Heimskringla - 24.02.1937, Síða 1
LI. ÁRIGANGUR
WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN.24. FEBRÚAR 1937
NÚMER 21.
ÁRSÞING ÞJOÐRÆKNISFÉLAGSINS
MÖRGUM SINNUM FJÖLMENNARA
EN NOKKRU SINNI FYR
Ársþing Þjóðræknisfélagsins
hófst s. 1. mánudag og stendur
enn yfir. Það skulu því stuttar
fréttir af því hér sagðar, en góð-
ar.
Fjölmenni var við þingsetn-
inguna að morgni mánudags.
þrátt fyrir frostbyl og því sem
næst ófært veður. Það var
myndarlegur íslenzkur bylur. En
engum var það farartálmi, er
við þingsetninguna hafði hugsað
sér að vera. Þing-gestir voru
ekki aðeins úr þessum bæ við-
staddir, heldur víðsvegar að: frá
Gimli, Rivelton, Árborg, Lund-
ar, Selkirk, Leslie, Wynyard,
Brown, Garðar, Mountain
Grand Forks, Minneapolis, Glen-
boro og eg veit ekki hvað mörg-
um fleiri bæjum og bygðum.
Ávarp forseta, dr. Rögnvaldar
Péturssonar var flutt um leið og
þingið var sett og er það birt á
ritstjórnarsíðu þessa númers af
Hkr.
Að kvöldi fyrsta þingdagsins,
var samkoma, er unga fólkið
stjórnaði eða sá að mestu leyti
um. Voru þar fluttar tvær ræð-
ur; flutti ungfrú Margrét A.
Björnsson aðra þeirra, en Hjalti
B. Thorfinnsson hina. Það var
að sjá, sem íslendingar hefðu
búist þarna við skemtun, því
Góðtemplarahúsið, sem nú hafði
sæti fyrir 700 manns, var svo
fult, að nokkrir urðu frá að
hverfa. Og þess væri ranglátt
að geta ekki, að áheyrendur urðu
ekki fyrir vonbrigðum. Á ræð-
urnar, sem annað er fór fram,
var mikil skemtun að hlýða. En
samt er eins viðburðar þetta
kvöld, sem auk ræðanna er vert
að geta. Og hann er sá, að unga
fólkið sló á fundi í samkomulok,
og reið Edvin Olson á vaðið með
að hreyfa því máli, að unga fólk-
ið yrði að fara sinna starfi Þjóð-
ræknisfélagsins. Þjóðræknisfé-
lagið kvað hann hafa lagt svo
góðan grundvöll að starfi, sem
sjálfsagt væri að afkomendur ís-
lendinga hér héldu áfram. Og
þeirri þátttöku mætti ekki leng-
ur fresta. Hinir eldri væru að
hverfa af sjónarsviðinu og hinir
yngri yrðu að fara að taka upp
merkið, með þeim. Fékk mál
þetta hinn bezta byr og þar kom
að lokum, að nefnd var skipuð í
málið, til að leggja fram tillög-
ur helzt á þessu þingi um á
hvern hátt Seskan æskti sam-
vinnu við Þjóðræknisfélagið. í
nefndina voru þessir kosnir: B.
Edvin Olson, B.Sc., Dr. Lárus
Sigurðsson, ungfrú Margrét A.
Björnsson, M.A., Tryggvi Ole-
son, M.A., og Walter J. Jóhanns-.
son.
Hér virðist um þann vorboða
að ræða í starfi Þjóðræknisfé-
lagsins, er allir sannir fslending-
ar og þjóðræknisvinir munu
fagna og vænta mikils góðs af.
f . þennan hálfan annan dag
sem þingið hefir staðið yfir hef-
ir það verið vel sótt og áhugi
virðist áþreifanlegri en nokkru
sinni fyr hjá fjöldanum fyrir
þ jóðræknismálum.
Við ofanskráða frétt, er nú
því að bæta, að íslendingamót
Fróns, var haldið að kvöldi ann-
ars þingdagsins; er það mjög
skýlaust hið lang-fjölmennasta
Frónsmót, sem hér hefir nokkru
sinni verið haldið. Hátt á sjö-
unda hundrað manna var þar
viðstatt. — Samkoman hófst
með því, að karlakór og fólk-
ið söng “0, Canada”, en því-
næst hélt forseti deildarinnar,
Ragnar H. Ragnar örvandi þjóð-
ræknis tölu.
Hópur barna, sem hann hafði
æft, söng þarnæst nokkur ís-
lenzk kvæði, í sumum söng ung-
ur sveinn fyrir, rösklega og
roskinmannlega, en hópurinn
söng svo fjörlega, að allir dáðust
að.
Eftir það var upphleyptri
mynd af íslandi skotið upp á
borð, — þá mynd hafði Soffanías
Thorkelsson fengið frá vinum
sínum á íslandi, dvergasmíði 20
fjórðungar á þyngd. Svo steig
dr. R. Pétursson upp á borðið,
og þó hann sé ekki léttur, þá
sakaði ekki. Dr. Rögnvaldur fór
með bygðum kringum land og
sýndi okkur ýmsa staði og sagði
af mönnum að fornu og nýju,
byrjaði í Reykjavík, kom við á
Kollafirði þar sem skip eru
geymd, á Hvalfirði, þar sem séra
Hallgrímur gerði Saurbæ fræg-
an, í Borgaffirði, þar sem til
forna bjuggu frægir fjárafla-
menn og óskaði að slíkir gæfust
nú á dögum til fjárheimtu fyrir
Þjóðræknisfélagið (þess núver-
andi féhirðir, Árni Eggertson
segist vera kominn í beinan karl-
legg af Skallagrími). Þaðan brá
doktorinn-sér á Snæfellsnes, fór
hjá Stað á ölduhrygg og nam
staðar á Stapa, þar sem Stein-
grímur fæddist, son Bjarna hins
gamla, sá sem sagði sögurnar af
Þúsund nóttum og einni á ís-
lenzku, með svo sterkum og
i þekkum keim síns heimalands,
að svo mætti virðast sem gerst
hefðu á íslandi. Þaðan um
Stykkishólm og Hvammsfjörð
með hæl og tá eins og stóreflis
stígvél, að Hóli í Saurbæ, að
kynna okkur bóndann sem þar
bjó einu sinni og þetta kvað:
Skipið er nýtt en skerið er hró
skal því undan láta.
Þá var sá frægi brúðgumi á
siglingu á Breiðafirði, en þar eru
eyjarnar eins margar og stjÖrn-
unar í vetrarbrautinni, stórum
gagnsmeiri samt, eftir því sem
hérverandi gömlum Breiðfirð-
ingum segist frá; í einni þeirra
lifði skagfirzkur bóndi sín elliár
og ritaði sögur af mönnum og
héruðum, þá voru drjúgum
fræðimenn í Flatey og héldu út
tímaritinu Gesti Vestfirðing. —
Síðan var svifið fyrir Látra-
bjarg, Patreksfjörð, inn eftir
Arnarfirði og staðið við á Rafns-
eyri. Þar fæddist Jón forseti
Sigurðsson. Inn á Skutulsfjörð
eru snúningarnir svo margir, að
ferðamenn verða venjulega átta-
viltir, finst kaupstaðurinn vera
fyrir norðan skipalægið, en hann
er sunnan megin við hana. En í
norður þaðan er Aðalvík, gam-
alt galdramanna setur, þaðan er
skamt til Drangajökuls, norðan
undir honum eru Drangar á
Ströndum, þar sem líklegt þykir
að Leifur Eiríksson hafi komið
í heiminn. Af Ströndum reri
Skaga Pálmi einn á báti, yfir
Húnaflóa og enginn annar fyr né
síðar svo menn viti. Sá sjógarp-
ur fór til þessa lands'og drukn-
aði í Rauðárósum á leið til Nýja
íslands. Nú var litið á Hrúta-
fjörð og Miðfjörð, Hóp í Húna-
þingi, farið í loftinu yfir Blöndu,
að Höfnum á Skaga, stiklað yfir
Skagafjörð á Drangey og Þórð-
arhöfða, komið við í Dalvík, á
Akureyri, í Laufási og í Húsavík
‘hjarta Þingeyjarsýslu”. — Við
sáum inn á Axarfjörð opinn og
Þistilfjörð og Vopnafjörð, en
tíminn var svo naumur, að ekki
mátti tefja, komum hvergi við á
Austfjörðum, sáum yfir sandana
sunnanlands til Vestmanneyja
og þaðan til Landeyja, upp til
jökla og reginfjalla og þá vaf
þessari skemtilegu íslandsferð
lokið.
Einar P. Jónsson flutti frum-
ort kvæði snjöllum rómi. Mrs.
Olson söng einsöngva en Miss
Snjólaug Sigurðsson spilaði und-
ir. Gunnar B. Björnsson las
langt erindi og snjalt. Honum
þótti sá vani mikill, að lofa hið
umliðna og halda framliðinna
afrek svo stór, að alt væri lítið
í samanburði við þau, sem gert
væri nú á dögum og að lokum
furðaði hann hvort óveruskap-
urinn kæmist svo langt, að nú-
lifandi menn gæfu frá sér alla
viðburði til að sjá fyrir sér sjálf-
ir, alt framtak og fælu ráð sitt
einvalda höfðingjum. Hann hélt
á loft fögrum dæmum Emersons
og fslendinga, að láta aldrei hug-
fallast, hinir síðarnefndu hefðu
það eðlisfar að seiglast og sækja
á brattann, jafnvel þó náttúran
gengi hamförum, hvað þá þó
vanda setti að þeim af manna
völdum, og fór um það mörgum
fögrum orðum.
Lúðvík Kristjánsson fór með
spaugilegan brag um brosleg og
fáheyrð fyrirbrigði viðkomandi
þeirri nýlega afstöðnu eldsupp-
komu í Gúttó, sem taldist stafa
af augnaköstum, en með því að
aldrei brynnu vínskálamir, þá
væri einsætt fyrir bræðurnar og
systurnar, að væta sig til að taka
fyrir eldsvoða eftirleiðis.
öllum þessum var klappað lof
í lófa. Nú er vantalin sú skemt-
un, sem meir bar á í þetta sinn
en á fyrirfarandi mótum, en það
var söngurinn. Deildarinnar for-
maður hafði æft söngflokk barna
og kent þeim íslenzka söngva svo
vel að allir undruðust, ennfrem-
ur fengið flesta hina beztu söng-
menn sem völ var á til að syngja
nokkrum sinnum, og það þótti á-
gæt skemtun. Söngnum stjórn-
aði hann sjálfur.
Dátt var í efri sal Gúttó þetta
kveld, ekki sízt eftir að dansinn
byrjaði, en í kjallara þess endur-
reista stórhýsis var það krafta-
verk gert, að gefa þeim saman-
safnaða mannf jölda mat og kaffi
— meir en einn skamt öllum
sem vildu, þar á ofan — með því
launaði kvenfólkið vissulega
sögu Gunnars Björnssonar, að
enn væru þrekvirki unnin ekki
síður en í gamla daga.
Að Iokinni þessari ágætu
skemtiskrá Fróns, þakkaði for-
seti, R. H. Ragnar áheyrendum
fyrir komuna. En einum manni,
sem segja má þó óhikað um, að
sé mikið að þakka hve skemtileg
samkoman var og sem á sig lagði
meira starf í sambaúdi við hana
en nokkur annar, honum var ekki
fyrir neitt þakkað. En það var
forseti samkomunnar. — Hann
æfði tvo söngkóra til að koma
þarna fram auk alls annars
starfs við undirbúninginn. Og
hann var hrókur alls fagnaðar
alla samkomuna út. Honum
bera beztu þakkir allra, er þarna
nutu hinnar eftirminnilegustu
skemtunar.
SIR R. P. ROBLIN, DÁINN
Á þriðjudagskvöldið, 16. febr.
lézt að Hot Springs í Arkansas,
Sir Rodmond Palen Roblin,
K.C.M.G., fyrrum forsætisráð-
herra Manitobafylkis.
Sir Rodmond var 84 ára. Hann
var fæddur í Prince Edward
county í Ontario, en flutti til
Manitoba 1880. í Manitoba-fylki
var hann forsætisráðherra í 15
ár eða frá 1900 til ársins 1915. í
þétta skifti gefst ekki tækifæri
að skrifa um Sir Rodmond eins
og vert er, því hann er einn sá
mesti maður og bezti stjórnari,
sem þetta fylki hefir átt, svo það
verður að bíða næsta blaðs. Síð-
an að hann lagði stjórnmálin á
hilluna, hefir hann stjórnað Con-
solidated Motors félaginu í þess-
um bæ, en fór síðari árin til
Bandaríkjanna yfir vetrarmán-
uðina. Hann hafði lengi kent
hjartabilunar og mun sú veiki að
síðustu hafa leitt til bana.
Thorson mótmælir
f járveitingu King-
stjórnarinnar til hermála
Herstefna Kingsstjórnarinnar
mælist alt annað en vel fyrir. Á
því e’r nú lítill vafi. Þingmönn-
um stjórnarinnar sem öðrum,
hafa borist allmörg bréf úr kjör-
dæmum sínum, er hreint og beint
mótmæla, að fé það sem gert er
ráð fyrir til hervarna, sé veitt. Á
Sambandsþinginu hafa komið
mótmæli fram frá stjómarand-
stæðingum. En þau mega sín
svo lítils, vegna þess hve stjórn-
arflokkurinn er fjölmennur; en
að hann mómælti því, sem
stjórnin vill vera láta, er svo fá-
títt, að það mun lengi mega leita
í annálann til þess að finna þess
nokkur dæmi.
En út frá þessu hefir nú samt
sem áður brugðið, samkvæmt
sí^ustu fréttum frá Ottawa. —
Eins og kunnugt er, á einn ís-
lendingur sæti á Sambandsþing-
inu. Er það Joseph Thorson. —
Hann er liberal, og hefir í þing-
salnum verið skipaður sess ör-
skamt frá sjálfum hermálaráð-
gjafanum, Hon. Ian McKenzie.
Síðast liðna viku kyaddi Mr.
Thorson sér hljóðs og flutti eina
kröftugustu ræðuna, sem enn
hefir verið flutt á móti'herstefnu
Kings. Hann kvaðst ekki van-
treysta stjórninni í öðrum mál-
um, en í þessu hervarnarmáli,
yrði hann að gera grein fyrir
skoðun sinni og hún ætlaðist
hann til að skoðuð yrði “viðvör-
unar andmæli”.
Það sem Mr. Thorson fyrst
mintist á var, að hann óttaðist,
að stefna stjórnarinnar leiddi til
stríðs, án þess að það væri til-
gangur hennar. Þessa stundina
virðist meðvitund þjóðarinnar
vakin um nauðsyn hervaj-na;
innan eins eða tveggja ára, gæti
þjóðarvitundin verið vöknuð til
þarfarinnar á stríði.
Áður en þjóðin samþykti þá
stefnu, sem til stríðs gæti leitt,
áleit Mr. Thorson nauðsynlegt,
að þingið gerði sér grein fyrir
hvað síðasta stríð hefði kostað.
En fram að síðast liðnu ári, hefði
sá kostnaður beinlínis numið,
svo sem í herútbúnaði, vöxtum
á lánum, eftirlaunum og jarða-
kaupum til hermanna o. s. frv.
$4,357,000,000 (nærri hálfri
fimtu biljón dollara). Þetta var
hinn beini kostnaður stríðsins. f
honum eru ekki talin líf 60,000
ungra manna, eða þjáningar her-
manna og harmur skyldmenna
þeirra.
Og fyrir síðasta stríð er ekki
enn fullgoldið, samkvæmt um-
mælum Mr. Thorsons, þrátt fyrir
það þó Canada hafi nú í 22 ár,
greitt um $200,000,000 (tvö
hundruð miljónir) á ári, upp í þá
skuld. Á þessu yfirstandandi
ári, eru $155,000,000 lagðir til
síðu af tekjum stjórnarinnar til
greiðslu stríðsskuldarinnar. Ef
þessari fjárhæð væri hægt að
verja til þeirra málefna, sem að
því lúta, að bséta hag atvinnu-
lausra og veita þeim tækifæri til
sjálfsbjargar, ekki sízt ungum
mönnum, stæðum við betur að
vígi en við nú gerum.
“Hver var þörfin á þessari
auknu hervörn?” spurði Mr.
Thorson. Hann gat ekki trúað
eða tekið alvarlega þá ástæðu.
að hún væri til þess, að bæla nið-
ur innanlands óróa. Ef á óeirðum
bæri, væri leiðin til að koma í veg
fyrir þær, að uppræta ástæðuna
fyrir þeim, en ekki að bæla þær
niður með valdi.
“Er hugmyndin að vernda
verzlunarleiðir vorar?” spurði
ræðumaður. “Má eg minna^ing-
ið á það, að Canada á viðskifti,
við 99 þjóðir. Gerir stjórnin ráð
fyrir að vernda allar þessar leið-
ir, eða nokkrar af þeim. ,Og ef
svo er, hverjar?”
“Eg neita því ekki,” hélt þing-
maðurinn áfram, “að hagur Can-
ada er mikið kominn undir utan-
ríkisviðskiftunum. En að efla
svo sjóherinn, að hægt væri að
vernda sjóleið allra skipa vorra,
kostaði meira, en nemur hagnað -
inum af viðskiftunum”.
Hann skýrði frá, að 53% af
útfluttum vörum frá Canada,
færu til landa utan Bretaveldis.
Canada ræki verzlun við allan
heiminn; viðskiftin væru alþjóð-
leg.
Ef herútbúnaðurinn er gerður
til þess að verjast árásum ein-
hverrar þjóðar, væri fóðlegt að
vita hver sú þjóð væri. “Eru það
Japanir eða Þjóðverjar?” spurði
Mr. Thorson. Ef stjórnin hefði í
huga að víggirða Kyrrahafs-
ströndina eða St. Lawrence, ætti
þjóðin heimtingu á að fá að vita
um þá ráðagerð.
“Canada”, sagði Mr. Thorson,
“ætti að færa sér í nyt legu
landsins á hnettinum. Árás á
Candada væri óhugsandi án þess
að Bandaríkin kæmu til sögunn-
ar”.
Mr. Thorson kvað árás aðeins
mögulega úr einni átt, frá
Bandaríkjunum. Og viðnám
Canada entist ekki stundu leng-
ur, ef um slíkt væri að ræða. En
sem betur færi, þyrfti ekki
nein ráð fyirr því að gera. En
fyrir það væri heldur engin þörf
á sjálfsvörn hér.
En Mr. Thorson var hræddur
um, að. hér væri um eitthvað
meira en sjálfsvörn að ræða, með
hinni nýju herstefnu. Hann von-
a^i að ótti sinn væri ástæðulaus.
En hann skoðaði það skyldu
sína, að fara ekki í felur með
það, sem honum byggi í brjósti
um það.
“Erum við á nokkurn hátt
skuldbundnir öðrum þjóðum til
að hervæðast? Ef saga Þjóða-
bandalagsnis hefði verið önnur
síðari árin, en rauij er á, hefði eg
líklega ekki spurt þessarar
spurningar. En allar stærri
þjóðirnar hafa brugðist Þjóða-
bandalaginu”, sagði Mr. Thor-
son.
“Eg hefði ekki verið svona í
horn að taka, út af þessu frum-
varpi, ef það hefði verið hluti af
■alheims samtökum til verndar
friði. En því er nú ekki að heilsa.
Canada yeit ósköp vel, eða ætti
að vita, að það er ekki hennar
meðfæri, að taka að sér alheims
lögreglueftirlit.
“Stórþjóðirnar hafa brugðist
smáþjóðunum. Þær hafa því
litla ástæðu og í sjálfu sér eng-
an rétt til að búast við aðstoð
frá þeim.”
Sinn er siður í hverju landi
Árið 1839 heimsótti sendiherra
Tyrkja í London verksmiðju-
hverfin í Englandi og heimsótti
annars silkiverksmiðju
ó. S. THORGEIRSSON
* DÁINN
ólafur S. Thorgeirsson, bók-
sali og prentsmiðjustjóri í Win-
nipeg, dó s. 1. föstudag (19. feb.)
að heimili sínu, 678 Sherbrook
stræti.
Hann var 72 ára, fæddur á
Akureyri á íslandi, en flutti til
Canada 1887. Hann settist að í
Winnipeg og bjó þar nálega öll
árin hér vestra.
Við ólaf munu flestir Vestur-
fslendingar kannast. Hann var
þegar á fyrstu árum hér mikið
við félagslíf þeirra riðinn. Hann
tók frá byrjun mikinn þátt í
bindindisstörfum hér og var
fyrsti Æðstitemplar stúkunnav
Heklu í Winnipeg er stofnuð var
1890, og var félagi stúkunnar, er
hann dó. En þó mikið kveði þar
að starfi hans, var það ekki eina
félagsmálið, er hann veitti fylgi.
Hann tók að öðru leyti mikinn
þátt í mörgum, ef ekki flestum
íslenzkum félagsmálum.
Árið 1894 byrjaði hann á út-
gáfu Almanaks, sem hann hefir
gefið út síðan. Er það hið merki-
legasta rit og mun verða ein
bezta heimildin um landnám
Vestur-fslendinga. — Þó miklu
sé við þá sögu enn að bæta
til þess að hún verði heildar-
söguágrip landnámsins, er von-
andi, 'að við það starf verði ekki
hætt, meðan nokkur kostur er að
halda því áfram. Fyrir bæði út-
gáfu Almanaksins og annara
rita, varð ólafur víðþektur meðal
Vestur-íslendinga.
Vísikonsúll Dana var ólafur
hér frá 1916 til 1926. Var hann
fyrir frammistöðu sína í því
starfi sæmdur riddaraorðunni af
Dannebrog af Danakonungi.
Hinn látni lætur eftir sig konu
og 5 börn; eru börnin Mrs. R.
Swanson, Mrs. John Davidson og
Aida ógift, og tveir synir Geir
og ólafur; þau búa öll í Winni-
peg. En systkyni átti ólafur
fjögur: Jósep og Jóhann í Win-
nipeg, Axel í Kandahar, Sask.,
og Mrs. O. J. ólafsson í Winni-
peg.
Jarðarförin fór fram frá
Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg s. 1.
mánudag, séra B. B. Jónsson
jarðsöng. Jarðarförin var mjög
fjölmenn.
Roods í Manchester. Hr. Rood
var sjálfur viðstaddur og sýndi
hinum tigna gesti verksmiðjuna.
Loks komu þeir inn í sal, þar sem
?rjú hundruð börn voru að vinna.
(Á þeim árum voru börn látin
vinna í verksmiðjunum.) Tyrk-
inn horfði á börnin stundarkorn,
greip síðan undir hendina á hr.
Rood, dró hann afsíðis og sagði:
Þetta er lagleg fjölskylda, hr.
Rood. En segið mér í trúnaði,
hvað eigið þér eiginlega margar
konur ?
meðal