Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. JANÚAR 1938 'Wim ml LJOSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan Hin óbifanlega rósemi hans reitti mig til reiði. Einhver hafði skotið á mig í gegn um gluggann og hafði eg sloppið með naumindum. Eg reiddist þessu afskiftaleysi, sem kom í ljós hjá þjóninum. “Ekkert sem í sögur er færandi. Einhver reyndi bara að myrða mig, það er alt og sumt,” svaraði eg og mistókst að gera tilætlaðan háðs- blæ á röddinni, og fálmaði ennþá um lokuna fyrir glugganum. “Látið mig gera þetta,” mælti þjónninn og opnaði gluggann með hægu móti, en það jók á gremju mína. Eg hallaði mér út um gluggann og reyndi að sjá þann, sem tilræðið veitti mér. Bates opnaði annan glugga og horfði út. “Skotið kom að utanverðu frá, var ekki svo, herra minn?” “Auðvitað. Heldurðu að eg hafi skotið á sjálfan mig, eða hvað?” Hann tók upp kúluna og rannsakaði brotnu rúðuna. “Eg álít að þetta sé riffilskúla,” mælti hann. Kúlan hafði flazt út er hún hitti vegginn. Hún var úr stórum rifli eða skammbyssu. “Þetta er mjög óvenjulegt, herra minn!” Eg sneri mér hvatlega að honum, þar sem hann var að þukla á kúlunni með miklum áhyggju- svip á andlitinu. Hann bætti þegar við eins og hann væri áfjáður í að sefa ótta minn. — Þetta er sjálfsagt tilviljun. Einhverjir drengir úti á vatninu að skjóta á andir.” Eg hló svo skyndilega að Bates hrökk við óttasleginn. Hálfvitinn þinn!” öskraði eg og greip í treyjuhálsmálið hans með báðum höndum og hristi hann óþyrmilega. “Fíflið þitt! Skjóta menn hér andir um nætur? Skjóta þeir sund- fugla með fílabyssum og fólk í gegn um glugg- ana, bara svona að gamni sínu?” Eg hratt honum á borðið, sem lét undan, svo að hann féll endliangur á gólfið. “Stattu upp,” skipaði eg, “og sæktu lukt- ina.” Hann sagði ekkert, en gerði það sem eg bauð. Við fórum í gegn um leiðinlegu forstof- una að framdyrunum, og sendi eg hann á undan mér inn í skóginn. Hugmyndin mín um lands- lagið þarna var næsta óljós, en eg vildi sjá um- hverfið með mínum eigin augum og þar bjóst eg við að hinn hættulegi gestur leyndist. Eg var mjög reiður og óx sú reiði, þegar eg fylgdist með Bates, sem nú var skriðinn inn í skelina á ný. Bráðlega komum við niður undir borð- stofugluggann. Jörðin var þakin laufum, sem molnuðu undir fótum okkar. “Hvað er hér framundan ?” spurði eg. ' “Hér um bil einn mílufjórðungur af skógi og svo vatnið. “Farðu á undan beint niður að vatninu.” Eg braust á eftir honum gegn um kjarrið. Bates stikaði léttilega á undan mér og stansaði við og við til að halda frá greinunum. Þegar mér rann reiðin fór mér að skiljast að þessi leit mín væri heimskuleg. Mér var landslagið ókunnugt, og fylgdist þarna með manni, sem eg hafði ekki séð fyr, en fyrir tveim stundum síðan, og sem eg tók nú að gruna um alt ilt gagnvart mér. Það var mjög ólíklegt, að sá sem skaut á mig, mundi bíða lengi, ennfremur mundi ljósið úr Iktinni, brakið í laufunum og brotnum greinum auglýsa honum komu okkar. En eg er maður þrautseigur í heimskunni þó ekki sé eg það í öðru. Og eg braust áfram á eftir leiðsögumanni mínum ákveðinn í því að komast ofan að vatninu, þótt það væri ekki til annars, en að sýna þessum einkennilega verði eignarinnar hver var húsbóndinn. Grein barði mig í andlitið og eg stansaði til að nudda sviðan burtu. “Meidduð þér yður, herra minn?” spurði Bates áhyggjufullur og sneri sér við með ljósið. “Auðvitað ekki,” urraði eg “eg skemti mér ágætlega. Eru engar götur um þennan frum- skóg?” “Ekki hér. Það var hugmynd Mr. Glen- arms að snerta ekki við skóginum. Honum þótti mjög gaman að ganga gegn um skóginn.” “Ekki í myrkrinu, vona eg. Hvar erum við nú?” “Rétt hjá vatninu, herra.” “Haltu þá áfram.” Eg hafði enga þolinmæði við Bates í stíg- lausum skóginum, og eg verð að játa, við anda Jóns M. Glenarms, afa míns. Alt í einu komum við ofan í fjöruna og Bates steig á planka gólf. “Þetta er Glenarm bryggjan,” sagði hann. “Og þarna eru naustin.” Hann veifaði luktinni að byggingu, sem var rétt hjá okkur. Þar sem við stóðum nú þarna og störðum út í myrkrið, þá heyrði eg greinilega áraglamur og hin mjúka nið smábáts er rann gegn um vatnið. “Það er bátur, herra”, hvíslaði Bates og faldi ljóskerið undir kápu sinni. Eg þaut framhjá honum og fram á bryggjusporðinn. Árin dýfðist jafnt og reglu- lega ofan í lygnt vatnið, en hljóðið deyfðist. Þessor Indíánabátar eru hin viðkvæmustu far- tæki, sem menn hafa. Með árinni getur þú ausið upp stjörnu meðfram þögulum strönd- um eða þú getur læðst á þeim inn í sjálfar hafnir draumanna. Eg þekti hljóðið undir eins, og einnig að æfður ræðari reri bátnum. Æskuár mín í Maine skógunum voru ekki til ónýtis. Maðurinn í bátnum hafði auðsæilega stol- ist fast upp að Glenarm bryggjunni, en hafði flúið, þegar hann heyrði til okkar gegn um skóginn. “Hefir þú bát hérna?” “Naustið er læst og eg hefi ekki lyklana með mér, herra,” svaraði hann ofur rólega. “Auðvitað hefir þú ekki lyklana,” hreytti eg út úr mér fjúkandi reiður yfir ró hans og bjargarleysi mínu. Eg hafði ekki séð þennan stað um dagtíma, og skógurinn á bak við mig og vatnið framundán, voru vafin skuggum og leyndardómi, í reiði minni stappaði eg niður fætinum. “Lýstu mér heim,” öskraði eg. Eg hafði snúið mér við heimleiðis þegar rödd barsfc mér til eyrna yfir vatnið, kven- mannsrödd, djúp, hljómfögur, ákveðin. “Ef eg væri í þínum sporum, væri eg ekki svona reiður,” sagði hún og dró orðið reiður. “Hver ert þú og hvað ertu hér að gera?” hrópaði eg. “Bara að hugsa hérna í kyrðinni,” svaraði röddin háðslega. Langt út í vatninu heyrði eg gutlið í árinni og sá grilla í bátinn rétt í svip og svo hvarf hann. Vatnið og skógurinn í kringum það, bátur, draumabátur, svo kom röddin aftur. “Góða nótt glöðu herrar!” “Þetta var kvenmaður, herra minn,” mælti Bates eftir að hann hafði beðið um stund. “En hvað þú ert vitur,” urraði eg. “Eg býst við að konur flækist hér um á nóttunni og skjóti andir eða inn í hús manna.” “Það er mjög sennilegt, herra.” | Mig langaði til að fleygja honum í vatnið, en hann var þegar genginn í burtu og luktin dinglaði við hlið hans og fylgdist eg með hon- um heim að húsinu. Það hýrnaði brátt yfir mér er eg kom inn í hina fögru bókastofu. Eg glæddi eldinn í arn- inum og settist fyrir framan hann, breyttur eft- ir gönguna. Eg skildi ekkert í þessu og var truflaður yfir þessu, sem fyrir hafði komið. Það gat vel verið, að kúlan sem næstum því hafði orðið mér að bana inn í borðstofunni hafi þangað komið af tilviljun. Eg var viss um að hún kom ekki frá vatninu, til þess var of mikill kraftur á henni, ennfremur gat hún tæplega komist óhindruð gegn um skóginn, alla þá leið, það var því örðugt að hugsa sér annað en að einhver hefði skotið á mig. “Hin háðslega rödd konunnar utan af vatn- inu varð mér einnig íhugunarefni. Það var ekki líklegt, að það væri rödd óbrotinnar sveita* stúlku. Ekki get eg heldur ímyndað mér neitt erindi, er gæti útskýrt nærveru kvenmanns úti þar um síðkveld í október mánuði. Það var næstum eitthvað óhuggulegt í kveðju hennar og endurtók hún sig í huga mínum. Bates birtist nú á ný. “Fyrirgefið þér, herra minn, en svefnher- bergið yðar er reiðubúið, hvenær sem þér viljið fara að sofa.” Eg litaðist um eftir klukkunni. “Það eru engar klukkur í þessu húsi. Mr. Glenarm, afi yðar, hafði mesta andstygð á þeim. Hann sagði, að það væri skoðun sín, að þær leiddu til leti. Hans skoðun var sú, að menn ættu að vinna samkvæmt samvizku semi, en ekki eftir klukkunni, því önnur væri nákvæmari en hin.” “Eg-bresti og tók upp úrið mitt, eins mikið að alvarlega og raunalega andlitinu á Bates, eins og kenningum afa míns. En náunginn var mér Þrandur í Götu. Þessi kalsvörtu föt hans, slétt hárið, nauðrakað andlitið, vakti andúð mína. Bates, ef þú skaust ekki þessu skoti gegn um gluggann hver skaut því þá, viltu segja mér það?” “Já, herra minn, ef eg skaut því eigi þá má lengi bíða getum að því, hver gerði það. Eg samþykki það, herra.” Eg starði á hann. Hann leit á móti óhik- andi, ekki bar heldur á neinni ósvífni í fram- komu hans eða rómi. Hann bætti við: “Eg gerði það ekki. Eg var inni í búrinu er eg heyrði brothljóðið í rúðunni. Kúlan kom að utan frá að svo miklu leyti sem eg fæ séð.” Staðreyndirnar og niðurstanðan voru ó- neitanlega á hans hlið. Eg fann að framkoma mín gagnvart honum var ruddaleg og óviðeig- andi og reyndi eg nú aðra leið. “Auðvitað Bates. Eg var bara að spauga, en hvaða skoðun hefir þú á þessu?” “Eg hefi enga kenningu viðvíkjandi þessu. Mr. Glenarm varaði mig ætíð við því að hafa skoðanir. Hann sagði—ef þér viljið afsaka— að það væri mjög hættulegt að hafa mikið ímyndunarafl.” “Hann talaði með dálitlum írskum mál- hreim, sem eg furaði mig á. Eg hefi ætíð haft opið eyra fyrir málhreim manna, og hann tal- aði ekki eins og írskur þjónustulýður talar. Larry Donovan, sem var fæddur Englendingur notaði við ýmisleg tækifæri írska mállýsku, sem var mjög frábrugðin hinum mjúka mál- hreim Bates. En margt annað vakti undrun mína í sambandi við þennan mann. “En hvernig útskýrir þú þessa persónu í bátnum?” spurði eg. “Það veit eg ekki, herra minn. Það er ekk- ert kvenfólk á þessari landareign eða neinir aðr- ir, nema við tveir.” “En það eru nágrannar — bændur. Ein- hverskonar fólk hlýtur að búa á ströndum vatnsins.” “Þó nokkrir og svo er skólinn rétt fyrir utan 'vegginn á landinu yðar.” Þessi tilvitnun í landið mitt gladdi mig. “Ójá, það er skóli, kvennaskóli þar. Mr. Pickering mintist á það. En stúlkurnar eru varla að róa um vatnið að nóttu til, á anda veiðum um þennan tíma árs. Heldur þú það Bates?” “Eg held ekki að þær skjóti neitt, Mr. Glen- arm. Það er mjög mikil reglusemi í skólanum, eftir því sem mér virðist.” “Og kennararnir, eru það alt konur?” “Það eru alt nunnur frá St. Agathe. Eg hefi stundum séð þær á gangi. Þær eru mjög hæglátir nágrannar og þær fara flestar í burtu yfir sumartímann nema systir Theresa. Hún á þar heima. Svo er lítil kirkja rétt við vegginn; þar býr ungur prestur; garðyrkjumaðurinn og hann eru einu karlmennirnir, sem þar búa.” Svo að næstu nágrannar mínir voru mót- mælenda nunnur og skólastúlkur, ásamt presti og garðyrkjumanni svona til tilbreytingar. — Fyrirmæli erfðaskráarinnar bönnuðu mér ekki að kynnast prestum. Mér datt meira að segja í hug að það gæti verið einn hlutur af áætlur afa míns. Hann ætlaðist sjálfsagt til, að þessi sveitaprestur vekti yfir minni andlegu velferð, en þess á milli átti eg að læra byggingarfræð- ina. Bates eftirlitsmaður minn og þjónn, var að dusta rykið af arinhyllunni með mestu ná- kvæmni. “Vísaðu mér á klefann minn,” sagði eg og stóð upp, “eg ætla að fara í rúmið.” Hann fann einhverstaðar stærðar ljósa— stiku, sem tók víst ein tólf kerti og mælti: “Það var venja Mr. Glenarms. Hann hafði ætíð þessa ljósastiku er hann fór í rúmið og er eg viss um, að hann mundi óska eftir því, að þér hefðuð hana líka.” Mér fanst eg heyra titring í rödd hans. Minningin um afa minn var honum kær, hugs- aði eg með mér; velvild mín óx til hans fyrir það. “Hversu lengi varst þú hjá Mr. Glenarm, Bates?” spurði eg um leið og við gengum út í forstofuna. “í fimm ár, herra minn. Hann réði mig sama árið og þér fóruð erlendis. Eg man vel eftir því, að hann talaði um það. Honum þótti mjög vænt um yður.” Hann fór á undan og hélt ljósunum hátt til að lýsa mér upp hinn mikla stiga. Göngin uppi á loftinu voru eins og annað í húsinu mjög stór, en. veggirnir voru hvítir og berir og ömurlegir áhorfs, lausir plankar lágu á bitunum og lengst fyrir utan ljóshringinn, kvað við bergmál úti í myrkrinu, er við gengum á lausum plönkum. “Eg vona að yður falli þetta ekki illa, herra minn,” sagði Bates og stansaði við hurð eina. Þetta er alt hálfgert, en þægilegt. Mér er óhætt að segja mjög svo þægilegt.” “Opnaðu dyrnar!” Hann var ekki húsráðandi svo að mér féllu illa þessar afsakanir hans. Eg gekk fram hjá honum inn í litla setustofu, sem var ekkert nema smá útgáfa af hinu mikla bókherbergi niðri. Bækurnar huldu alla veggi, nema þar sem arininn var, skápur og dálítið borð var bygt inn í vegginn, í miðju herberginu var stórt borð með ritfærum, alt í góðri reglu. Eg opn- aði fallegan kassa og í honum voru teikningar áhöld. Eg stundi hátt. “Mr. Glenarm vildi heldur vinna í þessu herbergi. Þetta eru hans eigin verkfæri, herra minn.” “Ja, hver fjandinn”, hrópaði eg í gremju minni. Eg greip bók sem var í næstu hyllunni og fleygði henni á borðið. Það var “Tuminn: Hin fyrstu not hans til varnar. London 1816.” Slengdi bókinni aftur. “Svefnherbergið er þarna á bak við. Eg vona-----” “Vertu ekkert að vona neitt!” nöldraði eg, “og það gerir engann mun, hvort mér fellur það eða ekki.” “Vissulega ekki, herra”, svaraði hann í þeim rómi er kom mér til að skammast mín. Næsta herbergi var lítið og með fáskrúð- ugum búnaði. Veggirnir voru ólitaðir og ekk- ert á þeim nema prentaðar myndir af enskum dómkirkjum og frönskum höllum og öðru því um líku, sem best verður fundið í byggingar- list heimsins. Rúimð var einfalt og úr járni og þar inni var ekkert, sem ekki var nauðsynlegt. Þar voru pjönkur mínar fyrir. úr dyrunum spurðist Bates fyrir um óskir mínar. “Mr. Glenarm borðaði hálf átta, eða eins nálægt þeim tíma, sem hægt var að ákveða klukkulaus, og hann var mjög stundvís. Hann var dálítið einkennilegur og var mikið á ferð- inni á nóttunni.” “Ekki býst eg við að eg hafi fyrir miklu nætur ferðalagi og morgunverðartími afa míns fellur mér vel í geð, Bates.” “Er það nokkuð annað, herra-------” “Þetta er alt og sumt Bates----” “Já, Mr. Glenarm.” “Auðvitað meinti eg það ekki í alvöru að þú hefðir skotið á mig.” “Ó minnist þér ekki á það, Mr. Glenarm.” “En það var samt dálítið undarlegt. Ef þú kemst eftir nokkru þessu viðvíkjandi þá láttu mig vita um það.” “Auðvitað herra.” “En eg held, Bates að bezt væri fyrir okkur að láta gluggatjöldin hanga fyrir glugg- anum á kvöldin. Þessar fuglaskyttur hér um slóðir eru nokkuð gálausar og þú lítur eftir þessu í kvöld og endranær.” Eg dró upp úrið mitt meðan hann gerði þetta. í huga mínum hálf grunaði eg hann, að vera í sambandi við þann sem skaut á mig gegn um borðstofu gluggann. Það var hálf skrítið að blæjurnar voru ekki dregnar niður. Bates var auðsæilega vkr þessarar grunsemdar minn- ar, því að hann sagði, þegar hann lauk við síð- ustu blæjuna: “Mr. Glenarm hafði þær aldrei niðurdregn' ar. Honum féll að hafa gluggana opna. Þeir snúa í austur og þótti honum vænt um að láta ljósið vekja sig. Það var eitt af einkennum hans, herra minn.” “Já, svo er það Bates. Þetta er alt og sumt.” Hann bauð mér góða nótt, mjög alvarlega, en eg fylgdi honum til dyra og hlustaði eftir skóhljóði hans, er hann fjarlægðist. Heyrði eg hann loka dyrum og skjóta fyrir slagböndum. Hann var sannarlega samvizkusamur í venjum sínum. Eg opnaði töskuna mína og lét úr henni á borðið. Eg hafi ætíð með mér á öllum ferðum mínum myndaveski með myndum af föður mín- um og móður og afa mínum, og þessar myndir lét eg nú upp á arinhylluna. Eg fann nú betur en nokkru sinni fyr einstæðingsskap minn og vaknaði því í bjósti mér þrá eftir félagsskap og samúð. Eg horfði með nývöknuðum áhuga inn í hin greindarlegu augu afa míns þarna á mynd- inni. Það hafði verið venja hans, að koma til föður míns alt í einu og fara þegar honum sýnd- ist. En faðir minn hafði gert honum mörg vonbrigði og þarf eg ekki að greina frá því hér, en mínar eigin aðgerðir höfðu ekki bætt úr skák. Þegar eg var nú þarna kominn fór eg að hugsa um virðingu Pickerings á búi afa míns. Enda þótt Jón Marshall Glenarm væri sérvitur maður, þá hafði honum tekist að safna miklum auð, en samt hafði eg tekið því þegjandi, er skiftaráðandi búsins sagði mér, að hann hefði dáið sama sem eignalaus. Með því að samþykkja alt og grafa mig þarna, hafði eg útilokað mig frá öllum lögfræðilegum bjargráð- um. Ef eg yfirgæfi þennan stað og færi til New York, glataði eg arfinum. Þarna varð eg að dúsa í heilt ár. Eg varð reiður við Picker- ing, er eg hugsaði til þess, hversu auðveldlega hann hafði losnað við mig. Mér hafði ætíð fundist eg vera eins vitur og hann, en nú efaði eg, hvort eg hefði eigi í heimsku minni gengið í gildruna hjá honum. V. Kapítuli. Rauða húfan Eg horfði út um gluggann þennan fagra októbermorgun með endurnýjaðri einstæðings- tilfinningu. Trén skygðu á útsýnið og báru mörg þeirra ennþá litskrúð haustsins, purpura lituð , brún og gullin lauf, en á stöku stað- stóðu sum græn eins og um hásumar væri. Eg fór í gömul föt og þykka skó og var nú tilbúinn að fá mér langa göngu. Stóra bókaherbergið sýndist ennþá stærra í morgun birtunni. Eg opnaði eina afi glerhurðunpm og gekk út á stéinpall en þaðan sá eg yfir húsið að utan, sem reyndist að vera bygt í Tudor stíl með tindum og tveimur turnum, var annar turninn hálf- gerður, og voru ennþá vinnupallar verkamanna áfastir við veggina, hrúgur af grjóti og staflar af við, voru alstaðar. Húsið stóð á gjáar- bakka, en eftir henni rann dálítill lækur út í vatnið. Hjallin varð að breiðum svölum fyrir utan bókaherbergið, og undir þeim suðaði vatn- ið mjög unaðslega kring um gilda steinstólpa.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.