Heimskringla - 24.02.1937, Síða 7

Heimskringla - 24.02.1937, Síða 7
WINNIPEG 24. FEBRÚAR 1937 HEIMSKRINGLA 7. SlÐA SÉRA ÖGMUNDUR “ÍSLANDSTRÖLL” Eftir Oscar Clausen Hann var prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1837—1845 og var sonur séra Sigurðar prests á Ól- afsvöllum ögmundssonar prests á Krossi í Landeyjum, Högna- sónar prófasts, er nefndur var prestafaðir. — Það var hann sem gekk til kirkju við setningu alþingis á Þingvöllum, ásamt níu sonum sínum, öllum prestvígð- um og hempuklæddum. Séra ögmundi hafði gengið illa nám og var hann 8 vetur í Bessastaðaskóla, en var þó álit- inn í betra lagi gáfaður en var altaf latur. — í prófskjali hans frá Bessastöðum er þess getið að honum hafi gengið námið treglega vegna þess að höfuð hans hafi verið fult af skálda- grillum. — Eftir þessa löngu veru í Bessastaðaskóla sigldi hann til Kaupmannahafnar og byrjaði á því að lesa lög við há- skólann. Síðar sló hann sér að náttúruvísindum, en guðfræð- inni kom hann aldrei nærri þótt það lægi fyrir honum að verða prestur. Benedikt G'röndal skáld lýsir séra ögmundi þannig*, “að hann væri hár og magur svo hold stóð á beini, og ljótur”. — Af Hafn- ardvöl séra ögmundar gengu margar sögur, bæði af drykkju- slarki hans og áflogum og segist Gröndal svo frá:** “ögmundur var mesti slarkari og gengu af honum ýmsar sögur, því hann var heljarmenni að afli. Þeir voru saman í Höfn hann og Bjarni rektor, annar risinn frá, en félagi þeirra var Svenningsen kennari við Borgardygðarskól- ann á Kristjánshöfn — allir þessir áttu oft í bardögum við slátrara sem óðu þá mjög uppi og áttu í illu við stúdenta. — Fyrsta veturinn sem ögmundur var í Höfn, þá hafði honum verið boð- ið í samkvæmi, en af því hann átti ekki svört föt, þá varð hann að lána þau. Nú þegar hann fór heim um nóttina, þá var regn mikið, svo ögmundur fór að hlaupa, þá blés maður í pípu og vildi taka ögmund, en ögmundur gerði sér lítið fyrir, hengdi næt- urvörðinn upp á lugtarstólpa, fór svo að hann var búinn að hengja 3 eða 4 upp, þegar margir menn komu og báru hann ófurliði, og var farið með hann á lögreglu- stöð, en er hann var spurður um þessa atburði, þá sagði hann að maður hefði komið og farið að spila á flautu svo hann hefði orðið hræddur og þóttist þurfa að verja sig vegna fantanna; var ögmundi síðan slept. — Ýmsar sögur ganga um það hvernig þeir hentu mönnum á milli sín yfir Billiard og um Svenningsen þeg- ar hann ætlaði að berjast við slátrarana, þá heimtaði hann að “Islænderen i den grönne frakke” yrði með sér. Um skáldskap séra ögmund- ar segir svo Gröndal: “ögmundur var leirskáld mik- ið og er ýmislegt prentað eftir hann í Skírni; hann gaf út kvæðasafn, sem hann kallaði ög- mundargetu (1832), en á meðan á prentuninni stóð, þá lá ög- mundur í franzós á spítala, svo að aðrir sáu um prófarkalestur- inn; þar er eitt kvæði til Stein- gríms biskups, alvarlegt en ekki ólaglegt, með laginu “Hver Glædens Ven”, en mitt í einni vísunni kemur þetta: “Hvað á eg nú hér að rita vinur, svo að verði auðn hér ei, ofurlítið vísu grey”. Höfðu íslendingar skotið þessu inn áf hrekk.” Meðan ögmundur var í Höfn var hann sífelt að yrkja og ekki lét hann sér nægja að yrkja á móðurmálinu, en fór nú líka að yrkja á dönsku og þá þótti hann svo sleipur, að nærri lá að hann gæti orðið eitt af hirðskáldum konungs, því að hann var kominn í mikil met hjá hátigninni og hirðsnápum hans. Hann var orðinn tíður gestur við hirðina og gekk sjö sinnum fyrir kon- ung, en á þeim tímum þótti það mikil náð og upphefð, að fá að snerta hönd konungs, hvað þá heldur, að fá að tala við hann nokkur orð. — Þegar dætur kon-' ungs, prinsessurnar Vilhelmina í og Carolina inngengu í hið heil- aga hjónaband sló ögmundur, hörpu sína og orkti brúðkaups-' kvæði til beggja. Hann fékk líka sæmileg kvæðalaun. Kon- j ungurinn gaf honum sjálfur 50 dali og svo bættu prinsessurnar öðrum 50 dölum við. Ógmundur var hyskinn við námið í Höfn ekki síður en hann hafði verið á Bessastöðum, og nú var engin von um próf fram- undan. Vorið 1833 tókst honum að krækja í styrk hjá dönsku stjórninni, eflaust með aðstoð konungs, til þess að rannsaka náttúru íslands og síðan fór hann 3 ferðir hingað til lands í því skyni. — Gröndal segir að Ögmundur hafi fengið styrk til þess, að rannsaka steina og kom- ið með hamar með sér til þess að mylja steinana með, en þann hamar hafi gullsi, en það er Þor- grímur gamli gullsmiður á Bessastöðum, faðir Gríms Thom- sen, tekið af honum og þar með hafi náttúrurannsókninni verið lokið. Um þetta leyti samdi ög- mundur sig mjög að siðum Dana og kallaði sig Sívertsen, eins ogi margir aðrir íslendingar, sem { þótti fínna að heita -sen. Með | honum í rannsóknarförinni var danskur guðfræðingur, er Möller hét og var kallaður hebreski Möller. Hann var reglumaður óg var óánægður með drabb ög- mundar, en ögmundur skeytti því engu. Einu sinni heimsóttu þeir félagarnir séra Sigurð á ólafsvöllum föður ögmundar, en þá blöskraði Möller framferði þeirra feðganna, því að séra Sig- urður gamli var augafullur alla dagana þrjá, sem þeir stóðu við hjá honum og “lét allra manna verst”, eins og Espólín getur um* Árangurinn af þessum “rann- sókknarferðum” ögmundar hefir víst ekki orðið merkilegur og má þar eflaust um kenna, ó- reglu hans. — Haustið 1834 var hann orðinn alveg peninga-1 laus og komst þá ekki af landi í burt og neyddist til þess að verða hér kyr. Þá fékk hann eitthvert snatt við verzlunina á Eyrar-1 bakka um veturinn, en svo varð j hann veikur, gamall sjúkdómur hans tók sig upp, og þá komst hann að barnakenslu í Keflavík, og þar var hann þrjú árin næstu. j Ögmundur mun hafa uftað illa { rósömu lífi við barnakenslu i Keflavík, en vorið 1837 vænkað- ist líka ráð hans. Þá voru tvö brauð laus hér á landi. Það voru Tjörn á Vatnsnesi og Bægisá og sótti ögmundur um þau bæði, þótt hvorki hefði hann embætt- ispróf né hefði nokkurn tíma lesið guðfræði. Umsókn ög- mundar var mjög einkennileg. Hún var í Ijóðum og þeim auð- vitað dönskum og var það vel til fallið, þar sem hún gekk til Kan- sellisins í Höfn. Umsóknin hljóðar þannig: Til Præstekaldet Bægisaa, er underdanigst min Attraa, men kan jeg ikke dette faa, so beder eg om en lillt bitte Tjörn, sem med Sæl og Grönlandsis j kan fodre sine Börn.*’, Honum var svo veitt Tjörn á Vatnsnesi og fór hann norður um sumarið. Þar.var hann fyrst. í húsmensku, einhleypur og ó- kvæntur, en bygði prestssetrið. Það sumar var afar kalt og lá hafís fyrir öllu Norðurlandi þangað til 4. ágúst. Síðar fór séra ögmundur að búa á Tjörn og var Katadals- Þorbjörg ráðskona hjá honum. Hún var þá nýkomin úr spuna- húsinu í Kaupmannahöfn og mur Vatnsnesingum hafa þótt hún miður göfug húsmóðir á prests- setrinu. — Svo kvæntist hann síðar Ólöfu nokkurri Jónsdóttur, en hún var rúmum 20 árum yngri en klerkur. — Það lítur svo út, að presti hafi gengið illa að ná sér í konu, en altaf var hann samt kátur og gamansamur þó að hann væri illa haldinn og veikur. Skömmu eftir að hann var giftur ólöfu orti hann þessar vísur: Prestinum illa giftast gekk gigtar flengdur hrísi. Ólöfu til eignar fékk fyrir átta merkur af lýsi. Komin ólöf er að Tjörn, ein frá Þorkelshóli, í hennar malar kærleikskvörn kargur hempudóli.*) Séra Ögmundur þótti kátlegur í ýmsum háttum sínum. Nokkrar sagnir eru til af honum og er þetta ein. — Prestur reið úr1 Höfðakaupstað, þ. e. Skaga- j strönd og kom að Hnausum til Skaftasens læknis, en læknir var ekki heima. — Hundarnir geltu mjög að presti og létu illa, en j vinnumennirnir í Hnausum köst- j uðu háðsyrðum að séra ögmundi og sýndu honum hvefsni, enda var hann drukkinn og var þá lítill kennimannsbragur yfir hon- um. — Þá kvað hann: Hundarnir í Hnausum hælrifu séra Gul, vinnumenn kesknisklausum köstuðu að messuþul. Hundar og vinnumenn eru þar eitt, sælt er að eiga svoddan hjú, sé þeim laglega beitt, Séra ögmundur hafði í þetta sinn riðið bleikum hesti, sem í hann kallaði Gul og í skopi séra! Gul, en þennan sið höfðu fleiri j heldri menn um hesta sína. —j Bogi amtmaður Thorarensen á j Staðarfelli átti t. d. tvo reið- hesta er hann kallaði séra Rauð og herra Jarp. Þeir voru miklir mátar séra ögmundur og Sigurður Breið- fjörð og mun sú vinátta hafa tekist með þeim þegar báðir voru í Kaupmannahöfn og drukku og svölluðu þar saman.1 Þeir orktust á og sendi Sigurður séra ögmundi fallegt ljóðabréf frá Grænlandi og byrjar það svona: ögmundur hvað þú manst j til mín o. s. frv.*’) Séra Ógmundur var altaf veik- ur eftir að hann kom norðan og gat aldrei orðið heill heilsu. Hann 1 varð aðeins 46 ára gamall og dó 7. maí 1845.—Vísir. <ÁbupnluríTsof<tfnslaná TRADING INTO HUÐ50NS BAY -V RnestöldIIichlai'idScotchWíuski' THt HHODUCC OT SCOtLAX* OUALITT OUARANTCCO »Y Hudson’s Bay Comp^ny HuD5on’s Bry F.O.B. 5cotch LUhiskq — a favoritc amor>3 pure Scotch Whiskies. It is mellow and full- flavored — distilled and blended in Scotland. 26'í 40 oz. oz. $2.30 $3.35 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Kr að finnl á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: • 46 Alloway Ave. Talsími: 33 151 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. MARGARET DALMAN TEÁCHBR OF PIANO SS4 BANNING ST. Phone: 26 420 This advertlsement ls not inserted by Govemment Liquor Control Commlssion. The Commission is not responsible for statements made as to quaUty of pro- ducts advertised. HIÐ NÝJA ÁR * Dægradvöl bls. 42. ** S. st. Enginn veit hvað gerist á næstu mínútu, enn síður um við- burði tólf ókominna mánaða. En menn gera áætlanir um hvað gera þurfi og hvað þeir vilij láta verða að veruleika. Árið byrjar þannig að tvö af þrem höfuðmarkaðslöndum fyrir stærstu útflutningsvöruna, salt- fiskinn, eru að mestu lokuð. Og mjög sennilegt er, að þeir mark- aðir verið á næstu árum, nokkuð svipaðir og þeir voru áður fyr. Þjóðin hefir á árinu sem leið bjargast á næstum yfirnáttúr- legan hátt fram úr þessum vand- kvæðum. En segjum að á sama ári yrði lítil síldveiði, og þorsk- urinn tæplega seljanlegur, þá er kipt fótum undan lífi manna við sjóinn. Og svo nátengd er stétt við stétt, að ef hallæri er við sjó- inn, þá nær það fljótt upp til dala. Árbækur X bls. 187. Sbr. Nýtt kirkjublað 1912, bls. 208. *) Sbr. Lbs. 2006 4to. **) Sbr. Smámunir Sig. Br. Kbh. 1836, bls. 35—36. Hið mikla verkefni þessa árs, og margra næstu ára er að gera þorskinn aftur að markaðsvöru. Það mun þurfa að breyta um framleiðsluhætti. Það þarf að finna nýja markaði. Og það þarf að ala upp nýja menn til að vinna með dugnaði, þekkingu og heiðarleika að því að koma ís- lenzkri sjávarvöru á markaði, sem nú eru ekki þektir eða ekki notaðir á réttan hátt. Árið 1930 vildu fulltrúar frá Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum, sem undirbjuggu mál fyrir 1000 ára þingið, að ís- land gengi þá í Þjóðabandalagið. En Jón Þorl. fulltrúi íhaldsins neitaði því. En á Þingvöllum var ekki hægt að samþykkja neitt nema það sem allir flokkar voru sammála um. Tveim árum áður var íhaldsflokkurinn búinn að lýsa yfir, að ísland skyldi taka að sér utanríkismál sín 1940—43. íhaldið skildi ekki, að fyrsta sporið á þeirri braut var að kom- ast með atkvæði sem þjóð, á hinu fjölmenna þjóðaþingi, og að nota þá samkomu til að kynna landið og venja íslendinga við að hafa utanríkismál sín í eigin höndum. Úr þessu má bæta enn ög verð- ur að bæta, ef íslendingum er alvara að stjórna sér sjálfir. Mun eg síðar víkja að því máli við annað tækifæri. En ísland vantar tilfinnanlega æfða, vél undirbúna menn við verzlunina og markaðsleitina fyrir sjávarafurðir. Við skulum játa hreinskilnislega, að það er ekki ýkja langt síðan að Laugi “landi” og Fritz Kjartansson hafa verið utan í þýðingarmikl- um erindum. Eg álít, að næsta haust ætti að byrja'hér í Reykjavík 3—4 vikna námskeið í stjórnfræði og við- skiftamálum. Síðar mundi það verða deild í háskólanum. En nú vantar háskólann bæði hús og stjórn, sem trúandi er fyrir nýjum verkefnum. f bili gæti þessi deild vel starfað í bókasafni Mentaskólans. Og það væri eðlilegast að Stefán Þor- varðarson væri yfirmaður henn- ar. f þessa deild ætti að taka 6— 10 menn á ári fyrst um sinn, en gera strangar kröfur um heilsu, útlit, framkomu, reglusemi, hátt- prýði og vinnudugnað. Úr slíkri Úeild ætti fyr og síðar að reka tafarlaust hvern nemanda, sem Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 Gunnar Erlendsson Plan okennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 518 Dominion St. Simi 36 312 léti sjá á sér áhrif áfengis. í skólanum ættu þessir piltar að nema sæmilega vel tvö eða þrjú af sex útlendum málum: Ensku, þýzku, frönsku, spönsku, pólsku og rússnesku. Auk þess nokkuð í lögfræði, hagfræði, félagsfræði og ýmsa færni, sem verzlunar- menn þurfa að kunna. Á sumr- in ætti að koma þessum nemend- um að starfi í síldarverksmiðjum ríkisins, bönkum landsins, hjá kaupfélögum og kaupmönnum, og Eimskipafél. íslands. Þeir yrðu að fá verklega æfingu og mikla þekkingu á að fara með allar sjávarvörur, í öllum þeim myndum, sem þeir geta verið í á erlendum markaði. Hvað eiga mennirnir að gera’ Þeir eiga að verða ísl. kaupmenn í löndum þar sem ísl. vörur eru seldar. Þeir eiga að dreifa sér um fjölmörg lönd eins og Norðmenn gera um sína kaupsýslumenn. — Sumir verða síðar ræðismenn ís- lands, og erindrekar þess. — Sumir myndu starfa hér heima sem forráðamenn í fjármálum og verzlun, bæjarstjórar í kaupstöð- um o. s. frv. Tillaga mín er sú, að byrjað sé að ala upp þjóð- rækna dugnaðarmenn, og gefa þeim síðan verkefnin. Elf þessi tillaga verður framkvæmd er byrjað að efna heit allra flokka á Alþingi 1928 um að ísland búi sig undir að geta tekið að sér stjórn sinna eigin mála út á við, þegar samningurinn við Dani er útrunninn. J. J. —N. Dagbl. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederation Liíe Bldg. Talsími 97 024 w. J. LINDAL, K.C BJöRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAJt ú öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAM \ Sérgrein: Taugasjúkdómar Leetur ÚU meðöl 1 viðlögum ViStalstímar kl. 2_4 „ h 7—8 a® kveldlnu S.mi 80 857 665 Victor St. Mátti vera úti Maður nokkur mætti dreng á götunni um miðnætti og sagði: Hvernig er það drengur minn, áttu ekki að vera kominn í rúmið fyrir löngu? — Því þá það ? spurði snáðinn og starði á manninn; — eg er ekki giftur ennþá! A. S. BARDAL selur llkkistur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá beéti. _ Ermfremur selur hann ail«k«r^r minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: S6 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesion 218 Sherburn Street Talsíml S0 877 VlðtalsUmi kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 95. Fresh Cut Flowers Dally Plants lu Season We specialize in Weddlng & Concert Bouquets Sc Ftmeral Designs Icelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonda and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIM 212 Curry Bldg., Wlnnlpeg Gegnt pósthúslnu Slmi: 96 210 Heimilis: 33 32S J. J. Sivanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inturance and Financial Agents 8iml: 94 221 800 PARIS BLDG.—Winnlpeg DR. J. A. BILDFELL Wynyard —:— Sask. Orrici Pboni •7 292 Ris. Phowi 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ART8 BUILDING Orrici Hotnts: 12-1 4 F.M. - < F.M. **» IT AFFOINTMIin J. WALTER JOHANNSON U m boðsmaður New York Life Insurance Company

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.