Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 8

Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. JANÚAR 1938 FJÆR OG NÆR Sækið messur Sambandssafnaðar í Winnipeg á hverjum sunnu- degi, annaðhvort ensku guðs- þjónustuna, kl. 11 f. h. eða ís- lenzku guðsþjónustuna kl. 7 e. h. eða báðar. Sunnudagaskólinn kemur saman kl. 12.15. Fjöl- mennið við guðsþjónusturnar og sendið börnin ykkar á sunnu- dagaskólann. * * * Vatnabygðir Sd. 23. jan. kl. 11. f. h. sunnu- dagaskóli. Kl. 2 e. h. Messa í Wynyard. * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni í Riverton sunnudag- inn 23. jan. n. k. kl. 2 e. h. * * * Magnús Ólafsson bóndi við Lundar, Man., andaðist 10. jan. s. 1. sjötíu og átta ára gamall. Hann var ættaður úr Árnessýslu á íslandi, hafði búið 34 ár norður í Lundar-bygð. Hann lætur eft- ir sig 3 börn uppkomin. Æfi- minning verður birt síðar. THEATRE THIS THUR.—FRI—SAT. The Greatest Sea Picture of all time WALUACE WARNER BEERY BAXTER in “SLAVE SHIP” Also “TURN OFF the MOON” with CHARLIE RUGGI.ES Cartoon Ársfundarboð Leikfélagsins Hér með boðast til ársfundar Leikfélags Sambandssafnaðar næstkomandi sunnudag 23. þ. m. að aflokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Áríðandi að allir fé- lagsmenn mæti, því mikilsverð mál liggja fyrir fundi. Stjórnamefndin. * * * Almanak Ólafs S. Thorgeirs- sonar fyrir 1938 kemur út fyrir þessi vikulok. Almanakið er með stærra móti, hið girnilegasta til fróðleiks, sem fyr, um sögu íslenzkra bygða. Dr. Rögnvald- ur Pétursson ritar ítarlega og ágæta grein um ólaf heitinn Thorgeirsson. — útgefendumir Thorgeirsson Company, eru nú reiðubúnir að taka við pöntun- um og afgreiða þær um hæl. * * * Guðm. Sigurðsson frá Ashern, Man., kom til bæjarins s.l. mánu- dag. Hann kvað menn í önnum við að flytja hey til markaðar og selja. * * * Á mánudagskveldið var 17. þ. m. lögðu þau hjónin Mr. Peter Anderson, kornkaupmaður hér í bæ, og kona hans Vilborg og dætur þeirra tvær Guðlaug og Helen, í skemtiferð suður til Florida. Gera þau ráð fyrir að dvelja þar fram á vor. Setjast þau að í bænum Miami, þar sem Mr. Anderson hefir áður dvalið, á sínum fyrri vetrarferðum þangað. * * * Hallsteinn Skaptason og Char- les kaupm. Clemenz frá Ash- ern, Man., voru staddir í bænum í gær. VERIÐ VELKOMIN Á LAUGARDAGS-SPILAKVÖLDIN ■ SAMBANDSKIRKJUSALNUM Næsta spilaskemtunin verður laugardagskveldið 22. jan. Byrjar á slaginu kl. 8.15. Takið eftir: Spilaðar verða 16 hendur. Þeir sem of seint koma, tapa þeim höndum, sem búið er að spila; fá engan uppbótarvinning. Frá þessari reglu verður ekki vikið. Verðlaun verða veitt á hverju kvöldi ofurlítil (door prize) og svo eftir að spilum er lokið. Að bridge-spiluninni lokinni, verður k^ffidrykkja og ýmsar skemtanir. Munið eftir hve vel þér skemtuð yður s. 1. haust á þessum spilakvöldum! Inngangseyrir 25c Byrjar á slaginu 8.15 e.h.! Umsjón þessara skemtana hefir deild yngri kvenna í Sambandssöfnuði NÍTJÁNDA ÁRSÞING Þjóðræknisf élagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg 22, 23, og 24., febrúar 1938 DAGSKRÁ:— 1. Þingsetning. 8. Útbreiðslumál. 2. Skýrsla foreta. 9. Fjármál. 3. Kosning kjörbréfa- 10. Fræðslumál. nefndar. 11. Samvinnumál. 4. Kosning dagskrár- 12. Útgáfumál. nefndar. 13. Bókasafn. 5. Skýrslur embættis- 14. Kosning embættis- manna. manna. 6. Skýrlsur deilda. 15. ólokin störf. 7. Skýrslur milliþinga- 16. Ný mál. nefndar. 17. Þingslit. Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar; gefi þeir full- trúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildar- innar. Þing sett þriðjud. morgun 22. febrúar kl. 9.30. Þing- fundir til kvelds. Miðvikudagsmorgun þ. 23. kl. 9.30 kemur þing saman að nýju. Þingfundir til kvelds. Það kveld kl. 8. heldur deildin Frón sitt árlega fslendingamót. Fimtudagsmorg- un hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum þingsins verður gerð síðar. Winnipeg, 19. janúar 1938. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Rögnv. Pétursson (forseti) Gísli Johnson (ritari) Ungfrú Margrét Björnsson, Winnipeg, lagði af stað s. 1. mánudag austur til Hartford, Conn., og gerði ráð fyrir að dvelja þar um hríð hjá móður- systir sinni. Á leiðinni dvelur hún fáeina daga í Toronto. * * * Laugardagsskemtanir Byrjað verður aftur á laugar- dagskveldið kemur, 22. þ. m. kl. 8.15 á spilaskemtunum þeim er hinar yngri konur og stúlkur Sambandssafnaðar hafa veitt forstöðu. Dálítil breyting verð- ur með tilhögun og útbýtingu á verðlaunum sem gefin eru. Verð- ur hverjum sem kemur afhentur seðill við dyrnar með númeri á. Verða seðlar þessir svo allir látn- ir í kassa og einn dreginn. Er svo þeim veitt verðlaun $1.00, er númerið á sem upp kemur í það skiftið. Koma verðlaun þessi í stað aðal verðlaunanna er áður voru veitt við samkomulok að vorinu. Eins og áður, eru verð- Iaun hin sömu veitt þeim er hlot- ið hefir hæstan vinning við hver samkomulok. Komið og njótið góðrar kveld- skemtunar. Forstöðunefndin. * * * The annual general meeting of the Young Icelanders will be held in the Jón Bjarnason Aca- demy Monday February 21, com- mencing at 8. p.m. All members are requested to be present. * * * ólafur Jónasson, Lundar, Man., er bjó fyrrum að Otto, dó s. I. fimtudag. Hann lætur eftir sig konu og 4 börn, fullorðin. — Hann var ættaður úr Dalasýslu. * * * Séra Guðm. Árnason frá Lund- ar, Man., er staddur í bænum í dag. * * * Magnús Gíslason úr Framnes- bygð í Nýja-fslandi kom til bæj arins s. 1. föstudag og dvaldi hér fram á mánudag. Hann var að leita sér lækninga. * * * Páll Th. Stefánsson frá Ár- borg, Man., var staddur í bæn- um yfir helgina. * *» * Fyrir útvarp frá Sambands- kirkjunni í Winnipeg hafa borist gj afir frá þessum og sem hér- með er innilega þakkað: Albert Breckman, Grass River, Man., $1.00 Kvenfélaginu á Langruth $5.00 Guðmundi Hjartarsyni, Steep Rock, Man., $1.00 Til Hkr. , Lundar, Man., 10. jan. 1938 Les með áhuga og ánægju all- ar friðar og sátta tilraunir hvort heldur í alþjóða eða inn- byrðismálum, en hið gagnstæða þegar deilur draga hugsanimar í ógöngur og á villu vegi. Þökk fyrir vel unnið starf á liðnum árum og gott og farsælt nýbyrjað ár. A. M. * * * Síðastliðinn sunnudag andað- ist Mrs. E. G. Ingram að heimili tengdasonar síns Thorkels Brandsonar, 601 Agnes St. Hún var rúmlega sjötug. * # * Látin á sjúkrahúsi barna í Winnipeg þ. 13. janúar, Jórunn Irene, þriggja mánaða gömul dóttir Mr. og Mrs. Sveinn Mag- nússon á Eyjólfsstöðum við Hnausa, Man. Útför hennar fór fram frá heimilinu á Eyjólfs- stöðum, þann 15. jan. að við- stöddu mörgu skyldfólki, vinum og nágrönnum. S. ó. * * * Fimtud. 27. jan. verður skemti samkoma í norsku lútersku kirkjunni á horninu á Victor St. og Wellington Ave., kl. 8 e. h. Þar sýnir séra Guðm. P. John- son 47 íslands-myndir ásamt fræðandi skýringum, einnig 61 mynd af Noregi, o. fl. skemti- myndir. — Inngangur ókeypis, samskota leitað. Allir velkomnir. Tryggvi Ingjaldsson frá Ár- borg, Man., kom til bæjarins á föstudaginn í vikunni sem leið. Hann var að leita sér lækninga. * * * Vill Hkr. vera svo góð að geta þess, að Mrs. Th. M. Bjarnason fyrrum að Wynyard, Sask., and- aðist í Regina 27. okt. 1937. Mrs. Bjarnason var fædd í La Riviere í Manitoba árið 1897. Til Wyn- yndar flutti hún 1916 og átti þar heimili unz hún flutti til Regina árið 1932. Hana lifa eiginmaður og 5 börn á aldrinum frá 6 til 18 ára. Ennfremur faðir henn- ar, Ámi Einarsson, Lundar, Man., tveir bræður, Albert og Geiri og tvær systur, Mrs. H. R. Bedford, Killarney, Man., og Mrs. E. R. Finns, Regina. (Aðsent) * * * Silver Tea og sala á heimatilbúnum mat verður haldin í salnum á 7. gólfi í T. Eaton búðinni mánud. 24. jan. frá 2.30—5.30 undir um- sjón stórstúku Man. og stúkn- anna Heklu, Skuld og Brittania, til arðs fyrir útbreiðslusjóð stór- stúkunnar. Hinn vel þekti gest- ur frá íslandi fröken Halldóra Bjarnadóttir verður þar í þjóð- búningnum og flytur kveðju frá íslandi. Einnig verður Mrs. A. Blöndal í íslenzkum búningi. Að taka á móti gestum verða Mrs. A. S. Bardal, Mrs. B. J. Brandson, Mrs. W. A. Cooper. Fyrir “Home Cooking” er Mrs. G. Jóhannson og Mrs. S. Odd- leifsson. Umsjón með kaffiborðunum hafa Mrs. J. B. Skaptason, Mrs. J. T. Bek, Mrs. J. Magnússon og Mrs. Jónatansson, Miss S. Eydal, Mrs. S. Paulson, Mrs. W. J. Bat- tley, Mrs. E. Carr, Að skenkja verða: Mrs. R. Marteinsson, Mrs. G. Breckman* Mr.s B. B. Jónsson, Mrs. P. M. Pétursson, Mrs. A. Blöndal, Mrs. Á. P. Jóhannsson, Mrs. S. Gísla- son, Mrs. H. Geddes, Mrs. Paul Bardal Mrs. O. Stephenson, Mrs. J. A. Comba, Miss M. Lambert. ALMANAK ÓLAFS S. THORGEIRSSONAR fyrir árið 1938 er komið út og verður til sölu 22. JANÚAR á prentsmiðjunni Thorgeirsson Company Útgefendur 674 Sargent Ave., Winnipeg ÖOOOOOOOOOOOOCCCOOOOOOBOÖ© Ársfundur Heimilisiðnaðarfé- lagsins verður haldin miðviku- dagskvöldið 12. jan. á heimili Mrs. J. T. Markússon, 989 Dom- inion St. Tekið á móti nýjum meðlimum. * * * TIL ISLENDINGA um allar sveitir og bæi - Rétt nýlega voru mér send til sölu nokkur eintök af Söngbók stúdenta í Reykjavík (prentuð 1934). Þetta er skemtileg bók fyrir þá sem hafa yndi af söng. Verð í sterku bandi — $1.00 Ennfremur “Heimir”, söng- málarit karlakqra á íslapdi, kem- ur út 4. hefti á ári. Þrír ár- gangar komnir út. Verð ár- gangsins er $1.25, nema fyrsti árg. er var aðeins tvö hefti. — Hann kostar 65 cent. “Heimir” flytur nóterað lag í hverju hefti og færir mikinn fróðleik úr heimi söngsins. Nú næstu daga sendi eg frá mér reikninga til allra þeirra er skulda mér fyrir tímarit og bæk- ur, og vona eg að hlutaðeigendur snúist drengilega við að borga þær kröfur. MAGNUSPETERSON 313 Horace St., Norwood, Man. * * * Heimilisfang séra G. P. John- son verður framvegis að 533 Ag- nes St., sími 24 483. MESSUR og FUNDIR ( kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Funtilr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata mánudagskveld l hverjum mánuðl. Kvenfélagið: Fundlr annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng-- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn & hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. Pianokensla R. H. RAGNAR Kenslustofa: 518 Dominion St. Phone 36 312 Dr. A. B. Ingimundson verður staddur í Riverton þriðjudaginn 25. þ. m. í lækningaerindum. * * * fslenzk messa í Vancouver fslenzk messa verður haldin í dönsku kirkjunni á horninu á 19th Ave. og Burns St. sunnu- daginn 23. jan. Allir fslendingar í nágrenninu eru beðnir að út- breiða þessi messuboð. K. K. ólafsson * * * Kensla hefir verið byrjuð af Y.W.C.A. fyrir atvinnulausar stúlkur, sem um tilsögn kæra sig í svo sem saumi eða sérstökum hússtörfum. Kennarar eru Miss Elva Humphries og Miss Mary Clements—sem báðar eru út- skrifaðar af hússtjórnarskóla. Féð til þessarar kenslu er veitt af Sambandsstjórninni. Þeir sem færa vildu sér þetta í nyt, eru beðnir að skrásetja sig þessa viku. The Young Wo- men’s Christian Association, 447 Ellice Ave., Winnipeg. * * * Guðsþjónustur og samkomur með myndum Sunnud. 23. jan. prédikar séra Guðm. P. Johnson að Langruth kl. 2 e. h. og kl. 7 e. h. Ensk guðsþjónusta með skýringu á 90 ljómandi fræðandi, ritningarleg- um skuggamyndum, sem fjalla aðallega um kenningu Jesú Krists ásamt ýmsum kraftaverk- um er Drottinn gerði. Einnig verða sýndar nokkrar fræðandi myndir bæði af fslandi og Nor- egi eitthvert vikukvöldið, og verður það nánara auglýst á staðnum. * * * Bækurnar eru til fróðleiks og skemtunar. Góðar bækur eru dýrmæt eign. Látið þær einn- ig vera til prýðis í bókaskápnum yðar, með því að senda þær í band til Davíðs Björnssonar á “Heimskringlu”. Verkið vel af hendi leyst. Ráðuneytið á Tyrklandi skaut á aukafundi s. I. viku og sam- þykti þar að biðja þingið að veita aukin útgjöld til herútbún aðar, svo að nema $35,000,000. Legðu aldrei mikið erfiði á þig til þess að elta strætisvagn æða stúlku. Hvorttveggja kemur von bráðar aftur. — Ef þú sérð mann á götunni í tölulausri skyrtu og götóttum sokkum, þá eru, til aðeins tvö ráð, sem þú getur gefið honum. — Og hver eru þau? —Að hann skuli annaðhvort gifta sig eða skilja við konuna sína.—Dvöl. Mál spekinnar Þýzka orðið “Frau”, sem þýð- ir eiginkona, er myndað úr orð- unum “froh” og “weh”, sem þýða gleði og angur.—Alþbl. Tólf þúsund fangar í Sovét- Rússlandi hafa verið látnir laus- ir vegna starfs þess, sem þeir hafa unnið í þágu ráðstjórnar- ríkjanna við að leggja tvöfalda járnbrautarlínu á Síberíujárn- brautinni norðan við Manchu- kuo. LJóÐMÆLI St. G. Stephanssonar Á þessum vetri koma út síð- ustu kvæði hans er fylla bindi á stærð við þau sem út eru komin. Tækifærið er því nú, að eignast 4 og 5 bindið fyrir þá sem eiga hin fyrstu þrjú og vera við því búin að fylla kvæðasafnið, er þetta síðasta kemur á markað- inn. Andvökur IV. og V. eru nú seld með affalls verði á $4.25 bæði bindin. Sendið pantanir til Viking Press og íslenzkra bóksala hér í bæ Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Wonderland THEATRE Fri. Sat. & Mon. Jan. 21, 22, 24 “WEE WILLIE WINKLE” . SHTRLEY TEMPLE VICTOR McLAGLEN “FAIR WARNING” Betty Furncss—John Payne Cartoon “Wild West Days”—Chap. 4 (Fri. night & Sat. Mat. only) Mon.—Country Store Night, 20 Prizes Tue. Wed. & Thu. Jan. 25, 26, 27 “TOPPER” Constance Bennett—Cary Grant “HER HUSBAND LIES” Ricardo Cortez—Gail Patrick Paramount News Thursday—Country Store Night 20 Prizes Notið ARÐMIÐANA SPARIÐ YÐUR FJÉ Símið 37 261 PERTHS Cleaners—Dyers—Furriers DANCE Under Auspices of “The Young Icelanders” PICARDY’S SALON Monday Jan. 31st s Admission 35c Commencing 9.00 p.m.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.