Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. JANÚAR 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA undar Bersögli. Ef á að laga það sem að er í mannheimum verður að gera eitthvað meira en nefna þá sem manni líkar ekki við auðvaldssinna og ræningja. Og eg set hér í enda greinar- korns þessa til þess að höfundur geti íhugað það lokasetningar Spenglers í þeirri bók er eg vitna svo oft í: “En fyrir oss, hins- vegar, sem örlögin hafa skipað í þessa menningu (kultur) á þessu stigi þróunar hennar — á þeirri stund er peningarnir eru að, hrósa sínum síðasta sigri og einvaldarnir, er við taka, nálgast með hljóðum, öruggum skref- um — er stefna vor, sú eina er j gerir lífið þess virði að lifa það, | mörkuð oss innan þröngra tak- marka og henni fylgjum vér. í senn, fúsir og af nauðsyn. Vér höfum ekki frelsi til að velja ó- iakmarkanlega en frelsi ti! að gera hið nauðsymega eða ekkert. Og starf sem er skapað af sögu- legri nauðsyn “verður” fram- kvæmt með hjálp einstaklingsins eða án hans. “Ducunt Fata volentem, no- lentem trahunt.” T. J. Oleson Fimmtíu ára hátíðahald Mikið var um dýrðir í heim- kynnum Goodtemplara 30. des. s. ]. Var þá hátíðlegt haldið hálfrar aldar afmæli stúknanna. Afmæli Heklu var nokkru áður en Skuldar nokkru seinna. En eins og góðar systur miðluðu þær málum, mættust á miðri leið og héld afmæli sitt sameiginlega. Annars er vert að geta þess að sá félagsskapur, sem hér er um að ræða, á hreinni braut að baki sér en flest önnur félög, sem fæðst hafa og starfað í vestur íslenzku félagslífi. í Goodtemplarareglunni hafa staðið og starfað mætir menn og kærleiksríkar konur úr öllum flokkum vor á meðal. Um fjölda- mörg ár gengust stúkurnar fyrir því að láta lækna áfengissjúka menn; voru þeir allmargir, sem þeirra lækninga nutu, og kostaði það ærið fé. En s'umir þerra manna urðu eftir það nytsamir borgarar og leiðandi menn. Þá má geta þess að stúkurnar hafa um fjöldamörg ár haft sjúkrasjóði; hefir þaðan verið miðlað fé til liðs og líknar veiku fólki. Alls hafa stúkurnar út- býtt úr þeim sjóðum tíu þúsund dölum ($10,000). Þá ber að minnast á hið þjóð- ræknislega gildi stúknanna. Auk þess hversu þær hafa með fundahöldum sínum og ritum haldið við íslenzkri tungu, geng- ust þær fyrir því snemma á tím- um , að stofna hinn svokallaða laugardagaskóla og héldu honum uppi með góðum árangri og all- mikilli aðsókn um margra ára skeið. Þegar Þjóðræknisfélagið hófst afhentu stúkurnar því þessa starfsemi. Oft hafa meðlimir stúknanna lagt á sig vökur og vinnu til þess að safna fé í sjúkrasjóðina og kosta laugardagaskólann. Þá hefir miklum kröftum ver- ið varið til þess að reisa stórhýsi til fundarhalda; hefir sú bygg- ing verið marg endurbætt, þang- að til hún er nú orðin einn glæsi- legasti samkvæmissalur þessa bæjar. Auðvitað hafa öll þessi störf og fleiri verið auka atriði; aðal- verk félagsins verið bindindis- starfið. fslendingar hafa í raun og sannleika í liðinni tíð verið brautryðjendur og leiðtogar bindindismálsins hér í landi. — Þetta er hvorki skrum né skjall, það er viðurkent yfirleitt — með þakklæti og virðingu af sumum, en vanþóknun og óþökk af öðr- um. Sumir eru þeirra skoðunar að sá tími sé liðinn, sem þörf hafi verið á bindindisbaráttu vor á meðal. En það er hinn herfileg- asti misskilningur. Á meðan helgasta stund ársins — sjálf jólahátíðin — er notuð til þess að safnast saman á heimilum og öðrum stöðum til eiturdrykkju, sem svo langt gengur að menn og konur — já og konur — eru flutt blá og blóðug, marin og meðvitundarlaus á sjúkrahús og vitlausra spítala — já á meðan stjórn landsins veitir jólagleð- inni í þann farveg með eitursölu sinni, er sannarlega ennþá vöku og vinnu þörf. Og Goodtemplarar hafa ekki lagt árar í bát. Þeir eru enn á verði, þótt fámennir séu. Margir hafa fallið í barátt- unni þessi fimmtíu ár — fallið með heiðri. Aðrir hafa gefist upp og lagt niður merkið, eða fleygt því út í horn, þar sem lítið ber á því, og enn aðrir hafa bein- línis svikið og gerst liðhlaupar. En fylking trúrra starfs- manna heldur ennþá áfram — heldur ennþá merkinu á lofti og berst eins trúlega og nokkru sinni áður, hvort sem um vörn eða sókn er að ræða. Ekki ber því að neita að oft hafa verið skiftar skoðanir og allharðar deilur innbyrðis meðal Goodtemplara sjálfra; hefir oft sitt sýnst hverjum, einlægni og ákafi ríkt á báðar hliðar og lent á hörðum rimmum. En þessar innri deilur hafa eflt starfs- kraftana, aukið fundasóknina og skapað líf og fjör. Enn þann dag í dag er uppi deila — og hún allhörð, sem skiftir félagsfólkinu í tvær fylk- ingar, ákveðnar og fylgisfastar. Er alls ekki um það að efast að hér fer sem fyr: vægðarlaust verður barist til úrslita, en allir sáttir eftir orrahríðina, hvernig sem úrslitin verða; því þótt menn greini á um sérstök atriði og bituryrði hrökkva af munn- um manna meðan á hríðinni stendur, þurfa andstæðnigar bindindismálsins hvorki að hlakka né hlæja yfir því að mist verði sjónar á aðalmarkinu, eða merkið lækkað — þar eru allir sammála. Þessi fimmtíu ára hátíð Good- templara fór fram með hinni mestu prýði. Hafði mörgum verið boðið, sem nú eru utan fé- lagsins, má þar til nefna frú Halldóru Bardal; en maður henn- ar P. S. Bardal, hafði verið einn af fyrstu embættismönnum fé- lagsins; frú Jóna Goodman, sem er ein af stofnskrármeðlimum og frú Jón Júlíus; en í húsi hennar og manns hennar var haldinn fyrsti fundur félagsins. Var staðið upp til virðingar við þess- ar konur. Prófessor Richard Beck, einn hinna atkvæðamestu starfs- manna félagsins stjórnaði hátíð" inni; fórst honum það vel og skörulega að vonum. Að fundi settum flutti hann fagurt og kjarngott erindi; skal því ekki frekar lýst því það verður birt í íslenzku blöðunum að verðleikum. Þá flutti A. S. Bardal stór- templar ávarp og heillóskir til stúknanna fyrir hönd stórstúk- unnar; var þar á ýmislegt drep- ið, sem vert væri um að hugsa. Sú ræða verður að sjálfsögðu birt í blöðunum. Arinbjörn er og hefir æfinlega verið með fá- dæmum fórnfús og einlægur bindindismaður, enda hefir hann verið heiðraður með æðsta sæti félagsins lengur en dæmi séu til, og skipar það enn. Stefán Einarsson ritstjóri Heimskringlu, hinn einlægasti og tryggasti starfsmaður um mörg ár, hafði verið valinn til þess að semja sögu stúkunnar Heklu og gerði það mál vel og rækilega. Sú ræða er þegar prentuð í öðru blaðinu og birtist að sjálfsögðu einnig í hinu. Þar er um marg- an og merkan fróðleik að ræða. Gunnlaugur kaupmaður Jó- hannsson var herskyldaður til þess að semja og segja sögu Skuldar; var hann allra manna bezt til þess fallinn, því hann hefir bæði verið sterkasti klaka- klárinn og fimasti skeiðhestur- inn í stúkunni á þessari fimmtíu ára ferð. Ræða hans þarfnast engra athugasmeda; hún birtist óefað í báðum blöðunum. Stuttar ræður fluttu fimm prestar, sem hátíðina sátu, í þessari röð: Séra R. Marteinsson fyrverandi stórtemplar, séra Carl J. Olson, séra G. P. Jónsson, séra Jóhann Bjarnason og dr. séra B. B. Jónsson. Allar lýstu ræðurnar því hversu prestarnir unna bindindismálinu, enda heyra þeir allir til goodtemplara- stúkunum. Hjálmar Gíslason, hinn trúi og tryggi bindindisfrömuður flutti frumort kvæði vandað og vel samið, sem blöðin munu flytja. Tveir ungir piltar skemtu: annar með einspili á píano; var það Richard Beck bróðursonur prófessorsins og John Butler með upplestri; er hann íslenzkur í aðra ætt en enskur í hina og talar íslenzku sem alíslenzkur væri. Sá er þessar línur ritar talaði nokkur orð. Fjöldi íslenzkra söngva var sunginn á milli ræðanna og stjórnaði þeim söng Jóhann T. Beck. Allar skemtanir fóru fram undir borðum, og voru veitingar hinar rausnarlegustu. Fimmtíu ára ferill stúknanna er svo merkilegur að um hann hefði átt að skrifa rækilega, því hann er sterkur og áberandi þáttur í félagslífi Vestur-íslend- inga. Hefði þessum atburði verið verðugur sómi sýndur hefði ver- ið gefið út minningarrit í sam- bandi við hann. Sig. Júl. Jóhannesson LEOPOLD HALLDÓRSSON (Minningarorð) Það er nú ár síðan Leopold Halldórssn lézt. Þó að svo sé liðið frá þeim atburði, þykir hlýða að minnast hans í íslenzku blöðunum, ekki sízt sökum þess, að hér á í hlut einn af frum- byggjum Wynyard-bygðar. Leo - en svo var hann venjulega nefndur meðal sveitunga og vina - skipaði rúm sitt með heiðri í hópi þeirra, sem lögðu grund- völlin undir hina íslenzku ný- lendu í Vatnabygðum. Foreldrar Leopolds Halldórs- sonar voru Jóhannse Halldórs- son frá Björk í Eyjafirði og Anna Hólmfríður Sigurðardóttir frá Æsustaðagerði í sömu sveit. Var Leo þá aðeins ársgamall, er þau fluttust frá fslandi til Vest- urheims. Hann var fæddur 15. nóvember 1876. Þau Jóhannes og Anna settust fyrst að í Ontario-fylki, en fluttu sig síðan vestur á bóginn, til fslendingabygðanna í Norður Dakota. Ekki var Leopold nema 14 eða 15 ára að aldri, þegar móðir hans féll frá. Voru þá öll börnin á unga aldri, og fór Leo- pold að skömmum tíma liðnum úr föðurhúsum. Fátæktin knúði hann til að leita atvinnu annars- staðar, og upp frá þessu varð hann að ryðja sér veg sjjálfur. Búast má við, að oft hafi stund- irnar orðið honum erfiðar, eins og svo mörgum öðrum óhörðn- uðum unglingum, sem þurftu að sjá sér farborða hjá vandalaus- um. En á hinn bóginn mun þetta líka hafa orðið til þess að glæða framsækni unglingsins og löngun til að láta um sig muna á leikvangi lífsins. Ef efni- viðurinn er góður, verður bar- áttan frekar til þess að stæla þróttinn en draga úr honum. Um aldamótin er Leopold orð- inn 24 ára að aldri, í blóma lífs- ins, með ærna reynslu að baki sér, og þá hefst aðalþátturinn í æfi hans, manndómsárin með baráttu fyrir sínu eigin heimili. 20. des. 1900 gekk hann að eiga unga stúlku af austfirzkum ætt- um, Vilborgu Runólfsdóttur frá Ánastöðum í Breiðdal, Sigurðs- sonar. Kona Runólfs var Guð- rún Jónína Þorvaldsdóttir Stígs- sonar frá Kelduskógum í Beru- firði. Er sú ætt all-fjölmenn um sunnanverða Austfirði. — Ungu hjónin byrjuðu búskap í Dakota-bygðunum, en fluttu sig búferlum til Wynyard fimm ár- um síðar (1905). Voru þau með- al frumbyggja þessa héraðs og á þessum slóðum munu lengi sjást menjar eftir iðju þeirra. Oft munu þau hjónin hafa þurft að leggja hart að sér við að koma upp átta börnum, fimm sonum og þrem dætrum. Segja kunnugir, að Leo heitinn hafi verið áhuga- og atorkuhaður, góður í viðskiftum, friðsamur og sanngjarn og hinn ágætasti nágranni. Á heimili var hann mildur og ástuðlegur. Þau hjónin voru svo lánsöm, að börn þeirra uxu upp, án þess að nokk- urt skarð kæmi í hópinn. Fimm þeirra áttu enn heimili hjá for- eldrum sínum, þegar faðir þeirra féll frá. Anna Jónína er elzt systkin- anna. Er hún gift Karli Mag- nússyni í Wynyard. Næstur henni er Richard Kristinn, kvæntur Vilborgu Halldórsdótt- ur Austfjörð frá Mozart. Þá er Halldóra Guðlaug, gift Ástvaldi Hall við Wynyard. Þessi eru ó- gift hjá móður sinni: Theodor Jóhannes, Stígur Thorvald, Elfin Runólfur, Thorunn Vilborg, Ól- afur Elmer. Efirlifandi systkini Leopolds Halldórssonar er.u Mrs. Sturmer, Stewartsville, Minnesota; Rich- ard Kristinn, búsettur við Dev- il’s Lake, N. D.; óli Júlíus og Tryggvi, báðir bændur við Wyn- yard; Mrs. Th. Johnson í Win- nipeg. Vilborg Halldórsson lifir mann sinn. Skilnaðurinn varð henni vafalaust sár, en henni er tvent til styrktar. Annað er að hafa flest börnin sín hjá sér, heima eða í nágrenninu. Hitt er minningin um mann, sem stóð við hlið hennar þegar lífs- baráttan var hörðust, og sem var virtur af sveitungum þeirra, naut álits sem drengur góður og dugandi liðsmaður við ruðning nýs lands og byggingu nýrrar bygðar. Það var endurtekin saga, að óðum fer þeim fækkandi á meðal vor, brautryðjendum hii^s í^- lenzka landnáms. En hverju er að kvíða ? Verk þeirra lifa á jörðinni. Sjálfir Iifa þeir á himnum. Jakob Jónsson Hitið heimilið með HEAT GLOW CARBONIZED BRIQUETTES Bezta eldsneyti í hvaða veðri sem er. Ekkert sót, deyr ekki út og þarf ekki mikinn súg. VERÐ $12.75 TONNIÐ Símið 23 811 McGURDV SUPPLV Go. Ltd. 1034 ARLINGTON ST. HRAFNINN í GAULVERJABÆ Það þótti óvenjulegur viðburð- ur, nú, fyrir 25 árum, er tveir hrafnar tóku upp á því að byggja laup sinn í kirkjuturninum í Gaulverjabæ og setjast þar að, til þess að leggja þar eggjum sín um og unga þeim út, en þó vöktu tilburðir þeirra við þetta verk enn meiri undrun manna, og þá eigi síður hitt, hversu mikið hug- vit þeir sýndu í byggingarlist sinni og þrautseigju við alt það erfiði, hindranir og tafir, er þeir urðu að yfirstíga, til þess að fá “fyrirtækinu” borgið. Allar tálmanir og tafir yfir- unnu þeir og sigruðu að lokum! sóknarprestur þar. Krummi bjó um sig utanvert við kirkjuturninn og skeytti því engu, þótt hann yrði fyrir ýmis- ! konar ónæði og jafnvel áreitni | fyrst í stað, því ekki gazt mönn- um alment að þessu hátterni hans. Það var sem sé eigi ör- grant um, að það boðaði einhver óvenjuleg tíðindi, sóttarfarald- ur, eða dauða. En krumma hefir virzt hann “betur settur” nærri sjónum, en að búi uppi í Ingólfs- fjalli eða Hróarsholtsklettum, í öllu hrafna-kraðkinu þar, enda matbjörgin við sjóinn bæði nær- tæk og notaleg fyrir hann eins og nú stóð á fyrir honum. Skammt fyrir vestan Gaul- verjabæ er bær nokkur, er að Hellum heitir. Vegalengdin þar í milli mun vera nálægt rastar- lengd, en niður á Loftsstaðaöldu er þrefalt lengri leið. Bóndinn að Hellum hafði þakið hey sín og heyskjól með hrísi um haust- ið, en nú var hann búinn að gefa heyin svo, að stabbar einir stóðu eftir og heyskjólin hafði hann rifið niður; hrísið og hríslurnar lágu því á víð og dreif úti um túnið eða á undirgerði. Þarna fann krummi efniviðinn í laup sinn að mestu leyti, og vantaði nú ekki annað en eitthvað til að snæra hann með. Hann kunni einnig ráð við því sem síðar mun sagt verða. Krummahjónin sóttu nú hverja hrísluna eftir aðra til Hellna, og báru þær í milli sín heim að Gaulverjabæ þannig, að þau héldu með nefinu hvort í sinn enda hríslunnar og flugu með hana alla leið heim í kirkju- garð staðarins, til þess síðan að nota hana þá er á þyrfti að halda og alt annað væri fyrir hendi, er til byggingarinnar þurfti. Þeim gekk oft erfiðlega með stórar hríslur og lurka, sem þeim reyndust of stórir til að fljúga með; duttu þær þráfaldlega nið- ur á leiðinni, sökum þess, að annar hrafninn flaug stundum ofurlítið hraðara, hærra eða lægra í lofti en hinn, og misti því átaks við það, að “slinkur kom á slána” og hinn hrafninn varð að sleppa taki sínu líka. Þau hvíldu sig ofurlitla stund og skröfuðu máske um það lítið eitt, hversu illa hefði til tekist, eða þá hitt, hversu duglítill sá hefði verið, er fyr slepti. En svo var ávalt sjálfsagt, að byrja á nýjan leik og alls ekki um það hugsað, að hætta við hálfnað verk: Þeir steyptu sér því niður, báðir í einu — einn, tveir, þrír — og hófu hrísluna eða lurkinn upp Eins og kunnugt er, hefir hrafninn aðsetur sitt í háum hömrum og þá helzt upp til fjalla, eigi mjög fjarri manna- bygðum, ám, vötnum eða sjó; þar byggir hann “laup” sinn eða hi-eiður, úr lyngi og tágum, lauf- um og mosa, en þó eru dæmi til þess, að hann setjist annarstað- ar að, eins og t. d. niður við sjó austanvert við Skildinganes og niður undan Nauthól hér sunnan við bæinn, og svo þarna í Gaul- verjabæ, eins og áður er sagt, og e. t. v. miklu víðar. Það mun hafa verið á árunum 1910 til 1912, að ung hrafnshjón “bygðu” Gaulverjabæinn, ásamt séra Runólfi Jónssyni, er þá var | að nýju og flugu af stað, nokkra ; faðma í einu, unz hríslan féll . niður aftur, eða, ef vel gekk, var komin alla leið upp í kirkjugarð, þangað, sem hún átti að komast. Þótt ekki væri hér um neina stórviðu að ræða, var þetta erf- iður og illviðráðanlegur flutning- 'ur, einkum fyrir “frúna”, sem vitanlega var “ekki kona ein- sömul”. En nú vantaði eitthvað í botn- inn, eða “gólf” herbergisins. — Hvar var það að fá? Krumma- hjónin höfðu farið víðar en að Hellum. Þau höfðu einnig komið við á Loftsstaðaöldu og séð þar sundurrifna brauðkörfu, sem rekið hafði í land og sjófarend- ur fleygt í sjóinn, frakkneskir fiksimenn eða togarar. Tágarn- ar úr körfu þessari voru ágætar sem umvaf um hríslurnar og lurkana og því var þangað leiðin lögð, tágarnar greiddar svo í sundur að ofurlítil kringla var orðin eftir og hún hæfilegur botn í bygginguna við Bæjar- kirkju. (Gaulverjabær var jafn- an nefndur Bær, og sagt t. d. “presturinn í Bæ”). Öllu þessu kimbluðu nú krummahjónin heim í kirkju- garðinn, en samfastar tágar og hafurtask annað var eigi neitt hægt við að eiga, enda var það óþarft, því að nú var þess aflað, sem á þurfti að halda, — nema snæranná. Það var sýnilegt, að sízt mátti þau vanta til þess að vefja utan um laupinn og turn- inn, ef alt ætti að vera tryggt. Bandspottar nægðu ekki, heldur langt snæri, og þess var jafnvel skemst að leita. Konurnar í Bæjarhverfinu áttu þvottastög, sumstaðar nokkuð löng, og þau hurfu þeim bráðlega á býsna undarlega lund og án þess menn vissu til, að nokkur maður hefði skorið þau niður eða leyst frá staurunum, sem þau voru bund- in um. Hver hafði tekið stög- in? Það höfðu turnbúarnir gert og tekið traustataki til þeirra, með því að höggva þau í sundur með nefi sínu, sem linsnúið loð- band væri, enda hafði þeim ekki orðið skotaskuld úr því stundum áður, að höggva gat á svellþykk- an hrossskrokk, ef svo bar undii’. að hann lá afvelta og dauður í einhverju kargaþýfinu kringum Bæj arhverfið, og þau sáu sér færi á að fá sér hrossakjötsbita. — “Sá á fund, sem fyrst finnur,” og svo var ekki betra að fuglarn- ir og maðkarnir ætu upp alt ket- ið og engir hefðu þess not. Framh. Tilkyning um niðursett verð í EATON Snyrtingar-Stofunni Eftirfylgjandi verð er á boðstólum í Snytingar-stofunni á hverjum miðvikudagsmorgni fram til 23. febrúar að honum meðtöldum: Fyrir Shampoo og Finger Wave 75c Hot Oil Treatment og Finger Wave $1.00 Facials 75c og $1.00 Því ekki að ráðstafa að koma á hverjum miðvikudags- morgni og fá facials, eða máske hot oil treatment? Það er góður tími til þess að byrja nú strax að láta hressa upp á andlitssvip sinn fyrir vorið. Snyrtingar-stofan á fjórða gólfi, suður. <*T. EATON C?M ITED

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.