Heimskringla - 29.12.1937, Side 4

Heimskringla - 29.12.1937, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. DES. 1937 IBMIIIIIIIIIIIWIIH^^ Hn'hnsknniilci \ (StofnuB 18S6) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst ■ tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskiíta bréf blaðinu aðlútandl sendist: K.-nager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg j ---------------------------------------------------------— ' ; “Heimskrlngla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. g Telephone: 86 537 WiimmMiiiiiiiiiHiiiiiiilillllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllillllllllllllllillliilllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllliilllB WINNIPEG, 29, DES. 1937 50 ÁRA MINNINGARBLAÐ LÖGBERGS Blaðið “Lögberg” var stofnað 14. jan. 1888. Er það því 50 ára næstkomandi 14. janúar. Var síðast liðna viku hleypt risa- útgáfu af stokkunum í minningu um hálfr- ar aldar afmælið. Nákvæmlega er minn- ingar-blaðið 6% vanaleg blöð að stærð, eða alls 52 blaðs., en það er Vi vikublaði stærra en Heimskringla var 1930, sem er að vísu bitamunur en ekki byrðar; en eigi að síður er þetta minningarblað nú komið að heiðr- inum, að vera stærsta vikuútgáfa af ís- lenzku blaði vestan hafs. Er vonandi að þetta stóra blað Lögbergs boði hér eins og fimtugasti árgangur Heimskringlu, með sínum fimm aukablöðum á síðast liðnu ári, langlífi íslenzkra blaða. Að fyrstu síðu Lögbergs hefir verið gerð sérstök teikning og er síðan prentuð í þrem litum. Er uppdráttur síðunnar gerður af íslenzkri gáfaðri listrænpi konu, Mrs. Karl Johnson, dóttur Mr. og Mrs. Ármanns Björnssonar í Wninipegosis. Um efni blaðsins má sitt hvað segja. Niðurröðun á síðurnar er auðsjáanlega í hasti gerð, enda skiljanlegt að einn maður komi litlu skipulagi á það verk, með því að þýða, rita í blaðið og lesa prófarkir á sama tíma. Það er ærið verk að sjá um útkomu eins blaðs á viku, að blað á hverjum degi sé ekki nefnt. Fimtíu ára sögu Lögbergs, ritar pró- fessor Richard Beck. Er auðvitað fljótt yfir sögu farið og um aðdraganda mála ekki kostur að vera f jölorður í einni blaða- grein. Samt er nú grein þessi hin bezta og í fylsta samræmi við 50 ára afmæli blaðs- ins af öllum greinunum sem í því birtust. Þar sem haldið er þó fram, að stofnun Lög- bergs hafi ollað sömu aldahvörfum í endur- bættri vestur-íslenzkri blaðagerð og stofn- un Heimskringlu, er ekki rétt ályktað, því Lögberg var miklu líkara Heimskringlu, er það kom út, en t. d. Heimskringla var Leifi. Það virðist að útliti til og ef til vill menningarlega einnig, hafa verið um svo líkt blað að ræða Heimskringlu, með stofn- un hins nýja blaðs, að erfitt hefði verið að þekkja þau að, ef bæði hefðu borið sama nafn. Önnur góð 0g eftirtektaverð grein er í blaðinu eftir dr. Stefán Einarsson, “um sýnishorn af vestur-íslenzku og rannsókn- um um hana”. Það kann nú í fljótu bragði virðast fjarstæða, að Vestur-íslendingar geti lagt íslenzkum mentamönnum aðstoð í að auðga tunguna orðum, en hver veit nema að vestur-íslenzk alþýða geti það í sínum margþætta verkahring alt eins og alþýðan heima hefir gert og gerir það. Dr. Stefán er grúskari í tungumálum og það mun ekki út í bláinn, að hann hefst handa í að rannsaka þetta. En margt annað í blaðinu bæði í bundnu og óbundnu máli er skemtilegt aflestrar og má þar með nefna grein Finnboga Hjálm- arssonar, “Endurminningar frá 1874 0. s. frv.”, sögu, “í Ijósaskiftunum”, eftir skáld- konuna góðkunnu og mestu hér vestra, Guðrúnu Finnsdóttur, og fleira eftir aðra ritfæra Vestur-fslendinga. Skal hér ekki við það dvelja. Tvær greinar eru þó í blaðinu er lauslega skal minst á. Hin fyrri er grein eftir Hjálmar Berg- mann, K.C. Er fyrirsögn hennar: “Er ekki kominn tími til framkvæmda?” f hverju? Þjóðræknismálum Vestur-fslend- inga. Jú maður skyldi nú halda, að tími væri kominn til framkvæmda. En eins og fyrri, greinir fslendinga á um aðferðir, eða hver sé þörfin brýnust. Kennarastóll við Manitoba-háskóla er góður, en er hans eins brýn þörf ennþá og Mr. Bergmann ætlar? Meðan hér er Þjóðræknisfélag við líði og lestrarfélag er starfrækt af því, og barnakenslu í íslenzku er haldið uppi, virð- ist ennþá vera hægt að svara spurningum er frá enskumælandi mönnum berast um íslenzk efni, en kennarastóll er og hefir víðast lítið annað reynst, en nokkurskonar upplýsingaskrifstofa enskumælandi mönn- um — eins og dauðsfalla og fæðingarskrif- stofur fylkisstjórna eru. Um bókasafn á Manitoba-háskóla er það að segja, að vér sjáum þess heldur ennþá ekki meiri nauð- syn, en bókasafna, sem af íslenzkum al- menningi væru notuð eins og á sér stað um bókasafn Þjóðræknisfélagsins í Winni- peg. Ef bókamaður gæfi safn sitt ein- hverri íslenzkri bygð til notkunar, væri það nytsamara, en að gefa það til nokkurs annars, þó það vitanlega endist eða geym- ist betur á háskóla, þar sem um það er ekki höndum farið nema af einum manni. Við- hald íslenzku hér er mögulegt um skeið á þann hátt, sem Þjóðræknisfélagið starfar, ef íslendingar vilja sameinast um það. Þegar ekkert Þjóðræknisfélag er hér til og ekki ér hægt að halda íslenzku við sem “lifandi” máli, ér allur tími til að koma upp eða gefa háskólum hér íslenzkar bækur. Annars má svo margt þarft við fé til við- halds íslenzkri tungu hér gera; eitt af því er til dæmis að styrkja íslenzku vikublöðin. Það er viðhald íslenzku sem “lifandi” eða mælts máls hjá fjöldanum af íslenzku bergi bortnu, sem vér eigum við með Þjóð- ræknisstarfi hér vestra. Alt sem að því lýtur, er brýnasta þörfin. Annað getur og verið brýnt, en ekkert eins og það. íslenzkar bækur og íslenzku kennarar, eru við marga háskóla í Bandaríkjunum; gott og blessað. En þeir sem undir hús- veggjum háskólanna búa, vita ekki meira um fslendinga en það, að þeir halda þá í hjartans einlægni vera skrælingja. “Straumar” heitir og grein í 50 ára minningarblaði Lögbergs, eftir Jón J. Bíld- fell, er fáeinar athugasemdir skulu gerðar við. Hún er, eins og grein Mr. Bergmanns, aðallega skrifuð sem flokksáróður svo ekki er að furða neitt á því viðhorfi, sem þar kemur fram. Það minnir/alt saman á “þrí- fornt smér”. En það sem J. J. B. leitast fyrst við að sýna fram á í grein sinni, er að lútersk trú á meðal Vestur-íslendinga hafi verið eina trúmála eða kirkjumála- stefnan, sem verið hafi þeim eðlileg og þjóðleg. En svo hafi óþjóðleg trúarstefna komið hér fram á sjónarsviðið, sem kend var við únítara, en sem ekkert hafi orðið ágengt og aldrei hefði nokkurs mátt sín, ef ekki hefði verið fyrir einhverja hepni eða slembilukku, af utan að komandi atvikum, sem ekki er beint skýrt frá í hverju voru fólgin. En fari maður að rýna í og gera sér grein fyrir þessu, eftir að hafa lesið alla greinina, er ástæðan fyrir velgengni hinna óþjóðlegu Únítara sú, að hin þjóð- lega íslenzka lúterska kirkja hér klofnar í tvent; myndast hér þá önnur ofurlítið ó- þjóðlegri kirkja, en sem gefst upp síðar. Við það jukust og ágerðust svo óþjóðleg- heitin hjá hinum fyrri sálufélögum J. J. B. að þeir geta sér að skaðlausu sameinast að lokum únítörum. Enda voru þeir í þessu eins einbeittir og landnámsmenn íslands forðum, er undan ofríki Haralds konungs stukku úr landi og létu eftir óðul sín. Ný- guðfræðingar Tjaldbúðarinnar horfðu heldur ekki í óðulin er um það var að ræða, að týna ekki andlegu frelsi sínu; og sem íslenzkt var og er einnig. En J. J. B. sézt yfir þetta. f stað þess að viðurkenna sigur trúfrelsisstefnanna í vestur-íslenzku þjóð- lifi, kennir J. J. B. lúterskum leiðtogum er við tóku af séra Jóni Bjarnasyni, um alt saman. Eigi að síður varð þessi mikli klofningur í lútersku kirkjunni á dögum séra Jóns Bjarnasonar sjálfs. Sannleikur- inn er auðsæilega sá, að það er stefnan, í- haldsstefnan í trúmálunum, sem um aftur- förina er að kenna, sem J. J. B. talar um að í lúterskri kirkju sé nú. Hinn stóri sleggju- dómur J. J. B. bæði áhrærandi ódugnað foringja kirkjunnar og hitt hvað safnaðar- fólk hafi yfirleitt verið latgengt, ef ekki óeinlægt í trúmálum, fellur því mikið til um sjálft sig. Það getur verið að eitthvert prósent af dóminum sé rétt, en það mundu þykja lágir vextir á peningum. Um blöðin fer J. J. B. þeim orðum, að með stofnun Heimskringlu hafi eiginlega ekki straumhvörf hér skapast, en Lögberg hafi undir ritstjórn Einars Hjörleifssonar orðið þegar í stað áhrifamikið blað. Þessi lýsing verður dálítið brosleg um áhrifa- mun blaðanna, þegar þess er gætt, að Einar Hjörleifsson var einnig fyrsti rit- stjóri Heimskringlu. En svona er flokks- áróðurinn auðsær og opinber í grein J. J. B. Út af vísu sendri “Hkr.” heiman af fs- landi, verður J. J. B. svo æfur, að hann les fordæmingar dóm yfir ritstjóra Heims- kringlu fyrir hana. Fordæming var nú einu sinni álitinn þjóðlegur kristindómur, en að því er ritstjóra Hkr. áhrærir, hefir hann ekki meiri ástæðu til að ugga að sér vegna nefndrar vísu, en J. J. B. meðan Breiðablik og önnur vantrúarrit nýguðfræðinga eru í hornsteini þjóðlegu kirkjunnar hans, sem hann sækir á hverjum sunnudegi. Hvað er þjóðlegur kristindómur ? Er það ekkert í samræmi við hann, að únítarar ’hafa haft presta þjónandi hér og hafa, úr kirkjunni á fslandi? Svo þjóðleg er lúterska kirkjan íslenzka vestra ekki! En þar segir J. J. B, únítara hafa slegið af kenningu sinni. Hann virðist hafa gengið að því sem vísu, að Únítarar hefðu kredd- ur, eins og aðrar kirkjur, sem á móti þessu stríddu. J. J. B. verður ekki sakaður um það, að hafa komið svo nærri trúfrelsi, að hafa brent sig á því. En þetta samstarf við kirkjuna heima var tekið upp er enskir Únítarar í 'Ameríku sameinuðust Univer- salistum og öðrum frjálstrúarkirkjum, er leitin að hinu sanna, var aðallega það sem fyrir vakti. Þá kemur hér upp íslenzk sambandskirkja, sniðin eftir Federated Churches Únítara og Universalista um alla Ameríku. J. J. B. er eini maðurinn, sem sézt hefir lína eftir á prenti um það, að Únítarar hafi með þessu horfið frá únítar- isma! GESTIR OG ÚTLENDINGAR Eftir Arnrúnu frá Felli Amma vaknaði, eins og venjulega, þegar klukkan sló fimm. Hún fór fram úr, lokaði glugganum, fór svo upp í aftur — lá og naut hlýjunnar litla stund. Ef guð lofaði henni að lifa til morguns, ætti hún sjötíu og átta jólanætur að baki sér. Amma mið- aði aldur sinn við jólin, þótt skínarvottorð hennar sýndi það svart á hvítu að “Her- borg, dóttir Eggerts Markússonar, og eiginkonu hans, Guðbjargar Friðriksdótt- ur”, væri fædd 23. september. “Nú skal gefa börnum brauð að bíta í á jólunum. Kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum — -—” Æijæja, eins gott að fara að hypja sig úr bólinu. Eldhúsið var ónotalega kalt. Betty hafði ennþá einusinni gleymt að opna hurðina inn í borðstofuna áður en hún fór í háttinn í gærkveldi — miðstöðvarhitinn náði ekki til eldhússins. Það setti hroll að ömmu á meðan hún var að kveikja upp í stónni. Ekki var þó vert að kvarta um það við mæðgumar; því ef þær voru morgunstúrn- ar, gat það orðið til þess að þær færu að ergja sig yfir útlendingunum. Alt sem af- laga fór, var, að sögn þeirra, útlendingum að kenna — kreppan, lántregða, banka- hrunið, nýstefna Roosevelts, og alt annað “foreign” og “outlandish”. Nei, það var eins gott að tala ekki um eldhússkuldan við Mörthu eða Betty. Amma fylti ketilinn, og setti upp pott til að elda, hafragraut — hún eldaði hafra- graut alla virka daga vetrarins. Svo leit hún til veðurs, bræddi blett á rúðuna, og gægðist út. Sjö fyrir neðan núllið á Fahrenheit mælinum, og vindurinn stóð af Vatninu. Ekki var að kynja þó kalt væri. Kertis-skar brann á eldhúsborðinu meðan hún lagði á borðið í borðstofunni. Martha tengdadóttir var stöðugt að kvarta um hvað rafmagnið væri dýrt, svo Amma not- aði oft kertaljós. Eggert sonur hennar kom ofan af loft- inu, og fór beina leið í kjallarann til að moka í “hítina”. Á leiðinni til baka leit hann inn í borðstofuna og bauð henni góð- an daginn. Amma hafði dvalið átján ár hjá syni sín- um. Þegar hún kom til Hebron voru börn- in öll ung. Elizabeth, af fyrra hjónabandí Mörthu, var þá tíu ára, 0g sonarsynirnir, smásnáðar. Samuel Ely — heitinn í höf- uðið á móðurafa sínum — var sjö, George 6 og Álfgeir á fjórða ári. Tíminn leið. Alf litli orðin kennari, og Sam giftur Louise Schultz. Þau bjuggu út í Roslindale, en komu til Hebron um helgar. George vann í búðinni hjá pabba sínum, og var tíðrætt um þær breytingar sem hann ætlaði að gera “þegar pabbi og mamma setjast í helgan stein”. Hann var nú samt hættur að tala um það í áheym Sam og Lou, því það varð æfinlega að misklíðarefni milli þeirra. Þegar góði gállinn var á Betty vann hún líka í búðinni. Hún hafði hlaupið á brott, fyrir sjö árum síðan, með farand- sala, en hann yfirgefið hana í Chicago, eftir sex mánaða samveru — Eggert sent henni fargjald heim. Martha Ely Mohr — gælunefnd Tiny — fæddist fjór- um mánuðum síðar á Almenna- spítalanum í Hebron. Nú var Betty loksins búin að fá skilnað, og þurfti því ekki að fara í felur með kunningjaskap sinn við Jimmy Nichols. Amma sat sjaldan til borðs með heimilisfólkinu — og aldrei á morgnana. Martha gerði mikið veður af því í fyrstu — “hún Martha sín ætlaði ekki að gefa fólki ástæðu til að segja að hún færi með tengdamóður sína eins og vinnukind eða niðursetning”. Það varð að samkomulagi að Amma borðaði með fjölskyld- unni þegar gestir komu, og stundum að kveldi til. Áður en hún gæti haft ráðrúm til að segja hversvegna hún vildi held- ur borða í ró og næði úti í eld- húsinu, hafði Martha haldið langa ræðu um “útlendinga og þeirra undarlegu siði”. Amma gekk ætíð um beina á sínu eigin heimili, og settist ekki niður fyr en hver hafði fengið sitt. Svo var henni nauðsynlegt að hafa næði til borðhalds, en hér höguðu sér allir eins og þeir væru í kapp- áti. Eggert borðaði á undan öllum á morgnana. Hann opnaði búð- ina tímanlega, einkum á laugar- dögum og fyrir hátíðir. f þetta sinn var hann svo mikið að flýta sér, að hann gaf sér ekki tíma til að drekka molasopa. “George”! kallaði hann um leið 0g hann fór fram hjá stiganum — “blessaður reyndu að koma sem fyrst í búðina”. “Okay Pop!” svaraði George. • Tæpum hálftíma síðar komu mæðginin ofan. Það var það mikið óðagot á George, að hann sat til borðs í frakkanum og með hattinn á hnénu. Martha lét dæl- una ganga meðan hún svelgdi í sig hafragrautinn. — “Eg bjó um okkur , og rendi stufsugunni yfir ganginn. Mun#Iu mig um að fara ekki upp á háaloft. Mamma hennar Mrs. Sussenheimer datt ofan stiga og hefir legið í tvö ár. Segðu Betty að búa um George og hreinsa til þar uppi. Eg skal senda Bill með það sem þarf í matinn strax og eg kem niður eftir. By — by.” Það var hlaði af óþvegnu leir- taui á eldhúsborðinu. George og Betty höfðu “boð” í gær- kvöldi. ömmu leiddist ekki diska- þottur, ef hún fékk að vinna í hægðum sínum. Henni þótti vænt að Martha fór snemma í búðina, því þá gat hún haft sína hentisemi. Martha var afar handfljót, og erfitt að hafa við henni. Amma gat skilið að pilt- arnir urðu ergilegir þegar stulk- urnar rökuðu um hælana á þeim, í slægjunni heima. Svo Martha hélt að eg ætti að segja Betty fyrir verkum! Bezt að lofa henni að núlla sig í náð- um — hún er oftast úríll á morgnana, og kvartar um höfuð- verk þegar hún heldur að eipp að biðja hana að gera eitthvað. — Betty var að upplagi þung til vinnu, en svörul var hún þó ekki þar til hún komst í færi við þenn- an landshornamann, Harry Mohr. Vitanlega hafði hún ekki haft það of skemtilegt, telpu skjátan, síðan hún kom heim — sögur verið samdar um þessa Chicago för hennar. Sögðu sum- ir að hún hefði aldrei gifst, aðrir að Harry ætti konu í Kansas City. Fyrst í stað skældi hún yfir þessu, og vildi varla koma út fyrir dyr. En svo sneri hún alveg við blaðinu —varð hortug og frekjuleg. Síðan Tiny komst á legg, fór Betty oft á mynda- j sýningar 0g samkomur, og hún og George drógu háværa ungl- inga heim með sér, einkum ef Eggert og Martha voru úti að spila. Eitt var þó gott við þessar heimsóknir: Amma gat hlustað í næði á útvarpið. Marga á- nægjustund hafði, hún af því undratæki sem Evelyn blessunin sendi henni fyrir jólin 1933. Það var mörgu fróðlegu útvarpað á ellefta tímanum, og hlakkaði hún til þeirrar stundar allan daginn. Raunar hafði lengi verið út- varpstæki í húsinu. En krakk- arnir og kunningjar þeirra vildu ekki hlusta á annað en vælukjóa- söngl, eða spangólið sem í>að dansaði eftir. Það var nú orðið minna um þennan gauragang síðan George fór að draga sig eftir May Pav- loff, og Jim Nichols að heim- j sækja Betty tvisvar og þrisvar í ! viku. Einu sinni, seint í haust — Eggert og Martha voru í spila- jboði hjá Rósu og Fritz Schultz — skrapp hún niður að fá sér j molasopa, og heyrði þá að Betty var að fræða Jim á því, að “Joe” ! Ely væri náfrændi sinn. Ekki j þótti henni það trúlegt, því það j var ekki líkt Mörthu að liggja j á slíku. — Hún sem altaf var að hrósa sér af því að afi sinn hefði verið í þrælastríðinu 0g móður- ' bróðir ríkisþingmaður í Maine. Nei, Martha mundi ekki hafa j gleymt að geta þess að hún væri j frændkona ríkissstjórans í Mas- sachusetts. Amma kveið fyrir uppistandinu sem í vændum var, ef George hugsaði sér að ganga að eiga May Pavloff — þó ekki væri annað út á hana að setja en 1 ættarnafnið, og að foreldrar hennar voru útlendingar. iElizabeth og Martha litla komu ofan af loftinu, og fóru inn í borðstofuna. “Höfuðverkurinn ætlar að gera útaf við mig. Eg hefi ekki lyst á neinu”. Betty i hélt báðum höndum um höfuð sér. Amma stóð við borðendann og beið, því hún kannaðist við | þennan formála. “Kannske þú | sjóðir egg, og eg ætti víst að reyna að borða ristað brauð. Það er flaska af ávaxtasafa í ísskápn- ! um, viltu koma með hana, og mjólk og hafragraut fyrir Tiny”. i “Gemér Cornflakes Gamma!” hvein í Mörthu. “Gefð’enni’flakes svo hún fari ekki að skæla. Ekki dugar að láta hana fara í ergi- legu skapi á sunnudagsskóla- I samkomuna”. Amma kom með ! það sem um' var beðið. “Við vitum nú hvaða kvöld er í kvöld l— gerum við ekki Tiny?” Ge- mér toast undireins”, argaði Tiny-Martha. Stelpan hefði gott af að vera strýkt, hugsaði Amma. Bill kom með vörurnar. Amma tók á móti þeim, setti upp mið- dagsmatinn, og lagði á borðið að nýju. Svo fór hún inn í dagstof- una, þurkaði ryk af húsgögnun- 1 um og tók til handargagns. Hún notaði vinstri hendina því gigtin var að grasséra í hægri öxlinni, eins og oft vildi vera í norðan- átt. Húsið var stórt — hátt til lofts og vítt til veggja — mjög erfitt að hita það. Heldur var engin leikur að halda því hreinu, því það stóð rétt við götuna, og allir flutningsvagnar virtust sækjast eftir að fara um Lincoln stræti. Þegar heimilisfólkið hafði loksins lokið sér af með mið- dagsmatinn — þau komu eitt og eitt í einu því ös var mikil í búð- inni — settist Amma að leifun- um. Það hafði gert matnum góð skil, og var borðið að mestu hroðið . En hún hafði litla mat- arlyst, var þreytt og hálfsifjuð — hlakkaði til að leggja sig. Hún fór upp í herbergið sitt, dró fyrir gluggana, lagði sig út af — sofnaði strax, og svaf í fulla klukkustund. “Eg er eins og önnur manneskja þegar eg fæ góðan dúr á daginn”. Það var lán að telpan var ekki heima, því hún hafði það til að lemja á hurðina og hrópa “Opnaðu! opn- aðu undireins Gamma”. — — Það var voðalegur óvani á þvi barni. Amma fór inn í baðherbergið, þvoði sér og greiddi, klæddi sig í svartan kjól með hvítum kraga. Nældi gamalli millu-nál í háls- málið, og setti upp svuntu. Hún kunni aldrei við sig svuntulausa heimafyrir. Niðri beið hennar karfa með dóti sem þurfti viðgerðar við — mörg pör af götugum sokkum —

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.