Heimskringla - 22.09.1937, Page 5
WINNIPEG, 22. SEPT. 1937
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
vagn-hlöss af garðmat ókeypis,
væri því sómi að því ef hægt væri
að senda frá öllun^ þeim stöð-
um, sem hafa haft góða upp-
skeru í ár. Til þess að geta
komið þessu í framkvæmd, þarf
að kjósa góðar nefndir í hverjum
þeim stað, sem á að senda frá,
og þarf sú nefnd að sjá um að
kartöflur, rófur, kál, korn, eða
hvað annað sem senda á, komist
á vagnstöðina á réttum tíma. —
Allir kennarar og skólabörn geta
hjálpað til þessa þar sem þau
geta komið orðum inn á hvert
heimili. Það þarf ekki mikið frá
hverjum, ef allir leggja til eitt-
hvað. Það þarf um sjö hundruð
busjel af kartöflum til þess að
fylla járnbrautarvagn.
Vona eg að við verðum ekki
eftirbátar í þessu fremur en
öðru.
Innilega þakklát er eg þeim,
er máli þessu vildu sinna.
Vinsamlegast,
Andrea Johnson
FRA LÖPPUM
Á milli hinna hávöxnu og hör-
undsbjörtu Svía og Norðmanna,
tveggja hinna hámentuðustu
þjóða á vestræna vísu, fleygar
sig dökkur, lítill og lágvaxinn
þjóðflokkur, sem enn lifir frum-
stæðu hirðingjalífi, svipuðu því
er hann 'lifði fyrir þúsundum
ára. Mér hefir auðnast að kynn-
ast þessum þjóðflokki, “Löppun-
um”, dálítið og tel eigi illa til
fallið að greina hér nokkuð frá
þessum grönnum okkar.
Ekki vita menn með vissu,
hvaðan, eða hvers kyns Lapparn.
ir eru. Lengi voru þeir taldir
Mongólakyns, en nú munu flestir
fræðimenn af þeirri skoðun. —
Telja sumir þá afkomendur
frumstæðs kynflokks, er lifað
hafi við austanvert Miðjarðar-
haf í lok síðustu ísaldar og síðan
flutst með ísröndinni norður á
bóginn. Aðrir álíta að þeir hafi
bygt norður- og vesturströnd
Finnmerkur þegar á síðustu ís-
öld, fyrir 15—20 þúsundum ára.
Halda og sumir, að hið lágvaxna,
dökkhærða fólk, er víða finst í
dölum Vestur-Noregs, og sjálf-
sagt má finna leifar af hér á
landi, sé ef til vill sama kyns og
Lappar.
Svo mikið má þó ráða með
vissu, bæði af fornleifafundum
og germönskum lánsorðum í
lappnesku, að Lappar hafa búið
í nágrenni Germana í nyrðri
hluta Skandinavíu um fimm
hundruð árum fyrir Krists fæð-
ingu, eða í byrjun járnaldar. —
Elstu skráðar sagnir af Löppum
höfum við frá rómverska sagna-
ritanum Tacitusi.
Um 550 e. Kr. talar gríski
sagnaritarinn Prokoþios um
Skriðfinna og á þá eflaust við
Lappa, því Finnar eða Skriðfinn-
ar er hið gamla norræna nafn á
þjóðflokknum og svo kallast þeir
enn í Noregi. Skriðfinnar voru
þeir kallaðir sakir fimi sinnar í
því að skríða á skíðum. Adam
Brimabiskup og Saxó tala báðir
um Skriðfinna. Orðið Lappi er
finskt lánsorð í sænskunni. —
Sjálfir kalla Lapparnir sig
Sapme eða Same, og margir
sænsktalandi Lappar vilja ekki
heyra orðið “lappa”, því þeir
setja það í samband við annað
sænskt orð, “lapp”, er þýðir
drusla, og þykir það niðrandi.
Mikilsverður fróðleikur um
Lappana er og í þýðingu Elfráðs
hins ríka Englakonungs á ver-
aldarsögu Orosiusar. Er þar
bætt inn í þýðinguna lýsing á
Hálogalandi eftir hálenskan
höfðingja, óttan að nafni. —
Kveður hann aðaltekjulind há-
lenzkra höfðingja vera skatt
þann er þeir fái frá Finnum, þ.
e. Löppum, sé sá skattur goldinn
í grávöru, hreinafeldum, svarð-
reipum, fiðri og öðru slíku. —
Flestir munu og kannast við frá-
sögn Eglu um ferðir Þórólfs
Kveldúlfssonar til Finnmerkur.
Af þeirri frásögn virðist mega
ráða, að finnskatturinn hafi oft
verið deiluefni með Norðmönn-
um og Svíum.
Af ofangreindum frásögnum
og öðru má sjá, að á víkingaöld
bygðu Lappar nær allan nyrðri
hluta Skandinavíu, eða það sem
nú kallast Finnmörk og Lapp-
land. Auk þess bjuggu þeir hér
og þar í Finnlandi alt suður að
stórvötunum Saima og Ladoga.
Síðar hafa þeir horfið úr suð-
austur Finnlandi og byggja þeir
nú aðeins Kolaskagann. — f
Skandinavíu hafa þeir aftur á
móti fært út kvíarnar. Um 1100
flytja þeir suður á heiðarnar
milli Jamtalands og Þrændalaga
og um 1700 alt niður í Efri-Dali.
í Noregi búa nú Lappar suður
undir Röras, og einstöku Lappar
finnast alt suður á Harðangurs-
heiðum, er liggja næstum því í
hávestur frá Osló.
Lappar eru nú taldir rúm þrjá-
tíu þúsund. Af þeim eru í Noregi
rúm tuttugu þúsund, í Svíþjóð
um 8 þúsund, í Finnlandi hálft
annað þúsund, og álíka margir í
Sovét-Rússlandi. Eldri mann-
talsskýrlsur sýna, að tala Lappa
stendur því nær í stað. En þess
ber að gæta, að Löppum í þrengri
merkingu, eða þeim er lifa hirð-
ingjalífi, hefir mjög fækkað, því
æ fleiri taka upp hvítra manna
hætti, gerast bólfastir og leggja
stund á akuryrkju. T. d. mun
nú aðeins helmingur sænsku
Lappanna lifa hirðingjalífi. Eft-
irfarandi lýsing á aðallega við
sænsku Hjarð-Lappana, eða
Fjall-Lappana, eins og þeir kall-
ast, til aðgreiningar frá Skógar-
Löppunum, er hafast árið um
kring við í skóginum.
Híbýli Lappanna er gamminn
eða kahte eins og þeir kalla það
sjálfir. Vanalegastur er tjald-
gamminn, sem er svo gerður, að
sjö birkistengur, með gati á
öðrum endanum eru þræddar upp
á stutta stöng, hinum endanum
er stungið niður svo að steng-
urnar mynda til samans keilu-
lagaða grind. Á grind þessa er
svo tjalddúkurinn lagður. Er
hann gerður úr hreinafeldum,
vaðmáli, pokum eða öðru slíku.
Keilutoppurinn er ekki byrgður,
svo að þar myndast stórt kringl-
ótt op, reykopið. Svona gammi
er venjulega 4—5 metrar í þver-
mál. Á hliðinni er lítið dyraop,
sem skríða þarf inn um. Er oft
erfitt að komast inn, því brenni-
stafli liggur allajafna rétt fyrir
innan dyrnar, og þarf að klöngr-
ast yfir hann. Á miðju gólfi eru
hlóðirnar, “aran”, og logar þar
eldur allan daginn. Yfir hlóðun-
um hangir járnpottur í keðju.
Svæðið innan við hlóðirnar nefn-
ist passjo og var í gamla daga
talið heilagt. Þar eru geymdir
pottar og katlar og körfur og
önnur eldhúsílát, auk ýmissa
matvæla. Til beggja hliða í
gammanum eru hvílufletin,
“luoito”, venjulega þakin greni-
barri eða feldum. Sé smábarn í
gammanum hangir vagga í loft-
inu öðru hvoru megin. Er hún
gerð af holuðum trjábút, klædd-
um leðri. Þar er krökkunum
stungið niður, óreifuðum, mjúk-
ur mosi er lagður kringum þau
og lítið hreinsskinn lagt ofan á
þau, og þau síðan reyrð niður
vandlega, svo að þau velti ekki
út. Á ferðalögum bera Lappa-
konurnar krakkana á bakinu í
þessum vöggum.
Það tekur dálítinn tíma fyrir
venjulegan dauðlegan mann að
venjast því að búa í gamma. —
Fyrst og fremst er svo lágt undir
loft, að hvergi er hægt að standa
uppréttur. Sæti finnast engin,
en maður situr á fletunum í
búddhastellingum með kross-
lagða fætur. Og það er alveg ó-
trúlegt hversu marga Lappa í
þessum stellingum einn gammi
getur rúmað, þó manni virðist
alveg fult er maður kemur inn,
reynist ennþá pláss þegar helm-
ingi fleiri hafa bætst við.
f góðu veðri getur verið nógu
rómantískt að sitja í gamm og
totta píppuna sína og blína út
um reykopið upp í heiðbláan eða
stjörnum stráðan himininn, eða
stara á skíðlogandi eldinn á arn-
inum. En sé úrkoma svo að
byrgja þarf reykopið, eða vindur
svo að reyknum slær niður tek-
ur gamanið að grána. Þá ætlar
reykurinn menn alveg að kæfa.
Og slökkvi maður eldinn batnar
sízt líðanin. Sé það að sumar-
lagi æltar mývargurinn mann al-
veg að æra, en sé það að vetrar-
lagi ætlar kuldinn mann lifandi
að drepa. Af þrennu illu er
reykurinn skárstur, en ekki er
að furða þótt Lapparnir séu
rauðeygðir flestir.
Auk tjaldgammans eru og
torfgammar. Eru þeir að lögun
mjög svipaðir tjaldgammanum
og er munurinn aðeins sá, að
birkigrindin er þakin torfi í stað
tjalddúks. Auðvitað er ekki
hægt að flytja slíka gamma með
sér eins og tjaldagammana, en
Lappar þeir, er í torfgömmunum
búa, eiga venjulega fleiri slíka,
sinn í hverju þeirra héraða er
þeir vistast í til langframa á
ferðum sínum.
“Lapparnir lifa á hreindýr-
um”, stóð einhversstaðar í barna
skólalandafræðinni, og í þessum
fáu orðum er lykillinn að lifnað-
arháttum Lappanna. Hreinninn
er hans eina húsdýr, auk hunds-
ins, hans hestar kýr og kindur,
sem fæðir hann, skæðir og klæð-
bægslum og buslagangi; hrein-
arnir æða þá áfram og er þá
erfitt að halda sér á sleðanum,
því þeir fara í ótal krókum svo
að sleðarnir slengjast til hægri
og vinstri, en brátt taka hrein-
arnir að letjast og er þá vart
mögulegt að lemja þá upp af
seinagangi.
Þegar vora tekur, halda Lapp-
arnir af stað í vesturátt til fjall-
anna og heiðanna. Um miðjan
maí, þegar hreinburður byrjar,
eru þeir komnir vestur í birki-
skógabeltið austanvert í fjöllun-
um. En sumir fara alt vestur í
norsku firðina og dvelja þar
yfir sumarið. Og nú byrjar
erfiðasti hluti ársins. Hreinarn-
ir eru eirðarlausir sakir mý-
vargs og æða um svo lítt mögu-
legt er að hemja þá, úlfar og
jarfar sitja um kálfana; flutn-
ingar eru allir erfiðir, því nú
þarf að klyfja farangur. Svo
þarf að marka kálfana. Lapp-
arnir nota eyrnamörk líkt og
við. Tarfkálfarnir eru flestir
geltir snemma sumars.
Um miðsumarleytið er tekið
að mjólka hreipkýrnar og því
haldið áfram fram á vetur. Er
það erfitt verk; kýrnar þarf að
elta uppi og snara með kastreipi
(lasso) sem Lapparnir kunna vel
að nota. Venjulega mjólkar
hreinkýr aðeins fjórðung merk-
Það þarf og varla að nefna,
að Lapparnir eru, sem aðrar
frumstæðar (og raunar fleiri)
þjóðir, sólgnir í tóbak og brenni-
vín.—Lesb. Mbl.
‘MÓÐIR MfN”
ir að langmestu leyti. Og ekki ur, en mjólkin er kostamikil og
nóg með það. Híbýli og húsgögn
eru að meira eður minna leyti
gerð af hreinafeldum og beinum.
Hreinarnir eru oftast nær aleiga
Lappans og spyrji ókunnugur
Lappa um tölu hreina hans
bregst hann oft reiður við yfir
ókurteisi og frekju spyrjanda.
Það er svipað því og ef bráðó-
kunnugur maður spyrji kaup-
mann í Reykjavík um það hversu
margar krónur hann ætti í Út-
vegsbankanum. Starf Lappans
á hinum ýmsu árstíðum og
flutningar hans úr einu héraði í
annað byggist og alt á hrein-
dýraræktinni. Hreinarnir ganga
raunar sjálfala alt árið, vsvo
ekki þarf að heyja í þá. En það
er ærið verk að halda þeim
saman, verja þá úlfum og jörf-
um og flytja þá úr einu héraðinu
í annað.
Veturinn er rólegasti tími árs-
ins. Þá heldur Lappinn sig með
hreinana í stórskógunum aust-
an hálendisins og dvelja þá oft
einn til tvo mánuði á sama stað.
Þótt þar sé snjóþungt er snjór-
inn oftast laus og létt fyrir
hreinana að krafsa, en hindrar
að þeir rási alt of mikið/ Venju-
lega er gengið til hreinanna a.
m. k. einu sinni á dag og þeir
reknir heim undir og taldir, dýr
valin úr til slátrunar o. s. frv.
Á vetrum eru og veiðar stundað-
ar, einkum úlfa- og bjarndýra-
veiðar. úlfurinn er versti óvin-
ur Lappanna. Elta þeir hann
uppi á skíðum á veturna þar til
hann gefst upp og drepa hann
með byssu eða spjóti.
Á veturna er og unnin flest
heimavinna, klæði gerð og ýms
húsgögn smíðuð. Flutningar á
tjöldum og öðrum farangri er
léttastur á vetrum því þá má
nota sleða. — Lappasleðinn
“Kairo” er að lögun líkastur flat-
botna pramma, þversneiddum að
aftan, og um hálfan annan meter
á lengd. Fyrir hvern sleða er
spentur einn hreinn og fjórir til
fimm hreinar bundnir saman í
eina lest, raido. Ríkir Lappar
hafa oft um tuttugu sleða á ferð-
um sínum. Fremsta hrein í
raido teymir húsbóndi eða ein-
hver húskarl, á eftir koma svo
konur og unglingar með hrein-
dýrahjörðina.
Það kvað vera all-æfintýralegt
að aka hreindýrasleða. Tamning
hreintarfanna er nefnilega svona
og svona. Er hún venjulega að-
eins fólgin í því að kenna hrein-
inum að fylgja slóð og lendi hann
út af hlóðinni er hann venjulega
annaðhvort ramstaður eða æðir
eitthvða út í buskann.
Fyrsta korterið eftir að lagt
þykk. Er hún oftast drukkin
blönduð vatni og oft með berjum
útí, bæði bláberjum og öðrum.
Oft sjóða þeir í mjólkinni blöð
af súru og öðrum jurtum svo
af verður grænleitur grautur
ekki lystilegur en furðu bragð-
góður er maður venst honum.
Smjör búa Lappar ekki til en
gera osta, bæði hlauposta og
mysuosta. Haustmjólkin er oft
fryst í hreinum hreinmögum og
matreidd allan veturinn sem
einskonar ís.
Þegar hausta tekur, og kólna
fer og hvessa á fjöllum, halda
Lapparnir aftur af stað til skóg-
anna. Á haustin er venjulega
réttað og hreinarnir aðskildir.
f réttunum er glaumur mikill og
gleði engu minni en í Skeiðarétt-
um.
f september er aðalsláturtíðin.
Er þá hreintörfum og kúm slátr-
að, en hreinuxunum slátra Lapp-
ar sjaldan fyr en á veturna.
í góðum árum borgar hrein-
búskapurinn sig vel. Margir
Lappar mega og teljast vel efn-
aðir. Þeir geta átt yfir þúsund
hreindýr og hreindýr mun nú
metið á 30—40 krónur. En stop-
ull er búskapurinn og auðugir
Lappar geta flosnað upp á einum
vetri. Hættulegastir eru blauta-
snjóar á vetrum með eftirfylgj-
andi frosti. Myndast þá harð-
fenni tseove, sem hreinarnir fá
ekki krafsað í gegnum. Horfalla
þeir þá oft þúsundum saman eða
æða niður í bygðir. Þykir sænsk-
um bændum þeir illir gestir og er
skaði á heystökkum og girðing-
um, og spretta oft af því miklar
deilur milli þeirra og Lappanna.
Fæðu sína fá Lapparnir mest-
megnis af hreinunum. Mjólkina
hefi eg þegar nefnt, aðalfæðan
er þó kjötið. Við slátrun er
sumt af kjötinu, eða háls og
hryggur, soðið strax, hitt er
ýmist geymt fryst, eða hengt
upp í gammanum til reyks og
þerris. Strax eftir slátrunina
eru og leggjarbein soðin og brot
in til mergjar, en mergurinn
þykir hið mesta hnossgæti, eink-
um þó ef brennivín er með. úr
blóðinu gera þeir einskonar slát-
ur. Oft er haustblóðinu helt í
belg og þeir grafnir í jörð niður
og geymdir til vors og eru þá
gerðir úr því grautar og aðrir
miður lystugir réttir. Á sumrin
veiða Lapparnir mikið af silungi
til matar og skjóta rjúpur á
vetrum. Auk þeirrar jurtafæðu
er þegar er nefnd, borða þeir
mikið af hvannarótum sem þeir
safna á vorin.
Kaffi þamba Lapparnir mjög.
Nota þeir salt í það. í stað
mjólkur er venjulegt að dýfa
“Eg hefi þekt marga háa sál
eg hefi lært bækur og tungumál
og setið við lista lindir.
En engin kendi mér eins og þú
ið eilífa og stóra, kraft og trú
né gaf mér svo guðlegar myndir.
En þú sem ef til vill lest mín ljóð
þá löngu er orðið kalt mitt blóð,
ó gleym ei móður minni,
en legg þú fagurt lilju-blað
á ljóða minna valinn stað
og helga hennar minni.” (M.J.)
f síðasta tölublaði Lögbergs
16. sept. er grein með fyrirsögn-
inni: Brestur, uppeldisskortur
eða hvað ? Hygg eg að meining-
in í spurningunni sé þessi: Hvort
þarna sé um uppeldisskort að
ræða, orðið “Brestur” fyrir
framan uppeldisskortin, virðist
vera með öllu óþarft eins og
íka grein þessi í heild sinni hefði
mátt vera óskrifuð. Væri hverj-
um rithöfundi sæmra sjálfs síns
vegna að setja ekki slík skrif í
opinber blöð, sem vekja hvers
manns .athlægi sem les.
Eftir “uppeldisskortinn” kem-
ur nokurskonar viðauki og
hljóðar þannig: “Tveir dálitlir
BALDURSBRÁ
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins hefir ákveðið að gefa út
fjórða árgang af Baldursbrá. Að
öllum líkindum kemur fyrsta ein-
takið út fyrstu vikuna í október.
Þetta ár kemur blaðið út í hverri
viku og verða 25 eintök í árgang-
inum. Ársgjaldið verður það
sama og áður 50c og sendist fyr-
irfram til ráðsmannsins B. E.
Johnson, 1016 Dominion St.,
Winnipeg, eða til þeirra sem
hafa svo góðfúslega að undan-
förnu tekið á móti gjöldum í
hinum ýmsu bygðum. Reynt
verður innan skamms að birta
lista af útsölufólki blaðsins í
bygðum og bæjum. Eins og að
undanförnu verður blaðið aðeins
sent til þeirra sem borgað hafa
fyrirfram. Er skiljanlegt að
það verður að fylgja þessari
reglu þar sem gjaldið er svo lít-
ið og hrekkur svo skamt að
borga allan kostnað. Ritstjórinn
verður eins og áður dr. Sig. Júl.
Jóhannesson og er hann fslend-
ingum svo kunnur að ekki þarf
að fjölyrða um hæfileika hans
til þess starfs. Ákveðið hefir
verið að hefta inn í laglega kápu
þá 3 árganga af Bldursbrá sem
út eru komnir og gefst fólki
tækifæri á að kaupa þá í heild
fyrir $1.50 og verður bókin send
póstfrítt hvert sem vera vill.
Þeir sem óskuðu eftir öllum
fjórum árgangunum geta því
gallar eru á bókinni: “Sögukafl- sent $2.00 og fengið 3 árgangana
í einni bók og þann fjórða jafn-
ótt og hann kemur út.
Upplagið er ekki stórt og því
æskilegt að fólk notfæri sér það
sem fyrst ef það langar að eign-
ast blaðið frá byrjun.
Það er enginn vafi á nytsemi
þessa starfs, sem hefir getað
haldið áfram með fjárstyrk frá
Þjóðræknisfélaginu og frjálsri
vinnu frá einstaklingum. Er því
ekki nema sjálfsagt að vonast sé
eftir að almenningur styrki fyr-
irtækið með því að leggja fram
50c til að kaupa blaðið, svo þeir
sem að útgáfunni standa finni
til þess að starf þeirra sé að ein-
hverju metið. Sendið ársgjöld
ykkar sem fyrst.
Útgáfunefndin.
ar af sjálfum mér”. Sá fyrri og
smærri er það, að eg held það sé
ekki greint frá hvað móðir höf-
undar hét.” o. s. frv. Af því eg
er vel kunnug ætt Matthíasar,
get eg að nokkru bætt úr “fyrri
og smærri” gallanum, með því
að gefa Rannveigu Sigurbjörns-
son nafnið á móðir M. J. Þóra
var hún skýrð í nafni föðursins,
sonarins og heilags anda. Þóra
var Einarsdóttir, systir séra
Guðmundar Einarssonar, prests
á Kvennabrekku á Skógarströnd.
Alilr þeir sem mikið vita og mik-
ið lesa af íslenzkum fræðum vita
föðurnafn Matthíasar. Bræður
átti hann 5: Magnús, Einar, \Ara,
Eggert og Sæmund. Allir voru
bræður þessir skáldmæltir. Pró-
fastur ólafur Johnsen á Stað á
Reykjanesi var náfrændi séra
Matthíasar og séra Jón Arason
prestur á Húsavík var bróður-
sonur hans; er fjöldinn allur af
fræðimönnum og rétttrúuðum
prestum, sem ekki gerist þörf
hér upp að telja í ættum Matt-
híasar.
Það er mjög undarlegt með
jafn viðurkent andans mikil-
menni og Matthías, að hann
skyldi víkja þannig út af hinni
einu sönnu, réttu, sáluhjálpar-
leið. (Sem sé “hneigð hans að
unitara trú”!.). Guð fyrirgefi
Matthíasi Jochumssyni lífs og
liðnum öll hans afbrot. “Megi
hann, sem allar undir græðir,
brúa brestinn þann hinn mann-
lega”(!)
Ragnheiður Kristjánsson
Wynyard, Sask.,
18. sept. 1937.
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
G. T. Stúkan Skuld heldur sína
árlegu Tombólu 4. okt. n. k. Ná-
kvæmar auglýst síðar.
ÍSLENZKAR BÆKUR
ÍSLENDINGAR! Hér er tæki
færi, sem aldrei áður hefir
þekst á íslenzkum bóka mark-
aði. Margar ágætar bækur
svo sem
Sögubækur,
Ljóðmæli,
Leikrit,
Fræðibækur,
Guðfræðirit,
Barnabækur,
Söngvar og nótur,
verða seldar með 75-80% af-
slætti meðan upplðgin endast.
Sérstakt tækifæri fyrir ís-
lenzka bókavini að ná í góðar
og ódýrar bækur. Ný bóka-
skrá send hverjum, sem óskar,
THORGEIRSON CO.
674 SARGENT AVENUE
WINNIPEG, MANITOBA
FUNDARB0Ð
er af stáð gengur alt með óskapa reyktum mörbita í það.
Nefnd fslendingadagsins, boðar til almenns fundar, árs-
fundar, ÞRIÐJUDAGINN þ. 28. þessa mánaðar
í Góðtemplara húsinu við Sargent Ave.
STÖRF FUNDARINS ERU:
Lagðir fram reikningar og skýrslur yfir starfsárið.
Að kjósa sjö menn í nefndina til tveggja ára í stað^
þeirra, sem endað hafa sitt starfstímabil í nefndinni.
Þar á meðal er ritari og forseti nefndarinnar.
Kjósa yfirskoðunmenn reikninga.
Ákveða hvar íslendingdagurinn skuli haldast næsta
ár.
Ný mál.
Ui
Gleymið því ekki fslendingar, að hér er um málefni
að ræða, sem “traust við ísland oss tengja—”
íslendingadagurinn snertir alla, af íslenzku bergi
brotna. Þessvegna er vonast til að fólk sýni áhuga sinn
og löngun að viðhalda deginum, með því að sækja vel
fundinn og taka einlægan og ákveðinn þátt í umræðum,
og sýni einbeittan vilja sinn um úrskurð málanna á þeim
grundvelli, sem heillavænlegastur þykir fyrir heill þjóð-
1.
2.
3.
4.
5.
minningar-dags vors
framtíðinni.
Davíð Björnsson