinur prófess- orsins og var ekki með sjálfum sér af sorg. “Hann getur ekki verið langt í burtu. Og fyrst og fremst verður að gera lögreglunni aðvart.” Frændi hennar stundi. “Gerðu hvað sem þú heldur að sé réttast góða mín, en næsta lögreglustóðin er í þorpinu og við höfum engan talsíma.” “Eg ætla að keyra þangað í bílnum, og eg býst við að ekki megi snerta líkið fyr en þeir koma.” “Eg ætla að gera Niel aðvart.” Hún greip um handlegg hans. “Nei, segðu honum ekkert,” sagði hún. Þetta gerði hann reiðan. “Það gagnar okkur ekkert að varpa hlægi- legri grunsemd á aðra Cicelia. Þú heldur þó ekki að Niel mundi myrða gest minn með köldu blóði?” “Þegar lögreglan kemur á vettvang, býst eg við að við verðum öll grunuð meira og minna. Því megum við búast við. Þetta er morð og þeir reyna að finna morðingjan.” Múrdoch veifaði höndunum eins og óður maður. “Þetta er óttalegt. Hneykslið, öll þessi umturnun . . . aumingja Sapford. Svo sneri hann sér að henni snúðugt. Það má ekki nefna uppfyndinguna. Það mundi hafa hræðilegar af- leiðingar í för með sér. Og hún getur ekkert verið í sambandi við þetta.” “Þvert á móti frændi,” svaraði hún. “Það er mjög líklegt að prófessorinn hafi verið myrt- ur einmitt vegna uppfyndingarinnar þinnar.” Hún vildi gjarnan hafa sparað honum þetta, en það var ekki hægt. Hann varð alveg forviða. “Því segirðu það, Cicelia? Hvaða ástæðu gefurðu fyrir slíkum grun?” “Eg nota bara heilbrigða skynsemi,” svar- aði hún. Þú hefir fullgert uppfyndinguna, sem er ómetanlega dýrmæt. Prófessor Sapford vissi um hana. Hann svaf úti þar sem morðinginn átti hægt með að komast að honum.” i' Murdoch hristi höfuðið. “Þegar Niel fann líkið í morgun var það ekki í sumarhúsinu, það lá úti á flötinni eitt- hvað 60 metra í burtu.” “Eg sá það ekki í draumnum.” “Hvað hefir draumurinn þinn að gera með morðið?” /l Eg veit það ekki. . . En hann var svo ljós, að eg get ekki annað, en sett hann í samband við það, en við megum ekki eyða lengri tíma. Eg ætla að klæða mig og fara til bæjarins. Þegar hún var í stiganum heyrði hún í bíl og sá Niel opna hurðina og bjóða Philip Voyce inn. Hún var alveg orðlaus af undrun. Honum varð samt ekki orðfall. “Góðan daginn, Miss Garrett. Eg vona að þér fyrirgefið þessa morgunheimsókn mína, en | svo er mál með vexti, að þegar eg var hér síðast tók eg í ógætni eina af vísindabókunum hans frænda yðar. Eg bjóst við að hann þyrfti að brúka bókina og hér kem eg nú með hana.” Warren Murdoch kom hlaupandi út úr lestrarherberginu. Hann starði á þau um stund og síðan hljóp hann tii gestsins og greip hendi hans. “Voyce!” hrópaði hann í ákafa, “þér getið ekki ímyndað yður hvað eg er glaður að sjá yður. Eg er alveg eyðilagður í morgun.” “Því? Hvað hefir komið fyrir?” Cicelia sagði: “f nótt, við vitum ekki á hvaða tíma, var prófessor Sapford, er var gestur okkar, myrtur hér á landareigninni.” Voyce leit út eins og hann skyldi ekki. “Maður myrtur hérna?” át hann upp eftir henni. “Eg trúi því ekki.” i “Það er nú samt því miður satt,” sagði Warren Murdoch. “Eg er utan við mig af á- hyggjum. Cicelia ætlaði rétt að fara til bæjar- ins að gera lögreglunni aðvart. Hér verður engin friður næstu vikurnar fyrir blaðamönn- um og lögreglu. . .” Voyce lagði hendina á öxl gamla manns- ins. “Ef eg get gert eitthvað, er það velkomið. Eg sting upp á, að eg fari til bæjarins og taki ómakið af ungfrúnni,” mælti hann. “Þér eruð mikill blessaður maður, og ef þér gerið þetta fyrir mig verð eg yður eilíflega þakklátur.” “Bíðið með þakklætið þangað til eg vinn til þess. En eg býst við að fyrsta spurning lög- reglunnar verði þetta, hvert líkið hafi verið snert.” “J, Cicelia sagði mér það. Eg skal sjá um að aumingja Sapford. . .” lengra komst hann ekki fyrir geðshræringu og fór inn í bókastof- una. Þegar Cicelia sneri sér við var Voyce far- inn líka. Hún beið þangað til hún heyrði ekki lengur í bílnum. “Þér megið ekki láta þetta fá alt of mikið á yður, ungfrú. Eg hefi reitt til morgunverð- inn og búið til kaffið.” Cicelia þekti varla röddina. Þegar hún leit á Janet Niel roðnaði konan eins og hún hefði verið staðin að ódæði í stað góðverks. Hún gat ekícert borðað, en gleypti einn bolla af kaffi, það hresti hana. Hún tók á- kvörðun. Frændi hennar var ekki mönnum sinnandi. Hann mundi láta hana og Voyce sjá um alt fyrir sína hönd. Það var alt annað en skemtilegt. Hún hringdi. “Frændi minn er alveg yfirkominn af þv' sem skeði hér í nótt og þessvegna vildi eg helst spara honum eins mikið ómak og hægt væri.” “Það er ekki nema náttúrlegt, ungfrú,” mælti þjónninn í skírum og kurteisum rómi. Hann var náfölur að vanda. “Nú skuluð þér segja mér hvar þér funduð aumingja Sapford.” “Ef þér þolið að sjá hann, ungfrú væri víst bezt að þér sæjuð hann sjálf.” “Já, það væri víst bezt.” Veðrið úti var kalt og bjart. Það virtist óhugsandi, að morð hefði verið framið á slíkum morgni. Það var ef til vill skemtilegasti morg- unin, sem hún hafði séð á heiðinni. En ein- i hverst^ðar þarna úti, lá dauður og stirnaður maður. Eins og frændi hennar hafði sagt, þá vr- Joshua Sapford ekki í sumarhúsinu. Rúmföt’ voru öll í ólagi eins og hann hefði snarast fram úr rúminu í skyndi, annars bar ekkert inni neinn vott um bardaga. Ekkert af húsgögnun- um var úr lagi. “Eg ætlaði að færa prófessornum snemma kaffið, ungfrú,” mælti Niel, “og kom hingað um klukkan 7 og þar sem eg vissi að prófessorinn fór snemma á fætur, furðaði eg mig ekkert á því, þótt rúmið væri autt. Datt mér í hug að hann væri að ganga úti sér til hressingar. Eg setti því bakkann niður og fór að leita hans, og fann hann á stóru flötinni á bak við húsið. Hann lá upp í loft. Það væri kannske réttara, ungfrú, að þér sæjuð hann ekki. Það er engin sjón fyrir unga stúlku,” rödd þjónsins var orðin að hvísli. “Það er mjög nærgætnislegt af yður, Niel, að hugsa um tilfinningar mníar, en eg held að það sé skylda mín. Þessi glæpur var framinn hér og eg hefi ásett mér, að morðinginn skuli vera handsamaður.” Fyrir framan þau var stór flöt og á flötinni lá lík Sapfords. Fætur hans voru dregnar upp og hendleggirnir breidd- ir út, eins og hann væri að verjast einhverri á- rás. Á andltiinu mátti lesa skelfingasvip, svo að auðséð var, að morðingin hefði gert bráð sína óttaslegna, og það var ekki alt. Á hálsinum sem var ber var hræðilegt sár eins og holdið hefði verið refið af óargadýri. “Látið mig fylgja yður heim að húsinu,” mælti Niel og studdi hana. Hún var þakklát, því að hún var að hníga niður af skelfingu. “Já, Niel, eg þoli ekki að sjá þetta lengur.” Henni datt það í hug þegar hún kom inn í húsið, að hendin sem. studdi hana, tilheyrði ef til vill morðingjanum. Heath kemur fram á sjónarsviðið Lögin höfðu sinn gang, þegar Voyce kom aftur flutti hann með sér í bílnum innspektor og lögregluþjón, auk þess kom læknir í göml- um bílræfli til að aðstoða löregluna. Warren Murdoch stundi þungan þegar báðar bifreiðarnar staðnæmdust fyrir framan húsið. “Auðvitað vilja þeir sjá þig, en það er ekki nema til málamynda, eg mun svara öllurr spurningum þeirra,” mælti Ciceliá. “Ertu viss um að þú þolir það, góða mín?” mælti frændi hennar. Hann var allfeginn að losna sem mest við þetta. “Nei, eg er alveg róleg núna. Mér var illa við að sjá líkið, en eg gerði það samt.” “Aumingja Sapford,” tautaði Murdoch og þaqt í burtu. Yfirlögregluþjónninn var maður feitlaginn og sérgóður og eins og flestir hans líkar, var hann algerlegá saklaus af að þekkja sínar eigin takmarkanir. Honum skildist að nú hafði nokk- uð merkilegt komið fyrir í hans umdæmi og ætlaði hann nú að láta réttinn njóta sín, en um- fram alt átti það að stuðla að hans eigin frægð. “Hvar er líkið?” spurði hann Niel stuttur í spuna. • “Úti á flötinu, inspektor.” “Og hver er þetta?” Cicelia hefði helst óskað að slá honum utanundir, en í stað þess svaraði hún rólega: “Eg er Cicelia Garrett, frænka Mr. Murdochs.” “Hvar er Mr. Murdoch?” “Inni í vinnustofu sinni, en hann er reiðu- búinn að sjá yður.” “Hm. Jæja, við skulum fyrst líta á líkið. Heldurðu það ekki læknir?” Lögreglu læknirinn hneigði sig til sam- þykkis. “Það er langbest. Eg hefi mikið að gera í idag.” Því næst hófst líkskoðunin og allar þær siðvenjur tilheyrandi, sem Cicelíu fundust svo andstyggilegar. Og þ^5 að hún hefði ekki mikið traust á hæfileikum þessara manna, þá var hún viss um, af því hvernig inspektorinn leit á hana, að hann var farinn að gruna hana um glæpinn. Hópurinn skipaði sér þannig niður. Fyrst inspektorinn og við hlið hans gekk Níel og svar- aði mörgum spurningum, á eftir þeim gekk læknirinn, leit hann út fyrir að vera önugur og í illu skapi. Þetta lögreglustarf læknis, gaf honum lítil laun, en nóg ómak, en síðast komu þau Voyce og Cicelia. “Frændi yðar má ekki verða ómakaður um of,” mælti hann. Hún hneigði sig til samþykk- is, en svaraði engu. Þau komu á staðinn. Ólundarsvipurinn hvarf af lækninum. Hann kraup á kné við hlið- ina á líkinu og skoðaði það.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.