Heimskringla - 23.12.1936, Síða 8
8. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. DES. 1936
FJÆR OG NÆR
Messa í Winnipeg
á jóladagsmorgun
Jólaguðsþjónusta fer fram í
Sambandskirkjunni á jóladags-
morguninn kl. 11. Prestur safn-
aðarins flytur ræðu um viðeig-
andi efni og söngflokkurinn und-
ir stjórn hr. Péturs Magnús
syngur sérstaklega æfða jóla-
söngva. Guðsþjónustan fer
fram á íslenzku. Fjölmennið!
Engin íslenzk messa verður í
Sambandskirkjunni sunnudag-
inn á milli jóla og nýárs, — og
sunnudagaskólinn kemur ekki
heldur saman þann dag. En
guðsþjónusta á ensku fer fram
kl. 11. f. h. eins og vant er,
* * *
Jólamessur í Sambandskirkjum
Nýja-fslands
Gimli 24. des. kl. 8 e. h.
Árborg, jóladag kl. 2 e. h.
Riverton jóladag kl. 8. e. h.
Árnesi sunnud. 27. des. kl. 2 e. h.
¥ * ¥
Tilkynning til Wynyard-búa
Svo óheppilega hefir viljað til,
að tvær íslenzkar messur hafa
verið ákveðnar á jóladaginn hér
í Wynyard á sama tíma. Sökum
þess að séra Jóhann Bjarnason
þarf að fara brott úr bænum svo
að segja undir eins og hans
messu er lokið, hefir verið farið
fram á það af hálfu lútherska
safnaðarins, að eg frestaði minni
messu hálfan annan til tvo
klukkutíma. Sá sem bar ósk
þessa fram, gekk út frá því, að
all-margt fólk mundi vilja sækja
báðar messurnar, ef þær færu
ekki fram samtímis. f þeirri
von, að sú ágizkun reynist rétt,
er mér ljúft að verða við þessari
beiðni, og tilkynni hér með, að
jólamessunni er frestað til kl.
3 Yi e. h. í Sambandskirkjunni.
— Öldum saman hafa jólin verið
í meðvitund fslendinga göfgasti
og helgasti tími ársips, og það
er síður en svo ástæða til að sú
meðvitund hverfi, þótt jólasiðir
annara þjóða séu að ýmsu leyti
aðrir en vorir. — Frá hverju ein-
asta íslenzku heimili í Wynyard-
bygð ættu menn því að sækja
jólamessurnar í aðra hvora eða
báðar íslenzku kirkjurnar.
Jakob Jónsson
* * *
Jón Pálsson bóndi frá Geysir,
Man., var staddur í bænum fyrir
helgina. Hann kom með son sinn
Pál, 19 ára, er skorinn var upp á
Almenna sjúkrahúsinu við háls-
kirtlabólgu.
CHRISTMAS DINNER
and Music $1.25
A
NEW YEAR’S EVE
FROLIC
Starting with Supper bedng
served at 11 p.m., and lead-
ing to Dancing imtil the
early hours Friday mom-
ing.
Price $2.50
PER PERSON and MUSIC
Jólaskemtun
verður í Sambandskirkjunni
aðfangadagskvöld jóla, undir
umsjón sunnudagaskóla safnað-
arins. — 'Sunnudagaskólabörnin
lesa upp jólakvæði og sögur, —
og syngja hina gömlu 'og vel-
þektu jólasöngva. Jólatré verð-
ur einnig í kirkjunni og til er
ætlast að Santa Claus komi
þangað til þess að afhenda börn-
unum jólapoka fyrir samkomu
lok. Auk þess verða verðlaun
afhent þeim sem sótt hafa
sunnudagaskólann reglulega á
hverjum sunnudegi síðan í
haust. Eru allir beðnir að minn-
ast þessarar samkomu og fjöl-
menna! Ágæt skemtun verður
fyrir alla.
* * *
Young People Attention!!
The next meeting will be in
the form of a roller-skating
party, Tuesday Dec. 29, at the
Winnipeg rink. We are all to
meet at the rink at 8 ö’clock.
From then on, till closing time
the time will simply roll away.
A good time is guaranteed to
all!!
* * *
Leiðrétting
Eitt nafn féll úr gestaskrá
samsætisins er skáldinu G. J.
Guttormsson var haldið að Riv-
erton 12. þ. m. er birt var í síð-
asta blaði. Nafnið er: .1. C. B.
Williamson, Riverton.
* * *
Á ferð voru hér um síðastl.
helgi Hannes bóndi Bjömsson
að Mountain, N. D., og Sigurður
sonur hans. Hannes kom hingað
til að leita sér lækninga. Hann
leit hér inn á prentsmiðjuna sem
snöggvast og færði Heims-
kringlu $9.00 að afmælisgjöf. Er
það höfðinglega af sér vikið, af
gömlum og góðum kaupanda, er
haldið hefir blaðið í 50 ár og
ávalt staðið í skilum. útgef-
endur þakka honum þessa rauns-
argjöf.
* * *
Þakkarávarp
Innilega þakka eg öllum þeim,
er blóm lögðu á kistu konu minn-
ar Kristjönu Gísladóttur og fyr-
ir svo mörg önnur merki hlut-
tekningar og samhygðar sýnd
mér við lát hennar. Hjálpar-
nefnd Sambandssafnaðar er eg
og mjög þakklátur fyrir $10.00
peningagjöf ásamt mörgu öðru.
Eyjólfur Thorsteinsson,
720 Beverley St.,
Winnipeg
¥ ¥ ¥
Mr. Soffanías Thorkelsson
leggur af stað í morgun vestur
á Kyrrahafsströnd. Býst hann
við að verða þar fram að nýári.
Hann fer flugleiðis vestur.
* * *
í nótt sem leið var gluggabrot
framið í gull- og úrsmíðabúð
þeirra Thorláksson og Baldwins
á Sargent og Toronto strætum
og stolið úrum og hálsfestum og
öðru sem í glugganum var til
sýnis. Hve miklu þýfið nemur,
er ekki kunnugt. Inn ^ búðina
var ekki farið, en sópað burt því
sem náðist í með höndunum
utan að frá í glugganum.
¥ ¥ ¥
Mrs. Rannveig Sigurbjörnson,
að Leslie, Sask., hefir gefið út á
ensku og beðið mig að selja, lítið
kver er hún nefnir “Pebbles on
the Beach”. Eru þetta þrjár
sögur eða “essays” sem nefnast:
The Angel of Peace
A Period in Orange
Why Do You Murder Me.
Þessi litla bók er mjög lagleg að
ytri frágangi. Verð 25 cent.
MAGNÚS PETERSON
313 Horace St., Norwood, Man.
• ¥ *
SPECIAL
NEW YEAR’S DAY
DINNER
Will be served in the Gothic
Room from 12 noon until
9.30 p.m.
Price $1.25
▲
Centrally Located
FIRE-PROOF
Smith Street
Nýja Ijóðabókin
“Norður-Reykir”
eftir Pál. S. Pálsson er til sölu
hjá eftirfylgjandi útsölumönn-
um:
Árborg: G. O. Einarsson
Foam Lake: John Janusson
Gimli: Kr. W Kemested
Geysir: T. Böðvarsson
Glenboro: G. J. Oleson
Kandahar: S. S. Anderson
KVEÐJA
til
ÞÓRARINS sál. KRISTJÁNSSONAR
frá
Mr. og Mrs. B. J. HORNFJÖRÐ
Flutt við jarðarför hans — 4. des. 1936
Einn af frumherjum Sýndi hinn látni,
Framness bygðar sannan dugnað
leggst til hvíldar, verkum í,
leið er lokið. sem vera skyldi
Æsku og elli, prófsteinn sá,
er sá vegur er sómi væri.
fyr eða seinna, Grettistak, — sem
ferð þar mörkuð. geymdist lengi.
Saga landnema, Minning þína,
sýnir ætíð munu ástvinir
hólmgöngu þá geyma í helgidóm,
sem hefja verður. hjartna sinna.
Til að öðlast Og sá hópur,
traust sjálfstæði. er hér vér sjáum
Að sigri unnum samleið þakka
sigurhæðir. með þíðri kveðju.
Hvíl þú rótt!
Þér hvíla er búinn,
Hjarta þitt sem
heitast þráði.
Svo kveðjum ykkur
kveðju hinstu.
Hjónin látnu
hvíli í friði!
Keewatin: S. Björnsson
Leslie: Th. Guðmundsson
Piney: S. S. Anderson
Selkirk: K. S. Pálsson
iSteep Rock: F. E. Snidal
Winnipegosis: Ingi Anderson
Blaine, Washi, Rev. H. E. John
son
Cavalier, N. Dak.: J. K. Einars-
son
Chicago, 111.: Geo. F. Long
Garðar, N. D.: J. S. Bergmann
Mountain, N. D.: Th. Thorfinns-
son
Winnipeg:
Magnus Peterson
313 Horace St., Norwood '
Viking Press Ltd.
Sargent Ave. •
P. S. Pálsson
796 Éanning Street
Bókin kostar $1.50 í kápu —
$2.00 í skrautbandi. Hentugri
jólagjöf verður naumast kosin
¥ ¥ ¥
Miðvikudaginn 16. þ. m. voru
þau James Pyper frá Winnipeg
og Margrét Ingibjörg Haldanson
frá Riverton, Man., gefin saman
í hjónaband, af séra Rúnólfi
Marteinssyni, að 493 Lipton St.
Heimili þeirra verður að Manigo-
togan, Man.
¥ ¥ ¥
MARK TWAIN
og tengdamóðir hans
Þegar hinn frægi ameríkanski
rithöfundur Mark Twain ætlaði
að fara að gifta sig, ákvað hann
að setjast að í Buffalo ásamt
konu sinni. Unnustan hans bað
hann að lofa sér að sjá fyrir því,
að útvega húsnæðið og búa út
íbúðina, því að karlmenn hefðu
ekkert vit á slíku. — Hann lét
það gjarnan eftir henni, því
að hann hafði nóg annað að
gera. Nú var oft ferðast milli
Buffalo og borgarinnar Elmira í
New York ríkinu, þar sem faðir
órúðurinnar átti heima. Mark
Twain furðaði sig á því, að unn-
usta hans spurði hann aldrei
ráða viðvíkjandi húsnæðinu eða
útbúnaði íbúðarinnar. En hann
ét hana sjálfráða um alt. Svo
kom brúðkaupsdagurinn og um
kvöldið ferðuðust ungu hjónin
til Buffalo. Á járnbrautarstöð-
inni fengu þau sér vagn og unga
frúin sagði ökumanninum hús-
númerið. Svo stanzaði vagninn
og ungu hjónin stigu út. Þau
voru stödd fyrir framan stórt og
fallegt hús, sem var alt uppljóm-
að af Ijósadýrð. Og þegar dyrn-
ar opnuðust stóðu tengdaforeldr-
ar hans þar og f jöldi brúðkaups-
gesta. Mark Twain rak upp stór
augu og sagði við konu sína:
— Það er þó ómögulegt, að
við eigum að búa í öllu þessu
húsi?
— Jú, góði minn, svaraði hún.
-- En hvemig í ósköpunum á
eg að geta borgað húsaleigu fyr-
ir svona stórt hús?
— Það er enginn að tala um
húsaleigu, svaraði konan hans.
— Þetta hús er brúðargjöfin
okkar frá foreldrum mínum.
Þá vaknaði háðfuglinn í Mark
Twain. Hann sneri sér að tengda-
móður sinni og sagði:
— Góða tengdamamma! Hve-
nær, sem þú ferð hérna framhjá,
jafnvel þó að það verði tvisvar á
ári, þá gerðu svo vel og líttu
hérna inn. Þér er meir að segja
velkomið að gista hér eina nótt
eða svo, án þess að þurfa að
borga fyrir það.—Alþbl.
Jólaósk
Sanna gleði án áfengis nautn-
ar á jólunum, og næsta nýári
1937.
Við heyrum mikið nú á dögum
hvað það er æskilegt að halda
uppi “Hófdrykkju”. Við heyr-
um að mynduð séu, “hófdrykkju-
félög” í þeim tilgangi að koma
á bindindi með hófdrykkju. Frá
sjónarmiði “bruggara” er þetta
aðal og eina ráðið til að mínka
drykkjuskap.
En aðal ástæðan og óhrekjandi
sannleikurinn er sá að áfengis-
brúkun verður vana ástand sem
leiðir til eitur notktyiar. Þeir
sem trúa á hófsemdardrykkju,
verða óhjákvæmilega að hlýða á
vísindalegar sannanir, sem skýra
þeim þann sannleika, að nautn-
in eykst við þráfalda endurnýj-
un.
Þessi sannleikur verður, því
meir áreiðanlegur, þegar kemur
til vana nautnar á eitri eða
deyfandi efnum.
Uppþornun í lifrinni (Cirrhos-
is) eða drykkju brjálsemi (Delir-
ium Tremens) eru ekki nauðsyn-
lega aðal afleiðing ofdrykkjunn-
ar, heldur byrja þær veiklanir
með hófdrykkjunni. Allir of-
dreykkjumenn og konur voru
fyrst hófdrykkjufólk.
Mörg af okkur hafa lifað nógu
lengi til þess, að sjá og reyna
nóg til að sannfæra okkur um
það, að hvorki ættleggur, né
mentun, né menning, né vilja-
kraftur, sé nokkur ábyrgð fyrir
því að hófdrykkja leiði ekki til
raunalegra afleiðinga oft og
tíðum.
Það vonda er sérstaklega
hættulegt, þegar það er dul-
klætt. Og þeim sem af sjálfs-
áiiti og þekkingarleysi reyna að
lyfta hófdrykkunni upp á hæð
fagurra lista, og mannfélagsins
hæstu hyllu, . því fólki, sem
gerir það mætti líkja með orðun-
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
um sem meistarinn sagði, “Vei
sé þeim sem hneyksli veldur.”
Enginn vill vita af sínum ná-
komnu, falla fyrir áhrifum
Bakkúsar. Því þá leiða annara
vini og ættingja í þá freistni.
Hugsið um það um jólin íslend-
ingar, þá finnið þið rétta jóla-
gleði. Ef þið hugsið meira um
velferð annara, og verið sjálfir
fyrirmynd í því sem er rétt og
gott, og guði þóknanlegt á jól-
unum, þá verða ykkur jól sönn
gleði jól.
Þess óskar af alhug ykkar ein-
lægur,
A. S. Bardal, stórtemplar
ERINDI
Frh. frá 7. bls.
flestum, og fáar munu þær vís-
indagreinir, að ekki eigi þar mál-
svara í bókargerfi.
Og félagið á að vera einn af
útvörðum íslenzkrar tungu, og
standa sem klettur í hafi tímans.
Það á að geyma lifandi íslenzkt
mál og verjast því að fyrning
falli á þær fornu bókmentir, sem
aldrei víkja, og eru nú með vax-
andi hraða að hefja íslenzku
þjóðina á bekk með mestu bók-
mentaþjóðum heimsins.
Þessi skoðun felst einnig í lög-
um félaganna “Áróru” og
“Gimli”, og nöfnum þeirra, því
eins og hin fagurlokkaða og rós-
fingraða gríska morgungyðja
skaut geislastöfum sínum sem
blæþöndum væng upp í himin-
hvolfið, svo átti lestrarfélagið
“Áróra” að dreifa lestraráhrif-
um sínum um sálarlíf lesend-
anna, ekki eingöngu meðal bæj-
arbúa, heldur einnig út um lands-
bygðina; að vísu urðu smástein-
ar nokkrir á brautinni, sem urðu
félaginu að grandi, en þeim
steinum sem öðrum farartálma,
höfðu stofnendur síðara félags-
ins, gert ráð fyrir að rýma úr
götu með nýjum lögum og rækt
við þau, og sú rækt og réttur
skilningur á þeim, átti að líkjast
Surtarloga í því að brenna til
kaldra kola allan sora úr félag-
inu, og því nefndu þeir það
“Gimli”. Þar voru þeir vissir
um að hugsjónirnar rættust, og
þá aldir rynnu fyndust guða-
töflurnar, og á þær væri rituð
með gullaldar máli Snorra: —
Bókaskrá “Gimli” félagsins.
Það mætti þykja skyldugt að
bornar væru fram þakkir til
þeirra mörgu karla og kvenna,
fyrir alla semheldnina, óþreyt-
andi fyrirhöfn og rækt, við þetta
MESSIIR og FUNDIR
1 kirkju SambandstafnaOar
r Messur: — á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
SafnaSarnefndin: Funólr 1. fðstu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata
mánudagskveld 1 hverjum
mánuði.
KvenfélagiO: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldlnu.
Söngæfingar: Islenzki sJöng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskvöldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskvöldi.
Sunnudagaskólinn: — Á hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
mál — en það hefir mér ekki
sérstaklega verið falið á hend-
ur, þó vildi eg leyfa mér að segja
að geti steinar hrópað hátt þá
munu tölurnar tala engu síður
þakkarmáli sínu til allra þeirra
sem tölur komast að; en hinum
má þó ekki heldur gleyma sem
hafa unnið félaginu með einlæg-
um velvilja og ósérplægni, þrátt
fyrir að störf þeirra hafi ekki
verið skráð né virt til verðs, og
hverfi því sem mörkuð spor í
sæfarsand.
Erlendur Guðmundsson
- (Ofanskráð erindi barst Tíma-
riti Þjóðræknisfélagsins, en með
því að rúm var þar lítið eftir,
hefir Hkr. verið beðin ^ið birta
það.)
ViS Kviðsliti?
Til linunar, bóta og styrktar
reynið nýju umbúðimar, teyju-
lausar. Stál og sprotalausar. —
skrifið: Smith Manfg. Company,
Dept. 160, Preston, Ont.
PELISSIERS
Country
Club
Beer
PELISSIER’S BREWERY
LIMITED
MULVEY and OSBORNE STS.
WINNIPEG
Phone 96 361
3
^ýkomnar íslenzkar Vörur
TIL SÖLU HJÁ G. FINNBOGASON
700 SARGENT AVE. SÍMI 31 531
íslenzkur Harðfiskur .................30C P<^‘
fslenzkur merkur Ostur...................40C pt*'
fslenzk Kryddsíld . . . 30c askjan
fslenzkur sallfiskur ...................18C pt*'
Pöntunum sint samstundis og þær berast!
SfMI 31 531 700 SARGENT AVE.
Islenzkt Bakarí
Undir nafninu Wellington Bakery, 764 Wellington Ave.
framleiðir allflestar íslenzkar brauð- og kökutegundir,
svo sem rúgbrauð, vínarbrauð, tvíbökur og kringlur, tert-
ur, Napólónskökur, rúsínubollur og smjörkökur, o. m. f.
Einnig allflestar hérlendar brauð og köku tegundir. —
Vönduð vinna og sérstakt hreinlæti,
Þetta nýbyrjaða bakarí óskar því eftir sem mestum
viðskiftum við fslendinga, og mun reynt verða að gera
öllum viðskiftavinum til hæfis eftir fremsta megna. —
Komið, sendið pantanir, eða hringið í síma 29 966
Einnig verða pantanir utan af landi afgreiddar strax.
Day Office
Sargent Ave. & Agnes St.
Night & Day Office
7241/2 Sargent, near Toronto St.
SARGENT TAXI
DAY or NIGHT
34 5 55 PHONE -:- 34 557
Glve us a trial when you requlre Cars for Weddings, Funerais Etc.
Enquire about our rates on out of town Trips