Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. JANÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA trúi því ekki fyr en eg tek á, að þetta sé sá hvalur, sem þú viljir að gleypi landana hér fyrir vest- an. Ef íslendingar sleppa með fullu fjöri út úr hans kviði, þá hættir sagan um Jónas að vera ótrúleg. Ef lútherska kirkjufé- lagið hverfur að þessu ráði, verður það aldrei nema minni hluti félagsmanna, sem fylgir því hér eftir. Menn muna for- tíðina nógu vel til þess, að þeir vilji hverfa hálfan mannsaldur eða meir aftur í tímann. Við tölum um lútherska kirkjufélag- ið íslenzka sem íhaldsama kirkju, en það veizt þú eins vel og eg, að miðað við hérlend lúthersk kirkjufélög er það frjálslynt, líklega nógu nærri trúarlegu lýðræði til þess, að enskir, norskir eða þýzkir kirkjuhöfðingjar mundu finna á- stæðu til hóflegra athugasemda út af ýmsu, ef landarnir gengust undir lög þeirra og kreddur. — Eitt er unnið við það að samein- ast “United Lutheran”. Þeir, sem ennþá* eru kennivaldsins menn, fengju þar fast land undir fætur. En væri ekki að öllu leyti heillavænlegra að reyna að finna aðra lausn, á málinu? — Reyna að fara þá leið, sem öll- um þorra manna gæti fullnægt? Þú segir í grein þinni frá þeirri hugsjón, sem eg hefi þrjú síðustu árin reynt að vinna fyrir, sambandi hinna íslenzku kirkna í Vesturheimi — og, ef mögu- legt reynist, sambandi íslenzkr- ar kirkju austan og vestan hafs. Mér skilst, að í raun og veru sé það sú hugsjón, sem þú undir niðri ert hlyntur, þó að þú eigir erfitt með að hugsa þér, að fram- kvæmd hennar sé möguleg, og hefir þessvegna gripið til hinnar óheppilegu tillögu, sem eg þegar hefi rætt. Þú segir: “Allir eitt, á þjóðlegum og drengilegum grundvelli, er hugsun, sem hlýt- ur að heilla hugi allra hugsandi manna.” Hafðu allra mannja heilastur ritað þessi orð. Það gleður mig, að þú vilt láta at- huga möguleikana á framkvæmd þessarar hugsjónar. Þú hefir rétt fyrir þér í því, að um það hefir verið of rækilega þagað. í því sambandi minnist þú sér- staklega á blöðin, og áminnir um leið Heimskringlu fyrir það, að hún spilli góðu samkomulagi með því að birta ósmekklega vísu. Ekki vil eg mæla þeirri vísu bót, en hitt vil eg leggja áherzlu á, að samkomulag milli kirkn- anna má ekki vera undir því komið, sem einstakir menn kunna að yrkja, segja eða skrifa um trúarefni. Gott málefni má aldrei líða fyrir óvarkár orð eins eða neins. Bæði blöðin hafa sýnt þessu máli þá gestrisni, sem við getum krafist. Þau hafa birt greinar um málið, þá sjald- an að menn hafa fundið köllun hjá sér til að ræða það. Og mér skilst, að ritstjórarnir ætti að gefa okkur dg öðrum orðið frjálst, hvaða skoðanir, sem við kunnum að láta í ljósi á málinu. Það verður því meira undir okk- ur hinum komið, hvort “illu blóði” verður hleypt í málið. f fullri vinsemd vil eg minna þig á það, að til eru setningar í grein þinni, sem ekki þyrftu að setja undir mjög stórt stækkunargler til þess að þær kæmu illa við til- finningar ýmsra vel kristinna manna. Það má hamingjan vita, nema einhver segi það sama um mína grein, þó að eg ætli mér ekki að móðga einn eða neinn. f því efni verður aldrei synt fyrir öll sker, enda verðum við að temja okkur þá virðingu fyrir málefninu, sem um er. að ræða, að við þolum að heyra sitt af hverju, án þess að það setji okk- ur út af sporinu. Eg býst við, að þú sért mér samþykkur í því> að margt málefnið strandi á hinni algengu firtni, hótfyndni og orðhengilshætti, ásamt þeirri myrkfælni, sem kemur fólki til að hræðast nöfn manna, flokka og stefna eða ákveðin orðatiltæki eins og fávís börn óttuðust Grýlu og Leppalúða forðum. í von um, að bæði okkur, ritstjór- unum og öðrum takist að ræða þessi mál af hófi og stillingu, vil eg taka undir þá ósk þína, að orðið geti fjörugar umræður um kjrkjumálin á næstunni. Én þeir aðstandendur málsins, sem fyrst og fremst þurfa að láta til sín taka, eru kirkjufélögin sjálf. Og sem betur fer, hafa þau þok- að málinu dálítið áfram. Ein- hverja lesendur mína mun ef til víll ráma í það, að í hittt-eð- fyrra fór eg fram á það við bæði kirkjufélögin, að hvort um sig setti nefnd og skyldu þær nefnd- ir framkvæma í sameingu at- hugun á því, hvort og að hve miklu leyti skipulögð samvinna með kirkjufélögunum væri fram- kvæmanleg. Sameinaða kirkju- félagið kaus nefndina undir eins, og er hún því búin að vera þar til taks síðan. — Á lútherska kirkjuþinginu var málið rætt. Séra Kristinn K. Ólafsson hélt ræðu um það; taldi hann ýms alvarleg vandkvæði á fullkom- inni samvinnu, en hinsvegar væru ýms málefni, sem eðlilegt væri, að báðar kirkjurnar ynnu að í sameiningu. Málinu var, að því er eg bezt veit, vísað til að- gerða stjórnarinnar. Síðan hefi eg beðið með kristilegri þolin- mæði eftir skriflegri tilkynn- ingu frá forsetanum um það, hvort stjórnin ætlar að verða við tilmælum mínum eða ekki. Það hefir ekki verið mín hugmynd, að þessar nefndir væru samn- inganefndir, heldur fyrst og fremst rannsóknarnefndir, sem gerðu sínar athuganir og tillög- ur, er síðan væru lögð fyrir kirkjuþingin til afgreiðslu. — Gangi ekki saman, er ekkert við því að segja. Samþykki stjórp kirkjufélagsins að kjósa enga nefnd og láta ekki fara fram neina athugun, er heldur ekkert við því að segja, en æskilegt væri, að hún tæki af allan vafa sem fyrst. Ekki svo að skilja, að mér liggi perpsónulega neitt á svarinu. En hitt er annað mál, að okkur öllum Vestur-fslend- ingum liggdr á að fá lausn á þeim vandamálum, sem hér er um að ræða, ef við viljum ekki, að alt sé á ringulreið, þegar næsta kynslóð tekur við. Við skulum því vona, að kirkjuj- stjórnin svari mér játandi og samþykki, að taka þátt í form- legri athugun á samvinnumögu- leikum. Eg er þess fullviss, að allur þorri fslendinga út um bygðir, er því hlyntur, að við reynum alt, sem á nokkurn hátt getur miðað að því, að við verð- um “allir eitt, á þjóðlegum og drengilegum grundvelli.” Vertu æfinlega blessaður, þinn einl. Jakob Jónsson apótek og kirkja og mjólkursam- lag, þá er þó mest af húsmanns- býlum og bændagörðum; og akr- ar og tún fast upp að aðalstræt- inu, svo að alls staðar angar loft- ið þægilega af hrossataði. um, ferskjum og vallhnetum. —f Eitt pertré getur borið 600 pund sinna góðu ávaxta — umm — umm! Síðan taka við runnar með hindberjum og stikilsberj-. kúamykju og um, baunaplöntum og svo alls- j konar grænmeti og matjurtir. , í SKORNINGUM Eftir Steingrím Matthíasson Eiginlega heitir þorpið Skern- inge og er á Suður-Fjóni. En mér fanst nauðsynlegt að snara því á íslenzku og kallaði það Skorn- inga. Eg held eg megi segja, að þýðingin sé smellin, því smá- hæðii4 eru þar og hálsar, með skorningum á milli. Og því fer fjarri, að þarna sé neflaus á- sýnd vors sambandslands, enda fjón^ku Alpafjöllin á næstu grösum (en þau sjást ekki greinilega með berum augum): “Fáið mér kíkirinn, stækkandi, stækkandi!” Eg hefi verið þárna þrívegis, nokkurn tíma í senn, og kunnað sérlega vel við mig, svo að eg minnist varla betri staðar, af þeim um tuttugu læknissetrum, þar sem eg hefi þjónað þeim Es- kúlápi og Mammon víðsvegar í Danmörku (og eiginlega tekist furðu vel, að þjóna þeim báðum herrum í senn). Þorpið er sannkallað sveita- þorp, því þó hér búi nokkrir embættismenn og kaupskapar- fólk í nýtízkuhúsum, og hér sé er mjög skrautlegt þegar það stendur í fullum blóma. Blóma- topparnir eru hvítir, á víð og dreif um alla laufkrónuna líkt og væri jólakerti. En við hinn gafl- inn gnæfir hár og þrekvaxinn pílviður, sem breiðir úr gráum haddi sínum inn yfir mænirinn og þakið (sbr. “es scheinen die alten Weiden so grau”). Skamt bak við húsið stendur hæsta tréð. Það er voldugur askur, sem með laufkrónu sinni eins og lokar laufgrænu umgerðinni utan um húsið. Þar búa íkornar, líkt og í Yggdrasil. Mesta prýði hússins er þó laufstakkurinn úr viðbendi og villivíni, sem klæðír Vegginn, og blómskúfarnir, sem aftur slöngva sér upp eftir laufabreið- unni, hvítar og rauðar rósir og gular ilmandi kaprifólíur. En eftir vild má breyta til og láta vaxa sýrenur eða ilmbaunablóm, eða bláregn eða stokkrósir o. s. frv., eftir því hve skamt eða Þorpið er m. ö. o. löng runa * Sín hvorum megin við grasbal-1 af húsum af gamalli gerð, hvít ; ann eru margs konar tíguleg múrbindingshús löng og lág, með lauftré, en þó glæsilegust þau, stráþaki eins og í sveitunum | «em næst eru húsgöflunum, því tiðkast, en innan um eru hús úr j þau gnæfa hátt yfir húsmænir- rauðum tígulsteini nýtízkulegri á j inn, þó tvílyft sé húsið. Við svipinn. En að baki sér hafa annan gaflinn er kastaníutré þessi bændabýli frjálst útsýni til akra og túna og búskapurinn lánast vel, því markaðsskilyrði eru góð og jarðirnar verðmeiri svona fast upp að veginum, sem um leið er ólsitinn þjóðvegur um þvert Suður-Fjón, og fjölfarinn mjög. Og alt af lengist þorpið, hér sem víðar, því steinsteyptu, sléttu veggirnir eins og spinna að sér bygðina í einn lopa, lands- endanna á milli, og seinast verð- ur tvísett röð af skýjakljúfum með öllum vegum. Á hæð í öðrum enda þorpsins rís kirkjan, gömul og gráskjótt, með kubbslegum turni. Framan á turninum eru tvö klukknaport, eins og augu, sem kirkjan horfir með út yfir þorpið, líkt og Sfinx- in egypzka; og segir við þorpar- ana: “Vituð ér enn eða hvað?” En þeir sækja illa messur. Eg sá þar aðeins súreygða karla og rosknar mæðukonur, og fe'rm- ingarkrakka, sem gengu til spurninga. Það er af sú tíð í Skorningum, eins og víðar, að ]angt er áliðið sumars_ _ Þetta settir séu í gapastokk við sálu- hliðið þeir, sem ekki hirða um helgar tíðir. Við kirkj ugarðinn er mikil rækt lögð hér eins og alls staðar í landinu, fagrar eikur og hengi- björk og taxtré, sem líkjast ký- pressunum, er Rómverjar gróð- ursettu í öllum grafreitum. Og margir eru legsteinarnir snotr- ir, og leiðin blómum prýdd. En það er að verða hrein landplága í öllum kirkjugörðum að marm- aradúfunni, sem tylt er upp á burst flestra legsteina (sbr. | “grátþögull harmafugl hnípir”),! einkum þegar maður veit, að gróðafíkinn legsteinasmiður varð milljónaeigandi fyrir upp- fymlinguna og fyrir að bralla henni út meðal syrgjenda. f hinum enda þorpsins, þeim óæðri, standa tvær vindmyllur, símalandi, nema í logni. Þær standa þar sem iðjusamar amb- áttir auðvalds og efnishyggju og sýnast hundheiðnar. Því þó vængir þeirra séu upprunalega skapaðir í kross, þá stilla þær venjulega krossinum þapnig að úr verður rússneskur skákross. Og óðara en þær eru komnar í ganga, er krossins fornhelga rún orðin að vélræðisins hverfanda hveli, sem malar bæði malt og j þótti gaman raunverulega þótti mér harla gott, og þess vegna fjölyrði eg um það (þó ýmsum karlmönnum finnist það hégómi), að eg veit, að ýmsum konum, vinkonum mínum, þykir gaman að horfað á þetta í hug- anum. Og eg geri ráð fyrir, að þeim fari eins og mér, að þær drýgi hugrenningasynd gegn 9. boðorðinu, bæði hvað snertir húsið og garðinn. Blómarækt og blómskreyting húsa, múrveggja og limgerða fer stöðugt í vöxt, því klifurjurtir og blóm halda sig sjálfkrafa að veggjunum þegar þau einu sinni hafa verði gróðursett á réttum stöðum. Danir hafa lært þessa heimilaprýði af Þjóðverjum, en þeir aftur af Frökkum, en Frakkar af ftölum, en ftalir af sjálfri náttúrunni. Það var fleira, sem mér geðj- aðist vel að hjá lækninum. Það voru fjórir krakkar hans, fjör- ugir og mátulega óþekkir, og alt fólk hans og sifjalið, sem kom í heimsókn við og við. Þar á meðal voru ung hjón, sem að útliti og í allri háttsemi mintu mig grandgæfilega á pilt og stúlku, vini mína heiman af íslandi, sem nú eru dáin. Mér sýnishom þess, hvernig lækna- praxis gengur kaupum og solum í Danmörku, og yfirleitt erlend- is. Það gildir að hafa laglegan sjóð í hendi og ríka, vini eða venzlamenn sér til styrktar, þá er atvinnuvegurinn viss til að skapa sér auðlegð og heiður, því fólkið er trúfast sínum lækni, nema hann gerist óregluhundur eða hreinn afglapi. Læknirinn heitir Frölich, sem þýðir glaðlegur og átti vel við. Hann minti mig að því leyti einn- ig á Björgúlf á Bessastöðum, að hann hafði verið stríðslæknir á Java og tekið þátt í krókódíla- veiðum jafnt og mannaveiðum. Um það leyti, sem eg kom, voru ávaxtatrén farin að svigna undan ávöxtunum. “Af öllum trjám í aldingarð- inum máttu eta,’ sagði hann, ‘log lífa af skilingstrénu!” Eg þakk- aði boðið, en þar sem hann gat ekki vísað mér á það góða tré, kvaðst eg þurfa að ná í högg- orminn fyrst. Hins vegar vænti eg þess, að fengi eg svo mikið að starfa við lækningarnar, að eg hefði “hvorki tíma né tóm til tals við skrattann”. Þetta þótti hon- um spaklega talað. Síðan fór liann í orlof sitt suður í lönd og lét mér eftir heimilið með tengdamóður sinni og krökkun- um, og húsjómfrúnum- og öku- manninum. Nú varð hver dagur öðrum lík- ur við að draga tennur úr ung- lingum og skrifa upp pillur og mixtúrur við blóðþrýstingi, of- áti, offitu og hjartveiki í eldra fólki allan morguninn, en síðan aka í bíl út um allar trissur til að hughreysta rúmfasta sjúklinga og karlæg gamalmenni. Það kom sér þá vel að hafa bæði ötulan og ratvísan öku- manninn til að geta farið hratt yfir og lokið starfi fyrir nátt- mál. Og það er ekki ofmælt, að þessi sami ökumaður reyndist mér vera sá allra bezti af þeim mörgu dönsku ökuþórum, sem eg hefi haft afskifti af. Hann hafði í nokkur ár verið í mótor- hjólreiðasveit hersins og fengið þar hina beztu þjálfun. Og við kappreiðar hafði hann unnið verðlaun og fengið ýms heiðurs- merki. Bíllinn, sem við ókum í, var af beztu gerð og í honum bæði rafhitun og útvarpstæki. Við gátum því þegar.okkur sýndist, opnað fyrir fjörug hergöngulög frá Þýzkalandi með básúnum og bumbuslætti, og var ökumaður- inn mjög snjall að finna það bezta af slíku tagi. Auk þess að vera bílstjóri læknisins var þessi ungi maður bæði góður garðyrki og alla vega til hjálpar á heimilinu. Þegar nú hér við bættist að hann var fríðleiksmaður og röskur í allri framgöngu, þá var ekki að furða, þó hann væri vel þokkaður af kvenfólkinu. Hann hét og heitir Rasmus- sen, en stúlkurnar kölluðu hann bara Ras (frb. rass) og það kall- aði eg hann líka. þó ekki væri salt í þjónustu ágirndar og auð- j raunveruiega — að mæta þeim söfnunar. En í Skorningum sem ; þarna aftur, en skritið, að nu víðar þykir bæði sveitarstjórn töluðu þau dönsku, og enn og skattanefnd vænt um allan skrítnara, að hún, sem var mitt gróða, og ákjósanlegast að sem! augnayndi (lengra komst það flestir gætu eignast skollabuxur ,ekki), þe£ar eg var í skola, og til að vera í, bæði sýknt og giftist seinna embættismanm a heilagt | Austurlandi, var nu gift yfir- Þar ’ sem myllunum sleppir ! dómslögmanni í Svendborg, en taka við sveitabýlin á víð og hann fanst mér aftur vera goð- dreif og einlægir reitir með ökr-; kunningi mmn fra Akureyn er um og túnum og görðum í skjóli! seinna varð verzlunarstjori þar limgirðinga og trjáa. j dó fyrir nokkrum arum. En nú skulum við athuga j Eg sagði þeim fra þessu, og læknishúsið. Það stendur við j þótti þeim það. hreint skemtileg hliðina á prestssetrinu, nálægt | dulvísindi. Og mér fanst eg kirkj'unni, og er af vandaðri ný-: vera hálfvegis kominn í annan tízkugerð. heim, þegar eg var boðinn í sam- Aldingarðurinn er ríflega vall- sæti hjá þeim og vel var étið og ardagslátta að ummáli og ligg-. drukkið: “Klára vín, feiti” o.^ s. ur mest aftan við húsið, en að- ! frv., eins og stóð í sálminum (Út- eins mjó ræma með berjarunn- um og blómabeðum fyrir fram- an. Hann er umkringdur snot- urri limgirðingu úr kjarrviði og á parti úr hesli, svo að þar má tína heslihnetur á haustin. Grasbali stór er í miðjum garðinum, ætíð vel snöggkliptur, til að leika sér á. Þar er dálítil tjörn með gullfiskum og körfum, sem gaman er að gefa brauð- mola. Bak við grasbalann koma ýmis konar ávaxtatré, með epl- um, perum, kirsiberjum, plóm- get þessa af því, að það er gott völdum svo að gleðjist geð). Húsið með garðinum og með sjúkrasamlags-praxis, er fylgdi, hafði læknirinn keypt af fyrir- rennara sínum á 60 þúsund krón- ur. En sá praxis gefur honum árlega um 30 þúsund í árstekj- ur, svo að hann er viss að efnast vel, því lánskjörin voru sérlega góð á þeim 50 þúsund kr. sem hann ekki þurfti að borga strax og húsið stendur í veði fyrir í banka og hjá kunningjum. Eg INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask..........................k. J. Abrahamson ^rnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg..................................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville... .........................Björn Þórðarsón Belmont.....'............................G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge..........................Magnús Hinriksson Cypress River............................ Páll Anderson Dafoe.................................. Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros................................. Eriksdale........................................ólafur Hallsson Foam Lake..........................................John Janusson Uhnli....................................K. Kjernested Geysir.............................. Tím. Böðvarsson Glenboro...................................g. J. Oleson Hayland.................................Slg. B. Helgason Hecla.............................. Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Hove................................ Andrés Skagfeld Húsavík...................................John Kernested Innisfail.......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................ Keewatin...............................Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Ámason Langruth............................................. b. Eyjólfsson Leslie.............................................Th. Guðmundsson Lundar........................gig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville...........................Hannes J. Húnfjörð Mozart................................. Oak Point.........................................Andrés Skagfeld Oakview...............................Sigurður Sigfússon Otto.............................................Björn Hördal Piney......................................S. S. Anderson Red Deer...........................Hannes J. Húnf jörð Reykjavík.........................................Árni Pálsson Riverton..............................Björn Hjörleifsson Selkirk.............................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill............................... Björn Hördal Tantallon............................. Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir.............................................Aug. Einarsson Vancouver................!...........Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................Ingi Anderson Winnipeg Beach........................ John Kernested Wynyard................................. í BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...!...............................Jacob Hall Garðar...............................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Ehnarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmanm Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold................................Jón K. Einarsson Upham.................................E. J. Breiðfjörö The Yiking Press Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.